Lögberg - 17.01.1929, Síða 2

Lögberg - 17.01.1929, Síða 2
Bls. 2. LÖGBERG FIMTUDAGINN 17, JANÚAR 1929. Sumardvöl í Sviss Eftir Björn L. Jónsson, frá Torfalæk. II. Þingið í Locle. Nokkru eftir miðjan ágúst sagði einn vestursvissneski félagi minn mér frá alþjóðalþingi, sem halda ætti í Locle dagana 24.—25. ág. Kvaðst hann hafa verið beðinn að safna þangað nokkrum Norður- landabúum, sem vera kynnu sem sjálfboðar í Liechtenstein. — Ferðirnar yrðu greiddar, ef þðrf gerðist, úr sjóði þeim, sem for- stöðunefndin hefði yfir að ráða, og okkur yrði séð fyrir ókeypis húsnæði. Til þingsins var stofn- að af svonefndum kristnum sósí- alistum, og var þangað von full- trúa frá 5—6 löndum. Eg hafði aldrei heyrt þessa kristilega sósí- alisma getsið, og þótt eg tilheyrði hvorki kristilegum né ókristileg- um óíalistum, þá lék mér hugur á að vita, hvernig þesi nýja stefna væri; nafnið bar það raunar að nokkru með sér. Ferðalagið og vonin um að bitta gamla kunn- ingja frá Schaan, freistaði mín einnig; og ekki dró það úr for- vitninni, að ræðurnar, sem haldn- ar yrðu á frönsku, þýzku eða ensku, átti að túlka á esperanto*— Eg hafði lengi verið “spentur” fyrir því máli, hafði að vísu aldr- ei gefið mér tíma til að læra það, en þekti það þó nógu vel til að geta dæmt að nokkru um yfir- burði þess yfir önnur tungumál og um það hugvit, sem þurft hef- ir til að gera það svona úr garði. En mér hafði aldrei gefist kost- ur á að heyra það talað sem lif- andi mál. Eg hugsaði mig því ekki tvisvar um að þiggja boðið. Og þannig stóð á þvi, að eg var staddur í Locle laust fyrir hádegi þann 24. ágúst. Á stöðinni var okkur fagnað af forstöðunefndinni, sem vísaði á húsnæði þeim, sem ekkert áttu víst. Mingard átti þarna kunn- .ngja, sem hann fékk húsnæði hjá. “Systir” Clara Waldvogel bauð •ér að dvelja hjá 'bróður sínum, itir E. Privat; hann hefir stund- cle. Eg þekti hann einnig, því að hann hafði unnið í Schaan hálf- n mánuð. Hans var von til Locle jeinna um daginn. Frá stöðinni héldum við til fundarhússins. Á leiðinni mætt- um við þýzkum fulltrúa, og það fyrsta, sem hann segir við mig, er við vorum kyntir, var: “Ni parolas Esperanton, kamarado?” — Það var í fyrsta en ekki síðasta skift- ið, sem eg var spurður að þessu í Locle. Seinna hitti eg tvo esper- antista, báða svissneska, sem stað- ið höfðu í bréfaskriftum við ís- lenzka esperanista. Annar þeirra heitir E. Privat; hann sefir stund- að esperanto og unnið að út- breiðslu þess síðan hann var barn, og talar það jafnliðugt og sitt eig- ið móðurmál. Hann er formaður alþjóðasambands esperantista. — í fundarsalnum voru okkur gefnir rauðir borðar, sem við skyldum festa í barm okkar, öllum til sýn- is. Á þeim stóð prentað: Intear- nacia Kongresso de Kristian Soci- alismo — Locle, Augusto 1928. Klukkan hálf eitt gengu allir til snæðings í matsöluhúsi skamt frá. Borðhaldið hófst með því, að allir tókust í hendur og sungu Ijóð, sem ort hafði verið í tilefni af þing- inu. Sama var og gert í byrjun hvers fundar. Einu sinni kom lúðraflokkur bæjarins og spilaði fyrir utan gluggana, meðan við snæddum. Privat og kona hans sátu and- spænis mér við borðið. Lék þeim hugur á að vita, á hverju íslend- ingar nærðust. Eg lýsti fyrir þeim venjulegu sveitafæði svo nákvæm- lega sem mér var unt, og sagði eg þeim meðal