Lögberg - 09.05.1929, Síða 7

Lögberg - 09.05.1929, Síða 7
LÖGBERG FIMTUDAGINN 9- MAÍ 1929. BU. 1, G.-Templarar að Lundar Good Templarar að Lundar höfðu opinn fund að Lundar fimtudaginn 18. apríl síðastliðinn að kvöldi. Hafði rignt um dag- inn og því ekki gott umferðar. Var fundurinn því fremur illa sóttur. iFundurinn var settur um kl. hálf-níu Forseti var Freyr Þorgrímsson, æðsti templar stúk- unnar Framþrá. Höfðu verið fengnir þrír ræðumenn, þeir séra G. Amason, O. Guðmundsson, fræðslustjóri stórstúkunnar í Manitoba, og Jóhannes Eiríksson Fyrstur talaði 0. Guðmunds- son. Kvað hann það vandræðum sæta, hvað Good T'emplarar sjálf- ir skildu illa félagsskapinn, kvað nauðsynlegt að fræða meðlimi, svo að þeir gSetu skilið málefnið, sem fyrir lægi, og ]>annig að þeir gætu staðið fyrir málefni sínu hvar sem væri Hann kvað Good Templara félagsskapinn vera í mestu niðurlægingu hér í fylkinu, svo til vandræða horfði. Það leyndi sér samt ekki, að ræðum. hafði háar og fagrar vonir um framtíðina, etf menn aðeins tækju sig til og fræddust um málið og ynnu að því. Hann sagði, að það gæti ekki hjá því tfarið^ að augu manna opnuðust fyrir eyðilegg- ingu drykkti uskaparins, og það innan fárra ára. Hann gat þess, að hann hefði á síðasta stórstúku- þingi, verið kosinn embættismað- ur í félaginu, sem fræðari og gætu menn því leitað upplýsinga hjá sér. Maður þessi er nýkominn að heiman og sagði bindindismönn- um þær gleðifréttir að Goodtempl- ara reglan væri í miklum blóma á íslandi, ef til vill meiri blóma, en nokkru sinni áður Þótti oss vænt um að heyra það. Næstur talaði J. E. Hann sagð- ist ekki gera sér eins háar vonir um tframtíðina, eins og síðasti ræðumaður, og væri það vegna þ ss, að hann hefði meiri reynslu en hann. Hann sagðist minnast þess, að fyrir hér um bil 30 árum, hetfðu allir viljað vera Good Templarar, jafnvel drykkjumenn- imir, en nú væri öldin önnur. Nú væri það alment álitið niðurlæg- ing fyrir menn, að vera í bindindi og væri ekki frítt við, að sumir á- litu “fínt” að drekka í bjórstotfun- um og jafnvel í jafnvel í heima- húsum (í “parties”) í laumi. Hann kvað Good Templurum fundið ýmislegt til foráttu, svo sem: 1. Að þeir blótuðu í laumi. 2. Að þeir væru huglausir. 3. Að þeir séu meiningarlausir. 4. Að þeir séu hálfgerðir mis- indismenn. 5. Að þeir séu heimskir. 6. Að þeir greiði atkvæði með víndrykkju. 7. Að þeir séu ‘rolur’, sem ekki ætti að taka til greina. á nokkura hátt. Viðvíkjandi fyrstu ákærunni væri það að segja, að fyrrum hefði verið talsvert gert að laun- blótum, en helzt af “hinum stóru” mönnunum, svo sem ritstjórum, en nú myndi vera lítið af slíku til að dreitfa. Það, að menn væru álitnir hug- leysingjar, stafaði að sumu leyti af því, að tfélagið væri leynifélag, og væru menn því hálf-hikandi við að standa framan í hverjum manni til að ræða málið. Hann kvað bindindismenn ekki vera meiningarlausa, eins og hald- ið væri fram, þannig, að þeir væru að gera sig stóra, heldur væru þeir að gera tilraun til þess að láta gott af sér leiða, án þess að auglýsa mikið. Unt það, að þeir væru misindis- menn þannig, að þeir eyðilegðu atvinnu vissra manna, kvaðst hann hatfa það að segja, að bind- indismenn álitu það miður heið- arlegan atvinnuveg, að starfa þannig, að þeir væru valdir að ó- hamingju ýmsra einstaklinga og jafnvel heillra fjölskyldna. Um það, að þeir séu heimskir að vera að reyna að útrýma vín- drykkju, sem væri ómögulegt, kvaðst hann hafa það að segja, að hann vonaði, að með tímanum gætu menn sannfært meiri hluta manna um, að