Lögberg - 17.01.1929, Blaðsíða 1

Lögberg - 17.01.1929, Blaðsíða 1
PHONE: 86 311 Seven Lines 42. ARGANGUR \VINMIPEG, vlAM.. FíMTUDAGINN 17. JANÚAR IM29 NÚMER 3 Canada Á gamlársdag- fóru lögreglu- menn tveir til Mileon, Man., sem er hér um bil 38 mílur austan við Winnipeg, til að komast eftir, hvort satt væri, að þar færi fram brennivínsbruggun, og taka fast- an manninn, sem grunaður var um að vera hér að brjóta-lögin, Heit- ir hann W. Eppinger og hefir átt heima þar í grendinni alla sína sefi. Lögreglumennirnir, C. M. Nicholson og J. R. Watson, fundu manninn, sem þeir voru að leita að, en þegar þeir ætluðu að taka hann fastan, skaut hann á Nich- olson og særði hann til ólífis og hljóp svo sína leið, meðan Wat- son var að stumra yfir félaga sín- Om. Síðan hefir Eppinger þessi Verið tekinn fastur, og er nú sak- íiður um morð. * * * Nú um áramótin var þjóðskuld- in $2,218,608,433, en í árslok 1927 var hún $2,281,479,635. Hefir því þjóðskuldin minkað á árinu um vétt að segja sextíu og þrjár milj- ónir dala. Á síðastliðnum níu tnánuðum, eða þremur fjórðu hlut- om af fjárhagsárinu, hafa ekjur stjórnarinnar orðið nálega tutt- ugu og fimm og hálfri miljón meiri on á tilsvarandi tímabili árið sem leið. útgjöldin hafa líka aukist um rúmar tíu miljónir. Tekjuauk- inn liggur aðallega í auknum toll- tekjum, vegna þess að meira hef- ir verið flutt inn af tollskyldum Vðrum heldur en áður, * * * Foresti og framkvæmdárstjóri Minnipeg Electric féalgsins, og þeirra annara félaga, sem eru í sambandi við það, að A. W. McLi- mont, hefir sagt lausri stöðu sinni, sem er kannske hæst laun- uð staða í Vestur-Canada, og er heilsubres.tur ástæðan, sem hann J?efur fyrir því. Forráðamenn þessara félaga héldu fund í Win- uipeg á miðvikudaginn í vikunni sem leið o:g samþyktu þeir upp- sögn Mr. McLimonts og kusu nýj- an forseta. Sá sem fyrir valinu varð, er Edward Anderson, K. C., sem verið hefir aðal lögmaður felagsins, eða félaganna, nú í morg ár, 0g er því öllum hag þeirra manna kunnugastur. Hinn nyi forseti og framkvæmdarstjóri segir, að ekki verði neinar bráð- ar breytingar á stefnu eða starf- ræksla félaganna, þó forsetaskifti hafi orðið og hiklaust verði hald- afram virkJ'un Sjð systra foss- «nna. * * * Sambandsstjórnin hefir útnefnt Hon. Herbert MarJer sem umboðs- mann eða sendiherra Canada til Japan. Til þess að gefa þeirri embættisskipan gildi, þarf kon- ungs staðfestingu, sem vafalaust kemur á sínum tíma. Mr. Marler er lögfræðingur og meðlimur leyndarráðs Canada. Var einn af raðherrunum 1925. Hefir Can- ada nú sína eigin sendiherra í •Bandaríkjunum, Frakklandi 0g Japan, auk Bretlands. * * * Fylkisstjórinn í Manitoba, Hon. T. A. Burrows, veiktist snögg- ega á föstudaginn í vikunni sem eið af botnlangabólgu og var sam- dægurs fluttur á spítala og gerð- ur á honum holskurður, sem sagt «r að hafi hepnast ágætlega og að fylkisstjóranum Iiði eftir öllum vonum vel. * * * Stjórnin hefir ákveðið að draga eitthvað úr fólksflutningi til Canada frá visáum Jöndum í Ev- r°pu, sem ekki þykja hafa eigin- Jega æskilega