Lögberg - 09.05.1929, Side 4

Lögberg - 09.05.1929, Side 4
Bla. 4. LÖGBERG ?IMTUDAGINN 9. MAÍ 1929. Xögöerg G«fið út hvem fimludag af The Cól- umbia Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor ----------f------------- - Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The "Lögbergr” ls printed and publlshed by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Buildlng, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. ^XX=3«C IIIIIHIIIIHIIIIBIIIII lllll■llll■llll■l:ll■lI1ll mál, hvort utanaðkomandi íhlutun gæti ekki fremur spilt fyrir framgangi þess, en það gagn- stæða, og væri þá ver farið, en heima setið. Treystum vér því, að hin væntanlega viður- kenning syðra, fái byr undir báða vængi, Banda- ríkjaþjóðinni, og stofnþjóð vorri á Fróni, til maklegrar sæmdar. Oss er það óblandið fagnaðarefni, að taka til greina hinn nýja skilning hr. Guðmundar hér- aðsdómara Grímssonar, á und.irbúningi heim- fararmálsins, og hina breyttu afstöðu hans til þess máls. Undirbúningur heimfararinnar að norðan- verðu landamæranna, er í eðli sínu canadiskt mál. Hver veit, nema farið hefði öðruvísi, en farið hefir, ef amerískir borgarar af íslenzkum stofni, hefðu skift sér sem mirust af undirbún- ingnum hér nyrðra, að minsta kosti hvað það áhrærði, að sækja um stjómarstyrk hjá cana- di.skum stjómarvöldum? Bracken-stjórnin sýkn saka Frá því var stuttlega skýrt í síðasta blaði, að sú hin konunglega rannsóknaraefnd, er skip- uð var til þess að rannsaka Taylors-kærumar margumræddu, gegn ráðuneyti Mr. Brackens, hefði lokið störfum, og fundið stjómina sýkna saka. Var þess þá og getið, að einungis tveir af rannsóknardómumnum, hefðu birt álit sitt, en að síðar myndi koma fyrir almennings sjónir, skýrsla frá þeim þriðja, Mr. Dysart, er verða myndi samhljóða í megin-aitriðunum. Hefir hún nú verið birt, og samkvæmt henni einnig, er staðhæft, að okkert það hafi komið í ljós við rannsóknina, er varpað gæti skugga á Mr. Bracken, né heldur nokkum af ráðgjöfum hans. Það eina, sem Mr. Dysart greindi á um við sam- verkamenn sína í rannsóknamefndinni, var það, að hann áleit heppilegra, að lagðar skyldu fram ávísanir, fvrir tillögum þeim öllum, er Winni- peg Electric félagið hefði greitt í kosningasjóði hinna ýmsu, stjómmálaflokka fyrir fylkiskosn- ingar, sem fram fóru í Manitoba-fylki, árið 1927. Þetta töldu hinir dómaramir tveir, eng- an veginn nauðsynlegt, með því að sannast hefði við vitnaleiðsluna, hve stórar þær fjár- upphæðir hefðu verið, er Winnipeg Electric fé- lagið lét í té. En hvað svo helzt, sem um ein- stök atriði má segja, þá er það nú orðið lýðum Ijóst, að rannsóknardómaramir allir, hafa ekkert fundið athugavert, né sviksamlegt, í samningum Mr. Brackens við Winnipeg Elect- ric félagið, um virkjun Sjö systra fossanna, hvorki á undan né eftir því, að samningar tókust. -Er hið sama að segja, um hina aðra ráðgjafa fylkisstjómarinnar. Eins og almenningi þegar er kunnugt, hóf Mr. Tavlor, leiðtogi íhaldsmanna í fylkisþing- inu, ákæmr þessar við aukakosningu, er fram fór í Lansdowne kjördæminu á síðastl. hausti. Er mælt, að hann hafi þar, látið