Lögberg - 14.03.1929, Blaðsíða 2

Lögberg - 14.03.1929, Blaðsíða 2
Bls. 2. LÖGBERG FIMTUDAGINN 14. MARZ 1929. Mæður, sem reynslu hafa, segja, að Zam-Buk se bezta með- alið til að græða sár og hör- undskvilla bama, vegna þess: Að það er jurtameðal—engir eitraðir litir. Að það varnar sóttkveikju— kemur í veg fyrir, að ígerð hlaupi í skurði eða brunasár. Að það er græðandi—dregup úr alla verki. Græðir ávalt. Jafn gott fyrir fullorðna. Selt í öllum búðum og hjá lyfsölum. Á Kjalvegi Ferðasaga eftir A. B. og K. B. (Framh.) Til Kerlingarfjalla. Miðvikudaginn 18. júlí var hiti mikill og sólarbirta. Eldsnemma um morguninn var uppi fótur og fit í tjaldstaðnum. Við kvöddum Hvítárvatn með trega og riðum út Fróðárdal, yfir Fúlukvísl og Hvítárnes og tókum síðan stefn- una beint á sól og Kerlingarfjöll. Við áðum í Svartárbugum við leitarmanna kofann. Mun þak hans ekki vera sem traustast, því ein okkar datt í gegn um það, þegar hún sat þar uppi og var að borða riklinginn sinn. Nú vorum við á hinum sönnu öræfum, þar sem enginn er veg- ur. Riðum við yfir grýtta hálsa og sandsléttur, þangað til við komum að vaðinu á Jökulkvísl. Er su á oft á rogasund, en nú var hun tæplega á miðjar síður, og gekk mjög greitt að komast yfir hana. Nú fór leiðin að gerast fremur torsótt. Við riðum yfir margar grýttar sandöldur, og stöðugt hækkaði landið og vegur- inn versnaði. Við stefndum á norðaustur - enda fjallgarðsins Klakks (Loðmund?).— Þegar við nálguðumst rætur Kerlingarfjalla fór útsýni að verða mjög vítt og fagurt. Þegar við litum af Kerl- ingarfjöllum og Hofsjökli, blasti Kjölur opinn við okkur, og fjöllin á Kjalvegi, Hrútafell, Kjalfell, Dúfufell og Rjúpnafell. En nú fór að bóla á Ijósbláum fjalla- tindum í miklu meiri fjarska. Voru þeir fyrst eins og örlitlar þúfur, sem bar yfir heiðarnar, en þeir stækkuðu og þeim fjölgaði eftir því, sem ofar dró. Brátt mátti glögt greina Mælifellshnúk í hánorðri, og virtist hann bera höfuð og herðar yfir fjöllin í kring. Loks komum við að rótum Kerl- ingarfjalla, norðaustanvert við Klakk. Er það austasti tindurinn á fjallgarðinum og ákaflega mjór og brattur. En nú vandaðist mál- ið. Við vorum komin í Hruna- manna afrétt, en fylgdarmenn- irnir voru allir Tungnamenn og gerókunnugir Kerlingarfjöllum. Við höfðum hugsað okkur að tjalda í Ásgarði, þar sem Daníel Bruun hafði tjaldað, en gátum ekki fundið hann. Við vorum jafnvel hrædd um að við fynd- um engan tjaldstað, af því að höfðum heyrt tröllasögur um ferðamenn, sem höfðu orðið að hverfa aftur úr Kerlingarfjöllum, af því þeir fundu ekkert gras. En eftir langa leit, komum við í mjög stóra grastorfu í krikanum undir Ásgarðsfja/lli, andspænis Klakki. Mun þar heita Klakksver. Var þar svo mýrlent, að eigi voru til- tök að tjalda, og lágu hestar okk- ar svo í, að við urðum að fara af baki og teyma þá. En í brekkunni fyrir ofan, fundum við stað, þar sem gras var þurt, og lítill lækur rann skamt fjo-ir neðan. Hér tjölduðum við stúlkurnar í fyrsta sinni hjálparlaust. Miðnætti á öræfum. Nú var farið að kvölda og kólna og var ónotalegt að sulla í ísköldu vatni eftir hita dagsins. Þegar við höfðum borðað, lágum við inni í tjaldinu og hvíldum okkur. Vorum við talsvert dösuð eftir ferðina, sumir skaðbrendir á and- liti og höndum, aðrir með höfuð- verk og hroll. Þá kallaði einhver