Lögberg - 06.06.1929, Blaðsíða 1

Lögberg - 06.06.1929, Blaðsíða 1
42 ARGANGUR vVINNIPEG, MAN., FíMTUDAGINN 6. JÚNÍ 1929 /poc U Helztu heims-fréttir tz=z>o oc=:í> ooc7 Canada Alls eru 139 frambjóðendur í kjöri, við kosningar þær til fylk- .isþingsins í Saskatchewan, er fram fara í dag, þann 6. júní. Þingsætin eru sextíu og þrjú en kosningu í tveimur kjördæmum, hefir verið frestað. Undir merkj- um Gardiner-stjórnarinnar, eru sextíu og eitt þingmannsefni í kjöri; íhaldsmenn fjörutíu og fimm, en framsóknarmenn og ut- anflokka, þrjátíu og þrír til sam- «ns. Gegn forsætisráðgjafanum, Hon. James Gardiner, bjóða sig fram í North Qu’Appelle, Walter West- on, íhaldsmaður, og W. McSwee- ney, er telst til hins svonefnda framsóknarflokks. * * • Tvö vöruflutningaskip, mest- megnis hlaðin hveiti, strönduðu nýverið skamt frá bænum Kings- ton í Ontariofylki. Tekist hefir að ná öðru skipinu út samkvæmt síð- ustu fregnum. Kolniðaþoka var á,, er skipin bar að landi. * * * Eldur kom upp í St. Boniface, Man., síðastliðinn föstudagsmorg- un , er orsakaði allmikið tjón. Brunnu þar meðal annars bygg- ingar Barkdale rjómabúsins og Golden Paint verksmiðjanna. * * * Bráðkvaddur varð í vikunni sem leið, Frank E. Hamilton, ritari iðnráðs Winnipegborgar, maður á bezta aldri, vinsæll og vel met- inn. * * * Hon. W. R. Clubb, ráðgjafi op- inberra verka í Bracken ráðuneyt- inu í Manitoba, hefir verið end- urkosinn á fylkisþing í Morris- kjördæminu. Eins og kunnugt er, lét Mr. Clubb af ráðgjafa- embætti, er það varð heyrin kunn- ugt, að hann hefði keypt hluti í Winnipeg Electric félaginu, um þær mundir, er samningurinn um virkjun Sjö-sýstra fossanna var gerður. Hin konunglega rannsóknar- nefnd, er skipuð var til þess að rannsaka Taylors-kærurnar marg- umræddu, sýknaði Mr. Clubb af öllum ákærum, í sambandi við téða samninga, sem og alt ráðu- neytið í heild. * ' * * Frá Akureyri er símað í gær, að þar væri gott veður, hægviðri og sólskin en nokkurt frost. — í fyrradag var þar norðanstórhríð með köflum og setti niður dálít- inn snjó, en birit undir kvöldið og herti þá frostið um nóttna, og í gærmorgun var 6 gr. frost, en þá mátti kalla frostlaust hér. — Mgbl. 20. apríl. Tuttugasti og fimti maí Vafalaust hefir sá dagur reyríst mörgum gleðigjafi. Þa& reyndist hann hjónunum Mr. og Mrs. Júlí- us Skaalrut, við Churchbridge, Sask. Á þeim degi var lokið tutt- ugu og fimm ára hjónabands á- fanga þeirra. Gerðu menn sam- fagnað með þeim hjónum um kvöldið, í tilefni af loknum á- fanga. Menn sungu söngva þakklætis og fagnaðar, árnuðu þeim bless- unar um komandi tíð, og færðu þeim gersemar sem viðurkenning fyrir þegna góðvild. Góðgeðir voru fram bornar af íslenzkri gestrisni. Júlíus Skaalrut er af norskum ættum, en kona hans er Rannveig Hannesína, dóttir Sigurðar Jóns- sonar, er býr með seinni konu sinni Pálínu. Var samkvæmið á heimili þeirra hjóna. Ljós brunnu mörg. Gerði það híbýlin björt og hlýleg, menn ræddu saman eða sungu. Inn um opna glugga og dyr barst hljóð- færasláttur, þar sem unga fólkið steig dans á grænu grundinni fyrir utan húsið. Hin græskulausa glaðværð þess