annars, að við borð- uðum súrt slátur á hverjum degi, og oft þrisvar á dag: í morgun-, miðdags- og kvöldverð, og yrðum aldrei leiðir á því. Fanst þeim þetta mjög merkilegt, og var um leið mjög skemt. Hér heyrði eg í fyrsta sinni á æfinni samtöl á esperanto, og þótt eg skildi varla annað en þau orð, sem alþjóðaorð má kalla, þá duldist mér ekki, að þarna var virkilega lifandi mál, sem hafði áunnið sér fullan rétt til að skipast á bekk með öðrum nútimamálum. KI. 2 var þingið sett af forseta sambands kristilegra sósíalista í vestur-Sviss. Er það lítil og góð- leg kona, Héléne Monatier að nafni. Hún hafði einu sinni ver- ið “systir”, en mátti nú fremur kallast “móðir”, því að hún út- vegaði flestar þær “systur”, sem komu frá Sviss.— Svissnesku kon- urnar láta allmikið til sín taka, þótt ekki hafi þær enn þá kosn- ingarrétt. Berjast þær hart fyr- ir fullum réttindum til jafns við karlmenn. En mótstaðan er sterk, og enn hafa þær ekki öðlast þetta dýrmæta hnoss, sem svo mjög er deilt um, hvort bæti eða skemmi, þótt menn séu meira ásáttir um, að konan eigi heimting á því frá réttlætisins sjónarmiði. Þarna voru mættir fulltrúar frá: Ameríku 1, Englandi 1, Frakk- landi 2, Þýzkalandi 3, Hollandi 1, auk mín, sem fremur skoðaði mig sem gest en sem fulltrúa, og sviss- nesku fulltrúarnir, sem voru í yfirgnæfandi meirihluta. Eftir að þingið var sett, ,ttu fulltrúarnir að skýra frá uppruna og vexti hins kristilega 3ósíalisma hver i sínu landi. Fyrstur tók til máls fulltrúi Engl?nds, þá fulltrúi Ameríku, öldru* xona með grátt hár; þá kom fulltrúi Hollands og á eftir honum tveir fulltrúar Þýzkalands, hvor á eftir öðrum, þáðir lúterskir prestar, vel og kraftalega vaxnir og á bezta aldri. Mintu þeir mig meira á frændur sína og ferfeður vora, víkingana norrænu, en auðmjúka og lítilláta þjóna kirkjunnar. Því næst lýsti Privat vexti og viðgangi þessarar stefnu í Sviss, og síðastur fékk orðið annar fulltrúi Frakklands, Paul Passy að nafni. Það er gam- all maður, hár og grannur. lang- leitur og horaður, með grátt hár og skegg og gletnisleg augu. Yar hann þannig búinn, að á fótum hafði hann “sandala”, en enga sokka; hann var í dökkleitum buxum og gráum, hálfslitnum jakka, hneptum upp í háls, og sást þar á harðan flibba. Mér var sagt, að hann væri tfyrvearndi háskóla- kennara við “Svarta skóla” (Sor- bonne) í hljóðfræði (phonetique), og væri hann mjög vel að sér i þeirri grein; kynni hann mörg tungumál að meira eða minna leyti. Hann er einmitt faðir og postuli þessarar kristilegu-sósí- alistisku stefnu í Frakklandi; það- an hefir hún breiðst til Sviss. Þess vegna gekk hann hér undir nafninu “oncle Paul.” Flestir töluðu á sínu móðurmáli. Prívat túlkaði þær ræður, sem haldnar voru á frönsku og ensku, og Loclebúi einn túlkaði úr þýzku. Skrifuðu þeir upp aðalatriði ræð- unnar og lásu svo á eftir höfuð- inntak hennar á esperanto, eins fljótt og hiklaust eins og ræðumaður sjálfur; einkum var Privat framúrskarandi leikinn í þvtí. Fulltrúar Ameríku og Hol- lands fluttu sínar ræður á esper- anto, og voru þær þýddar á frönsku. Þarna voru mjög marg- ir, sem skildu esperanto meira og minna, einkum meðal Svissanna, em hafa mikinn áhuga á útbreiðslu þessa máls; er það kent þar í mörgum skólum. Hin kristilega sósíalistiska hreyf- ing er h. u. b. 40 ára gömul. Hún