að utan að við yrðum að koma út og sjá hvað fallegt væri. Það var liðið að miðnætti og orðið all- skuggsýnt. Tunglið var að koma upp, og yfir Hofsjökli skein ein skær stjarna (Júpíter). Við geng- um upp á Ágarðsfjall, til þess að njóta útsýnisins. Nú sáum við hinn djúpa og hrikalega Ásgarð (Ásskarð?) fyrir neðan okkur, hinum megin við fjallið Leizt okkur ekkert betur á hann, en tjaldstaðinn okkar. Ofar i fjöll- unum sáum við mynnið á Hvera- dölunum og votta fyrir nokkrum reykjum. Okkur fanst öllum hátíðleg stund, að vera um miðnæturleyti stödd uppi á fjallstindi mitt í ó- bygðum landsins. Á Langjökli lá þokubakki, dalalæðan krseið Upp eftir tindum Kerlingarfjalla. Hofsjökull var risavaxinn og skínandi hvítur í tunglsljósinu. Alt landið fyrir neðan okkur var hjúpað þunnri, silfurgrárri þoku- slæðu, sem fáeinir dökkir tindar stóðu upp úr. Það var eins og landið lægi í draumi, og einstaka fjallstindar vekti og héldi vörð. Fjallganga. Á fimtudagsmorgun leyfðum við okkur það óhóf, að so.fa til kl. 9 og að afloknum morgunverði lögðum við af stað, gangandi til Hveradalanna. Við gengum fyrst til suðurs um hálsana. Þá varð fyrir okkur Ásskarð, kolsvart og hyldjúpt, sem ómögulegt var að komast yfir. Genguð við upp með skarðinu, þangað til við fórum að sjá inn í mynnið á Hveradölun- um. Við vorum nú alveg við ræt- ur liparit-tindanna, sem gnæfðu skínandi hvítir fyrir ofan okkur. Stóðust þá A. B. og J. M. ekki freistinguna, að ráðast til upp- göngu, því Kerlingarfjöll eru með beztu útsjóparstöðum hér á landi, og ætluðu þær seinna að mæta okkur innar í Hveradölunum. Gengu þær fyrst upp fannir og skriður og gekk mjög freiðlega. Brattinn jókst óðum, og héldu þær sér við fannirnar, en urðu að fara mjög gætilega, því víða var harðfenni. Loks urðu skaflarnir svo brattir, að þær þorðu ekki að fylgja þeim lengur, en fóru út í skriðuna. Voru það ill skifti, því skriðan var svo laus, að alt, jafn- vel stærstu hnullungar, var á ferð og flugi. Skygni var orðið afleitt, svo mikil móða í lofti, að ekki sá meira úr fjallshlíðinni, en frá rótum fjallsins. Suðaustan í fjallinu var þokuslæðingur, þétt, hvít þoka í skörðunum, en þunn- ar blæjur stigu upp og svifu út um tindana. Af hræðslu við þok- una gáfu þær sér ekki tíma til að skasneiða brattann, og reyndu því í gúmmístígvélum að klifra upp þvínær snarbratta skriðuna, og sóttist það afskaplega seint. Þegar þær attu eftir á að gizka hundrað metra, steypti þoka sér alt í einu niður hlíðarnar, og áð- ur en varði, sáu þær alt gegnum gráa blæju. Þær hikuðu eitt augnablik. Beint neðan undir voru gljúfur Hveradalanna, og sáust reykir eins langt út eftir og inn eftir og augað eygði. Lengst innfrá sást dálítið stöðuvatn, og höfðu þær aldrei heyrt þes3 get- ið. Ef dimm þoka skylli á, höfðu þær engan annan áttavita, en nið- inn í Ásgarðsá. Að komast upp á tindinn var aðeins kappsmál, því jafnvel þótt þokunni létti, var mjög lítils utsýnis að vænta. Rendu þær því saknaðaraugum til tindsins, sem aðeins grilti í, gegnum þokuna, sneru síðan við og stefndu beint niður skriðuna. Gekk þeim ótrúlega fljótt niður það, sem þær höfðu klifið með miklum erfiðismunum. Hveradalir. Á meðan þessu fór fram, héld- um við hin áfram göngu okkar inn í Hveradalina. Brátt komum við fram á þverhnípta brún, og nú lágu Hveradalirnir