víndrykkja gæti ekki gert neinum gott, en gæti leitt af sér ilt, og að það væri ekk- ert það í átfenigi, sem gæti bygt manninn upp andlega eða líkam- lega, og væri því heimska að neyta þess, sem manni væri skaðlegt. Þegar menn færu alment að trúa því, að menn ættu ekki að neyta víns, vegna þess að það væri bæði heimskulegt og skaðlegt, þá væri sigurinn í raun og veru fenginn, því þá vildi enginn kaupa vín, og myndi þá örkinni hnigna smátt og smátt. Um það að menn greiddu at- kvæði með víndrykkju, væri það að segja, að lögin væru þannig, að allir menn yrðu að greiða at- kvæði (um algert bann væri ekki að tala)i um það, hvernig ætti ða drekka, í staupatali eða úr flösk- um, í laumi eða opinberlega, og það virtist því svo, sem bindind- ismenn greiddu atkvæði með vín- drykkju. Um síðustu ákæruna, að þeir væiru “rolur”, sem ekki ætti að taka til greina, kvaðst hann ætla að vera fáorður. Hann sagðist minnast þess, að einu sinni hefði hann verið fenginn til þess að kappræða við mann, og sá maður hefði sagt um sig í reiði, að mað- ur, sem gæti talað svona um al- varlegt málefni, eins og hann hefði gert, hlyti að vera “úr- þvætti mannfélagsins.” Hann sagðist þá hafa sagt, að það yrði tíminn að leiða í ljós, og svo sagð- ist hann nú segja. öðruvísi kvað hann ekki hsagt að svara slíkri ákæiru. Þá talaði séra Guðm. Árnason. Var ræða hans, sem löngurn, bæði fræðandi og sannfærandi. Hann kvað það sérstaklega liggja fyrir, að gera fundi bindindismanna að- laðandi fyrir unga fólkið, svo að því tfjölgaði innan vébanda regl- unnar. Þetta mun vera hárrétt, en hveraig á að fara að því? Það liggur fyrir að svara þeirri spura- ingu, það hefir enn ekki tekist að svara henni, svo nokkurt verulegt vit sé í. Ræðumaður lagði á- herzlu á, að menn þyrtftu að fræð- ast um áhrif áfengis á líkama og og á andlegt líf manna, — um arfgengi í þeim efnum, • og margt tfleira. Frédiikanir um bindindi kvað hann lítils, ef ekki einskis virði. Séra Guðmundur virtist trúa því, að þrátt tfyrir doða og deyfð í félagsskapnum, hefði mál- inu miðað áfram í rétta átt, og væri nú minna drukkið en fyrr- um, til dæmis fyrir 30 árum. Milli ræðanna skemti ræðumað- urinn einn með söng, og er það fremur fágætt. — Söngkennari Lundar, mjög falleg stúlka, spil- aði “fyrir” og svo komu veiting- ar, svo Ijómandi myndarlegar, eins og æfinlega er, þegar ís- lenzkar stúlkur ganga um beina. Skemtu, menn sér allvel. Jóhannes Eiríksson. Meðferð bænda Rússlandi Útdráttur úr grein eftir Joseph Douillet, ritstjóra í París. — Afleiðingarnar voru betri en hann bjóst við Segir Manitoba Maður, Eftir Að Hafa Reynt Dodd’s Kidney Pills. Bændur og búalið er níu tíundu hlutar rússnesku þjóðarinnar. — Þegar bolsar komu til valda lof- uðu þeir bændum tvennu: að þeir skyldu eignast jarðiraar og að skattar skyldi lækka stórum, jafn- vel afnemast með öllu. En hvernig hafa bolsar staðið við þessi loforð sín? Þegar jarðirnar voru teknar af heilsu. stóreignamönnum, tók rikið allar beztu jarðirnar undir tilraunabú og fyrirmyndarbú o. þ. h. og hafa engir gagn af þeim nema kom- j múnistaforingjar. Á þennan hátt voru 20%i af jörðunum ráðstafað. Enn fremur var ýmsum, sem höfðu unnið vel fyrir “málefnið” gefnar jarðir til æfilangrar eign- ar. Var þetta gert í laumi, en þó er vert að geta þess. Enn aðrar jarðeignir, sem tekn- j ar voru af fyrri eigendum, vo^u j gefnar útlendum fyrirtækjum. — Þannig fékk Krupp t. d. nokkrar þúsundir hektara hjá Don, enn-1 fremur má nefna Nansens-sér- réttindin, Gyðingasérréttindin, o. s. tfrv. Eins fór um hitt