Lögberg


Lögberg - 14.02.1929, Qupperneq 2

Lögberg - 14.02.1929, Qupperneq 2
Bls. 2. LÖGBERG FIMTUDAGINN 14. PEBRÚAR 1929. 11 af hverjum 83 tilfellum reynast banvæn. Þannig hefir það reynst í Canada. Hér er ekki átt við sjúkdóma eins og t.d. tæringu eða taugaveiki, heldur að eins þar sem manneskjan hefir orðið fyrir einhverjum meiðslum, svo sem skorið sig eða brent eða hruflað sig eitthvað og þar sem þessi meiðsli hafa ekki verið álit- in hættuleg og af því vanrækt. Afleiðingarnar eru oft blóðeitrun og dauði. . Þegar þú sjálfur eða þínir verða fyrir slíkum meiðslum, þá trygðu þér fljótan bata með því að nota Zam-Buk. Þetta jurtalyf sefar kvalirnar, stöðvar blóðrásina og með því að eyðileggja alla gerla, kemur í veg fyrir blóðeitrun. Mað- ur losnar þannig við alt vinnutap og öll óþæirindi, með því að nota Zam-Buk. Alstaðar til sölu. 50c askjan. Duk Mig hálf-langar til að senda þér fáar línur, og ætla að reyna að skrifa þær ofurlítið betur en síð- ast. Eg býst við að það taki mig svo sem hálfsmánaðar eða þriggja vikna tíma. Eg má ekki skrifa nema sárlítið í einu, vegna augn anna, en svo hefi eg tíma til þess. því ekkert get eg starfað, en mér hálfpartinn leiðist, og ætla eg því að stytta mér stundir í “fásinn inu.” Mér hefði nú samt þótt meira gaman að því, að tala per sónulega við þig; ekki samt skrifstofu Heimskringlu, því eg hygg að þar væri ekki mikið næði ef það er nokkuð svipað því sem var, þegar eg var í Winnipeg síð ast. Eins og þú skilur, þá er þetta prívatbréf, en eg ætla ekki að skrifa neitt í það, sem þú mátt ekki sýna hverjum sem er, og eins þeim, sem eg á einn eða annan hátt geri að umtalsefni. Stórmerkilegt bréf Allir, sem þekkja nokkuð til hr. Stephen Thorsons, munu við- urkenna, að það er ekki ofsagt að segja, að hann sé svo stórgáfaður maður, að hann megi réttilega telja einn af hinum allra skýrustu nú- lifandi Vestur-íslendingum. Hann er einnig íslendingur í húð og hár og fullur af metnaði, í orðs- ins bezta skilningi, fyrir þjóð sína, og vill ekki, að neinn blett- ur sé settur á hana. Hann læt- ur sig því varða öll þau mál, er að einhverju leyti snerta þjóðar- sóma vorn. Þegar hann leggur eitthvað til þeirra mála, má því æfinlega ganga út frá því sem vísu, að það sé foygt á skörpum skilningi, grandgæfilegri íhugun og einlægri sannfæring, og fært í þann búning, að það er nautn að lesa það eða á að hlýða. Þessi síðustu ár hefir hann verið svo bilaður á heilsu, að hann hefir að miklu leyti dregið sig í hlé, og er það stórskaði. Nýlega varð eg fyrir því láni, að fá að lesa afrit af bréfi, er hann ritaði vini sínum hr. Sig- fúsi Halldórs frá Höfnum, þar sent hann lætur í Ijós skoðanir sínar um þau mál, sem nú eru efst á dagskrá meðal Vestur-ís- lendinga. Eg fann strax til þess, að það væri mesti skaði, ef bréf þetta fengi ekki að koma fyrir al- menningssjónir, því þar kemur fram svo glöggur skilningur á þeim máium, sem þar er um að ræða, og um leið bending um, hvernig megi 'leiða þessi deilumál farsælelga til lykta. Eg skoraði því á hann, bæði bréflega og munn- lega, að leyfa mér að birta þetta bréf á prenti. Hann var tregur til þess, vegna þess að bréfið var ritað sem prívat bréf, en alls ekki í þeim tilgangi, að það yrði birt á prenti. En einmitt þess vegna finst mér það vera mikilvægara. Það er ritað frá einum vini til