Lögberg - 17.01.1929, Page 3

Lögberg - 17.01.1929, Page 3
LÖGBERG FIMTUDAGINN 17, JANÚAR 1929. Bla. S. SOLSKIN LITLU VATNSDROPARNIR. Enu sinni var silfurtær vatnsdropi. Hann átti heima í stórri, streymandi á. Hann átti margar systur og' marga bræÖur, og öll voru þau nlveg eins og liann sjálfur. Áin öll var sem sé' ekktr nema safn af mörgum, mörgum dropum. Allir voru þeir kátir og skemtu sér ágætlega, dönsuðu, sungu og glitruðu á leið sinni niður um iðgrænar eugjarnar, þar sem þeir vökvuðu grasið og blómin. Á björtum vormorgni kom sólargeisli dans- andi ofan úr loftinu og settist á miðja ána. Ekki hafði hann sezt þar fyr, en allir droparnir hlógu og klöppuðu saman höndunum. Geislarn- ir eru svo bjartir og glaðir, að það er ekki furða, þó að dropunum þyki gaman að fá að leika .sér! við þá. Lengi, lengi dönsuðu þeir og léku sér, iðandi af kátínu. Dagurinn varð heitari og heitari, því að nú var sólin sjálf komin hátt upp á loftið. Sólargeislinn laut niður að litla dropanum og spurði hann hvort hann vildi koma með sér upp í loftið. Hann sagðist þurfa að liafa með sér nokkra dropa af vatni, til þess að lijálpa bónd- anum. Túnið hans væri orðið alt of þurt. Litli dropinn varð hrifinn af tilhugsuninni um það, að fá að fara með geislanum upp í loft- ið, bjarta og bláa. Hann kvaddi alla vini sína í flýti, og geislinn tók hann hlýlega í faðm sinn, Þeir svifu upp, hærra og hærra, upp vfir engið, trén og kirkjuturnana. Svo hátt svifu þeir, að litli dropinn hélt, að þeir mundu þá og þegar koma alla leið upp í sólina, þar sem geislinn átti heima. Þeir ferðuðust lengi, lengi. Loks, varð drop- inn svo þreyttur og syfjaður, að hann gat ekki haldið sér uppi. Augu hans lokuðust fastar og fastar, og hann steinsofnaði. Ekk liafði hann hugmynd um, hve lengi hann hafði sofið. En þegar hann vaknaði, lá hann á svo ljómandí fallegum, hvítum skýflóka, liátt uppi í heiðbláu loftinu, og liann hélt fyrst, að sig væri að dreyma. Ekki hafði hann hugmynd um hve lengi hann ir, hlátur og gleðilæti, og þegar hann leit í kring um sig, sá hann heilan herskara af glitrandi vatnsdropum. Þeir þutu áfram eins og hann, en skýið þeirra var miklu dekkra en það, sem hann sat á. Þegar þeir komu nær, kölluðu þeir til hans með miklum gleðilátum: “Ó, komdu með okkur, litli dropi. Það er - svo gaman hérna,” Þegar skýið kom nær, stökk litli dropinn vfir á það. Nú var liann kominn, í vagninn til þeirra. Þetta fanst hon- um hlyti að vera vndislegasti vagninn, sem til væri í öllum heiminum. Hann var búinn til úr dúnmjúku, dimmu skýi, og vindinn höfðu þeir fyrir hest. Þeir þutu harðar og harðar og svifu gegn um loftið, hlæjandi og svngjandi alla. leiðina. Loks námu þeir skyndilega stað- ar. Þeir voru ])á komnir nærri því niður á jörð, «g neðan við þá breiddist iðgrænt tún. “Ó, nú skulum við stökkva út,” kölluðu þeir allir, þegar þeir heyrðu fuglasönginn og sáu blómin kinka til sín kolli og benda sér að koma. Og nii fóru þeir að stökkva niður úr skýinu einn af öðrum, fyrst hægt og gætiloga og svo hraðar og hraðar. “Detta, detta”, sögðu þeir, sem þýðir