Lögberg - 27.12.1928, Blaðsíða 5

Lögberg - 27.12.1928, Blaðsíða 5
LÖGBERG FIMTUDAGINN 27. DESEMBER 1928. Bls. 5. lagi losaÖ sig við þá sem allra fyrst. Aö hafa f)á meÖ- ferðis í þrjár vikur eða meira, bendir þess vegna sterk- lega til þess, aö hann hafi fengið þá á ærlegan hátt og eðlilegan, og aö hann haf i haft hreina samvizku. Fram- burður i réttinum bendir jafnvel ekki til, að hann hafi svo mikið sem vitað um dauða McDermotts þegar hann var tekinn fastur 23. ágúst. Ef Johnson komst ekki yfir lyklana, úrið og nistið á ærlegan hátt, 'þá hlaut hann að hafa stolið mununum. Ef hann gerði það, þá er ekkert í réttargögnunum, sem afsakar neinar getgátur um það að hann hafi ekki gert það áður en hann fór frá Fort Saskatchewan 1. ágúst. Eins og þegar hefir verið bent á hefir ekkert vitnið bor- ið, aö það hafi séð nokkurn þessara muna i fórum Mc- Dermotts eftir 1. ágúst. Johnson vissi um alla háttu Mc- Dermotts. Það var auðunnið verk að komast inn í kofann ef hann hafði lykil, og auðgert, ekki síður, að komast inn um glugga, ef hann hafði ekki lykil, því gluggamir vom lausir fbls. 30 í réttarskýrslunni og bls. 16 í inngangs- yfirheyrslunni). Það liggur í augum uppi, að lyklarnir voru honum einskisvirði. Ef hann þess vegna hefir stolið lyklunum, er það þá ekki lík- legra að hann hafi gert það 1. ágúst eftir að hann hafði tapað í deilunni um kaupgjaldið, og gert það af smá- smugulegri óvild, og í því skyni að ónáða McDermott og baka honum óþægindi heldur en að hann hafi tek- ið þá, eftir að McDermott var dauður, eða að löngunin til þess aö eiga þá, hafi skapað nokkurn part af ástæð- um til þess að drepa McDermott. Að því er úrið og nistið snertir, þá var það ekki nauðsynlegt fyrir neinn, sem eins vel þekti háttu Mc- Dermotts og Johnson gerði að fremja ofbeldisglæp til þess að ná þeim. Vitnið Long sver það “að úrið hafi hangið í matskáp undir strompinum, á litlum nagla” og að McDermott “hafi mjög sjaldan boriö það á sér” ('bls. 82). Það hefði því ekki verið nema augnabliks verk að fara inn í kofann og taka það. » Vitnisburðurinn í þessu efni, er allur eintómar lík- ur; það er frumregla og hún fullkomlega viðurkend, að til þess að réttlæta sektar niðurstöðu á líkum einum. þá sé það ekki nægilegt að likurnar séu allar í samræmi við sekt hins kærða, heldur verða þær einnig að vera í ósamræmi við allar aðrar skynsamlegar hugmyndir en sekt hins kærða: Wills on Circumstantial Evidence, 6th Ed. (igi2), bls. 311-314; Rex v. Hodges, 2 Lewin, C. C. 227; Russell on Crimes, 8th Ed. (1923), bls. 1895 ; Roscoe’s Criminal Evidence, I4th Ed. (ig2\), bls. 84Í6; Rex v. Peel ("No. 1), 34 Can. Cr, Cases, 390; The King v. Telford, 8 Can. Cr. Cases, 223. Réttargögnin í þessu máli, eins og þegar hefir verið bent á, eru ófullnægjandi til þess að réttlæta sakfell- ingardóm samkvæmt þessum mælikvarða, því þau eru í fylzta samræmi við sakleysi þess ákærða, af glæp þeim, er hann var fundinn sekur um. í málinu Rex v. Peel ('No. 1), 34 Can. Cr. Cas. 390, sem vitnað er til hér að framan, bárust böndin við vitnaleiðsluna margfalt alvarlegar að þeim kærða, en á sér stað í þessu tilfelli. Þar af leiðandi skal viröing- arfylst