Lögberg - 17.01.1929, Síða 6

Lögberg - 17.01.1929, Síða 6
Bls. 6. LÖGBERG FIMTUDAGINN 17, JANÚAR 1929. KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Offlce: 6th Floor, Bank of HamlltonChamber* MALDEN ELEVATOR COMPANY, LIMITED Stjórnarleyfl og ábyrgS. ABalskrlfstofa: Grain Exchange, Wlnnlpeg Stocks - Bonds - Mines - Grains Vér höfum skrifstofur i öllum helztu borgum I Vestur-Canada, og elnka simasamband viB alla hveiti- og stockmarkaBi og bJöBum þvi viö- skiftavinum vorum hina beztu afgreiSslu. Hveitikaup fyrir aSra eru höndluS meB sömu varfœrni og hyggindum, eins og stocks og bonds. LeitiB upplýsinga hjá hvaBa banka sem er. KOMIST 1 SAMBAND VIÐ RADSMANN VORN A pEIRRl SKRIFSTOFU, SEM NÆST YÐUR ER. Winnipeg Regina Moose Jaw Swlft Current Saskatoon Calgary Brandon Rosetown Gull Lake Assiniboia Herbert Weyburn Biggar Indian Head Prince Albert Tofield Edmonton Kerrobert Til aB vera viss, skrifiB í ySar Bills of ladlng: “Advise Malden Elevator Company, Limited, Graln Exchange, Winnipeg.” dálítið glettnislega til Maríu. og tvö í þessum fötum.” “Hundrað tuttugu Mánadalurinn EFTIR JACK LONDON. “En ef við gerum það sem rangt er, þá verð- um við að líða fyrir það,” sagði María alvarlega. “pað segja allir, nema Bert. Hann segir að sér sé alveg sama hvað hann geri, því hainn fái enga hegningu fyrir það í öðru lífi, því það sé ekkert annað líf tik Hann segist ekki trúa því, að hann vakni á ný eftir að hann sé einu sinni dauður. Er það ekki óttalegt? En þetta er alt eitthvað svo skrítið. Stundum verð eg dauðhrædd, þegar eg hugsa til þess, að Guð sjái mig alt af, hvað sem eg er að gera. Heldurðu að hann heyri það sem eg er að segja núna? Hvemig heldu^; þú annars, að hann líti út?” “pað veit eg ekki,” sagði Saxon. ‘^Jg get ekki gert mér grein fyrir því.” “Ekki það,” sagði María. “En hann er tfl, áreiðanlega, eftir því sem alli ir segja.,” hélt Saxon áfram og var nú alvarlegri. “Bróðir minn heldur að hann sé eins og Abraham Lincoln, en Sarah heldur að hann hafi mikið skegg.” “Eg get aldrei hugsað mér, að hann skifti hár- inu í miðju enni,” sagði María og sýndist vera sokkinn niður í þessar heimspekilegu hugleiðingar. “það getur ekki átt sér nokkurn stað.” “J?ú ekkir litla Mexicanann, sem alt af er að reyna að selja þessar gestaþrautir, sem búnar eru til úr vír, semi ómögulegt er að greiða úr,” sagði Saxon. “Hann minnir mig alt af á guð.” Marí'a ske’Ii hló. “petta er skrítið. petta hefir mér aldrei dott- ið í hug. Hvernig hefir þú fengið þetta í höf- uðið?” “það er bara þetta, að mér finst guð alt af vera að leggja einhverjar þrautir og ráðgátur fyrir alla, sem engin'n getur leyst úr, þó þeir stríði við það alla sína æfi. peir stranda aöir. Ekki get eg leyst mína gátu, veit ekki einu sinni hvar eg á að byrja. Ekki gengur bróður mínum og tengda- systur vel að leysa sínar gátur og þær sýnast altaf verða flóknari og flóknari. pau eru einn partur- inn af þeirri gátu, sem eg get ekki ráðið, og það eru nú reyndar allar aðrar manneskjur, sem eg þekki, og þú líka.” “Já, ráðgáta er nú víst býsna vel til falltð orð,” sagði María. “En þessi náungi' er ekki Mkur guði. pví skal eg aldrei trúa. Guð líkist ekki nein- um. Manstu ekki, að í Hjálpræðishersbyggingunni stendur með stórum stöfum letrað: Guð er andi.” “ipað er enn ein ráðgátan, því enginn veit ’ivemig andarnir líta út.” “pað er nú alveg satt,” sagði María. “pegar eg reyni að hugsa um guð sem