Lögberg - 14.02.1929, Qupperneq 5
1 meir en þriðjung aldar hafa
Dodd’s Kidney Pills verið viður-
kendar rétta meðalið við bak-
verk, gigt,-þva?teppu og mörgum
fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll-
um lyfsölum, fyrir 50c. askjan
eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beinl
frá The Dodds Medicine Co., Ltd.
Toronto, ef borgun fylgir.
eftir lítinn tíma. Um að gera
væri að vera rólegur og vona
hins bezta.
Níðmœli H. K. L.
Tíðar gerast komur merkra
manna til Bandaríkjanna. Skáld
og vísindamenn, vísindamenn og
skáld o. fl. Langflestir rjúka
gestir þessir í þrumffndi fyrir-
lestraferðir um landið þvert og
endilangjt. Spakvitrir og skruddu-
fróðir eru þeir og mælskir með
afbrigðum — “kunna verk sitt
vel.” Sú saga gengur, að einn
þeirra hafi verið með vasana út-
troðna af 100 dala seðlum við
heimför sína til gamla landsins.
Ekkert athugavert við það.
Þjóð Bandaríkjanna er gestris-
in. Stórtignum og aðalsbornum
lætur hún alt í té, á meðan þeir
dvelja hérlendis, svo þeir mega
vel við una. Háspakir vísinda-
og bókmenta-postular eru heldur
ekki útundan, því þeim eru veitt-
ar hinar sæmilegpstu viðtökur.
Ræður og fyrirlestra flytja þeir
fyrir troðfullum húsum. Blöðin
geta þess helzta, einhver les það
— svo er öllu lokið.
Það virðist annars vera tölu-
vert viðkvæmt mál, að fórnfús
fjöldinn, sem frelsaði þennan
mann frá gálganum með fjár-
framlögum og ágætum lögmanni,
skuli nú verða að heyra þann
beiska sannleika, að þesum manni
•— sem eftir skýrslu þinni virðist
miklu fremur vera saklaus af á-
kæru þeirri, er á hann var borin,
en sekur — skuli nú líða svo illa,
að spursmál er, hvort ekki hefði
verið réttara, að hann hefði ver-
ið líflátinn.
Manni verður að spyrja: Er
mannúð Þjóðræknisfélagsins læst
niður í sömu líkkistuna og Ing-
ólfssjóðurinn?
Ætli mikill kostnaður væri við
það að fá vitneskju um afstöðu
Ingólfs, hvað hegðun snertir í
fangelsinu? Eg hefi ’heyrt getið
um menn, sem meiri líkur hafa
verið fyrir að væri sekir, hefir
verið slept á “parole”. Eftir-
tektavert finst mér, að embættis-
maður í fangelsinu skrifaði fyrir
hann bréf í þessum anda, ef eng-
inn möguleiki væri að fá lausn.
Eg vona, að þú takir það ekki
sem uppgerð, að eg segi eins og
mér býr í brjósti,- að eg hefi alt af
álitið, að þér hafi ekki síður
gengið til meðaumkun, þegar þú
hjálpaðir Ingólfi forðum, en öðr-
um, sem að því unnu. Þín var
hjáipin við 'hann stærst, svo að fá
dæmi munu svo mikillar hjálpar
frá einum einstaklingi til annars
á meðal okkar þjóðflokks, svo að
nú legg eg þessa málaumleitun
fram fyrir þig sem brjóstgóðan
mann ekki síður en lögfræðing —
að gera það, 'sem þú álítur fært
(samt þér að meinalausu), fyrir
þennan margþjáða mann, sem ó-
blíð örlög virðast hafa lagt í ein-
elti, því að það getur orðið langt
fyrir hann að bíða eftir hjájp frá
Þjóðræknisfélaginu.
Eg vona, að þú takir þetta í
sama anda og eg segi það, því að
mér er einlæg alvara.
Með vinsemd og mikilli virðing,
Þinn einl.,
Ingólfur E. Johannsson.”
Dánarfregn
Þann 8. nóv. 1928 andaðist að
heimili sínu í þorpinu Upham, N.