á það bent, að ummæli Russells og Longleys dómara í því máli, heimfærast langtum ákveðnara upp á mál það, er hér um ræðir. Þar kemst Russell dóm- ari svo að orði á bls. 391-392: “Af vitnaleiðslunni í þessu máli, fæ eg ekki séð, hvernig í ósköpunum að nokkur kviðdómari gat komist að slíkri niðurstööu gagnvart þeim ákærða, að minsta kosti án verulegra efasenida. En það út af fyrir sig, að kviðdómendur komust að slíkri niðurstöðu, virðist mér sláandi sönn- un þess, aö einhver þau öfl hafi verið að verki, er trufl- að hafi rólega og hleypidómalausa íhugun þeirra við störf sin.” Hann segir ennfremur á bls. 393: “Úrskurðurinn er gersamlega bygður á líkum. Að því er snertir gildi slikra sönnunargagna, þá geng eg út frá, að sú regla gildi sem tekin er fram í R. 4, Wills Chapter on The Rules of Evidence, Wills on Circumstantial Evidence, 4. útgáfa, bls. 188 og 189, að til þess að réttlæta megi sakfelling, þá verði ásök- unaratriðin, að vera ósamrýmanleg saklevsi hins kærða, og óskýranleg á annan skynsamlegan hátt, en á grund- velli “sektar hans.” “Að því er mér skilst, hefir ekki eitt einasta atriði komið fram í þessu rtiáli, sem ekki má mjög auðveld- lega og mjög sanngjarnlega samræma við möguleikana á sakleysi fangans.” Eftir samvizkusamlega gagnrýning vitnaleiðslunn- ar, kemst hann ennfremur þannig að orði, bls. 397: “Eftir eins nákvæman yfirlestur sönnunargagnanna og frekast er hugsanlegt, hefi eg komist að tvennskon- ar niðurstöðu: í fyrsta lagi, að sanngjarn kviðdómur hefði ekki getað kveðið upp sakfellingar úrskurð án þess að hafa verið í efa um málavöxtu. Og í öðru lagi þaS, að ekki hefir eitt einasta atriði sannað verið í málinu, er ósamrýmanlegt sé við sakleysi fangans, né heldur að nokkrar þær samsafnaðar sakfellingar á- stæður séu fyrir hendi, er leitt gætu t,il þess, að hann skyldi sakfeldur.” I samræmum dómsástæðum, kemst Longley dómari þannig að orði á bls. 401: “Eg hefi komist að þeirri niðurstöðu að það sé ó- hugsanlegt, að sanngjarn og sjálfstæður maSur gæti hafa úrskurðað á sama veg og kviðdómurinn gerði.’* ,í máli einu nýlegu, þar sem stúlka var sökuð um að hafa fyrirfarið óskilgetnu barni sínu, og fundin var sek um mannsbana, með því að líkurnar virtust benda mjög í þá átt, að hún væri sek, urðu leikslokin þau, að áfrýjunarrétturinn í sakamálum ógilti dóm undir- réttar með þeim ummælum, að málið hefði átt að vera tekið úr höndum kviðdómsins. VarS niðurstaða áfrýjunarréttarins þessi: “Þó mál þetta sé þannig vaxið, aÖ það hljóti að vekja alvarleg- an grun, þá verður úrskurðurinn ekki réttlættur með fyrirliggjandi sönnunargögnum:” Ánnie WTiite, 13 Cr. App. Rep. 211, á bls. 212. Að endingu leyfi eg mér virðingarfylst aS halda því fram, að hér sé um mál að ræða, þar sem rétt sé og sanngjarnt, að beitt skuli sérréttindum krúnunnar til náðunar, af ástæðum ]>eim, er nú skal greina, og að sumu leyti eru endurtekning þess, sem þegar hefir verið tekið frani: , 1. Aldur fangans. Eg fór til fylkis-fangelsisins að Fort Saskatchewan, þann 30. desember, 1924, í þeim tilgangi, að hafa tal af Johnson. Fékk eg þar þær upp- lýsingar hjá Blythe fangaverði, sem svar við spurn- ingu, er eg lagSi fyrir hann, *ð Johnson væri, sam- kværnt skýrslum fangelsisins, 59 ára gamall. 