sér þau orð um munn fara, að annað hvort hefði Mr. Bracken sjálfur, ráðgjafar hans, eða núverandi stjóm- arflokkur, fengið í kosningasjóð, frá Winnipeg Electric félaginu fyrir kosningamar 1927, fjár- upphæð, er numið hafi alt að fimtíu þúsund dölum. Hömpuðu íhaldsmenn þessu mjög á lofti á fundum sínum víðsvegar um fylkið, og hugðu vafalaust, að með því myndi þeim takast, að styrkja málstað flokks síns í augum kjós- enda. Leiddi allur sá pólitiski gauragangur til þess, að hin konunglega rannsóknamefnd var skipuð. Nú hefir nefndin gefið skýrslu sína, og með henni beinlínis sannað, að kæmr Mr. Tavlors vora á sandi bygðar,- Vafalaust er því eins farið, með Bracken- stjórnina, sem flestar aðrar stjómir, að sitt- hvað megi að gerðum hennar finna. En að hún hefði gerst ,sek um fyrirlitleg hrossakaup, munu vdi'st fæstir hafa trúað. Það er hún, sem vaxið hefir í áliti kjósenda, eftir að niðurstaða rann- sóknamefndarinnar varð heyrinkunn. Það er hún, sem hefir grætt, en Taylor tapað. Er hann alt annað en öfundsverður af þeirri af- stoðu, sem hann hefir sett sjálfan sig og flokk sinn í, og mun þess nú sennilega nokkuð langt að bíða, að honum verði falin á hendur stjóm- arforjTsta Manitoba-fylkis, hvemig svo sem stjórnmálunum kann að öðra leyti að skipast Viðurkenning Bandaríkjanna í síðustu viku gerðum vér að nokkra grein fynr því hér í blaðinu, hvernig skipað væri mál- um, gagnvart væntanlegri viðurkenningu hinn- ar voldugu Bandaríkjaþjóðar, á Alþingishátíð islenzku þjóðarinnar 1930. Birtum vér þá jafnframt greinarkom frá hr. Guðimundi hér- aðsdomara Grímssyni, er í sér fól áskoran til Tslendinga um það, að gera alt, sem { þeirra vahli stæði til þess, að sem fullkomnust eining mætti eiga sér stað, um tilraunir allar, viður- kenmngunni viðvíkjandi syðra. Afstaða dóm- arans, sú, er hér um ræðir, virðist oss bæði sig- urvænleg og sanngjörn. Hér er um Banda- rikjamál að ræða, er Bandaríkjaþjóðin ein, get- ur leitt til farsællegra lykta. , 0ss er fullkunnugt um það, að í hópi amer- ískra borgara af hinum íslenzka kynstofni, er slíkt mannval að finna, að viðurkenningarmál- mu hlvtur að verða vel borgið í þeirra höndum. Auðmst þeim ekki, í viðbót við það góða álit, er tolk af þ.ioðflokki voram yfirleitt nýtur syðra, að hrinda málinu í framkvæmd, mun fram- kvæmd þess tæpast hugsanleg. Hitt enda vafa- Viðurkenning Eftirfylgjandi grein, birtist í Grand Forks Herald, þann 21. apríl síðastl., á ritstjómar- síðu þess blaðs. Er greinin svo hlýleg í garð íslenzkrar þjóðar, að hún á meira en skilið, að koma fyrir almennings sjónir: “Það var í alla staði viðeigandi, að tillaga sú til þingsályktunar, er nýlega var borin fram í þjóðþinginu um það, að heimila forsetanum að þiggja boð Islandsstjómar, um þátttöku í þúsund ára hátíðarhaldinu, skyldi koma frá Dakota-þingmanni. Ein hin elzta og fjölmenn- asta irýbygð Islendinga á þessu meginlandi, er í North Dakota, og jafnframt í því kjördæmi, sem Mr. Burtness er þingmaður fyrir. En einmitt það bygðarlag, hefir lagt bæði Dakota- ríki og þjóðinni til ýmsa hina ágætustu og nafnkunnustu borgara. 