er sprottin af tvennskonar umbóta- þörf: á sósíalismanum og á kirkj- unni. Sósíalistarnir hugsa aðeins um líkamlega vellíðan, um munn og maga, líta aðeins á fjárhags- legu hliðina; en láta sig andlegu hliðina, trúarbrögðin engu skifta. Kirkjan hinsvegar lítur hin ver- aldlegu gæði of hýru auga, er of auðvaldssinnuð. Hinn kristilegi sósíalismans og kirkjunnar hvors hjá báðum, og myndar úr því eina heild. Verður þar tvent í senn, að sósíalisminn tekur skírn og kirkj- an afneitar auðvaldinu. Hlutverk sósíalismans og irkjunnar hvors um sig er hér að fylla hvort ann- að upp, bæta hvort annars galla. — Stefna þessi hefir allstaðar átt mjög erfitt uppdráttar. Mikilli tregðu og andúð hefir verið að mæta jafnt af hálfu sósíalista og annara leikmanna, sem hjá þjón- um kirkjunnar. Er tflokkurinn enn all-þunnsipaður, ihefir einkum unnið fylgi á síðustu árum, og er ekki gott að segja um framtíð hans. — Þetta er fyrsta alþjóða- þingið, sem kristilegir sósíalistar halda; er þannig hafin milli þeirra samvinna, sem á að flýta og auka útbreiðslu þessarar hreyfingar. Gert var ráð tfyrir, að næsta þing yrði haldið að tveimur árum liðn- um, og á innan þess tíma að ná sambandi við fleiri þjóðir, sem ekki höfðu fulltrúa hér. Frá Sví- þjóð var von á fulltrúa, sem kom ekki. í Noregi og Danmörku á hreyfingin einnig áhangendur. Á dagskránni stóð, að kl. 8 um kvöldið ætti að fara fram mót- taka fulltrúanna á opinberri sam- komu, með ræðum, hljóðfæraslætti og söng. Átti einn frá hverri þjóð að stíga í stólinn og ávarpa söfn- Saskatchewan manni líður nú 100% betur. Mr. L. Siaud Lætur Mikið Af Dodd’s Kidney Pills. Nýrnaveiki Var Búin að Veikja Allan Líkamann og Sérstaklega Augun. Forget, Sask., 14. tfebr. — (Einka- skeyti).— “Á undanförnum árum hefi eg átt við' nýrnaveiki að stríða, sem illa hefir leikið líkama minn og sjón,” segir Mr. L. Siaud, góð- kunnur borgari í Forget. “Síðan eg fór að nota Dodd’s Kidney Pills líður mér 100 per cent. betur. Eg vil að þetta bréf sannfæri alla þá, sem nýrnaveiki hafa, að tvær Dodd’s Kidney Pills þrisvar sinn- um á dag eru betri heldur en að liggja á á spítalanum.” Góð heilsa er undir því komin, að nýrun séu í lagi. Ef þau eru það, þá hreinsa þau öll óholl efni úr blóðinu. Ef eitthvað er að þeim, þá haldast óhollu efnin í blóðinu og þá hlýtur líkaminn að veikjast. Dodd’s Kidney Pills halda nýr- unum í lagi svo þau geti hreinsað blóðið. Fólk, sem er veikburða og er að tapa heilsunni, ætti að reyna þetta meðal sem fyrst. uðinn með fáeinum orðum. Var þar saman kominn fjöldi fólks frá Locle og umhvertfinu. Hljómsveit bæjarins, sem er lítil og saman- stendur af nokkrum sönghneigð- um unglingum, sem æfa sig í fri- stundum sínum, lék öðru hvoru og hinn sterki félagsandi, sem tónskáld. Héléne Monastier, sem stýrði samkomunni, kallaði full- trúana hvern á fætur öðrum upp á ræðupallinn og kynti þá með nafni og þjóðerni, og eftir það mælti hver þeirra nokkur orð. Var öllu tekið með lófaklappi og fagn- aðarlátum. Þau urðu sterkust, er röðin kom að mér, og veittist mér létt að geta mér þess til, hvernig á því stæði. Þegar eg gekk aftur til sætis nníns, stóð Paul Passy og sagði á frönsku: “Eigum við nú ekki líka að fá að heyra eitt- hvað á íslenzku?” og áður en eg fengi tíma til að svara nokkru, hóf hann að syngja “Eldgamla ísafold”, með jafnhreinum og lýta- lausum framburði og innfæddur íslendingur. Þegar eg náði mér eftir undrunina, tók eg auðvitað undir, meira af vilja enn mætti, eins og þeir, sem þekkja mig, geta borið vitni um, og sungum við fyrsta erindið á enda. Er það í fyrsta — og vafalaust síðasta — sinn, sem eg syng opinberlega fyrir fjölda fólks. Auðvitað vissi enginn hvað um var að vera, og máttu allir hafa haldið okkur geggjaða. Á eftir sagði Paul Passy mér, að árið 1885 hefði hann dvalið tvo mánuði á íslandi, til að Iæra framburð málsins, vegna vís- indagreinar sinnar, hljóðfræðinn- ar. Hafði hann þá lært nokkur þjóðlög, meðal annars “Eldgamla ísafold,” og “Hvað er svo glatt.” Síðan hefði hann aldrei komið til íslands og aðeins þrisvar hitt fs- lending. Hann hafði gleymt að mestu að tala, en þetta mundi hann enn. Mér var óblandin ánægja að því, þá þrjá daga, sem eg dvaldi í Locle, hve mikla samúð menn höfðu með íslenzku þjóðinni, eink- um Svissarnir. Ekki er hægt að segja, að þeir viti mikið um ís- land, en þeir hafa hug á að fræð- ast mikið um það. — Nokkrir full- orðnir piltar komu einu sinni til mín, og sögðu þeir mér, að þá hefði einmitt lengi langað til ís- lands og myndu fara þangað síð- ar, ef tækifæri byðist. Eg er sann- færður um það, að mikið af þeirri hjartanlegu alúð, sem eg naut hér, átti eg þjóðerni mínu að þakka. Annars umgengust allir eins og gamlir kunningjar; maður heyrði aldrei “monsieur” né “mademoi- selle”, heldur var í þess stað sagt “camerade”. \Þetta hispursleysi og ihnn sterki félagsandi, sem ríkti þar, átti sinn góða þátt í að gera dvölina sem ánægjulegasta og eftirmminnilegasta. Og enn var eitt, sem stuðlaði að því, að festa mér dvöl þessa betur í minni. Að samkomunni lokinni, kl. 10 um kvöldið, hélt hver heim til sín. Eg átti að halda til hjá séra Waldvogel, sem var hér með móður sinni og systur. Heim til þeirra voru 3 km., sem við afréð- um að tfara á fæti í samfylgd með fleira fólki, sem átti sömu leið. Veður var hlýtt og bjart, stjörn- urnar bykuðu skært, og fullur máninn óð í skýjum. Og er við héldum af stað, voru mér boðnar tvær yngismeyjar — ungar meyj- ar, ætlaði eg að segja — sín undir hvorn arm; og eg var ekki svo ókurteis að hafna boðinu. —- En til að vera hrienskilinn, verð eg að játa, að eg átti (þetta hvorki ijóðerni minu né mannkostum að jakka, heldur var það bara sem einn vottur þess látleysis og þess holla frjálslyndis, sem einkendi nngið í Locle og Svissum er eig- inlegt. Hinn kristilegi sósíalismi er í eindreginni andstöð gegn hernaði og herþjónustu, og einn helzti lið- ur á stefnuskrá hans er almenn afvopnun. (Milli sviga ber þess að geta, að hinn kristilegi sósíalismi er ekki einungis bundinn við kristindóm- inn eða kristnar þjóðir, heldur nær hann til allra trúarbragða. Nafn- ið er óheppilega valið. Er betra að segja, eins og stundum er líka gert: “trúarlegur sósíalismi”. — Höf.) Eftir samiginlgt borðhald um kvöldið, gengu allir til fangelsis bæjarins og sungu eitt eða tvö friðarljóð fyrir utan glugga þess. Voru þau ætluð Locle-búa einum, sem var í fangelsi fyrir að hafa neitað að ganga í herþjónustu. Kl. 8 var svo opinber samkoma með kórsöng, hljóðfæraslætti og ræðuhöldum. Meðal annars tal- aði Paul Passy um tilgang hins kristilega sósíalisma. — “Enginn