2. Engar ástœður fyrir hcndi. Hér er um alls engar þær fullnaðar ástæður að ræða, er hvatt hefðu getað Johnson til að fremja þenna glæp. McDermott var gamall einsetumaður og nirfill, er ekkert verðmætt hafði í kringum heimilið, og um það vissi Johnson. Þess er ekki vænst, að hann hafi nokkru sinni haft peninga á heimilinu. Hann hafði peninga sína í spari- sjóSi, til þess að þeir bæru vöxtu, og um það leyti, er hann dó, nam innieign hans öll á bankanum, aðeins 8351-1! úbls. 92). Sannanagögnin við inngangs yfir- heyrsluna styðja þetta, og varpa á málið skýrara ljósi, með því að sýna að venja McDermotts var sú, að taka út smáupphæðir í senn (Trel. Hearing, bls. 39J, til persónulegra nota. Eg get bætt því við hér, að þann 30. desember, yfirfór eg persónulega reikning hans við Standard bankann að Fort Saskatchewan, er bar með sér, aS í júlí-mánuði þegar Johnson var hjá honum, var stærsta upphæðin, er hann tók út $12.82 fþann 15. júlí). Við þrjú mismunandi tækifæri, tók hann út í júlí-inán- uði $5.02, í annað skiftið $4.96 (20. júlij, og í þriðja skiftið $5.12 (10. júlí), er augljóslega sýndi nirfilshátt hans. I síðasta sinn tók McDermott peninga út úr bank- anum, 2. ágúst, að upphæð $10.00 fPrel. Hearing, bls. 39). Vafalaust eyddi hann einhverju af peningunum, ef ekki öllu, áður en hann að lokum kom til kofa síns um kveldiS. Jafnvel þótt hann hefði litlu, eða engu eytt, þá er það fyllilega ljóst, að hann gat hvorki haft á sjálfum sér, né heldur í kofanum, meira en $10.00 í peningum, er dauða hans bar að. Sé sá framburður Smiths tekinn gildur, að Johnson hafi eytt “því sem næst hundrað dölum” ("bls. 58), fyrstu tvo dagana í North Battleford, þá er það jafn augljóst, að þeir peningiar hafa ekki komið frá McDermott, heldur annarsstaðar frá. Johnson vissi vel, af veru sinni hjá McDermott, að hann hafði hvorki peninga né heldur annað verðmæti í kofanum, og hafi hann framiS glæp- inn, þá er það sýnt, að tiltæki hans hefir stjórnast af öðrum hvötum en þeim að ræna. Hér gæti þá ein- ungis sú ástæða komið til greina, að um hefnd hefði verið að ræða, sökum vangreiðslu á kaupi. Þó verð- ur varla mikiS upp úr henni lagt. í því sambandi komst rannsóknardómarinn svo að orði: “Ekki virðist svo, sem nokkurt verulegt missætti hafi átt sér stað milli þeirra út af þessu, ekkert, sem leitt gæti til óvináttu” fbls. 116). Hafi Johnson fundiS til beiskju gagnvart ein- hverjum í sambandi við kaupmálið, þá hefði það bitnað á Adamson lögregludómara, er ekki ein- ungis neitaði að taka kröfu hans til greina, heldur skipaði honum jafnframt með harðri hendi og á gerræðisfullan hátt, að hypja sig burt úr bænum. Það er ekki sanngjarnt að ætla, að Johnson hafi nókkru sinni borið morðhug til McDermotts út af vinnukaupinu, og með þvi að fara á brott, vanst hon- um nægilegt svigrúm til að jafna sig, hafi hann haft n'okkuð slíkt i hyggju. Sú staðreynd, að Johnson er kominn fast að sextugu, gerir slika tilgátu enn ólíklegri og óverjandi. Hvort heldur, sem því er haldiá fram, að um rán eða hefnd hafi veriS að ræða, eða þetta