innflytjendur að bjoða. Er þar sérstaklega átt við Þjoðirnar i su5ur; ^ aU3tur_ Þ'ota alfunnar. A« undanteknu Bretlandi, þykja æskilegastir inn- flytjendur er koma frá Frakk- landi, Þýzalandi, Belgíu, HoIIandi og Norðurlðndum, þar á meðal Islandi. Hugsar stjórnin ekki til að draga úr innflutningi frá þess- um löndum, heldur ,þvert á móti að auka hann. Samkvæmt samn- ingi við stjórnina hafa járnbrauta félögin í Canada leyfi til að flytja inn fólk frá þessum löndum, sem ekki Iþykja hafa sem æskielgasta innflytjendur að bjóða, tamarka- lítið. Þeir samningar gilda þang- að til árið 1930. En samningarn- ir eru þó þannig, að stjórnin get- ur teið í taumana og ákveðið hvað margt fólk félögin megi flytja inn árlega. Þetta ákvæði ætlar stjórn- in nú að nota sér og ákveða mjög lága tölu innflytjenda af þessum miður æskilegu innflytjendum. Munu flutningsfélögin ekki vel á- nægð með þetta og er sagt, að þau hafi nú 'þegar skráð langtum fleiri innflytjendur heldur en þau mega flytja inn. iStjórnin hefir ávalt hlynt sér- staklega að innflutningi frá Bret- landi og gerir það nú kannske meir en nokkru sinni fyr. En þrátt fyrir það kemur ekki eins margt fólk þaðan eins og margir vilja, enda lítur helzt út fyrir, að ýmsir hér vilji helzt að fáir eða engir flytji til þessa lands* aðrir en Bretar, eða að minsta kosti, að þeir séu ávalt í miklum meiri hluta. Hafa ýmsir orðið til að hallmæla stjórninni fyrir það, að hingað kæmu of fáir Bretar, en of margir af öðrum þjóðum. Þrátt fyrir alt atvinnuleysið heima fyr- ir, eru Bretar heldur tregir til að flytja til Canada og margir þeirra kjósa heldur að lifa á styrk (“dole”) í heima landi sínu. * * * Hinn 10. þ.m. andaðist á heilsu- hæli í Guelph, Ont., Senator Wil- í liam Benjamin Ross, 74 ára að aldri. Hann var leiðtogi íhalds- | flokksins í efri málstofunni síð- j ustu tvö árin, en sæti hefir hann átt þar síðan 1912. Senator Ross var fæddur í grend við Charlotte- town, P. E. I., 1855. Lögmaður varð hann 1878 og K, C. 1900. Þótti merkur lögfræðingur og fjármálamaður. * * * C. P. R. járnbrautarfélagið ætl- ar á þessu ári og næstu árum, að auka stórlega við barutir sínar í norðurhluta Yestur-Canada, sér- sta/klega í náma héruðunum í norðanverðu Manitoba fylki og Saskatchewan, og eiga hinar nýju brautir aðallega að liggja um Saskatchewan fylki. Á næstu fimm árum ætlar félagið að verja fimtíu miljónum dala til að byggja járnbrautir í norðanverðu Vestur- Canada. Er búist við, að meira verði um járnbrautavinnu á þessu ári og næstu árum, heldur en nokkurn tíma hefir áður verið, síð- an verið var að byggja Canadian Northern og Grand Trunk Pacific brautirnar. * * * Nú stendur til, að Assiniboine listigarðurinn verði sækkaður norður fyrir ána og alla leið til Portage Ave. Hefir nefndin, sem unKsjón hefir með öllum listi- görðum í Winnipeg og í grendinni (The Parks oard), nú fengið yf- irráð yfir nægiJegu landi til þess að gera þessar umbætur, og sveit- arstjórnin í St. James gefið mest af þvi. Þó mun nefndin þurfa að kaupa noklcuð meira af landi áð- ur en hægt er að