Lögberg - 06.06.1929, Side 3

Lögberg - 06.06.1929, Side 3
LÖGBERG FTMT'JDAGINN 6. JÚNÍ 1929. Bls. S. SOLSKIN EG KÝS MÉR APRÍL. Eftir Björnstjerne Björnson. Eg kýs mér apríl, hann er mér kær, som alt hið feyskna að velli slær, en lætur ungviðið vexti ná — alf verður nýtt, þegar hitt er fvá; það haggar fnði, en hvað er það, — þeim lieill, sem einhverju keppa að. Eg kýs mér apríl, hann er mér kær, % því öllum drunga hann burtu slær, ]>ví hann á krafta, sem hugnast mér, að hrísta römmustu fjötra af sér, því ef hann brosir, þá bráðnar hjarn, og blessað sumarið er hans barn. (B. J. þvddi). —Hmbl. ÞAÐ, SEM HELDUR OSS UPPI. Það er svo margt, sem á dagana drífur fyr- ir oss. Sá, sem verður gamall, safnar sér heil- um forða af lífsreynslu með ýmsum hætti. Ungmennið fer snemma að safna þeim sjóði; hann reynir æ fleira og fleira með hverju árinu sem líður. Mörg sú lífsreynsla er dýrkeypt, en aldrei er hún svo ódýr, að hún gefi ekki eitt- hvað í aðra hönd, sem komjð geti að haldi seinna í lífinu, því að sérhver reynsla er til við- vörunar, eða fræðslu eða til að auka sálar- þrekið. , En það tekur tfma, að afla sér víðtækrar og margvíslegrar lífsreynslu; en áður en hún er fengin, þá getur orðið ærið erfitt að læra list- ina þá að lifa lífinu á réttan hátt og líta réttum augum á lífskjörin og bera ])að, sem á oss er lagt. Það er því afar áríðandi fyrir oss alla, að þekkja það og ejga, er orðið geti lvftiafl í lífi voru, styrkt os.s á raunastundum og lijálpað oss til að taka framförum í því, sem er gott og rétt og orðið oss sá klettur, þar sem vér getum staðið föstum fótum. Yér getum því ekki kom- isit hjá eldraunum, sem prófa oss og herða; en í sálu vorri höfum vér styrk, sem veitir oss að- stoð, hvenær sem vér þurfum á að halda. Það er margt í lífinu, sem má kalla lyftiöfl mannkyns,ins. Hvorki fjöldinn né einstakling- arnir geta li'fað nokkru lífi án þeirra; lífið verður þá svo kalt og einstæðingslegt. Kærleikurinn er sterkasta. lyftiaflið. Nem þú hann burt úr mannlífinu og þá hrynur það alt í rústir. 1 þjóðfélagslífinu, í heimilislífinu, í skjlningnum og samúðinni manna á milli er kærleikurinn það band, sem bindur saman smáa og stóra, unga og gamla. Sé kærleikurinn num- inn burtu, en hatrið sett í staðinn, ])á yrði mannlíflið að jarðnesku víti. En.livað kærleik- urinn er þýðingarmikill, í lífi hvers einstaks manns. “Þú, elskan himnesk, utan þín er æfi manns- ins sóllaus dagur. ” Kærleikurinn fyllir hjart- að þeim, sem sigrar alt, hann bregður ljóma yfir æfidaga vora, hann gjörir mikla tduti með því að leggja mik;ið í sölumar og glevma sjálf- um sér. Við elskum aðra og þeir elska oss a^t- ur á móti og finnum, að það er mesta hamingj-’ an í lífi vodh. Það eru því engin undur ]>ó að þeim, sem mjssir ástvini sína, finnist tómlegt inni fyrir hjá sér og í kringum sig. Það er eins og verið sé að útiloka sólskjnið meira og meira, svo að vér getum eigi fengið að njóta ylsins og ljóssins. En sé kærleikurinn oini grundvöllur- inn, sem heldur oss uppi, getur svo farið að lok- um, að oss verði dimt fyrir augum. Annað æðra lyftjafl hlýtur því að vera til, og það er líka til! Vináttan er eitt af því, sem mjög getur hald- ið oss uppi. Hún er náskyld kærleikanum, því að vanti hana h'inn hreina, óeigingjarna kær- leika, þá ætti hún ekki skilið að heita vinátta. En hvað oss finst vér vera auðugir og sælir, ef vér ejgum þá vini, sem í raun reynast dag eftir dag og ár eftir ár. Hvort sem dagamir voru góðir eða vondir, þá brugðust þeir ekki; til þeirra gátum vjð komið og sagt þeim frá öllu, sagt þeim allan hug, og áttum vísa samhvgð þeirra. Það gerir oss svo örugga, að vér vit- um, að þarna. er hann eða hún, sem eru ávalt i)úin að lilusta á það, sem vjð höfum að segja °g hjálpa oss með ráðum og dáð, eftir megni.