anda, þá dettur mér Hen Miller í hug, þegar hann vafði utan um sig línlaki til að hræða okkur stúlikumar. Við vissum ekki hvað þetta var, og urðum dauðhrædd- ar. pað leið yfir Maggie litlu Murphy og Beatrice datt og meiddi sig hroðalega í andlitið. pegar eg hugsa um and-a, þá sé eg æfinlega hvítt linlak í myrkrinu, ganga um eins og manneskju. En hvað sem öllu þessu líður, þá kemur að ekki til nokkurra mála, að guð sé líkur þessum Mexicana og heldur ekki, að hann skifti hárinu.” Nú heyrðu stúlkurnar hljóðfæraslátt frá dans- saíinum og stóðu þegar á fætur. “Við getum dansað dálítið áður en við borð- um,” sagði María, “og þegar kemur fram yfir há- degið, þá verða piltarnir komnir. peir eru flestir niskir, og þess vegna koina þeir ekki fyr en eftir matmálstíma, til að komast hjá að gefa stúlkunum að borða. En' Bert er ekki sár á skildingunum og það er Willi ekki heldur. Ef við verðum á undían hinum stúlkunum, þá taka þeir okkur yfir í borð- salinn. Við skulum flýta okkur, Saxon.” pað voru fáeinir á dansgólf inu, þegar þær komu inn' í salinn og þær dönsuðu saman fyrsta dans- inn. “parna er Bert núna,” hvíslaði Saxon að Maríu, þegar þær voru svo sem hálf búnar með annan hringinn. “Við skulum ekkerti skifta okkur af þeim og ekki látast sjá þá,” sagði María hálfum hljóðum. “Við skulum ekki láta þá halda, að við séum neitt að gefa þeim gaum.” Saxon sá samt, að hún roðnaði dálítið og fann að hjartað sló hraðara. “Sástu piltinn, sem með honum var?” spurði María, þegar þær urðu eins og dálítið afsíðis í öðr- um enda sal-sins. “pað er WiMi Roberts. Bert sagði, að hann ætlaði að koma. Hann býður þér að borða með sér, en Bert mér, og þetta gengur alt eins ogísögu. Eg vildi bara að hljóðfæraslátt- urinn héldi áfram þangað til við komum í hinn endiann á salnum.” pær dönsuðu áfram og færðust fljótt þangað, sem ætlað var. pær voru sakleysislegar og góð- látlegar og engum lifandi manni hefði getað dott- ið í hug, að það sem ríkast var í huga þeirra væri það, að komast á fund þessara ungu manna, og fá þá til að gefa sér að borða. pað vildi svo heppi- lega til, að hIjóðfærasl'átturinn hætti þegar þær voiu staddar einmitt þar, sem hentast var. • Bert og María heilsuðust kunnuglega og nefndu hvort annað sínum skírnarnöfnum, en Saxon kall- skimarríafni hennar. Hér var því engan að kynna, aði Bert “Mr. Wanhope”, þótt hann nefndi hana nema Saxon og Willa. pað gerði María á þann einfalda hátt, að nefna nöfn þeirra: “Mr, Ro- berts og Miss Brown. Hún er bezta vinstúlka mín. Saxon heitir hún fyrra nafni. Er það ekki voða- lega fallegt nafn ?” “Mér geðjasti einstaklega vel að því,” sagði Willi og tók ofan h'attinn og rétti henni hendina. “Mér er mikil ánægja að kynnast þér Miss Brown,” pegar þau tóku höndum saman og hún' fann hina hörðu hönd1 verkamannsins taka þétt utan um, sina 1-itlu hendi, sá hún marga hduti og alla í einu. Hann sá þar á móti fátt en hann þóttist sjá, að hún hefði blá augu, og það var ekki fyr en siðar um daginn, að hann veitti því eftirtekt, að þau voru í raun og veru grá. Hún þar á móti sá hans augu eins og þau í raun og veru voru, blá, stór og fa’Jeg,. en eitthvað svo unglingSleg. Hún sá, að augnaráðið var djraflegt og 'blátt áfram, og henni féll' það vel. eins og henni hafði geðjast að handtakinu, hiklausu og karlmanniegu. Hún- hafði líka tekið eftir því, en þó ekki greinilega, að nefið var stutt og beint, munnurinn heldur liitill