annars, sem gagnstæðar skoðanir hefir um þau mál, sem um er að þessi styrkbeiðni heimfararnefnd- Eg ætla að byrja á því að sam fagna þeim íslendingum í Winni- peg, sem trúfrelsi unna, að hafa fengið fyrir kennimann séra Benjamin Kristjánsson. Ef marka má nokkuð af ræðum þeim tveim- ur, sem prentaðar hafa verið í Heimskringlu, þá er þar engin þokukend reikistjarna á ferðinni, eins og mér virðist sumir þessir svokölluðu leiðsögumenn eða prédikaarr hafa verið. Og ef framhaldið verður samboðið byrjuninni, þá verður ekki lengi að fenna í spor sumra fyrirrenn ara hans. Mér skilst á þessum áðurnefndu ræðum, að foann dýrki ekki Java Gyðinganna; en það eru til fleiri Javar en hann. Javar, sem heimta skýlausa hlýðni við sín boð og sem mundu kasta þeim í “Gehenna” ef þeir gætu, sem ekki veittu þeim slíka hlýðni. f>essir Javar eru að sumu leyti eins herskáir og Java Gyðinganna og jafn afbrýðissamir. f)á verð eg einnig að sjálfsögðu að minnast á það málefni, sem efst hefir verið á baugi meðal Vestur-íslendinga nú um tíma, nl. styrkþágu heimfararnefndar Þjóðræknisfélagsins frá stjórn- inni í Saskatchewan. Um styrk- þágu frá Manitobastjórn eða Dominionstjórn er ekki að ræða; það er dottið úr sögunni fyrir að- gerðir sjálfboðanefndarinnar. Mögulegt er að hugsa sér, að h imfararnefndin hafi ekki fyrstu komið auga á þá gjald- þrota yfirlýsingu um Vestur- íslendinga, sem felst í stjórnar- styrksbeiðninni; en þegar Dr. Brandson hafði bent þeim á þtetta, þá verð eg að játa, að af- staða sú, sem nefndin tók, var mínum skilningi ofvaxin. Eg er nú farinn að skilja það betur. Það fór fyrir mér eins og Fahrenheit, þegar hann fann hitamælirinn, að hann setti núllið á lágmark þess hita, sem hann þekti, og mældi svo upp. Ef eg man rétt, átti hann heima sunnarlega á Frakk- landi og lægsta hitastig, sem hann þekti, setti hann á núllið. Eg hygg, að eg þurfi ekki að útskýra þetta betur fyrir þér. Frá mínu sjónarmiði hefi eg ekki komið auga: á nokkurt atriði, er á jafn- átakanlegan hátt gat meitt vel- sæmis og sjálfstæðis tilfinningar okkar Vestur-íslendinga eins og ræða, og bendir honum í mtsta bróðerni á, hver sé sú rétta af- staða í þeifn málum og á hvaða grundvelli |sú sannfæring %ans sé foygð. I>að getur því ekki rétti- lega skoðast sem innlegg í opin- bert deilumál, en aðeins sem sendibréf, þar sem einn vinur tal- ar út úr hjartanu til annars und- ir fjögur augu. Að bréfritarinn er hr. Stephen Thorson, er vita- skuld það, sem gefur bréfinu sitt aðal gildi. Fyrir ítrekaðar áskoranir frá mér og öðrum, hefir hr. Thorson látið tilleiðast, að veita mér leyfi til að birta þetta bréf é prenti. Það er óforeytt að öðru leyti en því að úr því 'hafa verið feldir kaflar, er ekki snerta almennings- mál, og hann sjálfur gerði að skil- irði að yrðu feldir úr. Að endingu vil eg þakka hr. Thorson fyrir að hafa veitt mér leyfi til að birta þetta bréf á prenti, og eg er sannfærður um, að lesendur Lögbergs verða mér arinnar, því hún (styrkbeiðnin) hefir óefað verið flutt í nafni allra Vestur-íslendinga, það sannar heimfararnfendin sjálf, með því I fyrstu að taka að sér að starfa fyrir heildina. Ritstjóri Heimskringlu komst einhvern veginn svo að orði í blaði sínu, að það væri ofurlítið kátbroslegt, að Dr. Brandson og hans fylgjendur í þessum málum yrðu að standa á verði til þess a,ð