Lögberg - 14.02.1929, Side 8
Bls. 8.
LÖGBERG FIMTUDAGINN 14. EEBRÚAR 1929.
ROBlHHOOÐMHlS
limitcd
Brauð gert úr Robin
Hood mjöli heldur sér
miIJi þe.ss sem bakað er
RobínHood
Úr bænum.
Látin er í New York borg, Mrs.
Fokker, kona flugvélaverksmiðju-
eigandans nafnkunna, dóttir hr.
Snjólfs J. Austmanns. Var hún
tæplega þrítug að aldri, mesta á-
gætiskona, að dómi allra, er eitt-
hvað kyntust henni. Er við frá-
fall hennar þungur harmur kveð-
inn að hinum aldurhnigna föður
og systkinum.
Messuboð 17. febr. — Foam Lake
kl. 2 síðd. (stand. t.). Nú eru
hlýindin að koma. Fjölmennið —
—Virðingarfylst C. J. 0.
Athygli skal hér með dregin að
því, að fjórða ársþing Hins sam-
einaða kvenféjlags Hins ev. lút.
kirkjufélags íselndinga í Vestur-
heimi, verður sett í dag (miðv.d.
13. febr.) í kirkju Fyrsta lúterska
safnaðar, klukkan 2.30 e. h. Er
þess að vænta, að þingið verði
eins vel sótt og framast má verða.
Stendur það yfir í tvo daga.
aðist þar aðfaranótt þess 20. jan.
Hún var jarðsungin frá kirkj-
unni að Winnipeg Beaeh, og lögð
til hvílar í grafreitnum í grend
við Winnipeg Beach þann 21. jan.
Séra Sig. Ólafsson jarðsöng.
Kristján Jónsson, vistmaður á
Betel, andaðist þar, þann 20. jan.
Hann var ættaður frá Skeggja-
stöðum í Garði í Gullbringusýslu.
Hann kom til þessa lands stuttu
eftir aldamót og dvaldi um hríð í
Duluth, Minn. Kristján var 72
ára er hann dó.
Hin árlega afmælissamkoma
Betel, verður haldin í Fyrstu lút.
kirkju, þann 4. marz næstkom-
andi. Það er kvenfélag safnaðar-
ins, er fyrir samkomunni stend-
ur, og þarf því ekki að efa að vel
verði til ennar vandað. Nánar
auglýst síðar.
Mr. Thor. Johnson, og Miss
Laufey Sæmundson, bæði til heim-
ilis hér í Borginni, voru gefin
saman í hjónaband þann 11. þ.m.
af séra Birni B. Jónssyni, D.D.,
að heimili hans, 774 Victor St.
Á fundi, sem Goodtemplara-
stúkan Skuld, nr. 34, I.O.G.T., hélt
þriðjud. 5. þ.m., voru eftirfylgj-
andi embættismenn' settir í em-
bætti af umjboðsmanni stúkunnar,
Gunnl. Jóhannssyni: F.Æ.T.: Ás-
björn EggertsSon, Æ.T.: E. Har-
alds, V.T.: O. G. Guðmunusson,
Kap.: Á. Jóhannesson, Rit.: Helgi
Jöhnson, A. R.: Þórh. Eyford,
F.R.: Sig. Oddleifsson, Gjaldk.:
M. Johnson, D.: Anna Eyford, A.
D.: L. Eyjólfson, V.: Sig. Mark-
ússon, ú.V.: Sigurj. Björnsson.—
Stúkan Skuld heldur nú fundi á
þriðjudagskvöldum; munið það,
Goodtemplarar, og komið á fund-
ina.
Þeir Jóhannes Pétursson frá
Wynyard, Sask. og Mr. Guðmunds-
son frá Mozart, komu til borgar-
innar í byrjun vikunnar. Var
hinn síðamefndi á leið til N. Dak.
Mr. Pétur Bjarnason frá Hecla
P.O., Man., hefir legið á spítalan-
um hér í borg frá því síðustu dag-
ana í janúar. Hann var skorinn
upp við handarmeini af Dr. Gib-
son . Er hann á góðum batavegi.
