Lögberg - 14.03.1929, Page 8

Lögberg - 14.03.1929, Page 8
Bls. 8. LÖGBERG EIMTUDAGINN 14. MARZ 1929. i ABYGGILEG PENINGA TRYGG- ING í HVERJUM POKA. Robin Hood hveitimjölið er malað úr bezta úrvals vorhveiti—því bezta af upp- skerunni í Vestur-Canada. RobínHood FI/OUR sTflqur// fft ^BlNH00DMHlS Snemma í síðastliðnum mánuði urðu þau Mr. og Mrs. Ingvar Gíslason, Reykjavík, Man fyrir því mikla tjóni, að íbúðarhús þeirra, stórt og sérlega vel vand- að, brann til kaldra kola. Eldsá- byrgð mun hafa verið nokkur á húsinu, en tjón það, er þau urðu fyrir, Var samt sem áður mjög tilfinnanlegt. Mr. Ragnar J. Johnson er nú aftur til þess búinn að gefa sig eingöngu við lögmannsstörfum sínum, sem hann um tíma hafði ekki getað sint nema að litlu leyti, vegna annara starfa. Skrifstofa hans er eins og áður að 704 Min- ing Exchange Building. Sími: 21 033. Á föstudaginn í vikunni sem leið, dó á Almenna spítalanum hér í borginni Egill Þorkelsson, frá Arnes, Man., 64 ára að aldri. Hinn 8. þ.m. dó að heimili son- ar síns, Mr. E. Erlendssonar, 704 Home St., hér í borginni, Erlend- ur Guðmundur Erlendsson, 68 ára. Hann átti lengi heima í Langruth, Man. Jóns Bjarnasonar skóli hefir gert ráðstafanir til þess, að nokk- ur erindi verði flutt í skólanum á því skólaári, sem nú stendur yf- ir. Eru þau ætluð almenningi til skemtunar og fróðleiks og er öll- um boðið að koma og hlusta á þau, meðan húsrúm leyfir. Hið fyrsta af þessum erindum flutti Mr. Jón J. Bildfell á laugardags- kveldið í vikunni sem leið. Hann er nú nýkominn úr snöggri ferð til íslands og sagði hann mjög vel og greinilega og skemtilega frá mörgu^ sem fyrijr augu og eyru bar á ættjörðinni. Lét hann hið bezta yfir líðan fólks þar yfirleitt og þeim miklu framför- um, sem þar hafa orðið síðari ár- in. Eru allar slíkar fréttir af ættjörðinni öllum ísjendingum ávalt gleðiefni, hvar sem þeir eru. Eins margt fólk var þarna saman komið, eins og húsrúmið þægi- lega leyfði og er vonandi, að þessi lofsverða tilraun skólans, að fræða og gleðja almenning, hepn- ist vel og verði vel tekið. Forseti kirkjufélagsins, séra K. K. Olafson, kom til borgarinnar í vikunni sem leið á leið til Min- neapolis, Minn. Hann kom aftur að sunnan á mánudaginn í þess- ari viku og fór heim til sín á þriðjudaginn. Á miðvikudaginn í vikunni sem leið, andaðist Mrs. Halldóra Taddy, 27 ára að aldri, að heimili móður sinnar, Mrs. Sólrúnar S. Goodman, 639 Lipton St., hér í borginni. Jarðarförin fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju á mánudaginn. Séra Rúnólfur Mar- teinsson jarðsöng. Mr. Björn Hjálmarsson frá Wyinyard, Sasty, iskólaumsjónar- maður, og frú hans, hafa verið stödd í borginnii undanfarna daga. Guðsþjónustur boðast í Asham Point skóia, sd. 24. marz, í Ralph Connor skóla, við Silver Bay, á páskadaginn. Tekið til kl. 2 e. h. á báðum stöðunum. S. S. C Mr. Gunnlaugur Björnsson frá Leslie, Sask., hefir dvalið í borg- inni nokkra undanfarna daga í