loforðið. Og höfundurinn lýsir því svo hvernig ; bolsar rændu og þrautpíndu bænd- ur til skattgreiðslu: — Eg átti heima úti á landi og sá því hveraig farið var að. — Bændur létu ræna sig. Bolsar tóku ekki aðeins korn þeirra, held- ur ált annað sem hönd á festi. í Kúban var hverjum bónda gert að skyldu að láta af hendi 810 gröm af smjöri, tvö kíló af hlaup- osti á mánuði fyrir hverja kú, sem þeir áttu, og 3 egg fyrir hverja hænu. Auk þess 5 kíló af kjöti á ári fyrir hvert naut. Með þessu lagi tókst bolsum að ! safna gríðarmiklum birgðum atf j þessum matvælum, en þau urðu öll ónýt vegna trassaskapar. Smjörið var ósalt og varð því undir eins súrt og mygltað, grísir, sem átti að reka ianga leið í sól- arhita, drápust unnvörpum á leið- inni. Afleiðingin af þessu varð hung- ursneyð, hræðiyegri en áður hafð þekst. Og bolsa stjórain hefir á sinni samvizku líf þeirra 5% miljón manna, sem hrundu þá niður úr hungri í Rússlandi. Þegar bændur sáu, að skattara- ir hækkuðu í stað þess að lækka, drógu þeir saman seglin, ræktuðu sem allra minst, eða rétt svo að þeir gæti treint tfram lífið á því. En ríkið varð að fá peninga og Albert Green Þjóðist af Bakverk og Blöðrusj úikdómi. “Eg var mjög þjáður atf bakverk og blöðrusjúkdómi,” segir Mr. A. Green, sem er góðkunnur borgari í Minnedosa. “Mér var ráðið til að reyna Dodd’s Kidney Pills, og eftir að eg hafði tekið úr einum öskjum, var mér alveg batnaður bakverkurinn, og var það meira en eg átti von á. Hér eftir ætla eg ávalt að hafa Dodd’s Kidney Pills við hendina.” Það, að Mr. Green batnaði, sýn- ir ótvírætt, að veikindi hans stöf- u*ðu frá nýrunum, því Dodd’s Kid- ney Pills eru eingöngu nýraa- meðal. Margt fólk þjáist meira og minna af bakverk á jmgri ár- um, en versnar mikið, þegar á ærfina líður. Með því að taka sér góða hvíld, batnar þeim stundum í bráðina, en miklu betri og var- anlegri verður batinn, ef það not- ar Dodd’s Kidney Pills, Þær styrkja nýrun og útrýma kvöl- unum. Dodd’s Kidney Pills hafa veitt þúsundum manna og kvenna góða Reynið þær. greitt skattana, þeir vissu ekki einu sinni hveraig þeir áttu að treiná fram lífið, þangað til næsta uppskera kæmi, og skattarnir voru ekki greiddir. Viku seinna byrjuðu bolsar að heimta inn skattana með valdi. ! Þorpið var lýst í heraaðarástandi og fimtán menn úr “kúgunarlið- inu” komu þangað. Hið fyrsta, sem þeir gerðu, var að taka nokkra gisla, og svo létu þeir það boð út ganga, að væri skatturinn ekki greiddur þegar í stað, mundu gislarnir verða skotnir. Bændur tíndu til alt það lausaré, sem þeir áttu, alla þá aura, sem þeir höfðu reitt saman með súrum sveita, en þeir hrukku ekki nándar nærri fyrir sköttunum. Og þá voru gisl- arnir skotnir. Þetta þoldu bændur ekki. Þeir gerðu uppreisn og allir kommún- istar og “kúgunarliðsmenn”, sem ekki gátu rforðað sér á flótta, voru drepnir. Þeir fáu, sem undan í komust, flýttu sér til næstu járn- ! brautarstððvar, sem er 12 km. frá j þorpinu. Þar komst alt í uppnám j hjá sovjet-ytfirvöldunum. Setulið j frá næstu stöðvum var kallað ' þangað, og tvær lestir tfullar af Törturum voru sendar gegn upp reisnarmönnunum, og enn tfremur var sent þangað herfylki frá Rostov. Uppreisnin var kæfð í blóði. Flestir bændanna voru skotnir þar sem þeir náðust, en þeir, sem héldu lífi, voru sendir í útlegð til eyjunnar Solovetzky. em er utan við Arkangel, eða þá til Síberíu. Það kemur oft fyrir, að þá er bóndi hefir greitt skatt sinn, þá á hann bókstaflega ekkert eftir nema skyrtuna á kroppnum. Eg nefni hér eitt dæmi af mörgum: Akime var duglegur