Lögberg - 06.06.1929, Blaðsíða 6

Lögberg - 06.06.1929, Blaðsíða 6
B's. ö. LÖGBERG FIMTÚDAGINN 6. JÚNÍ 1929. I T w * r * * • --- - - - * ' > ' Mánadalurinn EFTIR JACKLONDON. Blanchard leit enn á hann og eins og mældi hann með augunum sem bezt hann gat. “Þú ert töluvert knálegur náungi,” sagði hann, en heldurðu að þá getir barið mig?” “Það held eg áreiðanlega,” sagði Willi. “ Jæja þá, maður minn. F|indu mig þegar verkfallið er úti og eg skal gefa þér tækifæri að reyna við mig. ” “Gleymdu því ekki að mér er alvara,” sagði Willi. Blanchard brosti glaðlega til þeirra beggja og tók ofan hattinn fvrir Saxon, og steig svo inn í bílinn. ~* “Eg ætla að láta þig vita,” sagði Willi með sömu hægðinni, “að eg skal emhverntíma jafna sakimar við þig. Ekki núna meðan verkfallið stendur vfir, en einhvemtíma þegar það er búið skal eg berja þig eins og fisk. ” XIII. KAPITULT. Saxon leið alt annað en vel. Lífsgleðin var liorfin og henni fanst lífið tilgangslaust og leiðinlegt, og hún varð óróleg og kvíðafull. Henni fanst eins og einhver óhöpp og slvs vofa yfir sér, og henni fanst að hún mætti eiginlega búast við öllu því versta. Ef hún bara hefði getað reitt sig á Willa eins og áður og stuðst við hann, þá hefði hún vel getað borjð mótlæt- ið og erfiðleikana. En nú var ekki lengur því að Iieilsa. Svo miklum breytingum hafði hann tpkið, að henni fanst næstum að hann væri nú eins og óboðinn og óvelkominn gestur á héim- ilinu. Henni fanst hann nú vera alt annar maður, en hún hefði áður þekt hann, og henni fanst hann vera m;iður, er hefði það hugarfar,' sem hennii var fjarstæðast og hún hafði mest ógeð á, hugarfar fult úlfúðar og haturs, og se.m var til þess búinn að vinna naistum hvaða ofbeldisverk og hryðjuverk, sem vera vildi. En þrátt fyrir þetta reyndi Saxon, sem bezt hún gat, að halda jafnvæginu, og hún reyndi að halda því öllu við hjá sjálfri sér, sem Willi hafði áður dáðst svo mikið að og þótt svo vænt um. Það kom ekki fvrir hana nema einu sinni að missa vald á sjálfri sér. Willi liafði verið jafnvel óvanalega ósaftngjarn og ofsafenginn, og það var alls ekki undarlegt, þó henni yrði skapfátt, og enn síður undarlegt, að henni fynd- ist. hún þurfa að halda uppi sínum rétti. “Við hvern finst þér þú vera að tala?” hafði hún spurt, og hún hafði gert það með þeim róm og þeim svip, að ekki var um að villast, hvað lienni bjó í 'brjósti. Honum varð orðfall og hann fyrirvarð sig, og hann gat ekkert gert nema starað á hana. Hann hafði aldrei séð hana slíka. “Þetta verður að vera í síðasta sínni, sem þú talar svona við mig,” sagði hún með á- herzlu. “Getur þú ekki umborið illa skayismuni?” sagði hann loks í hálfgerðum afsökunarróm, sem þó var ekki alveg laus við þrjósku. “Ham- ingjan veit, að eg hefi ástæðu til að vera skap- styggur.” Þegar hann var farinn út, lagðist hún upp í rúmið og grét beisklega. Hún, sem þekti svo vel auðmýkt ástarinnar, tók sér ákaflega nærri að verða fyrir því, að maðurinn hennar skyldi sýna henni lítilsvirðingu og ósanngirni. En til hvers var fyrlir hana, að reyna lengur að vera góð og göfug manneskja, þegar