og tenn- urnar hvítar. Bara drengur, en líklega þroskaður eins og fullorðinn maður, var það -sem h'enni fanst um Bert.., Hún veitti hárinu á honum eftirtekt og sá, að hann- var Ijóshærður, og hennd fanst gulls- litur vera á því, en sá þó við nánari eftirtekt, að svo var ekki. Svo Ijóshærður var hann, að hann minti hana á menn, sem hún hafði séð og hétu Ole Olson og Jón Jónsson. En hún hætti að hugsa um það, því hann var ekki líkur þeim nema bara á háralit, og þó voru augnahárin miklu dekkri og auðséð, að skapferlið var alt ann-að. Ha-nn var í einstaklega laglegum brúnum fötum, sém klæðskerinn hafði auðsjáanllega saumað en ekki voru keypt í búð- inni, og hún fór að hugsa um, að það kæmi ekki til mála, að þau hefðu kostað minna en eina fim- tíu d-ali. Hann hafði þess utan ekkert af þessum hlaupalegu tilburðum innflytjendanna frá Norður- lönd'um. Hann bar sig þvert á móti ágætlega, og það var eins og eitthvað af prúðmensku riddar- anna fornu hefði rumnið honum í merg og blóð. Hreyfingar hans voru allar hægar, en mjúkar og það var eins og þær væru allar fyrirhugaðar. pessu gerði hún samt litla grein' fyrir, og gerði sér ekki ljósa grein fyrir öðru en vel klæddúm manni, sem bar sig vel og myndarlega. Henni fanst að hér væri maður, sem væri öruggur og æðrulaus og mundi ekki láta s-má óþægindi mikið á sig fá. Henni' geðjaði-st yfirleitt mjög vel að manninum. Hann tók við dansskrán'ni, sem hún hélt á í hen-dinni, og leit yfir hana, og meðan hann var að því, varð henni enn ljósara, hve vel henni geðj- aðist að þessum manni. Hún hafði aldrei fyr séð nokkum mann, sem henni hafði geðjast ein-s vel og hún hugsaði með sjálfri sér: Er þetta maður- inn? Hann dansaði prýðisvel og henni fanst það regluleg nautn að dansa við hann, sem von var að. Fátt er ánægjulegra fyrir unga stúlku, sem sjálf dansar ágætlega, heldur en að dansa við mann, sem gerir það líka vel. Hann fylgdi nákvæmlega hljóðfæraslættinum, svo aldrei bar út af, og hon- um fipaðist aldrei í neinu. Hún gaf þeim Bert og Maríu auga og hún sá, að au gættu sín ekki og ráku sig á annað fólk tvisvar eða þrisvar. pað var álitið, að Berfe dansaði mjög vel og hann var í raun og veru laglegur maður og bar sig vel, en ekki mundi Saxon eftir því, að hún'hefði n-okkurn tíma haft verutega ánægju af að dansa við hann. pað var alt af eitthvað, sem spilti án'ægjunni, eða ef það var ekkert í raun og veru, þá fanst henni altaf eitthvað mundi koma fyrir, sem miður færi. pað var rétt eins og hann væri a‘lt af til þess bú- inn, að flýta sér enn meira. Henni fanst hann alt af rétt að því kominn, að fara á undan hljóðfall- inu. petta gerði henni dansinn eitthvað óþægi- legan. “pú dansar ljómandi vel,” sagði Willi Roberts. “Eg hefi líka heyrt ýmsa dlást að því, hve vel þú dansir.” “Mér þykir einstaklega gaman að dansa,” svaraði hún. Ein á því hvemig hún sagði þetta, réði hann það, að hún vildi helzt dansa þegjandi — og hélt áfram dansinum, án þes-s að segja nokkuð meira. Hún skiidi þetta, og gladdist yfir því, að hann skyldi strax taka sinn vilja til greina. Kurt- eisi og prúðmenska var nokkuð, sem var lítið þekt í þeim félagsskap, sem hún- heyrði til. Er þetta maðurinn? kom aftur í huga hennar, og hún' mundi eftir því, sem María hafði sagt: “Eg skyldi gift- ast honum á morgun” og áður en hana varði, fann hún að hún var að hugsa um það hvort hún mundi ekki giftast honum strax næsta dag, ef hann færi fram á