Lögberg - 27.12.1928, Blaðsíða 6

Lögberg - 27.12.1928, Blaðsíða 6
Bls. 6. LÖGBERG FIMTUDAGINN 27. DESEMBER 1928. RAUÐKOLLUR EFTIB GENE STRATTON-PORTER. brig’ðum fríð og góðleg. Augun stór og skír, og liárið mikið og fag-urt. Á niðurandlitið og til muimsins var hún svo lík Rauðkoll, að það var ekki um skyldliekann að villast. Engilráð horfði lengi á myndina. Svo lagði liún hana frá sér, tók svo báðum höndum um hálsinn á O’More' og kysti haún og frúnni gerði hún sömu skil. “Þetta freLsar líf Rauðkolls og gerir hann ánægðan,” sagði hún. “Eg þakka vkkur hjartanlega fyrir að koma.” Hún skoðaði. barnafötin einnig. Svo lagði hún myndina hjá þeim og hélt á hvorutveggju í fangi sínu. Þegar þau komu til spítalans, fylgdi hun hjónunum inn í gestastofuna og vék sér síðan að McLean, sem þar var, og sagði við hann: “Viljið þér gera svo vel og síma föður mín- um og biðja hann að koma með næstu jani- brautarlest?” Hún lokaði dyrunum á eftir McLean. “Þetta er fóík Rauðkolls,” sagði hun við Fug'lamærina. “Þið getið nú kvnst sjálf, eg ætla að fara til hans.” Svo fór hún tafarlaust út úr stofunni. XIX. KAPITULI. Þegar Engilráð kom inn í herbergið til Rauðkolls, fór hjúkrunarkonan út. Hún hélt enn á fötunum og mvndinni. Þegar þau voru orðin tvö ein, gekk hún að rúmi hans og duld- ist henni ekki, að hann var þungt haldinn, en hún gerði sér beztu vonir um, að þær góðu fréttir, sem hún hafði að flvtja honum, mundu hafa heillavænleg áhrif á heilsu hans. Þrátt fyrir umbúðirnar, gat hann hrevft höfuðið og liandleggpna, og nú rétti hann þá báða í átt- ina til hennar. Dálftill roði færðist í kinnar hans. Hann starði á hana ofurlitla stund og sagði svo í veikum rómi: “Engilráð! Engilráð mín! Fanstu þau? Eru þau hvít? Eru þetta barnafötin? Engil- ráð mín, elskaði móðir mín mig?” Orðin komu eins og í hviðum, því liann átti erfitt með að tala. Engilráð lagði fata- böggulinn á rúmið og myndina líka. Hún lag- aði um höfuðið á honum á koddanum og tók um handleggina á honum. “Já, vinur minn,” sagði hún örugglega. “Engin barnaföt gætu verið hvítari, og eg hefi aldrei á æfi minni séð barnaföt betur út- búin eða betur til þeirar vandað. Eg er viss um, að engin móðir hefir elskað drenginn sinn meira, en móðir þín hefir elskað þig.” Gleðibros færðist yfir andlit Rauðkolls. “Er þetta nú víst? Ertu alveg viss um þetta?” sag'ði hann. “Já, alveg viss,” sagði Engilráð alvar- lega. “En ligðu nú alveg kyr, Rauðkollur og vertu glaður. Eg ætla að segja þér dálitla sögu. Þegar þér batnar, skulum við bæði skoða fötin. Eg hefi þau hérna. En þegar eg kom á barnaheimilið til að spyrja um þau, þá var mér sagt af hjónum, sem væru að leita að dreng. Eg fór til þeirra, og það sem þau sögðu mér, var alt svo líkt þvr að það ætti við l>ig, að eg verð að segja þér það. Þá getur þú séð, að þetta getur verið alt öðru vísi, heldur en þú hefir gert þér í hugarlund og gert þér svo mikla óánægju út af. Ertu nógu frísk- ur til að hlusta á mig? Má eg segja þér þetta núna?” “Kannske það hafi ekki verið móðir mín. Kannske einhver önnur hafi búið þessi föt til,” sagði Rauðkollur. “Byrjaðu nú ekki á þessu aftur, góði vinur- inn minn, því eg veit að það var hún, sem gerði það,” sagði Egnilráð. “Þú veizt það,” sagði Rauðkollur, “en hvernig veiztu það alveg fyrir víst?” “ Af því engin önnur kona hefði haft þolin- mæði til að nostra við þau, eins og gert hefir verið. Hvernig eg veit það! Bíddu nú