maðurinn henn- ar, maðurinn, sem átti að vera og hafði verið, henni annað og miklu meira, en nokkur önnur manneskja gat verið, var búlinn að tapa virð- ingunni fyrir sjálfum sér, og var orðinn óbil- gjarn grimdarseggur og hlífðist nú ekki eánu sinni lengur við hana. Ein hafði hún að mestu leyti orðfið að bera það mótlæti, sem á þau lagðist, þegar þau mistu barnið sitt, og nú varð hún enn ein að bera mót- læti, sem máske var eiin átakanlegra. Hún elskaði Willa enn máske engu minna en áður, en það var með öðni móti. Hún fann, að til- finningar hennar gagnvart Willa voru ekki Hinar sömu og áður. Ástin og aðdáunin hafði snúast upp í nokurs konar meðaumkvun. Eftir langt sálarstríð, varð ein hugsun sterkust í huga hennnar. Þessi maður var ekki sami maðurinn, sem hún hafði elskað. Þetta var annar maður, sjúklingur, sem hefir óráð >g veit ekki hvað hann segir eða gerir. Hún varð að hjúkra honum, eins og hjúkrunarkonur hjúkra sjúklingi, og hún átti að gleyma því, að hún hefði nokkuð að fyrirgefa. Þar að auki mátti hún ekki gleyma því, að það var í raun og veru Willi, sem þyngstu byrðina bar og stóð daglega í eldi ófriðarins. Ef um sök var að ræða, þá var það ekki bejnlínis hans sök. Sökin hlaut að vera hjá þeirri mannfélagsskipun, sem svo var háttað, að menniniir urðu að fljúgast á um daglegt brauð, eins og hundarnir um beinin. Eftir nokkra stund, var Saxon bú)in að ná sér aftur furðanlega vel. Hún hrakti allan efa úr huga sínum og leyfði engri hugsun þar að- ganga annari, en að alt væri jafn gott og áður milli þeirra hjónanna, og ást þeirra hvors til annars cfms einlæg eins og hún hefði verið. og það sem nú kvnni að vera öðru vísi en vera ætti, mundi alt lagast, þegar atvinnumálin kæm- ust aftur í rétt horf. Þegar Willi kom heim um kveldið, stakk hún upp á því, að hún færi aftur að búa tli 1 hluti til að selja, til að reyna að halda lieimilinu við, þangað til verkfallínu létti af, en Willi vildi ekki hlusta á neitt slíkt. “Þetta lagast,” sagði hann alvarlega. “Það er ekki nauðsynlegt að þú farir að vinna.. Eg fa> pejiinga áður en vikan er úti, og eg skal fá þér þá. Á laugardagskveldið skulum við fara á leikhúsið, ekki kvikmyndahús, heldur reglu- legt leikhús. Og eg skal hafa peningana fyrir þann tíma, alveg árefiðanlega.” A föstudaginn kom Willi ekki heim til kveld- verðar, og þótti Saxon það slæmt, því Maggie Donahue hafði skilað henni aftur nokkrum kartöflum og dálitlu af hveiti, sem hún hafði fengið til láns hjá henni í vikunni áður, svo hún hafði býsna góða máltíð handa honum í þetta sinn, ef hann Iiefði komið heim. Hún hélt matnum heitum þangað til klukkan níu. Þá lét hún deyja í eldavélinni og fór að hátta. Hún hefði lieldur viljað vera á fótum jiangað til hann kæmi, en hún vissi af reynslunni, að það mundi hafa ill áhrif á skapsmuni hans, ef hann skyldi koma heim mikið drukkinn, sem sjálf- sagt þurfti ekki að efa. Klukknn vmr nýbúin að slá eitt, þegar hún heyrði að garðshliðið var opnað. Hún heyrðfi að gengið var jiunglamalega upp að hús- dynmum og hún heyrði að lyklinum var snúið í ski-ánni. Ilnnn kom inn í