getur,” sagði hann, “þjónað bæði Guði og Mammoni. Sósíalisminn afneitar bæði Guði og Mammonh Kirkjan vill hinsvegar halda trygð við báða. En hinn kristilegi sósí- alismi steypir Mammoni af stóli og krýnir Guð til konungs.” Sunudaginn þ. 26. fór fram árs- þing kristilegra sósíalista í Vest- ir-Sviss. Voru flestir útlendu full- trúarnir þar viðstaddir. iBar þar ekkert sögulegt til tíðinda, annað en það, að í lok fundarins sló í allharða rimmu út af ummælum, sem svissneskur ræðumaður hafði haft um kirkjuna. Tók annar franski fulltrúinn, sem er öldruð og guðhrædd kona, sér þau of nærri. En alt fékk góðan enda. Daginn eftir snerum við Min- gard til Liechtenstein — heim, var eg nærri búinn að segja — sömu leið og við komum, og væntanlega hittið þið mig þar seinna við skurðgröft og malarmokstur. Lothringen, í okt. 1928. —Lesb. Morgunbl. Aths.—Fyrri hluti ofanskráðr- ar ritgerðar birtis í Lögbergi í síð- astl. deesmbermán. — Ritstj. HVERS VEGNA FÓLK TAPAR ÞRÓTTI OG KJARKI. Þegar taugarnar eru vetícar eða vöðvarnir, þá fylgir þar með ým- iskonar vesöld, svo sem melting- arleysi, slæm matarlyst, nýrna og blöðru ejúkdómar, hötfuðverkur, svimi, óróleiki, svefnleysi á nótt- unni, óhreint blóð, stöðug þreyta og yfirleitt slæm heilsa. Þegar taugarnar og vöðvarnir komast í lag aftur, þá fær sjúklingurinn á ný heilsu sína. Mr. Orvil Nadeau, Whitnesville, Mass., segir hvernig Nuga-Tone gaf honum aftur heilsu sína eftir fimm ára illa líðan. Hann segir: “Nuga-Tone gerir mér mikið gott. Nú sef eg vel á nóttunni og hefi góða matarlyst. í fimm ár reyndi eg allskonar meðul árangurslaust, en NugaHTone var rétta meðalið. Eg þakka yður þá miklu heilsubót, sem eg hefi fengið.” — Ef þú hef- ir einhverja þá kvilla, sem að of- an eru nefndir, þá ættir þú sjálfs þín vegna að reyna Nuga-Tone. — Þú getur keypt það hvar sem með- ul eru seld, eða ef lyfsalinn hefir það ekki við hendina, þá getur hann útvegað það frá heildsölu- húsinu. Dánarfregn Þann 23. des. s.l. andaðist að heimiM sonar síns, Dr. Johns Árnasonar Johnson, í borginni Tacoma, Wash., öldungurinn Árni Jónsson, 78 ára að aldri. Bana- mein hans var langvinnur heilsu- brestur og elli-lasleiki. Árni var fæddur 26. sept. 1850 á Eirkjubóli í Hvítársíðu í Borg- arfirði. Foreldrar hans voru: Jón Árnason og Halldóra, er lengi bjuggu á Kirkjubóli. Jón var bróð- ir Þórðar tföður Hjartar rafmagns meistara í Chicago. Árni ólst upp að mestu leyti á Ánabrekku á Mýrum, hjá Guð- rúnu Einarsdóttur, sem að því er mig bezt minnir var fósturmóðir hans. Eftir að Árni varð fulltíða maður, flutti hann til átthaga sinna, austur yfir Hvítá, og kvæntist þar ungfrú Steinunni Jónsdóttur frá Kjalvararstöðum í Reykholtsdal. Munu þau hafa bú- ið á Hreggstöðum og Vallakoti í Andakíl, þar til árið 1883, að þau fluttu vestur um haf, til Austur- Canada, hvar þau dvöldu um margra ára skeið. — Árni misti konu sína, Steinunni, árið 1902. Frá Austur-iCanada flutti hann til Manitoba og þaðan til Norður- Dakota. Frá Dakota fluttist hann með syni sínum, John Arnason Johnson M.D., til Tacoma, Wash., Árni og Steinunn eignuðust 4 syni: Jón, Þórð (dó ungur), Valdi- mar og Þórð; Dr. Jón er í Tacoma og Þórður er þar hjá bróður sín- um, en Valdimar er fiskikaup- maður í Minnesota, við Lake of the Woods; barnabörn eru: Har- old Waldimar