Lögberg - 17.01.1929, Blaðsíða 4

Lögberg - 17.01.1929, Blaðsíða 4
Bla. 4. LÖGBERG FIMTUDAGINN 17, JANÚAR 1929. Högberg Gefið út hvern fimtudag af The Col- umbia. Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. Talsímar: 86S27 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The “Lögberg" ia printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Vínsmyglun Á meðal þeirra liinna mörgu vandamála, er krefjast alvarlegrar yfirvegunar af hálfu sam- bandsstjórnar og þings, er vínsmvglunar farg- anið, eða smyglun áfengra drykkja héðan úr landi, suður yfir landamærin. Því þótt ástand- ið hafi að vísu breyst allmjög til hinsi betra upp á síðkastið, þá verður samt engan veginn með sanni sagt, að það sé að öllu leyti komið í æski- legt horf. Ekki mun þó sambandsstjóm vorri vterða uffl kent, nema þá að litlu leyti, því mjög hefir hún lagt sig í framkróka með að kippa í lag því, sem ábóta var vant, og orðið mikið ágengt. Mun smyglun sú. er enn á sér stað, stafa flestu fremur frá slælegu eftirliti amerískra stjórnarvalda, sem og því, hve örð- ugt sambandsstjórnihni hefir veizt að ná æskilegri samvinnu við sljómarvöldin syðra um framkvæmdir í málinu. Fyrir ítrekaðar áskoranir af hálfu canadísku stjómarinnar, er mál þetta nú, sem betur fer, komið á þann rekspÖLl, að kvatt hefir verið til fundar í Ottawa, þar sem mættir verða full- trúar frá stjórnum Canada og Bandaríkjanna, í þeim tilgangi að samræma betur þau öfl frá iðum þjóðum, er það sérstaka hlutverk hafa .eð höndum, að fyrirbyggja vínsmyglun, en ð hefir gengist á liðnum árum. Er þess að /ænta, að af fundi þessum leiði margt og mikið rott, eigi aðeins fyrir þjóðina canadísku, held- ur og hina voldugu nágrannaþjóð vora, sunn- .n við landamærin. Hin canadíska þjóð á því láni að fagna, að eiga í ráðgjafasessi um þessar mundir mann, er sökum eiribeitni og annara yfirburða, virð- ist til þess næsta líklegur, að koma smyglunar ófögnuðinum fyrir kattarnef. Er hér átt við tollmálaráðgjafann, Mr. Euler, frá North Waterloo, en undir hans stjómardeild kemur sérstaklega yfiramsjón með framkvæmd þeirra laga, er að því miða að litiloka smvglun á toll- skyldum varningi. Hefir Mr. Euler, þann skamma tíma, er hann hefir setið í embætti, getið sér þann orðsfir, er lengi mun halda nafni hans á lofti í stjóramálasögu hinnar canadísku þjóðar, sem eins af hennar árvökrustu og ágæt- ustu sonum. Við síðustu sambandskosningar, bar toll- smyglunarmálið mjög á góma, sem standa mun flestum enn í fersku minni. Bar íhaldsliðið þungar sakir á hina frjálslyndu stjórn, er setið hafði að völdum í Ottawa og situr enn, fyrir óverjanlegt eftirlitsleysi með tollgæzlunni. Eft- ir að Mackenzie King, og aðrir leiðtogar frjáls- lynda flokksins liöfðu skýrt málið fyrir kjós- endum, sannfærðist þjóðin um það réttilega, að ólag það, er átt hafði sér stað í sambandi við vínsmyglunina væri eldra, en frá tímum Mac- kenzie King-stjóraarinnar, og þessvegna gæti hún ekki borið ábyrgð á því, nema þá að mjög litlu leyti. Hét Mr. King því mjög ákveðið, að svo fremi að flokkur sinn ynni koísninguna, myndi hann tryggja þjóðinni §ins rækilegt eft- irlit með framkvæmd tollgæzlunnar, og fram- ast mætti verða. Þjóðin tók Mr. King trúan- legan þá og hún gerir það enn. Að afstöðnum kosningum, tók hann svo Mr. Euler inn í ráðu- neyti sitt, og fal honum á hendur forystu toll- máladeildarinnar. Eins og vikið hefir verið að hér að framan, mun Bandaríkjastjóra eiga nokkra sök á því, að enn hefir eigi lánast að stemma betur stigu fyrir smyglun áfengra