vernda velsæmi okkar Vestur- íslendinga. Þetta er satt, þó það þá hafi máske verið sagt meira í skopi en alvöru, en það er í raun og veru meira en kátbroslegt, það er sorglegt að nokkur af okkur VesturMslendingum skuli þurfa að standa á verði gegn svívirð- ingartilraunum þeirra manna, er tekist hafa á hendur, að “leiða menn í allan sannleika.” Að fjór- ir af okkar prestum skuli vera fremstir í flokki til að gera okk- ur niðrun, og vera svo blindir af að horfa á hvernig það gert. Talsvert veður hafa sumir úr heimfararnefndinni og meðhalds- menn hennar gjört út af því, hve sjálfboðanefndiA hafi verið ó- svífin í garð heimfararnefndar- innar. Eg sé ekkert á móti því, að sumt sé rifjað upp, sem þess- um tvemur flokkum hefir farið á milli. Eg skal fúslega játa, að sumt af því, Sem 'hr. A. C. John- son konsúll ritaði, hefði eins vel mátt vera ósagt, enda þótt satt kunni að vera; en að það hafi gefið nokkrum manni hina minstu ástæðu til að fá honum vikið úr verður HJÁLP FYRIR MAGURT, VEIKL- AÐ og TAUGABILAÐ FÓLK. Nuga-Tone hefir reynst miljón- um manna og kveinna, jafnt ung- um sem öldruðum, sönn hjálpar- hella. Meðal þetta hefir reynst svona vel, af því það inniheldur ágætustu lækningarefni. — Það styrkir taúgar og vöðva öllu öðru betur. Nuga-Tone inniheldur líka lækningarefni, er auðga blóðið og hreinsa og létta þér melting- una. Nuga-Tone eykur mataríyst- ina og byggir þar með upp alt lík- amskerfið.—Það veitir fólki einn- ig væran svefn jog nemur í brott alla þreytukend. James Morris jr., West Phila- delphia, Pa., talar af reynslu, er hann segir: “Eg var taugaveikl- embætti, er fjarstæða, og stór- > agur árum saman, og leið mjög yrðin, sem notuð voru í því sam- j illa. Fyrsta flaskan af Nuga- bandi, virðast verið hafa þýðingarlaus. Eg skal líka minnast þess, að það, sem herra J. J. Bildfell rit-! alveg Tone bætti mér mikið”. Þér getið fengið Nuga-Tone í lyfjabúðum, eða frá heildsölu lyfjakaupmann- inum, ef lyfsalinn hefir meðal þetta ekki í búðinni. komst , , . . . ... fésýki, að þeir sjá ekki, hve mik- Þa, J}rr!r °r' « «kömm þetta er fyrir þá sjálfa, er óskiljanlegt. Það er nú þriggja daga verk, sem komið er af þessu bréfi, og sök í því, að bréf þetta fyrir almennings sjónir. Hjálmar A. Bergman. Bréfið er á þessa leið: Hr. Sigfús Halldórs frá Höfnum. Kæri vinur! Eg 'þakka þér fyrir jólakortið, sem þú sendir mér. Mér þótti vænt um það. aði, var ritað á kurteisan hátt. — Opna bréfið frá mér til Dr. Sig. Júl. Jóhannessonar, var ekki ó- kurteist, og það sem eg sagði að hlytu að verða óhjákvæmilegar afleiðingar ef stjórnarstyrknum yrði ekki tafarlaust skilað aftur, er nú sumt komið fram, og hitt á eftir að koma fram, á mjög á- þreifanlegan hátt. Þá er að bera saman það, sem Dr. Bransdon, Hjálmar Bergman og Dr. Sig. Júl. Jóhanriesson hafa ritað á aðra hönd, og það sem i þeim Dr. Rögnvaldur Pétursson, séra Ragnar Kvaran og maður- inn, sem nefnir sig Bruce Sand- ers. Dr. Jóhannesson ritaði um mál- ið eins og það gekk til á fundum nefndarinnar, þar til hann sagði sig úr henni. Dr. Brandson rit- aði mótmælagrein sína eftir að hann hafði árangurslaust talað við nefndina og benti henni, eða forseta hennar á það, hvað hættu- lega foraut nefndin væri að fara með fjárbeiðni sinni. Mótmæla- grein Dr. Brandsons er í alla staði mjög kurteislega rituð. Svar