Lögberg - 04.07.1929, Blaðsíða 5

Lögberg - 04.07.1929, Blaðsíða 5
LÖGBERG FÍMTUDAGINN 4. JÚLl 1929. Bla. 5. Saga heimferðarmálsins Framh. frá bls. 4. á í nefndmni, er stjórnarstyrks-stefnu nefndar- innar mótfallinn. Hin svo nefnda heimfararnefnd liefir aldrei verið annað en heimfararnefnd Þjóðræknisfé- lag'sins. Hún liefir aldrei iiaft nokkurt umboð frá Vestur-lslendingum til að starfa nokkuð í þeirra nafni. Þjóðræknisfélagið og heimfarar- nefndin hafa að þessu 'boðið almenningi byrgin og haldið því fram, að heimfararnefndin beri ábyrgð á sínum gjörðum einungis gagnvart Þjóðræknisfélaginu, en alls ekki gagnvart Vestur-lslendingum yfirleitt. Á þessum grund- velli vaf farið á stað, og á þessum grundvelli hefir heimfararnefndin starfað alt fram á þennan dag. Var við góðu að búast, þegar starfið var iiafið í þessum anda og á þessum grundvelli? Var nokkur sanngimi eða réttlæti í þessu? Var með þessu móti stefnt a"ð því takmarki, “að ein- ing og samvinna náist meðal allra Vestur- Islendinga,” sem viðurkent var að væri “aðal velferðarskilyrði ])essa máls”? Þessum spurn- ingum verður hver einstaklingur að svara fyrir sig. Mér finst rétt að benda á það í þessu sam- bandi, að sjálf heimfaramefdnin er, að minsta kosti óbeinlínis, búin að játa það opinberlega, að það heyrði undir alla Vestur-lslendinga að kjósa nefnd í þetta mál og um leið að ekki sé hægt að réttlæta það, að Þjóðræknisfélagið hef- ir reynt að gera það að einkamáli sínu og úti- loka alla utanfélagsmenn frá allri þátttöku í því. Eg á hér við ritgerð eftir formann heim- fararnefndarinnar, Jón J. Bildfell, sem birtist í Lögbergi 21. júní 1928 með fvrirsögninni: “Vonbrigði númer tvö. ” Þar minnist hann á væntanlegt hátíðahal'd hér í landi árið 1980, og viðurkennir hreinsldlnislega, að slíkt hátíða hald hevri livorki undir heimfararnefndina né Þjóðræknisfélagið, heldur undir alla Vestur- Islendinga. Um það hátíðahald segir hann: “Það yrði að vera í höndum nvrrar nefndar. sem Vestur-lslendingar kysu sjálfir.” í nákvæmlega sama strenginn taka þeir J. T. Thorson, sambandsþingmaður, W. J. Lindal og Dr. Jón Stefánsson í ritgerð sinni, er birt- ist í Lögbergi 19. júlí 1928 með fyrirsögninni: “Bending til VesturJslendinga.” Þeir telja sjálfsagt, að nefnd til þess að standa fyrir slíku hátíðahaldi verði kosin af Vestur-íslendingum en alls ekki af Þjóðræknisfélaginu. Einnig má minna á það, að séra Guttormur Guttormsson í ritgerð sinni um heimfararmál- ið í Sameiningunni, lætur þá skoðun í ljós, að það hafi verið yfirsjón af Þjóðræknisféla.ginu, að hugsa sér að hafa eitt öll umráð og fram- kvæmdir í þessu máli. Það er því miður sæmandi, að vera að reyna að telja fólki trú um það, að þeir séu allir hat- ursmenn Þjóðræknisfélagsins, sem þessu halda fram. . Sjálft Þjóðræknisfélagið viðurkennir, að heimfararmálið varði alla Vestur-tslendinga með því að játa, að “aðal velferðarskilyrði þessa mals” sé það, “að eining og samvinna uáist á meðal cdlra Vestur-íslendinga”. Álér fin.st þ\ í, að. ])að hafi, vægast talað, verið mesta gjórræði af Þjóðræknisfélaginu, að taka þetta niál í sínar hendur einar og útiloka al'la utan- íelagsmenn frá öllum afskiftum af því. Öll sann- girni mælir á móti þessari aðferð, og það er víst, að sú yáðstöfun stjórnaðist hvorki af samvinnu- þrá né áhuga fyrir velferð málefnisins. Alt bendir miklu fremur til þess, að hún hafi stjórn- ast af valdafíkn og ])eim ásetningi að nota þetta ma, sem Vestur-lslendingum hefði átt að vera hedagt, til þess að