Hr. Björgvin Guðmundsson, bið-
ur þess getið, að engin söngæfing
verði í Selkirk föstudaginn þann
15. þ. m., og heldur engin í Winni-
peg laugardaginn þann 16., eða
mánudaginn þann 18.
Dr. Twéed verður stáddur í
Árborg miðviku- og fimtudag, þ.
2.7 og 28. þ. m.
WONDERLAND.
Það er sagt um kvikmvndina
“Four Walls’’, sem nú er verið að
sýna á Wonderland leikúsinu, að
ún sé fallegasta myndin, af fall-
egasta staðnum í fallegustu borg-
inni í heimi. Þetta mun ekki vera
langt frá lagi, því. myndin þessi
er afbragðs góð og skemtileg og
allir ljúka upp einum munni um
það, að þar leiki John Gilbert af-
' burða vel.
Fyrri hluta næstu viku sýnir
leikhúsið myndina “The Patriot”.
Mynd frá Rússlandi, sem er með
afbrigðum dularfull og spennandi
og öllum þykir afar mikið til
kpma.
“Ramona”, myndin sem á minna
en sex mánuðum varð heimsfræg,
verður sýnd af John S. Thorstein-
á eftirfylgjandi stöðum.
Árborg, þriðjud. 19. feb.
Riverton, miðvikud. 20. feb.
GimU, fimtudag 21. feb.
Hnausa, föstudag 22. feb.
Sagan gerist í Californíu um
miðja 19. öld, eða um það leyti,
sem gulltekjan stóð þar sem
hæst. Sagan m. a. gengur út á
kúgun Indíána og ást kynblend-
ingsstúlku til tveggja vina —
aynars Indíána, en hins af hvít-
um ættum.
Mrs. J. S. Torsteinsoií syngur
“Ramona” og mörg af gömlu,
góðu, angurblíðu lögunum, sem
við, hverfandi kynlsóðin, rauluð-
um fyrir svona tuttugu til þrjá-
tíu árum síðan — áður en “jazz-’
og “blackbottoms” tóku við stjórn-
inni. Mr. Telmer spilar á píanó.
Aðgangur 75c, 50c, 25c.
Látin á Almenna sjúkrahúsinu
í Winnipeg, Fjóla Anna Gísla-
dóttir Hördal; kona Sveinbjarnar
Teitssonar Hördal, í Riverton.
Mrs. Hördal var fædd 6. des.
1882, á Skíðastöðum í Skagafirði.
Gísli Gíslason hét faðir hennar,
en móðir hennar hét Helga. Misti
hún móður sína ung, og fór á-
samt föður sínum og seinni konu
hans, til Canada. Ólst upp í Sel-
kirk, en fór til Winnipeg og var
þar til heimilis í mörg ár. Áríð
1905 giftust þau Sveinbjörn og
Fjóla heitin. Bjuggu þau þar í
14 ár, en fluttu síðan í ísafoldar-
bygð og síðar til Riverton. J>au
eignuðust 8 börn, dóu tvð þeirra
ung, en sex eru á lífi. Hin látna
var talin merk kona og góð móð-
ir. Lengi hafði hún verið lasin
að heilsu, en varð snögglega veik,
var flutt á sjúkrahúsið og and-
DÁNARMINNING.
Guðmundur Guðmundsson var
fæddur á íslandi 7. ^ílí 1845, í
Gautavík í Reruneshreppi. í Suður
Múlasýslu. Faðir hans var Guð-
mundur Jónsson bóndi í Gauta-
vík; kona hans hét Jarðþrúður
Jónsdóttir. Þau hjón eignuðust
tíu börn; af þeim 'lifa tvö: Jón
Goodmani, Wynyard, Sask., og Guð-
laug H. Thorlakson Hensel, N.D.
Guðm. Guðmundsson dó 7. des.