nefndarinnar krafðist sterkra mótmæla, og síðari mót- mælagrem hans var að mínu áliti hæfilegt svar gegn nefndinni. Herra H. A. Bergman hefir stundum með -nokkuð skýrum dráttum skýrt frá athæfi nefnd- arinnar, og alt, sem foann hefir sagt, hefir hann fært rök að. Hann hefir komið með beinar á- kærur á nefndina og sannað. þær, rekið heim hverja ósanninda- jvættings tuggu nefndarinnar á eftir annari, og það svo rækilega, að naglahausarnir eru “settir” annars vegar, en naglaoddarnir hnyktir hins vegar. svo það er lítt' mögulegt að draga þá út, hvorki með naglbít né klauf- hamri. En hvað getum við svo sagt uro ritsmíðar Dr. PéturSsonar og séra Kvarans í þessum málum? Dr. Pé!tursson.>, sem >varialega ritar skýrt mál, hefir í þessu máli not- að þann rithátt, sem öllum dreng- Iyndum mönnum, sem á annað borð foera fult skynbragð á slík- an rithátt, þykir vansæmd að við- hafa. Ritgerðir hans um þessi mál eru fullar af dylgjum og “in- sinuations”!, um móttstöðumenn hans. Grein eftir grein hefir birzt í Heimskringlu eftir hann, fullar af þessum dylgjum. Um rithátt séra Kvarans. skal eg vera fáorður; tvisvar ritaði hann um þetta mál í Heims- kringlu; og ef hann, áður en hann lét prenta þessar ritsmíðar sínar, hefði íhugað heilræðin, sem felast í þessum vísuhélmingi eftir tengdaföður hans: “Strikum yfir stóru orðin, standa við þau minni þorum”, og ekki hlaupið eftir neinum Gróu-sögum, þá hefði líklega verið minna af hroka og meira af sannindum í þeim. Þá verð eg að minnast á mann- inn, sem nefnir sig “Bruce Sand- ers”. Vitað hefi eg menn skrifa undir gerfinöfnum, en svona lag- aða aðferð man eg ekki til að hafa séð né heyrt fyr, að nokkur maður hafi haft til að ausa ó- hróðri á mótstöðumenn sína. — Þrátt fyrir þetta alt saman hef- ir heimfararnefndin og samherj- ar hennar verið sífelt að kveina undan því, hversu hart hún sé leikin af sjálfboðanefndinni. Fundir heimferðarnefndarinnar, munu oftast hafa byrjað með kveinstðfum fundarstjóra og ræðumanna. Kvein hefir verið eitt af aðal-wopnum heimfarar- nefndarinnar. Hafa þeir sjálf- neyðist eg til að hætta að skrifa | sagt ætlað að afla sér “public með penna og þleki; verð eg því að gjðra eitt af þrennu: að hætta rétt, þá var viðl bréfið, eða fá einhvern til að kveinendum, skrifa það fyrir mig, eða í þriðja neyðaróp í lagi að reyna að skrifa án þess rétt fyrir jólin Mér hefir þótt þessi aðferð nokkuð svipuð aðferð óþokka- stráka, sem liggja í heygarðs- hornum og kasta steinum og ó- hreinindum í bak þeirra, er fram hjá ganga, og ef þeir, sem kastað er til, líta við og gera sig líklega til að kasta til baka, þá stökkva þessir snáðar upp og inn í bæ og hrópa: “Mamma, mamma! strák- arnir eru að elta mig!” Menn af norrænum ættum ættu að fyrir- verða sig að viðhafa slík vein. Þá vil eg minnast á annað hneyksli, sem heimafararnefndin í samvinnu við stjórnarnefnd Þjóðrækniisfélagsihs hefir fram- ið; það er að áfrýja þessum má!