það. Henni fanst hún helzt vilja loka augunum og láta svo hljóðfallið og þessa sterku arma bera sig eftir (fansgólfinu í hálfgerðum draumi. Hnefa- leikari! Hún gat ekki varist því, að hælast dálítið um í huga sínu-m, egar hún hugsaði til þess, ef Sarah mágkona sín gæti séð sig nú. En hann var nú samt ekki hnefaleikari, heldur keyrði han^i hesta. Dansinn hélt áfram, og alt af dansaði hann jafn-vel, hvort sem sporið var lengra eða styttra. Einstaka sinnum fan'n hún, að hann hélt henni dá- lítið frá sér, og efaði hún ekki, að það gerði hanil til að geta virt hana sem bezt fyrir sér. pegar dansinn- var á enda, fóru þau þangað -sem Bert og María voru. “pað sýnist eins og við sé- um vel saman valin, hvað dansinn snertir,” sagði hann glaðlega. “petta var indæl-1 draumur,” sagði hún. En hún sagði þetta sov lágt, að han'n varð að beygja sig niður að henni, til að heyra til hennar. Hann sá, að hún var rjóð í kinn-um og honum virtust augun Ijúf og dreymandi. Hann tók dansskrána hennar og skrifaði nafn- ið sitt með stórum1 stöfum eftir henni endilangri, “petta er nú alveg óþarft,” sagði hann. “Við þurfum ekki meira á þessu að halda.” Svo reif: han-n- dan'sskrána sundur -og fleygði henni frá sér. “Við dönsum saman næst, Saxon,” sagði Bert, þegar þau hittust. “pú, Willi’ dan-sar næsta dans við Maríu.” “pað verður nú ekkert af því,” sagði Willi fljótlega. “Við Saxon dörtsum saman í allan dag.” “Hafðu gætur á sjálfri þér og honum,” sagði María við Saxon. “Hann er Ví-s til að gera þér einhvem óleik.” “Eg býst við að eg hafi vit á að velja það, sem gott er, þegar eg kem auga á það,” sagði Willi glaðlega. “pað hefi eg líka/ sagði Saxon. María horfði á þau kýmnislega og Bert sagði d'áMtið hæðnislega, en þó glaðlega: “Eg hefi það eitt að segja, að þið eruð ekki len-gi að kyrtnast og koma ykkur saman. En hvað sem því líður, þá væri okkur Maríu mikil ánægja í ykkar félagsskap meðan við erum að borða — það er að segja, ef við þurfið ekki endilega að vera alveg út af fyrir ykkur í allan dag.” “pað er nú einmittj það sem þau vilja helzt,” sagði Mara og glotti dálítið hæðnislega. “Verið þið ekki að þessari vitleysu,” sagði Willi og sneri sér að Saxon. ”pau eru hálf ergileg af því þau verða að dansa saman-. Bert dansar afleit- lega og María dansar heldur ekki mjög vel. parna fara þau. Við sjáum þau aftur eftir tvo dansa.” III KAPITULI. pau sátu til borðs í skála, sem þannig var gerð- ur, að hann var alveg opinn á eina h-lið, svo fólkið gæti notið sem bezt svalan-s, ef nokkur væri. Sax- on .tók eftir því, að það var Willi fyrir þau öll f jög- ur. pau þektu margt af unga fólkinu, sem sat við hin -borðin, og það lét gamanyrðin fjúka óspart milli sín. Bert var svo nærgöngull1 við Maríu, að það gekk næstum úr hófi fram. Hann lagði hend- ina ofan á hendina á henni og hélt henni í lófa sín- um. Einu sinn-i tók hann af henn-i báða hringana, sem hún hafði, og fékst ekki til að skila þeim um langan tíma. Stundum, þegar hann' tók utan um mittið á henni, lét hún eins og sér mislíkaði, en stundum var eins og hún gleymdi því algerlega og lofaði'handleggnum að vera þar -sem Bert vildi hafa hanrt. Saxon talaði Hítið, en, hún tók vandlega eftir Willa. Hún var alveg viss um, að aldrei gæti hon- um dottið í hug að haga sér eins og Bert gerði, og reyndár margir aðrir piltar gerðu. Hún horfði á hans breiðu herðar með ánægju. “Hvers vegna kalla þeir þig Stóra Willa?” spurði