Lögberg - 21.03.1929, Page 5
LÖGBERG FIMTUDAGINN 21. MARZ 1928.
Bls. 5.
I melr en priöjung aldar hafa
Dodd’s Kidney Pills verið viður-
kendar rétta meðalið við bak-
verk, gigt, þvagteppu og mörgum
fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll-
um lyfsölum, fyrir 50c. askjan
eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beint
frá The Dodds Medicine Co., Ltd
Toronto, ef borgun fylgir.
Sumardvöl í Sviss
Eftir Bjó'rn L. Jónsson
frá Torfalæk.
IV.
Fyrst þegar eg kom til Sviss,
fanst mér eg nálgast land mitt í
einum svip. Eg sat í lestinni,
sem fluti mig frá Basel til Buchs;
og þótt eg færðist austur á við
og fjarlægðist þannig meir og
meir, þótti mér sem nálgaðist óð-
um og kannaðist æ betur og bet-
ur við mig. Eftir því sem austar
dró fanst mér landið lifna og
öðlast meiri svip. Það fékk bæði
“nef” og “augu”; hæðirnar hækk-
uðu smámsama,n; meðfram Zur-
ichvatni voru þær enn fremur
lágar en við Wallenvatn höfðu
þær skyndilega hækkað í tign-
inni og áunnið sér fjallstitilinn
og spegluðu sig með réttlátu stolti
í bláum vatnsspeglinum.
Hæstu “fjöllin”, sem eg hafði
séð síðustu tvö árin á Frakklandi,
voru að sjá á hæð við öskjuhlíð;
eg hafði oft séð mjög fagra bletti,
skóga, akra, víngarða o. s. frv.
En nær altaf og allstaðar var það
sama; hvert sem auganu var
rent, í hvaða átt sem litið var,
mætti manni sama sjónin. útsýn-
ið venjulega mjög þröngt, sjón-
deildarhringurinn takmarkaður
lágum, skógivöxnum, einslöguðum
hæðum, og mæstum aldrei sást
lófastór jóræktarblettur. Manns-
höndin hafði allstaðar verið að
verki til að nýta hvern ferhyrn-
ingsþumlung sem bezt og láta
landið ekki standa arðlaust. Þar
var nú því nær ekkert, sem minti
mig á mitt eigið land, hvorki fjöll
né fossar, rfl né gljúfur, holt eða
hraun, hrísi vaxnir móar eða
mýraflákar. Alls þess vilta og
tígulega í landslaginu saknaði eg.
Og mér fanst náttúran næstum
eins og tamin og undirgefin vilja
mannsins og landið; eg minnist
varla að hafa verið úti í hvassara
veðri, en það sem veðurfræðingar
tákna með styrkleika 5—6. —
En stundum brýtur þó náttúran
af sér fjötrana; eins og björninn,
sem vaknar úr dvala og skríður
úr híðinu, æðir um alt, tíl að leita
sér að bráð, og hlífir þá engu,
sem á vegi hans verður, þannig
hristir náttúran öðru hvoru af
sér drungann og d'eyfðina, færist
í tröllsham sinn og gengur ber-
serksgang yfir landið. Og vei
þeim sveitum, sem fyrir því verða;
því að hún eirir engu, dauðu né
lifandi.— Fellibylurinn kollvarp-
ar trjám og byggingum; dynjandi
regnskúrir setja alt á flot á svip-
stundu, valda skemdum á mann-
virkjum, grafa undirstöðuna und-
an járnbrautarteinum og valda
þannig stórslysum; haglélin grýta
höglum á stærð við egg og leggja
í eyði heila akra; og loks eru hin
hræðilegu þrumuveður, er kveikja
í húsum, æra menn og skepnur og
kasta þeim dauðum eða slösuðum
til jarðar. Mér finst þessar ham-
farir náttúrunnar bæta að nokkru
upp fjallaskortinn. Fjöllin fylla
oss lotningu; þau benda upp á við
«1 þess háa og göfuga; þau tákna
um leið það stöðuga, sterka, ó-
breytanlega og minna oss á, að
hversu miklir sem vér erum, þá
vantar mikið á, að vér höfum
sigrað alla örðugleika eða getum
hagað öllu að vorum vilja; er það
jafnframt hvatning um að halda
lengra fram og upp og láta ekki
hugfallast.