drykkja, en raun hefir orðið á. Með það fyrir augum, að ráða málinu til happasælla lykta, kom núverandi sambands- stjóm því til leiðar fyrir tilstilli hins canadíska sendiherra í Washington, að kvatt skyldi til fundar þess, sem nú hefir verið getið um, þar sem mæta skyldu fulltrúar frá þjóðunum báð- um, til þess að ráða ráðum sfnum. Astæðulaust væri það með öllu, og óverjan- legt, að reyna að draga fjöður yfir þá hryggi- legu staðreynd, að hér í landi hafi verið, og sé enn að finna, þá menn, er virt hafi landslögin að vettugi og rakað saman stórfé á smvglun á- fengra drvkkja. Slíkir menn eru bölvun í hvaða þjóðfélagi, sem er og ættu af almenningi áð verða dæmdir óalandi, óferjandi og óráðandi öllum bjargráðum. Að slíkir menn hafi fundið náð fvrir augum canadískra atjórnarvalda, verður ekki mieð sanni sagt. En hitt er kunn- ugra, en frá þurfi að segja, að í sumum tilfell um að minsta kosti, er helzt svo að sjá, sem ýmsir þeirra háttsettu sunnan landamæranna, hafi haldið hlífisskildi yfir lögbrjótunum, og jafnvel greitt götu þeirra. Hin unga, canadíska þjóð, er í eðli sínu lög- hlýðin og vill ekki vamm sitt vita í neinu. Þess- vegna súrnar henni sjáldur í augum í hvert sinn og eitthvað það ber að, er varpað gæti skugga á sæmd hennar. Vínsmyglun skoðar hún afdrátt- arlaust beint brot á almennu velsæmi og afneit- ar allri vægð í þeim efnum. Bíður þjóðin með óþreyju úrslitanna af fundi þeim í Ottawa, sem nú hefir nefndur verið. Óverðskulduð árás í Heimskringlu frá 9. þ. m. birtist ritstjóra- 'argrein, er “Næsta sambandsþing” nefnist. Þótt grein sú sé í flestum atriðum markleysu hjal, þá er hún þó þess eðlis, að ekki væri rétt: að láta hana þegjandi fram hjá sér fara. Gerir ritstjórinn þar til þess eina tilraunina enn, a*ð ó- frægja innflutningaráðgjafá sambandsstjórn- arinnar, Hon. Robert Forke, í augum íslenzkra kjósenda, sem og liberal-progressive þing- mennina úr Manitoba, er honum fylgja að mál- um. Ritstjóri Heimskringlu virðist hafa á því þó nokkra trú, að bændaflokks þingmennimir frá Alberta, eða “þversum-menn” eins og þeir vafalaust miyndu hafa kallaðir verið á Fróni, muni ganga ódeiglega að Mr. Robb í kröfum sínum um endurskoðun og lækkun tolla. Hann um það. Um Mr. Forke og samþingismenn hans frá Manitoba, flesta hverja, finst ritstjóranum nokkuð öðru máli að gegna. Kemst hann í því sambandi þannig að orði: “En því miður höf- um vér litla trú á hinum svokölluðu framsókn- arþingmönnum héðan úr Manitoba, undir for- ystu Mr. Forke í því efni sem öðru. Þeir sýndu sig í fyrra svo greinilega þýbundna á alla stjóraarklafa. að ekki virðist miklar vonir vera hægt að byggja á þeim í vetur. ” Svo mörg eru þau orð. Það skiftir nú sennilega ekki svo miklu máli hvaða “trú” ritstjóri Heimskringlu hefir á Mr. Forke og fylgismönnum hans í sarabands- þinginu, frá Manitoba, því kjósendur finna oft- ast nær furðu fljótt hvar fiskur liggur undir steini. Meginþorra íslenzkra kjósenda í Manitoba, er það fyllilega ljóst, þótt farið hafi það, eins og margt annað fyrir ofan garð og neðan hjá ritstjóra Heimskringlu, hvílíkur nytsemdar- maður að Mr. Forke hefir jafnan verið. og er enn. Þeim er það Ijóst, að Mr. Forke hefir um langan aldur sökum hagsýni, mannkosta og framtaks, skipað hverja trúnaðarstöðuna ann- ari meiri í héraði sínu, sjálfum sér og hlutað- eigandi bygðarlagi til sæmdar. Og þeim er það líka ljóst, að bæði sem sambandsþingmaður og ráðgjafi, hefir hann ley.st störf sín , af hendi með frábærri samvizkusemi. Um hina liberal- progressive þingmennina