hún. “pú ert ekkí neitt ósköp hár.” “Nei, eg hefi að ekki,’ sagði hann. “Eg er bara fimm fet, átta og þrír fjórðu úr þumlungi. Eg býst við það sé vegna þes-s hvað eg er ungur,” “Hann- er hnefaleikari og slagsmálamaður,” skaut Bert inn í. “Vertu ekki að n-einni1 vitleysu,” sagði Willi og var auðséð að honum misMkaði. “Eg geri ekkert að því lengur, hefi ekkert gert að því í marga mán- uði. pað borgar sig ekki.” “Pú fékst tvö hundruð eitt kveldið fyrir hnefa- leik,” bætti Bert við. “Hættu þessu rugli einhvern tíma, — en heyrðu Saxon, þú ert heldur ekki stór. En þú ert prýði- ' leg vel vaxin, það geta allir sér,. pú ert grönn, en sívöl. Eg er viss um, að eg get getið upp á því, hvað þung þú ert.” “Allir halda, að eg sé þyngri, en eg í raun og veru er,” sagði Saxon. En' hún var ekki eiginlega að hugsa um það heldur hitt, hvort sér þætti bet- ur eða ver, að Willi skyldi vera hættur við hnefa- * leikinn. “pað er ekki hætt við því með mig. Eg er nokk- uð viss með að geta rétt til hvað fólk er þungt. Gættu að hvernig eg fer að því,” Hann horfði á hana og skoðaði hana í krók og kring, án’ þes-s þó að standa upp, og eins og mældi hana með aug- unum frá hvirfli til ilja, með mestu nákvæmni. “Bíddu við, ofurlítið,” sagði hann. * Hann seiMiist til hennar og tók utan um hand- legginn á henni, dálítið þétt en blátt áfram. Henni þótti handtakið gott og það lá ekki nærri, að henni mislíkaði. Hefði Bert gert þetta, eða einhver ann- ar, þá hefði henni stórlega mislíkað. En' um þenn- an mann' var öðru máli að gegna. Skyldi hann hugsa til hennar eitthvað svipað ein-s og hún til hans?” “Fötin þín vigta ekki nema svo sem sjö pund. Og sjö frá — já, segjum hundrað tuttugu og þrem- ur — þú vigtar himdrað og sextán pund fyrir ut- an fötin.” “petta dugar ekki,” sagði María með töluverðri þykkju, “Fólk talar ekki um þessa hluti.” Willi Roberts leit til hennar seinlega, og það var eins og hann vissi ekki hvaðan á sig stæði veðrið. “Hvað ertu að segja?’ sagði hann loksins. “parna ert þú lifandi kominn! pú ættir að skammast þín! Sérðu ekki hvernig Saxon roðn- ar ?” , “Eg roðna ekki og hefi enga ástæðu til þess,” sagði Saxon. “Ef þú heldur þessu áfram, María, þá get eg ekki lengi tekið því með jafnaðargeði,’ sagði Willi. “Eg býst við, að eg kunni að gera greinar- mun á réttu og röngu. pað er ekki alt undir því komið hvað maður segir, heldu öllu meira undir því, hvað maður hugsar. Hvað Saxon snertir, þá hugsa eg ekkert misjafnt og það veit hún sjálf. Við Saxon hugsum alt öðru vísi en þú heldur.” “Ja, sei, sei,” sagði María. “Alt af fer þér fram, eða hitt þó heldur!” — “Nei, þetta er nú alt rangt hjá þér, María,” sagði Bert. “pað er engin hætta á, að Willi hagi sér ekki sæmilega.” ‘ ‘ Það er óþarfi af honum að vera ruddalegur ’ ’ sagði hún-. “Hættu nú þessu, Marí, og vertu almennileg,” sagði Willi og lét hana skilja, að hann hefði ekki meira við hana að segja í bráðina, en sneri sér að Saxon. “Hvað nærri gat eg?” “Hundrað tuttugu og tvö,” sagði hún og leit Willi skellihló og Bert líka. “'pið eruð báðir óþolandi,’ sagði María, “og þú l'íka, Saxon, og hafði eg þó aldrei hugsað það um þig.” “Heyrðu mig, stúlka mín,” sagði Bert góðlát- lega og lagði handlegginn utan um mittið á Maríu. En hún var einhvern' veginn, hálf óvart þó, orðin hálf-reið og dsálítið æst, og hún hratt -Bert frá sér. En svo fór hún að hugsa um, að ekki væri gott að styggja Bert alt of mikið, og