Og eg sé Fjallkonuna i anda,
Setn tígulega og göfuga hefðar-
mey, sem gelfur mönnum undir
fótinn og heldur þeim í hæfilegri
fjarlægð og segir: “Enn eruð
þ'ð mín ekki verðir. Starfið og
stritið og setjið markið hátt. Og
þegar þið hafið sigrað allar tor-
færurnar, og þá fyrst og fremst
ykkur sjálfa, þá hafið þig mig að
launum.”
Landslagið í Norður-Frakklandi
vekur hins vegar í huga mér mynd
af tilkomulítilli, ósjálfstæðri,
ungri mey, sem gefur sig mót-
stöðulaust á vald hverjum sem
er og hlýðir viljalaust dutlungum
hvers eins. Það er að vísu mjög
þægilegt og “praktiskt”, en ekki
hvetur það neinn til stórræðanna.
— En þá koma fram á leiksviðið
hin voldugu um'brot náttúrunnar,
sem taka að1 sér hlutverk fjallanna
og minna oss á, að lífið má ekki
síkoða sem ,léttúðarfullan leik,
heldur sem alvöruþrunginn og
afleiðingaríkan undirbúning æðra
og vandameira hlutverks.
En þrumuveður og fellibylur eru
ekkert daglegt brauð hér, sem
betur fer, og geta því ekki alveg
komið í stað fjallanna, sem mað-
ur hefir daglega fyrir'augum. Og
því var það, að eg fyltist ó^gjan
legri hrifningu og fögnuði, er eg
fór fram með Wallenvatni í fyrsta
sinn. Mér fanst eg aldrei hafa
séð eins falleg fjöll. Og landið
var þakið engjum og túnum; skóg-
arnir teygðu sig langt upp í hlíð-
ar. Auðséð var, að hér hafði
náttúran farið mýkri höndum um
landið, en í mínum átthögum; en
eg þurfti ekki annað en að ímynda
mér, að einhver hluti íslands
væri kominn hingað suður eftir,
og þá gat eg talið mér trú um, að
eg væri kominn heim.
Þessi áhrif áttu ekki að breyt
ast við að kynnast íbúum lands-
ins. — Allan þann tíma, sem eg
vann í Liechtenstein, voru þar
mjög margir Svissar, karlar og
konur af ýmsum stéttum, kenn
arar og 'kenslukonur, nemendur
við æðri og lægri skóla, embætt-
ismenn o. s. frv. Fanst mér þeir
standa okkur miklu nær að skap
lyndi og framkomu, en Frakkar,
— Eg segi þetta ekki Frökkum til
til lasts, langt frá því; mér hafa
alt af fallið þeir mjög vel í geð
og naumast hitt nokkurn, sem eg
hafi misjafnt af að segja. Og ef
eg segi að Frakkar og Svissar eða
Frakkar og íslendingar séu ólíkir,
þá er enginn dómur um það feld-
ur, hvorir séu betri. Um það er
heldur aldrei hægt áð dæma; all-
ar hafa þessar þjóðir sína kosti
og lesti, og ef ein er ör og létt-
Iynd, önnur þunglynd og alvar-
lega sinnuð, þá er ekkert um það
asgt, hvort meira má.
Hér virtist svissneska skapfest-
an og stillingin benda á andlegan
skyldleika við íbúa Norðurlanda.
Ef til vill er það landið, fjalla-
náttúran, sem gerir þetta að verk-
um, því að ekki verður um það
dleilt, að landslag og veðrátta
mótar starfsferil manna. Sá, sem
býr á flatlendinu, öðlast ekki
staðfestu og áræði fjallbúans.
íslenzkri gestrisni hefir stund-
um verið haldið á lofti, sem eins-
dæmi og fyrirmynd sannrar gest-
risni. Ætlun mín er alls ekki, að
vilja steypa henni úr þeim tign-
arsessi; eftir minni reynslu
treystist eg ekki til þess, enda
ann eg íslandi vel þessa heiðurs.
