Lögberg - 21.03.1929, Side 6
Bla. 6.
LÖGBERG FIMTUDAGINN 21. MARZ 1928.
r
Mánadalurinn
EFTIB
JACK LONDON.
Þegar hún. lét myndabókina aftur ofan í
skúffuna, var hún að hugsa um það, að svona
hefðu þeir nú verið þessir forfeður, sem Willi
og hún sjálf væru af komin. Einhver hafði líka
húið til þessa gömlu, en haglega gerðu kom-
móðu, sem hefði verið flutt alla leið yfir hafið
og svo yfir þvera álfuna, og sem var skemd,
eins og fyr er getið, af því byssukúlur Indíán-
anna höfðu lent í henni. Hún bar dýpstu lotn-
ingu fyrir þessum gömlu konum, ömmum og
langömmum, sem höfðu átt þennan forngrip
og geymt í honnum margt, sem þeim var kært.
Sjálfsagt mátti margt að þessu gamla fólki
finna, en það hafði líka haft marga góða kosti,
og þar á meðal framúr skarandi mikinn dugn-
að og þrek, og það var gott að vitan sjálfa sig
af því kominn. Hún fór að hugsa um, hvernig
lífið mundi hafa verið, ef hún hefði verið ein
af þessum konum frá Kína eða Italíu, sem hún
sá daglega, ýmist með kollhettur eða þá ber-
höfðaðar, úfnar og illa til fara, vera að bera
rekavið frá ströndinni heim að kofum sínum.
Svo liló hún að þessari heimsku og fór að hugsa
um Willa, og litla húsið við Pine stræti, þar
sem hún átti bráðum að verða húsmóðir. Hún
sofnaði út frá því, að hugsa, í hundraðasta sinn,
um húsmunina, sem hún ætlaði að kaupa og
hvernig þeim ættu að vera raðað í herbergin,
Jægar þangað kæmi.
XIII. KAPITULI.
“Xautgripirnir voru orðnir uppgefnir”,
sagði Saxon, “og veturinn var að koma, svo
við þorðum ekki að halda lengra um haustið og
settumst að í Salt Lake City, og dvöldum þar
um veturinn. Mormónarnir voru ekki orðnir
slæmir þá, eða þeir voru að minsta kosti góðir
við okkur.”
“Þú talar eins og þú hefðir sjálf verið í
þeim hóp,” sagði Bert.
“Móðir mín var þar,” svaraði Saxo-n við-
stöðulaust. “Hún var þá níu ára gömul.”
Þau sátu í eldhúsinu í litla húsinu á Pine
stræti, og voru að fá sér að borða. Það, sem
þau höfðu til matar, voru bara nokkrar brauð-
sneiðar og dálítið af 'bjór til að drekka. Þetta
var sunnudagur og liöfðu þau því öll frí frá
vinnu sinni. Þau höfðu komið snemma og unn-
ið harðara, heldur en ]>au vanalega gerðu hina
daga vikunnar. Það var nóg að gera við að
þvo veggina og gólfin, koma fyrir eldavélinni
og öllum öðrum áhöldum og húsmunum, leggja
gólfdúkana á gólfin og hengja gluggatjöldin og
margt annað, sem gera þurfti.
“Haltu áfram með söguna, Saxon,” sagði
María. “Mig langar svo fjarska mikið til að
heyra um Jætta. Og þú, Bert, rejmdu nú að
þegja á meðan og hlusta á J>að, sem Saxon hef-
ir að segja.”
“Það var þama,” sagði Saxon, “að Del
Hancock fyrst kjmtist mínu fólki. Hann var frá
Kentuckv, en hafði verið vestra árum saman.
Hann var einhvers konar gæzlumaður eða
njósnari, líkt og Kit Carson, og hann Jækti
hann vel. Þeir höfðu marga nóttina sofið und-
ir sömu ábreiðunni. Þeir voru saman í Cali-
forníu og Oregon með Frímont hershöfðingja.