koma þessum um- bótum í framkvæmd. Gert er ráð fyrir, að gera 14 ekrur milli ár- innar og Portage Ave.að listigarði nú í sumar. Einnig er gert ráð fyrir að byggja varanlega brú yf- ir Assiniboine ána í stað brúar- innar, sem þar er nú og sem tekin er af á hverju vori áður en áin ryður sig. Á sú brú að vera gerð bæði fyrir bíla og gangandi fólk. Eru þetta afar miklar umbætur, að listigarðurinn nái alla leié að hinu f jölfarna stræti, Portage Avenue. * * * Á sunnudaginn andaðist í Ott- awa, Major Gfaham A. Bell, að- stoðar járnbrautaráðherra, 54 ára að aldri. * * * Á laugardagskveldið kviknaði í Drewry’s ölgerðarhúsinu í Winni- veg og er skaði metinn $60,000. Kveðið við andlátsfregn J. Waldimars Magnússonar Það var eins og þrumu-hvinur Þyti’ um svalan næturgeim, Er eg las lim lát þitt, vinur, Lúinn þegar kom eg heim. Með þér hefði’ eg ferðast feginn Fleiri ár um llfsins svið. En.farlama þú féllst við veginn, Fyr en hafði’ eg búist Yið. Man eg okkar yngri daga, Oft var gleði’ á ferðum iþar; Kveðin vísa, sögð var saga, Sorg og raunum úthýst var. Við guð og menn þú sýndist sáttur, Sólarmegin gekst þú sé — Kotungslegur klíkuháttur Kom ei við á þínum bæ. — Drömbum ei af digrum sjóði, Dæmin sýna alt um kring: Að lífs vors mesta gæfa’ og gróði Er góðra manna viðkynning — Farðu vel, minn forni vinur — Frjður drottins sé með Iþér — En það er eins og þrumu-hvinur Þjóti fyrir eyrum mér. — S. J. Scheving. Sagt er, að byggja eigi íbúðar- stórhýsi mikið í sumar á Ashame íStr. í Winnipeg, á landeign til- heyrandi J. A. Banfield kaup- manni. Eiga 74 íbúðir að vera í byggingu þessari og hún að öllu leyti eins vönduð eins g mest má *.rera. Gert cr ráð fyrir, að þún muni kosta $1,125,000. Bandaríkin. Hinn nýkosni forseti, Hoover, er nú kominn heim til Washington úr ferð sinni um Suður-Ameríku, þar sem hann hefir verið að ferðast að undanförnu, til að kynnast reyna að glæða vinarhug þeirra til Bandaríkjanna. Er sagt, að hann hafi nú þegar nóg um að hugsa, svo sem það, hverjir skipa skuli ráðuneyti hans og ótal margt fleira, sem honum ber nú úr að ráða. *- * * Tuttugu og fimm þúsund dala verðlaunum hét W. C. Durant hverjum þeim, sem kæmi fram með bezt ráð til að framfylgja vínbannslögunum og máttu þau ekki vera lengri en 2,006 orð. Fyr- verandi eftirlitsmaðúr vínbanns- laganna í New York, Chester P. Mills, hefir fengið verðlaunin. * * * Að kveldi hins 10. þ,m. kviknaði í þvottahúsi einu í Seattle, Wash., og varð þar sprenging allmikil, svo alt nágrennið lék á reiði- skjálfi. Eldurinn læsti sig 1 tvö gistihús þar nærri og báru slökkvi- liðsmenn og lögregluþjónar níu gesti út úr eldinum, sem voru yf- irkomnir af eriknum og logunum. Aðrir gestir gátu 'bjargað sér sjálfir og er haldið að enginn hafi farist, en mjög nærri mannskaða mun þar legið hafa. — Fyrir þá, sem kunnugir eru í borginni, má- geta þess að eldsvoði þessi var á strætamótum Seneca og First Avenue og þar í grendinni. — Kviknaði í ýmsum fleiri bygging- um, en þvottahúsinu og gistihús- unum. * * * Blaðið “Denver Post” í Denver, Colo., hefir heitið $25,000 verð- launum hverjum þeim, sem fyrst- ur verður til að fljúga í einni lotu umhverfis jörðina. En byrja verð- ur hann ferð sína í Denver og enda hana þar einnig. Stendur þetta tilboð til 1. janúar 1931 Sama blað hefir einnig heitið $25,009 verðlaunum hverjum þeim sem sannað getur, að hann hafi komið skeyti til annars hnattar, eða fengið þaðan eitthvert áreið- anlegt skeyti, einhvern tíma fyrir árið 1934. Hvaðanœfa Nýlátinn er í Antibes á Frakk- landi, Nicholas stórhertogi frá Rússlandi og náfrændif keisarans síðasta, sem myrtur var í stjórn- arbyltingunni. Hann var 72 ára að aldri og ba;v..mein iians vaj hjartabilun. Hann-var yfirhers- höfðingi Rússa fyrstu ár Evrópu- stríðsins mikla, * * * Nationalista stjórnin í Kína hef- ir birt samninga við Bretland, Danmörku, Portugal, Holland og Svíþjóð, sem hún hefir nýlega gert og sem eru mjög svipaðir síðustu samningana mi’lli Kína og Banda- ríkjanna, þar sem stjórn Nation- alistana er viðurkend og fullur réttur Kínverja til að fara með tollmál sín og annað því um líkt. * * * Neðri málstofa franska þingsins hefir samþykt fjárlagafrumvarp Poincarés og er þetta í þriðja sinni síðan 1914, sem tekjurnar eru meiri en útgjöldin. VÍSUR. Undur finst mér lífið létt, leik mér saddur, fínn og glaður, því að ætið er mér rétt, eg er, þú veizt, spenamaður. Frændi stalst í stjórnarspað, stend eg því svo niðurlútur, svívirðing mér þótti það, þú veizt, eg er labbakútur. S. T. Fréttir frá Sambandi ísl. Leikfélaga Vonast er til, að sjónleika sam- kepni geti orðið háð í vetur í Win- nipeg eins og undanfarin tvö ár. Enn sem komið er, hafa ekki nægi- lega mörg leikfélög gefið sig fram, en væntanlega eru einhverj- ir leikflokkar út um íslenzk hér- uð, sem væru til með að taka þátt í samkepninni, sem þá myndi hald- in einhvern tíma í marz. Til tals hefir komið hjá stjórn- arnefndinni, að veita ríflega upp- hæð til verðlauna fyrir frumsam- ið leikrit í ár; er $500 upphæðin, sem nefnd hefir verið, en staðfest- ing iþeirrar tillögu enn ófengin frá fulltrúum félaganna utan Winni- pegborgar. Þetta verður nánara auglýst síðar. Þau leikfélög, sem í hug hafa að keppa í ár, eru beðin að til- kynna ritara stjórnarnefndarinn- ar, Miss Aðalbjörgu Johnson, Ste. 15 Nova Villa, Winnipeg, það sem allra fyrst. Upplýsingar viðvíkj- andi samkepninni fást einnig hjá ritaranum. Norrænt söngmót í Höfn Meðal þreytingatillagna þeirra, er fjárhagsnefnd flutti við fjár- hagsáætlun, var 3,500 króna ferða- styrkur til 50 manna söngflokks til Hafnarfarar. Bæjarstjórnin samþykti styrk þenna. Þó undirbúningur muni alllangt kominn undir för þessa, hefir ver- ið fremur hljótt um hann, í um- sókn þeirri frá framkvæmdarnefnd utanfarar söngfloldcsins, er hún sendi bæjarstjórn, er svo sagt, að förin sé trygð ef styrkur þessi fáist. í nefnd þeirri er Guðrún Ágústsdóttir, Guðmundur Ólafs- son og Hallur Þorleifsson, í njnsóknarbréfi þessu er all- ítarleg greinargerð um málið. “Yfirstjórn söngfélaga í Dan- mörku hefir með bréfi dags. 17. sept. þ. á. sent íslenzkum stjórn- arvöldum bráðabyrgðartilboð