1928, hjá dóttur sinni Jarðþrúði,
sem er Mrs. Heyerman og býr í
bænum Linton, N.D. önnur dótt-
ir hans, Margrét að nafni, er til
hans kom með líkið alla leið frá
Linton til Hensel, N.D., og var
það lagt við hlið konu hans í
kirkjugarði Vídalíns safnaðar,
eins og hann hafði óskað eftir, er
hann lá mjög Veikur í haust, og
jarðsungið af séra H. Sigmar, að
viðstöddu skyMfólki og vinum
hins látna. Guðm. var seinustu
heimilis í Mozart, Sask. Dóttir
tíu árin hjá Jarðþrúði dóttur
sinni; hún reyndist honum elsku-
leg dóttir í alla staði, og Mr. Hey-
erman sömuleiðis mjög vel.
Guðm. var kristinn maður, sem
hagnýtti sér guðsorð, hafði unun
af að lesa biblíuna; þráði að fá
að komast heim til drottins Jesú.
Blessuð sé sál hans í faðmi frels-
arans. — Guðm. er getið í Sögu
N. Dak. gl. 189. H. Th.
Gullbrúðkaup
áttu hinn 8. þ. m. merkishjónin
Eyjólfur Jónsson bóndi á I>óru-
stöðum á Vatnsleysustr. og kona
hans Steinunn Helgadóttir. Sama
dag voru gefin saman í hjónaband
fósturdóttir þeirra Guðríður And-
résdóttir og Guðni Einarsson
bóndi á Landakoti. Fjöldi sveit-
unga þeirra, vinir og vandamenn
voru viðstaddir. Minningarræða
fyrir gullbrúðkaupshjónunum, og
hjónavígslan fór fram í Kálfa-
tjarnarkirkju. Var svo gengið
ehim að Þórustöðum1. og gullbrúð-
kaupshjónunum afhetn skrautrit-
að ávarp frá fósturbörnum þeirra.
Þaðan var haldið að Landakoti,
heimili brúðhjónanna, beið þar
gestanna tjaldbúð raflýst og vist-
um búin borð.
Samkvæmið var hið ánægjurík-
asta, og margar ræður fluttar.
Inni beið hlýtt hús gestanna og
vandað harmonium; skemti fólk
sér þar við söng, en aðrir- stigu
dans í tjaldbúðinni. Samkvæminu
lauk nokkru eftir miðnætti, og
Jiéldu allir glaðir heim, yfir því
að hafa mætt á þessum merka
áfanga.
lEyjólfur og Steinunn byrjuðu
búskap sinn með sáralítil efni;
var ann þá 26 ára gamall og
fremur heilsutæpur fyrstu bú-
skaparárin. — Samtæk hagsýni
þeirra hjóna og staðföst iðjusemi
varð þess valdandi, að þau brátt
voru viðurkend í efnaðri og nýt-
ustu bænda röð.
Auk þess, sem þau eiga einn
uppkominn efnilegan son, voru
mörg fósturbörn þeirra, er bera
vott um, og viðurkenna hið góða
og guðrækilega uppeldi er þau
nutu hjá þeim.
Bóklega mentunin var Eyjólfi
svo sem mörgum alþýðumnnum
19. aldars útigangsfóður; þrátt
fyrir það gegndi hann ýmsum op-
inberum trúnaðarstörfum. í
hreppsnefnd starfaði hann 18 ár
og var um sex ára skeið oddviti
hennar; lágu þá miklar skuldir á
hreppnum, en eftir þau sex ár
var hreppurinn skuldlaus út á
við. Og ýmsum öðrum störfum
gegndi hann í þarfir sveitarfélags
síns. Síðustu 10 áratugi hefir
hann verið einn með hæstu gjald-
endum hreppsins.
Kona Eyjólfs er auk góðra bú-
sýsluhæfileika, viðurkend fyrir
hjálpsemi gagnvart sjúkum, bæði
mönnum og skepnum. Mun hún
um nærfelt 30 ár hafa verið bjarg-
vættur í sveit, sinni gagnvart
sjúkdómum í búpeningi; veit
bændastétt landsins, 'hve mikils
virði sú aðstoð er.
Auk ýmsra vináttu og virðing-
armerkja er mætt^ þeim á hinum
merkilega áfanga, færðu fjórir
ibróðursynir Steinunnar þeim vand
aðan legubekk, og sveitungar
þeirra og vinir færðu þeim vönd-
uð útvarpstæki.
