Lögberg - 21.03.1929, Blaðsíða 7
LÖGBERG FIMTUDAGINN 21. MARZ 1928.
Bls. 7.
BOKUNIN
bregst ekki ef
þér notið
MAGIC
BAKING
POWDER
Það inniheldur
ekki alúm og er
ekki beizkt á
bragðið.
Frá Vestfjörðum
Almenn tíðindi.
Vetur sem þessi hefir ekki kom-
ið í elztu manna minnum. Varla
fest snjó á jörðu fyr en síðari
hluta janúar. Gerði þá dálitla
skussu vikutíma, en brá til bata
og þíðu aftur, nú um mánaðamót-
in. Frost voru dálítil í nóvember
öndverðum, en væg þó, og var
unnið að jarðabótum við og við
fram til jóla og í miðjum janúar
var rist ofan af og var þá jörð al-
þíð, nema í stærstu þúfum. Mun
slíkt einsdæmi á þessum hjara.
Sauðfé og hross hafa gefið sér með
mesta móti úti í vetur, en heygjöf
verið þó meiri en ætla mætti,
vegna þess að jörðin var illa und-
irbúin veturinn, vegna hinna af-
armiklu iþurka síðastliðið sumar
og úthagar víða sólbrunnir, og
svo sífelt berangur, það sem af
er vetrinum. Hey voru og víða
lítil vegna þurkanna og úthey
frekar létt til fóðurs. Veldur það
nokkru þar um, að slegið var með
meira móti á engjum s. 1. sumar,
því síðan bændur fóru að hugsa
meira um túnræktina, er meir og
meir af engjum í sinu árlega.
Vantar tilfinnanlega hagkvæman
fóðurbæti, til að nota með lélegri
beit og léttum heyjum, því að í
slíkum vetrum sem þessum, ættu
bændur ekki að nota nema lítið
eitt af heyjum, en mikið af kjarn-
fóðri. Má að vísu segja, að við
höfum nóg af þorsklifur í veiði-
stöðvunum, og síldarmjöli, en oft
er ilt að ná í þessi fóðurefni, og
stundum ekki fáanlegt í svo smá-
um stíl, einkum síldarmjölið, og
svo vill nú vera misbrestur á
vörugæðunum og tefur það alt
fyrir notkun og útbreiðslu þessara
ágætu og sjálfsögðu innlendu
fóðurefna. Er það eitt af nauð-
synlegustu verkefnum þeirra
manna, er með búnaðarmálefnin
fara, að ráða fram úr því vanda-
máli, á hvern hátt bændum verði
auðveldast séð fyrir fjölbreyttum
fóðurefnum handa búpeningi sín-
um, en það þarf jafnframt að
kenna mönnum að nota þau og
umfram alt að* útvega þeim mark-
að fyrir afurðirnar af búunum.
svo að þeir hafi eitthvað til að
borga með aðkeypt fóðurefni. —
Eins og fólkshaldi er nú komið
hér um slóðir, dugar ekki að fóðra
eingöngu á heyi, það er of dýrt og
óhagkvæmt að mörgu leyti, sem
hér er ekki rúm til að rekja nán-
ara.
Jarðabóta áhugi er nú óðum að
glæðast hér vestra. Hyggja menn
nú að afla sér fljótvirkari tækja
tii jarðvinslu. Dráttarvélar eru
nú tvær til á Vestfjörðum: í
Nauteyrarhreppi og Eyrarhreppi.
Hafa þær reynst svo vel, að mælt
er, að 2—3 bætist við á þessu árn.
Búnaðarfélög Mýra- og Þingeyr-
arhrepps í Dýrafirði hafa ákveð-
ið nýlega, að kaupa eina slíka
dráttarvél í félagi næsta vor.
Stuðningur sá, er ríkið veitir til
jarðræktar nú, er mönnum mikil
hvöt og á síðari árum hefir Bún-
aðarsamband Vestfjarða hvatt
bændur og styrkt allverulega til
umbótanna, síðan fjárráð þess
jukust og það sendi gróðrarstöð-
ina, sem áður var ærið fjárfrek,
einkum vegna afar erfiðra rækt-
unar möguleika.
