Lögberg - 09.05.1929, Page 2

Lögberg - 09.05.1929, Page 2
Bl». 2. LÖGBERG FIMTUDAGINN 9. MAí 1929. Hafð þér húðsjúkdóm? GJALDIÐ varúSar vi8 fyrstu ein- kennum húCsjúkdóma! Ef þér finn- i8 til sárinda eCa kláCa, e8a hafi8 sprungur í hörundi, er bezt a8 ncita strax Zam-Buk. Þau græ8a fljótt. Sé hú8in bólgin af klá8a, e8a sár- um og eitrun, er ekkert meBal, sem tekur jafn-fljótt fyrir ræturnar og Zam-Buk. ÁburBurinn frægi, Zam- Buk, læknar og græBir nýtt skinn. Zam-Buk bregst aldrei þa8 hlut- verk sitt aS græSa og mýkja og hef- ir sótthreinsandi áhrif. Eru smyrsl þau nú notuS í miljónum heimila. FáiS öskju af þessum merku jurta- smyrslum, og hafiS ávalt vi8 hendina. Mrs. W. Campbell, a8 Bonny River Station, N.B., segir: ‘‘Sprungur á andliti og handleggjum dóttur rninn- ar, ur8u a8 opnum sárum. Vi8 reynd- um ýms meSul, en ekkert hreif nema undrasmyrslin Zam-Buk. Fáið öskju af Zam-Buk í dag! Ein stœrð að eins, 50c. 8 fyrir $1.25.. Zam-Buk Medicinal Sápa, 25c. st. Bréf frá Californiu Los Angeles, 8. marz 1929. Herra ritstjóri Lögbergs! Eg þakka þér mjög vel fyrir aÖ hafa birt feréf mitt, er eg reit þér fyrir nokkru siÖan Eg mintist þar eitthvað ofurlitið á mál Asa Key héraðslögmanns Hann var fund- inn sekur, og brot hans varðar frá eintí til fjórtán ár í fangelsi. En hafi hann náð í miljón og kvart, er útlit fyrir, að hann hafi þar hærri daglaun, en að vera lögm. Mál hans reis aðallega út af því, að ár- ið 1926, eða fyrir rúmum tveim árum síðan, fór þriðja stærsta olíu- félagið hér, Julian Petroleum, á hafuðið. Þrír eða fleiri háttstand- andi embættismenn félagsins voru þá samtímis grunaðir um ógurleg- an fjárdrátt, sem valt á tugum miljóna dollara, og þá lét Aa Keyes þessa menn kaupa sig til að fría þá, eins og honum tókst um tíma, fear til að hluthafar ikomu því til leiðar, að rannsókn var hafin á ný. Þetta Julian Petroleum o'iufélag hafði eða naut feikna álits meðal fólks áður en það féll, og margir nýir og gamlir hluthafar lögSu alla sína peninga í hlutaferéf félagsins, hugsandi fyrir víst, að þeir myndi stór-græða fverða rikir). Nú hefir þetta slæma tilfelli valdið hér hindrun og tortryggni í viðskifta- lifi ríkisins og víðar. Eg man svo glögt eftir, þegar fréttin kom út um það, að félag þetta væri orðið gjaldþrota. Eg var þá í San Francisco. Það hitt- ist svo á að eg var að vinna þar með 5 svertingjum við að gera við hús, er hafði að hálfu leyti skemst í eldi. Einn svertinginn, að nafni John- son, var formaður á þessu verki, °g enginn annar hvítur maður með þeim, en eg. Johnson þessi var af- ar-stór og ófríður negri; drykk- feldur i meira lagi. En negrinn, er átti húsiS, var lítill maður. Af því sem eg var þarna með þeim á aðra viku, kyntist eg dálitið þessum negrum. Þeir voru mér góðir, og eg eins og sá það á gamla Johnson, að hann væri upp með sér af að hafa hvítan mann með sér, og þar fyrir reyndi eg að gera vilja hans sem bezt eg gat. Nú var það einn morgun, er eg kom til þeirra i vinnu, að eg sá hvar Johnson, og allir hinir negr- arnir, stóðu rétt fyrir innan dyrnar á neðstu hæð hússns (það var þrí- lyftj, og voru þar að láta yngsta negrann lesa