Megi gullbrúðkaupsjónin eiga
bjart og friðsælt haust fyrir
hendi. Þau hafa í störfum sín-
um reynst og reynast enn sómi
stéttar sinnar. Á. J.
MorgbJ. 14. nóv 1928.
Aths.—Þessi gullbrúðkaupsfregn
er hér birt, samkvæmt ósk bróður
gullbrúðgumans, sem búsettur.er
að Arnes, Man. — Ritstj.
IÐUNN KOMIN.
Síðasta hefti, 12. árg. (1928) og
sendi eg það tafarlaust til allra
útsölumanna og kaupenda. Þessi
árgangur Iðunnar er yfir 400 bís.
og er það 80 bls. meira en kaup-
endur áttu tilkall til. Auðvitað
er það fyrir vaxandi vinsældir
Iðunnar, að þessi stækkun varð
möguleg, því tímarit, eins og hvert
annað fyrirtæki, á sitt líf og
þroska undir vinsældum fjöldans.
Og það er ekkert skrum eða flap-
ur þótt eg segi, að Iðunn er svo
gott rit að ÖUu samlögðu, að hún
ætti að vera velkomin á hverju
einasta íslenzku heimili hér vest-
an hafs. Verð árgangsins er að-
eins $1.80, sem borgist bara ein-
hvern tíma á árinu. Eg býð nýj-
um kaupendum sérstök kostaboð.
Öllum bréfum svarað tafarlaust.
Magnus Peterson,
313 Horace Ave.,
Norwood, Man., Canada.
Til Hallgrímskirkju.
Swan Johnson, Everson, Wash $5
iSiesselja Johnson, Vanclouver $5
Th. Laxdal, Curchbridge ....... $2
J. Jónasson, Ft. R., Wpeg...... $2
Jón Eyjólfsson, Lundar ........ $1
Stef. Ólafsson, Lundar ........ $1
Snæbj. Einarsson. Lundar .... $1
Samtals $ 17.00
Áður auglýst........ 519.10
Alls nú .... $536..10
E. P. J.
Andrés Þorbergsson, ættaður af
Tjörnesi í Þingeyjarsýslu, andað-
ist í Riverton, Man., árdegis þann
21. jan., eftir stutta legu. Hann
var ekkjumaður. Tvær dætur,
Mrs. Kristinn Einarsson í River-
ton, og Mrs. Th. Thorsteinsson i
Glenboro, eru á lífi. Andrés heit-
inn kom til Canada árið 1910 af
Húsavík og dvaldi um tíu ára
skeið í Baldur, Man., en fluttist
eftir 1920 til Riverton.
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
Amaranth, Man Akra, N. Dakota Árborg, Man Árnes, Man . . B. G. Kjartanson. . .. B. S. Thorvardson. .... Tryggvi Ingjaldson. F. Finnbogason. .. . . O. Anderson.
Bantry, N.Dakota .... SigurÖur Jónsson.
Beckville, Man .. .. B. G. Kjartanson.
Bellingham, Wash . . . Thorgeir Simonarson.
O. Anderson
Bifröst, Man Tryggvi Ingjaldson.
Blaine, Wash Thorgeir Símonarson.
Bredenbury, Sask S. Loptson
J. S. Gillis.
Cavalier, N. Dakota .. . B. S. Thorvardson.
Churchbridge, Sask. .. . S. Loptson.
Cypress River, Man. .. . F. S. Frederickson.
Dolly Bay, Man Ólafur Thorlacius.
Edinburg, N. Dakota . . . Jónas S. Bergmann,
Elfros, Sask .. Goodmundson, Mrs. T. H.
Foam Lake, Sask . . . . GuSmundur Tohnson.
Framnes, Man
Garðar, N. Dakota Jónas S. Bergmann.
Gardena. N. Dakota .. . Sigurður Jónsson.
Gerald, Sask C. Paulson.
Geysir, Man . . . Tryggvi Ingjaldsson
Gimli, Man 1.
Glenboro, Man
Glenora, Man
Hallson, N. Dakota .. . Col. Paul Johnson.
Hayland, Man: .. . . ..
Hecla, Man Gunnar Tómasson.
Hensel, N- Dakota Joseph Einarson.
Hnausa, Man
Hove, Man
Howardville, Man. t. ..