- um til fsiands. Þegar eg heyrði þetta fyrst, varð eg steinhissa á þessari flónsku, og mér varð þetta að orði: “Þeir foafa þá á- frýjað því heim til íslands (heim- fararnefndin í samfélagi við for- stöðunefnd Þjóðræknisfélagsins), hvort þeir mættu gera það sem ó- vita drengjum er hætt við að gera, þegar þeir eru fyrst færðir í buxur; og svo hvort þeir mættu koma heim til íslands á þjóðhá- tíðina 1930 án þess að hafa fata- skifti” Og svar ís'lendinga heima mundi verða eitthvað á þessa leið: “*Okkur hér kemur það ekkert við, hvort setskautin á brókum ykkar eru dekkri eða gulari en skálm- arnar og uppihaldið; gjörið eins og ykkur sýnist, piltar góðir.” Canada er ekki nýlenda íslands og við Vestur-íslendingar erum ekki nýlendubúar Austur-íslend- inga. Með allri þeirrl virðingu og allri þeirri samúð, sem við berum til Austur-íslendinga, þá verður það aldrei nema örlítill hluti Vestur-íslendinga, sem samþykkir það, að við áfrýjum sérmálum okkar til þeirra. Þeir, sem beita sér fyrir slíku málefni, munu fljótt komast að raun um, að það er ekki vegur til upphefðar með- al vor, hvort sem þeir heita Ragn- ar eða Rögnvaldur eða eitthvað annað. Auk þess, ef Austur-ís- lendingar færu nokkuð til muna að skiftá sér af sérmálum okkar, sem alls engar líkur eru til að þeir geri, þeir eru vitrari en svo, þá yrðu afleiðingarnar óhjá- kvæmilega þær, að samúð mundi þverra, vináttuböndin veikjast og samvinna hætta; því þótt smæl- ingjar finnist á meðal vor, þá er meiri hluti allra Vestur-lslend- inga svo stór í lund, að honum kæmi aldrei til hugar að þola slíkt. Að ekki hlauzt óhapp strax af þessu frumhlaupi Þjóð- ræknisfélagsins, er ekki þeim að þakka, sem áfrýjunina sendu, heldur því, að íslendingar heima svöruðu því eins og þeir svöruðu. Mun svarið hafa verið nokkuð svipað efnis eins og eg gat til. Þá skal með fáum orðum minst á Ingólfsmálið svokallaða. Það á nú raunar ekkert skylt við heimferðarmálið. En ef svo skyldi fara, sem ekki er ólíklegt, að Þjóðræknisfélagið eða for- stöðumenn þess, biðu einhver ó- þægindi af því að það mál var vakið upp, þá eiga þeir það heim- fararnefndinni að þakka. E;f hirðskáld heimararnefndar- innar hefði ekki farið að yrkja um Ingólfsmálið í Heimskringlu, þá hefði það ekki komið á dag- skrá í þetta sinn. Eg tel það al- veg sjálfsagt, að þessi hirðskáld, eins og öll önnur hirðskáld, hafi “kunnað að kveða kónginum í vil”, eins og Stephan G. hefir komist að orði. Ef hirðskáldin hefðu þagað, þá hefði Jónas Páls- son aldrei ritað sínar greinar, og sympathy” með slíku. Ef eg man ef Jónas Pálsson hefði ekki ritað það einn af þessum | s#nar greinar, hefði ritstjóri sem rauk upp með Heimskringiu ekki ritað eins gíf- Heimskringlu núna urlega um málið eins og hann > gerði og sem kom Hjálmari A. Bergman til þess að rita sínar ritgerðir. Viðhorfur almennings gagnvart framkomu Þjóðræknis- félagsins í Ingólfsmálinu hafa stórum breyzt við það að lesa greinar H. A. Bergmans. Almenn- ingur, sem vill nokkuð skilja í þessum málum, skilur nú, að Þjóðræknisfélagið hefir ekki gert alt það fyrir Ingólf, sem því bar að gera og sem það hafði pen- inga til að gera, og sem því var bent á að þyrfti að gera. Menn eru nokkurn veginn sam- dóma um, hvers vegna það hafi ekki verið gert. Að slá eign sinni á það, sem afgangs var af söfn- unarfénu, en nota það ekki til þess, sem það átti að notast til, er ekki uppsláttur fyrir félagið. Að íslendingur hér væri sakaður um morð og dæmdur fyrir morð, þótti þá svo stór blettur á okkur Vestur-íslendingum, að það þótti nauðsyn til bera, að reyna að þvo hann af, og til þess er leitað til almennrar fjársöfnunar. Nú vil eg í mesta bróðerni, en fullri alvöru spyrja þig, Sigfús Halldórs frá Höfnum, og alla