fyrir sig í dagblaði, og eg heyrði, að Johnson var alt af að bölva. Eg færði mig nú að þeim, til að vita, hvað væri um að vera. Eg gat að sönnu ekki áttað mig á þvi alveg* strax, en eg sá að John- son var eithtvað svo voðalegur í út- liti; augun ranghvolfdust í höfði hans og hann hélt stanzlaust áfram að bölva. ‘‘Bansettir hvítu djöfl- arnir“ endurtók hain og gretti sig alt hvað hann gat. “Óþokkarnir hvítu hafa ‘graftað’,” kallaði hann hástöfum , og hinir svertingjarnir hneigðu sig allir eins og því til samþykkis, unz negrinn, sem átti húsið, hóf upp rödd sína og segir: “Við hefðum þó seint trúað því, að Julian færi á hausinn.” —“Það er komið um goll”, kallaSi Johnson hástöfum og spyrnti fæti i hálf- brunna spýtu, sem lá þarna á gólf- inu. — “Við höfum tapað öllu, sem við áttum,” segir þá yngsti negr- inn. Johnson tók nú að geyspa, en segir svo á eftir “Þeir eru allir þjófar, þessir hvitu,” — lengra komst hann ekki í það sinn me8 setningu sína, þvi hann og hinir negramir sáu þá, hvar einn landi þeirra kom keyrandi á stóram bíl og stanzaði fyrir framan bygging- una. Við voram þá rétt að taka til vinnu. Eg sá, að öku-negri þessi rétti Johnson þrjár vínflöskur, sem hann faldi í einum af hinum mörgu klæðaskápum er þar voru. Upp frá 'þessari stundu var John- son og hinir negrarair alt af meira eins og á rápi um bygginguna, en að þeir gerðu nokkuð, enda var verkið þvínær feúið. Þegar leið á daginn, voru þeir allir orðnir feýsna vel slompaSir, nema hvað Johnson var orðinn augafullur, búinn að saga sjálfan sig i aðra hendina, svo að blóðið lagaði úr henni. Þetta var nokkuð heitur dagur, og hann og, hinir negrarnir komnir úr þvínær öllum tuskum. — Nú var lítið annað eftir, en að negla hornborðin á bygginguna og John- son var að laga eða hefla þau til. Eg var aö negla síðasta borðið á þakið. Við vorum búnir að taka niður alla fótpalla. Eg heyri þá að Johnson kallar til okkar neðan af jörðu, og segist vera til með borðin. — Nú sé eg einn negrann taka gildan kaðal, og segir mér svo að koma til ,n Hann segir, að Johnson vilji, að eg negli á borðin, og segist eiga a8 feinda utan mig kaðlinum og eg verði að síga í hon- um niður á jörðu og negla borðin um leið á bygginguna. Það fór um mig hálfgerður hroll- ur, en hugsaði þó, eð eg skyldi ekki gera hvítum mönnum það til skammar, að þora eklci að síga niS- ur. En eg treysti þó negrunum hálf-illa, af því þeir voru meira og minna ölvaðir. Eg varaðist að hafa á orði nokkurt vantraust, og bundum við svo kaðlinum utan um mig og eg fylti svuntuvasa mína af nöglum. Síðan fór eg niSur af þak- inu, og 'þrír af negrunum * stóðu á þakinu og héldu dauðahaldi í kað- alinn. Johnson hafði þó enn vit á því aS kalla til þeirra og segja þeim að halda fast; og um leið sagði hann: “Við megum ekki drepa þennan litla hvíta djöful. Þannig mælti hann líka við aðkomu-negra, er stóð nú hjá honum niðri á jörðu. Eg sjálfur gaf þeim, er uppi voru, bendingu um, hve nær þeir ættu að halda kyrrum kaðlinum, og eins er eg vildi, að þeir lækkuðu mig. Af því sem við hættum klukkan hálf- fimm, kláruSum við ekki nema eitt hornið á byggingunni. HSn urðu