Johnson, stúdent við Parkland College, Wash, og Miss Elsie Elinor, dóttir Waldimars, í Minnesota. Árni var friðsemdar og geð- prýðismaður með afbrigðum; í ungdæmi mínu, þá eg þekti hann, var hann skemtimaður og fyndinn. Þegar eg mætti honum aftur fyrir nokkrum árum síðan hér á strönd- inni,'sá eg sama hógværðar og glaða svipinn, sem auðkendi svo vel lítfsgleði hans. Ekki var Árni auðmaður, fremur fátækur víst alla æfi, en lánsmann mætti kalla hann, með því að hann átti son, sem brauzt í gegn um allar tor- færur ffátæktarinnar og náði hárri mentun í læknisfræði, og hafði þar fyrir bæði getu og vilja til að gjöra elliár gamla mannsins ró- leg og tfarsæl alt til enda. Vel má geta þess, í sambandi við það, sem sagt er hér að framan, að frú Johnson, sem er af norskum ætt- n, lætur ekki sinn hlut vera minni, þá ræða er um það, sem er gott og göfugt. Útförin fór fram frá Linn líkstof- unni í Tacoma; Árni var jarðsett- ur í hinum nýja, gullfagra graf- reit Tacomáborgar þann 26. des- ember, 1928, að öllum sonum hans viðstöddum. Eg á engin betur viðeigandi orð sem kveðju til æskuvinar míns, en þessi orð úr fjallræðu Krists: ‘^Sælir eru friðsamir, því þeir munu guðs börn kallaðir verða Blessuð sé minning hins fram- liðna. T. M. Borgfjord. Nokkur orð til kunningja og vina. Um leið og við óskum Lögbergi og ritstjóra þess gleðilegs nýá^, og þökkum fyrir gamla árið, send um við honum meðfylgjandi þakk- arorð, sem við vinsamlegast biðj um hann að birta í sínu góða blaði “Lögbergi.” — Við undirrituð ætlum aðeins að gera tilraun til að sýna opinber- lega þeim, sem línur þessar kynnu að lesa, þakklætistilfinningu þá, er okkur býr í brjósti til nágranna okkar og kunningja hér í Árnes- bygð er þeir heimsóttu okkur þ. 18. nóvember síðastliðinn, í til- efni af nýuppbygðu heimili okkar hér. Heimsóttu okkur þessar konur og menn sem hér skulu nefnd: — Mr. og Mrs. Ingi Sigurðsson, Mr. og Mrs. Guðm. Elíasson, Mr. og Mrs. Helgi Eiríksson, Mrs. E. Jóns- son, Mrs. H. Einarsson, IVJrs. S. Johnson, Mr. F. Elíasson, Mr. H. Elíasson; frá Gimli: Mrs. B Thordarson, Miss L. Thordarson. —Eftirfylgjandi konur sendu gjaf- ir, en gátu ekki komið: Mrs. H. Sigurdson og Mrs. G. Einarsson, Arnes; Mrs. J. K. Kárdal og Mrs. E. Gíslason, Hnausa. Heimsókn þessi verður okkur ó- gleymanleg. Tóku konurnar við allri hússtjórn, og veittu öllum viðstöddum atf mikilli risnu, og gátfu okkur þar að auki gjafir.. Vildum við nú óska, að við hefð- um orð, sem gætu lýst því fyrir þessum vinum okkar, hve innilegt þakklæti við berum til þeirra. Ekki einungis fyrir þessa stund, heldur allar aðrar stundir, sem við hðfum haft því láni að fagna að vera í návist við þá. Og svo líka þeim, sem fyrir tfjórum árum sýndu okkur sömu velvildartil- finningar, og gáfu gjafir, sem við minnumst nú jafnframt með þakk- læti. Biðjum við nú góðan guð að launa öllum þessum vinum okk- ar, jafnt konum sem körlum, öll þessi vinahót, og um leið verður það eina nýársgjÖ!fin frá okkur til þeirra: ósk og bæn að þau öll megi njóta þessa nýbyrjaða árs, sem allra annara ólifaðra ára, betur og unaðslegar, en við getum að orði komist. Að svo mæltu óskum við öllum frændum, vinum og kunningjum, góðs og gleðilegs nýárs, með þakk- læti fyrir liðna tímann. Arnes, Man., 7. jan. 1929. Mr. og Mrs. E. Jónasson 1 Æfiminning Þorkels Eiríkssonar Fæddur 12. júM 1844.