Húsavík, Man
Ivanhoe, Minn
Kristnes, Sask
Langruth, Man
Leslie, Sask.
Lögberg, Sask
Marshall, Minn J.
Markerville, AUa
Maryhill, Man
Minneota, Minn
Mountain, N. Dakota ..
Mozart, Sask
Narrow's, Man
Nes. Man
Oak Point, Man
Oakview, Man
Otto, Man
Pembina, N. Dakota . . . G. V. Leifur.
Point Roberts, Wash. ..
Red Deer, Alta
Reykjavík, Man
Riverton, Man . .
Seattle Wash
Selkirk, Man
Siglunes, Man
Silver Bay, Man
Svold, N. Dakota
Swan River, Man
Tantallon, Sask
Upham, N. Dakota .. ..
Vancouver, B. C
Viðir, Man
Vogar, Man
Westbourne, Man
Winnipeg, Man
Winnipeg Beach. Man. ..
Winnipegosis, Man
Wynyard, Sask
ROSE
THEATRE
Sargent and Arlington
Fallegasta leikhúsið í vest-
urhluta borgarinnar.
Fimtud. Föstud. Laugard.
Þessa viku
GEORGE O’BRIEN og
ESTELLE TAYLOR
í íleiknum
“Honor Bound”
einnig
“Why Saylors Go Wrong”
Mikjl tvígild sýning
Yellöw Cameo No. 9
Mánud. Þriðjud. Miðvikud.
næstu viku.
Sérlega Aðlaðandi
Wi DANCING
DAÖGTHER5’
Leikið af
k JOAN CRAWFORD og
JOHN MAICK BROWN
Comedy — News
Óvænt heimsókn.
Laugardagskveldið 2. þ. m.,
gerðu allmargir kunningjar og
vinir þeirra Mr. og Mrs. G. F.*
Gíslason, þeim heimsókn í tilefni
af því, að þau voru þá nýlega flutt
.til 'hins nýbygða heimilis síns, að
738 Banning Street hér í borg-
inni. Alls munu þessir óboðitu
gestir hafa verið um fimtíu. Þó
mundu fleiri hafa viljað vera
með, því þau hjón eru bæði vin-
sæl og vinmörg. Til minja um
heimsóknina, afhenti Dr. H. B.
Olson. þeim hjónum vandaðan
“Dinner Wagon” frá viðstöddum
vinum. Skemti fólk sér síðan við
dans, söng og veitingar, nokkuð
fram eftir nóttu.
Continuous Telephone 87 OZ5 Saturday
2-H^p’m. Wonderland .Jl'?;,.
FIMTUI). FÖSTUD. LAUGARD. þessa viku
JOHN GILBERT
“in FOVR WAELS”
with JOAN CRAWFORI)
and Vera * ordon, E»uis Natheaux, Carmel Myers
COmedy Entitled Compamoate Service and the Myatery Rlder nr. X
MÁNU, ÞRIÐJTJ og MIDVIKUD., 18., 19. o£ 20. FEBR.
EMIL JANNUVGS
“in THE PATRIOT”
Comedy Entitled Hot or Cold
Voru menn á undan Kristi hólpn-
ir á sama hátt og nú á tímum?
verður umræðuefnið í kirkjunni
nr. 603 Alverstone stræti, sunnu-
daginn 17. feb., kl. 7 síðdegis. —
Allir velkomnir.— Virðingarfylst,
Davíð Guðbrandsson.
The Cake Shop
70* Sargent Ave.
Verzlið við Cake Shop, með það
fyrir aug-um að fá ekta heimabakað
brauð. Vörur vorar mæla bezt með
sér sjálfar.
Snow Cake okkar, hver .. 25c
Hinar ágrætu Cakettes,, hver 20c,
Fást einungis í The. Cake Shop
Vér höfum dSJÍtinn kyma, þar sem
vér seljum, ye og heitt súkkulaði,
með vorri nafnfrægu Pruif Cake.
Opiö á sunnudöpum frá 11 f.h.
til 6 e.h.