kynnisför til ættingja og vina. Hann hélt heimleiðis um miðja þessa viku. Messað verður 17. marz í Foam Lake, Sask., kl. 2 e. h. Allir vel- komnir. C. J. O. Eftir 20 daga legu á almenna þjúkrahúginu hér (í Winniþeg, andaðist þar, 26. febr., húsfreyja Kristín Magnúsdóttir Einarsson, eiginkona Árna Einarsonar að Clarkleigh, Man. Innvortis mein, sem hún hafði lengi þjáðst af, varð hennar banamein. Kristín var ættuð úr Snæfellsnessýslu á íslandi'l alin upp í Dalasýslu, kom til Ameríku um árið 1893 og giftist Árna Einarssyni 1896. Áttu þau um hríð heima í grend við Lariviere,v Man., en árið 1899 fluttu þau á landið þar sem þau hafa búið síðan, einar þrjár míl- ur norðvestur af Clarkleigh. — Þau eignuðust 5 börn; lifa fjög- ur þeirra, ðll fullorðin og auk þeirra ein fósturdóttir. Þau eru: Mrs. Lilja Bjarnason, Wynyard, Sask.; Mrs. Hólmfríður Fines, Riceton, Sask.; Albert, hóndi í nágrenni við föður sinn; Frið- geir, heima hjá föður sínum, og Mrs. Elínborg Bedford (fóstur- dóttir), Killarney, Man. Kristin sál. var jarðsungin af séra Rúnólfi Marteinssyni, sunnu- daginn 3. marz og voru gömlu ná- grannarnir þar viðstaddir. Kristín sál. var myndarkona og kristin. Hún var glaðlynd og gestrisin, annaðist heimili sitt og ól upp börn sin með snild, enda eru þau öll mannvænleg, með hellbrigða lífskoðun. Að henni er mikill söknuður. Skáldkonan góðkunna, Mrs. Laura Goodman Salverson, flytur erindi um skandinaviskar bók- mentir í Fyrstu lút. kirkju, þann 3. april næstkomandi. Er frúin á leið til Toronto um þessar mundir, í fýrirlestra erindum. Samkoma hennar hér, verður nán- ar auglýst siðar. Mánudaginn þann 11. þ.m., gaf séra Björn B. Jónsson, D.D., sam- an í hjónaband að heimili sínu, 774 Victor St., þau Mr. W. J. Hellis, frá Killarney, Man., og Miss Mary Björnson frá Cypress River. Verður framtíðarheimili ungu hjónanna í Killarney, og fara þau þangað á föstudaginn. Athygli fólks skal vakin á aug- lýsing þeirri, er birtist á öðrum stað hér í blaðinu, um sjónleik þann, er sýndur verður 19. og 20. þ. m. Leikurinn er sagður skemti- legur og ættu menn að fjölmenna til hans. Blaðið Manitoba Free Press, lætur þess getið, að allmikill elds- voði hafi átt sér stað í Elfros, Sask., (rétt fyriir síðustu helgi. Brann þar að sögn lyfjabúð þeirra Pálssons bræðra, ásamt tveimur öðrum nærliggjandi byggingum. Tjónið’ metið á $25,000, að því er téðu blaði segist frá. Walker Leikhúsið. Þegar Dumbells leikflokkurinn kemur til Walker leikhússins á fimtudaginn, þá hefir hann alveg nýjan söngleik að bjóða fólkinu. Er flokkurinn nú að leika þennan leik víðsvegar í Canada og þyk- ir allstaðar mjög mikigð til hans koma. Annars er ekki mikil þörf að mæla með Dumbells leikflokkn- um, því hann er nú orðinn svo alþektur og hefir svo oft og vel skemt mörgu fólki í Winnipeg, ekki síður en annars staðar, og flokkurinn hefir aldrei haft betra fólki á að skipa heldur en ein- mitt nú. Flokkurinn verður í Walker leikhúsinu 