því að bíða til næsta dags. Svo líður af nóttin, og hún hvíldi mig sáralítið. Eg var allur með sárum verkjum undan kaðlintun og átti bágt með að sofa nema í smá- dúrum, og þá tók mig að dreyma eitthvað svo leiðinlega. Mér þótti t d eg kominn aftur til negranna og vera að hrapa niSur bygginguna, eða eg þóttist halda á henni í ann- ari hendi. Stundum þótti mér eg vera gangandi á svörtum skýjum, einhvers staðar i lausu lofti, og negrarnir kæmu þá allir hlaupandi þar á eftir mér. Þetta var hræði- leg nótt. Samt fór eg í vinnu dag- inn eftir. En þá leit út fyrir, að eg hefði verið blindfullur nýlega. Samt hafSi eg ekki smakkað vín og félagar mínir höfðu aldrei gefið mér bragð. Á leið austur Filtmore og EHes stræti leit eg inn í matsölu- búð. Sá þá, aS Johnson var þar að borða morgunverð. En mér til undrunar var hann allur uppreif- aður um höfuðið, rétt að segja ó- þekkjanlegur og með stóran, hvít- an strigavetling á þeirri hendi, er hann hafði meitt sig á daginn áð- ur. Hann virtist vera í góðu skapi, kátur eins og negrum er eðlilegast að vera. Hann sagði mér, a8 það yrði ekkert unnið á byggingunni þann dag, en vantaði mig síðar til að negla hornborðin, því félagar sínir vildu ekki gera það. Samt sagðist hann ekki vita, hvort þeir gætu feorgað mér strax, því þeir væru ekki feúnir að fá eldsábyrgð- ina. Svo sagSi hann að húseigand- inn, sem væri tengdabróðir sinn, og hann sjálfur, væru líklega búnir að tapa öllu sínu í “dem” eins og hann ákvað, Julian Petroleum, og það þætti sér allra verst af öllu því versta, er fyrir sig hefði komið um dagana, og sagðist halda að hann ' yrði að finna “litaðan” lögmann, er hann sagði að myndi reynast þeim vel, ef nokkuö væri nú unt að gera. Eg fór að verða forvitinn, og spurði Johnson hvað mikið að þeir hefðu átt í félaginu; og svaraði hann þvi á þá leið, að hann vissi það ekki glögt, en sagðist halda, að hann væri nú búinn aö borga inn $6,000, en tengdabróðir sinn ætti þar $11,000. — “Það er meira en lítið tap þetta,” greip eg fram í; en um leið og eg sagði þetta, dró John- son saman þessar blóðrauðu og þykku varir sínar og sagði byrst- ur: ‘Hlustaðu, ‘dem you-’, og bætti svo við, “og borga fyrir þann, sem eg drap, að auki." Ekkert vissi eg hvað hann átti við með því, líklega keyrt á einhvern fullur. f þessu koma félagar okkar inn, og samtal okkar varð ekki lengra í það sinn. Eg fór nú heim þangað, sem eg hélt til, og fór að skrifa bréf til kunningja míns norður í Canada. Fanst mér eg eiga bágt með að hugsa nokkuð, samt skrifaði eg vísu til þessa manns í bréfið og var hún eitthvað á þessa leið: Ef værir þú kominn í suöræna sveit við sólina heita og dagana langa, og sæir þar Blámenn í bardagaleit þar blóðuga’ og kviknakta ganga, þeir segja þá myndu þér söguna þá, er sagt er að dauðinn einn kunni, um aðstæðu lífsins við alsvarta gjá með ógnum og kolsvörtum munni. Eg held eg ætti ekki að lengja sögu þessa meira, en til þess að hún verði ekki of endaslept, verð eg að geta þess, að Mr. Johnson borgaöi mér bæði vel og reiðilga. Hann var að sönnu ögn hýr í þaS sinn, og fyrir það virtist mér hann vilja eins kyssa mig og