þíddi til hálfs þela hjartans og vakti upp hálf-dánar endurminn- ingr glitrandi vatna og bjartra látlaust og þvingunarlaust. Þrátt látlaust o gþvingunarlaust. Þrátt fyrir mismunandi þjóðerni, var sá sameiginlegur ásetningur, að eiga saman græskulausa gleði- stund, er skyldi verða forði gegn dimmum og köldum skammdegis- kvöldum. Menn fundu hlýleika hvers ann- ars og kvöddu með þeim ásetn- ingi að geyma vel nýfengna, gleðiríka endurminning. Maður að nafni Roman Guy, 47 ára að aldri druknaði í Rauð- ánni, skamt frá Miller stöðinni, um tíu mílur norður af Winnipeg. Var hann að flytja kartöflur á bát yfir um ána. Varð þá skyndi- lega fyrir honum strengur í ánni, er hvolfdi bátnum. Frá Islandi Borgarnesi, 18. apríl. Norðanrok og hvítt niður undir sjó. Skepnuhöld góð. Voru menn alment búnir að sleppa fyrir löngu, en nú eru menn að taka fé á gjöf aftur, vegna kuldans. Starfað hefir verið að undir- búningi undir hafnarbæturnar á skúr og gera fleira í sambandi við þetta fyrirhugaða verk, sem ætl- ast er til að byrjað verði á með krafti nú upp úr helginni. Á að dýpka íhér á skipalæginu og gera bryggju út af Brákarey yzt, sem skip þau geta legið við, sem fljóta inn. Dýpkunarskipið Uffe kem- ur hingað í sumar. Er það danskt félag, sem hefir tekið verk þetta að sér. Ríkissjóður kostar hafn- arbæturnar að hálfu, en héraðið að hálfu. En brúna yfir Brákar- sund og veginn eftir endilangri Brákarey kostar ríkissjóður að öllu leyti. — Mgbl. Tír Suður-Þingeyjarsýslu. Bifreiðir hafa gengið um hér- aðið í allan vetur, og varla nokk- hrn tíma sleðafæri. Seinni hluta ^aarzmánaðar var unnið að jarða- bótum á mörgum bæjum; bæði átt við baksléttur og sáðsléttur, og ^rafnir skurðir o. fl. Slíkt er sjaldan hægt á Góu Ihér norðan- lands. Það var fyrir sérstaka góðvild f.ólksins, sem eg kom með, að eg fékk að taka þátt í glaðværð þessari. Menn ræddu um viðburði kvöldsins á leiðinni heim. Bif- reiðin, sem flutti okkur, rann létt og hljóðlega eftir rennisléttum veginum. Veðrið var indælt. Geislarnir frá bifreiðinni runnu götuna á undan og léku á alla vegu: Þeir liðu upp í loftið, eða stukku til beggja hliða. Þeir földu sig inn á milli trjánna; leiftruðu fyrir augum búpenings- ins, ,sem stóð við götuna; gerðu sjónhverfingar fram undan; það sýndust vera djúpar og dimmar gjár fram undan, er reyndust lít- ill og hættulaus halli, þegar að var komið. Við náðum Iheim seint um nótt- ina, sælir og glaðiy, með þakklæti fyrir stundina og með árnan í hjarta til silfurbrúðhjónanna. S. S. C. SKIP TÍKBERtUS KEISARA. Það eru nú tvö ár siðan að Mussolini ákvað að ná upp hinum glæsilegu slijipum Tiberius keis- ara, sem liggja á botni Nemesis- vatnsins. Var grafinn skurður út Nemesis-vatni út í Albano- vatniðj sem liggur mikið lægra, og hefir yfirborði Nemesisvatnsins lækkað svo mikið, að um páska- leytið sá á fyrsta skipið. Verður Verður nú gengið að því að lyfta skipunum af vatnsbotni og er bú- ist við að það takist bráðlega. — Kostnaður við þetta er áætlaður alls um 8 miljónir líra. — Mgbl. Miss Ingigerður Jónasson er fædd 30. des. 1903, á Jaðri í Hnausabygð í Nýja