frá Manitoba, má það einnig með sanni segja, að þeir hafi rækt skyldur sínar vel og reynst kjósendum sínuiri trúir þjónar. Eftir engu þessu virðist rit- stjóri Heimskringlu hafa tekið. Honum virð- ist það jafnvel enn ekki ljóst, undir hvaða skil- vrðum að menn þessir voru kosnir á þing. Engan veginn er það óhugsandi, að ritstjóri Heimskringlu kynni að hafa orðið til þess til- leiðanlegur, að hlaða lofi á Mr. Forke og fylg- ismenn hans í sambandsþinginu, ef þeir hefðu gengið í berhögg við yfirlýstan vilja kjósenda ‘og brugðið fæti 'fyrir þá stjórn, er þeim, sam- Jcvæmt kosningaloforðum sínum, bar og ber að styðja. Næst þegar ritstjóri Heimskringlu “otar gönguteinum'’ sínum broddalaus út á rit- svellið, og veitist að Mr. Forke fyrir að hafa eMi svikið kosningaloforð sín, væri ekki úr vtegi, að hann benti lesendum sínum á, hvað það nú eiginlega væri, sem ráðgjafinn hefði brotið af sér. Ný viðskiftasambönd Frá Ottawa berast þær fregnir, að á næst- unni muni þess mega vænta, að viðskiftasam- böndin milli Vestur-Indlands eyjanna og Can- ada, verði gerð drjúgum greiðari, en hingað til hefir viðgengist. Mun þetta að all-miklu leyti því að þakka, hve lækkuð hafa verið mikið farmgjöld með skipum þeim í þjónustu hinnar canadísku stjórnar, er milli þessara tveggja landa sigla. Vörur þær, sem framleiddar eru á Vestur- Indlands eyjum, hafa yfirleitt fátt sameigin- legt við þær vörutegundir, sem framleiddar eru hér í landi, og myndi þessvegna ekki verða um neina þá samkepni að ræða, er canadískum iðn- aði, eða eanadískum verkamönnum gæti stafað hætta af. Virðist sanngjarat, að lækkaður yrði innflutningstollur á vörum frá áðurgreind- um eyjum, að minsta kosti í samræmi við það, sem nú á sér stað um innfluttar vörur frá Ástralíu. Allstaðar þar sem tollmúrar standa í vegi fyrir heilbrigðum viðskiftasamböndum, virð- ist sjálfsagt að rífa þá niður. Á þá sveifina hallast nú\»erandi sambandsstjórn, með fjár- málaráðgjafanum, Mr. Robb í broddi fylkingar. Með tilliti til viðskiftanna við Ástralíu, fór- ust Mr. Robb nýlega þgnriig orð: “Ákvæði þáu í viðskifta samningi þeim, er núverandi stjóra gerði við Ástralíu, og að lækk- un innflutningstolla lúta, hafa leitt af sér' margt gott fyrir þjóðirnar báðar. Og eg þori að fullyrða, að svo fremi að stjórn Ástralíu sé fús til frekari gagnskifta við Canada, mun ekki standa á ráðuneyti því, er eg telst til. Ná- kvæmlega hið sama, ætti að gilda um viðskiftin við Vestur Indlands eyjarnar. “Hin canadíska þjóð hefir til umráða all- öflugan verzlunarflota. Og það er stjórain, er á því ber fylstu ábyrgð, að skip hennar sigli ekki tóm um höfin, söfcum óeðlilegra og úreltra tollmúra.” Tíu ára tækifæri. “Engar sögur segja þeir, sem að dáið hafa.”—Sig. Breiðfj. III. í síðasta kafla var þess getið, að Þjóðræknisfé- lagið hefði haft tíu ára tækifæri til Iþess að gera “Tímaritið” svo úr garði, að fólk fengist til að lesa það og kaupa; þess var einnig getið og það sýnt, hvernig því tækifæri hefði verið slept; vonandi verður þeirri stefnu breytt, sem staðið hefir út- breiðslu og vinsældum ritsins fyrir þrifum. Skal ekki meira rætt um það að þessu sinni. En það var margt fleira, sem vakti fyrir þeim mönnum, er einlægastir voru í því að vilja koma á þjóðræknissamtökum meðal Vestur-íslendinga. Um ýmislegt af því hafði verið ritað, þegar félagsmynd- unin var til umræðu í blöðunum. Um sumt af þessu kom mönnum ekki saman, en um sumt voru flestir á sama máli. Eitt atriðið, sem allir töldu sjálfsagt verkefni félagsins, var það, að safna