— En nú getur svo farið, að þessi tryggi vinur hverfi oss líka fyr en varir, og þá stöndum vér ein*ir eftir og óstuddir. Þeir tímar geta líka komið, að vér neyðumsit til að reiða oss á það, sem vér höfum í oss sjálfum af andlegum þrótti, og ríður oss fremst af öllu á að vita í ýlvöru, hvar þau öfl er að finna, sem geta haldr oss uppj. Af öllu því, sem eg liefi reynt í lífinu, af öllu Pyí, sem eg hefi hugsað, hyert og séð og fram við mig hofir komið, ]>á ber trúin á Guð langt, langt af öllu fyrir mér. Þess vegna hika eg ekki við að segja, að barnsleg og örugg trú á Guð, sé mest af öllu, og það eina sanna lyftiafl í mannlífinu til að lialda oss upi>i. Ef vér höf- um þá trú, má koma hvað sem koma vill, því að þekkjum við beinu leiðina frá jörðu til himins, ])á leitum við þegar þangað, eins og börn til föðurs. Ekkert getur þá hent oss, að trúin á Guð geti ekki veitt oss hjálp og huggun. Og leiðin til að fá þessa hjálp, er bænin í Jesú nafnj. Ó, hve mannlífið er undirorpið margvíslegu umróti og böli. En hvað yfir getur dunið af sorg og kvöl! En livað margur verður að gráta beizkum tárum, ó, hversu margt andvarp líður ekki upp frá mæddu, kvíðandi brjósti! En við eigum frelsara að í öllu þessu andstreymi, sem kennir í brjósti um oss, og föður í himninum, sem réttir oss hendina sína í kærleika. Æ'ttum vér þá ekki að biðja miskunnar, vér, sem ])urfum svo á henni að halda! En drögum það ekki, þangað til að alt er komið í kaldakol fvrir okkur og öll sund lokuð. Hagnýtum oss lvftiöfl bæharinnar á hverjum degi lífs vors og bergjum af þeirri óþrotlegu lind Guðs misk- unnar, svo vér getum verið uppleifir. “Vertu nppleitur, vinur kær, þótt vonir bregðist þér, ein eða tvær.” En ef vér eigum að öðlast það, sem vér biðj- • um um, þá krefst Guð þess af oss, að vér trúum því, að hann heyrj bænir vorar, og að trú vor lyfti bæn vorri til hans. Ef vér fyrir aðstoð Guðs heilaga anda fullnægjum þessum skilyrð- um — því að það er hann, sem trúna gefur — þá biðjum við enga bæn til einskis. Og þegar vér erum að biðja, þá verðum vér að vera gagnteknir af þeirri hugsun, að vér <séum að bera málefni vort fram fyrir Guð, og að hann mupi hjálpa oss, eins og oss gegnir bezt Þú mátt aldrei liugsa, þegar þú biður, að ]>að sé ekki til neins, því að hann heyri ekki bænir, hann ríki himni ofar, margar þúsundir mílna burtu frá þér, veikt kvak af vörum hinna örvingluðu mannanna barna geti aldrej náð út í geimjnn til hans. Þetta er ekki sú trú, sem flytur fjöll! Nei, vertu þess fullviss, að Guð er nálægt þér. að hann lieyrir áreiðanlega til þín, alveg eins og hann sæti við hliðina á-þér og heyrði hvert orð af vörum þínum, og vissi meira að segja hverja hugsun þína, fullur miskunnandi kærleika. “'Hann heyrir sínum himpi frá hvert hjartaslag þitt jörðu á.” Þá gerist það, sem er öllu öðru dásamlegra, að hann heyrir bæina þína. Þá vex þér hugur að nýju, þá veiztu, að ])ú hefir falið hinum bezta málefnj ]>itt í hendur. Þá finnur })ú, að þú hef- ir í raun og veru talað við Guð sjálfan. Og enginn nýt.ur svo návistar hins almáttuga Drottins, að árangurjnn af því komi ekki í ljós á einn eða annan hátt. Bænin til Drottins er eins og vængur, sem lyftir sálu vorri upp. • Hver.su þungbært, sem líf vort