—Dáinn 4. júlí 1928. Eins og áður hefir verið getið hér í blaðinu, andaðist að heimili sínu, Eaton Ave., West Selkirk, 4. júlí síðastliðinn, öldungurinn Þorkell Eiríksson, eftir miklar þjáningar. — Þorkell sál. var fæddur 12. júlí 1844 á Miklabæ í Blönduhlíð í Skagafirði á íslandi, og vantaði hann því aðeins átta daga til að verða 84 ára. Foreldrar Þorkels sál. voru: Eiríkur Hjálmsson og Þór- unn Bergsdóttir. Sá Hjálmur var Eiríksson og höfðu þeir feðgar búið hver fram af öðrum á Kúskerpi í Skagafirði. Foreldrar Þorkels voru fyrst á Miklabæ í Blönduhlíð og fluttust svo að Vöglum í sömu sveit og bjuggu þar í nokkur ár; þaðan fluttust þau að Miklabæ í Óslandshlíð og bjuggu þar í 6 ár; þá hættu þau búskap og Þorkell sál., sem þá var 15 ára, fór til vandalausra. Þau Eirlíkur og Þórunn áttu 4 börn, 3 dætur og 1 son. Ein dætra þeirra dó ung, en tvær komust til fullorðinsára: Guðrún Eiríksdóttir dó hér í Sel- kirk fyrir nokkrum árum, 84 ára gömul. Hin systirin heitir Anna, gift Bjarna bónda Pálmasyni á Víðirási 1 Nýja Islandi. Þegar Þorkell sál. fór frá foreldrum sínum, var hann fyrst á Veðramóti í Gönguskörðum, eitt ár, og fluttist þaðan að Sauðá í Borgarsveit, til Einars bónda Jónssonar, sem þar bjó lengi. Þar dvaldi Þorkell sál. í 18 ár. Þá byr'jaði hann búskap á Kimbastöðum í sömu sveit og bjó þar með móður sinni í tvö ár, og flutti þá ií Neðstabæ í Norðurárdal í Húna- vatnssýslu. Sama vor, sem var 1880, gekk Þorkell að eiga eftirlifandi ekkju sína, ungfrú Ingiríði Margréti Jónsdótt- ur, uppeldisdóttur Eyjólfs óðalsbónda Jóhannssonar á Vind- heimum. — Foreldrar Ingiríðar voru: Jón Jónatansson og Ingibjörg Arnórsdóttir, sem lengi bjuggu á Kríthóli í Seiluhreppi. Þau hættu síðast búskap og fluttu í húsnmensku til Vindheima, ogMó faðir Ingiriðar þar iþegar hún var sjö ára, og tók Eyj- ólfur hana þá og ól upp sem sitt eigið barn. — Þau Þorkell sál. og Ingiríður bjuggu 3 ár á Neðstabæ, og fluttust þá aft- ur til Skagafjarðar, ög dvöldu þar á ýmsum stöðum til árs- ins 1887, að þau fluttu hingað til Canada. iStaðfestust þau fyrst í Argyle, voru fyrsta árið hjá Jónasi Jónssyni, bróður Ingiriðar, sem þar var búsettur. Næstu tvö ár unnu þau hjá Birni Andréssyni, og svo tóku þau heimilisréttarland og byrjuðu búskap þar. Þau hjón voru í Argyle til ársins 1911, að þau fluttu hingað til Selkirk, og hafa dvalið hér síðan. — Þau Þorkell sál. og Ingiríður eignuðust sex börn, og dóu fjögur þeirra ung; það fyrsta heima á íslandi. Tveir synir þeiíra lifa, og eru nú kvæntir menn hér í 'Selkirk: Eyjólfur Eiríksson er formaður á vélaviðgerðarstofu, sem strætisvagnafélag Winnipegborgar hefir hér í bænum. Hinn bróðirinn, sonur Þorkels, heitir Jón Eyþór Eiríksson, og vinnur nú hjá bitfrettðafélaginu Sveinson og Sigurðsson hér í bæ. Báðir eru þeir bræður mjög vel gefnir menn. Enn fremur tóku þau hjón stúlkubarn af Jóni sál. bróð- ur Ingiríðar og ólu upp til fullorðinsára. Nafn hennar er: Ingiríður Margrét, og vinnur hún á skrifstofu John Deer Plow Co., í Winnlipeg. Stúlka þessi er bæði góð og vel gefin í alla staðí, og er hún nú aðal athvarf frænku sinnar og fósturmóður. Þorkell sál. var fríður maður sýnum alla æfi, heldur lægri en meðalmaður, en þó vel á fót kominn, fjörmaður mikill, og vinnumaður