Ekki veit eg hvert hann ætlaði, en hann kom
við í Salt Lake City og ætlaði að mvnda ein-
hvers konar veiðimannafélag og J)óttist vita af
einhverjum stað, sem væri sérlega hentugur
fyrir dýraveiðar. Hann var fríðleiksmaður
mikill. Hann hafði langt hár, eins og myndir
af honum sýna og -hann gekk með skrautlegt
mittisband og hafði hann sjálfsagt tekið það
eftir Spánverjum í Califomíu. Tvær skamm-
byssur hafði hann líka í beltinu sínu. Allar
stúlkurnar urðu dauð.skotnar í honum, strax
þegar þær sáu hann. Hann kyntist Sadie, sem
var elzt af móðursystrum mínum, og honum
hefir líklega litist vel á hana, því hann fór aldr-
ei lengra, en var í Salt Lake City allan vetur-
inn. Hann tók mikinn J)átt í því að berjast við
Tndínana og eg heyrði einu sinni, þegar eg var
lítil, að Villa móðursystir mín sagði, að hann
hefði verið hetur eygður heklur en nokkur ann-
ar maður, sem hún hefði nokkurn tíma séð.
Stundum háði hann líka einvígi við menn, eins
og þá var siður, og það var um hann sagt, að
hann væri einn þeirra manna, sem ekki kynnu
að hræðast.
Sadie var framúrskarandi falleg stúlka, og
hún hefir líklega eitthvað gefið honum undir
fótinn. og gert hann enn æstari, en hann ann-
ars var. Ef til vill vissi hún ekki sjálf, hvað
hún vildi, eg veit það ekki. En eg veit, að hún
var honum ekki eins auðveld, eins og eg var
Willa, og loksins þraut hans þolinmæði og eitt
kveldið kom hann ríðandi heim að húsinu, þar
sem hún átti heima, æfur og reiður, og sagði
henni, að ef hún ekki lofaði afdráttarlaust að
giftast sér, J)á .skyldi hann bara skjóta sig þá
strax um nóttina. Hann hefði líka áreiðanlega
gert J>að, og það vissi Sadie. Fólk var nú ekki
lengi að verða ástfangið á þeim dögum.”
“Það er nú eitthvað til af því enn þá,”
sagði María. “Það var ekki nema ein vika
frá því þú sást Willa í fyrsta sinn, Jrangað til
þú varst trúlofuð honum. Hótaði Willi að
skjóta sig, ef þú tækir honum ekki?”
“Eg gaf honum ekkert tækifæri til þess,”
sagði Saxon. “ En hvað sem því líður, þá giftu |
}>au sig daginn eftir, Sadie og Del Hancock. og |
þau voru ósköp ánægð hvort með annað, en hún
dó skömmu iseinna. Sjálfur féll hann með
Curtis hershöfðingja í bardaga við Indíána.
Hann var þá orðinn gamall, en eg býst við, að
æði margir Indíánar hafi fallið fyrir honum,
áður en hann féll sjálfur. Hans líkar dóu flest-
ir á einhvers konar vígvelli. og féllu eins og
hetjur. Eg þek'ti A1 Stanley, þegar eg var lítil.
Hann spilaði upp á peninga. Járnbrautarmað-
ur skaut hann í bakið, þar sem hann sat við
borð. Það skot reið honum að fullu, og liann
dó svo að segja strax, en samt hafði hann tíma
til að grípa skammbyssu sína og skjóta þremur
skotum á banamann sinn.”
“Eg vil ekkert heyra um þessa bardaga og
blóðsúthellingar, ” sagði María. “Eg hefi ekki
nógu sterkar taugar til að hlusta á slíkt tal.
Það gerir mig veika, að hlusta á Bert stundum,
]>egar hann er að tala um þessi slagsmál, þó
ekki sé nú um manndráp að ræða. Það er ekk-
ert vit í öðru eins.”
“Eg vildi ekki gefa túskilding fyrir mann,
sem ekki væri dálítill bardagamaður,” sagði
Saxon. “Við værum ekki hér þann dag í dag,
ef forfeður okkar liefðu ekki verið slíkir bar-
dagamenn sem þeir voru.”
‘ ‘ Willi er áreiðanlega einn af þeim, sem ekki
lætur sinn hlut fyrir neinum, og hann tekur
}>að sem honum ber, þó hann þurfi að berjast
við aðra, til að ná því,” sagði Bert, “og J>að er
ekki til neins fyrir neina meðalmenn, að ætla
sér að fara í hendurnar á honum. Þú mátt
reiða J»ig á það, Saxon.”
“Eg býst við J)ví,” sagði María.