Það er nú óðum að vakna áhugi
aukinni búpeningsrækt. Má ó-
hætt fullyrða, að lögin um kyn-
bætur hrossa og nautgripa styðji
mjög að því. Er nú verið að koma
upp kynbótagirðingu fyrir hross
Núpi í Dýrafirði, fyrir næstu
sveitir í sameiningu. Þá munu
nautgriparæktarfélög einnig vera
í uppsiglingu.
Við sjávarsíðuna hefir síðasta
ár verið veltiár. Ágætis fiskveiði
við Djúp og á flestum vestfjörð-
unum og svo er einnig það, sem
af er þessu ári. Sagt er, að hlut-
ir séu orðnir um 500 kr. í Súg-
andafirði í janúar og líkt á Flat-
eyri, og er það mest á hálfum
mánuði, því að gæftir hafa ekki
verið meiri. í Dýrafirði veiddist
síld í haust og fram undir jól. Er
slíkt nýlunda þar. Fengu menn
400 kr. hlut i síld, þar við bryggj-
urnar, svo að segja. Veiddu bænd-
ur og talsvert þar inni á firðin-
um, og gátu þó lítið notað sér
veiðina vegna netjaleysis. Þorsk-
ur hefir veiðst þar í janúar inni
á firði, og man enginn eftir, að
það hafi skeð áður. Þá hafa ó-
grynni veiðst af þorski og smokk-
fiski í Arnarfifði. Sagt er, að þar
muni vera til 2,000 kr. hlutir á
opna vélbáta, er róið hafa í fjörð-
inn í sumar og haust, og til mun
það vera, að vélbátar hafi hlaðið
af þorski í firðinum rétt fyrir
jólin. Líkt er að segja um Pat-
reksfjörð. Var þar nægur fiskur
úti í flóanum fram undir jól, en
þá hættu menn að róa þar, enda
mikil vinna í landi.
Heilsufar manna hér vestra
hefir yfirleitt verið gott síðast-
liðið ár. — Skepnuhöld í meðal-
lagi. Bráðapest hefir stungið sér
niður, mest í Önundarfirði og
Patreksfirði. Þar í Patreksfirði
hefir nú í vetur borið talsvert á
óþektri veiki í sauðfé, helzt í full-
orðnu fé, er lýsir sér þannig, að
skepnan missir mátt og fær floga-
köst og lifir þó nokkurn tíma, en
drepst eða verður að drepa á end-
anum, en sjást þó engin sjúk-
dómsmerki á skrokk eða líffærum
og vita menn ei af hverju stafar.
Væri óskandi, að því yrði frekari
gaumur gefinn af dýralæknun-
um, en mér eru ei svo kunnir
málavextir, að eg geti gerr sagt
frá þessu.
Fleira mætti til tína, en það
bíður næsta bréfs.
í jan. 1929. J. D.—Vísir.
STYRKIR VEIKLUÐ
LfFFÆRI FÓLKS.
Miljónir manna vita, hvaða á-
gætismeðal Nuga-Tone er, af því
það hefir gefið þeim betri heilsu
og meiri orku. T. d. segir Mr. H.
Ruffner, Dillíon, Kansas: “Eg
brúkaði Nuga-Tone í fáeinar vik-
ur, og það gerði mig að nýjum
manni.”
Nuga-Tone er slíkt ágætis með-
al, sem það er, vegna þess, að í
því eru þau efni, sem bezt styrkja
heilsuna og kraftana. Það styrk-
ir taugarnar og vöðvana, hreins-
ar blóðið, læknar nýrna og blöðu-
sjúkdóma, eyðir gasi í maganum,
bætir matarlystina og melting-
una; veitir endurnærandi svefn
og gerir þá, sem magrir eru, feita
og sællega. Ef þú hefir einhverja
slíka kvilla, þá láttu ekki bregð-
ast að reyna Nuga-Tone. Það
fæst hjá öllum, sem selja meðul
og þeir geta útvegað það frá
heildsöluhúsinu.
KVELDVÆRÐ.
Að fjörunni lognöldur léttar
Líða með hvískurs hljóð.