1 forsendum að þings- ályktunar tillögu sinni, sem og í ályktaninni sjálfri, fór Mr. Burtness fögrum orðum um skapgerð Islendinga og menningarsögu. Vafalaust er það að nokkra leyti, afstöðu íslands og einangran að þakka, hve vel þjóðinni hefir tekist að halda ómenguðum hinum þjóð- emislegu sérkennum sínum og tungu, gegnum aldirnar. Þó er einangraninni ávalt nokkur hætta samfara. Era þess tiltölulega fá dæmi í mannkynssögunni, að .smáum þjóðflokki, ein- angruðum frá öðram hlutum veraldar, hafi hepnast að vemda sig gegn þjóðemislegri hnignun. Hefir venjan orðið sú, að lifnaðar- hættir þjóðflokka, sem þannig var ástatt með, hafa orðið steinrunnir og sálarlífið einhliða. Hafa þeir smátt og smátt verið að tapa sínum þjóðemislegu frumeinkennum, unz svo var komið, að hið raunverulega menningargildi þeirra var horfið úr sögunni. Nokkuð öðra máli hefir verið að gegna með Island, og hina íslenzku þjóð. Því þó hún hafi að vísu verið all-einangrað, þá hafa samt hinir djörfu og framsæknu synir hennar, siglt um fjarlæg höf, og haldið uppi viðskiftum við þau lönd, er forfeður þeirra höfðu yfirgefið, og ásamt Leifi Eiríkssyni, numið lönd, er menning- arheiminum í þá daga vora með öllu ókunn. Þó var um einangran að ræða, eigi að síður. Hið litla land lá út úr þjóðbraut, og megin-þorri þjóðarinnar, eyddi æfinni heima fyrir, án þess að sjá sig um. Frá einhverri uppsprettu, höfðu íslendingar flutt með sér skapgerðar einkenni, er gerðu sögu þeirra næsta ólíka sögu annara þjóða, er líkt stóð á fyrir. Þeir áttu eitthvað það í eðli sínu, er leiddi til heilbrigðra lifnað- arhátta og skapandi hugsunar. Um þær mundir, er Islendingar fyrst komu á fót hjá sér þingbundinni stjóm, var Alfred hinn mikli Bretakonungur, tiltölulega fyrir skömmu kominn undir græna torfu. Á því tíu alda tímabili, sem síðan er um garð gengið, hafa margar breytingar skollið yfir England. Hefir þjóðin brezka, lifað upp borgarastríð,. oftar en einu sinni, og margar breytingar, stjómskipulegs eðlis, átt sér stað. Á því tíu alda tímabili, sem hér um ræðir, má svo að orði kveða, að ísland hafi haldið stjómarfarskerfi sínu óröskuðu, að öðru leyti en því, sem það hefir smátt og smátt breyzt í samræmi við þroska þjóðarinnar. Allar hafa breytingamar farið fram á reglubundinn og friðsaman hátt. Mentamál íslenzku þjóðarinnar, háfa alla jafna verið í góðu ásigkomulagi, og hafa rit- höfundar hennar fyllilega staðið rithöfundum annara þjóða á sporði. Um þjóðhnignun á Islandi, hefir ekki verið að ræða. Má hitt til sanns vegar færast, að þroski þjóðarinnar hafi jafnan heilbrigður ver- ið, og að þarafleiðandi hafi hún því gilda á- stæðu til metnaðar í sambandi við þúsund ára hátíðahaldið, fyrir hvað vel hefir gengið, og mikið unnist á.” Verndun skóga Þótt það sé að vísu ekki beinlínis nýmæli, að menn þeir, er um skóga vilja ferðast, verði að hafa með sér leyfisskjal frá hlutaðeigandi skógarverði, þá er þess vert, að því sé veitt full eftirtekt, að strangara eftirlit verður haft með því í sumar, en nokkra sinni fyr, að fyrir- mælum í sambandi við slík leyfisskjöl, verði röggsamlega framfylgt. Straumur