á okkar máli: ‘ ‘ Sæl og blessuð blóm- in mín. Við erum komnir til þess að gefa vkk- ur að drekka. ” / Sumir stukku ofan í sóleyjarbikar, aðrir of- an á fjólublöð, og enn aðrir stukku beint ofan í moldina og hurfu ofan { sprungumar. Litli dropinn, sem kom frá ánni, féll ofan á jörðina, Þar stóð hann um stund og vissi varla, hvað hann átti að gera. Þá heyrði hann veika rödd koma upp úr jörðinni: “Eg hefi ýtt frá mér og ýtt frá mér á allar lundir, en jörðin er svo þur, að eg kemst ekki upp.” Þá lagði litli dropinn eyrað ofan að jörðinni og hlustaði. Hann lágði augað fast ofan að moldinni og gægðist. Svo lagði hann munninn að moldinni og kallaði svo hátt sem hann gat: “Hvað gengur að þér, litli frjóangi?” Það var svarað í undur veikum rómi: “Mér er svo lieitt og eg er uppgefinn og enginn gefur mér að drekka, og eg get ekki komist upp í sólskinið. Nú fór dropinn að gefa jörðinni að drekka. Hún fór að linast og gefa frjóanganum að drekka. Og smátt og smátt fór hann að lvfta litla höfðinu. Loks stakk hann kollinum upp úr moldinni og stökk upp í sólskinið. Dropinn lagði nú leið sína niður í spmngu, sem var þar, því að hann langaði til að hjálpa fleiri frjóöngum, til þess að vaxa. Hann seig niður, lepgra og lengra. Allstaðar gat hann hjálpað, og þar sem hann kom, urðu allir mjög glaðir. Hann var nú kominn langt ofan í jörðina. Þá fann hann alt í einu marga, marga dropa af vatni, Þeir voru allir á hraðri ferð út að sjó. Þeir ferðuðust nú saman í marga daga, og alt af urðu þeir fleiri og fleiri, því að nýir dropar slógust alt af í förina. Loksins komu þeir út í solskinið og voru nú orðnir að stórri á, sem rann fram hjá borgum, sneri mylnuhjólum og flutti skip og báta. Eftir langa ferð komu þeir út í hafið. Þar fann ltili dropinn alla bræður sína og systur, sem' hann hafði kvatt á engjunum grænu, áður en hann fór upp { loftið með sólargeislanum. Þau höfðu líka verið í önnum við að hjálpa öðrum og gleðja. Hér varð fagnaðarfundur og gleðilæti mik- il. Þau dönsuðu og sungu, þangað til sólin sett- ist. Þá stigu stjörnurnar fram á himininn. En þeirra verk var að segja öllum dropunum, að nú sé mál að sofna, og þetta segja þær litlu bömunum líka. Dropamir settu upp nátthúf- ur sínar í skyndi, vöfðu hver annan örmum og svifu samstundis inn í draumaheim til nýrra undra og æfintýra. — FLóTTAFUGLINN. Á engi hey eg eitt sinn sló, og úti var þá hiti megn, því lauga náði laríd og sjó hið ljósa sólargeisla-regn. þá lítinn fugl eg líta vann, um lloftið blátt sem herti flug, því annar stærri elti hann í ægilegum vígahug. Mig hrollur greip í hjartataug, að horfa á þennan sorgarleik. pá til mín litli fuglinn flaug, þótt flugtökin hans gerðust veik. Við fætur mína fuglinn skjótt sér fleygði niður á mjúka grund1, og litla hjartað hreyfðist ótt, sem hrökkva mundi’ á þeirri stund, Og litli fuglinn lengi hjá mér lúrði grænt við foldar skaut. En heilög gleði lireif mig þá, er hóf ’ann sig í loft á. braut. SÓLSKIN. I. Huldar litli’ á Hólavöllum hljóp út fyrir garð og á holu þar í þúfu þá mjög starsýnt varð. Huldar, sem var