Þær hníga og hlæjandi deyja;
En hafið er rautt sem blóS.
Hnígin er senn aS sævi
Sólin, meS geisla-staf,
Hún leggur á landiS og sæinn
Logandi skarlats-traf.
ÚtsogiS hug minn heillar,
í hafdjúpiS nú er sótt.
KveldroSinn sál rnína seySir
Á sóImiSin þessa nótt.
Á æSaslög hafs eg hlusta,
Himinsins andardrátt
Geislar frá guSlegu auga
Nú glampa i sólar átt.
Bros guös er lífiS ljúfa
En ljósiS hans hjarta blóS
Hver hreyfing í hugsun og vexti
Af himneskri fórnar glóS.
Dauðinn er æSri eining
Alls, sem ber kærleiksþel.
En fjarlægSir fólksins og alda
Er fokský um sólna hvel.
dazvn
Þann 10. janúar andaðist merk-
Lambavatni í Rauðasandshreppi.
Langavatni í Rauðasandshreppi.
Hann var áttræður, fæddur 20.
maí 1849. Sveinn sál. var einkar
vinsæll maður g vel metinn. Var
hann alkunnur fyrir lækningar
sínar, sem hann stundaði af sér-
stakri alúð og hepni, á meðan
heilsa og kafta leyfðu. Hann var
um langan tíma, áður en Patreks-
fjörður varð læknissetur, svo að
segja eini læknirinn í Rauða-
sands hreppi, og var iðulega til
hans leitað úr nálægum hreppum.
Hann hafði góðar gáfur og var
fróður vel, einkanlega í náttúru-
fræði. Sveinn sálugi var stiltur,
gætinn og einbeittur, fylgdi hann
skoðunum sínum með festu og
hvikaði ekki frá þeim, enda voru
þær alla jafnan bygðar á þekk-
ingu og reynslu. Var hann sönn
prýði sveitar sinnar og sómi hinni
íslenzku bændastétt
Á Rauðasandi rak flösku-
skeyti, sem hafði verið varpað í
sjóinn á miðju Atlantsahfi þ. 9.
nóvember 1927 af skipinu “Ath-
enia”. Var það fimm dögujn fátt
í 14 mánuði, sem skeytið var á
leiðinnij—Vísir.
STJARNAN
('Sbr. The star of truth
shining).
Sannleiks stjarna starir blíð, á storð
í gegnum ský.
Æ, lát þinn geisla leiða mig, þá lífs
frá vilhr sný,
Hversu, sem að löng er leið, í ljós-
ið, heim til þín,
Þótt að brekkan ógni önd, ver ætið
leiðsögn min.
Eg veit þín heilög geislaglóð ei ger-
ir villu sýn,
I gegnum allra alda vé, skin ennþá
birta þín,
Og þó að oft á villu veg þér veröld
stefni frá,
Má ennþá við þitt leiftur ljós hinn
ljúfa Drottinn sjá.
Þessi blóðgu þrauta spor, er þínir
gengu hér
Vitni ljóss á vo<5a stig, þau veginn
sýndu mér.
Gæji eg þeim geiglaust fylgt mun
gatan reynast slétt.
Ef fús þú lifsins byrði þer, sjá
byrðin er þá létt.
Senn mun kneri siglt í höfn, og sátt-
ur kveð eg heim
Með öll þau pund, seg guð mér gaf.
HvacS geröi eg úr þeim?
Mun fyrsta spurn á banabeð er
hirtan rökkrið flýr.
Á móti breiðir faðminn fold; svo
fæðist dagur nýr.
H. E. Jolinson.
Oddný kona Áskells Brandssonar í
Blaine, (Áskell er albró'Sir Dr.
Brandssonar í Winnipeg) Vilhelm
til heimilis í Tacoma, Wash, og
Kristófer, búsettur nálægt Salam
í Oregon riki.
Þau GuÖmundur og Sigurlaug
bjuggu fyrst í Skagafirðinum nokk-
ur ár en fluttu vestur um haf áriÖ
1887. Áttu þau fyrst heimilisfang
í N. Dakota nokkur ár, en fluttu
þaðan til Leslie, Sask., árið 1904.