bara við, þangað til eg segi þér söguna af drengnum, sem þessi hjón hafa verið að leita að mánuð- um saman og ekki getað fundið.” Engilráð tók til að segja honum söguna, en Rnuðkollur heyrði ekkert af því, sem hún var að segja. eða gat ekki veitt því neina eftirtekt. Þetta var eitthvað undarlegt. Engdráð var æf- inlega vön að horfa beint á mann, þegar hún var að taia við mann. En nú hafði hún augun á öllu öðru en Ruðkoll, og þótti honum það undarlegt og óviðfeldið. Hann var einhvern veginn eins og milli svefns og vöku, og það var eins og hann vaknaði við að hann hevrði Engil- ráð segja:------— “og hann var kaldlvndur, gamall maður. Hann hafði frá æsku vanist á að hafa alt eins og hann sjálfur vildi, því hann var einberni og foreldrar hans voru auðug og hann erfði bæði titil og miklar eignir. Alt varð að lúta hans vilja, hvað sem hans ágætu konu og tveimur sonum leið og öllum öðrum. Eldri sonur hans giftist dóttur nágrannans, sem einn- ig var auðugur maður, og var gamli maðurinn sérlega ánægður með það. Ekki svo mjög vegna þess, að stúlkan var Ijómandi falleg og í alla staði hinn ágætasti kvenkostur, heldur einkum vegna þess, hve auðug hún var. En þeg'ar hann vildi láta yngri *on sinn gift- ast óálitlegri stúlku, sem enginn kærði sig mik- ið um, en sem átti miklar fasteignir þar í ná- grenn:nu, þá gekk það ekki eins að óskum. Hér | stóð alt öðru vísi á. Eldri sonurinn hafði elsk- að stúlkuna, sem hann giftist, frá því þau voru unglingar, og það var engin furða, skal eg segja þér, Rauðkollur, eg sá hana. Konan er alveg dæmalaust falleg og elskuleg. “En aumingja yngri sonurinn, var leyni- lega trúolafaður dóttur aðstoðarprests í næsta þorpi. Hún var afbragð fríð stúlka og söng dæmalaust vel. En hún átti ökkert til. Hún elskaði hann af öllu hjarta, þó 'han n væri nú kannske megrulegur og freknóttur og rauð- hærður. Eg veit annars ekki vel um þetta. Þau sögðu ekki hvernig þau voru á háralit. En það var ekki við lamb að leika sér, þar sem gamli maðurinn var, og þegar hann vissi þetta, þá ætl- aði hann alveg að ganga af göflunum. “Hann fór á fund stúlkunnar, þessarar fall- egu, en fátæku stúlku, og hann var svo vondur við hana, að henni fanst hún ekki geta verið þarna í nágrenninu, svo hún fór burtu. Hún fór til London til að læra söng, og það leið ekki á löngu, þangað til hún varð ágæt söngkona. Svo fór hún í söngflokk og kom tjl þessa lands. “Þegar yngri sonurinn frétti, að hún væri farin frá London, þá fór hann á eftir henni hingað. Hún var hér ein síns liðs og henni leiddist og henni þótti svo fjarskalega vænt um, þegar liann kom, svo hún bara giftis't honum strax, eins og hver stúlka mundi gert hafa. Hann vildi ekki, að hún væri að ferðast með söngflokknum og þau héldu að Choeago væri góð íiorg til að eiga heima í og settuist því hér að og hann fór að reyna að fá eitthvað að gera. Það gekk ekki sem bezt, því honum hafði aldr- ei verið kent nokkurt verk að vinna. Hann vissi ekki hvernig hann átti að fara að fá vinnu og enn síður, hvernig liann átti að vinna, ef hann fékk eitthvað að gera. Það leið því ekki á löngu þangað til þau fóru að eiga bvsna hart í búi. En })ó hann fengi ekki vinnu, þá gat hún þó altaf sungið, og hún söng á kveldin og gerði vmislegt smávegis á daginn. Honum féll illa að hún svngi á opinberum stöðum og hann vildi ekki láta hana gera það, ef liann gat mögulega kom- ist hjá því. Svo kom veturinn og hann var