hjartagóður, hélt að lítil mús — ef til vildi ungamóðir — ætti þama hús. Hann með gleð heim réð stökkva, hermdi þannig frá: “Mamma, eg fann músarholu mjóa úti’ í snjá. ‘ ‘ Góða mamma, gaman væri, að gleðja litla mús, er á sér héma okkur nærri ósköp lítið hús. “Blessuð jólin koma’ í kveld og kátur verð eg þá, en ef til vill ei aumingjamir úti’ á fold og snjá.” Hulda kysti kæran son, og kvað með þýðum róm: “Ógn er gott að eiga svona indælt sonar-blóm.. , “Hér er brauð ög fleiri fæða, — færðu mýslu það.” — Huldar feginn hratt með þetta hleypur nú af stað. II. tTti’ er kyrt og ekran vafin öll í mjallar-tjöld. Niðr’ á foldu stjörnur stara stilt um jóla-kvöld. Finna skal í freraþúfu fáskreytt moldarhús; þarna á með ungum skýli ofurlítil mús. Lítil gleði er þar inni, eins og stundum fyr. þ Svangir þar í sorta veina sáran ungarnir. Marnma reynir mjög að hugga mýslingana smá:, réttir að þeim rótar-örður — renna tárin þá. Allur forði er nú þrotinn, ---útsýnin er dimm — Hætta nær í hverju spori, — hjörtun svona grimm. Út í myrkrið músin starir mæðuleg og — blind. Núna er hún naumast orðin nema beinagrind. — — Matarþefur, matarþefur! — mun það geta skeð? tJt úr bænum örglast músin, örðugleikum með. En það, sem hún óðar liitti tJti’ í köldum snjó, virtist svipað sæludraumi, en sannreynd var það þó. Veslings mýslu vetarrforða vantaði nú sízt. En Huldars litla lijartagleði hreint eg fæ ei lýst. Hefði þið séð Huldar þetta helga jólakvöld! — Sólskinið í sjónum hans æ síðan hefir völd. —Burknar. Jón Örn Jónsson. S. A. þýddi úr ensku. FUNDURINN. Eg gekk í skógnum, sem gatan lá, Og einskis leita, mig lysti þá. 1 skugga fvlgsni ek fjólu sá, sem stúlku auga, sem stjörnu smá. Að blómi ’ eg seildist, Það sagði: ‘ ‘ Nei, Eg vil ei blikna, æ, brjót mig ei”. Það blóm eg gróf upp úr grundu þar, Og heilt með rótum til liúss míns bar. Eg kom því niður á kyrrum stað. Þar blessast enn þá og blómgast það. — Stgr. Th. þddi. RYDGADA JARNID. Maður fann eitt sinn ryðgaðan járnbút úti á akri. Hann hirti jámið og bar það heim í smiðju. Jámið' sá spegilfagran plóg við hlið- ina á sér. Því þótti mikill munur á sér og plóg- inum og sagði: “Það er aumt að sjá hvernig eg lít úr. Það er munur að sjá þig. Hvernig fer þú að vera svona spegilfagur?” þ “Eg varð svona fágaður úti á akrinum,” sagði plógurinn. “Það er skrítið,” sagði járnið. “Þar hefi eg einmitt verið líka, og þó sér ekki í mig fyrir rvði.” “Hvernig getur*það verið? Því oftar sem eg kem út á akurinn, því meira gljáir á mig. Eg er alt af spegilfagur, þegar eg er nýkominn þaðan. En lieyrðu mér, hvað varst þú að gera úti á akri?” “Bkki nókkurn skapaðan hlut,” sagði rj'ðg- aða járnið. “Eg bara lá þar.” “Þá skal mig ekki furða. ? Þú hefir ryðgað af iðjulevsi. Eg hefi unnið og plægt jörðina. Þess vegna er eg svona spegilfagur. Ef eg hefði leigið í leti og iðjulevsi, þá væri eg sjálfsagt al- veg eins ljótur og rvðbrunninn og þú ert.” —B. A. þýddi úr ensku. Eiður úlfsins. Úlfur liafði fest sig í snöru. Kom þá bónd- inn þar að, sem egnt hafði snöruna, og ætlaði að drepa hann, en þá grátbændi