Þar dvöldu þau í sjö ár en fluttu
þamæst til Dunkin, Mont. og
bjuggu þar sex ár á heimilisréttar-
landi sínu. Vestur hingaÖ til
Blaine komu þau áriö 1921.
Fyrir rúmum tveimur árum varÖ
Guðmundur fyrir þeirri þungu sorg
að missa eiginkonu sína, en hjóna-
bandiS hafði verið hið ástúðlegasta
enda var Sigurlaug sál. einstakt val-
kvendi. Hún andaðist 14. okt. 1926.
Guðmundur heitinn var að eðlis-
fari mjög hæglátur maður, fáskift
inn og fátalaður. Þeir menn búa
oft yfir dýpri hugsunum og rikari
tilfinningum en alþjóð grunar.
Hann unni heimili sínu af alhug,
og helgaði því krafta sína með at-
orku eljumannsins. Hann var
fastlyndur og féll allar breytingar
all-þungt. Erfitt mun honum þvi
hafa veist að slita sig upp úr átt-
haganum og flytja á burt i ókunna
álfu. Eg hygg okkur muni ganga
illa að gera okkur fulla grein fyr-
ir fórnfærslu frumbyggjanna, sem
vestur fluttu i þeirri von að með
breytingunni fengjust betri lífskjör
fvrir börnin, en fósturlandið hafði
að bjóða. Fáir hafa lagt meir
sölurnar en þeir, en það var föður-
og móðurástin, sem kom þeim til að
leggja út á hafið, út í óvissuna
hamingju leit fyrir afkomendur
sína.
Skylduræknin var æðsta lífs lög-
mál Guðmundar, sem ýmsra hinna
eldri manna, og æðsta skyldan er
foreldra-skyldan, auðvitað.
Að vera gætinn að lofa en öruggur
að efna, var áreiðanlega lífsstefna
þessa manns. Hann var ástríkur
eiginmaður, umhyggjusamur faðir,
góður nágranni og nýtur borgari.
Ólíkt aldarfar skapar, að ýmsu
leyti, ólikar lífsvenjur og þanka-
far. Hin ótrufluðu áhrif gömlu,
íslenzku Sveitaheimilanna grófu sig
djúpt inn í sálarlif barnanna, og í
þeim heimi lifir nokkuð af vorri
eldri kynslóð enn i dag. Guðmundi
var það alla æfi kærast, sem hann í
æsku nam, það var styrkur hans í
striði lifsins og ljós hans í dauð-
anum. Kveldmáltíðarinnar neytti
hann skömmu fyrir andlátið og beið
æðrulaus hins síðasta viðskilnaðar.
Ásthlýjar ástvina hendur léttu hon-
um þjáningarnar í banalegunni og
guðstrúin vermdi hjarta hans með
heilagri von.
Hann kveið ekki heimkomunni til
föðurhúsanna og hann vissi að hann
átti “farvin þann er flytti hann í
höfn. Kristur hafði jafnan verið
honum fylgdarmaður á lífsins leið
og hann treysti honum til að bjarga
sér yfir siðasta boðann.
Eg vona að æfikveldið megi verða
oss öllum jafn blitt og bjart, en til
þess þarf lif vort að vera hreint og
fagurt, hugsunin góð og göfug.
Eg mun altaf minnast hins gamla
góða manns með ást og virðingu.
TTann var jarðsunginn frá is-
lenzku, lútersku kirkjunni af séra
H. J. Johnson þann 24 jan. s.l.
H. E. J.
ef misblíð voru lífsins Iðg
það létuð ei á finna;
ástúðleg sambúð olli því,
ánægjusólin glóði hlý,
þá öðru þyrfti að sinna.
Fögur mun ykkar framtíð þar
á friðar helgu landi
auðgist að göfgi eilífðar,
sem enginn hindrar vandi.
Við munum ykkur síðar sjá,
og samtengd aftur verða þá
ættar og yndis bandi.
Faðir og móðir hjartahrein,
hugljúf er ykkar minning,
við hana grær hjá okkur ein
ástkær/ þakkaf * tilfinning.