15., 15. og 16. mánaðarins. Nýstárleg kveldskemtun Mánudagskveldið þann 18. þ. m., efnir söngflokkur Fyrsta lút- erska safnaðar til nýstárlegrar skemtunar í sunnudagsskólasaln- um, kl. 8.15. Verður samkoma þessi næsta frábrugðin því, sem alment viðgengst uift samkomur vor á meðal, en þvi má fólk óhætt treysta, að hér er um alveg á- gæta skemtun að ræða. Auk söngflokks kirkjunnar, sem er hvorttveggja í senn ágæt- lega mannaður og vel stjórnað, skemtir einnig eftirgreint fólk, sem alt nýtur hins bezta álits á sviði hljómlistarinnar Mrs. Ro- land-Graham; Miss Eva Eagleton; Mr. Geo. Cranston; Miss Ada Her- manson; Miss R. Thorgeirson, Arnold Johnston og Mr. Zimmer- man. • Aðgangur kveldskemtunar þess- arar er ókeypis, en samskota verður leitað. Söngflokkur Fyrstu lút. kirkju verðskuldar, að hvert einasta sæti verði skipað í sunnudagsskóla- salnum, þetta áminsta kveld. — Getið skal þess og, að veitingar verða framreiddar á staðnum. ______ 9 Mr. og Mrs. Ingvar Gíslason, frá Reykjavík, Man., voru stödd í borginni í vikunni sem leið. Þakkarávarp. Inniíegasta þakklæti viljum vér tjá öllum hinum mörgu vinum og nágrönnum, sem auðsýndu okkur hjálpsemi oð hluttekningu í sam- bandi við sjúkdóm og fráfall okk- ar elskaða ástvinar, eiginmanns og föður, Alberts Oliver. Einnig fyrir blómkransa, er lagðir voru á kistu hans og minningargjafir í Blómsveigasjóð. Guð blessi þau félög og einstaklinga, sem hlut eiga að máli, og endurgjaldi kærleikann, sem tóku þátt með oss í sorginni og vildu á allan hátt heiðra minningu hins látna. Brú, Man., 8. marz 1929, Mrs. Lilja Oliver, og fjölskyldan. The Wawaftesa Insurance Com- pany, hélt ársfund sinn í Wawa- nesa, Man., hinn 5. þ. m. Hefir nú eldsábyrgðar félag þetta starf- að í þriðjung aldar og tekið mikl- um vexti og framförum, eins og sjá má af skýrslu þeirri frá fé- laginu, sem birt er á öðrum stað í blaðinu. Ber það órækan vott um vinsældir félagsins og traust almennings á því, að viðskifti þess fara stórkostlega vaxandi ár frá ári. Fólk ætti að kynna sér ársskýrslu félagsins í þessu blaði. Mr. C. B. Johnson frá Glenboro, Man., var staddur í borginni í vikunni sem leið. Wonerland Leikhúsið. Myndir þær, sem Wonderland leikhúsið auglýsir á öðrum stað í blaðinu og sem sýndar verða seinni part þessarar viku og fyrri part næstu viku, þykja sérlega vel valdar og skemtilegar. Það er reglulega skemtilegt að sjá Chester Conklin og Thelmu Todd í “The Haunted House” og eins May McAvoy og Conrad Nayel í myndinni “Caught in the Fog.” Rose Leikhúsið. Kvikmyndin, “The Freedom of the Press”, sem Rose leikhúsið sýnir þrjá síðustu dagana af þessari viku, sýnir betur en nokk- ur önnur kvikvmynd viðureign blaðamanna við það fólk, sem er að brjóta lögin og fer hálfgert huldu höfði Af henni geta menn séð, að blaðamennirnir vinna af- ar mikið þarfaverk. Lewis Stone leikur aðal hlutverkið. ROSE Fimtud. Föstud. Laugard. Þessa viku Mikil tvígild sýning “The Freedom