Dak., Guðrún Sigurðardóttir, úr
krabbameini. Hún hafði þjáðst
af sjúkdómi þessum um langt
skeið, en lá ekki rúmföst nema
rúmar tvær vikur.
Hún ar fædd 8. sept. 1845, að
Urriðavatni í Fellum, Fljótsdals-
héraði, N.-Múlasýslu á íslandi.
Foreldrar hennar voru: iSigupð-
ur Þorsteinsson og Katrín Jóns-
dóttir. Systkin átti hún tvö, er
heita: Þórunn, gift kona á Aust-
urlandi, og Jón, er býr í Upham,
N. Dak. >
Guðrún heitin fluttst frá ís-
landi til Ameríku sumarið 1887,
frá Brimnesi við Seyðisfjörð, til
Winnipeg, Man., og um haustið
það sama ár suður í íslendinga-
bygðina á Sandhæðunum 1 North
Dak. Þaðan flutti hún til Mouse
River vorið 1891 og nam þar heim-
ilisréttarland 1895, og bjó á því
landi til 1920, að hún keypti sér
heimili í bænum Upham.
Guðrún heitin var alla æfi ó-
&ift. Hún var sjálfstæð kona í
fylsta skilningi, merk í háttum
sínum, skýr og vel mentuð í ís-
lonzkum fræðum, vinnukona með
afbrigðum, fljót og vandvirk.
Hún var japðsungin 11. nóv.
i928 frá Melanktons kirkju, af
séra N. S. Thorlakson frá Moun-
tam, 0g jarðsett í grafreit bæj-
arins- I. H. J.
Sé hér ný veraldarsaga í smíð-
um, sem fáir efa, þá er ekki úr
vegi, að það brjótist ögn til raergj-
ar. Flestir þeirra tignu og spöku,
sem himgað koma sér til fjár og
frama, eiga það sameiginlegt, að
taka töluverðum stakkaskiftum á
meðan þeir eru að siglayfir hafið
til heimalanda sinna -Óðara og
þeir eru stignir af skipsfjöl við
heimastrendur, þá fer hjá þeim
að kveða við annan tón í garð
Bandaríkjanfia. Auðurinn í vestri
sá eini guð, sem dý^kaður er að
nokkru gagni. Alt þar af auði
komið og að auði orðið. Þjóðin
auðsjúk, þröngsýn og fáfróð. Eina
skynsamlega niðurstaðan fer þá
að verða sú, að fundur Ameríku
sé að verða mannkyninu til mestu
bölvunar. Ekki óhugsandi þeir
hágáfuðu í Evrópu hugsi með
sárum söknuði til þeirra tíma,
þegar hinn eldri mannheimur
trúði því, að jörðin væri flöt.
Til eru þeir mennj er skortir
þolinmæði að bíða heimkomu sinn-
ar, og senda því hið andlega góð-
gæti á uhdan sér yfir hafið. —
Um þessar mundir dvelur í Holly-
wood(!) eða þar á næstu grösum,
sjálf-merkur landi, Halldór Kilj-
an Laxnes að nafni. Hann ritar
nýverið grein í Alþýðublaðið iá ís-
landi um Upton Sinclair, og er
grein sú endurprentuð í Heims-
kringlu 30. jan. s.I. Um efni
þeirrar greinar má dæma af eft-
irfarandi klausu, er bendir á skoð-
anir höfundarins í sambandi við
Bandaríkjaþjóðina:
“Það er einkum til marks um
mentunarleysið í Ameríku, hve
garndgæfilega fólki er varnað að
aflla sér nokkra upplýsingu um
þjóðfélagsmál. í þeim efnum er
hver 100 pro cent. Ameríkumað-
ur hreinn og beinn bjálfi. Allar
þær barnalegu og úreltu hug-
myndir, sem fólk hér hefir um
þjóðfélag og stjórnmál, gera það
a.ð verkum, hve Evrópumönnum
hættir til að líta niður á Ameríku
manninn og álíta hann fífl.”