og vinnu samur bóndi og átti hann dálitla jörð í Riazane-sveit. Áður en bols ar komu til valda, var hann van ur því að fara til Rostov og vinna þar daglaunavinnu til þess að afla fj'ár, svo hann gæti keypt sér kú og hest. Þegar sovjet fór að bændur áttu að Ieggja féð fram.; hreiðra um sig í Rostov, hafði Akime saifnað sér nógu fé til þess að kaupa kú og hest. Eg hitti Voru nú skattarnir heimtir með odi og egg og hinni ótrúlegustu grimd. Stundum kom til blóðsút- ■ hann, þegar hann hafði gert kaup hellinga, eins og t. d. i þorpinu . jn 0g homið skepnunum á járn Rogdestvenskaja í Kákasushluta braut- Var hann þá hinn kátasti Kúbans. Vegna óárans höfðu bændur ekkn getað greitt skatta sína. Sveitarstjórnin skrifaði þá og hugði gott til framtíðarinnar. Nokkru seinna kemur hann til mín, mjög illa til reika og biður yfirvöldunum og bað um að skatt- j mjg um vinnu. Eg varð alveg for- arnir yrðu lækkaðr, en fékk það svar, að etf þeir væri ekki greidd- ir að fullu innan ákveðins tíma, þá mundu þeir verða teknir með valdi. En bændur gátu alls ekki Eigið þér vini og frœndur í gamla landinu, sem lang- ar að koma hingað til Canada? FARSEÐLAR til og frá allra staða í veröldinni svo er, og per viljið hjálpa þeim til þessa lands, þá finnið oss. Vér gerum allar nauðsynlegar ráðstafanir. ALLOWAY & CHAMPION, Járnbrautaumboðsmenn UMBOÐSMENN ALLRA EIMSKIPAFÉLAGA 667 Main Street, Winnipeg. Sími: 26 861. FERÐAFÓLKI MÆTT A HAFNÁ RSTÖÐUM OG LEIÐBEINT ÞANGAÐ SEM ÞAÐ ÆTLAR 1 CANADIAN 1 IATI0NAL RAILWAYS Ef einhver bóndi er duglegur og stundar vel búskapinn, er hann talinn Kulak (efnaður bóndi venjulega andstæður bolsum.) — Hann er ofsóttur, á hann eru lagðir óhemju skattar og honum er þröngvað til að greiða þá. — Allir bændur forðast því það sem heitan eldinn að fá á sig Kulak- nafnið, og þess vegna rækta þeir ekki meira en það, sem þeir þurfa sjálfir að nota. Það er ástæðan til þess, að Rússland, sem áður var kornforðabúr Evrópu, flytur nú aðeins sáralítið út af korni, og >að er aðeins gert til þess að sýnast. Fyrir hönd hjálparnefndar Nan- sens, sneri eg mér til stjóraar- innar og bað hana að sélja nefnd- inni um 5,000 smál. af hveiti, sem geymdar voru í Novorossisk, en hún neitaði að verða við því. — Eftir mikið þref og margvísleg- ar tf.yrirspurair, fékk eg loks að vita, að þetta hveiti ætti að flytj- ast út, svo að erlendis héldi menn að nóg væri til af öllu á Rúss- landi. Kosningafrelsi er ekki í Rúss- landi. Frá því að bolsar komu til valda hafa kjósendur verið til- neyddir að greiða atkvæði eins og >eim líkar. Eftirtfarandi atburð- ur er til vitnis um það: Kosningar áttu að fara fram í jorpi nokkru. Kjörstaðurinn var kirkjutorgið, og þar stóð maður við mann. 1 miðju var hápallur. Þar sátu fimm bolsar *— ytfir- vðldin í þorpinu. Einn þeirra, Oubiykone, heldur kosningaræðu tg útmálar hvað kommúnisminn hatfi gert mikið fyrir bændur — og lofar enn meiri fríðindum framvegis. Svo er gengið til kosn- inga. Oubiykone talar þannig til kjósenda: “Hér eru komnir fram >rír listar, og einn er frá kom- múnistum. Þeir, sem eru á móti >eim, lista, rétti upp hönd!” — Jafnframt draga þeir Oubiykone og félagar hans upp marghleypur sínar og Oubiykone kallar: “Hver greiðir atkvæði á móti lista vor- umi? Enginn. Eg lýsi þá yfir því, að hann er kosinn í einu hljóði. Það er óþarfi að kjósa um hina listana---------” Ef einhver hefði andmælt lista kommúnista með því að rétta upp hönd, mundi hann þegar hafa ver- ið tekinn fastur eða skotinn. Þegar þessú hafði tfarið fram nokkur ár, vissu bændur