svefnherbergið og setist njiður. Hún lét ekkert á sér bera, því hún vissi að það mundi æsa skapsmuni hans, þegar svona var ástatt, ef hann vissi að hún hefði ekki getnð sofnað af því hann kom ekki heim og hún \iissi ekkert um hanri. Hún þurfti að taka á allri sinni stillingu, og henni fanst að svona drukkinn hefði Willi aldrei komið hem fyrri. “Saxon,” sagði hann með hásum róm. — “Saxon. ” Hún þóttist vakna. “Hvað viltu?” spurði hún. “Viltu ekki kvðikja fyrir mig? Fingurnir á mér eru svo stirðir.” Hún kveikti orðalaust, en hún var svo skjálfhent, að henni veitti jiað taluvert erfitt. “Eg er ekki drukkinn,” sagði hann í hálfum hljóðum, meðan hún var að reyna að kveikja. “Eg hefi ekki haft nema tvo eða þrjá drykki.” Þegar hún var búin að kveikja og leit á hann, gat hún ekki að sér gert að hljóða upp yfir sig. Hún hafðfi að vísu hevrt til hans og jækti röddina, annars hefði hún ekki þekt hann. Henni fanst að þetta andlit hefði hún aldrei séð áður. Það var stokkbólgið, blátt og blóð- ugt. Það sást ekki í annað augað fyriir bólg- unni og ekki nema lítillega í hitt. Henni sýnd- ist alt skinnið vera farið af öðru eyranu, og önnur kini^in var að minsta kosti helmingi stærri en hin. Hana furðaði ekki, þó málróm- urinn hefði verið undarlegur, því varimar voni stokkbólgnar og stórt sár var á neðri vörinni, sem enn blæddi úr. Hún kendi hjartanlega í brjósti um hann og hana langaði innilega til að gera alt, sem í hennar valdi stæði til að lina þrautjir hans. Fegin vildi hún mega faðma hann að sér, en hún skildi að honum var nú annað nauðsynlegra. “Aumingja drengurinn minn, ósköp áttu bágt. Segðu mér hvað eg á fvrst af öllu að gera fyrir þig. Eg vejt ekki sjálf, hvað eg á að gera.” “Geturðu hjálpað mér að komast úr fötun- um? Eg fór í þau, áður en eg stimaði allur upp. ” “Svo skal eg hita vatn, það væri sjálfsagt gott,” sagði hún og fór að hjálpa bonum að komast úr treyjunni. “Sittu nú kvr, þangað til eg kem með heita vatnið. Eg skal ekki vera lengi. Þá skal eg hjálpa þér að komast úr hinuim fötunum.” Meðan hún var frammi í eldhúsfinu, hevrði hún að hann var eitthvað að tauta við sjálfan sig. Og þegar hún kom aftur, sagði hann hvað eftir annað: “Við þurftum peninganna, Saxon! Við þurftum peninganna. ’ ’ Hann var ekki dnikldnn. Hún var viss um það. En einhvern veginn var hann samt ekki með réttu ráði. “Hann var erfiðari viðfangs, heldur en eg bjóst við,” sagði hann eins og við sjálfa.n sig, þegaft hún var að bisa við að færa hann úr föt- unum, og smátt og smátt komst hún að því hvað eiginlega hefði komið fyrir. “Þetta var ein- hver náungi frá Chicago, sem eg vissi engin skil á. Ritari klúbbsins varaði mig við honum. Hann hélt eg mundi ekki vera maður á móti honum. En eg hefði nú unnið samt, ef eg hefði verið í góðu lagi. Eg var búinn að tapa fimtán pundum og hafði ekki haft neina æfingu, eg veit ekki hvað lengi. Svo hefli eg drukkið of mikið nú að undanförnu og er því ekki eins út- haldsgóður.” Þegar hún færði hann úr skvrtunni, sá hún að bakið á honum var nálega eins ílla útleikið eins og andlitið, alt bólgið og blóðrisa. “Hvernig