o£ the Press’’ með LEWIS STONE einnig “THE ICE FLOOD” með KENNETH HAKLAN og VIOLA DANA “TERRIBLE PEOPLE NO. 3" * Fallegasta leikhúsið í vest- urhluta borgarinnar. Sargent and Arlington Mánud. Þriðjud. Miðvikud. næstu viku. “The Irresistible Lover” með NORMAN KERRV og LOIS MORAN Einnig HOUSE PETER’S í “PRISONERS OF THE STORM” Comedy - - News Vanalegt verð— SOUND with MUSIC. Þær góðu fréttir getur Lögberg flutt lesendum sínum, að séra Björn B. Jónsson, D.D., er á góð- um batavegi. Allar líkur eru til, að hann verði bráðum jafngóður og fái fullan bata á þeirri sjón- depru, á öðru auganu, sem hann var skorinn upp við. Séra Rún- ólfur Marteinsson prédikar í kirkjunni næsta sunnudag. Einkennileg staðhæfing í Lögbergi, er kom út 28. febrú- ar síðastl., er grein eftir Arnljót B. Olson, er hann kallar: “Gögn í rétt lögð.” Meðal annars segir hann frá því, að Dr. Rögnvaldur Pétursson hafi í febr. árið 1925 spurt hann að því, hvort hann væri ekki til með að gefa það eft- ir, “að teknir væru tvö hundruð dalir af því, sem óeytt væri af Ingólfssjóðnum til lögmanns- kostnaðar í sambandi við annað mál.” Arnljóti fanst, að nefndin gæti ekki orðið við tilmælum Rögnvaldar, sagði að “það gæti Qkki komið til nokkurra mála.” Eftir að skýra frá, að samræð- um þeirra um þetta mál hafi ver- ð lokið, bætir Amljótur við: “Hug- mynd mín er, að ekki hafi liðið meira en dagur þar til að þessir tvö hundruð dalir hafi verið greiddur úr Ingólfssjóðnum, í því skyni, sem Rögnvaldur stakk upp á.” öllum er ljóst, að eg hygg, hvaða “annað mál” er hér átt við. Það er mál það, sem hafið var móti Eggert Árnasyni, sem um veturinn 1925 var kærður um fjárdrátt. Nokkrum dögum eftir að eg las grein Arnljótar, sá eg Dr. Pétursson, og sagðist hann muna eftir, að einu sinni í sam- tali við Arnljót, hafi verið drep- ið á, hvort það væri ekki heppilegt að dálítið væri tekið úr því, sem eftir væri af Ingólfssjóðnum til þess að borga óhjákvæmileg út- gjöld í sambandi við vörn Egg- erts Enginn efi er því, á hvaða mál er átt við. Af því að eg er lögmaðurinn, sem beðinn var að verja Eggert Árnason, þá er það ekki nema skylda mín gagnvart almenningi og sjálfum mér, að lýsa því yfir opinberlega, að eg fékk ekki eitt einasta cent úr Ingólfssjóðnum, og að ekkert var tekið úr þeim sjóði til að standa straum af kostnaði við mál Eggerts Nokkr- ir vinir hans söfnuðu dálítilli upphæð, sem varla var nægileg til þess að borga ferðakostnað minn og nauðsynleg útgjöld í sambandi við réttarhaldið. Úr því að á þetta mál er minst, er ekki nema sjálfsagt, Eggerts vegna, að minna fólk á, að hann var sýknaður. Nokkrum dögum síðar átti eg tal við Hjálmar Gíslason, sem ár- ið 1925 var gjaldkeri Þjóðræknis- félagsins og hafði því afgang Ingólfssjóðsins undir höndum. Sagði hann mér þá, að ekkert hafi verið tekið úr þeim sjóði til varnar Eggerts Árnasonar og bætti svo við, að / haust er leið hafi Arnljótur spurt hann að, hvort ekki hefðu verið teknir pen- ingar úr Ingólfsjóðnum í sam- bandi við mál Eggerts Árnasonar, og hafi hann þá sagt Arnljóti hið sama, er hann sagði mér. W. J. Lindal. Continuous Daily 2-1 I p.m. Telephone 87 025 Wonderland Saturday Show starts 1 p.m. “THE HAUNTED HOUSE” With CHESTER CONKLIN and THELMA TODD COMEDY and THE MYSTERY RIDER, Chapter 6 Two Features, Mon.