hornborðin. — Negrar geta verið ákaflega bliðir og eru mjög gefnir fyrir kossa. Ekkert held eg sé nú úr vegi að eg skrifi ofurlitlar fréttir héSan, eins og í uppbót við þetta ofan- skráða rugl. Tímar eru hér yfir- leitt daufir um þessar mundir, helzt í öllum greinum, þótt efnað fólk finni lítið til þess. Aftur er það tilfinnanlegra fyrir hina fá tæku, er þurfa að vinna fyrir dag launum, bæði vegna þess hvað kaupið er fallið og minna um at- vinnu. Svo eg blandi öllu saman, þá er þaö víst, að hér hefir aldrei i mörg ár verið annar eins loftkuldi og verið hefir síðan um hátíðir í vet- ur. Þó aldrei komi hér snjór og frost, þá getur kuldinn þó orðið ónotalegur. Auðvitað er hér aldrei kalt allan sólarhringinn, því vind lægir ávalt kvöld og morgna. Það es þessi kulda nðiængs-gola hér alla daga frá norðvestri, og þó sól skini í fullri dýrð og eins og laugi sig í skafheiðríkju og loftbláma, virSist fólki hafa verið með allra kaldasta móti tmdanfarna þrjá mánuði. Auðvitað er fólkið hér létt klætt, bæði karlar og konur. En á meðan alt þetta fer fram, sjá- um við í norðurátt, hvar dreym- andi veturinn er að gefa Sierra Vada fjöllunum hvitan skalla. Það viröist ekki úr vegi, að minn- ast nú lítilsháttar á hina síðast liðnu hátíð, páskana. Það er ávalt eitt- hvað mikið, sem gengur hér á um þær mundir. Þá eru sveiflu-ljósin kveikt sem oftar, og þeysast um alt loftið alla nóttina fyrir páska dag- inn, og seinni part næturinnar rísa sumir prestarnir upp og fara með djákna sina og söfnpuði upp á fjöll- in og messa þar um sólaruppkomu. Alt er þá gert upp á það dýrðleg- asta, sem hægt er við þær messu- geröir, og allur útbúnaður er hinn fulkomnasti. Sumir prestarnir láta búa tvær fríðustu stúlkurnar úr söfnuði sínum í egypzkan bún- ing, og þær byrja athöfnina með því, að önnur þeirra stendur fyrir aftan prestinn, en frammi fyrir söfnuðinum, en hin fyrir aftan ER MATARLYSTIN SLÆM? Mr. Alex Taylor, Geiger, Ala., segir: “Nuga-Tone hefir reynst mér ágætlega. Þegar eg byrjaði að taka þær, hafði eg verk í síð- unni. Matarlystin var slæm og eg naut ekki hvíldar á nóttunni. Nú finn eg ekki til verksins, matar- lystin er góð og eg sef ágætlega og líður að öllu leyti miklu bet- ur en áður.” Hið sama hafa þúsundir annara reynt í síðastliðin 35 ár. Sumir voru veikburða og taugaveiklaðir. Aðrir þjáðust af meltingarleysi, gasi í maganum, höfuðverk, svima eða nýrnaveiki, og enn aðrir voru of magrir af því þeir höfðu ekki gott af fæðunni og sumir þjáðust af hægðaleysi. Nuga-Tone gaf þeim betri heilsu, meiri líkamlega og andlega orku og þeim fanst þeir vera mörgum árum yugri og meðalið reyndist þeim í stuttu máli ágætlega. Nuga-Tone verð- ur að reynast vel, eða peningun- um er skilað aftur að öðrum kosti. Lesið ábyrgðarskjalið. Fáið flösku hjá lyfsalanum strax í dag. söfnuðinn, og blása í lúðra meðan sólin er aÖ koma upp. Að því búnu heldur presturinn eins góSa upp- risujbæn og hann hefir gáfur til. Síðan hljóma söngvar og ræöur um alt loftið, þar til messurnar eru á endla. SítSan eru messur nálægt því allan daginn í kirkjunum og víð- varpið flytur hátíðarfögnuðinn út um landið. Ekki hafa margir