Islandi. Er hún dóttir Jóhannesar Jónasson- ar frá Harastöðum í Miðdölum í Dalasýslu, og Höllu Jónsdóttur konu hans, ættaðri frá Höll í Þverárhlíð í Mýrasýslu. Jóhannes faðir Ingibjargar dó 5. febr. 1904, en móðir hennar er á lífi; búa systkynin mörg með móður sinni í Víðirbygð. *— Þau hjón, Jóhann- es og Halla, komu vestur um haf árið 1876 og settust fyrst að í Hvítanesi í Árnes-bygð, og síðar bjuggu þau á Jaðri, sem áður er á minst, en árið 1913 flutti Halla ásamt börnum sínum í Víðir-bygð, þar sem þau búa nú rausnarbúi. Ingigerður gekk í bernsku á skól- ann í Víðir, og síðar á Lowlands- skóla í sömu bygð. Af barna- skóla útskrifaðist hún árið 1918. Þann 20. júní 1927 hóf hún hjúkr- unarnám á Grace Hospital í Win- nipeg. Gekk henni námið frá- bærlega vel og útskrifaðist hún þaðan 26. okt. 1928. Ávann hún sér gull-nnedalíu og einnig Dr. Sugden’s “memorial prize” fyrir frábæra hæfileika og frammi- htöðu í öllum námsgreinum og öllu er að námi hennar laut. Hún er talin af þeim, er til þekkja, að hafa frábæra hæfileika sem hjúkr- unarkona; vænta vinir hennar þess, að hún eigi góða framtíð við starf það sem hún hefir tekið sér fyrir hendur. S. Ó. Herra ritstjóri Lögbergs Viltu lána rúm í blaðinu þínu fyrir eftirfarandi línur? Það er ætíð gott að vera kom- inn heim að afstaðinni langri ferð, enda þótt það hafi verið skemtiferð; svo megum við segja Við lögðum héðan á stað 6. nóv- ember í haust, áleiðis til Los Ang- eles, Cal., hvar við dvöldum vetr- arlangt hjá dóttur okkar Mariu og manni Ihennar, sem þar búa við ágæta líðan, og leið okkur þar ljómandi vel; fórum víða um þar syðra, svo sem til San Diego, og dvöldum þar 10 daga og heimsótt- um marga söguríka staði, og ís- lendinga, sem allir tóku ágætlega á móti okkur; margir af þeim, sejfi við höfðum aldrei séð áður, urðu beztu vinir okkar af stuttri viðkynningu. Það mætti margt segja um feg- urðina þar suður ;frá, en mig skortir andagift til þess, en meiri jarðneska fegurð hefi eg ekki séð og býst ekki við að sjá, og veðr- áttan er eftir því; enda sýnist fólki líða þar vel og lifa fyrir utan áhyggjur. Ekki þarf að kvíða vetrarkuldanum, en erfitt veitist víst mörgum aðkomendum að komast þar að vinnu, og alls- staðar er eitthvað að. Með vorinu lögðum við á stað heimleiðis, eða þann 26. apríl; fórum þá leið, sem liggur til Se- attle, Vancouver og New West- minster; hittum við á þeirri leið marga landa og gamla, góða kunn- ingja, sem allir tóku ágætlega á móti okkur. Ekki leizt mér eins vel á mig þar, eins og suður frá, sízt tíðarfarið. Frá Seattle lögðum við á stað þann 19. maí austur yfir Kletta- fjöllin, og var nú ekki frítt við að kvíði byggi í huga að leggja á stað, en alt gekk vel á okkar löngu leið, og komumst við til Winnipeg etftir 10 daga ferð frá Seattle, höfðum stuttar dagleiðir, því Rósa dóttir okkar keyrði bíl- ein alla leið með framúrskarandi dugnaði. Til hennar og allra góðra kunningja og vina, sem auð- sýndu okkur hjónum alla vinsemd og alúð og gjörðu ferðina á- nægjulega í alla staði, vottum við okkar innilegasta þakklæti og munu endurminningar þessarar ferðar lifa í