saman og bjarga frá glötun og gleymsku sem mestu af öllum gögnum, er snertu baráttu og líf frumbyggjanna hér í Vestur- heimi meðal íslendinga. öllum fanst það áríðandi. að ná í sem flest skjöl, rit, bréf og blöð frá þeim tímum; fá upprituð öll möguleg atriði, er snertu sögu frumbyggjanna eftir minni þeirra öldnu ís- lendinga, sem þátt tóku í baráttunni sjálfir, eða vissu um hana. Var álitið nauðsynlegt að hraða því verki sem mest, til þess að því yrðr komið sem lengst áleiðis áður en gamalmennin legðust í gröf- ina. Það duldist ekki, að allar þess konar upplýs- ingar færðust með degi hverjum nær gröf og dauða, ef ekki var að gert. 'Eg var kosinn skrifari Þjóðræknisfélagsins á fyrsta þingi þess og endurkosinn á næsta þingi. í grundvallarlögum félagsins er það tekið fram, hvaða störf ætlast sé til að hver um sig í stjórnar- nefndinni leysi af hendi. Mér skildist það í upp- hafi, að það væri í verkahring ritara, að gera sitt bezta til þess að safna þeim gögnum, sem eg hefi minst á. Af þessum ástæðum var það, að eg auglýsti í blöðunum, sem ritari félagsins, að þeir, sem einhver skjöl eða bréf hefðu í höndum af því tagi, og viljugir væru að láta þau eða lána, væru vinsamlega beðnir að senda þau ritara Þjóðræknisfélagsins. Þegsfr næsti fundur stjórnarnefndarinnar var kallaður, var eg atyrtur af forseta fyrir það ger- ræði, að hafa auglýst þetta án þess að hafa til þess heimild frá nefndinni. Kom mér þetta mjög á ó- vart, þar sem eg vissi ekki betur en að eg hefði ein- ungis sýnt tilraun til þess að gera skyldu mína. En til þess að valda ekki innbyrðis deilum í nefndinni, hætti eg tafarlaust því starfi, að safna gögnum fyrir félagið og skilaði því aftur, sem mér hafði verið sent samkvæmt auglýsingunni. I Síðan hefir félagið starfað nálega tíu ár; síðan hafa margir menn og margar konur hinnar fyrstu íslenzku kynslóðar hér í álfu — landnemar og braut- ryðjendur — hnigið til moldar og með þeim farið í gröfina ‘gögn og fróðliekur í svo stórum stíl, að þar verður engum áætlunum að komið. Mér vitan- lega' hefir félagið lítið eða ekkert gert til þess að leysa af hendi skyldu sína í þessu atriði. Hvert einasta ár, sem líður án þess að nokkuð sé aðhafst, flytur marga öldunga yfir línu lífs og dauða, og það sannast sem skáldið segir: “að fellur penni úr fölvri hönd og fæst ei orð af vörum.” Já, á hverju einasta ári tapast þannig tækifæri, sem aldrei geta komið aftur, hvað þá á heilli aldar tíund. Hér er ef til vill um hina alvarlegustu og skað- legustu vanrækslu að ræða af hálfu Þjóðræknisfé- lagsins. Hefði ritari þess stöðugt . auglýst eftir gögnum, munnlegum og skriflegum, og skrifast á við alla, sem líklegir voru til þess að geta látið eitt- hvað þess háttar af hendi rakna eða veita einhverjar sögulegar upplýsingar í öll þessi tíu ár, þá er ó- mögulegt að segja, hversu mikið og merkilegt safn væri nú þegar í höndum félagsins; það gæti verið meira virði, en með tölum verði talið, sérstaklega vegna þess, að sumt af því er nú glatað fyrir fult og alt vegna þessarar vanrækslu. Þegar eg stend yfir moldum gamals íslendings og það hefir oft komið fyrir síðastliðin tíu ár — karls eða konu, sem staðið hefir í baráttunni hér vestra, skapað part af sögu Vestur-íslendinga, verið einn þátturinn í þeim margbreytta leik, þá dettur mér það æfinlega í hug, að hér sé ef til vill verið að varpa í faðm gleymskunnar og kæruleysisins ein- hverjum miklum fróðleik, sem enginn veit um nema þessi dáni bróðir eða látna systir; og jafnframt dettur mér í hug Þjóðræknisfélagið, skyldur