Það væri gaman og girnilegt
til fróðileiks, að sjá með stækkun-
argleri inn í þá hauskúpu, sem
soðið getur saman aðra eins lok-
leysu um þjóð, er telur yfir
hundrað miljónir íbúa. Um þjóð,
sem talin er með mestu framfara-
þjóðum heims. Um þjóð, sem á
skólastofnanir æðri og lægri, er
þola samanburð við skólastofn-
anir Evrópu, svo ekki sé árinni
dýpra í tekið. Um þjóð, er kapp-
Icostar alþýðumentun — þótt leggi
áherzluna á hið hagkvæma, sem
orðið getur einstaklingunum til
einhvers gagns í lífsbaráttunni.
En svo er varla við því að búast
um mann, er líklega hugðist fara
sigurför til Hollywood á skáld-
skaparsviði, að hann leggi mikla
áherzlu á lífsbaráttu einstaklinga
eða upppbyggilegt lífsstarf
þeirra.
Skiljanlegt er, að H. K. L. slær
þessu fram rakalaust og án nokk-
urrar viðleitni að sanna mál sitt.
öruggar sannanir hafa ekki verið
við hendina, um það bil hann var
að rita þetta. Annars held eg til-
vinnandi væri, að Vestur-íslend-
ingar sendu hann í örlítið flakk
um Bandaríkin, og veittu honum
kost á að útskýra fyrir þjóðinni,
hvað hann á eiginlega við,
með hinu stóra orði: “þjóðfélags-
mál”! — Eg sé hann í anda á al-
gengum verkamannafundi, að
halda næður um þetta mikilvæga
efni.. Get þá hugsað mér, að
margir algengir Bandaríkja verka-
menn yrðu til með að taka hann
ögn til bæna áður lyki. Ur því
færi H. K. L. töluvert að breyta
um skoðun á “mentunarleysinu í
Ameríku.”
LÖGBERG FIMTUDAGINN 14. FEBRÚAR 1929.
Bls. 5.
Við annað í ofannefndri grein
hans nenni eg ekki að eltast. Mín
vegna er H. K. L. guðvelkomið að
trúa því sjálfur, að Upton Sin-
clair sé sá eini Bandaríkja rithöf-
undur, sem lesinn sé í Evrópu!
Hvort hann fær nokkra heilvita
og enskulesandi íslendinga á ís-
Jandi til að trúa þessu, er annað
mál. Eg vona einlæglega, að það
verði ekki, — Islendinga vegna.
Að rithöfundar Bandaríkjanna
séu allir á bandi auðvaldsins, er
of strákslega flónslegt, til þess
að andlegu púðri sé eyðandi í að
mótmæla þvi — hvopt það kemur
frá H. K. L. eða Upton Sinclair.
Geta má þess, þó ekki sé það
H. K. L. til meira hróss að neinu
leyti, að umrædd grein er birt á
íslandi, svo hugsanlegt er, að höf-
undurinn hafi ekki ætlast til að
þetta kæmi fyrir augu Ameríku-
íslendinga. Eins og áður er sagt,
er greinin endurbirt í Heims-
kringlu og tekin úr Alþýðublað-
inu. Tilgangur Heimskringlurit-
stjórans er öllum augljós, Banda-
ríkjamegin. Alt í grein H. K. L.
sver sig rækilega í ætt við það,
sem birzt hefir í fréttadálkum
Heimskringlu í seinni tíð í garð
Bandaríkjanna. Hingað til hafa
Bandaríkja-íslendingar látið þann
skort á nágrannalegri kurteisi lít-
ið á sig fá. En svo má brýna deigj
járn, að bíti um síðir.
O. T. Johnson.
Canada framtíðarlandið
Verzlunar-samtök meðal bænda
eru alt af að aukast. Aðallega
gangast akurykrkjuskólar og fyrir-
irmyndarbú stjórnanna fyrir því.