af- skaplega kaldur. Eldiviðurinn var dýr og húsaleigan há, og þau urðu að flytja sig hvað eftir annað og fá sér ódvrara húsnæði. Þú varst þá á ferðinni — eg meina drengurinn, sem er týndur — og þau voru komin í mestu vand- ræði. Þá skrifaði hann föður sínum og sagði honum alt ems og var. En faðir hans sendi honum bréfið aftur og sagði honum að skrifa sér aldrei framar. Og svo þegar drengurinn fæddist, þá var lítið til að borga lækninum og kaupa fyrir eitthvað að borða, og ekki viðlit að fá hjúkrunarkonu. En gömul kona þar í ná- grenninu kom til þeirra og hjúkraði konunni og barninu, af því hún keiuli í brjóisti um þau. — Þe gar þetta kom fyrir, voru þau í útjaðri borg- arinnar, uppi á lofti í ómerkilegu timburhúsi, og margar verksmiðjur voru þar alt í kring. Það varð kaldara og kaldara og það þrengdi að meir og me:ra á alla vegu. Þeim leið báðum afar-illa og þau næstum mistu bæði vald á sjálfum sér. Maðurinn fór út til að reyna að fá eitthvað til að gera með einhverju móti, og konan fór á fætur, fékk gömlu konuna til að gæta barnsms, og fór inn { bæinn til að syngja einhvers staðar fyrir peninga. Gömlu konunni varð svo kalt, að hún lét barnið í rúmið og fór heim. Þá vildi svo til, að það varð sprenging í emni verksmiðjunni rétt hjá og það kviknaði í liúsinu, sem þau áttu heima í. Jámstykki úr verksmiðjunni lenti á þakinu á því og braut það og datt ofan í rúmið og tók aðra höndina af barninu. Það hljóðaði alt sem það gat, og eld- urinn færðist nær og nær því. Gamla konan hljóp út eins og hitt fólkið, og sá hvernig komið var. Henni skildist, að ekki mætti hún bíða eftir því, ð eldliðið kæmi, svo hún bara hljóp inn í húsið og upp á loft, þar sem barnið var. Hún hevrði það hljóða ósköp mikið og það gekk henni mjög til lijarta. Þegar hún kom inn í herbergið, þar sem barnið var, sá hún að það var alt blóðugt. Iíún varð dauðhrædd og skild- ist henni nú, að hún hefði verið alt annað en trú konunni, sem hefði beðið hana fyrir barnið S'tt. Iíún greip það og hljóp með þa'ð til barna- heimilisins, sem þar var ekki langt frá. Tún barði að dyrum, skildi svo barnið eftir við dyrn- ar og faldi sig hinu megin við strætið, þangað til kún sá, að barnið var tekið og borið inn, þá ldjóp hún aftur þangað sem bruninn var, til að gada að, hvort skki væri kviknað í sínu eigin húsi. Þegar hún kom aftur, var verksmiðjan brunnin og nokkur önnur hús. Fólkið sem þar var, sagði henni, að Ijómandi falleg kona hefði komið og hlaupið inn í eitt húsið, sem var að brenna, til að bjarga barni sínu, en þegar hún hefði verið komin inn í húsið, hefði maðurinn hennar komið og farið inn i húsið á eftir henni. Hvorugt þeirra hefði komið út aftur.” Rauðkollur lá hreyfingarlaus og liorfði stöðugt á Engilráð, en hún horfði ekki á hann, heldur upp í loftið og hélt áfram að tala: Gömlu konunni leið afar illa yfir þessu öHu saman. Hún þorði ekki að segja fólkinu á barnaheimilinu frá þessu og hún þorði ekki að segja neinum öðrum það, sem hún þekti. Fall- ega konan hafði sagt henni, hvar fólk mannsins síns ætti heima og hver væri faðir hans. Tók hún því það ráð að skrifa honum og segja Jion- um alt sem nákvæmast, hvernig komið var. Hún sagði honum, að drnegurinn hefði verið látinn lieita í höfuðið á föðurbróður sínum; liann hefði mist aðra hendina í eldsvoða og væri nú á barnaheimili. Fað'.r hans og móðir væru bæði dáin. Hún bað hann sem bezt hún gat, að koma nú og taka