kann að vera hér á jörðu, hversu margt sem vér þurfum að reyna, þá heldur bænin oss uppi í andstreyminu, stvrkir oss í sorginni, ger.ir oss hrausta og þrautgóða, svo að vér hnígum ekki niður. Þá heldur h a n n oss uppi, sem aldrei bregst né getur brugðist neinum, sem snýr sér til hans í trú og barnslegu trausti. “Bænin má aldrei bresta þig, búin er freisting ýmislig. Þá líf og sál er lúið og þjáð, lykill er hún að Drottins náð.” (Lausl. þýtt)—Heimilisblaðið. KÆRALEIKUR OG SJALFSELSKA. Frá alda öðli hefir það verið prédikað fyrir mönnum, að þeir ætttu að vera góðir og elska náungann eins og sjálfan sjg. Þetta hefir nú máske hjálpað dálítið, en ekki nóg. Sjálfselsk- an er mönnunum svo samgróin, að maður getur tæ.plega með fullum rétti kallað liana löst. Ef við upprætum hana úr brjóstum vorum, eigum vér á hættu að grundvöllur sá, sem vér höfum bvgt alt á, springi í loft upp, — já, jafnvel lög- ' um þjóðfélagsins er hætta bújn. Við verðun ])ví að fara. varlega í þessum efnum. Það hljómar fallega og vel, að vér eigum að elska, fyrirgefa og hjálpa, — en ef það er nú ekki * annað en orðin tóm, hvaða hjálp er þá í því, þótt þau séu falleg? En getum við nú ekki notað sjálfselskuna eins og lyftistöng itil að velta. steininum frá hjörtum vorum, svo að kærlieksverkin, jafnvel ])ótt lítil séu, komi í ljós? Auðveldast er að vera góður og kærleiksrík- ur við aðra, því að í raun og veru erum við hver öðrum háiþr. Okkur finst máske vér vera miklir menn, en þó hrýs okkur hugur við ein- verunni; og ef við ekki breytum rétt í dag. þá . líður ekki á löngu þar itil vér sjáum breytni vora og viljum bæta fyrir hana. En hið fyrsta, som við munum eftir, er, að móðir okkar klapp- aði okkur á kollinn, hugsaði fyrst um okkur og gat ekki verið glöð, ef við vorum það ekki líka. Síðar í lífinu þörfnum<st við á ný slíks kærleika, sem alt vill í sölurnar leggja — og við getum veitt okkur hann. Er það ekki þess vegna, að við giftumst? En nú eigum við ekki kærleik- ann lengur ókeypis. Móðirin fórnaði sér fyrir okkur fyrir eðlishvöt, vegna þess að hún hafði borið okkur undir hjarta sér — en af maka er ekki hægt að heimta neitt þvílíkt. Nú verðum við að kaupa kærleikann. Og við getum aðeins keypt hann með kærleika. Við vitum öll, að þegar við höfum orðið ó- sátt við einhvern, sem við elskum mest — verð- um við á eftir að auðmýkja okkur og gera alt sem í okkar valdi stendur þil að jafna það aft- iur. Máske vill himi auðmýkja sig — og þá komumst við hjá því — í það sinn. En í næsta skifti kemur svo að okkur. Og ef við í raun og veru elskum, óskum við heldur ekki éftir að hinn auðmýki sig. Kærleika er aðeins liægt að kaupa með kær- leika — og ódýrast að borga fyrirfram. Það er löng leið að snúa vfð aftur, ef maður hefir heyrt illa. Það margborgar sig því að vera kærieiksríkur. — Heimilisbl. DÝRMÆTUR FJARSJÓDUR. Tveir drengir í Lundúnum mistu á einum degi báða foreldra sína, Þeir stóðu nú alls- lausir uppi í heiminum og áttu engan að, hvorki frændur né vini. Þó áttu þeir frænda einn í Liverpool; réðu þeir þá af að fara þang- að og leita hann uppi og biðja hann hjálpar og verndar. Á þeirri leið gengu þeir inn í ógn fátæklegt veitingaliús í Warwington og beiddust gisting- ar. Veitingamaðurinn brást vel við beiðni þeirra. Hann sá, að annar drengurinn hafði með sér biblíu í fallegu bandi. Hann segir ])á við hann: “Þú hefir hvorki peninga né nesti; viltu selja mér þessa bjblíu, eg skal láta þig fá fimm krónur fyrir liana.” <l‘Nei,” svaraði drengurinn og tárin