Það er ekki langt síðan að bænd-
ur þurftu víðast hvar að selja af-
urðir búsins í bænum næst við
sig, og láta vörurnar, hvort sem
þeim þótti verðið, sem þeim var
boðið, fullnægjandi eða ekki. —
Oft var það líka, að peningar
fengust þá ekki, nema fyrir lít-
inn part af því, sem bóndinn
hafði að selja. Mikið af hveitinu
var selt strax að haustinu, þegar
verðið var lægst, því aðeins efn-
aðri bændur voru svo stæðir, að
þeir gætu borgað kostnað við
uppskeru o. s. frv. og aðrar
skuldir að haustinu, og geymt svo
hveitið þar til það hækkaði í
verði. Hið sama má segja um
aðrar afurðir.
iStundum var það kunnáttuleysi
eða kæruleysi, sem olli því, að
varan var í lágu verði. T. d. egg
voru send til markaðar, þó þau
væru ekki öll fersk. Það var þá
ekki verið að rekast í þvl, hvort
þau væru ný eða nokkurra daga
gömul. Verzlunarmenn urðu svo
fyrir tapi, þegar eggin reyndust
ekki eins góð og búist var við.
Þar af leiðandi gáfu þeir aldrei
mjög hátt verð fyrir þau.
Nú er komin breyting iá þetta.
Egg eru nú flokkuð og verðið,
sem 'bóndinn fær, er undir því
komið, hvaða stigi eggin ná, þeg-
ar þau eru skoðuð. Fyrir góð egg
fæst að jafnaði töluvert rneira
nú en áður og á sama tíma hafa
foændur lært, að það borgi sig
ekki, að bjóða nema góð egg til
sölu.
í Suður-Manaitoba hefir korn-
uppskeran verið léleg undanfarin
ár. Bændur sáu ekki hvernig
þeir ættu að bæta hag sinn, og
voru sumir sem álitu, að bezt
væri að flytja lengra vestur, þar
sem land væri nýtt og þar sem
uppskeruvon væri betri. En slíkt
hefði haft mikinn kostnað auk
Þá ráðlögðu búfræðingar þessum
bændum að gefa sig meira við
annara erfiðleika í för með sér.
kvikfénaðs- og fuglarækt, en þeir
hefðu gert. Þeir bentu iá, að þó
kornið væri ekki gott til mölun-
ar, gæti það verið allra bezta
fóður, og að jafnvel meiri pen-
inga mætti hafa upp úr því með
þessu móti, en með því að selja
það eins og þeir höfðu gert.
Bændur fóru svo að reyna þetta
og hefir það gefist ágætlega. Það
hefir verið aðal gallinn á búskap
manna í Vesturlandinu að þess-
um tíma, að svo margir foændur
hafa gefið sig við kornrækt að-
eins. Það eru fljótteknir pening-
ar, ef alt gengur vel. En það er
alt af hægt að byggja á að vel
gangi.
Bændur í Suður-Manitoba fóru
að rækta fugla — tyrkja og hæns
— mikið meira en áður. Sérfræð-
ingar frá búanðarskólum og fyr-
irmyndarbúum ferðuðust svo um
á haustin (þeir gera það enn) og
sýndu fólki hvernig bezt væri að
búa fuglana til markaðar. Það
þarf vist lag við þetta, og ef ráð-
leggingum er fylgt, fæst mun
meira fyrir pundið af fuglakjöt-
að, sem beztur var markaðurinn.
lögðu svo saman og sendu vagn-
hlass (carload) með járnbraut
austur til stóhborganna, eða þang-
að, sem beztur var markaðurinn.
Þetta gafst svo vel, að þessi að-
ferð að búa fuglakjöt til markað-
ar og selja það, er nú notuð víða
í Vesturlandinu. Það þurfa að
vera svo margir bændur í hverju
héraði, sem reyna þetta, að hægt
verði að senda vagnhalss þaðan
að haustinu. Þá verður flutn-
ingskostnaður minni.
Til þess að svona hepnist, þarf
bóndinn að rækta fuglátegundir,
sem seljast æfinlega vel. Búnað-
arskólar og fyrirmyndarbúin gefa
fullkomnar upplýsingar þessu við-
víkjandi. Það hefir lítinn áráng-
ur, þó bóndinn jrækti mikið af
fuglum, ef þeir eru úrkynja
(scrub) eða ómöguleg markaðs-
vara.
Ef lagið er með og ef leitað er
allra upplýsinga, er hægt að hafa
góða peninga upp úr fug*larækt-
inni.