Þótt undantekningar séu mjög
margar — fyrir utan suma þá
staði, sem fremur má skoða sem
opinber gisti- eða matsöluhús en
sem heimili, — þá hygg eg, að
gestrisni á mörgum íslenzkum
sveitaheimilum, eigi ekki víða
sinn líka. — Hjálpast þar tvent
að: Mcðfædd hjálpfýsi og um-
hyggja fyrir gestinum, að láta
honum líða sem bezt og einskis
skorta; og hinsvegar oft og tíðum
nýnæmið á að sjá ókunnugt
mannsandlit, ánægjan yfir þeirri
óvæjntu tilbreytingu, að hafa
næturgest, sem kemur ef til vill
langt að, og hefir fréttir og nýj-
ungar að segja.
En íslenzka gestrisnin á skæðan
keppinaut í Sviss. Naut eg henn-
ar oftar en einu sinni. Minnis-
stæðust er mér dvölin í Lenzburg.
Eg var boðinn þangað ásamt
norskum vini mínum og sam-
verkamanni, Barseth að nafni, til
prestshjóna; höfðu tvö . ibörn
þeirra, sonur og dóttir, unnið með
okkur í Liechtenstein. Lenzburg
er lítill bær í þýzka Sviss, milli
Zurich og Basel, nafnkunnur fyr-
ir aldinmauksgerð. Uppi á hárri
hæð við bæinn stendur æfagam-
all kastali, sem ameríski miljóna-
mæringurinn Ellsworth keyti fyr-
ir stríðið. Kostaði hann miklu fé
til að gera við kastalann, sem var
í slæmu ástandi, og kemur nú
þangað til nokkurra vikna dvalar
árlega. — Eins og kunnugt er,
hafði hann átt mikið saman að
sælda við Amundsen, og eitt sinn
kom Amund en þangað með hon-
um. Presturinn sagði okkur frá
þessu og kvaðst sjálfur hafa séð
og talað við Amundsen. Þetta
var einmitt fyrri hluta ágúst um
rnð leyti, sem öll von var að
hverfa um afturkomu hins mikla
landkönnuðar.
Við stóðum þar við í tvo daga,
og einskis var látið ófreistað til
að gera okkur dvölina sem á-
nægjulegasta. Fyrri morguninn,
þegar okkur var borið kaffi í
rúmið, varð mér að orði við Bra
seth: “Nú, hér er bara alt eins
og heima!” Þarna var okkur fært
kaffi með sykri, brauði og smjöri,
aldinmauki og ávöxtum eins og
við gátum etið; ekki sykraðar
kaffikökur eins og heima, því
að slíkt þekkist víst hvergi annars
staðar, heldur venjulegt hveiti-
brauð, eins og borðað er við all
ar máltiðir. Braseth sagði við
mig, að hann hefði oft fengið
morgunkaffi í rúmið í Noregi, en
aldrei vel úti látinn morgunverð,
eins og hér.
Svissneska þjóðin er mjög söng
elsk. í stærstu borgunum eru fjöl
mennar og'góðar hljómsveitir, og
minni borgir hafa einnig sína
söngflokka og jafnvel hljómsveit-
ir. En það sem vakti enn meiri
eftirtekt mína, voru svissnesku
þjóðlögin. í öðru eins framfara-
landi og Sviss, þarf enginn að
undrast, þótt æðri sönglist sé
mikið stunduð og í hávegum höfð
En hitt er merkilegra, að sjá þar
þykkar þjóðlagabækur inni á
heimilum, ekki huldar þumlungs-
þykku ryklagi eða neðstar í bóka-
bunkanum, heldur við hliðina
sónötum Beethovens og söngvum
Schuberts. Eru þjóðsöngvar þess
ir á hvers manns vörum og marg-
ir gullfallegir. — Fundir byrja
með því, að allir syngja eitthvert
þekfc þjóðlag; í heimahúsum eða
þegar vinir koma saman, stytta
þeir sér stundir við að “taka lag.”
Þetta hefir líka verið gömul og
góð venja á íslandi, en því miður
mun hún ekki eiga annari eins
vinsæld að fagna nú. Hygg eg,
að til þess liggi þrjár ástæður. Sú
fyrsta, að í sveitinni er færra
fólk en áður, og þegar til kaup-
staðanna kemur, þykir ekki “móð-
ins” að syngja gömul þjóðlög.
Önnur ástæðan er sú, að í sveit-
inni vantar nú “f jörgjafann”,
brennivínið, sem mun hafa átt
ekki all-lítinn þátt í mörgum fjör-
ugum söngkvöldum. Þriðju- og
aðalástæðuna hygg eg vera þá, að
sveitirnar séu komnar á þá skað-
legu og röngu skoðun kaupstað-
anna, að þjóðlögin séu úrelt og
þoli ekki samkepni nútíma lista,
og að alþýða manna syngi ekki
nógu vel og “kunni” ekki að
syngja.