RAMONA BEAUTY PARLOR
íslenzkar.stúlkur og konur. Þeg-
ar þið þurfið að klippa, þvo, eða
laga hárið, eða skera eða fága
neglur, þá komið til okkar. Alt
verk ábyrgst. Sanngjarnt verð.
251 Notre Dame Ave.
Sími: 29 409
Inga Stevenson. Adelaide
Jörundson.
MiÐSVETRARMÓT
haldið að Lundar, Man., 22.
febrúar 1929.
Til skemtana verður: Söngur,
Ræðuhöld og stuttur Leikur, o
fleira. — Inngangur 50c.
Al-jíslenzkar veitingar, svo-
sem: hangikjöt, rúllupyisa, og
laufabrauð, o. fl«, verða til sölu
á staðnum. — Hljómfærasveit
Hundarbæjar spilar fyrir dans-
ínum.
HænU ungar, sem verða beztu
varphænur í Canada; áhyrgst að
ungarnir komi allir lifandi. Skýrsla
um kyn unganna látin fylgja þeim.
Ýmsar tegundir, svo sem Leghorns,
Barred Rocks, Reds, Anconas, Min-
orcas, Wyandottes, Orpingtons 12
mánaða tilsögn kostnaðarlaust. Út-
ungunarvélar og áhöld til að ala
upp ungana. Ókeypis verðlisti.
Alex. Taylor’s Hatchery, 362 Furby
St., Winnipeg, Man.
BJÖRG FREDERICKSON
Teacher of Piano
Ste 8, Acadia Apts. Victor St.
Telephone: 30 154
PRINCESS FLOWER SHOP
Laus blóm—Blóm í pottum
; Blómskraut fyrir öll tækifæri
Sérstakl. fyrir jarðarfarir.
] 412 Portage at Kenned. 87 876
Electricálly
Hatched
BABY
CHICKS
“Fyrir afurðir, sem eg hefi selt
og það, sem eg á ðselt hefi eg feng-
ið $125.00 ágéðtr af þeim $18.00, sem
eg I apríl í fyrra borgaði yður fyr-
ir 100 Barred Rock unga,” skrifar
os^ Mrs. C. B. Denny, Milden, Sask.
Pessi vitnisburður, eins og margir
aðrir, sem oss berast án þess við
biðjum um þá, er oss sö^nnun þess.
að það borgar sig vel fyrir bændur
að fá eitthvað af vorum kynbættu
varphænum. Bók, sem er 32 bls. og
með litmyndum fáið þér gefins.
Hún gefur yður allskonar upplýs-
ingar um hænsni og hvernig með
þau á að fara. 10% afsláttur á öll-
um pöntunum fyrir 1. marz.
Hamblcy Windsor Hatcheries, Ltd.
601 Logan Ave., Winnipeg, Man.
GREAT-WEST CANADIAN
ÞJÓÐSÖNCVAR, ÞJÓÐDANSAR
OG
HEIMILISIÐNAÐARSÝNING
REGINA - - MARCH 20-23
Fjögra daga hrífandi skemtun, er
sýnir söng og heimilis-iðnað fólks
i Sléttufylkjunum.
Söngvar - hljóðfœraleikarar - alþýðudanzarar frá
20 ÞJÓÐUM
klæddir í hina skrautlegu og fögru
þjóðbúninga sína.
Heimilis-iðnaðar Sýningin, U ndir umsjón Canadian Handi-
craft Guild — en söngur og Þjóðdansar undir umsjón The
Department of Music, Canadian Pacific Railway.
Þeir, sem vilja senda muni á sýninguna, setji sig í sam-
band við Mrs. Illingworth
HOTEL SASKATCHEWAN
The Canadian Pacific Hotel at Regina, Sask.
A Strong, Reliable
Business School
UPWARD OF 2000 ICELANDIC STUDENTS HAVE
ATTENDED THIS COLLEGE SINCE 1909.
0
The Success College, of Winnipeg, is a strong,
reliable school—its superior service has resulted
in its annual enrollment greatly exceeding the
yearly attendance of all other Business Oolleges
in the whole Province of Manitoba. Open all
the year. Enroll at any time. Write for free
prospectus.
BUSINESS COLLEGE, Limited
385(4 Portage Ave. — tVinnipeg, Man.
♦