íslendingar komið hingað eða verið hér á ferö. Okkur til mestu ánægju kom þó Jón Stefánsson fvrram kaupmað- ur í Piney, Man., og var kona hans með honum; komu þau þau hingað bæði á leiö sinni til San Diego og eins þegar þau fóru heimleiSis aft- ur. Manni þykir vænt um aS fá aS sjá gamla kunningja úr norSr- inu, því við, sem fluttumst hingaS, höfum þeirra margra aS sakna. Eg hafSi þá ánægju, aS vera tvö kvöld meS þessum góSu hjónum niöri í aSalborginni, Los Angeles, og virtist mér þau helzt vilja kaupa handa mér alla borgina, en eg nátt- úrlega aftók þaÖ, lét mér nægja aS hjónin keyptu handa mér mat og drykk og færu meS mig í mjög fín leikhús. AÖ enduðu þessu varð eg nauðugur aS kveðja þessi sóma- hjón og baS þau skila kveðju minni til systur minnar í Piney, konu B. G. Thorvaldsons, og allra kunn- ingja. Svo hélt eg heimleiðis og var alla þá leiö að raula fyrir munni mér: “Hvað er svo glatt, sem góðra vina fundur.” Erl. Johnson. Or Breiðafjarðareyjum Flatey í marz 929. Héðan vestan úr Breiðafjarðar- eyjum sést sjaldan lína í opinber- um blöðum og mætti af slíku ráða það, sem skáldið sagði, að hér byggju “tóonir dauðir menn.” — ! Bygðarlag vort er eitt með þeim sérkennilegustu á landi hér, sök- um landshátta. Samgöngur erfið- ar, einkum að vetrarlagi, og því fremur lítið um mannfundi og samkomur. Sökum þessa Ibýr hver mest að sínu og samtðk til ýmissa framkvæmda verða ekki eins góð og ákjósanlegt væri. Eyjabændur búa þó flestir vel og má vel telja suma þeirra í nýtustu bænda röð, að því er viðkemur umbótum og framtakssemi um ræktun jarða sinna. Fyrir styrjöldina var líka talsverð útgerð hér í Flatey, sem var til stórra atvinnubóta fyrir bygðarlagið. En illfylgjur ófrið- arins teygðu fingur sína líka hingað og lömuðu framkvæmdar- þrek þeirra, sem fyrir atvinnunni stóðu. Hin síðustu ár hefir því verið lítið um atvinnu hér og hafa menn orðið að leita til annara staða meir en áður. Þó hefir ýmislegt verið gert hér á síðustu árum, er heldur má til framfara telja. Hér í Flatey hefir verið reist kirkja úr steini, sem heita má vandað og veglegt hús, með tilliti til þess, sem slíkar byggingar eru í smá- þorpum. Formaður sóknarnefnd- ar hér barðist alallega fyrir því máli, með dugnaði miklum, því ýmsir lögðust þar á móti, af ótta við það, að byggingin yrði dýr, en sú varð 0g raun á. En það má segja héraðsbúum til sóma, að þeir hafa brugðist vel við málefni þessu og á ýmsan hátt sýnt kirkj- unni skylduga ræktarsemi og rausn. Kona ein hér í sókn, gaf aitarið í kirkjuna til minningar um látinn mann sinn. Annar vél- stjóri á Esju gaf vandaðan ljósa- stjaka á altarið, smíðisgrip etftir sjálfan sig. Gjöf sú var til minn- ingar um föður hans. Félög þau, sem starfandi eru hér á eyjunni, gáfu öll ljósatæki í kirkjuna, og síðast, en ekki sízt, ber að geta þess, að undanfarna vetur hetfir tónskáldið góðkunna, Sigvaldi læknir Kaldálóns, haldið hér sam- an söngflokk, og hefir ált það fé, sem inn hefir komið fyrir sam- söngva, runnið til kirkjunnar. — Enn hafa fleiri lagt ýmislegt af mörkum og þar sem enginn hefir gerst til þess áður, vil eg, fyrir hönd allra, sem hlut eiga