“Nú eru,” segja menn, “lærðir
söngmenn og hljóðfæraleikandur
á hverju strái, sem “troða upp”
við öll möguleg tækifæri; og hver
ætli hafi ánægju af að 'hlusta á
mig, eftir að hafa heyrt til þeirra.
Þegar Eggert Stefánsson eða Páll
ísólfsson hafa ‘haldið hljómleika
hér, þá þakka meAn líklega fyrir
að heyra gamalt þjóðlag úr ryðg-
uðum bóndábaika.” — Heima hjá
mér var venja, að málfundir eða
ungmennafelagsfundir byrjuðu
og enduðu með söng; kringum
jólatréð á aðfangadagskvöld var
líka altaf sungið. Frá því eg man
fyrst eftir mér og alt til fullorð-
insára, voru þetta einár mínar
mestu ánægjustundir. Og nú er
eg sannfærður um, að ef eg
heyrði í kvöld töfraflautu Moz-
arts á Operunni, eða fimtu
hljómkviðu Beethovens leikna af
tvö hundruð manna , hljómsveit,
þá mundi eg annað kvöld hlusta
með óblandinnn ánægju á “Hvað
er svo glatt”, eða “ó, fögur er vor
fósturjörð” . sungið tvíraddað atf
sveitungum mínum norður á Ás-
um, þar sem hver syngi með sínu
nefi.
Eg mundi feginn fórna tveim-
ur “Beethovenskvöldum” fyrir eitt
‘‘tvísöngskvöld”. Væri sannar-
lega mikið til þess vinnandi, að
hægt væri að reisa íslenzka tví-
sönginn upp frá dauðum. Hann
er á söngsviðinu það sem glíman
er á íþróttasviðinu. Það er
nokkur bót í máli, að kveðskapur-
inn virðist vera að lifna við á ný
og vinna hylli manna.
Á Frakklandi hefi eg aldrei séð
eða heyrt eitt einasta þjóðlag. —-
Fyrir utan þjóðsöng Frakka “La
Marseillaise” (Fram til orustu”)
sem nationalistar syngja og leik-
inn er við hersýningar og opin-
berar móttökur erlendra stór-
varla sömu söngvana ár eftir ár.
Það úir og grúir af léttúðar- og
gamansöngvum, sem sumir eru
mjög fallegir og ná almennri
hylli. En þeir fara eins og tízk-
an; á endanum fær fólkið leið á
æim og kastar þeim eftir nokkra
mánuði í stað annara, sem eru
nýkomnir á markaðinn. Fram-
leiðslan er þrotlaus, og kemur
þar í ljós hin takmarkalausa and-
lega frjósemi Frakka.
Áður en eg lýk máli mínu um
Sviss, vil eg drepa lauslega á af-
stöðu iSvissa gagnvart hermálum.
Þar skiftast þeir í tvo flokka.
Meiri hluti þjóðarinnar virðist
enn drukkinn af fornri herfrægð,
telur brýna nauðsyn á að auka
heraflann, og sé það eina leiðin
til að verja sig í næsta væntan-
legu stríði, meðan nágrannar
þeirra haldi áfram að búa sig
undir ófrið, geti þeir í engu slak-
að til í sínum kröfum, annars
væri frelsi þeirra of mikil hætta
búin. Þetta eru hinir svonefndu
hersinnar (militaristar).
Hinn flokkurinn, friðarsinnar
(pacifistar, antimilitaristar), sem
stöðugt fer fjölgandi, segja, að
algerð afvopnun stofni sjálfstæði
landsins e'kki í verulega hættu,
að ónógur herafli sé miklu hættu-
legri en enginn her, auk hinna
geysilegu fjárútláta, sem herbún-
aðu'r hefir í för með sér. Þeir
vilja, að í stað herskyldu komi
þegnskylduvinna.