þá, er þessar línur lesa: hvort er meiri þjóðaróvirðing, að einn maður af þeim mörgu þúsundum ísllend- inga, sem búa hér vestan hafs, sé fundinn sekur um morð, eða hitt, að það skuli vera hér til -félag, og í því eru flestir prestar þjóð- flokksins, og kalla sig Þjóðrækn- isfélag íslendinga í Vesturheimi, og það þykist taka að sér það starf af safna fé meðal almenn- ings til að þvo þennan vansæmd- arblett af þjóðflokknum, sem féll á hann við sakfelling þessa manns; í staðinn fyrir að gera alla skyldu sína gagnvart þessu, hætti það við hálfnað verk, en slær eign sinni á afgang fjárins, sem safnað var, þrátt fyrir það, að því var bent á fovað gera þyrfti og sem að öllum líkindum hefði þvegið vansæmdarblettinn af með öllu, ef það hefði verið gjört?? Eg hefi sett þessa spufningu fram við nokkra menn hér og hafa þe'ir allir mælt einum munni, að aðferð Þjóðræknisfélagsins sé méiri þjóðaróvirðing; þeir hafa sumir af þeim farið svo hörðum orðum um þessa aðferð félagsins, að eg vil ekki hafa það eftir. Fremur þótti mér þeir vera stórorðir um Ingólfsmálið, rit- stjóra Heimskringlu og séra Ragnar Kvaran. Mér þótti það þó eitthvað mannlegra, sem ritstjór- inn sagði. Eg hefi einhvern tíma haft orð á því, að hann væri lang- hæfasti ritstjórinn, sem nokkurn tíma hefði verið við Heims- kringlu. Það er auðvitað skolli mikill strákur í honum með köfl- um, en þegar ált kemur til alls, þá er þó maðurinn miklu meiri en strákurinn. Vildi eg óska, að hann legði það ekki í vana sinn, að “kveða kónginum í vil”. Það er einfover ógeðslegur blær yfir því, sem séra Ragnar Kvaran hefir ritað um öll þessi mál; það ber helzt til mikið á sjálfbyrg- ingnum. Um Ingólfssjóðinn svo- nefnda, farast honum orð eitt- hvað á þá leið, ef eg man rétt, að Þjóðræknisféílagið muni ekki sleppa honum, meðan hann hafi eitthvað við það að gera. Nú hefi eg frétt, og efast ekki um, að sú frétt sé sönn, að séra Kvaran hafi sem forseti Þjóðræknisfélagins, lofað fyrir þess hönd, að sá sjóð- ur skuli ekki á nokkurn hátt vera hafður Þjóðræknisfélaginu til af- nota; þótt það ekki fylgdi frétt- inni, þá þykir mér sennilegt, að hann hafi lofað þessu til að kom- a t hjá dómsúrskurði. Heyrt hefi eg marga geta þess til, að færri muni fara til íslands 1930 vegna flokkaskiftingarinnar, sem orðið hefir í því máli. Ekki get eg séð neina ástæðu til að það verði nokkuð til muna. Þeir, sem sitja kyrrir vegna þessarar deilu, verða aðeins þeir, er fylgja heimfararnefndinni að málum vegna persónulegrar vináttu við einhverja af nefndarmönnum, en eru mótfallnir styrkbeiðni henn- ar; vilja ekki láta foenda á sig sem spenastefnumenn heima á íslandi, þegar þangað er komið, og vilja heldur ekki ganga í flokk mót- stððmannanna með því að fara heim í þeirra flokki, eða með öðr- um skipum. Eg hygg, að eg geti bent á einn eða tvo, sem þannig er farið. Mér þykir ólíklegt, afj- yfir 250 Vestur-fslendingar héð- an úr‘ -Canada fajri heim 1930. Sjálfsagt tel eg víst, að Cunard- línan taki að minsta kosti 65 per cent. af þeim fslendingum, sem heim fara. Hversu margir kunna að slást í förina af hérlendu fólki, hefi eg enga hugmynd um. Senni- Hún varð eins og ný manneskja Saskatchewan Kona Notaði Dodd’s Kidney Pills Mrs. George Grimíy Þjáðist Mjög Af Bakverk. Maidstone, Sask., ll' feb. (einka- skeyti)—■ “Eg hefi notað nokkrar