Margt fólk, sem komið hefir
hingað frá Mið-iEvrópulöndunum,
hefir það, er hér kallast smábýli,
og býr vel. Það hefir ekki nema
nokkrar ekrur af landi, en hver
ekra er látin framleiða alt sem
mögulegt er. Það iðkar garðrækt,
og sú uppskera bregst sjaldan —
aldrei svo, að eitthvað sé ekki í
aðra hönd. Það hefir tvær eða
þrjár kýr, og svo fugla, vanalega
hefldur stóran hóp. Enn ffemur
efir það korn, nógan fóðurbætir
handa skepnunum fyrir veturinn.
Fólki, sem hefir þekkingu á garð-
rækt, vegnar vel á svona Ibújörð-
um, þó smáar séu.
Inntektir eru náttúrlega ekki
eins miklar eins og á stórbúi, en
kostnaðurinn er heldur hvergi
nærri eins mikill. Enn fremur
verður svona blettur, segjum 5—
10 ekrur, ræktaður miklu betur
heldur en þar sem landið er stórt.
Uppskeran verður, og er, tiltölu-
lega m%iri. Landið kostar ekki
eins mikið til að byrja með, skatt-
ur er ekki eins hár, og, sem sagt,
útgjöld verða öll lægri.
Austur í Ontario fylki eru nú
bændur að minka bújarðir sínar.
Það telst nú, að meðal bújörð, í
þeim héruðum, sem eru gömul og
þéttbygð sé um 100 ekrur. Og
'bændur þar græða nú meira, en
meðan þeir höfðu meira land
undir höndum. Ástæðan er sú,
að nú gefa, þeir sig við fleiru en
kornrækt — hafa mjólkurbú, bý-
flugnarækt, aldinarækt og garð-
rækt. *
Það má getá þess, að bændur í
Manitoba og Vesturfylkjunum,
eru nýlega farnir að gefa sig að
býflugnarækt. Var mikið af hun-
angi, sem framleitt var í Manito-
ba, selt haustið sem leið, og fékst
gott verð fyrir það, Þess verður
ekki langt að bíða, að fleiri bænd-
ur fari að stunda býflugnarækt
og auka inntektir sínar að mun
án mikillar fyrirhafnar.
Upplýsingar um búskap, hvar
sem er í Canada, fást hjá búnað-
arskólum, fyrirmyndarbúum sam-
bandsstjórnarinnar (Dominion Ex-
perimental Farms), og á stjórn-
arskrifstofum (Depártment of
Agriculture) í hverju fylki. Fólk
ætti að lesa þær skýrslur, sem
þar eru gefnar hverjum sem vill
kostnafcrlauast. Þeir, sem hafa í
hyggju að fara að búa, ættu ekki
að láta það hjá líða, að nota allar
þær leiðbeiningar, sem þaðan má
fá, því þær eru bygðar á reynslu,
en ekki á getgátum. — Fólk í öðr-
um löndum getur fengið þessar
upplýsingar með því að skrifa til
Dominion Experimental Farm,
Ottawa, Canada, eða til Depart-
ment of Agriculture, Ottawa,. Can-
ada. Hafi það í hyggju, að setj-
ast að í einhverju sérstöku fylki,
þá er ekki annað en að geta þess,
og munu þá sérstakar upplýsing-
ar viðvíkjandi búskap í því fylki,
verða sendar.
.v
1
1
1
&
i
I &
i Z'
i
1
CUNARD LINE
1840—19*9
Elzta eimskipafélagið, sem siglir frá Canada.
10053 Jasper Ave.
EDMONTON
100 Pinder Block
SASKATOON
401 Lancaster Bldg.,
CALGARY
270 Main St.
WINNIPEG, Man.
Gor. Bay & Wellinftton St».
TORONTO, Ont.
230 Hospital St.
MONTREAL, Que.
Cunard línan veitir ágætar sam-
göngur milli Canada og Noregs,
Svíþjóðar og Danmerkur, bæði til
og frá Montreal og Quebec.
Eitt, sem mælir með því að ferð-
ast með þessari línu, er það, hve
þægilegt er að koma við í Lon-
don, stærstu borg heimsins.