Willi hafði ekki tekið þátt í samtalinu, en
stóð nú á fætur, leit inn í svefnherbergið, sem
var út frá eldhúsinu. Svo fór hann inn í setu-
stofuna og leit inn í herbergið út frá henni.
Svo kom hann aftur, og horfði enn inn í her-
bergið út frá eldhúsinu.
“Það lítur út fjTÍr, að þú sért að leita að
einhverju, sem þú hefir tapað.” sagði Bert.
“Hvað gengur eiginlega að þér? Láttu okkur
heyra það.”
“Eg er að hugsa um, Iiver skollinn liafi orð-
ið af því, sem átti að vera í þessu herbergi. Eg
sé enga húsmuni fyrir það.”
“Þeir eru engir,” sagði Saxon. “Við
keyptum ekkert fyrir þetta herbergi.”
“Jæja, þá. Eg skal líta eftir því á. morg-
un,” sagði Willi.
“Til hvers viltu hafa annað rúm?” spurði
Bert. “Er ekki eitt nóg handa ykkur báðum?”
“Farðu nú ekki að byrja á neinu stríði,
Bert,” sagði María. “P’Vrir alla muni, láttu
J>að ógert.”
“Hafðu ])ig hæga, stúlka mín,” sagði Willi.
“Þú misskilur mig, eins og vant er. ”
“Við þurfum ekki á þes^u herbergi að
lialda,” sagði Saxon við Willa, “svo eg keypti
enga húsmuni fyrir það. Peningarnir fóru til
að kaupa betri gólfdúka heldur en eg hafði
hugsað mér, og betri eldavél.”
Willi fór til hennar, tók hana upp af stóln-
um, sem hún sat á, settist sjálfur á hann og
setti hana svo á hné sér.
“Það er alt gott og blessað,” litla stúlkan
mín,” sagði hann. “Mér þykir vænt um, að
J)ú gerðir þetta. Það sem bezt er, er ekki of
gott handa okkur. En annað kveld skulum við
fara og fá okkur alt sem þarf, til þess að búa
upp þetta auða herbergi, og það verða að vera
góðir munir, ekkert hrasl.”
“En gættu að því, að þetta kostar eina fim-
. tíu dali.” sagði Saxon.
‘ ‘ Það er ekki að fást um það, þó ]>að kosti
fimtíu dali, eða jafnvel meira,” sagði Willi.
“Við verðum að hafa það, sem bezt er, og það
er alveg ófært, að hafa herbergið tómt. Það
gerir húsið eitthvað svo eyðilegt. Síðan við
borguÖum húsaleiguna og sömdum um kaup á
húsmununum, }>á hefi eg þetta heimili alt af í
huganum. Eg sé það hvar sem eg fer. Jafnvel
nú, þegar eg að keyra hestana, þá er það alt af
í huga mínum, og þá verður það ekki síður,
þegar við erum gift. Eg sé það alt af fyrir
mér, og mig langar til að sjá það eins og heim-
ili á að vera, en ekki hálf autt. Ef þetta her-
bergi er autt og enginn dúkur á gólfinu, J)á er
eg viss um, að eg verð alt af að hugsa um það
°g ])á finst mér að hér sé einhver óeinlægni á
ferðinni. Líttu á gluggatjöldin, Saxon, sem
])ú hefir látið fyrir gluggann. Það kemur ná-
búunum til að halda, að þetta herhergi sé upp-
búið eins og hin herbergin, sem er þó ekki í
raun og veru. Eg ætla að sjá um, að þessi
gluggatjöld fari ekki með ósannindi.”
“Þið getið líklega leigt herbergið,” sagði
Bert. “Það er hérna svo nærri járnbrautar-
smiðjunum og matsöluhús er hérna skamt
frá.”
“Nei, það skal eg aldrei gera,” sagði Willi.
“Eg gifti mig ekki til þess að .láta Saxon
hirða um herbergi fyrir einhvern, sem kynni
að vilja leigja það. Ef eg get ekki sjálfur unn-
ið fyrir okkur, þá veit eg hvað eg á að gera, og
]>að er að binda stein um hálsinn á mér og velta
mér svo út af einhverri bryggjunni, því það
væri áreiðanlega lítill mannskaði. Væri það
ekki rétt, Saxon mín?”