hvera- ig sovjetkosningar voru. Og þeim lærðist að beygja sig til þess að bjarga lífi sínu. Viðskiftavinur yðar veit, að það |= er gott fyrir yður. Árið 1925 stóð í Sovetskiy Youg” að hér eftir skyldi vera frjálsar kosningar í sveitunum, og bændur fögnuðu því að fá nú að kjósa þá, sem þeir viidu helzt. Og þá var það, að kjósendur í Kuban feldu með yfirgnæfandi meiri hluta alla þá kommúnista, sem voru í kjöri. Þetta var hættulegt fyrir ríkis- stjórnina, og lýsti hún yfir því, að kosningar þessar væru ólögleg- ar og svo voru látnar fara fram nýjar kosningar — en þá var at- kvæðisréttur tekinn af 30—40% af bændum. Það hvílir ógurleg martröð á russneisku bændunum, íog þeir finna það vel hvernig stjórnin kúgar þá. Þess vegna eru allir bændur á móti sovjet og kommún- istum. Upp frá hverju þorpi um þvert og endilangt Rússland, líð- ur hin sama bæn til hæða: “Guð, kollvarpaðu kommúnistastjórn- inni. Það er sama hvað vond stjórn kemur í staðinn—alt er betra en sovjet.”'—Lesb. Mgbl. Algjörlega rangt er það í “Skýring” hr. Björns Magnússonar í síðasta blaði Lög- bergs, að eg hafi óskað að “troll- ararnir sætu fastir við land, þar til sjómenn fengju kröfu sinni framgengnt.” Orð mín voru þau, að trollararnir mættu gjarnan vera bundnir við hafnargarðinn, þar til sjómönnunum, sem á þeim vinna, væri borgað með sann- gjörnum hluta aif aflanum. Þessa leiðréttingu óska eg að fá birta í næsta blaði Lögbergs, á þeim stað, sem tekið vergur eftir. Winnipeg, 3. mai 1929. Bjarni Magnússon. STÖKUR. Hvenfult yndi eyðir frið eða myndar trega. Hætt er að binda hugann við hrifning skyndilega. Dygðahröpin dæma hátt dómar viltra sagna. Því hafa tfæstir okkar átt aðeins láni að agna. -Lesb. Hjálmar á Hofi. viða og spurði hvað fyrir hefði komið. Hann svaraði með því að bannsyngja sovjetstjórainni og kommúnistum niður fyrir allar hellur og ðllum áhangendum þeirra. Hann skýrði mér svo frá því, að þegar hann kom heim og átti nú tvær kýr og tvo hesta, þá var hann talinn “efnaður bóndi’ og honum var gert að greiða svo háan skatt, að hann varð eigi að- eins að selja allar skepnur sínar, 'heldur einnig jörðina og húsið, til þess að geta greitt skattinn. Og nú var hann hættur að hugsa um búskap. “Bolsivikkar hafa drep- ið í mér löngunina til þess að vera bóndi,” sagði hann. Og svo bætti hann við: “Og það var svo sem ekki nóg, að eg yrði að greiða skatt, heldur var mér líka gert að skyldu að flytja póstinn, og í miðri viku var mér máske skipað að aka með ein- hvern embættismann bolsa 30 til 40 km. Og meðan eg var að þessu var uppskerutími og eg náði ekki að bjarga korninu í hús áður en haustrigningarnar komu.” frosksins gefur ekki til kynna hve langt hann getur stokkið” MARGIR bílar, sem maður sér á brautinni, líta þannig út ,að manni tfinst að þeir hefðu átt að vera lagðir niður fyrir löngu, en duga samt vel enn. Autolene Oil gerir ekki nýjan bíl úr gömlum, en með stððugri notkun einnar af hinum fimm tegundum, sem dregur úr hitanum og heldur vélinni liðugri, endist vélin miklu lengur, en hún annars mundi gera. Gætið að British American merk nu —þag er tákn 23 ára samvizkusamrar þjónustu í þarfir bíleigenda. The BRITISH AMERICAN 0IL C0. LIMITED Super-Power and B A. Ethyl Gasolenes--AutoIene Oils MIKILSVERÐ UPPLÝSING: Vér höfum samið við Ethyl Gasolene Corporation í New York um að fá alt sem vér þurfum af Tetraethyl of Lead og höfum það nú fyrirliggjandi. British American Ethyl Anti-Knock Gasolene sem ijotast fyrir kraftmiklar vélar.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.