að máli, þakka þessum mðnnum og félög- um, af alhug, það sem þeir hafa gert. Vorið 1927 vor stofnaður hér Htf. Breiðafjarðarbáturinn Norðri. Félag þetta var stofnað með hlutafjárframilögum hér úr Flat- eyjarhreppi og öllum landhrepp- unum norðanvert við fjörðinn. Tilgangurinn með félagsstofnun þessari var að bæta úr samgöng- um hér á norðanverðum Breiða- firði. • Félagið keypti þá þegar vænan bát, um 20 smálestir að stærð, til þess að annast ferðirnar. Sam- sumars keypti og félagið annan bát minni, til þess að annast smá- ferðir ýmsar, svo sem læknisferð- ir 0. fl. Þessa félagsstofnun má óhikað telja eitt hið þarfasta, sem hér hetfir verið gert, nú um langt skeið, því ekkert hefir verið hér, sem •' eins sárfinnanlega hetfir staðið fyrir þrifum, eins og sam- gangnaleysið. Fyrirtækið hefir notið opinbers styrks, er þó þyrfti að vera enn ríflegri, ef vel ætti að vera, því sennilega er fáum héruðum landsins meiri þörf á góðum samgöngum á sjó, en ein- mitt þessu héraði, því landleiðir eru allar torfarnar, sökum illra vega og óbrúaðra vatnsfalla. Nú síðastliðið haust, var stofn- aður unglingaskóli hér í Flatey. Aðsókn að skólanum var yfir von- ir fram og sýndi það bezt, hver þörtf var hér slíkrar stofnunar. Árangurinn af vetrarstarfinu við ökólann má ágætur teljast, og bera flestir þeir, sem vilja heill héraðsins, þá von, að skólinn geti starfað í framtíðinni lengri tíma en nú, sem aðeins var þriggja mánaða tími, og svo, að unt verði, að hann geti starfað í tveimur deildum, en þetta getur því aðeins orðið, að styrkur sem einhverju nemur tfáist til skólans. Síðastliðið vor var stofnað bún- aðarfélag hér í hreppi. Búnaðar- félag þetta hefir tekið höndum saman við búnaðarfélag tveggja landhreppanna og ætla þau á vori komanda að fá sér dráttarvél, til þess að vinna að jarðabótum. í vetur hetfir það komið fyrir, sem óefað má segja að ekki hafi skeð síðastliðin tvö hundruð ár, sem sé það, að töluvert hefir afl- ast hér, í Bjarneyjum, í allan vet- ur, og það heima við eyjar. Einn- ig var róið héðan úr Flatey í jan- úarmánuði og fékst þá fiskur hér skamt frá eyjunni. Þetta hefir ýtt undir menn að atfla sér betri tfarkostar til sjósóknar, og eru því menn hér, þó nokkrir, að fá sér vélar í feáta sína Tíðarfar hefir verið hér með atfbrigðum sem annarsstaðar. Skepnuhöld ágæt, nema hvað lungnaormaveiki hefir gert vart við sig, en þó hvergi til skaða, enn sem komið er^—Vísir. Hólmganga Páll Stetfánsson og Jósef S. Húnfjörð þreyttu kveðskaparlist í Reykjavík 19. janúar 1929. — Um þá “hólmgöngu” eru eftirfar- Morgunfelaðsins nýlega: Kappar snjallir kváðust á kvöld í Bárusalnum. Aðra fremri enginn sá orðsins beita falnum. Vaskir brugðu vigri máls, varð ei séð á milli. Báðir surtfu brand til stálst — Báðir orktu’ af snilli. Páll þar fyrsta höggið hjó hólms í þröngum garði, skjóminn eins og fjöður fló- fyr en auga varði. Húnfjörð æsti hjörvaþing, hótf til varnar naðinn, ítrum greiddi andstæðing annað högg í staðinn. Málfar Páls var mjúkt sem dúnn, markviss hjör og beittur, — hinn sem feyrstur bjarnarhúnny bragðakænn og steyttur. Féllu þéttan orð við orð — ðllum skeytum svarað — eins og þegar borð við boró bezt í súð er skarað. Við mun brugðið beggja rögg, brýnan engan svafði, jafnt af báðum snerran snögg snilli andans krafði. Óp og klapp til enda stóð yfir kvæðablandi, þar var enginn þings á slóð þögull áhortfandi. Eftir langvint stuðlastríð stefja létti rokum, sigurfaldin hróðrarhríð hneig að málalokum. Orðstír góður aldrei deyr, aldurdaga stendur. Síðast greppar tignir tveir tókust fast í hendur. Steinn Sigurðsson. Látið CANADIAN NATIONAL— CUNARD LINE 1 sambandi viö The Icelandic Millennial Celebration Committee. Dr. B. J. Brandson, H. A. Bergman, Dr. S. J. Johannesson, E. P Jonsson, Dr. B. H. Olson, S. Anderson, A. B. Olson, G. Johannson, L. J. HaHgrimsson, S. K. Hall, G. Stefansson, A. C. Johnson, B. Magnusson, J. H. Gtslason, Jonas Palsson, P. Bardal, M. Markusson, W. A. Davidson. Islendingar t Canada, eins og landar þeirra, sem dvelja vtös- vegar annarsstaðar fjarri fóstur- jörðinni, eru nú meir en nokkru sinnli áður famir að hlakka til þúsund ára Alþinglshátlðarinnar t Reykjavík, t júnímánuði 1930. tsland, vagga lýðveldisins, eins og vér nú þekkjum það, stofnaði hið elzta löggjafarþing t júnt- mánuði árið 1930. pað er ekkert tslenzkt hjarta, sem ekki gleðst og slær hraðara við hugsunina Um þessa þúsund ára Alþingis- hátíð, sem stjórn íslands hefir ákveðið að halda á vlðeigandi hátt. Annast um ferðir yðar á hina ÍSLENZKU - - - Þúsund ára Alþingishátfö REYKJAVlK JÚNl 1930 Canadian National járnbrauta- kerfið og Cunard eimskipafélagið vinna t samlögum að þvt, að flytja Islendinga hundruðum sam- an og fólk af fslenzku bergl brot- ið, til íslands til að taka þátt f háttðinni og siglir sérstakt skip frá Montreal t þessu skyni. Meðal annars, sem á borð verður borið á skipinu, verða íslenzkir, góm- sætir rébtir. par verða leikir og ýmsar skemtanir um hönd hafð- ar og fréttablað gefið út. Spyrjist fyrir um vornr sérstöku ráðstafanir 1 hjá —----------------------- W. J. QUINLAN, District Passenger Agent, Winnipeg. W. STAPLETON, District Passenger Agent, Saskatoon J. MADILL, District Passenger Agent, Edmonton. CANADIAN ATIONAL RAILWAY8 eOa einhverjum umboOsmanni CUNARD 8TEAM8HIP LINE BÆNDABYGGINGAR Fáið þessa bók áður en þér byggið Hún kennir yður að búa til betri og traustari byggingar Sendist án endurgjalds, þá um beðið. Vér búum einnig til CULVERTS, VATNSKASSA, KORNGEYMSLUHtJS, LOFT- KLÆÐNINGAR, BRUNNKASSA, BRUNNUMGJÖÐIR. Skrifið eftir upplýsingum og verði WESTERN STEEL PRODUCTS LIMITED WINNIPEG ___ Calgary, Edmonton, Regina, Saskatoon, Vancouver, Victoria ALBERTA WHEAT POOL CANADIAN WHEAT POOL CANADIAN POOL AGENCIES MANITOBA WHEAT POOL MANITOBA POOL ELEVATORS SASKATCHEW AN WHEAT POOL SASKATCHEHAN POOL ELEVATORS S ASKATCHEW AN POOL TERMINALS ÖRÆK SÖNNUN 8 » fyrir viðgangi hveitisamlagsins Allar deildir hveitisamlagsins eru nú komnar undir eitt þak, í hinn nýju, átta hæða Wheat Pool bygg- ingu. — Hentugri skrifstofur, veita samlags með- limum liprari afgreiðslu, auk þess sem kostnaðurinn verður minni. CANADI/W WHEAI B>OOL CANADIAN CO’OPERATIVE WHEAT PRCDUCERS LIMITED

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.