brjóstum okkar alla æif. Winnipeg, 4. júní 1929. Jón Magnússon. Þorgerður Magnússon. Indisleiki Islands / (The Charms of Iceland,) Svo heitir prýðileg grein, sem nýkomin er í “Family Herald and Weekly Star”, eftir Thórstínu Jackson. Greinin fjallar um ísland, nátt- úru þess, þjóð og þing, lifnaðar- hætti, bókmentir og sögu, og framfarir nútímans, sem það hef- ir orðið hluttakandi. Einnig er minst á íslendinga vestan hafs í heild, og nokkra merka menn sérstaklega. Þetta er í sambandi við heimferðina 1930. Þeir, sem gleðjast yfir því, að íslendingum sé brugðið upp '"m þroskaðri og göfugri þjóð ga vera ánægðir með grein þessa, því hún er skrifuð af góðri getu og mikilli hlýju í garð íslenzkrar þjóðar. Frú Thórstína Jackson Walt- ers„ er alt af að sýna það betur og betur, hve hæf hún er í milli- landamálinu 1930. Vera má # líka, þegar menn stanza til að átta sig, að þá rámi í það, að dr. B. J. Brandson hefði ekki tekið góðan og gildan neinn mann, karl eða konu, til einhlítr- ar, opinberrar umönnunar þessa máls, scm hanu «!:*;>-3i sér fyri”, nema sá maður væri ábyggilegur. Menn finna það máske hjá sér, einhverjir, þegar um ræðir það, sem á hefir gengið nú um tíma, að þeir hafi átt þau skifti við dr. Brandson, sem reyndi meir en í meðallagi á, hvaða mann hann hafði að geyma, og það þá líka, hvernig hann reyndist þeim. Fyrir atvik hefi eg hér á borð- inu fyrir framan mig, ágrip af æfisögu samtíðarmanns okkar hér. Hann er ágætlega vel greindur maður og gegn, ábyggilegasti mað- ur til orða og verka. Hann er vel efnaður maður nú, en hefir orðið að ganga í gegn um lífsstríð svo mikið, að undrum sætir að hann skuli vera á lífi enn, og þakklátur fyrir lífið og tilveruna; nær það til æfi hans beggja megin hafs- ins. Þeir, sem voru vel kunnugir á meðal Winnipeg-íslendinga, fyrir tuttugu til tuttugu og fimm árum, mundu játa, að hann segði rétt og býsna vel frá ýmsu og ýmsum, er hann minnist á Sama er að segja um menn á ís- landi Til dæmis segjr hann um séra Ólaf Ólafsson, fyrrum í Arn-, arbæli: “Mér fanst altaf hann vera eins og einn af postulunum.” Um Bergsvein Long í Winnipeg: “Hann er einn af allra merkustu mönnum, sem eg hefi kynst.” Fjórar konur talar hann um, sem sínar “hjálpræðiskonur”, þeg- ar hann var nauðuglega staddur. Þrjár af þeim voru: Mrs. J. Júlí- us, Mrs. H, 'Olson og Mrs. Ásdís Hinriksson, “sem ekki gátu verið mér betri, þó eg hefði verið bróðir þeirra.” Um einn vestur-íslenzka prest- inn, sem nú er uppi, skrifar hann: “Hann er perla af manni.” Þó eg þekki ekki alt þetta fólk persóulega, hefi eg heyrt þess getið nægilega, til þess að vita, að allar þessar lýsingar eru réttar, vei,t líka, að maðurinn segir satt. Þegar þessi maður var sem aumkvunarlegast staddur, lenti hann í hendur Dr. Brandsoar. Hér fer á eftir kaflinn, sem hann skrifar um hann: “Af því eg get Dr. B. J. Brand- sonar hér, þá langar mig til að geta um hann persónulega, ekki hvað hann er mikill læknir, því það má segja, að hver dagur hrópi með það, og má eg taka þar CLIFFORD PAUL HJALTALIN. Hann er ný-útskrifaður í Electrical Engineering frá háskóla Manitoba- fylkis