Ykkar dæmi að iðka hér,
efunarlaust í skauti ber
sælasta sigurvinning.
Systkinin.
Rjúpur og dýrbítur
OGIL.VIE
/
■
FOR BREAKFAST •
Ogilvie Oats leggja til ótakmarkaða orku til vinnu
og leikja. Pantið Ogilvie Oats hjá kaupmanninum
9
FRÁ ALÞINGI.
Reykjavík, 16. febrúar.
Alþingi var sett í gær og hófst
athöfnin kl. 1 miðdegis á því, að
þingmenn gengu í kirkju og
hlýddu messu hjá séra Hálfdáni
Helgasyni á Mosfelli. Kl. 2 var
guðsþjónustunni lokið og sölfnuð-
ust þingmenn þá saman í neðri
deildar sal Alþingis, og þar las
forsætisráðherra konungsboðskap
um setning Alþingis. Að þeim
lestri loknum, stóð upp Einar
Árnason, 1. þm. Eyfirðinga, og
bað konung vorn lengi lifa, og
tóku þingmenn undir það, aðrir
en jafnaðarmenn, með níföldu
húrrahrópi. — Þá lýsti forsætis-
ráðherra því, að þingfundum
væri frestað til mánudags, sakir
þess, að enn væru nokkrir þing-
menn ókomnir. En það eru þeir
Sveinn ólafsson, Páll Hermanns-
son, Þorleifur Jónsson og Jóhann
Þ. Jósefsson. — Auk þeirra voru
nokkrir þingmenn fjarstaddir sök-
um veikinda. — Vísir.
Dánarminning
GUÐMUNDUR HJÁLMSSON.
Hann andaðist að heimili dóttur
sinnar og tengdasonar, Oddnýjar
og Áskells Brandssonar, að Blaine,
Wash. 31. jan. s.l. eftir fárra daga
legu í lungnabólgu.
Guðmundur sál. var fæddur að
bænum Kúskerpi í Blönduhlíð.
Skagafjarðarsýslu 24. dag janáiar
mánaðar árið 1852. Foreldrar
hans: Hjálmur Eiríksson og Odd-
ný Guðmundsdóttir bjuggu á Kú-
skerpi langa hrið. Var Guðmund-
ur eitt af 14 börnum þeirra og hið
síðasta til að hverfa héðan.
Þann 19. okt. árið 1879 giftist
Guðmundur Sigurlaugu Guðmunds-
dóttur, fsleifssonar, Bjarnarsonar
af hinni svo nefndu Skiðastaða-ætt
sem er afar fjölmenn á Norður-
landi. Varð þeim hjónum, Gttð-
mundi og Sigurlaugu fimm barna
auðið og eru þrjú þeirra enn á lifi:
því
SfÐASTA KVEÐJAN.
'Sælir eru hreinhjartaðir,
þeir munu guð sjá.”
Faðir og móðir, hjarta hrein,
hvilið nú guðs í friði.
Grædd eru ykkar gjðrvöll mein,
og gengin sól að viði.
Inndæl og róleg aftanstund
ykkur fært hefir gull í mund,
hér þó lífsdagur liði.
Ykkar minningu elskum við
og aldreigi munum gleyma;
jafnan var ykkar mark og mið
menning og dygð að geyma.
Okkur systkinum leiðarljós
líf ykkar var—sem blómguð rós,
í ætt við æðri heima.
Fegurstu hljóta fáið þar
fyllingu andlegs gróða;
í ykkar lífi ávöxt bar
orðið dýrlega, góða;
hegðanin birti herina sál,
sem heilög virti bænarmál,
guðlegra lofssðngs1 ljóða
Eins og margir vita, hefir ver
ið mjög lítið um rjúpur hér á
Suðurlandi í haust, — ritar Bú-
andkarl í Vísi nýlega. — hvernig
sem'á því stendur. Og sama sag-
an er raunar sögð að norðan lika
Þar er mjög fátt um rjúpur, móts
við það, sem vant er að vera.