drenginn. En jafnvel þessar fréttir gátu ekki brætt steinhjarta gamla mannsins. Hann fékk þó á- reiðanlega bréfið og las það. Hann lét það af- síðis með öðrum bréfum sínum og sagði engum frá því. Hann dó nú fvrir fáum mánuðum og þegar eldri sonur hans fór að skoða bréf lians, fann hann þetta meðal annara bréfa. Hann lagði þegar af stað hingað vestur og kona hans með honum til að reyna að finna þennan tapaða dreng, ef hann væri enn á lífi. Var honum þetta enn meira áhugamál vegna þess, að hon- um hafði æfinléga þótt innilega vænt um bróð- ur sinn. Svo þegar hann kom liingað, þá varst þú farinn af barnaheimilinu, og þau gátu hvergi fundið þig — eg meina drenginn, sem þau voru að leita að. Eg varð að segja þér þetta, Rauð- kollur, því þetta hefði alveg eins getað, komið fyrir þig eins og þenna litla dreng. ” Rauðkollur seildist til hennar með hendinni og fékk hana til að líta á sig. “Engilráð!” sagði hann í hálfum hljóðum, “því lítur þú ekki á mig, þegar þú ert að segja mér af þessum tapaða, litla dreng?” “Eg hugsaði ekkert um það og tók ekkert eftir því á hvað eg var að horfa,” sagði Engil- ráð. “Mér finst,” sagði Rauðkollur, “að þetta hafi einhvern veginn ruglast saman hjá þér, og kemur það þó sjaldan fyrir þig, að segja þannig frá nokkru, að ekki sé vel liægt að skilja þig. En fyrst þér var sagt svona mikið um þenna dreng, var þér þá ekki sagt slíka, hvor hendin það var, sem hann misti?” Engilráð leit aftur af lionum og sagði, að það hefði.verið sama liendin eins og hann hefði mist.- Rauðkóllur lá hreyfingarlaus og andlitið var hvítara en línlökin í rúminu. “Hafði þessi drengur verið jafngamall mér?” spurði hann eftir litla stund. “Já,” sagði Engilráð. “Engilráð mín!” sagði Rauðkollur eftir nokkra hvíld, “ertu að segja mér, að einhver sé að leita að dreng, sem þú heldur sjálf, að sé kannske eg? Heldurðu að þú hafir fundið ætt ingja mína?” Engilráð lagði handlegg hans varlega niður með hlið hans og bevgði .sig yfir liann og horfði inn í augu hans. “Hvað sterkur ertu nú, góði minnn? Hvað hugaður ertu? Þolirðu að heyra það, sem eg hefi að segja þér? Má eg segja það núna?” ‘Nei, nei,” sagði Rauðkollur, “ekki ef þú ert viss um að þetta sé rétt. Eg þoli ekki að heyra það. Eg mundi deyja, ef þá gerðir það.” Engilráð hafði lagt afarmikið á sig og var þreytt og taugarnar voru ekki eins stvrkar eins og vanalega, og átti hún því töluvert erfitt með að vera eins stilt eins og þörf var á. “Deyja!” sagði hún dálítið vanstillingar- lega. “Deyja! ef eg segi þér þetta! I morgun sagðist þú mundir deyja, ef þú fengir ekki að vita um fólk þitt og að þú værir af góðu fólki kominn. Nú hefi eg fundið ættingja þína, sem hafa notið mikilla mannvirðinga, mann fram af* manni' öldum saman, ágætisfólk að flestu leyti, og móður, sem elskaði þig svo mikið, að hún gekk inn í eldinn og lét lífið þín vegna, og þó segist þú munir deyja út af því! Það lítur út fvrir, að þú viljir endilega deyja, hvað sem öllu öðru líður. Hún stóð hjá rúminu hans og horfði á hann óþolinmóðlega. Það var eins og Rauðkollur vissi ekki lívaðan, á sig stæði veðrið. En það leið ekki á löngu, þangað til írska skapið náði yfirhöndinni. Hann hló og það ótrúlega hátt og mikið, eins veikur eins og hann var. Engil- ráð greip báðum liöndum um handlegginn á honum og heyndi að stilla hann, jafnvel skipaði honum að hætta að hlæja. En það dugði ekki og tárin runnu niður kinnar hans, og