upphefja sérstakt félao- og' einstaka menn. En hvað, sem því líður, þá verður Jm ekki neitað, að það hvílir afar-þung abyrgð a Þjoðræknisfélaginu fyrir það, að hafa undir emsí byrjun tekið þá stefnu í þessu máli, sem ofbeldi gengur næst, og óhugsandi var að eitt gæti td samvinnu og samkomulags. II... Iíeimfa.ramefndin scekir um stjórnar- styrk. Mótmæli hafin. Á árinu frá þjóðræknisþinginu 1927 til Þióð- raÁnis])ingsins 1928 má heita, að ekkert gerð- ist í þessu mal'i, sem almenningur fékk nokkuð f/ita um. Það kvisaðist samt, að heimfarar- nefndm væri að leita stjórnarstyrks, en því var opmberlega neitað af sumum meðlimum nefnd- armnar. Það var ekki fyr en á þjóðræknis- hmgimv 1928, að það varð opinberað. að um slikan stvrk hefði verið sótt. Á þessu þjn<n kom það í ljós, að Þjóðræknisfélagið, sem árinu nður var buið að taka að sér. heimfararmálið, sem sitt emkamál, er það ætlaðist til, að allir aðrir létu afskiftalaust, vildi, þegar’ til kom, ekki standa straum af þeim kostnaði, sem starf þess eigin nefndar hefði í för með sér, og, að nefndin hefði^ kosið þá leiðina, að leita stTórn- arstyrks, ekki í nafni Þjóðræknisfélagsins 10 dur í nafni allra Vestur-Islendinga. Þetta ^por steig nefndin í algerðu heimildarleysi. Dun hafði ekkert umboð til þes.s frá Vestur- Islendingum, og hafði ekki einu sinni umboð til bess frá Þjóðræknisfélaginu. Þjóðræknisfé- lagið lét þetta samt gott heita, því með þessu var það losað við þau útgjöld, sem því einu bar rýttilega að borga, ef það með nokkurri sann- gÞni hafði gert þetta mál að sínu einkamáli. En Vestur-lslendingar vfirleitt tóku þessu ekki með þökkum. Þessi frétt 'birtist í þingtíð- mdum Þjóðræknisfélagsins, sem prentuð voru í Lögbergi 22. marz 1928. I næsta blaði Lögbergs (29. marz 1928)komu hógvær og kurteis og vel rÓkstudd mótmæli frá Dr. B. J. Brandson á 111011 þessari st.jórnarstvrksumsókn heimfarar- nefndarinnar. Menn hefðu gott af því að lesa I'íi ritgerð aftur nú og sjá, hvað nákvæmlega alt liefir reynst satt og rétt, sem þar er haldið fram. Það er nauðsynlegt, að menn missi ekki sjónar á því, að þó þetta væru fyrstu opinberu mótmælin gegn stjómarstyrk, sem fram komu, ]>á vora það alls ekki fyrstu mótmælin, sem hafin voru. Fyrstu mótmælin voru hafin snemma á árinu 1927 af Thomas H. Johnson, sem sjálfur átti sæti í nefndinni. Þau voru gerð í kyrþey við meðnefndarmenn hans í þeirri von, að þessu ógæfuspori yrði með öllu afstýrt. Honum fanst þetta svo varhugavert og svo grundvallarlegs eðlis, að hann lét þess getið, að, ef heimfaramefndin hætti ekki við að sækja um stjórharstyrk, þá neyddist hann til þess að segja sig úr nefndinni. Þetta var áð- ur en nokkur styrkur var fenginn eða loforð um styrk, og því engum örðugleikum bundið að hætta við ])á hugmynd á því stigi málsins. Eftir að Thomas H. Johnson féll frá, komst Dr. B. J. Brandson að því, að nefndin hefði í hyggju að lialda við áform sitt að sækja um stjómarstyrk. Hann átti þá alvarlegt en vin- gjarnlegt samtal við Jón J. Bildfell, formann heimfaramefndarinnar, og varaði hann við því, að það muhdi vekja almenna óánægju, ef nefnd in sækti um stjórnarstyrk, og skoraði á hann, málefnisins vegna, að reyna að koma í veg fyrir ])að, að um stjórnarstvrk yrði sótt. Þetta var nokkrum mánuðum fyrir ])jóðræknisþingið 1928. Sanngjarnari og vingjarnlegri aðferð til þess að greiða leið nefndarinnar í þessu efni og afstýra illindum, er ekki hugsanleg. Á því stigi málsins hafði nefndinni ekki verið veitt neitt stjórnarfé