Cunard línan ‘hefir sérstaka inn-
flutningaskrifstofu í Winnipeg,
fyrir Norðurlönd. Skrifstofu-
stjórinn er Mr. Carl Jacobsen,
sem útvegar bændum íslenzkt
vinnufólk vinnumenn og vinnu-
konur, eða heilar fjölskyldur. —
Það fer vel um frændur yðar og
vini, ef þeir koma til Canada með
Cunard línunni.
Skrifið á yðar eigin máli, eftir
upplýsingum og sendið bréfin á
þann stað, sem gefinn er hér að
neðan.
Öllum fyrirspurnum svarað fljótt
g yður að kostnaðarlausu.
!
!
I
I
%/W LINE
Gjöf til Landakotskirkju
frá páfanum.
Kristlíkneski veglegt, hefir páf-
inn í Rómaborg gefið hinni nýju
kirkju í Landakoti. Líkneskið er
skorið út í sedrusvið, víða gulli
lagt og annarsstaðar málað eðli-
legum og fögrum litum. Á fót-
stalli líkneskisins hvílir jarðar-
hnöttur hjúpaður skýjum að
nokkru leyti, en ofan á honum
stendur Kristur í dýrlegum skrúða
með veldissprotá í hendi og
geislabaug um höfuð. Belti af
kórónum einum saman liggur
skáhalt yfir hnöttinn, svo seni
tákn þess, að Kristur er meiri öl!
i um konungum jarðarinnar. Hér
| og hvar fram úr skýjunum koma
fram englahöfuð, sitt með hverju
móti, en öll svo hýrleit og fögur,
að unun er á að sjá.
Þessa mynd hefir gert spánsk-
ur maður, sem Campagna^ heitir,
og hefir gjöf þessi vakið athygli
víða um lönd, og er hún talin hið
dýrasta listaverk, sem nokkru
sinni hefir til fslands fluzt. Er
myndin öll í “klassískum” stíl og
jafnast fyllilega á við Krists-
myndir fyrri alda. Er þetta, svo
sem vænta má frummyndin sjálf
og engar eftirlíkingar eru til af
henni.
Líkneski þetta verður sett á
veglegasta stað í kaþólsku kirkj-
unni í Landakoti, og á 25 ára
dvalarafmæli Meulenbergs pre-
fekts hér, var honum færður
sjóður nokkur frá söfnuði hans,
til þes að keypt yrði marmara-
súla, er líkneskinu sómdi. x.
—Lesb. Mgbl.
DÁNARFREGN.
Af því eg minnist ekki að hafa
séð neitt í íslenzku blöðunum, um
dauðsfall ekkjunnar Pálínu Sig-
urðardóttur Sveinson, sem dó á
heimili sínu í Brandon, Man., eft-
ir hádegi þann 27. des. síðastl.,
skal hennar nú stuttlega minst.
Hún hafði verið fremur heilsu-
góð alla æfi, en kendi lasleika um
hádegi þess dags, lagðf sig upp í
rúm, sofnaði bráðlega, og vakn-
aði ekki aftur, var hún dáin eftir
stuttan tíma. v.
Pálína var ekkja Ketils Sveins-
sonar, sem dó að heimili sínu í
Brandon, Man., 19. ágúst 1925.
Ketill var bræðrungur þeirra
frænda á fslandi, séra Magnúsar
Helgasonar í Reykjavík og séra
Kjartans í Hruna, og séra M.
Andréssonar, sem dó á Gilsbakka
Mýrasýslu, o. s» frv.
Ekkjan, Pálína, var dóttir merk-
isbóndans Sigurðar hreppstjóra
Pálssonar í Haukadal, er flestir,
er heimsóttu Geysir meðan Sig-
urður bjó í Haukadal, munu
minnast, og heiðurskonu hans,
Þórunnar Guðmundsdóttur.
Pálína var fædd 27. júní 1857, en
dáin 27. des. 1928, var því 70 ára
og sex mánaða gömul, þegar kall-
ið kom. Pálína var stórmyndar
kona, vildi öllum hjálpa, sem bágt
áttu eða hjálpar þörfuðust.