Þetta var nú engan veginn samkvæmt því,
sem hún hugsaði, en samt þótti henni það eitt-
hvað hreystilega og myndarlega sagt. Hún
lagði báðar hendur um hálsinn á honum og
kysti hann og sagði:
“Þú ert húsbóndinn, Willi. Alt á að vera
eins og þú segir. ”
“Hevrirðu það, Maríaf” sagði Bert. “Þetta
er eins og það á að vera. Saxon skilur, hvað
hún á að gera.”
“Eg býst ekki við, að eg geri mikið, án þess
að tala fyrst um það við þig, Saxon,” sagði
Willi.
“Þetta er alveg rétt,” sagði María. “Hver
sem giftist mér, verður að ráðfæra sig við mig
um það, sem heimilinu viðkemur, áður en til
framkvæmdanna kemur.”
“Willi er bara að slá henni gullhamra, til
að hafa hana góða,” sagði Bert. “Þeir gera
það allir, áður en þeir giftast.”
‘ ‘ Saxon finnur fljótt lag á því, að láta Willa
gera eins og hún vill í flestu og ráða sjálf öllu
sem hún vill ráða,” sagði María. “Og það má
eg segja ykkur, að þegar eg giftist, þá skal eg
ráða því sem eg vil.”
“Ekki ef þú elskar manninn þinn,” sagði
Saxon.
“Því fremur þá?” svaraði María.
Það leyndi sér ekki, að Bert féll þetta miður
vel. “Nú sjáið þið, hvers vegna við María
giftum okkur ekki,” sagði hann. “Eg er líkur
Indíánum, að eg vil ráða fyrir mér og mínu
fólki og eg vil ekki gifta mig til að láta konuna
ráða fyrir mér.”
“Eg er engin Indíánakerling,” sagði María,
“og eg vildi ekki giftast Indíána, þó hann væri
eini maðurinn, sem til væri í veröldinni.”
“Þessi Indíáni, sem eg á við, hefir ekki enn
beðið þig að giftast sér.”
“Nei, hann veit líklega hvaða svar hann
myndi fá. ”
Saxon vildi beina talinu að einhverju öðru,
sem væri skemtilegra heldur en þetta, og hún
tók mjóan gullhring úr buddunni sinni og hélt
honum upp og sagði:
“Þetta er giftingarhringur móður minnar.
Eg skældi svo mikið, þegar forstöðukonan á
barnah’eimilinu tók hann frá mér, að hún fékk
mér hann aftur. Eg hafði hann alt af í bandi
um liálsinn á mér. En hugsið ykkur, að eftir
þriðjudaginn á eg að hafa hann á fingrmum.
En, heyrðu, Willi, þú verður að láta grafa
stafina okkar í hann.”
“C til D, 1879”, var það, sem Willi las í
hringnum.
“Carlton til Daisy — Carlton var fvrra nafn
föður míns. En nú verður þú að láta bæta við
stöfum, svo það sjáist, að hringurinn sé frá
þér til mín.”
“Þetta er ágætt,” sagði María. “W til S,
1907.”
Willi hugsaði sig um dálitla stund.
“Nei, þetta væri ekki rétt,” sagði hann;
“því eg er ekki að gefa henni þennan hring.”
“Jú, jú,” sagði Saxon. W til S.”
“Ekki líkar mér það,” sagði Willi. “Það
ætti heldur að vera S til W.”
“Við skulum ekki vera að þessu, góði Willi
minn. Eg vil hafa W og S.”
“Þarna sérðu,” sagði María við Bert. “Hún
fer sinna ferða og lætur hann vilja það sem
hún vill.”
“Þetta má annars vera rétt eins og þú vilt,
Willi,” sagði Saxon.
“Við getum talað betur um það seinna,”
sagði hann.
XIV. KAPITULI.
Sarah var íhaldssöm, og 'það sem verra
var, hún hafði orðið að nokkurs konar stein-
gerfingi, eftir að hún giftist og fyrsta bamið
fæádist. Eftir það var hún í svo föstum skorð-
um, að þar varð engu um }>okað. Ilún liafði
megnustu fordóma á öllum breytingum og öll-
um nýjungum. Alt slíkt fanst henni vera ein-
hvers konar uppreisnir og byltingar, sem ekki
mætti eiga sér stað. Þetta hafði komið nokkuð
hart niðuf' á Tom,'sérstaklega í þrjú skiftin,
. sem hann hafði flutt úr einu húsi í annað. Nú
var hann alveg hættur að láta sér detta í lmg
að flytja sig.