eftir að hann hafði ekki lengur krafta til að hlæja upp- hátt, þá var þó hláturinn auðsær í augum lians. Eftir litla stund komst þó alt í samt lag og hann fór aftur að njóta hvíldar og hún talaði til hans blíðlega, og nú var eins og hún gæti ekki haft augun af honum. “Góði Rauðkollur minn,” sagði hún, “hérna í rúminu hjá þér er andlitsmynd af móður, sem elskaði drenginn sinn svo mikið, að hún gekk í eldinn fyrir hann, og eg veit nafnið, sem þú ert borinn til að bera. Hvort vilt þú fá fyrst?” Rauðkollur var mjög þreyttur og svitadrop- arnir stóðu á enninu á honum. Engilráð veitti honum nánar gætur, og hún frekar sá orðin á vörum hans, heldur en hún heyrði þau: “Móðir mín!” Hún tók myndina, sem hún hafði fengið hjá O’More og sýndi honum hana. Hann tók utan um hendina á henni og færði hana nær sér, svo hann gæti séð myndina betur, og þ’au horfðu bæði þegjandi á hana stundarkorn og tárin runnu niður kinnar hans. “Móðir mín! Móðir mín! Getur þú nokk- urn tíma fyrirgefið mér? Etsku, góða móðir mín!” Rauðkollur sagði þetta hvað eftir ann- að, þangað til hann var orðinn svo þreyttur, að hann gat ekki hreyft tunguna, og orðin dóu á vörum hans, en hún vissi að hann vildi spvrja um nafn föður síns. ‘‘Bíddu við ofurlítið,” sagði hún og átti ekki miklu hægra með að tala lieldur en Rauðkollur. “Eg skrifa nafnið.” Hún tók ritblý og pappírsblað, sem hjúkrun- arkonan hafði skilið eftir og skrifaði á það: “Terence Maxwell O’More, Dundeny House, County Clare, Ireland.” Áður en hún var búin gat Rauðkollur aftur talað og sagði ósköp lágt: ‘Ertu að flvta þér, Engilráð?” ‘‘Já, eg er að flýta mér,” sagbi hún, “en þetta er nokkuð langt. Eg verð að setja líka bæjarnafnið og héraðið, svo þú skiljir, að þú eigir einhvers staðar heima. ” “Eg eigi einhvers staðar heima?” sagði Rauðkollur. “Já, auðvitað,” sagði Engilráð. “Föður- bró(5ir þinn sagði, að amma þín hefði eftirskilið föður þínum heilmiklar fasteignir, því hún vissi að faðir hans mundi gera hann arflausan. Þú KAUPIÐ ÁVALT LUMBER THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Offlce: 6th Floor, Bank of HamlltonChamber* færð það, og svo færðu líka þinn hluta af fast- eignum afa þíns. Það er alt tilbúið, sagði O’More mér. Eg býst við þú sért ríkari en McLean.” Hún lét myndina milli fingra hans og lag- aði svo til á honum hárið. “Nú er alt í góðu lagi, kæri Limberlost skóg- arvörður,” sagði hún. “Nú fer þú að sofa og þú hugsar ekki um neitt, nema bara um að láta þér líða vel og vera glaður. ' Eg skal sjá um, að fólkið þitt verði hérna, þangað til þú vaknar aftur. Þú ert of þreyttur núna til þess að taka á móti nokkrum.” Þegar hún sneri sér frá rúminu til að fara, greip hann í hana. “Egskal vera sofnaður eftir fimm mínútur, ef þú gerir nú eitt enn fyrir mig,” sagði hann, “og það er að gera föður þínum boð að koma. Góða, beiddu hann að koma strax. Hvernig á eg að geta beðið, þangað til liann kemur?” Engilráð leit á hann sem snöggvast og hon- um fanst hún vera bæði alvarleg og raunaleg. Tárin komu fram í augun á henni og hún lagði hendina á hjgrtastað, eins og hún kendi þar sársauka. Rauðkollur dróg hana til sín og hún grúfði andlitið niður í koddann hans. “Gerðu ekki þetta, Engilráð mín góð,” sagði hann í bænarrómi. “Fyrir alla muni, gerðu ]>að ekki, eg get ekki þolað þetta. Þú verður að segja mér alt.” Hún hriisti höfuðið til merkis um, að hún gæti það ekki. “Þetta er ekki rétt,” Engilráð,” sagði