djúpt fyrir neðan okkur, snarbrattir á alla vegu. Aðaldalurinn er eins og breitt gil eða gljúfur, og ganga þverdalir út frá honum, eins og greinar af tré. Um dalina kvísl- ast ótal lækir, heitir og kaldir, er falla í Ásgarðsá, sem streymir út eftir aðaldalnum. Fyrir sunnan tekur við einn af tindum Kerling- arfjalla, þakinn sköflum, er víða teygja sig alla leið niður í dalina. Alt er landið sundur grafið af hverum, og stíga hveravatns gufu- strókar upp úr botni dalanna, hlíðum og jafnvel upp úr miðjum sköflum. Var eins og ótal eim- lestir væru þama á ferðinni. Við byrjuðum nú að klifrast niður, með lífið í lúkunum. Jarð- vegurinn var gulleitur, sumstað- ar mjög sleipur, og allstaðar sauð og bullaði fyrir fótum okkar. Við óðum yfir Ásgarðsá og sluppum að eins við að verða stígvélafull. Svo reikuðum við lengi um hóla og afdali, og það í sannleika ein- kennilegt landslag. Við nálguð- umst margan vellandi pyttinn með hálfum huga, dauðhrædd um að við kynnum kannske að stíga niður úr skorpunni. Hvenær eru allir gufuhverir, ekkert vatn sést, aðeins djúpur hylur, sem bullaði og sauð niðri í og gufu- stróka lagði upp úr. Sumsstaðar titraði jörðin, og gufa spýttist út úr ótal smágötum. Á stöku stað hafði gufan holað undan sköflum og víða lagði reyk beint upp úr snjónum. 1 mölinni tíndum við upp brennisteins kristalla, hrafn- tinnu og mislita steina. Daniel Bruun segir, að litum ægi hér saman í ‘de mest skrigen- de Disharmonier. der vilde danne glimrende Decorationer til Hel- vede”. En þótt litbrigðin séu hér óteljandi, gátum við eki séð, að þær særðu augað. Einhver okkar sagði, að ef Helvíti væri líkt þessu, mundi lítið vera að því að fara þangað. — Loks komu þær J. IM. og A. B. ofan af. fjallinu og slógust í hópinn. Gáfum við okk- ur nú enn um stund óskift að því, að skoða Hveradalina. Litirnir eru allstaðar ljósir, bæði á lípar- ít-mölinni og hveraleirnum, sem víða myndar stóra hóla. Eru þarna öll litbrigði af rauðu, bleiku, brúnu og gulu, alt lit- skrúð haustsins á steinum og leir. Kringum hverina koma fram lit- brigði af grænu , bláu og fjólu- bláu. Af gróðri er ekkert nema hvanngrænar mosaskellur á stöku stað. Yfir þessu ljósa litskrúði hinnar dauðu náttúru, gnæfa ljósir tindar úr líparít og snjó. Hveradalirnir eru hin stórkost- legasta “Fantasie,” sem jarðhit- inn hefir skapað hér á landi, lit- rænt listaverk, skapað úr grjóti, leir og snjó. Hin þindarlausa starfsemi gufunnar, titringurinn og vellið minna á æðaslög lifandi veru. En staðurjnn er ljós og fagur. Þannig var hann að minsta kosti eins og við sáum hann í 'sólarbirtunni 19. júlí í sumar. Þjófadalir. Var nú haldið áfram upp í Þjófa- dalina. Þeir eru eins og grösug- ur sveitadalur, mitt í óbygðunum. En ekki er landslag þar mikil- fenglegt. Dalurinn er umkringd- ur af grösugum hlíðum og lágum hnúkum, t.d. Rauðkolli. Hrútafell sést aðeins, en Langjökull er hul- inn bak við hálsana. — Við áðum þarna í tvo tíma. Flestir lágu og hvíldu sig, og vildu ekki hreyfa sig, þótt gull væri í boði, því hit- inn var svo mikill, en A. B. og E. V. og Hammer gengu upp á hál3- inn fyrir ofan, til þess að sjá of- an í Fögruhlíð. Var sú ganga erfið í hitanum, en hún borgaði sig, því ofan af hálsinum var hið fegursta útsýni. Fagurhlíð naut sín að vísu ekki svo langt að. En þau stóðu andspænis