ferðamanna um canadiska skóga. er jafnt og þétt að færast í vöxt. Það er því ekki nema eðlilegt og sjálfsagt, að lögð sé öll hugsanleg áherzla á það, að fyrirbyggja tjón, sem af skógareldum getur stafað. Og því mið- ur er það svo, að stundum hefir skeytingarleysi eins einasta manns, valdið tjóni, sem skift hef- ir mörgum tugum þúsunda. Einn einasti eld- spýtubútur, kveikir stundum feykilegt bál, er orsakað getur lítt bætanlegt tjón. Það er eins með skógana og önnur fríðindi náttúrannar, að þeir era engrar einnar kyn- slóðar eign. Sú kynslóð gengur grafarveg, með þunga synd á baki, er skilar næstu kynslóðinni berurjóðri í stað skrúðgræns skóglendis. Það er ekki til nokkurs skapaðs hlutar, að varpa öllum áhyggjum upp á skógarverðina og stjómirnar. Samvinna á þessu sviði, sem svo mörgum öðrum, er óumflýjanleg, ef vel á að fara. Hver einasti maður, sem kemur í námunda við skóg, eða ferðast um skóg, á að hafa það á meðvitundinni, að hann sé í raun og vera skóg- arvörður. Bréf frá Ottawa eftir L. P. Bancroft. Síðastliðna viku afgreiddi sambandsþingið allmargar þær fjárveitingar, er varið skal til opinberra verka. 0g þó þær færa nú reyndar ekki allar í gegn hljóðalaust, þá má samt sem áður segja, að ráðgjafi opinberra verka, Hon. J. G. Elliott, sýndi sérstaka lipurð og lægni í því, að koma máli sínu fram. Er hann prúður maður, er kryddar ræður sínar með fyndni, sem aðeins fáir eiga yfir að ráða. Þann 27. apríl síðastliðinn, kvartaði Mr. Bennett, leiðtogi íhaldsmanna, sáran yfir því, við Mr. Elliott, að fánar blöktu yfir ýmsum stjómarbyggingum nóttunum saman. Þessu svaraði Mr. Elliott á þá leið, að svo mæltu lög fyrir, að um þingtímann skyldi flaggað á þing- húsinu og öðrum stjómarbyggingum í höfuð- staðnum, frá sólaruppkomu til sólseturs. Bætti ráðgjafinn því við, að sér væri nú reyndar ekki sem kunnugast um það, hvað gerðist að nætur- þeli, því hann væri sjaldnast úti allar nætur. Eftir þetta spurði Mr. Bennett ekki fleiri spuminga. Póstmálaráðgjafinn, Hon. P. J. Veniot, hefir átt við ýmsa örðugleika að stríða, fram að þessu. Hafa fjárveitingamar til þeirrar stjómardeildar, er hann veitir forstöðu, enn eigi náð fram að ganga. Hefir alt gengið í látlausu þjarki um það mál, er engan sýnilegan árangur hefir borið. Er ilt til þess að vita, að dýrmætum tíma þings, sé þannig varið. Að minni hyggju, hefði það ekki átt að hafa tekið meira en svo sem þrjá daga, að ræða um, og afgreiða, fjárveitingar allar til póstmáladeild- arinnar. Ekki er því að leyna, að vissar umkvartanir hafa komið fram, í sambandi við umboðsstjóm póstmálanna, á hverju sem þær kunna að vera bygðar. Ber hverjum og einum þingmanni að sjálfsögðu til þess fullur réttur, að finna að því, er honum virðist athugavert við gerðir stjómarinnar, eða þá einstakrar stjómardeild- ar. En þegar slíkt er gert dag eftir dag út af sama atriðinu, án þess að kapp nokkurt fylgi með, getur tæpast hjá því farið, að einhverjir kunni að efast um einlægnina, er fólgin sé að baki slíkra aðfinninga. Það hefir verið borið á póstmálaráðgjaf- ann,að hann hafi, að minsta kosti í vissu til- felli, brotið