hvorttveggja, þá stendur það í svo allsendis öfugum hlutföllum við glæp þann, sem kært er fyrir, að það verður ekki sann- gjarnlega sagt, að nokkur frumástæða hafi verið leidd frarn, er á það bendi að Johnson geti verið sá seki. 3. Rcttarg'ógnin tómar likur. Á það hefir þegar verið all-ítarlega bent, að réttargögnin í málinu, séu tómar likur, samræmanlegar meS öllu við sakleysi Johnsons af glæp þeirn, sem hanh var kærður um. Þau fullnægja þess vegna ekki fyrirmælum laganna, og geta því hvorki réttlætt sektardóminn, né haldið honurn við. Á þaÖ er virðingarfylst bent, að eigi skuli dauða- dónii fullnægt, þar sem nokkur minsti vafi geti leikið á um sekt fanga, og í þessu tilfelli, er því virðingar- fylst haldið fram, að um slíkan efa sé að ræða. 4. Óviðeigatidi réttargögnum viðtaka veitt, er komu í veg fyrir réttláta yfirheyrsfu. Þessu atriSi hafa þegar veriÖ gerð full skil. 5. Avarp rannsóknardómarans. í ávarpi sínu til kviðdómsins, komst hinn virÖuglegi rannsóknardóm- ari í bvrjun þannig að orði: “Virðulegu kviðdómendur! Ein setning í fæðu verjanda hins ákærða rnanns, kemur mér til að minn- ast á skyldur þær, er þér einir hafið á herðum, ásamt ábyrgðinni, er þeim fylgja. Hann spurði hvort sú væri ætlun yöar, að dæma mann þenna til lífláts eftir gögnum þeim, sem fyrir hendi væru. Virðulegu kvið- dómendur! Ef þér rifjið upp fyrir yður í huganum eið yðar, munuð þér niinnast þess, að þér hafið svarið að byggja úrskurð ySar á réttargögnunum og engu öðru. Ábyrgð yðar byrjar og endar þar. Á afleiðing úr- skurðar yðar, beriÖ þér enga ábyrgð. Þar taka lögin við, og þeir, sem um framfylging þeirra annast. Og eg vil lcyfa mér að vekja athygli yðar á því, að í flest- uni tilfellum, hygg eg að það geti ckki skoðast sjálf- sagf, að sakfellingar úrskurði fytgi framfylging dóms þess, er lögin ákvcða. Sérréttindi krúnunnar um náð- un, eru enn fyrir Itendi, og þeim er (efinlega beitt, þar sem við á.” Á það skal virðingarfylst bent, að umniæli þessi séu með öllu óviðeigandi, öldungis ósæniileg, og í þeim tilgangi borinn fram, að veikja málstað fangans. Þó ekki hefði verið nema um þetta eina atriði að ræða, og ekki yfir öðru kvartað í sambandi viS rann- sókn málsins, þá hefði það út af fyrir sig, átt að hafa nægt, til að tryggja fanganum nýja yfirheyrslu. Á þessu stigi málsins, og með tilliti til þess, sem gefið var berlega í skyn við kviðdóminn, að í þéssu tilfelli vrði dauðahegningu sennilega ekki beitt, þá veitir það hinum dæmdá enn sterkara tilka.ll til þess, aS sér- réttjndum krúnunnar urn náðun, skuli framfylgt verða. 6. Þjóðctni fangans. Fanginn er íslendingur. Tala íslendinga í Canada og Bandaríkjunum, er milli tuttugu og þrjátíu þúsund. Þeir hafa búið í löndum þessurn yfir fimtíu ár. Þeir hafa alrnent verið viður- kendir seni kyrlátir, friðsamir og löghlýðnir borgarar. Á öllu þessu tímabili, heflr enginn íslendingur ffædd- ur á íslandi), verið dæmdur í fangelsi (penitentiary) í hvorugu landinu. Óneitanlega glæsilegur vitnisburð- ur um góða hegðun. Athýgli er dregin að þessu,— ekki í þeim tilgangi, að gefa í skyn, að íslendingur skuli eigi sæta sömu refsingu fyrir glæp sinn, sem aðrir mann : út frá þvi er gengið; heldur er hér aSeins átt við aukna ástæðu fyrir þvi, hve réttargögnin gegn hinum ákærða séu ósanistæð og án gildra heiniilda fyrir fullnæging dauðadóms. Getur það sýnst líklegt, að maður, af þjóðflokki með slíka Viöurkenning að baki, fvrir löghlýöni og borgaralegar dygðir yfirleitt, Timtíu og níu ára gamall, sleppi alt í einu á sér taumhaldinu og án nokkurs til- efnis, eða verulegrar ástæðu drýgi morð aö yfirlögðu ráði ? 