hinu hrika- legasta landslagi. Þau sáu inn í krikann milli Hrútafells og Larg- jökuls. Langir og mjóir skrið- jöklar teygðu sijf niður í djúpið fyrir fótum þeirra, en uppi yfir gnæfðu fannhvítar jökulbungur við heiðan himin í skínandi birtu. Þegar þau komu niður, voru teknar upp tvær ananas-dósir, og hefir okkur aldrei þótt ananas jafn gott. — Var svo riðið norð- ur eftir dalnum og yfir all-bratt- an háls, sem nefnist Þröskuldur. Urðum við að teyma hesta okkar upp hálsinn. Af þröskuldi er fagurt útsýni noður yfir Kjal- hraun. Úti í hrauninu sést hin mikla eldborg Strýtur. — Nú var riðið áfram eftir slétt- um og vel vörðuðum vegi. Eftir nokkra stund komum við að á. Hún var bæði lítil og grunn, en okkur þótti hún stórmerkileg, af því að hún rann til norðurs. Hingað til höfðu allar ár og lækir runnið suður á bóginn, til Hvítár. — Þessi lækur var hinn fyrsti, sem á vegi okkar varð, sem bar vatn sitt í áttina til Blöndu. Við vorum komin yfir vatnaskilin. Við vorum á Norðurlandi. Brátt fór- um við að sjá reyki og eftir skamma stund vorum við komin á Hveravelli. Hveravellir. Það er mjög látið af því sunn- anlands og norðan, hve fagurt sé á Hveravöllum, en það er ekki fegurra þar en svo víða annars- staðar á öræfunum. Landslag er þar opið og víðsýnt til norðurs, FYRIR ÞÁ, SEM EIGA BÁGT MEÐ AÐ SOFA. Þeir menn og konur, sem eru þreytt og úrvinda, þegar þau fara á fætur á morgnana, af því þeim hefir verið varnað svefns, ættu að reyna Nuga-Tone. Þetta meðal vinnur kraftaverk og það stund- um á fáum dögum. Það styrkir taugarnar og vöðvana; bætir mat- arlystina og meltinguna; eyðir gasi í maganum, læknar hægða- jeysi, nýrna- og blöðru- sjúkdóma, höfuðverk, svima og verki í líkam- anum og fleira þvi um líkt Mr. August Mitchell, McMillan, Mich., hefir sömu sögu að segja eins og þúsundir annara manna, sem reynt hafa þetta undra með- al. Mr. Mitchell segir: “Eg naut ekki hvíldar í rúminu, hafði bein- verki og eg var mjög magur. Nuga-Tone hefir gert mig að nýj- um manni og mér finst eg vera ungur aftur. Nú gengur ekkert að mér.” — Sú staðreynd, að Nuga-Tone reynist svona vel, ætti að vera nægileg til þess að þú reyndir það, ef eitthvað gengur að þér. Nuga-Tone fæst allstaðar, þar sem meðul eru seld. Ef lyf- salinn skyldi ekki hafa það við hendina, þá láttu hann útvega þér það frá heildsöluhúsinu. en hvergi nærri eins stórfengilegt og við Hvítárvatn og Kerlingar- fjöll. 1 suðri er Kjalhraun svart og úfið. Hækkar það til suðurs og eru Strýtur efst á bungunni. Þessi einkennilegi eldgigur, sem sést svo víða af Kjalvegi, lítur tilsýndar út eins og tveir smá- hnúkar; annar breiður og kúpt- ur, hinn eins og mjór drangur. Milli Langjökuls og Hofsjökuls sér á bygðafjöll norðanlands, frá Húnavatnssýslu , alla leið austur í Þingeyjarsýslu.—Hverirnir eru í Þingeyjarsýslu. Hverirnir eru allir á litlu svæði, lágri, gróðurlausri bungu. Þaðan heyrist vella í vatni og leðju, og hvæsið í gufu, og upp úr henni leggur ótal reyki. Út frá hverasvæðinu liggja sprungur og lækir, sem rýkur upp úr. Um- hverfis hverabunguna eru grös- ugir móar. — Við höfðum heyrr, að tveir þýzkir vísindamenn lægi við á Hveraöllum, og hefði okkur þótt gaman að hitta þar aðra úti- legumenn. Við sáum tjöld þeirra fyrir norðan hverina, en sjálfir voru þeir ekki heima, og varð því Hammer, sem