öskjur af Dodd’s Kidney Pills, og fundið á mér mikinn mun til hins betra. Eg þjáðist mikillega af bakverk,” segir Mrs. G. Grimly, velþekt kona foér á staðnum. “Var eg oft svo I veik, að eg gat tæpast dregist um húsið. Eg hafði lesið svo oft um jDodd’s Kidney Pills, að eg ákvað íoks að reyna þær. Hafði eg tæp- ast notað þrjár öskjur, er mér fór að batna. Nú er eg orðin alheil, blessa meðal þetta, og foefi það á- valt við hendina.” Hei'll yðar og hamingja, hvílir mjög á því, að blóðinu sé haldið hreinu, því í gegn um það öðlast líkaminn alla næringu sína. Til þess að halda góðri heilsu, er um að gera, að blóðið sé hreint. Látið Dodd’s Kidney Pills inna það verk af foendi. Iegt þykir mér, að C. P. R. taki vel sinn skerf af þeim, sem fara frá Canada, en Cunardlínan miklu meiri hlutann af þeim, sem fara frá Bandaríkjunum. 1 sambandi við það,** sem eg hefi hér að framan sagt, vil eg með nokkrum orðum minnast á Djóðræknisfélagið og framtíðar- horfur þess, eins og þær koma mér fyrir sjónir. Með framkomu heimafararnefndarinnar í fjár- styrksbetli hennar til stjórnar- valdanna og með áfrýjun þeirra mála heim til íslands, hefir það bakað sér óvild fjölda manna. Á engan hátt kemur þetta eins greinilega fram eins og í því, hve fáir hafa gengið í félagið á síð- ast liðnu ári. Síðastliðið ár hefði átt að vera hið mesta góð- æri fyrir félagið, sem komið hefir. Deilur þær, sem hófust út úr heimferðarmálinu, hefðu átt að hafa þau áhrif á fólk, að það hefði hópast saman í félagið, ef því hefði á nokkurn hátt verið ant um það. Eg las í Heimskringlu nú fyrir skömm, að 200 manns hefðu gengið í félagið á síðasta liðnu ári, þar sem það hefði átt að geta tvöfaldað eða þrefaldað meðlimatölu sína. Þjóðræknisfé- lagið hefði á árinu sem leið, ef íólkið hefði á nokkurn hátt viljað sinna því, að fjölga' meðlimum 1 deildinni Frón um helming, og mynda aðra deild í Winnipeg jafnstóra, og einnig að mynda deildir í öðrum bygðarlögum með- al fslendinga. Hér í deildinni “Brú” í Selkirk, er mér ekki kunn- ugt um, að nokkur maður hafi gengið inn í deildina á árinu; j þvert á móti hefi eg heyrt, að það hafi aldrei gengið eins illa að innkalla ársgjöld eins og einmitt fyrir árið sem leið. Almenningur hefir andúð á móti félaginu, eins og því er stjórnað nú, og sérstaklega hefir þessi andúð farið í vöxt síðan Ingólfs- málið komst á dagskrá. Mr. H. A. Bergman hefir mikið aukist álit með því, sem hann hefir ritað um það mál. Ef Þjóðræknisfélagið ætlar sér að ná tiltrú almennings, sem er mjög hæpið að það nokkurn tíma nái, þá er þó reynamdi að skera burtu meinsemdirnar, og mein- semdirnar eru þessar: Þjóðrækn- isfélagið, þarf á næsta ársþingi sínu að gera 'ákvarðanir því við- víkjandi, að Ingólfssjóðurinn svo nefndi, verði ekki hafður til af- nota fyrir Þjóðræknisfélagið á nokkurn hátt, nema í þágu Ing- ólfs Ingólfssonar. Það þarf að lýsa sterkri óánægju sinni yfir starfsemi heimfararnefndarinnar viðvíkjandi stjórnarstyrksþágu og krefjast þess, að því fé, sem þanriig hafi fengist, sé skilað aft- ur. Dr. >Sig. Júl. Jóhannesson hefir í síðustu blöðum Lögbergs ritað um tíu ára starfsemi félags- ins. Eg hygg, að næstum hver einn og einasti maður, sem les þær athúgasemdir, hljóti að verða doktornum samdóma. Eitthvað þarf að gera þeim mál- um aðlútandi. Sennilegt er, að mörgum í félaginu þyki