í lögum er svo ákveðið, að þeim,
sem geti ekki gegnt herþjónustu
af trúarástæðum, skuli veitt und-
anþága, en þeir verða að greiða
all-hátt ársgjald. Ef einhver neit-
arf bæði að gegna herþjónustu og
greiða ársgjald sitt, verður hann
að sæta fangelsisvist, sem nemur
nokkrum dögum og jafnvel nokkr-
um mánuðum árlega um vissan
árafjölda. Af tvennu illu velja þá
flestir herþjónustuna, en fangels-
ið verður samt hlutskifti margra.
En nú vilja friðarsinnar, að ríkið
stofni til þegnskylduvinnu fyrir
þessa menn, eins og á sér stað á
Norðurlöndum. Árið 1920 var
beiðni ,þess efnis lögð fyrir þing-
ið, studd með 40 þúsund undir-
skriftum. Loks var henni hafnað
árið 1924. Situr þar við enn. En
baráttan heldur áfram. Og Pierre
Ceresole, átrúnaðargoð friðar-
sinna er ekki einn þeirra, sem
gefast upp, ef fyrstu atlögunni er
hrundið. Með bjargfastri trú á
sigri hins rétta og með óbifanleg-
um viljakrafti berst þessi ridd-
ari friðarins ótrauður fyrir einu
velferðarmáli mannkyns-
Áttavitar
mesta
ins.
í Lothringen, í okt. 1928.
— Lesb. Mgbl.
FRÁ ÍSLANDI
Svo mikið hefir verið ritað og
rætt um heimferðarmálið og Ing-
ólfsmálið, að fæstum mun auð-
velt að muna það alt, nema því
aðeins, að þeir hafi tekið þátt í
þeim umræðum og því hlotið að
fylgjast með. Hér eru því talin
nokkur aðalatriðanna til þess að
auðvelt verði þeim er þess æskja,
að átta sig á málunum og%fylgjast
með þeim framvegis:
1. Þær fréttir flugu um bygðir
íslendinga, að heimfararnefnd
Þjóðræknisfélagsins hefði beðið
um eða ætlaði að biðja um styrk
af opinberu fé til undirbúnings
heimfararinnar.
2. Fólki þótti yfirleitt van-
virða að þessu og fanst nefndin
hafa stigið óheillaspor.
3. Til þess að koma í veg fyrir
sundrung og deilur og forða mál-
inu frá blaðarifrildi, fóru tveir
menn á fund manna úr heimfar-
arnefndinni, og vöruðu þá við
þeim afleiðingum, sem af styrk-
beiðni hlytu að leiða. Þessir
menn voru: Dr. B. J. Brandson og
sá, er þessar línur ritar, og vissu
hwrugur af öðrum.
4. Nefndin sinti ekki þessum
vingjarnlegu bendingum og gaf
engan gaum að vilja almennings.
5. Þrjár ástæður færði fólkið
fyrir mótstöðu sinni gegn styrkn-
um:
a) Hans var engin þörf.
b) Það var vanvirða fýrir Vest-
ur-lslendinga, að biðja um
styrk af almannafé i því sam-
bandi.
c) Það var móðgun gegn Aust-
ur-íslendinguim að fá styrk í
auglýsingaskyni eins og
þessi styrkur var og er.
6. Nokkrir menn koma saman,
undir forystu Dr. Brandsons, og
hefja opinber mótmæli gegn
styrknum.
7. Heimfararnefndin og fylgj-
endur hennar kveðast enga sönn-
un hafa fyrir því, að óánægja eigi
sér stað, nema hjá fáeinum
mönnum, og heimta sannanir fyr-
ir því, að fólkinu yfirleitt mis
Jíki styrkbeiðnin.
8. Til þess að verða við þeirri
kröfu heimfararnefndarinnar, var
tekin eina friðsama aðferðin, sem
möguleg var og mönnum gefinn
kostur á að skrifa undir mótmæla
skjal gegn styrknum. Undir það
skrifuðu á örstuttum tíma þús-
undir manna.
9. Nú var sönnun fengin fyrir
almennri óánægju, en samt skelti
nefndin skolleyrum við vilja al-
mennings og hélt áfram við styrk-
bejðnina.
Reykjavík, 9. febr. 1929.
Lausar skrúfur” nefnist gam-
anleikur, sem félagið Reykjavík-
urannáll er nú tekið að sýna. Er
efnið tekið að mestu úr stjórn-
málunum og allvíða komið við.
Eigi mun leikur þessi standast að
fullu samanburð við suma þá
leiki, sem félagið hefir sýnt á
undanförnum árum. Þó er margt
í honum meinfyndið og hlægilegt.