þekti þá, að láta sér nægja að skilja eftir nafn- spjald sitt í tjöljdum þeirra. Við reistum tjöld okkar fyrir sunnan hverina, rétt hjá sæluhúsinu. — Gengu nú allir til hveranna, en í ýmsum erindum. Karlmennirnir fóru til að litast um, J. M. og K. B. til að þvo þvott og A. B. og Brid- get til að hýða kartöflur og elda mat. Vestast á hveraburigunni fundum við lítinn hver með hárri við þess, að hafa volgt vatn, í vel fallinn til þess, að elda í, og rétt hjá var annar, með volgu vatni. Hér voru handklæði og þurkur þvegnar og kartöflur hreinsaðar og hýddar, og nutum við þess, að hafa volgt vatns í stað ískalds, eins og við áttum að venjast. A. B. átti að sjá um matreiðsluna þetta kveld. Átti hún erfitt með að koma kartöflu- pottinum fyrir í hvemum svo vel færi, og kom þá Ströyberg til að hjálpa henni. En þau voru svo ó- heppin að velta um pottinum, svo að allar kartöflumar duttu ofan í hverinn. Mændu þau saknaðar- augum á eftir þeim, því þetta voru síðustu karftöflurnar okkar. — En hverinn var svo almenni- legur, að gjósa þeim öllum upp aftur hverri á fætur annari. Og lögðust þá A. B. og Stöyberg á hverbarminn, vopnuð með skeið- um, og gripu þær glóðvolgar, þeg- ar þær komu upp. Hafði þetta æfintýri ekki orðið kartöflunum að neinu meini, aðeins flýtt fyrir suðunni. Að lokinni máltíð, fengum við fyrst næði til þess, að skoða hver- ina. Eru þeir fjöldamargir, stór- ir og smáir, vellandi leirhverir, hvæsandi 'gufuhverir og tæriir vatnshverir. Sumir eru kulnaðir út en aðrir virtust vera í fæð- ingu. Engan hver sáum við gjósa hærra, en nokkra sentimetra. Mest bar á vatnshverunum, og em sumir þeirra forkunnar fagrir. Fegurstur er bláhver með djúp- bláu vatni, miklu blárra en í Geysi. Yzt í skálinni er vatnið ljósblátt, en liturinn dýpkar eftir því sem nær dregur miðjunni, og verður að bláma svo einkennileg- um og fögrum, að ekkert okkar hafði fyr séð slíkan. Nálægt Blá- hver er lítill hver, með fagurlega lagaðri ljósgrænni skál„ sem glitraði á eins og smaragða. Bar mest á þesum litum um keldið, minna næsta morgun í sólarbirtunni. Við skoðuðum rústirnar af kofa Eyvindar, og Eyvindarhver og reikuðum um hóla og hraunborg- ir. Langaði okkur mjög til að ganga upp á Strýtur, en héldum að það mundi taka of langan tíma. Það er hlýlegt á Hvera- völlum, og fanst okkur á þessu fagra sumarkvöldi, að við hefðum getað borið hlutskifti Höllu og Eyvindar, ef þau hefðu altaf mátt vera á Hveravöllum. Um nóttina var vellið í hverun- um værðarhljóð okkar í stað lækj- arniðsins, sem hingað til hafði sungið okkur í svefn. Skilnaður. Næsta morgun fórum við mjög snemma á fætur. Við þurftum að skifta sundur því, sem eftir var af matvælunum, því að nú fór skilnaðarstundin í hönd. Vistir voru orðnar af skornum skamtv, en samt vildum við í engu spara til hinnar síðustu sameiginlegu máltíðar. Þetta var undurfagur morgunn, tært loft og ágætt skygni. Norð- lenzku fjöllin sáust mjög vel. í miðju sást Mælifellshnúkur og bar hann langhæst. Báðum meg- in við hann sáust Skagafjarðar- fjöllin. Lengra til vesturs sáust stöku tindar, og bar mest á ein- um, sem mun hafa verið Jörund- arfell í Vatnsdal. Lengra til aust- urs sást allhár fjallgarður með hvössum tindum, sem hlaut að vera Eyjafjarðarfjöllin. Svo tók við annar, með löngum, flötum bungum, sem líkist mjög