Vita menn ekki hverju slíkt sæt-?
ir, því að rjúpur voru með lang-
flesta móti um land alt í fyrra
vetur. En með vorinu voru þær
nálega allar horfnar. 1 minni
landareign fanst að eins eitt
rjúpuhreiður í vor, og mun það
einsdæmi. Hyggja sumir sveita-
menn, að rjúpurnar hafj flogið
úr landi 0g telja þá líklegast, að
þær hafi leitað til Grænlands.
Eitthvað kann að hafa drepist, en
varla hafa þó verið mjög mikil
brögð að því. Sumir ímynda sér,
að rjúpurnar haldi sig uppi í ör-
æfum og hafi ekki enn leitað
bygða, sakir veðurblíðunnar í
vetur. Muni þær -og hafa hvekst
mjög í fyrra, sakir stöðugrar
skothríðar, meðan skjóta mátti, en
margar særst og beðið bana við
mikil harmkvæli.
Það mun nú hafa komið fyrir
áður, að rjúpur hafi horfið eða
nálega horfið árum saman, en
komið svo aftur. Stundum hafa
þær fallið, bæði af fæðuskorti og
sjúkdómum. Eftir Kötlugosið
1918 kom upp mikil sótt og ban-
væn hjá rjúpunum og féllu þær
þá unnvörpum. Er mér enn í
fersku minni, er drengir mínir
fundu 35 dauðar rjúpur hér í
landareigninni á einum degi, er
þeir gengu til kinda. Og um vor
ið 1919 gat varla heitið, að nokk-
ur rjúpa sæist á stórum land-
svæðum sér syðra. En eftir 2
3 ár hafði þeim fjölgað svo, að
þær munu hafa verið orðnar eins
margar og fyrir drepsóttina eft-
ir Kötlugosið.
Menn hafa veitt þvi eftirtekt,
að þau ár, sem óvenjulítið er um
rjúpur, gerist “lágfóta” miklum
mun ágengari við sauðfé, en að
vanda. Er það og skiljanlegt, því
að hún drepur rjúpur óspart til
matar sér, þegar nóg er til af
þeim. í sumar sem leið bar víst
á því með meira máti, að refir
legðist á fé. Fundust allmörg
lömb dauð af völdum tófunnar
hér um slóðir, og heimtur á dilk-
um munu víða hafa verið með
lakara móti. —■
Fé hefir gengið mjög sjálfala í
vetur víða um sveitir, og sum-
staðar varla komið í hús. Hefir
víða lítið verið um það hirt og
ekki gengið til þess að staðaldri,
fyr en komið var fram um jól.
Svo er t. d. á bæjunum í Þing-
vallahrauni 0g víðar. Og vart
hefir þess orðið þar, að dýrbítur
hefir lagst á fé í vetur. Getur
vel verið, að meiri brögð séu að
slíku þar á hraunbæjunum, en
er nú að verða mjög
og fyndist mér rétt, að stefnt
yrði að því, að fækka villirefum
sem mest, en fjölga hinum, sem
eru undir umsjón manna. Þess
ber líka að gæta, að fjallarefirnir
eiga ekki við sældarkjör að búa.
Þeir eru sí-hræddir um líf sitt,
hraktir og hrjáðir af mönnum,
sem vonlegt er, og oft hungraðir
og kaldir timunum saman, en
gintir á eitri, og deyja oft við
mikil harmkvæli. Það er nú að
vísu þeirra eðli, að flakka um
landið í öllum veðrum eftir bráð,
en frelsið er mikils virði. En þeg
ar þeir gerast grimmir og úrillir
arðvænleg úr hófi og leggjast á sauðfé
bænda, er einskis annar kostur,
en að hefja sókn á hendur þeim,
því að hvorttveggja er, að þeir
valda oft miklu eignatjóni og
miklum þjáningum. Þeir eru
miskunnarlausir að vonum, drepa
sauðkindina á hinn grimmileg-
asta hátt. Er oft hryllilegt að
sjá, hvernig þeir leika fórnardýr
sín og skal því ekki lýst hér.