þegar hann gerði aðra tilraun til að taka utan um hana, þá leið hún honum það móstöðulaust, og þau höll- uðu sér hvort að öðru og töluðu saman í hálfum hljóðum. Willi hélt áfram að tala við Saxon. “Nafnið þitt er nokkuð óvanalegt og eitthvað skrítið. E-g man ekki, að eg hafi nokkurn tíma heyrt það áður. En það er ágætt nafn. Mér fell- ur það prýðilega vel.” “Móðir mín gaf mér þetta n'afn. Hún var vel mentuð og kunni"sæg af skrítnum orðum. Hún las ósköpin íll af>bókum, og hón grði það alt af, þangað til rétt áður en hún dó. Eg á nokkur ljóð- mæli eftir hana, sem voru prentuð í fréttablaði fyrir löngu síðan. Saxarnir voru þjóðflokkur, sem einu sinni var uppi. Móðir min sagði mér margt um hann, þegar eg var lítil. peir voru hálf-viltir, þes-sir Saxar eins og Indlíán’arnir en- þeir voru hvítir samt og þeir höfðu blá augu og ljóst hár. peir voru óttalegir bardagamenn.” Meðan hún var að tala, hafði Willi ekki augun un af henni. “Eg hefi aldrei heyrt um þessa menn,” sagði Willi. “Voru þeir einhvers staðar hér í grend- inni?” Hún hló. “Nei, þeir voru á Englandi, peir voru hinir fyrstu Englendingar og frá þeim eru Bandaríkja- menn komnir, eins og þú veizt. Við erum Saxar, þú og eg, og María og Bert, og allir reglulegir Bandaríkjamenn. Ekki ítalir eða Japar, eða svo- leiðis fólk.” “Mitt fólk hefir átt heima í Bandaríkjunum langa-lengi,” sagði Willi og reyndi að skija þennnan fróðleik, sem Saxon var að miðla honum. “Að minsta kosti móðurfólk mitt. Sumt af því var í Maine ríkinu fyrir hundrað árum.” “Faðir minn var líka í Maine ríkinu,” sagði hún glaðlega, en móðir mín- var fæddi í Ohio, eða þar sem Ohio er nú. pað var þá alt kallað Hið Mikla Vesturland. Hver var faðir þinn?” “pað veit eg ekki,” sagði Willi. “Enginn sýn- ist vita neitt um hann, nema að hann var Banda- r-íkjamaður.” “Nafnið bendir á, að ^vo hafi verið,” sagði Saxon. “pað er einhver mikill -hershfðingi á Englandi, sem heitir þessu nafni. Eg hefi lesið um hann í blöðunum.” “En faðir minn hét ekki Roberts. Hann vissi sjálfur aldrei hvað hann í raun og veru hét. Ro- berts var nafn námamanns, sem ól hann upp. Eg skal segja þér hvernig þetta var. pað var ein- hver ófriður milli h'vítra mannaj og Indíána og Roberts þessi var fyrirliði þeirra hvítu, sem voru aðallega námamenn og eitthvað af bændum. Eft- ir einn bardagann, tóku þeir allmarga fanga, sem voru aðallega konur og unglingar og börn. par á meðal var faðir minn. peir héldu, að hann mundi þá vera svo sem fimm ára. Hann' gat ekkert tal- að, nema Indíána mál.” * Saxon- þótti þessi saga afar merkileg og hlust- aði á hana með mestu undrun. “Indiánarnir hafa tekið hann frá einhverjum af þeim, sem þeir réð- ust á, þegar þeir voru að flytja vestur.” “pað var það, sem þeir héldu,” sagði Willi. “peir vissu af hóp af Vesturförum, sem ætlað höfðu til Oregon fjórum árum áður, en sem aldrei höfðu komið fram og talið var víst, að Indíánar hefðu drepið. Roberts þessi tók þennan dreng til fósturs o-g ól hann upp, en þú mátt reiða þig á, að hann var einn af Vesturförunum, engu að að síður.” “pað var faðir minn Mka,” sagði Saxon og það var auðskilið, að henni þótti töluvert til þesa koma. “Móðir mín var líka ein af þeim,” sagði Willi, “eða. býsna nærri því að minsta kosti, því hún var fædd á leiðinni vestur.” “Móðir mín líka,” sagði Saxon. “Hún var átta ára, þegar hún kom vestur.” S i J

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.