fjöllun- um fyrir vestan Bárðardal. — Alla bar tinda þessa skýlausa við heiðan himin, og veðurblíðan virtist ríkja á öllum Norðurlands heiðum, og langt norður fyrir fjöllin, sennilega út á hin yztu andnes. Við öfunduðum karlmenn- ina, sem áttu að halda áfram norður á bóginn. Við urðum að kveðjast og stíga á bak. Við stúlkurnar og Guð- laugur riðum fyrst í suður, og karlmennirnir stóðu og veifuðu vasaklútunum. Síðan stigu þeir á bak og riðu til norðurs. Lest- irnar voru nú orðnar tvær og óð- um víkkaði þilið milli þeirra. Á hverju leiti snerum við okkur við og hver hópurinn veifaði til ann- ars. Loks sáum við lest karl- mannana bera við himin uppi á háu leiti. Voru hestar og menn þá orðnir smáir í fjarlægðinni. Við staðnæmdumst og veifuðum í síðasta sinn. En við gátum ekki séð, hvort veifað var á móti. Svo hurfu þeir út á norðurheiðarnar, og við snerum suður Kjöl. En okkur langaði meira í áttina til hinna ljósbláu fjalla. (Niðurl. næst.) Dvergur í Filippseyjum Mr. John M. Garvan, er írskur mannfræðingur, sem verið hefir um tuttugu ára skeið í Filipps- eyjum og öðrum eyjum þar í grend, til að rannsaka frumþjóð- irnar á þeim svæðum. Hann hefir nýlega birt skýrslu um dverga þá, sem enn eru í Fil- ippseyjum, og munu vera sá mannflokkur, sem einna minstar sagnir hafa farið af áður. Segir hann, að þeim svipi að sumu leyti til dverganna í Afríku, Suður- Ameríku og Nýju Gineu. Þeir eru feimnir og viðmótsgóðir, en eru mjög frábitnir kynnum við ó- kunnuga, sem þeir hafa þó enga löngun til að ráða af dögum, en vilja einungis forðast. Þeir fara huldu höfði um skóga, fjarri öll- um mannabygðum, eða hafast við í fjallahlíðum, þar sem sízt er von annara þjóðflokka. “Þeir eru,” segir Mr. Garvan, “meinlausastir allra þeirra mann- flokka, sem eg hefi kynst þar um slóðir. Ef gert er á hluta þeirra, gera þeir ekki annað en að halda brott og koma aldrei aftur. Heim- ilishættir þeiira eru mjög lofs- verðir. Heita má, að hvergi sé fjölkvæni þeirra á meðal og hjónaskilnaðir eru fátíðir. Ekki tíðkast þar einlífi meðal þeirra, sem komist hafa til fullorðinsára, og allir hafa löngun til þess, að ala önn fyrir fjölskyldu. Sveinar og meyjar alast upp hvort í sínu lagi, þangað til þau ná hjúskap- araldri, en fólk af sama ætt- stofni gengur aldrei í hjónaband. Karlriienn kjósa sér konur af ætt- stofni nábúa sinna, og konur velja sér eiginmenn með sama hætti. Skipulag er þar alt háð ættfeðra - stjórn. Dverga -f jöl- skyldurnar halda hópinn. Afi og amma búa saman ásamt börnum sínum og barnabörnum, og er elzti karlmaðurinn jafnan talinn höfuð hverrar ættar. Hver fjöl- skylda á sér sérstakt skýli, en þær fara saman úr einum stað í ann- an, veiða saman og búa í sátt og samlyndi, eins og ein stór fjöl- skylda.” Mr. Garvan lýsir drengjunum svo, að þeir sé 4—5 feta háir, eigi sér ekki hús eða jarðnækði, gangi naktir og sé hrokkinhærðir, eins og svertingjar, flatnefjaðir og dökkbrúnir á hörund, en aldrei svartir. — Ekki verður að svo- stöddu sagt, hve margir þeir eru, því að þeir búa á víð og dreif, þar sem óhægt er að komast að þeim. En gizkað er á, að þeir muni verá full 15,000. Þeim er eiginlegast að búa í skógum og lifa af gögnum þeirra og gæðum. En hvorki reisa þeir sér kofa né hús, með því að þeir eru föruþjóð að eðlisfari. Þeir reika úr ein- um stað í annan og