komu f ram í augun á honum, ‘ ‘ heldur vil eg úr hungri deyja, en selja biblíuna mína,” “Hví hefjr þú svona mikla ást á þessari bók?” spurði veitingamaðurinn. Drengurinn svai’aði: “Þegar eg var 7 ára, var mér veitt fræðsal um þessa bók; þar lærðist mér, að kannast við syndir mínar og þrá frels- ara minn. Og eg fann hann í þessari bók, og nú vil eg lieyra honunm til í lífi og dauða. Og orðið í þessarj bók skal ávalt vera. ljós á vegum mínum.” En veitingamaðurinn var ekki af baki dott- inn með að hafa út úr honum bókina og bauð honum tvær krónur í viðbót. “Nej, nei” sagði drengurinn, “biblíuna mína sel eg aldrei; hún hefir reynst mér trygg- ur leiðbeinandi frá Lundúnum og liingað og það skal hún vera framvegis. Þegar eg var hungraður og örmagna, ])á setti eg mig niður við veginn og las í henni og þá óx mér hugur að nýju. ’ ’ Þá sagði veitingamaðurinn: “En hvað ætl- jð þið bræður að taka til bragðs, ef frændi vkk- ar skyldi ekki taka yur að sér?” Þá svaraði drengurinn: “Jafnvel þó faðir og móðir yfirgefi okk- ])á yfji-gefur Drottinn okkur aldrei; því hefir hann lofað í sínu heilaga orði.” “Þú, heilög ritning, huggar mig, mér heilög orðin lýsa þín; sé Guðj lof, sem gaf mér þig, þú gersemin hin dýrsta mín.” —Heimilisblaðið. B ÆN. Ó, herra, vertu hjá mér á hverjum tíma og stað, og liðsemd þína ljá mér og lækna sérhvað það, sem aumt og sjúkt er á mér, og um mig vígi lilað. Þá ekkert granda má mér né meini verða að. Æ', farðu aldrei frá mér, en fylg mér órofað, og æ fyrir öllu sjá mér, unz alt er fullkomnað. ófelimos.—Hmbl. TARA-KRÚSIN. Einu sinni var móðir og barn. Og móðirin elskaði barnið sitt af öllu lijarta og gat ekki eina svipstund af því séð. En svo kom barnavejkin. Þetta barn tók veikina líka. Það lagðist í rúmið og lá fyrir dauðans dyrum. Móðirin vakti yfir elsku-barninu sínu, grét og bað fyrjr því. En barnið dó samt. Sorg veslings móðurinnar er ekki unt að lýsa. Nii stóð hún alein uppi í lieiminum; hún át hvorki né drak, en grét í sífellu þrjá daga og þrjár nætur.— Þegar hún sat þannig þriðju nóttina, örmagna af þreytu, sorg og söknuði, •opnuðust dyrnar hægt. Móðirin varð óttaslegin, því að frammi fyr- ir henni stóð dána barnið hennar. Nú var það orðið yndislogur engill, sem brosti sætt eins og sakleysið. Það hélt á fleytifullri krús. — Og bamið sagði: “Elsku mamma! Gráttu mig ekki framar! Sko! í krúsinni þeirri arna eru tárin þín, sem þú hefir felt vfir mér. Engill sorgarinnar hefir safnað ])eim saman í krúsina. Ef þú gi-ætur einu tári meira mín vegna, þá flóir út af krúsinni, og þá fæ eg kvorki ró í gröfinni, né frið í himninum. Gjörðu það nú fyrir mig, góða mamma, að gráta ekki framar, því að /PQ<— >o<^^o<^=>oc:z=>oc=>o<m>o<m>o<zrz>oczz>o<zz=>ocrrz>o<zr^>o< >n< >n >n« ^ j Professional Cards j ^=^°<=>0<=>°<--'0'-.0C^>0C^Z>0CZ130<.->QCZ^0CZI30^=Z>0<=r->n<-----..w-J DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Oííice tímar: 2—3 Helmili 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN (M. lögfræðlngar. Skiifstofa: Room 811 McArtbw Bullding, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phonea: 26 849 og 26 840 DR 0. B.TORNSON 216-220 Medicai Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tfmar: 2—3 Heimill: 764 Victor St.. Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba. LINDAL, BUHR & STEFÁNS0N Islenzkir lögfræSingar. 