í bág við stjómþjónustulögin, að því er embættisveitingu áhrærði. Það mál er ekki útkljáð enn. Þó mun miklum meiri hluta þingmanna, hafa fundist allmikið til um vörn ráðgjafans, enda var hún frábærlega snjöll. og virtist á föstum rökum bygð. Almenningur verður að láta sér skiljast það, að embættisveitingar, eða sýslana, eru ekki nema sára lítill hluti af starfsemi póstmála- deildarinnar. Meginhlutverk hennar er fólgið í því, að halda póstsamböndunum við, og stofna til nýrra, þar sem þörf þykir. Að minni hyggju, er póstmáladeildinni um þessar mundir, stjórnað frábærlega vel, og era margskonar umbætur á því sviði, augsýnilegar með hverju líðandi ári. • Fram að árinu 1924, gaf póstmálaráðuneyt- ið sjálft út öll frímerki, sem notuð voru á ávisanir, kvittanir og víxla. En það ár var breytt svo til um tilhögun og notkun frímerkja, að stórmikill hluti ágóðans, rann inn til toll- mála ráðuneytisins. Af þessu leiddi það, að á árinu 1925, varð þó nofckur tekjuhalli á starf- rækslu póstmáladeildarinnar. Arið 1926, jókst aftur á móti viðskiftavelta þessarar stjómar- deildar það mikið, að um álitlegan tekjuafgang var að ræða. Þá varði það, að burðargjald bréfa, var lækkað úr þremur centum niður í tvö cent. Lækkuðu við það tekjur póstmáladeildar- innar um frekar sex miljónir dala. Þar að auki var á árinu sem leið, varið fimm hundrað þús- und dölum til flugsambanda víðsvegar um land. Þrátt fyrir alt þetta, nam tekjuhallinn á síð- astliðnu fjárhagsári, ekki nema hálfri þriðju miljón dala. Má það sannarlega kallast góður árangur, er tekið er tillit til þeirra margvíslegu umbóta, er átt hafa sér stað í starfrækslu póst- málarma. ” Byrd, Wilkins og Vilhjálmur Stefánsson Þegar Vilhjálmur Stefánsson kom úr norðuitför sinni 1918, kom hann flatt upp á alla með því að spá, að bezta flugleiðin milli heimsálfanna lægi yfir norður- pólinn, og sú styzta. Benti hann t. d. á, að sú leið væri miklu styttri, þegar farið væri frá Lundúnum til Tökio, heldur en hin leiðin suður fyrir Asíu. ísinn í norðurhöfum bannar reglubundnar siglingar þar, en ís- inn er þar víða sléttur og ágætur til lendingar fyrir flugvélar, sagði hann. Menn drógu dár að honum fyr- ir þessa fjarstæðu þá og kölluðu hann í hæðni annan Jules Verne, er fitjaði upp á því, sem væri ó- framkvæmanlegt. En þó voru til nokkrir framsýnir menn, sem litu svo á, að þetta væri reynandi, enda þótt hugmyndin væri djarf- leg. Meðal þessara fáu manna voru þeir Richard E. Byrd og George Hubert Wilkins. Báðir höfðu þeir talsverða æfingu í flugferðum og Wilkíns var þá ný- lega kominn úr norðurförinni með Vilhjálmi, en hann haifði verið myndtökumaður í þeirri ferð. Þegar Bjird var að búa sig und- ir pólflug sitt ásamt Bennet, leit- aði hann ráða hjá Vilhjálmi um það, hvernig hann ætti að búa sig út og hve mikipn farangur hann ætti að hafa með sér og hvaða farangur, til þess að vera sem bezt útbúinn. Og það var sam- kvæmt ráðleggingum Vilhjálms, að Byrd hafði aðeins örlitinn far- angur með sér í pólfluginu. Vil- hjálmur hafði sagt honum, að ef hann neyddist til þess að setjast á ísinn, myndi hann geta veitt