7. AS endingu leyfi eg mér aS leiSa athygli aS því, aS þaS væri hin mesta óhæfa, i þessu máli ef framkvæmd dauöahegningarinnar yrSi látin viSgangast, án þess aS fyrst ætti sér staö hæfi- »leg rannsókn viövíkjandi vitsmunalegri heilbrigSi fang- ans. í framburS.i þeirra vitna, sem fyrir krúnuna mættu, eru sérlega ákveönar líkur til þess, aö fanginn sé ékki meö fullu ráöi. VitniS Samchinsky sagSi viS beina yfirheyrslu: “Hann hagaSi sér ööru hvoru eins og hann væri brjálaSur” (bls. 63). VitniS Lee sagSi einnig viS beina yfirheyrslu:_ “Mér virtist hann vera ekki meS öll- um mjalla” (bls. 76). Nokkru síöar sagöi Lee: “Mér skild- ist hann vera geggjaöur” (bls. 7(1) Whitford lögreglu- þjónn, sagSi sömuleiöis viS beina yfirheyrslu: “ÞaS dró athygli mína aS honum, hversu einkennilega hann hagaSi sér” (ibls. 84). Mín eigin reynsla i sambandi viS fangann, hefir sannfært mig um þaS, að*þessir vitnisburöir séu bygöir á mjög verulegum og sterkum grundvelli. Eg talaSi við fangann í fylkisfangelsinu í Fort Saskatchewan, 30. des- ember síöastjliSinn. Lögreglustjórinn sýndi mér þá kurt- eisi, aS leyfa mér aS tala viS hann (fangann) á íslenzku í nærveru gæzlumanns. Þegar eg kom inn í klefann, lá fanginn á flatsæng á gólfinu. Eg skýröi honum frá hver eg væri og einnig frá því, aS á fjölmennum borgarafundi, sem íslendingar í Win- nipeg heföu haldiS þann 19. desember hefSi eg veriS ráS- inn til þess aS rannsaka niál hans og komast aS sannleik- anum í því, og aS eg væri þar úti í því skyni. Eg sagöi honum aS eg yrSi aS gefa skýrslu til sérstakrar nefndar, sem fundurinn hefSi kosið, og ef skýrslan félli honum í vil, þá yröi málinu fylgt fram í þeim tilgangi aS komast eftir, hvort nokkuð yrSi gert til þess aS koma honum úr þessum kröggum; eg sagöi honum einnig aS á hinn bóg- inn yröi ekkert frekar aöhafst af þeim, sem eg væri full- trúi fyrir, ef skýrsla mín yrSi honurn ekki í vil. Eg bað hann því aS tala viS mig sem trúnaöarmann, því mér væri ekki mögulegt aS gera neitt fyrir 'hann nema því aðeins, aS eg vissi sannjeikann. Hann virtist ekki láta sig þetta nokkru skifta. Hann lá á öakiö og staröi upp í loftiS, svo aS segja allan tímann, sem eg var í klefanum; og eg var þar i fyrra skiftiS meira en hálfa aSra klukkustund. Hann svaraöi einungis.