hann. “Þú lézt mig segja þér alt, þegar eg tók það svo nærri mér, að mér fanst það alveg ætla að gera út af við mig, en þú gerðir mér alt eins ánægju- legt eins og mögulegt var. Ef eg er nú miklu meiri maður en eg var fyrir einni klukkustund, þá er ekki ómögulegt, að mér hugkvæmist eitt- livað, svo þetti geti alt lagast. Viltu segja mér, alt, góða mín?” og hann lagði kinnina við hár- ið á lienni. Engilráð færði sig ofurlítið fjær. Rauðkolb ur hugsaði sig um ofurlitla stund. “Eg get kannske getið?” hvíslaði hann. “Má eg geta þrsisvar sinnum?” Engilráð játaði því, en svo lágt, að það varla lievrðist. “Þú vildir ekki, að eg vissi sjálfur nafn mitt og ætt?” var hans fyrsta tilgáta. “Jú, auðvitað vildi eg það,” sagði hún hvatlega. ‘"‘Farin er þessi tilgátan,” sagði Rauðkoll- ur. “Þú vildir ekki, að eg ætti ættingja, heimili eða peninga?” “Jú, eg vildi það,” sagði Engilráð. “Fór eg ekki sjálf og einsömul út í ‘þessa borg til að leita að þeim? Þó eg væri dauðhrædd við það, ])á greði eg það engu að síður.” “Tvær farnar,” sagði Rauðkollur. “Þú vildir ekki, að fallegasta stúlkan í lieiminum segði mér—” Engilráð grúfði andlitið niður í koddann og grét. Rauðkollur lagði hendina á herðarnar á lienni og hann vissi ekki sjálfur hvað hann átti að hugsa eða segja. Það sem nú var ríkast í liuga hans og það sem hann gat ekki vel skilið eða gert sér grein fyrir hveínig með átti að fara, var það, meðan hann var algerlega um- komulaus og enginn vissi nein skil á honum, þá liafði Engilráð sagt honum að hún elskaði hann. Hann gat ekki komið orðum að því sem í huga lians bjó, en ef Engilráð hefði í raun og veru sagt þetta í einhverju fljótræði, kannske mest af því að hún kendi í brjósti um hann og sæi nú að hún hefði ekki átt að gera það, þá var auð- vitað bara eitt úrræði, þó það líklega riði hon- um að fullu. Hann gæti ekki gert það fvrir McLean eða Fuglamærina eða Duncan, en fyrir Engilráð vildi hann alt gera, sem í hans valdi stóð. Það var eitt kveld úti í skóginum, að vel- gerðamaður minn faðmaði mig að sér og sagði mér, að hann elskaði mig. Ef þú vilt, Engilráð. þá skal eg alveg gleyma því, að nokkur önnur manneskja hafi nokkurn tíma á æfi minni sagt þetta við pig, eða nokkuð því líkt.” Engilráð horfði inn í hans gráu og ráðvendn- islegu aug'u. Hún sá þar einlægnina eins og æfinlega, en hún sá líka, að Rauðkollur var að taka afar nærri sér. : :Áttu við það,” sagði Engilráð, “að ung stúlka liafi sagt þér hreint og beint, að hún elskaði þig og það alveg að fyrra bragði og án þess að þú hefðir sagt nokkuð í þá átt, og þú munir ekki eftir því?” “Já,” sagði Rnuðkollur og var óvanálega fastmæltur. “Eg man ekkert eftir þessu.” :‘En þú manst nú samt eftir því,” sagði Engilráð. ‘Þú verður kannske gamall, fjör- gamall maður og þá manstu þetta enn.” “Nei, eg man það ekki,” sagði Rauðkollur, “hvernig getur þér dottið það í hug?” “Þó þú segir ekkert, þá sýnir þú það samt.” “Nei, eg geri það ekki,” sagði Rauðkollur. ‘Eg skal vinna eið að því, ef þú vilt. Þó þú sért of þreytt til að hugsa um þetta, þá hlýtur ])ú að sjá, að eg gæti ómögulega gert þetta. Eg vildi miklu heldur yfirgefa alt nú strax og skilja við allar þær vonir, sem þú hefir kveikt hjá mér, heldur en að muna nokkuð, sem þér væri betur að eg gleymdi. Eg vil að þú skiljir það, að það væri alveg ómögulegt fyrir mig, að segja frá þessu.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.