þess, tíu ára tækifæri og vanræksla. , , Sig. Júl. Jóhannesson. Canada framtíðarlandið Sambandssjórnin hefir í Al- berta útmælt svæði sem skemti- garða (Parks), er nema 4,357,660 ekrum. Eru þau kölluð: Jasper, Rocky Mountain, Waterton Lakes, Buffalo, Elks Island og Antelope. Jasper svæðið er um 2,816,000 ekr- ur, en Antelope skemtisvæðið um 5,020. Skemtigarðar hafá stórmikla þýðingu fyrir þjóðfélagið. Eru þeir fyrst og fremst til hvíldar og eins eykur blómskrúð þeirra mjög á fegurðartilfinningu fólks og ást þess á dýrð náttúrunnar. Draga svæði þessi að sér árlega mikinn straum ferðafólks, einkum jþó frá nágrannaþjóðinni, Bandaríkjun- um. Allmikið af ferðafólki heim- sækir Canada að sumrinu til, bæði frá Norðurálfunni og austan úr löndum. Jasper Park liggur með fram aðalbraut þjóðeignakerfisins — Canadian National Railways, um 260 mílur vestur af Edmonton- borg. Getur þar að líta fljót og stöðuvötn, skóga og hið fegursta fjall-lendi. iStreymir þangað mik- ill fjöldi fólks að sumrinu til, og skemtir sér við fjallgöngu og veiðar. Rocky Mountain Park, þar sem Banff liggur, er einn af þeim stöðum, sem hafa dregið að sér mesta athyglina. Er hann um 80 mílur fyrir vestan Calgary. Ber þar fleira hrífandi fyrir augu, en í nokkrum öðrum skemtigarði á þessu meginlandi. Náttúrufegurð er þar óviðjafnanleg. Stór og hag- kvæm gistihús er þar að finna, með öllum þeim nútíðarþægind- um, er hugur ferðamannsins frek- ast fær ákosið. Eru þar heitar Iaugar, sem mjög eru notaðar til heilsubóta. Þyrpist fólk þangað úr öllum áttum, einkum það er af gigtveiki þjáist. Buffalo Park, sem liggur við Wainright, tekur yfir meira en hundrað þúsund ekrur. Er þar mikið af allskonar dýrum. Eru þar nú um fjórar þúsundir af Buffaloes, og auk þess mikið af Elks. Waterton Park, sem er 270,720 ekrur að ummáli, liggur í suðvest- urhluta fylkisins. Er landslag og útsýni þar hið allra fegursta. Sækir þangað mjög margt fólk frá Lethbridge, Macleod, Pincher Creek, Carston og fleiri bæjum og bygðarlögum. Er þar mikið af ám og vötnum, og skemtir fólk sér þar við siglingar, róðra og veiði- farir. Elk Island Park er fullar tíu þúsund ekrur að ummáli. Er þar mikið um elkdýr, músdýr og Cari- bou, en lítið um buffaloes. Svæð- ið liggur í grend við Lamont. Antelope (Park liggur í suðvest- ur hluta fylkisins. Er þar tals- vert af antelopa hjörðum. ■ Samgöngur í Alberta fylki eru upp á það allra bezta. Meginbraut- ir C.P.R. félagsins liggja um þvert fylkið gegn um Calgary. Aukalína frá Moose Jaw liggur norður og suður til Lacombe. Og önnur braut, er liggur um Saskatoon, tengir Edmonton við Winnipeg. Einnig hefir C. P. R. félagið línu, er tengir fylkið við Breat FaLls og Montana sunnan landa- mæranna, og innan skamms verð- ur fullgerð önnur járnbrautarlína er tengir saman Lethbridge og Wayburn. i ‘ Línur Þjóðeignakerfisins — Canadian National Railway, er áð- ur nefndist Canadian Northern og Grand Trunk Pacific,— liggja gegn um Edmonton og einnig um þvert fylkið. Aukalína tengir saman Saskatoon og Calgary og önnur er nær til Ft. McMurrey við Lower Athabaska frá Edmonton. Báðar meginlínur Þjóðeignabraut- anna liggja um Edmonton og Cal- gary. Einnig hefir félagið marg- a rhliðar línur, er liggja inn í flest akuryrkju- og námahéruðin. Edmonton, Dunwegan og Brit- ish Columbia járnbrautin gengur frá Edmonton til Spirit River, til afnota fólki því, er býr sunnan megin við Peace fljótið. Frá Mc- Lennan bænum liggur járnbraut- arlína norður til Peace River og yfir um ána, til mikilla hagsmuna