Vegna þessa skapferlis tengdastystur sinn-
ar, hafði Saxon dregið ]>að eins lengi og hún
gat, að segja henni, að nú væri hún í þann veg-
inn að fara frá henni og gifta sig. Hún bjóst
við að fá orð í eyra, enda varð líka sú raunin
á.
“Hnefaleikari, slæpingur og óráðsseggur,”
var ]>að, sem Söryh varð að orði, þegar hún
var búin að veltn ])vi í liuga sínum dálitla
stund, hve skáðinn væri mikill, sem hún biði
við það, að Saxon færi burtu af heimilinu, eða
þó öllu heldur við það, að tapa þeim fjórum
og hálfum dal, sem hún fékk frá henni viku-
lega. “Hvað heldurðu að móðir þín mundi
se?Ía, ef hún gæti litið upp af gröf sinni og séð
þig vera að draga þig eftir þessum Willa Ro-
berts?-' Hún var fínleiks kona og hafði mesta
ógeð á öllum ruddamennum. En það má eg
segja þér, að nú getur þú hætt að hugsa um
silkisokkana og eins hitt, að eiga þrenna skó í
einu. Það verður ekki langt ]>angað til þú tel-
ur þig hepna, ef })ú átt eina ómerkilega skó og
bómullarsokka, sem eru svo ómerkilegir, að þú
færð tvenn pör af þeim fyrir tuttugu og fimm
cents. ”
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
Offlce: 6th Floor, Bank of HamlltonChambere
“ Að heyra þetta tal! Þegar eg var ung, þá
höfðu stúlkurnar þær sómatilfinningar að tala
ekki um það, sem er siðuðu fólki viðbjóður.’’
“Attu við börnin?” spurði Saxon dálítið
glettnislega.
“Já, börnin.”
“Þetta er í fyrsta sinn, ,sem eg hefi heyrt,
að börnin væru siðuðu fólki viðbjóður. Þú átt
sjálf fimm af þeim, svo það lítur ekki út fvrir,
að þú hafir sjálf gætt góðra siða. Við Willi
ætlum ekki að eiga nema tvö — pilt og stúllni.’
Tom þótti systir sín svara vel og maklega,
en hann forðaðist að láta á því bera. Sarah
• fann, að liún komst ekki lengra þessa leiðina,
en hún var ]>ví svo vön, að kasta ónotum til
annara, að hún var svo æfð í því að vera ónota-
leg í orði, að þar var hún aldrei ráðalaus. Hún
byrjaði því þegar aftur, en dálítið á annan hátt.
“Þessar snöggu giftingar, sem koma alt í
einu, liugsunarlaust og fyrirvaralaust, eru all-
ar eitthvað grunsamlegar, ef nokkuð er grun-
samlegt. Ef veit svo sem ekki, hvað er að
verða úr þessum ungu stúlkum. Þær liaga sér
ekki siðsamlega, það má eg segja þér. Stúlk-
iirnar eru ekki lengur siðsamar. Þetta er það
sem hefst af þessum sunnudagadönsum og öllu
því ralli. Stúlkurnar haga sér lireint og beint
■eins og skepnur. Eg hefi aldTei á æfi minni
séð annað eins losæði.”
Þegar Sarah leit við, greip Tom tækifærið
að líta til systur sinnar, og hún skildi augna-
tillit hans þannig, að hann vildi biðja hana sem
hezt hann gat, að stilla sig og svara sem minstu,
því hann sá að hún var reið og óttaðist að alt
væri að fara í bál og brand.
“Við skulum sleppa þessu, litla góða systir
mín,” sagði hann við Saxon, þegar þau voru
orðin tvö ein. Það er ekki til neins að jagast
við tengdasystur þína. Willi Jtoberts er allra
bezti drengur. Eg þekki hann vel. Þér mun
ávalt þykja mikið til hans koma. Eg er viss
nm, að þér líður vel lijá honum. ” — Það var
eins og Tom ætti bágt með að segja meira og
svipurinn varð eitthvað svo óskaplega þreytu-
legur. “Farðu ekki að eins og Sarah. Forð-
astu að jagast. Hvað sem þú gerir, þá forð-
astu það. Lofaðu honum að segja sína mein-
ingu einstaka sinnum. Karlmennirnir liafa líka
dálitla greind, þó Sarah sýnist ekki skilja það.