því, seni eg spuröi hann, og jafn- vel þá leit hann sjaldan á mig, heldur starði stöðugt upp í loftiS. Samtal okkar fór alt fram á íslenzku. Þrisvar eöa fjórum sinnum meSan viS töluSum saman, reis hann snögglega upp viS olnboga og tautaöi eitthvaö á ensku, sem ekki kom málinu viS, stundum eintóma vjtleysu. Svo sneri hann sér að mér meS rannsakandi svip, en lagSist niður aftur án þess að segja nokkuS frekar. Þegar eg komst aS raun um þaS, eftir því sem næst hálfrar stundar samtal, aS mér var ekki aS veröa neitt á- gengt, reyndi eg aS koma honum til aS tala meS því aS segja honum, aS honum væri alveg óhætt aS ræSa hiklaust viS mig, því enginn væri viSstaddur, sem skildi okkar mál. Hann svaraði því tafarlaust á þessa leiS: “Jú, þessi staS- ur er fujllur af Islendingum og þeir hlusta á hvert orS, sem viö tölum.” (Sannleikurinn er sá aS ekki einn einasti Is- lendingur var i fangelsinu nema hann). Eg spuröi hann, hvort fangavörSurinn sem meS okk- ur var í klefanum, skildi íslenzku. Hann svaraöi því og sagði :* “Ekki hann.” Eina upplýsingin, sem hann gaf óspurSur allan tím- ann sem viS töluöum saman, var aS efni til þe9si: “Eg hefi fádæma næma heyrn.Það er ekki mér aS kenna. Eg get ekki gert aS því. ÞaS er ekki hægt aS ásaka niig fyrir þaS. ÞaS er ekki eitt einasta orS talað í þessu fangelsi án þess ,eg heyri þaS. Eg heyri fjölda margt, sem ekki er ætlast til aS eg heyri. Eg heyrSi fangavörSinn — hann er allra beztí rnaö'ur. Eg heyrSi fangavörSinn tala viö annan mann hérna um daginn — eg átti ekki aS heyra þaS — og fangavörSurinn sagði aö þaS væri á rnóti regl- unum, aS hengja íslending.” Eg yfirgaf hann eftir hér urn bil hálfrar annarar klukkustundar dvöl, án þess aS hafa fengiS nokkrar verulegar upplýsingar hjá honum og svo var aS sjá, sem honum stæði á sama þegar eg fór alveg eins og þegar eg kom. Eg reyndi aS vekja hjá honum áhuga, rétt áöur en eg kvaddi hann meS því aS leggja á þaö áherzlu, aS eg stæöi ekki viS nema einn einasta dag, og aS þetta væri hans síöasta og eina tækifæri aS tala við; mig, og koma upplýsingum meS mér til nefndarinnar sem hefSi sent mig. Jafnvel þaS hafði engin áhrif. Eftir aS eg hafSi talaS viö hann, spurði eg fanga- vörðinn, hveraig Johnson hefSi hagaS sér i faneglsinu. Hann sagöi, að Johnson heföi hagaS sér vel í byrjun, en seinna heföi hann tekiS kast og orðið mjög hávaöasam- ur og svo óviSráðanlegur, aS ekkert undanfæri hefSi ver- iS frá því, aS færa hann í fangatreyju, til þess aS hindra hann frá því, aS berja höfSinu viS sementsveggina, en nú sýndist hann hafa orðið viðráSaplegri, þó önuglyndis yrði vart. ' ’ Eg fór til Johnsons aftur eftir hádegiS sama daginn, og talaSi viS hann í annaS skifti í þeirri von, aö hann yrði þá ræönari. En hann var alveg eins áhugalaus og áður, og eg fór frá honum aftur, eftir tíu eða fimtán mítw útur 'án þess aS veröa nokkurs visari af samtalinu viS hann. Þegar eg kom til Winnipeg, sagði eg tveimur læknum frá þessu, sem eg var aS tala viS. ÁSur en eg haföi latiö í ljós skoöun mína, eöa spurt nokkurra spurninga, sagSi annar þeirra hiklaust: “Hann er auSsjáanlega ímvnd- unarveikur.” Hinn læknirinn var á sama máli. Eg vil bæta því viS, aS eg get meö sanni sagt, aS viS- tal mitt viS Johnson hefir komiS mér til að efast svo al- varlega um vitsmunalega heilbrigSi hans, aö eg staðhæfi þaS, meö fullri meSvitund um þá ábyrgS, sem eg tek á mig meS þeirri staðhæfingu, aS samkvæmt minni skoöun væri þaö algerlega rangt og óafsakanlegt, aS láta fram- fylgja dauöadómnum í þessu tilfelli án þess aS láta rann- sáka það fyrst meS ábyggilegri læknisskoöun, hvort John- son er nieð fullu viti eða ekki. Eg fer samt sem áður fram á að slík læknisskoðun fari fram, í því til- felli aðeins, að synjað verði um breytingu á lifláts- dómnuni, af áðurgreindum ástæðuni. 