sér nóg til matar og komist heilu og höldnu til bygða aftur fótgang- andi, ef svo illa skyldi fara, að flugvélin ónýttist í ísnum. Áður en Byrd lagði upp í norð- /urför sína, sendi hann Vilhjálmi eftirfarandi skeyti: “1. marz 1926. Kæri Stefánsson. Eg hefi bók þína, “The friendly Artic” með mér á flugferðinni. Þakka þér kærlega fyrir bréf þín, eg mun nákvæmlega fylgja ráð- leggingum þínum. Þinn R. E. Byrd.” Og þegar Byrd kom aftur úr pólfluginu skrifaði hann Vil- hjálmi á þessa leið: 10. júlí 1926. Kæri Stefánsson. Eg get aldrei fullþakkað þér all- ar þær ágætu ráðleggingar, sem þú gafst mér í bréfum þínum. Þær urðu mér til ómetanlegs gagns. R. E. Byrd.” Árið 1927 komst Wilkins að raun um það, að Vilhjálmur hafði rétt fyrir sér, að “pólsvæðið er betur fallið til flugferða, heldur en nokkur staður í tempraða belt- inu”, því að Wilkins neyddist til þess að setjast þrisvar sinnum á ísinn og kom þó lifandi úr því ferðalagi, og þetta gerðist sama árið og hin miklu slys urðu í flug- ferðunum yfir Atlantshaf. í seinasta iskifti, sem þeir Wilkins og Carl Ben Eielsen voru neyddir til að lenda, gátu þeir ekki komið flugvélinni á loft aftur, svo að þeir fóru gangandi til lands, sjö- tíu mílur, og lifðu á selum og fiski, sem þeir veiddu á leiðinni. Menn vissu ekkert, hvað um þá hafði orðið. Þeir höfðu horfið norður í heimskautsþokuna. — Menn bjuggust við því, að þeir hefðu farist og talað var um að gera út leiðangur til að leita þeirra. Byrd var þá að búa sig undir Atlantshafsflugið og skrif- aði Vilhjálmi eftirfarandi bréf: “Kæri Stefánsson. Hvað held- urðu að við eigum að gera út af Wilkins? Hið seinasta, sem hann sagði við mig í Seattlé var það, að eg skyldi ekki fara að leita að sér, þótt hann neyddist til að setjast. Eg hefi því sagt, að það væri álit mitt, að þar sem hann hefði verið með yður norður í ísnum og lifað þar, þá mundi hann fær um að skila isér og að eg væri ekki hræddur um hann. — Byrd.” Áður en hægt var að koma hjálpar leiðangri á stað, komu þeir Wilkins og Eielson heilir á húfi til Point Barrow, gallhraust- ir og ekki einu sinni svangir. Það er því ekki að furða, þótt þessir tveir frægu menn minnist Vilhjálms nú, er þeir eru í merk- ustu rannsóknarferðum sínum og eru að búa sig undir að rannsaka suður heimskautið í loftinu. Byrd fer rannsóknarferðir sínar frá Rossflóa, en Wilkins frá Graham- landi, og þess verður ekki langt að bíða, að enginn sá blettur sé til á jörðinni, er mannlegt auga hefir eigi litið. Vilhjálmur hefir sagt: “Það er sjaldgæft, að nokkur maður lifi það, að sjá hugmyndir sínar framkvæmdar af tveimur slíkum afreksmönnum.” Þegar Wilkins uppgötvaði það úr flugvél sinni, að Grahamsland væri eyja, skilin frá meginland- inu af breiðum sundum, þá gaf hann sundunum nafn og nefndi þau “Stefánssons Sund’, til heið- urs við þann mann, “sem er mesti rannsóknamaður heimisins’, eins og hann kemst að orði í skeyti sínu. Og þegar ihann kom úr þessu ferðalagi, sendi hann Vil- hjálmi eftirfarandi loftskeyti: “Minnist þín í fyrstu flugferð minni yfir Suðurskautslandið. Við metum mikils leiðbeiningar þínar og munum