meö ágætis einkunn, og hefir nú þegar fengið stöðu hjá Winnipeg Electric félaginu. Mr. Hjaltalín er tuttugu og tveggja ára að aldri. Fæddur og uppalinn í Winnipeg. Hann er sonur Guðjóns H. Hjaltalíns og konu hans Vigdísar Jónsdóttur frá Núpi í Dýrafirði. Hann er fjórði maður frá séra Jóni Hjalta- lín, sem lengi var prestur á Breiða- bólsstað á Skógarströnd. undir, því hann hefir gert mikið fyrir mig, án þess að vilja taka nokkuð fyrir það. Já, en hann er svo mikill og prúður, sálargöfgi hans svo mikil, að hún skín í gegn um alt hans hversdagslíf. Það er stærðin.” “Eg get ekki annað en dáðst að mikilleik hans og prýði og borið meiri virðingu fyrir. honum, en nokkrum öðrum manni, sem eg hefi þekt.” “Ástúðin hans og manngöfgin laðar mann að honum.” — Þetta er nú vitnisburður þessa raunamædda manns um dr. Brand- son. Minnisvarðar eru mikils metn- ir, og sá, sem ritar þannig minn- ingu sina á mannleg hjörtu, hefir ótvíræðan karaktér. Viðvíkjandi grein frú Thórstínu, eru meðal annars, sem hana prýð- if, þrjár myndir með henni. Tvær eru af Reykjavík, en sú þriðja af sérlega fríðri konu í skautbúningi. Family Herald and Weekly Star, er mjög útbreitt blað, Það flytur fróðleik af ýmsum tegund- um, margt af því eru merkileg- ustu ritgerðir um menn og mál- efni. ’ Rannv. K. G. Sigbjörnsson. UNDIRBÚNINGUR ALÞINGISHÁTÍÐARINNAR. Boðsgestir. Forsetar Alþingis hafa boðið þíngum eftirtaldra ríkja að senda tvo fulltrúa á Alþingishátíðina 1930: Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Bretland, írland, Hol- land, Belgía, Frakkland, Þýzka- lan, Sviss, Tjekkóslóvakia, Aust- urríki Portugal, Spánn, ítalía, Bandaríkin, Canada. Þingum Færeyja, Isle og Man, North Dakota, Minnesota, Sask- atohewan og Manitoba hefir ver- ið boðið að senda einn fulltrúa hvert. Minnispeningar. Að tilhlutan alþingishátíðar- nefndarinnar verður lagt fyrir Alþingi frumvarp um tilbúning minnispeninga. Er gert ráð fyr- ‘r, að slegnir verði 2 kr., 5 kr. og 10 kr. silfurpeningar, 20 þúsund tveggja krónu peningar, .10 þús- und fimm króna peningar og 10 þúsund tíu króna peningar. Ráð- gert er að selja helming minnis- peninganna erlendis. Gistihús og bílar. Þá verður að undirlagi alþingis- hátíðarnefndarinnar lagt fyrir Alþingi frumvarp um heimild fyrir ríkisstjórnina að taka til umráða herbergi í gistihúsum og leigubifreiðar og setja hámarks- taxta á flutninga, ef þörf krefur. Horfið hefir verið frá því, að láta búa til íslenzka kvikmynd, þar sem kostnaður yrði fyrirsjáan- lega mikðl, en hins vegar lítil eða engin von um sölu slíkrar kvik- myndar erlendis. — Mgbl. EDISON KEMUR TIL EMÍÓPU í fyrsta skifti. Innan skamms ætlar Henry Ford að koma til Evrópu og er ætlun hans að koma fastara skip\ilagi á samkeppni sína við “General Mot- ors”. Hann ætlar að stofna sölu- miðstöð fyrir Mið-Evrópu í Ber- lín, aðra í Vínarborg fyrir Aust- ur-Evrópu og hina þriðju í Mikla- HAROLDTHOMASNORMAN PETERSON Ný-útskrifaður, (Bachelor of Arts, Honors Course) frá Manitoba háskól- anum, með fyrstu einkunn. Hann er tuttugu og einis árs að aldri, sonur Stefáns Peterson frá Miklahóli í