Sarali elskar mig í raun og veru, þó ekki líti
stundum út fyrir það. Þú átt líka að elska
manninn þinn, og þú átt að láta hann finná, að
þú elskir hann. Með því móti getur ]>ú fengið
bann til að gera alla skapaða hluti fvrir ])ig.
Lofðau honum að gera eins og hann vill, og þá
mátt þú gera eins og ]>ú vilt. Eg forðast marg-
oft, ]>að sem mig langar til, af því eg óttast, að
Sarah verði óánægð. En miklu heldur vildi*eg,
að það væri ástin, sem forðaði mér frá því að
gera það, sem eg á ekki að gera.”
“Eg skal fara eftir þínum ráðum, Tom,”
sagði Saxon og brosti gegn um tár, sem fyltu
augu hennar, af því hún hafði innilega með-
líðan með bróður sínum. “En eg ætla að gera
meira en þetta. Egætla að sjá svo um og vinna
til þess, að Willi elski mig æfinlega, og þá þarf
eg ekki að hafa neitt fyrir því að fá liann til að
vera góðan við mig. Hann gerir það vegna
þess, að honum þvkir vænt um mig, eins og }ni
sérð.”
“Þú hefir alveg rétta skoðun á þessu, syst-
ir mín. Haltu bara fast við hana, og þá mun
vel fara fyrir þér. ”
Seinna, ])egar Saxon var á leið til vinnu
sinnar, hitti hún Tom, þar sem hann beið henn
ar á götunni.
“Heyrðu, Saxon!” sagði hann með tölu-
verðum ákafa. “Þú mátt ekki taka neitt af því,
sem eg hefi sagt, þannig, að eg vilji ekki vera
Söru trúr í öllu, eða að virða hana ekki mikils.
Hún á því miður ekki eins gott eins og hún ætti
að eiga. Eg vildi með engu móti segja neitt
misjafnt um liana, eað halla á hana í nokkru.
Hún er í raun og yeru trú og góð kona. Henni
er vorkunn, ]>ó hún geti ekki stilt skap sitt
stundum. Það er annað en gaman, að stríða
við þessa fátækt alla æfi.”
“ Þú hefir alt af verið ósköp góður við mig,
bróðir minn, og því skal eg aldrei gleyma. Eg
veit líka, að Sarah vill vera góð. Ilún gerir
eins vel og hún getur,” sagði Saxon.
‘‘Eg get því miður ekki gefið þér neina
brúðargjöf,” sagði Tom í hálfgerðum afsök-
unarrómi. “ Sarah vill ekki hlusta á það. Ilún
segist enga brúðargjöf liafa fengið frá okkar
fólki, þegar við giftumst. En eg hefi nú samt
fengið dálítið lianda þér. Þú gætir aldrei get-
ið livað það er.”
“Eg er ekki hrædd um, að Willi geti ekki
unnið fyrir okkur, eða að eg fái ekki alla þá
skó, sem eg þarf,” sagði Saxon og það var auð-
séð á henni, að hún hafði óbifanlegt traust á
Willa.
“Þú veizt ekki, hvað þú ert að segja,”
sagði Sarah og hló kuldalega. “Hugsaðu um
öll börnin. Þau koma hraðara, en kaupið hækk-
ar nú á dögum.”
“En við ætlum ekki að eiga nein börn ....
ekki fyrst um sinn. Ekki þangað til við erum
búin að borga fvrir húsmunina, að minsta
kosti ’ ’.
Saxon beið og þagði.
“Mér einhvem veginn datt það í hug, þeg-
ar ])ú sagðir mér að þú ætlaðir að gifta þig, og
eg skrifaði Ceorge bróður og bað hann um það.
Eg sagði þér þetta ekki, því eg vissi ekki nema
hann hefði selt það. Hann seldi ýmislegt ann-
að, því hann vantaði peninga. En þetta, sem
eg hefi í huga, sendi hann mér. Eg vikli ekki,
að Sarah vissi neitt um þetta, svo eg faldi það
í eldiviðarkofanum. ”
“Það er eitthvað, sem faðir okkar hefir
átt. Blessaður segðu mér hvað það er.”
“Það er sverðið hans.”