fyrir fólk, er að norðan og vestan býr og þá, sem þangað kunna að flytjast í framtíðinni, og á síðasta sumri var mikill innflutningur á svæði Iþetta. Fylkisstjórnin hefir allajafna 1 meir en þriðjung aldar hafa Ðodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bak- verk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll- um lyfsölum, fyrir 50c. askjan aða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, ef borgun fylgir. látið sér næsta umhugað um, að bæta samgöngurnar, svo bændur hefðu sem allra greiðastan að- gang að markaði fyrir vörur sínar. Héraðsvegi er stöðugt verið að leggja, og er búist við, að notkun tjörusands úr Athabaska hérað- inu til ofaníburðar, muni hafa mikil og góð áhrif á vegalagning- ar og viðhald vega. í viðbót við það, sem fylkis- stjórnin og stjórnir hinna ýmsu sveitarfélaga leggja til vegabóta, leggur sambandsstjórnin fram all- mikið fé til lagningar þjóðvega og viðhalds þeirra. Fjórir þessara aðalvega liggja frá austri til vest- urs. Einn liggur um Medicine Hat og fylgir aðallínu C. P. R, fé- lagsins um Calgary og Banff, til British Columbia; og annar frá Crow’s Nest Pass; hinir ná lengst inn í fylkið um Lacombe, Wetas- kiwin og Edmonton. í norður og suður liggur þjóðvegur frá Atha- baska, um Edmonton, Calgary og Lethbridge, alla leið til Coutts. íSimakerfið er eign stjórnarinn- ar, eða fylkisbúa. Firðlínurnar liggja frá Coutts til Athabaska og frá borgum austurfylkisins til Banff og Entwistle. Veita línur þessar not fólki á 1,508 fermílna svæði, þar sem íbúatalan er um 600,000. Firðlínurnar eru til samans um 25,000 mílur á lengd. Alls eru 719 bæir í fylkinu, sepi not hafa af símasamböndum þessum. Yfir 46,000 símaáhöld eru í notknun einstakra manna, þar af eru um 14,000 á bændaheimilum. Bæði járnbrautarfélögin, Can- adian iPácific félagið og Canadian National brautirnar, hafa sin eig- in símakerfi. Víðáttumikil flæmi í Alberta,. einkum suður og suðaustur hlut- anum, eru.því nær skóglaus, eða skógurinn þá svo smáger, að lítt hæfur getur talist til húsagerðar. Talsvert er þó um all-hátt kjarr, sumstabar, er veitir búpeningi sæmilegt skjól, Með fram ánum, er aftur á móti víða talsverður skógur, einkum greni. í hinum norðlægari héruðum fylkisins er timburtekja mikil og góð, Skóg- lendi það, er mesta hefir timbur- tekjuna, er um 1,416,000 ekrur að ummáli, og er gizkað á, að timbr- ið á þeirri spildu muni nema ná- lægt 21 miljónum feta. Aðal- timburtegundirnar, er framleidd- ar eru sem verzlunarvara, eru greni, birki, fura, tamarac og wil- low (viðir). Mest er um timbur- tekju í Crow’s Nest héruðunpm, með fram Old Man ánni, 1 Porku- pine hæðunum, einnig við High River, Sheep Creek, Bow River, Red Deer, Athabaska, Saskatche- wan, Brazeau, Pembina og Mc- Leod. Ganga má út frá því sem gefnu, að í hinum norðlægari hér- uðum muni timburtekjan aukast mjög, er fram líða stundir og fleira fólk tekur sér þar bólfestu. Sý deild sambandsstjórnarinn- ar, er annast um eftirlit með skóg- unum, hefir í vörzlu sinni víð- áttumikil skógflæmi. Er þar gætt sérstakrar varúðar, að því er elds- hættu snertir og ströngum fyrir- mælum fylgt í samandi við beit og grisjun. Þessi eru aðal svæð- in, er stjórnin hefir eftirlit með: Crow’s Nest, Bow River, Clear- water, Brazeau, Cooking Lake og Athaaska og Lesser Slave. iRéttindi til timburtekju á stöðv- um þessum, eru seld við opinberu uppoði á skrifstofu umboðs- manns samandsstjórnarinnar í timdæmi því, sem um er að ræða^ 0 *

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.