úlfurinn hann að gefa sér líf í þetta sinn; ef liann gerði það, þá skyldi hann iðrun gera og afturhvaff og bæta ráð sitt. “ Já, það er nú svo,” mælti bóndi, “en þrátt fyrir það muntu nú samt ráðast á lijörðina og rífa sundur kindumar mínar, og hvar er svo lífernisbetrunin?” — “Eg rífa sundur kindurnar!” kallaði úlfurinn, “nei, hér vinn eg þess eið, að eg skal aldrei fram- ar kjöt eta; grös og jurtir skulu vera mín fæða héðan í frá; í mesta lagi mun eg veiða mér fisk, ef mig skvldi langa í kjöt.” — Bóndi lét teljast á þetta og gaf honum líf. En er úlfurinn fór leiðar sinnar, feginn fjörlausninni, þá sá hann að baka til við bæjarhús bóndans, hvar grís einn var að velta sér í forarpolli. Þá var honum Öllum lokið og fékk hann ákafa löngun í svo feita krás. Látum okkur nú sjá!” segir hann, “forarpollurinn er í rauninni vatn og dýrið, sem unir sér svo vel í honum, er án efa lagar- dýr. Já, það veit heilög hamingjan, það er fiskur, það er fiskur. Og fisk er mér lieimilt að éta; það bannar heiðurinn mér ekki.” — Þar með rauk hann í grísinn og hvomaði hann í sig. Stgr. Th. þýddi. Arabinn og úlfctldinn. Arabi nokkur var búinn að láta baggana upp á úlfalda sinn og spurði hann, hvort hann vildi heldur ganga upp á móti eða ofan í móti, “Góði herra!’ svaraði úlfaldinn, “má eg spyrja, er leiðin lokuð, sem liggur beint út á sléttuna?” — Þrír iðnaðarmenn. Einu .sinni voru allar horfur á, að bær nokk- urð yrði umsetinn af óvinaliði og var þá hald- inn bæjarstjórnarfundur til að íhuga og ræða, hvernig hentast mundi að víggirða bæinn. Múr- smiður einn kvað ekkert efni betra til þess en múrstein. Timlnirmaður nokkur kvaðst þá verða að levfa sér að stinga upp\á timbri, og væri það miklu beti'a en hitt. Því næst stóð upp sútari nokkur og mælti: “Góðir herrar, Iivað sem hver segir, þá er nú samt ekkert efni til í veröldinni, sem kemst í samjöfnuð við leður.” — Stgr. Th. þýddi. Professional Cards DR. B. J. BRANDSON THOMAS H. JOHNSON 216-220 Medical Arts Bldg. OR Cor. Graham og Kennedy Sts. H. A. BERGMAN PHONE: 21 834 tsl. lögfræðingar. Office ttmar: 2—3 Staifstofa: Room 811 McArthor HeimiU 776 Victor St. Buildlng, Portage Ave. Phone: 27 122 P.O. Box 165« Winnipeg, Manitoba. Phonea: 26 S49 og 26 846 DR 0. B.IORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office ttmar: 2—3 Heimili: 764 Victor St„ Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office Hours: 3—5 HeimiU: 921 Sherburn St. Winnipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdðma.—Er a5 hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: 42 691 DR. A. BLONDAL Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdðma. Er að hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 , Heimili: 806 Victor St. Stmi: 28 180 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. DR. J. OLSON Tajmiii'kiLir 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy 8ta. Phone: 21 824 Helmllls Tals.: 38 626 Residence Office Phone 24 206 Phone 24 963 E. G. BALDWINSON, LL.B. íslenzkur lögfræðingur 708 Mining Exchange 356 Main St. Winnipeg DR. S. J. JÓHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur. Til viðtals kl. 11 f.h. til 4 e.h. og frá 6—8 að kveldinu. Sherbum St. 532 Sími 30 877 LINDAL, BUHR & STEFÁNSON íslenzkir lögfræBingar. 