fylgja þeim, og við við- urkennum hve mikilsverða hjálp þú hefir veitt okkur til þess að koma fyrirætlunum okkar í fram- kvæmd. Kærar þakkir. Wilkins. Eielson.” Á aðfangadaginn var Byrd að koma sér upp bækistöð fyrir flug- ferðir sínar og þá sendi hann Vil- hjálmi kveðju: “í loftskeyti frá Rossflóa, mót- teknu í dag, hefir Byrd beðið mig að færa þér hjartanlegar óskir um gleðileg jól og farsælt ár. — Byrd er þér meira en þakklátur fyrir leiðbeiningar þínar og að- stoð. H. H. Raily, fulltrúi Byrds.”' —Morgunbl. Canada framtíðarlandið Peace River héraðið hefir á- valt verið skoðað sem einskonar æfintýraland. Útsýni er þar bæði margbreytt og tilkomumikið og veðráttufar hið ákjósanlegasta og bezta. Svæði þetta liggur í norður- hlutanum af Alberta fylki og pokkur hluti þess í Britiah Col- urnbia fylki. Það nær frá 54. breiddarstigi til þess 59. norður á bóginn, en frá 112. lengdarstigi tifl 125. í vestur. Bezti partur spildu þessarar liggur innan vébanda Alberta- fylkis. Er jarðvegur þar einkar frjósamur og vel fallinn til ak- uryrkju, jafnt sem búpenings- ræktar. British Columbia megin liggur spilda af þessu Peace River hér- aði, um hálfa fjórðu miljón ekra að stærð. Eru þar allgóð tæki- færi til jarðyrkju, en yfirleitt er þó landið fjöllótt. Timburtekja er þar allgóð og mikið af námum víðsvgar. Veðráttufar í Peace River >hér- aðinu er ótrúlega milt, þegar tek- ið er tillit til þess, hve norðar- lega það liggur. Sumurin eru heit og sólbjört, en á vetrum hressandi svalt. Alldcalt getur stundum orðið að vetrinm til, en þá fylgir oftast nær dúnalogn. Hinir miluu Chinook vinar eiga mikinn þátt í því, hve veðráttu- farið er gott. Snemma vorar í Peace River héraðinu, og snjór hverfur þar á fáum dögum. Sáning ihefst venjulegast fyrri hluta aprílmánaðar, og stundum jafnvel í marz. 1 kringum Fort Vermillion byrjar sáning að jafn- aði fyrstu dagana í maí. Rign- ingarkaflinn er mestur í júní og júlí. Meðal regnfall á ári nemur frá tólf til þrettán þumlungum. Að sumrinu til erú langir dag- ar, en skammar nætur. Þrjá mán- uði af árinu má helzt svo að orði kveða, að ljóst sé allan sól- arhringinn á enda. Næturnar eru þvínær undantekningarlaust valar og hressandi. Sumarfrost og hagl gerir sjaldan vart við s\ig á stöðvum þessum. Hiin svölu kvöld eru dýrmæt, eftir sólheitan sumardag. Kornsláttur hefst alla jafna um miðjan ágústmánuð. Septem- ber er að ýmsu leyti allra skemti- legasti mánuður ársins. Veður er þá hæfilega hlýtt, en næturn- ar gerast svalar og erka á flótta flugur og annan ófögnuð, er fylgir hita tímabilinu. Oftast má gera sér von vetrar fyrri partinn í nóvember, þótt iðulega haldist Ijiltötlulega milt fram undir jól. Engum þarf að standa stuggur af vetrarkuldanum. Hann herðir fólkið og veitir því meiri lífs- þrótt. Sæmilega skjólbúið fólk finnur ekki m,ikið tiil kuldans, og víðast eru húsakynni það góð, að kuldinn kemst ekki inn fyrir þröskuldinn. Jarðvegurinn á svæðum þess- um, er einkar vel fallinn til ávaxta og heyræktar, enda er þar mikið af hvorttveggja. í dölum eða dal-

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.