um þátttöku 50 manna söngfl. karla og kvenna í norrænu söngmóti, sem áformað er að halda í Kaup- mannahöfn í byrjun júnímánaðar næstkomandi. Hefir samskonar tilboð verið sent öðrum Norður- landaþjóðum: Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Koma þaðan 450 manns eftir fólksfjölda hvers lands, Danir leggja til 500 manns á móti, og er gert ráð fyrir, að flokkurinn verði allur saman 1000 manns, konur og karlmenn. Einn dagur er ætlaður til sam- eiginlegra æfinga, en næsta dag á mótið að hefjast á leiksviði kon- unglega leikhússins, með söng þess flokks er héðan kemur. Lýk- ur þeim þætti með íslenzka þjóð- söngnum, er, allur l^órinn — 1000 manns — á að syngja undir stjórn hins íslenzka söngstjóra. Tekur síðan hver þjóðin við af annari. Til aðstoðar verður konunglega hljómsveitin. ♦ Þriðja og síðasta daginn, er samsöngur á ný, og mun hann fara fram í ráðhúshöllinni. Syngur þá hver þjóð fyrir sig, líkt og áður, 3 eða 4 lög, en að lokum allir flokkarnir saman nýtt tónverk, “Sangen i Norden”, er gert hefir verið fyrir þetta tækifæri. Hefir ljóðskáldið Axel Juel ort kvæða- flokkinn, en lögin fimm höfund- ar, einn úr hverju landi. Kaflann um ísland hefir hr. dómkirkjuorg- anisti Sigfús Einarsson samið, samkvæmt tilmælum yfirstjórnar kórfélaga í Danmörku. Upphaf og niðurlag tónljóðflkksins er eftir Fini Henriques og hefir hann þar að auki skeytt kaflana saman. Tónsmíð þessi er saminn fyrir kór og orkester og verður flutt undir stjórn Georg Höebergs, hljóm- stjóra konunglega leikhússins. Með því að fullvíst er talið, að hinar Norðurlandaþjóðirnar taki [ allar þátt í söngmóti þessu, yrði það að teljast illa farið, og tæp- lega vansalaust ef vér íslendingar yrðum eina þjóðin, sem þar kæmi hvergi nærri, og mun óþarft að færa fram rök fyrir því máli, enda hefir í samráði við forsætisráð- herrann og með fengnu áliti söng- listamanna hér, verið hafinn und- irbúningur til fararinnar með þeim árangri, að 50 manna úrvals- flokkur karla og kvenna undir stjórn hr. Sigfúsar Einarssonar, mun fara utan, ef nægilegt fé fæst. Þykir mega treysta því, að sá flokkur verði fær um að leysa þau hlutverk af höndum, sem hon- um verða fengin til meðferðar, eigi sízt, er ráðstafanir hafa ver- ið gerðar til þess, að þátttakendur njóti sérstaks undirbúnings vetr- arlangt, þar sem er söngkensla Sigurðar Birkis, er allir meðlimir kórsins fá ókeypis, enda er megin- hluti kórsins þaulvant söngfólk. Fyrir söngflokknum mun verða séð af heimboðsnefndinni, er til Kaupmannahafnar kemur. En ferðin þangðað og heim aftur er dýr fyrir 50 manna flokk. Og þó ríkisstjórn vor og Eimskipafélag íslands hafi orðið vel og drengi- lega við tilmælum flokksins um hjálp til fararinnar, þá vantar allmikið á, að hún sé trygð, fjár- hagslega, enda er svo uln efni nær því allra þátttakenda, að þeir mundu lítið geta lagt af mörkum umfram kostnað sem slíkt ferða- lag hefir í för með sér, þótt séð væri fyrir aðalútgjöldum meðan ANNA SIGURDS0N Lát þessarar velmetnu konu rétt fyrir jólin síðustu, kom sem óvænt reiðarslag. Svæsin lungnabólga