8. Eg leyfi mér þess vegna virðingarfylst að halda því fram, að réttargögnin í þessu niáli, geti ekki skoðast fullnægjandi til þess að réttlæta sektardóm hins ákærða fyrir morð, og að líflátsdómnum beri aS breyta til fangelsisvistar uni nokkurra ára skeið, eða í lifstíðar- fangelsi. Eg leyfi mér ennfremur viröingarfvlst, að fara fram á það, að fanginn skuli taka út þá fangelsisvist, er honum verður ákveðin i Stony Mountain fangels- inu i Manitoba. Bænarskrár, sem fara fram á, að liflátsdómi þeirn, sem hér er um aö ræða, skuli breytt til fangelsisvistar um nokkurra ára skeið, eða ,í lifstíðarfangelsi, fylgja hér með. Á þeim standa 4,569 nöfn, er safnast hafði til á rúniri viku. Virðingarfylst, H. A. Bcrgman. Ragnar Valgeir Paulson Fæddur 11. febr.úar 1907. Dáinn 28. september 1928. fslenzku blöðin gátu þess í haust, að ungur efnismaður hefði látist í Reykjavíkurbygðinni og að hans yrði nánar getið síðar. Hér verð- ur það gert. Um ungan mann og látlausan, eins og sá var, sem hér er minst, ætti það illa við að rita langt mál, en hjtt væri jafn óviðeigandi, að minnast hans að engu, því hann hefir skilið eftir autt sæti, sem enginn getur fylt. Ragnar Valgeir Paulson var fæddur 11. febr. 1907 í Reykjavík- urbygðinni. Var hann sonur Guð- jóns bónda Erlendssonar og Val- gerðar konu hans. Næturgamall var hann tekinn til fósturs af þeim hjónum, Árna bónda Paulssyni og Ragnheiði Margréti konu hans, en hún var föðursystir piltsins. Áttu þau hjón engin börn sjálf og unnu því eðlilega þessu barni sem sínu eigin og gengu honum að öllu leyti í foreldrastað, enda reyndist hann þeim sannur sonur. Árið 1909 fluttu fósturforeldr- ar hans með hann til Winnipeg, dvöldu þar til ársins 1917; fluttu þá aftur norður til Reykjavíkur- bygðar og hafa búið þar síðan. Seint í septembermánuði síðast- liðnum veiktist pilturinn syndi- lega af hinni svo kölluðu mátt- leysisveiki. Var reynt að flytja hann til Winnipeg, ef ske kynni að lfi hans yrði bjargað, en hann lézt á leiðinni, 28. september. Fráfall hans var sviplegt og ó- vænt, þar sem hann var hraustur og heill heilsu fáum dögum áður. Það er ekki ofsögum sagt að þessi piltur væri fyrirmynd annara ungra manna. Tók hann mikinn og góðan þátt í félagsskap og al- mennum málum, og var þroskaðri í hagkvæmum skilningi, en alment gerist á þeim aldri; naut hann bæði trausts og vináttu jafningja sinna og bygðarmenn væntu mik- ils af framtíðinni þar sem hann var. “En hann dauði á öðrum stað endapunktinn setur.” Þannig komst Þorsteinn Erlings- son að orði og þannig var það í þetta skifti. Almennrar skólamentunar naut hann, bæði í Reykjavíkurbygð og í Winnipeg, og hafði auk þess afl- að sér allmikillar þekkingar í ýmsu því, sem ekki er á skólum kent, en mannlífinu er nauðsyn-’ legt. Með fráfalli þessa unga efnis- manns, hefir bygðin mist einn sinna mannvænlegustu drengja, en foreldrar og fósturforeldrar ástríkan son, sem margar vonir og fagrar hvíldu á. Ragnar Valgeir Paulson F. 11. febr. 197, D. 28. sept. 1928. Á heimilið kom hann sem himnesk sól ' með heilagan frið og yl, óg þá var hann saklaust og bros- hýrt barn, *— það bezta, sem Guð á til. Hann þroskaðist.