Hún var jarðsungin af séra
Philip Duncan, presti Union-
kirkjunnar, frá íslenzku lútersku
kirkjunni í Brandon, Man., að vrð-
stöddum flestum börnum hennar
og tengdabörnum og sumum
barnabörnum hennar, og höfðu
verið eins margir viðstaddir eins
og kirkjan rúmaði, þrátt fyrir af-
armikinn kulda, og var kistan al-
þakin blómum; sem sýndi velvild
til hinnar framliðnu.,
Jarðarförin fór fram 1. jan. s.l.
—Eins og sýnir í dánarfregn Kó
Sveinssonar í Lögb. 21. jan 1926,
eignuðust þau hjón sex börn, einn
pilt og fimm stúlkur, sem öll eru
gift, og eru nú barnabörn þeirra
framliðnu 22. hraust og vel gefin.
íslenzku blöðin í Reykjavík, eru
vinsamlega beðin að birta þessa
dánarfregn.
Brandon, 2. febr., 1929.
Vinur þeiyra látnu.
Stiles & Humphries
tilkynna sína árlegu 1 0 daga útsölu
á alfatnaði yfirhöfnum
Yanaverð
Vanaverð
Vanaverð
Vanaverð
Vanaverð
Vanaverð
Vanaverð
$25.00.
$30.00.
$35.00.
$40.00.
$45.00.
$50.00.
$55.00.
Hálfvirði
Hálfvirði.
Hálfvirði.
Hálfvirði.
Hálfvirði.
Hálfvirði.
Hálfvirði.
....$12.50
.. $15.00
.. $17.50
.. $20.00
.. $22.50
.. $25.00
.. $27.50
Winnipeg’s Smart Men’s Wear Shop .
Stiles & Humphries
201 PORTAGE AVE., Norðan við DingAvalls.
am
DIXON MINING CO., LTD.
Höfuðstóll 2,000,000 hlutir
Löggilt undir Sambandslög
Canada.
EKKERT
AKVEÐID VERÐ
Takið nú þátt
í þessum
álitlegu
námafyrirtœkj-
um í Manitoba
Óútmálanleg 'tækifæri
þar sem centin verða að
dölum.
pessir hlutir seljast fljótlega.
Kaupið strax.
VÉLAÚTBÚNAÐUR
2 Small Diamond Drills, 1 Large Drill, 1 Complete
— compressor, Outfit with Hoist, Ore Bueket, Ore
Wagon and miniature rails, 2 Complete Blacksmith Outfits, 1 Complete Assaying Outfit, 2 large Motor
Boats, 1 Barge, 2 Canoes, with Outboard Engines, Horses, Caterpillar, Snowmobile, and all necessary small
tools and equipment, also 3 Complete Camps.
TÓLF SPILDUR AF NÁMALÖNDUM
DIXIE SPILDAN
Allar nauðsynlegar byggingar og
útbúnaður. Tré hafa verið feld og
landið hreinsað og grafið niður að
málmæðum á 3000 feta svæðj og
sést af því að landið er auðugt af
gulli, silfri, blýi og kopar. Málm-
æðin sumstaðar 11 feta breið.
WAVERLEY SPILDAN
Allar nauðsynlegar byggingar og
útbúnaður. pessi spilda sýnir_að
mikið er af málmum, jafnvel
ofanjarðar á svæði, sem er 300 feta
langt og 4 feta breitt. Sýnishorn,
sem tekin eru af handa hófl, sýna
að þarna er meira en $54 af gulli,
silfri, blýi og kopar í tonni.
AÐRAR SPILDUR
pær rannsijknir, sem gerðar hafa
verið sýna að þar er að öllum lík-
indum mjög mikið af málmi.
Hérumbil 5000 ekrur af landi, sem
að öllum líkindum er auðugt af
málumum og alt nærri járnbraut-
um. Ekki langt frá Flin Flon og
Flin Flon brautinni.
100,000 hlutir er alt, scm sclt vcrður í þctta sinn.
PÖNTUNUM í 50c HLUTUM Veitt Móttaka á Skrifstofu Vorn
DIXON MINllVG
CO., 408 Parls Bldg.
LTD. WINNIPEG
eða hjá Umboðsmönnum Vorum, WOOD, DUDLEY and HILLIARD, LTD., 305 McArthur
Building, Winnipeg, Man.
/