-Tues.-Wed., March 18-19-20 Marion Davies in “Tlte PATSY” and May McAvoy and Conrad Nagel H m “CAUGHT IN THE FOG” FRÁ ÍSLANDI ísafirði, 20. janúar. Uppgripa-afli’ hér undanfarið, alla leið inn á Djúp. Sömuleiðis á Súgandafirði og önundarfirði. Bátár héðan hafa fengið 100— 150 skpd. í tveimur til þremur veiðiferðum.—Vísir. PRINCESS FLOWER SHOP Laus blóm—Blóm í pottum Blómskraut fyrir öll tækifæri Sérstaklega fyrir jarðarfarir. COR. SARGENT and VICTOR Phone 36 102 Electrically Hatched BABV CHICKS “Fyrir afurðir, sem eg hefi selt og það, sem eg á ðselt hefi eg feiíg- ið $125.00 ágðða af þeim $18.00, sem eg I apríl í fyrra borgaði yður fyr- ir 100 Barred Rock unga,” skrifar oss Mrs. C. B. Denny, Milden, Sask. pessi vitnisburður, eins og margir aðrir, sem oss berast án þess við biðjum um þá, er oss sönnun þess. að það borgar sig vel fyrir bændur að fá eitthvað af vorum kynbættu varphænum. Bók, sem er 32 bls. og með litmyndum fáið þér gefins. Hún gefur yður allskonar upplýs- ingar um hænsni og hvernig með þau á að fara. 10% afsláttur á öll- um pöntunum fyrir 1. marz. Hambley Windsor Hatcheries, Ltd. 601 Logan Ave., Winnipeg, Man. MJI111! 11 i i 11111111111111 i 11! I! 111111111 lí 11111HI m 1111111111! 111111II111! 111111111111111111111 itl '- I. O. G. T. Ilekla og Skuld STAÐGÖNGUMAÐURINN Bráðfjörugur gamanleikur í 3 þáttum svndur í GOOD TEMPLARS HALL þriðjudaginn og miðvikudaginn 19. og 20. marz 1929 Inngangur fyrir fullorðna 50c., yngri en 12 ár 25c. Byrjar stundvísl. kl. 8 e.h. lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllim? II TIL S0LU Ágæt bújörð, 490 ekrur að stærð, 38 mílur frá Winni- peg, með fram Portages la Prairie akveginum. Eina milu frá hleðslustöð. 175 ekrur hafa verið plægðar. Góður heyskapur, nægur skógur, fyrirtaks jarðveg- ur; 7 herbergja íbúðarhús, og ágætur brunnur. — Verð $15 ekran. Niðurborgun $1,000. Upplýsingar veitir eigandinn, Árni SveinbjÖrns- son, 618 Agnes St., Winnipeg. Sími: 88 737. amtnHiini ii Fishermen« Supplies Limited Umjboðsmenn fyrir— Tanglefin Fiskinet, tilbúin af National Net and Twine Co. Brownie kaðla og tvinna. Vér höfum í Winnipeg birðir af Tanglefin Fiskinetjum, með lögákveðinni möskvastærð. Maitre kaðla og tvinna. Kork og blý. Togleður fatnað. Komið og sjáið oss, þegar þér komið til Winnipeg, eða skrif- is oss og vér skulum snda yður verðlista og sýnishorn. FISHERMEN’S SUPPLIES, LTD. 401 Confederation Life Bldg. Winnipeg. Sími 28 071 Okeypis Getið, hve þungur . er hinn afar-stóri pakki af JIF, sem til sýnis er í búð vorri, og fáið Challenger Model Laundry Queen Washer