ViS- vikursveit í Skagafirði og konu hans Rannveigar Jónsdóttur, Gislasonar frá Miklabæ í Skagafirði. Mr. Peterson er nú nýfarinn til Montreal þar sem hann hefir fengið stöðu á skrifstofu Sun Life lífsá- byrgðarfélagsins. garði fyrir Vestur-Asíu. Edison gamli verður í för með Ford, og er þetta í fyrsta skifti á æfinni, að hann ferðajt austur ytfir Atlants- haf. — Mgbl. Heillaóskir til hjónanna Ingólfs og Ingibjargar Bjarnason. við Leslie.Sask. (Átti að flytjast á hvítasunnudag, þegar bygðarbúar heimsóttu þau, en fyrir lasleika höf. gat það ekki orðið.) í dag er hvítasunnan. Það er ein af stórhátígðum árs- ins og aldanna. Á hvítasunnunni efndi drottinn Jesús það heit sitt, að senda læri- sveinum sínum heilagan anda. Úr iþví að við hér vorum ekki svo auðnurík, að eiga guðs hús til að sækja, né sóttum kennimenn hans neinstaðar til að hlýða á, þá er það sjálfsagt ekkert úr vegi, að nota daginn til þess að árna nýgiftum hjónum heilla. Hjónabandið er innsiglað af sjálfum höfundi lífsins. Mann- kynsfrelsarinn sæmdi það sinni persónulegu návist á holdsvistar- dögum sínum. Það er því merkt öllum tignarmerkjum tilverunn- ar. Líka sannur kærleikur á að hafa sérstaklega rúman farveg í gegn um sáljr kristinna manna, sé sanngjarnlega skoðað. iSéra Jón Bjarnason, D.D., segir í einni af sínum snildar prédikun- um, að líf þeirra manna, sem alls pnga menningu eigi, sé eins og sjávarflöturinn, þar sem öldurnar rísi og hnígi, og enginn sjái þess svo merki á eftir, að þar hafi alda verið, þeir eigi enga sögu, gæti ekki skrifað né skráð á neinn les- anlegan veg spor sín skref fyrir skref. NÚMER 23 völlurinn fyrir lífsfarnaðinum. Þar hást fyrst hólmgöngurnar um atriðin, áður en til framkvæmda kemur. Það gildir fyrir alla jaftn. Oss er gjarnt til að horfa á það, er hagurinn vill; þörfin fyrir það fylgir þessu lífi, og því er það í mannlegu eðli. En fyrir sannan sigur lífsins, er mest undir því komið, að andi vor sé gagntekinn af hvítasunnugjöf- inni, hinum heilaga anda guðs. Eg óska því ungu hjónunum, að þau eigi ávalt sem mest af hvíta- sunnugjöfinni í sálum sínum, þá mun andi samúðar, þolinmæði, umburðarlyndis og alls þess, sem innilykur sanngirni og kærleika, ráða viðskiftum þeirra og blessa hús þeirra og störf. Þá verður ilmur rósanna á braut þeírra ávalt sterkari, en sviðinn undan þyrnunum. En mannlegleiki vor allra gerir það að verkum, að vér getum ekki ávalt látið stjórnast af þessum anda. Marg-ítrekuðum ’sönnunum þarf að halda á lofti fyrir oss fyrir því, að persónuleg nálægð guðs er virkileg. Postularnir trúðu, af því þeir höfðu verið með Kristi. Það var búið að rækta grund- völl sálna þeirra. Fyrir þeirra starf er grund- völlur sálna v o r r a ræktaður, þð uppskeran sé ærið misjöfn. Megi ungu hjónin hérna ávalt hugsa um að hýsa mannkynsfrels- arann í sálum sínum, þá sjá þau stjörnu á himni, þegar dimmir á jörðu, þá mun andi drottins ráða vegferð þeirra, á hverju sem gengur. Rannv. K. G. Sigbjömsson. FISKVEIÐAR VIÐ GRÆNLAND. Norðmenn og Færeyingar hafa undanfarin sumur verið forgöngu- menn í veiðiskap við Grænland, en tilraunir þær, sem