366 Maio St. Tala.: 24 9(2 Pelr hafa einnig skrifatofur aC Lundar. Riverton, Oijnll og Plnag’ og eru þar aC hltta & •ftlrfylgj- andi tfmum: Lundar: Fyrsta miCvikudag, Riverton: Fyrsta flmtudag, Gimli: Fyrarta miOvikudag, Pin«y: PriCja föstudag i hverjum mfinuCí DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office Hours: 3—5 Heimili: 921 Sherburn St. Winnipeg, Manitoba. J. Ragnar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) fslenzkur lögmaður. Rosewear, Rutherford, Mcln- tosh & Johnson. 910-911 Electric Railw. Cmbrs. Winnipeg, Canada Sími: 23 028 Heima: 71753 Cable Addresá: Roscum DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdöma.—Er aS hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Heimill: 373 River Ave. Tais.: 42 691 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson. Skrifstofa: 308 Great West Permanent Building Main St. south of Portage Phone: 22 768 DR. A. BLONDAL Medlcal Vrt* Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er a5 hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 Victor St. Sfmi: 28 180 G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lögfræðingur Skrfstofa: 702 Confederation Life Building Main St. gegnt City Hall Phone: 24 587 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. A. C. JOILNSON 907 Confederation Life BlOg WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tek- ur aO sér aO ávaxta sparlfé fölka Selur eldsábyrgO og bifreiOa ábyrgO- tr. Skriflegum fyrirspurnum svaraO samstundia. Skrifstofusimi: 24 263 Heimasími: 33 328 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 Paris Bldg. Winnipeg Fasteignasalar. Leigja hús. Útvega peningalán og elds- ábyrgð af öllu tagi. Phone 26 349 A. S. BARDAL 848 Sberbrooke 8t Selur llkkistur og annast um 4t- farlr. AUur útbúnaOur ■& besal. Ennfremur selur hann silninwMir minnisvarOa og Legwteina. Skrifstofu tals. 86 607 Heimiiis Tals.: 88 M> Residence Office Phone 24 206 Phone 24 963 E. G. BALDWINSON, LL.B. íslenzkur lögfræðingur 708 Mining Exchange 356 Main St. Winnipeg ALLAR TEGUNDIR FLUTN- INGA. Nú er veturjnn genginn í garð, og ættuð þér því að leita til mín, þegar þér þurfið á kolum og við að halda. JAKOB F. BJARNASON 668 Alverstone. Sími 71 896 , DR. S. J. JÓHANNESSON - stundar lækningar og yfirsetur. Til viðtals kl. 11 f.h. til 4 e.h. og frá 6—8 að kveldinu. Sherbum St. 532 Sími 30 877 tSLENZKIR FASTEIGNA- i SALAR ; Undirritaðir selja hús og lóðir; ; og leigja út ágæt ihús og íbúðir,; hvar sem vera vill í bænum. Annast enn fremur um allskon-; ar tryggingar (Insurance) ou veita fljóta og lipra afgreiðslu ' ODDSON og AUSTMANN 521 Somerset Bldg. Sími 24 664; Gk W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street rÞriðja hús norðan við Sarg.) PHONE: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 8—5 e. h. Dr. C. H. VR0MAN Tannlæknir 605 Boyd Bulldlng Phone 2« 1T1 WINNIPEG. DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 545. Winnipeg ÞJOÐLEGASTA Kaffi- og Mat-söluhú>i8 sem þesMi borg heflr nokkurn um* haft Innen TÖbenda slxma Fyrlrtaks mkltfOir, skyr, pönnu- kökui, ruilupyilsa og þjöCraeknis- kaffi. — Utanbæjarmenn f> eé kvaU fyrst hressingu & WKVEL CAFE, «92 Sargent Art 9imi. B-S197. Rooney Stevens. eiganda. SIMPS0N TRANSFER Verila meC egg-a-dag hananafðSur. Annast einnig um allar tegundlr flutninga. 681 Arlington St., Wi^nipeg baminu þínu líður vel; það er ánægt og leikur sér með ljóssins bömum.” Svo hvarf barnið dána. En mamma þess stilti harm sinn og feldi ekki tár framar, því að hún vildi ekki raska ró þess í gröfinni, né svifta það sælu himinsins.—Unga Island.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.