Fyrsta sýning var á fimtudags-
kvöld. Voru nokkur mistök á
leiknum að því er virtist fyrir
skort á æfingu og leikendaskiftum
er orðið höfðu vegna veikinda síð-
ustu dagana. Friðfinnur Guð-
jónsson lék þar af hreinni snild.
Einnig léku þeir mjög vel, Har-
aldur Sigurðsson og Tryggvi
Magnússon. Einn galli er á
leiknum og hann er sá, að seilst
er til Vestur-íslendinga með lít-
ilsvirðandi skopi. Við hér heima
getum þolað skopið, af því að það
er sagt upp í opið geðið á okkur.
Hitt er óviðeigandi og vottur um
brest á kurteisi og bróðurþeli, að
skopast að frændum okkar vestan
hafs, á bak.
“Dularfull ljósbrigði.” — í alt
10. Loksins lýsir nefndin því þó
yfir, að hún skuli hætta við nokk-
uð af styrknum, en halda parti af
honum.'
11. Þetta boð telur Dr. Brand-
son og hans menn ófullnægjandi,
segir, að hér sé ekki um fjárupp-
hæð að ræða, heldur stefnu og
sjálfsvirðingu: “Styrkur er styrk-
ur, hvort sem hann er meiri eða
minni”, sögðu þeir.
12. Dr. Brandson og H. A.
Bergman heita nefndinni því, að
veita henni alla mögulega sam-
vinnu fjárhagslega og á annan
hátt og beita áhrifum sínum á
aðra til fullkominnar samvinnu,
ef við styrkinn sé hætt. Þessu
neitar nefndin.
13. Nú var ekki lengur um
nokkra samvinnu að ræða; eftir
því sem ritstjóri Heimskringlu
réttilega tekur fram, voru 70 til
90 af hundraði allra Vestur-ls-
lendinga andstæðir styrknum, en
samt hélt nefndin í hann dauða-
haldi.
14. Til þess að þeir, sem styrkn-
um mótmæltu, gætu ferðast heim
án þess að vera nokkuð við styrk-
þágu bundnir, varð að sjá þeim
haust og það sem af er vetri hafa fynr Óðru sæmile8u fari.
sögur borist hvaðanæfa um marg-
vísleg ljósfyrirbrigði í lofti, er
menn hafa þózt sjá. Var lengi
ætlun sjónarvotta, að um flugvél
væri að ræða og voru uppi marg-
víslegar getgátur . um uppruna
15. Af þessum ástæðum var
mælt með Cunard félaginu og
Þjóðeignabrautunum í Canada.
16. Nú fara þeir einir heim 1930
með C. P. R. félaginu á vegum
heimfararnefndarinnar, sem geta
hennar og erindi. Nú virðastlgert sér gott af því að þiggja
menn horfnir frá þessari skýr-1 styrk eða samþykkja styrkþágu,
ingu, og hallast sumir að því, að en hinir með Cunardlinunnni, sem
hér sé um að ræða skeytasending-
ar frá öðrum stjörnum. Þó er dr.
Helgi éturss ekki borinn fyrir
ekki kunna við það, að nafn sitt
sé að óþörfu tengt við styrk af
] almennings fé.
Þessir litlu vitar vona eg að
þeirri skýringu. Hversu sem til
menna, nokkra kirkjusöngva, sem kann að hátta um þessi fyrirbæri, | nægi til þess að átta s;g á styrk-
trúaði hluti þjóðarinnar syngurjer örðugt að neita þeim með öllu, þágudeilunni f "æsta Maði b;rt-
við messur, og “l’Internationale”, gegn eindregnum og ákveðnum1 ast nokk'-ir vifn- t'l þ^^q að rata
sem sósíalistar syngja við sínar framburði fjölda sjónarvotta um réttar leiði” ' ^""élfsm^l’nu.
guð^þjónustur”, heyrir maður I land alt.—Tíminn.
TA-
CUNARD LINE
1820—1929
Elzta eimskipafélagið, sem siglir frá Canada.
Cunard línan veitir ágætar sam-
göngur milli Canada og Noregs,
Svíþjóðar og Danmerkur, bæði til
og frá Montreal og Quebec.