Danjr hafa gert um fiskveiðar þar, hafa nær allar mistekist. Stórfeldasta útgerðarfyrirtækið þar vestra hefir Heldersfélagið verið. Hefir það enskt fjármagn að mestu leyti, en er stjórnað af Norðmönnum. Nú hafa Ameríku- menn ákveðið að freista gæfunn- ar við Grænland í sumar og ætla að senda þangað veiðileiðangur með líku fyrirkomulagi og Held- ers. Hafa þeir 10 þús. smálesta stöðvarskip með frystivélum, lýs- isbræðslutækjum og niðursuðuá- höldum og fylgja skipinu 30 veiði- bátar. Allur kostnaður við út- gerðina er áætlaður 500,000 doll. en útgerðin telur víst, að skipin afli eigi minna en 3000 smálestir af lúðu, sem eigi sé minna en miljón doll. virði.—Vörður. öll ófarin spor var eru eins og óskrifuð bók, eða eins og hið ó- skráða líf þeirra, er eigi kunna að skrá. En á öllum alvarlegum bímamótum hugsar menningar- maðurin’n um það, hvernig sér muni ganga að skrá kaflann, sem nú sé fram undan. Og allir, sem stanza um stund til þess að at- huga málin með honum, hugsa um það sama. Og eftir því, hvernig hugsanir þeirra falla um það, fara óskir þeirra og mál um framtíð- ina. Vér lifum undir beztu menning- unni, sem heimurinn hefir þekt, kristnu menningunni. í hennar skaut hljótum vér því að sækja óskirnar, sem vér berum fram í dag, á hennar mælikvarða mælum vér líkurnar fyrir því, hvernig þessum vinum vorum, nýgiftu hjónunum, muni ganga að skrá spor sín framvegis. Eg veit að brúðguminn er ágæt- ur verkmaður, og að brúðurin er á sama hátt efnileg kona. Dugnaður, þrifnaður og reglu- semi, munu ávalt verða talin á meðal ágætis-vopnanna til lífs- bardagans. Eg er sannfærð um, að allir við- staddir horfa á þessi vopn í hönd- um þeirra, og þau gefa góðar von- ir um sigursæla framtíð þeirra, er eiga. En reynslan hefir sýnt, að jafn- vel þeir góðu kostir, eru ekki ein- hlítir. í anda mannsins er aðal grund- SMÆLKI. Fyrir nokkru var flugmaður úr brezka hernum, Pearce að nafni, á reynsluflugi hjá Folkstone. — Flaug hann mjög hátt og var lengi í þeirri hæð. Annar flugmaður, sem líka var á reynsluflugi, flaug lengi samhliða honum, og honum til undrunar lét Pearce sem hann sæi hann ekki og tók ekki kveðju hans, heldur hallaðist aftur á bak í sæti sínu og sá hann að hamr hafði enga stjórn á flugvélinni. Að lokum steyptist flugvélin til jarðar og brotnaði. Við rannsókn kom það í ljós, að ekkert hafði verið að hreyflinum og er það ætlan manna, að Pearce hafi orð- ið bráðkvaddur í loftihu. — Lesb. Það er mælt, að prinsinn af Wales fái að jafnaði 700 bréf á dag, og Bretakonungur jafnmörg eða fleiri., — Frakklandsforseti verður að láta sér nægja að fá 600 bréf á dag, Bandaríkjaforseti fær 1200 en páfinn 2000 bréf á dag. Þá má nærri geta, að Musso- lini muni fá nokkur. — Það fylgir vandi vegsemd hverri, og væri það ærið .verk fyrir þjóðhöfðingja, þótt þeir gerðu ekki annað en lesa bréf þau, er þeim berast. En þeir lesa ekkert af þeim, eða þá sára- fá. Það eru skrifarar þeirra, sem lesa bréfin og ráða því hvort þau komast nokkurn tíma fyrir augu viðtakanda, eða bréfunum er stungið undir stól.—Lesb.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.