leita sér á- vaxta og veiðidýra. Flestir nota þeir boga og örvar til veiða, en sumir hafa blásturspípur, sem einskonar spjótum er blásið úr. Örvunum er aftast dýft í eitur, sem dregur mátt úr dýrunum á skammri stundu, án þess að kjöt- ið verði skaðvænlegt til mann- eldis. — Þótt þeir séu friðsamir, feimnir og góðlátlegir í um- gengni, þá eru þess þó dæmi, að þeir hafi gripið til vopna og var- ist grimmilega gegn óvinum, sem á þá hafa leitað. Um mörg ár áttu þeir í höggi við fyrstu landnem- ana, sem þangað komu frá Spáni og reyndu að þröngva þeim til þess að fara úr skógunum og vinna stritvinnu hjá Evrópu- mönnum. Karlmenn stunda veiðar, en konur grafa upp rætur og mat- reiða. Lítilfjörleg svefnskýli eru | BAKIÐ ö í YÐAR EIGIN ± ffi g BRAUD meí I ROTAL CAKES Sem staðist het- ir reynsluna nú yfir 5o ár gerð úr röftum eða mjúkum tág- um, sem ofnar eru saman, og er eigöndum engin eftirsjón að þeim þegar þeir fara úr einum stað í annan til veiða. Þeir eiga enga muni aðra en pottá, boga og örv- ar, og leggja ekki hug á að eign- ast neitt annað. Helgisiðir þeirra éru fólgnir í fáþrotnum minn- ingar-athöfnum um látna menn; þeir trúa á anda framliðinna og óttast þá. Fáar ættkvíslir trúa á almáttuga veru, og hyggur Gar- van, að það sé vegna þess, að þeir þekki ekki höfðingja eða for- ingja. Hann segir enn fremur, að þótt dvergar þessir sé feimnir, þá reynist þeir gestrisnir og hjartagóðir, þegar aðkomumenn hafi náð hylli þeirra með kurteis- legri umgengni og góðvild. — Vísir. IÐJUMAÐURINN Tileinkað minningu Guðlaugs Kristjánssonar. Dáinn 8. maí 1928, Wynyard, Sask. Eg þekti gamlan, gráan hal, er gátum lært af, þú og eg, með viðmót hlýtt og vinar-tal, þó væru störf hans hversdagsleg. J7ví alt í kringum öldung þann fanst einlæg nægjan hitta mann. Og lúið, bogið bak hans var og brúniri þung og hrukkugjörn, og höndin dökka hnúta bar, úr harðri sókn, og langri vöm'. En jafnt í blíðu og beiskju dans þú bros sást leika í augum hans. Og ef þú spurðir aldinn mann, hvar öll hans nægja kæmi frá, þér djúpt íí auga hugði harin, með hægu brosi sagði þá: “Á grön mér sérð, eg gamall er, en gleðin jafnan fylgir mér.” “Mér mætti stundum sorgin sár, og svart og stormtrylt skýjavaf. J?að hrökk af augum tár og tár. —En tíminn engar hvíldir gaf, og þörfin æ til þyngra starfs mér þrýsti’ á náðir iðjuhvarfs.” “J7ú sérð, að elliár eg ber, og æfihark og raun og mein. En eg gat aldrei unað mér þar ýlda og fýla á svipum skein, því það kemst engin iðja að, ^ né andleg gleði' á slíkum stað.” “En iðjan lyftir ljósum þeim, er lýsa gegn um myrka nótt, og vísar hverju hjarta heim til hærra starfs, á meiri þrótt. í Mknarskauti iðju er það alt, er gleði veitir mér.” “Jlar hefi eg fundið friðinn' þann, er fylti lífskjör nægju með, og þar eg orku o& þróttinn fann, er þorði að eggja sturlað geð. Nú iðjugullsins gjöf eg á, þá gleði, er lýsir innan frá.” Eg horfi á vestrið. Blámans braut er björt, með sólarlagsins skraut, sem opið veldi víðblámans með viðhöfn' fagni komu hans. Og þetta víða, háa haf af himinvídd, þér iðjan gaf. Hver geisli iðjugull sem skín um gengnu æfisporiri þín. Hve endalaus og eilífð skrýdd Versæll! Haf þökk! Um þína gröf Ver sæll! Haf þökk! Um þín sröf rís það, sem brúar dauðans höf. T. T. Kalman.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.