—Hvar sem hann lagði leið barst ljós inn í huga manns; af gæfunni honum var gefið margt og gleðin var systir hans. 1 meir en þriðjung aldar hafa Ðodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bak verk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll- um lyfsölum, fyrir 50c. askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, ef borgun fylgir. Með samferðamönnum í samúð vann og sá í því allra hag, því mætti’ honum vaxandi trú og traust um tuttugu ára dag. Sá dagur var bjartur og himinhár og heiður — en leið svo fljótt! og bjarmann á svipstundu byrgði ský, alt breyttist í dimma nótt. Þó straumurinn bæri bátinn hans á brott yfir dauðans hyl, hann enn þá var saklaust og bros- hýrt barn, — það bezta, sem Guð á til. En foreldrar stara á fðlvan eld, sem fyrrum á arni brann, og dreymir um blessaðan dreng- inn sinn, já, dreymir nú bara um hann. Þó stormarnir blási og blikni jörð, þann brestur ei ljós né yl, sem dreymir um saklaust og bros- hýrt barn, — það bezta, sem Guð á til. Sig. Júl. Jóhannesson. . 1 • C~T T ~ :—r— Frá Islandi. Úr Norður Þingeyjarsýslu er Verði skrifað: ....Umbóta áhugi bænda hefir stórum aukist hin síðustu ár. Síðastliðið ár hafa margir bænd- ur bygt steinsteypuhús, og j-arð- rækt verið rekin í stærri stíl en nokkru sinni áður. Þá hafa og ýmsar aðrar byggingar verið reistar þar í héraði á síðastliðnu sumri. Á Kópaskeri var reist frystihús með áföstu sláturhúsi. Þar í nánd var og reist kirkja og sömuleiðis skóla- og samkomuhús. í Axarfirði var fullgjört og raf- lýst vandað skólahús með heima- vistum. Þá hefir og mjög verið unnið að vegagjörðum þar í héraði, full- gerð brú á Brunná, og byrjað á bilvegi upp á Hólsfjöll. Bílfærir vegir munu nú vera fullir 80 km. að lengd, og hafa þessar vega- bætur að mestu verið framkvæmd- ar tvö síðastliðin sumur. Tíðarfar hefir nú lengi verið hið ákjósanelgasta, og heyfengur í sumar í fullu meðallagi. Slátr- að var á Kópaskeri í haust mun fleiru fé en ííokkru sinni áður eða um 10 Iþús. Fjáreign kvað þó ekki hafa minkað og veldur þar um hið góða árferði. En aftur hefir hross- um fækkað til stórra muna síðan bændur tóku að nota bíla til allra flutninga. Athafnamestir þar í héraði eru þeir Leirhafnarbræður. Hafa þeir nú gert bílveg heim til sín frá Kópaskeri, og er það um 15 km. leið. Bíl hafa þeir keypt, sem not- aður er til allra flutninga fyrir heimilið, og ræktað land er nú fullar 100 dagsláttur, þar sem áð- ur voru 10..... — Vörður. ■HBBB^HHRHHHBKSnaHMHHHBKKZISESSaaEHKaHBEnHrasai Stofnað 1882 Löggilt 1914 D D. Wood & Sons, Ltd. KOLAKAUPMENN Vér þorum að hætta mannorði voru og velgengni á viðskiftin. SOURIS — DRUMHELLER FOOTHILLS — SAUNDERS CREEK POCAHONTAS — STEINKOL Koppers, Solway eða Ford Kók Allar tegundir eldiviðar. Not - Gæði - Sparnaður Þetta þrent hafið þér upp úr því að skifta við oss. SIMI: 87 308 Ross Ave. and Arlington St. Vér færum yður kolin hvenær sem þér viljið.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.