Eitt, sem mælir með því að ferð-
ast með þessari línu, er það, hve
þægilegt er að koma við í Lon-
don, stærstu borg heimsins.
Cunard línan hefir sérstaka inn-
flutningaskrifstofu í Winnipeg,
fyrir Norðurlönd. Skrifstofu-
stjórinn er Mr. Carl Jacobsen,
sem útvegar bændum íslenzkt
vinnufólk vinnumenn og vinnu-
konur, eða heilar fjölskyldur. —
Það fer vel um frændur yðar og
vini, ef þeir koma til Canada með
Cunard línunni.
Skrifið á yðar eigin máli, eftir
upplýsingum og sendið bréfin á
þann stað, sem gefinn er hér að
neðan.
öllum fyrirspurnum svarað fljótt
og yður að kostnaðarlausu.
Canard
Ll NE
10053 Jasper Ave.
EDMONTON
100 Plnder Block
SASKATOON
401 I.ancaster Kldg.,
CALGARY
270 Main St.
WINNIPEG, Man.
Cor. Bay Sc WellinHton Sts.
TORONTO, Ont.
230 Ho8pital St.
MONTRÉAL, Que.
Canada framtíðarlandið
í þeim hluta Suður-Alberta fylk-
is, þar sem mest er um blandaðan
búnað og eins á svæðunum milli
Calgary og Edmonton, er timothy
ein allra algengasta og jafnframt
bezta heytegundin. Aðrar gras-
tegundir, ágætar til fóðurs, má
nefna, svo sem Kentucky blue,
. broome gras, rúg, alsike og
smára.
Jarðvegurinn í Alberta er eink-
ar vel fallinn til garðyrkju. Enda
er þar framleitt afarmikið af jarð-
eplum, næpum, rófum og því um
líku.
Nautgriparæktin í Alberta, hef-
ir ávalt verið mjög þýðingarmik-
ill atvinnuvegur fyrir fylkisbúa.
Eru sláturgripir þar oft á meðal
hinna allra beztu í Vesturland-
inu. Fram að aldamótunum síð-
ustu, var nautgriparæktin höfuð
átvinnuvegur íbúa 'suðurfýlkis-
ins. í norður- og miðfylkinu, var
þá einnig all-mikið um griparækt.
Er fram liðu stundir, fóru bænd-
ur að leggja mikla áherzlu á
framleiðslu mjólkurafurða, og er
smjörgerðin þar nú komin á afar-
hátt stig. Hefir stjórnin unnið
að því all-mikið, að hvetja bænd-
ur og veita þeim upplýsingar í
öllu þvi, er að kynbótum nautpen-
ings lýtur. Nú orðið má svo
heita, að griparæktin og korn-
yhkjan, sé stunduð jöfnum hðnd-
um. Á býlum þeim, er næst liggja
borgunum, er mjólkurframleiðsl-
an að jafnaði mest, enda er mark-
aðurinn þar hagfeldastur.
í hæðunum, svo sem tuttugu og
fimm mílur suður af High River,
keypti prinzinn af Wales mikið
og fagurt býli. Hefir þangað ver-
ið flutt mikið af nautpeningi,
Shorthorn kyni, einnig sauðfé og
Dartmoor hestum, frá brezku
eyjunum.
Hinu kjarngóða beitilandi er
það að þakka, hve sláturgripir í
Alberta eru vænir. Veðráttufar-
ið er heilnæmt öllum jurtagróðri.
Saggaloft þekkist þar ekki. —
Griparæktarbændur hafa að jafn-
aði keypt og alið upp kynbóta-
naut, svo sem shorthorn, Here-
ford og Aberdeen-Angus. Gripir
af þessu kyni hafa selzt við hinu
allra hæsta verði á Chicago mark-
aðinum.
í Peace River héraðinu, er
griparæktin að aukast jafnt og
þétt. Eftirspurn eftir góðu nauta-
kjöti, hefir aukist árlega, og þar
af leiðandi hefir æ verið meiri og
meiri áherzla lögð á griparæktina.
í mið- og norður-fylkinu, er að
jafnaði til skýli fyrir allan bú-
pening, en í Suður-Alberta ganga
gripir sumstaðar úti allan ársins
hring og þrifast vel. Bændur
hafa lagt og leggja enn, afar-
migla rækt við kynbætur hjarða
sinna. Eru kynbótanaut í afar-
háu verði. Hefir það komið fyr-
ir, að kálfar af bezta kyni hafa
selzt fyrir fimm þúsund dali.