356 Main St. Tala.: 24 («8 peir hafa einnig skrifatofur ad Lundar, Rlverton, Simli og Plneqr og eru þar að hitta & eftlrfylgj- andi tlmum: Lundar: Fyrsta miðvlkudag, Riverton: Fyrsta flmtudag, Glmli: Fyrsta mlðvikudag. Pineiy: priðja föetudag t hverjum m&nuðí J. Ragnar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) tslenzkur lögmaður. 12 C.P.R. Bldg. Portage og Main, Winnipeg, Manitoba. Símar: Skrifst. 22 341 Heima 71 753 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great West Permanent Building Main St. south of Portage. PHONE: 22 768 G. S. THORV ALDSON, B.A., LL.B. Lögfræðingur 709 Electric Chambers Talsími: 87 371 A. C. JOHNSON »07 Confederatlon Llfe Slíi*. WINNIPEG Annast um fasteignlr manna. Tek- ur aS sér að ávaxta sparifé fðlks. Selur eldsábyrgð og bifreiða ábyrgð- ir. Skriflegum fyrirspurnum svarað samstundis. • Skrifstofusími: 24 263 Heimastmi: 33 328 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur likktstur og annaet um 6t- farir. Allur úfbúnaður e& beatd. Ennfremur selur hann allekomar minnisvarða og legstelna. Skrifstofu tals. 86 607 HelmiUs TaLs.: 68 208 Dr. C. H. VR0MAN Tannlæknir 505 Boyd Building Phone 24 171 WINNTPEG. | SIMPSON TRANSFER Verzla me8 egg-á-dag hœnsnafðOur. Annast einnig um allar tegundlr flutninga. 681 Arlington St., Winnipeg G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street (iÞriðja hús norðan við Sarg.) PHONE: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 3—5 <j. h. ALLAR TEGUNDIR FLUTN- INGA. Nú er veturinn genginn í garð, og ættuð þér því að leita til mín, þegar þér þurfið á kolum og við að halda. JAKOB F. BJARNASON 668 Alverstone. Sími 71 898 . .... . . . Dr. C. MUNSON, L. D. S. Dentist 66 Stobart Bldg. 290 Portage Ave. Winnipeg Phone 25 258 Fer til Gimli og Riverton. — Veitið því eftirtekt í bæjar- fréttunum. íslénzkir fásteigna- : SALAR i Undirritaðir selja hús og lóðir: og leigja út ágæt hús og íbúðir,; hvar sem vera vill í bænum. • •Annast enn fremur um allskon*: ^ar tryggingar (Insurance) oit •veita fljóta og lipra afgreiðslu • ODDSON og AUSTMANN : 521 Somerset Bldg. Sími 24 664 Dr. C. J. Houston, Dr. Sigga Christianson-Houston Gibson Block Yorkton, - Sask. ÞJOÐLEGASTA Kaffi- og Mat-söluhúsið aem þessl borg heflr nokkurn dm* haft lnnnn vóbonda slnna Fyrlrtaks málttðir, skyr,, pönnn- kökui, rullupylstt. og þjððræknla- kaffL — Utanbæjarmenn fá sé ávalv fyrst hressingu & WKVF.Ij CAFE, 6»2 Sargent An Síml. B-3197. Rooney Stevens, elganðh. Fowler Qptical fT°D t SEE W SEE 1 IfowlerJ BbetterJ 294 CARLTON ST. NEXT TO FREE PRESS KEENO Eins og auglýst er í dagblöðun- um, fæst það í Winnipeg hjá The Sargent Pharmacy Ltd. 709 Sargent Ave. Winnipeg Sími 23 455 Verð: ein flaska $1.25, þrjár flsk. $3. Póstgj. 15c og 35c. DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 545. Winnipeg

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.