Verði rjúpnaskortur næstu ár-
in, má hiklaust búast við því, að
tófur leggist á fé venju fremur,
og dugir þá ekki að horfa á þann
leik aðgerðalaust og með hendur
í vösum. — Vísir.
TIL AÐ F0RÐAST SMUT
SKYLDI ALT ÚTSÆÐl, SVO SEM HVEITI, BYGG,
HAFRAR O. S. FRV., HREINSAST MEÐ
í
standard
^RMALDEHYDl
100 pcr cent Ettcctivc
KILLS
v SNUT
V^tandár^J
(fqrmaldéhyde)
DESTROYING SMujJ
Sold in 1 lb. & 5 lb.
cans, aUo in bulk,
by all dealer*
Þegar Smut gerir vart við sig í akrinum,
er of seint að koma í veg fyrir það. Þá
er skaðinn skeður. Eini vegurinn er að
hreinsa útsæðið með Standard Formal-
dehyde.
Meðmæli frá fylkisstjórnunum og búnað-
aðarskólunum. Þeir, sem fremstir standa
í kornrækt og flest verðlaun vinna, nota
það.
Þægilegt að nota það—þarf engin sér-
stök áhöld. Tryggir hreint útsæði og
góðan árangur.
Komist að sannleikanum — biðjið um
bækling með skýrum myndum: “Smuts
in Grain”
THE STANDARD CHEMICAL
COMPANY, UMITED
Montreal WINNIPEG Toronto
Umbúðum af
PEARL SOAP
verður NÚ skift fyrir Ijóm-
cmdi fallega
ÓKEYPIS MUNI
Geymið og Verðmiðana af
Royal Crown Soap
Royal Crown Cleanser
Royal Crown Flaked Lye
Royal Crown Soap Powder
JIF—Fine, fluffy, flakes
Cocoa Pumice Soap
Witch Hazel Toilet Soap
Golden West Washing Powder
Golden West Ammon'a Powder
j*MMOÍlnil|
Sendið einar Pearl Soaps umbúðir og einar Royal Crown
Soaps umb., og fáið skírteini fyrir fimm verðmiðum og nýj-
an 1929 Verðlista með myndum, er skýrir frá kjöraupum.
THE ROYAL CROWN SOAPS LTD. WINNIPEG
Framgjörn
hög
hérvistarstörf
var lund og höndin
að vinna,
menn vita um, enn sem komið er,
en sézt hafa þar kindur, jafnvel
gamlar ær, rifnar og illa leiknar
eftir “skolla”. Hafa sumar verið
að dauða komnar, er þær fund-
ust. Er ilt til þess að vita, að
bændur skuli ekki geta verið
nokkurn veginn óhultir um fé |
sitt fyrir þessum vörgum. Væri
mikil þörf á, að bundist yrði sam-
tökpm um land alt til þess, að út-
rýma vágestum þessum, sem allra
mest og rækilegast. Refaræktin
MáCDONALD’S
RneCUt
Bezta Tóbakið Fyrir Þá, Sem
Búa til Sína Eigin Vindlinga.
Með Hverjum Pakka
XIG-ZA.G
Vindlinga Pappír ókeypis.
“N0RTHERN” STYL-SHUS
(Gerðir til að fara vel.)
Ný gerð, litir og efni í þessa árs lágum
yfirskóm handa kvenfólki.
“Northern” Style-Shus fást nú
samlitir vetrarfötum yðar.
"LORRETTE" —
spennur, sem haga
má eftir vild. Jer-
sey, Cashmerette eða
Tweed efni. Dökkir,
ljósir eða gráir. Upp-
brot úr sama efni eða
úr flaueli. Einnig
allir úr flaueli.
“ZETTA”— Spenn-
ur, sem haga má eft-
ir vild. Mðleitir eða
svartir úr Jersey eða
Cashmerette. Einnig
brúnir, gráir eða ijös
leitir með uppbroti úr
sama efni og skór-
inn eða flaueli.
Allar tegundir af ‘Northern’
Rubbers og Style-Shus, sem
mæta allra þörfum.
Gætið að vörumerkinu.
NORtheRIJ
^ LIMITED
Sigurdson-Thoryaldson Arborg, Man. Riverton, Man