Algengasta nautgripa-tegundin
í Alberta, er Shorthorn, en víða
er talsvert af Herefords, einkum
í suðurfylkinu. En Aberdeen-
Angus er að finna á víð og dreif
um alt fylkið.
Eins og áður hefir verið getið
um, er mjólkur- og smjörfraii)-
| leiðslan á m;klu þroskastigi. Skil-
i vrðin til slíkrar framleiðslu eru
I bau beztu. Akuryrkjumáladeild-
in hefir í þjónustu sinni sérfræð-
inga, er hafa eftirlit með smjör-
framleiðslunni.
Markaður fyrir Alberta smjör,
er orðinn feykilega mikill í aust-
urhluta Bandaríkjanna. Eru það
einkum heildsöluhúsin í Toronto,
Montreal og Vancouver, er ann-
as um söluna.
Alls eru í fylkinu fimtíu og þrjú
sameignar rjómabú, þrettán, sem
eru einstaklings eign og allmörg
í flestum hinna stærri bæja.
Sameignarfélögin voru þau fyrstu
og átti stjórnin allmikið í þeim
þá og hafði þar af leiðandi Strangt
eftirlit með rekstri þeirra. Nú
eru það bygðarlögin, eða sveitar-
félögin, er rjómabú þessi eiga, en
umboðsmaður stjórnarinnar, eða
starfsmenn hans, hafa með þeim
stððugt eftirlit. Rjómanum er
skift í flokka, eftir því hve mis-
munandi smjörfitan er. Flokkun-
in er bygð á lögum, er kallast The
Dairymen’s Act of Canada.
Rjómabúin í bæjunum kaupa
eigi aðeins rjóma, heldur og ný-
mjólkina og selja hana síðan til
borgarbúa. Rjómabúið í Edmon-
ton, The Edmonton City Dairy, er
hið stærsta í öllu landinu. Það
kaupir rjóma úr ö|llum áttum,
stundum úr þrjú hundruð mílna
fjarlægð. Hefir það einnig all-
mörg útibú og býr auk þeís til ís-
rjóma. Það selur árlega yfir hálfa
þriðju milj. punda af smjöri. Sex-
tíu og fimm hundraðshlutar af
um rjómabúum í fylkinu, eru
norðan við Red Deer ána.
Ostagerðinni í fylkinu hefir
enn sem komið er, miðað tiltölu-
lega seint áfram. Bændur nota
allmikið af mjólkinni til gripa-
eldis, og kjósa fremur að selja
rjómann. Það er að öllu saman-
lögðu, hentugra og auðveldara.
Dánarfregn
Látinn á heimili sínu í River-
ton, þann 8. marz, Vigfús Bjarna-
son, 77 ára að aldri. Hann var
einn af landnemum í hinni svo-
nefndu ísafoldar bygð (nú How-
ardville), Hann var ölvesingur
ag ætt og kom hingað til lands
árið 1887. Hópur ástvina syrgir
hann. Jarðarför hans fór fram
frá lútersku kirkjunni í Riverton,
þann 14. marz. — Óefað verður
hans minst ítarlegar síðar.
WALKER.
Snemma í næsta mánuði kemur
hinn frægi leikari, Bransby Wil-
liams, aftur til Winnipeg og sýn-
ir hann þá tvo leiki, sem báðir eru
nýir og óþektir í Winnipeg. Heita
þeir “A Romance of the Road” og
“Treasure Island”. Báðir eru
leikir þessir skemtilegir og fall-
egir og vel leiknir og þykir al’s-
staðar mikið til þeirra koma, þar
sem þeir hafa verið leiknir. —
Þetta verður nánar auglýst síðar.
WONDERLAND.
“Kvikmyndin, “The Phantom
City”, sem Wonderland leikhúsið
sýnir þrjá síðustu dagana af þess-
ari viku, þykir ein með allra
beztu myndum af lífinu í Vestur-
landinu. Ken Maynard leikur að-
al hlutverkið afbragðs vel.
Fyrstu þrjá dagana af næstu
viku sýnir leikhúsið tvær myndir,
“Forbidden Hours” og “Drift-
wood’’ og eru þær hvor annari
betri og ágætir leikarar í báðum.