ókeypis. Einir kven silkisokkar og tuttugu og fjórir 25- centa pakkar af Jif, með hverri vél sem keypt er frá þessum tíma til 20. apríl. Þrjár búðir: Áhalda deildin, Á neðsta gólfi Electric Rail- way Chhrs., 1841 Port. Ave, St. James, Cor. Marion og Tache, St. Boniface. WINNIPEG ELECTRIC CO. “Ábyrgjast góð viðskifti” Hænu ungar, sem verða beztu varphænur í Canada; ábyrgst að ungarnlr komi alllr lifandi. Skýrsla um kyn unganna látin fylgja þeim. Ýmsar tegundir, svo sem Leghorns, Barred Rocks, Reds, Anconas, Min- orcas, Wyandottes, Orpingtons 12 mánaða tilsögn kostnaðarlaust. Út- ungunarvélar og áhöld til að ala upp ungana. ókeypis verðlisti. Alex. Taylor’s Hatchery, 362 Furby St., Winnipeg, Man. Tilkynning! The Cake Shop 70X Sargent Ave. Vér förum nákvæmlega eftir sett- um reglum hvað snertir hlutföll efn- is og gæði og allan tilbúning á öllu, sem vér bökum og er það þvi alt eins gott og fullkomið eins og bezt má vera. Til að kynna vörur vor- ar seljum vér á laugardaginn 9. marz, einn dag aðeins, öll vor pies með • gjaf verði: Raisin Pies ..........15c Apple Pies, epiin ný og gðð 20c Lemon Pies ...........25c Öll Cream Pies .......35c Vér erum þess fullvissir að hús- mæðurnar kunna að meta þetta. RAMONA BEAUTY PARLOR íslenzkar stúlkur og konur. Þeg- ar þið þurfið að klippa, þvo, eða laga hárið, eða skera eða fága neglur, þá komið til okkar. Alt verk ábyrgst. Sanngjarnt verð. 251 Notre Dame Ave. Sími: 29 409 Inga Stevenson. Adelaide Jörundson. BJÖRG FREDERICKSON Teacher of Piano Ste 8, Acadia Apts. Victor St. Telephone: 30 154 Föstudaginn hinn 15. marz Greiðið atkvœði MEÐ IÐNSÝNINGAR-AUKA LÖGUNUM Árleg iðnsýning í Winnipeg, mundi draga fólk í tugum þúsunda til borgarinnar á hverju ári. Hún mundi færa borginni ‘peninga, vinnu og hagsæld. Þau auka-útgjöld, sem lenda á hverjum gjaldanda í þessu sambandi, mega heita hverfandi. Staðurinn í West Kildonan, er álitinn af þeim, sem bezt þekkja til, að vera heppilegasta sýningarsvæði, sem nokkur bær í Vestur^Canada á völ á. Er aðeins hálfa fjórðu mílu frá City Hall og mjög auðvelt að komast þangað á strætisvögnum eða bílum. Þetta svæði er 96 ekrur að stærð og hefir alla þá kosti, sem æskilegastir eru til þess að byggja þar upp verulega búnaðar- og iðn- sýningu. Á föstudaginn, hinn 15. marz, ættuð þér að greiða atkvæði með sýningunni, og Greiðið atkvæði MEÐ sýningunni og staðnum 1 WEST KILD0NAN WINNIPEG EXHIBITION ASSOCIATION A Strong, Reliable Business School UPWARD OF 2000 ICELANDIC STUDENTS HAVE ATTENDED THIS COLLEGE SINCE 1909. The Success College, of Winnipeg, is a strong, reliable school—its superior service has resulted in its annual enrollment greatly exceeding the yearly attendance of all other Business Oolleges in the whole Province of Manitoba. Open all the year. Enroll at any time. Write for free prospectus. BUSINESS COLLEGE, Limited 385*4 Portage Ave. — iVinnipeg, Man.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.