þetta nokkuð óaðgengilegt, en sann- Ieikurinn er nú samt þetta, hvort þeir eru margir eða fáir, sem vilja kannast við hann, að for- göngumenn félagsins eru foúnir að koma félaginu í það öng- þveiti, að því verður ekki bjarg- að án stórkostlegs uppskurðar og hreinsandi meðala. Eg ætla nú að slá botninn i þetta pjas. Eins og eg he.fi áður tekið fram, þá er þetta prívat bréf. En ef þér þykir við eiga, þá er þér heimilt að foirta það í heild, eða kafla úr því, í Heims- kringlu. Ef eg get fengið einhvern til þess að taka afskrift af þessu bréfi, þá er ekki ómögulegt, að eg sendi einhverjum kunningja mín- um úr sjálfboðanefndinni það; þeir mega líka vita skoðanir mín- ar á þessum málum. Svo kveð eg þig, og óska að þetta nýbyrjaða ár verði þér til far- sældar. Selkirk, 2. febrúar 1929. Stephen Thorson. Hvernig verða búningar að 100 árum liðnum? Tízkan rekur menn miskunnar- laust áfram. þ>að er öðruvísi nú en í gamla daga. Þá fór tízkan land úr landi á seinagangi. En með bættum samgöngum hefir hún orðið hraðstígari, og aldur hverrar tízku verður styttri og styttri. Tízkuherrarnir koma í dag með eitthvað nýtt — og eftir mánuð er það orðin tizka um all- an heim. Upphaflega voru föt til þess að skýla fólki, en nú er af sú öldin Nú er eingöngu hugsað um það» að þau séu til skrauts. Það er svo sem ekki skjól í kjólum kven- fólksins, og alt af verða þeir skjólminni eftir því sem tízku- herrunum tekst að ala á hégóma- girni fólksins. En alt tekur enda um síðir. og oft með ósköpum. Eftir nokkur ár hefir fjarsýni rutt sér til rúms um allan heim, og þá berst tízkan um víða veröld á fáeinum klukku- stundum. Og þá hefir hún koll- hlaupið sig, segir einn af vís- indamönnum álfunnar. Þá taka menn upp fábreyttan búning úr vatnsheldu og vindheldu efni, sem hægt er að hreinsa og þvo. Fatnaðurinn verður þá svipaður fötum þeim, sem flugmenn notn nú, nema miklu einfaldari, og þau verða því ekki til fyrirstöðu, að ifjólubláu geislar sólarinnar komist í gegn um þau og hafi heilsubætandi áhrif á líkami manna. Um það leyti verða allir karl- menn sköllóttir, segir vísindamaö- urinn enn fremur, og neyðast þá til að hafa alt af hettu á höfð- inu. Þá legst niður sá ljóti sið- ur, að menn taki ofan fyrir kven- fólki. Þá verða konur og karlar líka miklu frjálsari í umgengni en nú er, og engin kona mun taka til þess, þótt ókunnugur karlmað- ur komi til hennar á götu og biðji hana um eldspýtu. Þá verða menn farnir að sjá, að það er enginn munur á hinum blóðrauða hana- kambi og marglitu og litsterku hálshnýti. Og þá munu all'r hneyksllast á öðru eins fánýti og augnagleri (monocle). Karlmenn og konur munu klæðast samskon- ar fötum. Þá verður ekkert rifr- ildi á morgnana út áf óhreinum kraga, eða týndum skyrtuhnöpp- um. — Hitt gæti komið fyrir, að bændurnir færu í ógáti í föt ’-mna sinna. — Ætli reynslan sanni það ekki, að þetta sé falsspámaður? — Hræddur er eg um það, að hún dóttur- dóttur- dóttur- dóttur-dótt- ir mín muni vilja hafa eitthvert “pírumpár” á fötunum sínum, þótt þau verði svipuð í sniði og úr sama efni og karlmannáföt! Eg gæti trúað henni til þess að setja fjöður í kollhettuna sína, eða hárauðan kraga og leggingar á samfelluna, rósir í kragahornin o. s. frv. — og hverju er hún þá bættari ? — Sam.. —Lesb. Mgbl.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.