var dauðamein- ið. Varpaði þessi atburður þungum sorgarskugga ekki ein- ungis yfir heimili og ástvinahóp hinnar látnu, heldur yfir alla heimabygð hennar og stóran fjölda vina víðsvegar. Það var fimtudaginn þann 20. des., að dauðsfallið bar að, á heimili ’hennar í nánd við Garðar1 í Norður Dakota. Hún var eiginkona Sigurðar Sigurðssonar, er lengi var sveit- arnefndarmaður í Pembina County og einn af mestu at- kvæðamönnum bygðarinnar. Maklegar vinsældir þeirra hjóna eru vel kunnar. Anna var fædd og uppalin í Garðarbygð. Fæðingar- dagur hennnar var 20. marz 1889. Foreldrar hennar voru Jón Sigfússon Bergmann og kona hans Sigurbjörg Davíðsdóttir, Voru þeir bræðrasynir, Jón og séra Friðrik J. Bergmann. Anna var frá barnæsku; hæglát í fasi og fullorðinsleg. Hún ávann sér snemma þá tiltrú, sem hélzt við og jókst til dauða- dags. Tvítug að aldri giftist hún eftirlifandi manni sínum, Sigurði Sigurðssyni. Var hann í röð fremstu bænda þar í sveitinni, vegna atgerfis, mannkosta og drenglyndis í hvívetna. Bjuggu þau ætíð í nánd við Garðar, þó þau tvívegis flyttu sig til. Bygðu þau síðast upp mjög stórt og vandað heimili skamt fyrir vestan þorpið að Garðar og stunduðu þar bú upp frá því. 'Er þar að líta eitt hið glæsilegasta höfuðból, sem íslenzkt bændafólk hefir komið upp. En það, sem meira er um vert, fékk þar sönn manndáð og látlaus að njóta sín og bauð góðan þokka öllum, er að garði bar. Það er ekki auðveld staða fyrir kornunga stúlku, að ger- ast húsfreyja á heimili manns, sem um lengri tíma hefir verið meðal þeirra fremstu í sinni sveit. Almenningsálitið gerir þá svo miklar kröfur. Þetta vandasama hlutverk tók Anna að sér, og leysti það af hendi að allra dómi með frá- bærum myndarskap. Frábitin því, að láta á sér bera, stund- aði hún hlutverk sitt sem eiginkona, móðir og húsfreyja, þannig, að allir, sem henni kyntust, fundu til þess að henni var meira um vert að reynast vel en að sýnast. Hún var manni sínum sönn stoð og stytta í starfi og umsjá heimilis- ins, eins og líka í því að rækja skyldur heimilisins út á við. Hógvær alúð var henni eðlileg. Fremur seintekin í viðkynn- ingu, en trygglynd og vinföst. Svo grandvör til orða og í dómum siinum um aðra, að í því efni var hún sönn fyrir- mynd. Hvert hlutverk, sem lífið fékk henni, leysti hún af hendi með samvizkusemi og alvarlegri ræktarsemi, og erfið- leika og raunir bar hún með þolinmæði og hugrekki. Slík kona óx í áliti vi$ nána viðkynningu, og skilur eftir orðstýr, sem ekki er hjóm. Fimm börn eignuðust þau Sigurður og Aanna, og eru nöfn þeirra: Sigurður, Sigrún, Anna Guðrún, Mildred Elmer og Lois Margrét. Elzta barn þeirra, Sigurður, fæddist heyrn- aralus, en er að njóta góðrar mentunar á skóla fyrir þá, sem þannig eru fatlaðir. Er hann mesti efnispiltur. Sigrún lá þunga legu í skarlatsótt fyrir nokkrum árum. Var henni ekki ætlað líf. Enda hefir batinn verið seindreginn og hún ekki haft fótavist síðan. En nú undanfarandi hefir hún verið í spítala í Winnipeg til uppskurðar og lækninga, og eru góðar vonir um mikinn árangur. Þetta mótlæti