varstu svona sár á bakinu?” spurði hún. “Það voru kaðlarnir. Eg var alt af að rek- ast á þá. Oftar en eg man eða vil muna. Hann lék mig hart, jæssi náungi. Hann gat aldrei unnið fullan sigur á mér, samt. Eg hélt það út, tuttugu atrennur, og eg má «egja þér, að hann er ekki vel útleikinn heldur. Taktu héma á höfðinu á mér. Það er nokkuð mikið bólgið. Auðvitað. Þarna barði hann mig hvað eftir annað. Eg hefi aldrei komist í annað eins. En eg dáist að honum, þessum Chicago náunga. Honum er ekki fisjað saman, og hann kann að beita hnefunum. En hann hefði samt ekki unnið, hefði eg verið betur fyrir kallaður.” Saxon sá, að skinnið var alveg flegið af annari hnéskelinni. “Það er ekki von að skinnið þoli það, að eins þungur maður og eg er, detti hvað eftir annað á hnéð. Gólfið var líka svo vont og óslétt. ” Saxon átti afar erfitt með að verjast gráti, svo sárt kendi hún í brjósti um Willa, eins og hann nú var útleikinn. Þegar hún ætlaði að hengja upp buxumar hans, hrundu peningar úr vasanum. Hann bað hana að koma aftur meði buxurnar og hún tók hnefafylli af silfurpeningum úr einum vasan- um. Hann fór aftur að tauta fyrir munni sér: “Við þurftum peninganna, við þurftum pen- inganna,” og Saxon skildi, að hann var nú aft- ur ekki með fullu ráði. Nú skildist henni, að hún hefði síðustu vik- urnar dæmt Willa alt of hart. Henni fanst, að j)ó hann væri stór og stei’kur, þá væri hann j)ó bara unglingui’, drengurinn hennar. Hann hafði liðið öll jiessi ósköp vegna hennar—vegna hqimilisins, vegna þeirra sameiginlegu þarfa. Það var einmitt það, sem hann var að segja, “við þurftum peninganna”. Hann hugsaði meira um hana, en hana' hefði grunað. Hann var svona hræðiegga útleikinn vegna þess, að hann hefði verjð að réyna að afla þess, sem þau sameiginlega j>urftu. Við Jvurftum peninganna — við. Tárin streymdu niður kinnar hennar og henni fanst, að aldrei hefðj henni þótt meira vænt um Willa, en einmitt nú. “Viltu telja þetta?” sagði hann. “Hvað mikið er það?” “Nítján dalir og sextíu og fimm cents.” “Það er rétt. Það átti sá að fá, sem tapaði, tuttugu dali. Eg fékk eitthvað í staupinu og tveir aðrir piltar með mér, og svo borgaði eg á strætisvagninum. Ef eg hefði unnið, þá hefðj eg fengið hundrað dali. Það var það sem eg var að berjast fvrir. Það hefði hjálpað okkur mikið. Taktu þetta og geymdu það. Það er betra en ekkert.” Þegar hann var kominn í rúmið, gat hann ómögulega sofnað vegna kvalanna, sem hann tók út í öllum líkamanum. Hún hjúkraði hon- um sem bezt hún gat og gerði alt fyrir hann, sem hún gat látið sér detta í hug. Hann var alt af annað veifið eitthvað að segja og hann var alt af að tala um það sama. Hann fann sjálf- sagt alt af einhverja fróun í því að segja henni frá þessum vandræðum sínum. Hann tók mjög nærrj sér að hafa ekki fengið nema svona litla peninga, og honum leið mjög illa út af öllu því skakkafalli, sem hann hafði orðið fvrir, en verst af qIIu út af því, að hafa tapað { þessum leik, og það var eins og hann vildi reyna að af- saka það fyrjr Saxon. “Hann gat aldrei unnið fullan sigur á mér. Eg gerði nokkuð vel