með afbrigðum; kátur í lund alla æfi, með spaugsyrði tfilbúinn, hvort vindur blés með eða móti. En það, sem mest einkendi hann frá flestum öðrum, var trygð hans og samvizkusemi, er kom fram í öllu hans lífi í svo ríkum mæli, að fádæmum sætir. Þar af leiðandi var Þorkell sál. sá bezti eiginmaður og faðir, sem kraftar hans leyfðu, og hefði glaður gefið líf sitt fyrir sína nánustu, hefði hann vitað að þeim liði betur við það. Síðustu æfiár sin varð Þorkell sál. fyrir þeim kvilla, að missa heym að miklu leyti, og gat því ekki fylgst eins með, sem kallað er, eins og hann hafði upplag til. Var þá mesta skemtun hans, að kveða ferskeytlur, sem hann kunni undur mikið af, bæði úr rímnaflokkum og lausavísum. Að náttúru- fari var Þorell sál. vel freindur maður og skapaði sér sínar eigin skoðanir á flestum málefnum; en í æsku Þorkels sál. var lítið gert að því, að glæða hæfileika eða upplýsa ung- lingaað öðru leyti, og mátti bæði Þorkell sál. og fleiri gjalda þess síðar á æfinni. Þó var eitt, sem Þorkeli sál. var vel innrætt á æskuárunum, og sem hann hélt fast við tfram í andlátið, og það voru trúarbrögðin. Að vísu fór Þorkell sál. æði-sjaldan til kirkju slíðustu árin, vegna heyrnarleysis, en það getur sá, se’m þetta ritar, borið um, að tryggari fylgis- mann og einlæigari vfið barnatrú sína, hefir lúterska kirkjan ekki átt í seinni tíð meðal leikmanna, og eg er viss um að prestur hans, séra Jónas A. Sigurðsson, sem heimsótti Þor- kel sál. oft síðustu mánuðina sem hann lfifði, mun bera hon- um sama vitnisburð; jafnframt má gota þess, að Þorkeli sál. var það mikið huggunar og styrkingarefni í andlegum skiln- ingi, að kynnast séra Jónasíi, og óskaði oft, að þeirra fundum hefði bQrið saman fyr, og með með því síðasta, sem hann bað fólk sitt, eða réttara sagt konu sína, var, að heilsa öllum kunningjum með innilegu þakklæti tfyrir alt gott, sérstak- lega séra Jónasi Næst trúarbrögðunum, lýsti fastheldni Þorkels sál. sér í stjórnmálum; fyrst er hann skifti sér af þeim hér í landi, hallaðist hann að hinni frjálslyndu stefnu og hélt henni til dauðadags, og hefði enginn kraftur megnað, að koma honum yfir á hina hliðina. Síðustu 2—3 árin, fór ellin að vinna bug á kröftum Þor- kels heitins. En hún varð að láta sér lynda, þó hún kæmi honum ekki af fótunum, því hetjan stóð svo fast tfyrir, að hann hafði fótavist til síðasta dags fyrir andlátið. Að sama skapi var sálarþrekið, því þó hans líkamlegu þjáningar létu hann aldrei hafa viðþol, hélt hann ráði og rænu tfram að síðasta andtaki, ráðstafaði öllu og sagði hvernig þetta og hitt skyldi haft, rétt eins og hann væri að segja fyrir verk- um að morgni dags. Þakkaði hann konu sinni og fóstur- dóttur fyrir alla umönnun, og fól sig svo guði. Þær mæðg- ur gerðu sér líka alt mögulegt tfar um, að létta honum byrð- ina, sem þeirra kraftar leyfðu. Banamein Þorkels sál. var krabbi. Hann var jarðsung- inn 9. júlí af séra Jónasi A. Sigurðssyni, að viðstöddu fjöl- menni. Friður sé með moldum hans. Vinur hins látna. —ísalndsblöð eru beðin að flytja þessa æfiminningu. Sendið korn yðar til * UNITED GRAIN Bank of Hamilton Chambers GROWERSl? Lougheed Building : WINNIPEG CALGARY Fáið beztu tryggingu sem hugsanleg er. A A A A ^ A . A A A A A * * * ^ A A A A

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.