alt bar Anna með manni sínum með stöku þreki. Börnin öll eru hin mann- vænlegustu, Hið yngsta þeirra einungis á öðru ári. Er missir þeirra svo mikill, að ekki verður orðum að komið. Á síðari árum hefir Sigurður verið illa haldinn af heyrnardeyfu og ekki notið sín eins og áður. Hefir því farið minna á mannamót og dregið sig fremur í hlé. Þennan kross bar Anna með manni sínum með frábærri þolinmæði og nærgætni. Æðrulaust tók hún því, sem lífið og reynslan lögðu á hana, en beitti sér að því að bæta úr eftir fremsta megni. Jarðarförin fór fram sunnudaginn 23. des. og var fjöl- menn mjög. Sóknarpresturinn, séra Haraldur Sigmar, jarð- söng. Margir minnast með hlýhug hinnar ágætu látnu konu, og finna til sárt með eiginmanni, börnum, móður, systrum og öðrum ástvinum hennar í skugga sorgarinnar. K. K. Ó. á ferðinni stæði. Af framangreindum ástæðum leyfum vér oss fyrir hönd utan- fararkórsins, að fara þess á leit við hina háttvirtu bæjarstjórn, að henni megi þóknast að veita flokknum kr. 3,500 —þrjú þúsund of fimm hundruð — króna styrk til fararinnar, Ef hin háttvirta bæjarstjórn sæi sér fært að verða við þim tilmæl- um, álítum vér málinu borgið og utanför sðnglokksins trygða, en að öðrum kosti sjáum vér engin ráð til þess, að flokkurinn komist, og verða þá sæti Islendinga auð á fyrgreindu móti hinna norrænu bræðra vorra.” — Morgbl. Ársþing bœnda Félag hinna sameinuðu bænda í Manitoba (U.F.Mi) hélt sitt 27 ársþing í Brandon í vikunni sem leið. Forseti þess féalgsskapar, Mr. Wóod, var endurkosinn og sömuleiðis forseti kvendeildarinn- ar, Mrs. Gee. Þingið félst á stefnu stjórnarinnar í raforku- málinu, eftir að Hon. W. J. Major, dómsmálaráðherra, og aðrir höfðu skýrt það nákvæmlega. Þó mætti stefna stjórnarinnar harðri mót- spyrnu frá T. W. Bird, þingmanni frá Nelson. Annars er þetta félag ekki stjórnmálafélag í raun og veru, heldur bændafélag, þó það láti stjóramál stundum til sín taka. Dánarfregnir Einar Eyvindson (Evanson) gest- gjafi í Westbourne, Man., andað- t á sjúkrahúsinu í St. Baniface fimtudaginn í síðustu viku (10. jan.). Banamein hans var lungna- bólga, sem hann fékk upp úr in- flúenzu. Hann lá tæpa viku, veiktist heima hjá sér, var svo fluttur til Winnipeg, en árangurs- laust. Einar var kvæntur Ragn- heiði Ólöfu Austman frá Big Point bygðinni við Manitobavatn. For- eldrar hans voru þau hjónin Þið- rik Eyvindson og Guðrún Péturs- dóttir. Bjuggu þau um eitt skeið Þingvallabygð í Saskatchewan, en Síðan á ýmsum stöðum við Manitoba-vatn. Einar lifa, auk eiginkonu, móðir og tíu systkini. Árið 1918 fóru þau hjónin, Einar og kona hans, til íslands og dvöldu þar 18 mánuði. Haustið 1918 veiktist hann af inflúenzu og náði aldrei sterkri heilsu eftir það. — Einar var hjálpsamur og vinsæll maður, talinn, af þeim sem þektu hann, bezti drengur. Hann var jarðsunginn síðastliðinn laugar- dag af séra Rúnólfi Marteinssyni. Aðal-athöfnin fór fram á heimil- inu og var hún sótt af fjölda fólks. Líkið var moldum ausið í graf- reit Westbourae bæjar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.