líka. Eg datt oft. Eg veit ekkert hvað oft. Það var alt óljóst fvrir mér. Þegar fór að líða á, sá eg stundum þrjá í einu. Eg vissi ekki hvern eg átti að slá og hvern eg átti að forðast. ” “Þetta eru Ijótu kvalirnar! Það var ekki von að vel færi. E«- sveikst um j)að, sem eg hafði lofað j)ér og fór í þennan hnefaleik, og þetta hafði eg haft af því. Láttu þér þetta að varnaði verða. Farðu ekki aftur að búa til hluti fil að selja. “Þeir vöniðu sig ekki á mér. Fyrst var veðjað jafnt á okkur báða. 1 sjöttu atrennu fóru þeir að veðja helmingi meiru á liann en mig. Allir gátu séð, að eg var að tapa. Þeir fóru að veðja, að eg mundi ekki standa elleftu atrennuna, og svo ekki þá fimtándu, o. s. frv. Eg hélt út allar atrennumar, tuttugu. Þvílík- ar ólukkans kvalir! Eg vissi ekkert af mér eiginlega frá þrettándu til átjándu atrennu. Þá opnaði eg augun, eða annað augað, hitt gat eg ekk,i opnað. Eg sat á stólnum þar sem eg átti að vera, og Willi Murphy hélt ísmola við hnakkann á mér. Eg sá þenna Chicago mann j)ar hinum megin og mér fanst eg hafa verið einhvers staðar burtu og væri komjnn aftur, og einhverja liuymynd hafði eg um, að eg hefði verið að slást við þennan mann. Willi Mur- phy reyndi að fá mfig til að hætta, en eg tók það ekki í mál. Eg barðist við hann tvisvar enn. Hann gat aldrei unnið fullan sigur á mér. Við stóðum báðir, J>egar tuttugasta atlagan var bú- jn. Auðvitað var honum dæmdur sigurinn, eins og rétt var. En eg gerði nokkuð vel líka.” Þetta og því um líkt var hann'að segja alla nóttina, þangað til komið var fram á morgun. Þá sofnaði liann. En hann svaf óvært og jrnð var auðséð á andlitinu á honum, að hann tók út miklar kvmlir. Svona var þá hnefalejkurinn — hugsaði Saxon. Hann var miklu verri, en hún hafði nokkurn tíma hugsað sér að hann gæti verið. Henni hafði aldrei dottið í hug, að hægt væri að meiða menn svona hræðilega með þessum stoppuðu vetlingum. Það mátti ekki koma fyr- ir, að Wjlli reyndi þetta aftur. Þá var þó betra að berjast á strætunum eins og verkfallsmenn voru að gera svo að segja daglega. Hún var að hugsa um, hve afar miklu hann hefði tapað af sínum þrótú, j)egar hann fór aftur eitthvað að tauta fyrir munni sér og opnaði augun. “Hvað ertu að segja?” spurði hún, en mundi þá eftir því, að þess var naumast von að hann vissi sjálfur hvað hann var að segja, því liann var ekki með fullu ráði. “Saxon!--------Saxon!” kallaði hann. “Já, Wjlli. Hvað get eg gert fyrir þig?” “Eg mátti til að gera það. -----Við þurft- um peninganna!” Hann lokaði augunum og syaf eins og dá- lítið værara, en var }>ó altaf eitthvað að tauta. Hún hafði eitthvað heyrt um heilabólgu og varð hrædd. Þá mundi hún, að Willi hafði sagt, að Willi Murphy hefði haldið ís við höfuðið á sér. Hún kastaði yfir sig sjali og fór út og hljóp 'til næsta VQÍtingahúss. Það var rétt. nýbúið að opna það, og maðurinn, sem þar var, að hreinsa til, gaf henni eins mikinn ís, eins og hún gat tekið með sér. Hún sat nú lengi hjá Wjlla og hélt ísmola við hnakkann á honum. Hann svaf þangað til seint um kveldið, en í KAUPIÐ AVALT LUMBER THE EMPiRE SASH & DOOR CO. LTD. Yard: HENRY AVE. EAST. - - . WINNIPEG, MAN. Office: 6th Floor, Bank of HamlltonChamber* MALDEN ELEVATOR COMPANY LIMITED Stjórnarleyfi og ábyrgö. Aöalskriffltofa: Grain Exchange, Winnlpeg Stocks - Bonds - Mines - Grains Vér höfum skrifstofur I öllum helztu borgum 1 Vestur-Canada, og einka slmasamband viö alla hveitl- og stockmarkaöi og bjööum því vlð- skiftavinum vorum hina beztu afgreiSslu. Hveitikaup fyrir aSra eru höndluS meS sömu varfœrni og hyggindum, eins og stocks og bonde. LeitiS upplýsinga hjá hvaSa banka sem er. KOMIST 1 SAMBAND VIÐ RADSMANN VORN A PEIRRl SKRIFSTOFU, SEM NÆST YÐUR ER. Winnipeg Regina Moose Jaw Swlft Current Saskatoon Calgary Brandon Rosetown Gull Lake Assinibola Herbert Weybura Biggar indian Head Prince Albert Ttrfield Edmonton Kerrobert Til aS vera viss, skrifiS á ySar Bills of lading: “Advise Malden Elevator Company, Limlted, Grain Exchange, Winnipeg." Jiegar hann vaknaði, vildi hann endilega fara á fætur og furðaði Saxon mjög á }>ví. “Eg verð að láta fólkið sjá, að eg er ekki lagstur í rúmið,” sagði hann. “Þoir geta hlegið að einhverju öðru en því. ” Með miklum erfiðismunum komst hann í fötin, en }>ó ekki nema með því að Saxon hjálp- aði honum. Og hann komst út fyrir húsdyrn- ar, svo nágrannarnjr gátu séð að liann var á fótunum. Þetta var einhver önnur tegund af stolti, heldur en sú, sem Saxon þekti. En hún var kannske engu lakari fyrir það. XIV. KAPITULI. Willa batnaði undarlega vel. Strax næstu dagana. Bólgan hjaðnaði og sárin greru. Kom }>að til a,f })ví, hve heilbrigður líkami hans var. Bláleitu hringimir kringum augun, voru })ó æði þrálátir og það bar æði mikið á þeim vegna þess, að1 hann var svo ljós í andliti. Máli Otto Franks hafði verið hraðað óvana- lega mikið. Kvjðdómendurnir, er flestir voru atvinnuveitendur >og embættisimenn, höfðu fundið hann sekan og bann var dæmdur til dauða og fluttur til San Quentin, þar sem af- takan átti að fara fram. Það hafði tekjð dálítið lengur að rannsaka mál Chesters Johnson og fjórtán annara,' en innan viku var því þó öllu lokið. Chester John- son var dæmdur til dauða. Tveir fengu lífs- tíðarfangelsi og þrír tuttugu ár. Aðeins tveir voru fríkendir. Hinjr fengu tvö til tíu ár. Þessar fréttir fengu mikið á Saxon. Willi varð alvarlegur og þungbúinn, en bardagahug- ur hans lét ekkert undan við þessar fréttir. “Það falla altaf einhverj,ir í öllum orust- um,” sagði hann. “Hjá því verður ekki kom- ist. En eg verð að játa, að eg skil ekkert í þe.ssum dómum, sem þeir hafa fengið. Annað hvort voru allir, sem sekir voru fundnir, vald- ir að þessu manndrápum, eða enginn þeirra var }>að. Ef þeir vora allir sekir, þá áttu þeir allir að fá^ama dóm. Þeir ættu allir að vera hengdir, engu síðnr en Chester Johnson, eða hann ætti ekki að vera hengdur. Mér þætti gaman að vita, hvemig dómarinn fer að kom- ast að þessari niðurstöðu. Þetta hlýtur að vera gert bara af handa hófi. Hvaða vit er í því, að John Bloc fær fjögur ár, en Cal Hutchings tuttugu? Það hefði rétt eins vel mátt vera }>ver öfugt.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.