og því hefði ekki átt að vera neitt því til fyrirstöðu, að þessi vinsamlega 'bending hefði verið tekin til greina. Sömuleiðis löngu fvrir þjóðræknisþingið 1928 mótmælti Dr. Sig. Júl. Jóhannesson því. að heimfaramefndin sækti um stjórnarstyrk, við þrjá meðlimi heimfararnefndarinnar, þá séra Rögnvald Pétursson, Jón J. Bildfell og séra Jónas A. Sigurðsson. Margir fleiri mót- mæltu þessu einnig við einn eða fleiri nefndar- manna, en öll prívat og vinsamleg mótmæli vora einskis virt og þeim enginn gaumur gefinn. Þess vegna var ekkert undanfæri að opinber mótmæli yrðu hafin. A því, að þess gerðist þörf, ber Ireimfararnefndin eingöngu ábvrgð. (Framh.) YEITIR ÖLDNU FÓLKI NÝJAN ÞRÓTT. Mr. B. F. Cozine, Redford, Mo., segir: “Eg var mjög heilsuveill. Hafliða og Hjartar Hannessona. Helga var geðprýðis og sóma- kona og sýndi sérstaka trúmensku í hvívetna. Hún fór á gamal- ! mennaheimilið á Gimli og er látin Mér varð óglatt af hverju, sem „ . ,, , sem eg neytti. Eg kvaldist af fynr nokkrum arum. þembu og meltingarleysi, og hafði Halldór var riðinn nokkuð við|0ft sárustu þjáningar. Svo fór opinber störf á íslandi. Hann var eg að nota Nuga-Tone, og er nú í hreppátjóri í Andakílshrpepi frá,rauninni e'ns °£ nýr maður. 1877 og hreppsnefndaroddviti þar bað er ótrúlegt, hvað Nuga- í hreppi frá 1889. Við hvoru-!j°f byggir fljótt upp heilsuna. . , „ 'Það auðgar bloðið, styrkir taug- tveggja var hann þar til hann foi arnar 0g €ykur áhuga og starfs- til Ameríku. Hann var um eitt.þrótt- gkkert betra meðal við skeið þingmaður Mýramanna og-höfuðverk, lifrar og nýrna sjúk- sat á þingum 1894, 189ð, 1897 ogidómum. Fáið yður flösku hjá jggg jlyfasalanum þegar { dag. Varist 'eftirlíkingar. Notið aðeins Nuga- Á Big Point tók hann mikinn og|rpone góðan þátt í félagsstörfum: Hélt j ________________________________ hann reikninga lestrarfélagsins ogj safnaðarins á Big Point. Sýndi i öllum framförum, og að því leyti hann áhuga og reglusemi í öllum j var hann ungur í anda. störfum -sínum. | Yfir heimkynninu, þar sem hann Halldór bar ákveðin sérkenni. len»st dvaldi< hvílir nú saknaðar' CUNARD LINE 1840—1929 •Elzta eimskipafélagið, sem siglir frá Canada. Halldór Daníelsson Hann lézt þ. 4. apríl síðastlið- inn að gamalmenna heimilinu “Betel’’ á Gimli í Manitoba. Halldór var fædduy 6. júlí 1853, að Fróðastöðum í Hvítársíðu í Mýrasýslu. Foreldrar hans voru: Daníel Jónsson, bóndi á Fróða- stöðum, og kona hans Sigríður Halldórsdóttir. Hún var fædd 1828, dó 4. nóv. 1912. Faðir henn- ar var Halldór bóndi Pálsson, annáláritæri á Ásbja'rnarstöðum. Halldór Pálsson var /fæddur 22. apríl 1773 á Sleggjulæk, dó 7. júlí 1863 á Ásbjarnarstöðum. Kona hans og móðir Sigríðar, móður Halldórs Daníessonar, var Þórdís EinarsJóttur í Svalbarði á Álfta- nesi suður, Sveinbjörnssonar. Hún var fædd 1779, dáin 1856. Ilaníel á Fróðastöðuni, faðir Halldórs, var fæddur á Fróðastöðum 1802, d. 20. janúar 1890 á Fróðastöð- ■um. Hann var um langt skeið (25 ár)| hreppstjóri Hvítsíðinga; varð Dannebrogsmaður 1874. Kona Halldórs Daníelssonar var Marín Jónsdóttir. Þau giftust 10. nóv. 1886. Hún var fædd 20. sept. 1839 á Efra-Seli í Hrauna- mannahreppi í Árnessýslu. For- eldrar hennar voru:f Jón Hall- dórssop, bóndi á Efra-iSeli, og fyrri kona hans, Marín Guðmunds- dóttir, í Hillisholtum, ólafssonar. Halldór var seinni maður Marín- ar Jónsdóttur. Fyrri maður henn- ar var Guðmundur Magnússon, bóndi í Langholti, d. 1885. Marín andaðist 20. jan. 1906. Halldór var hjá foreldrum sín- um, þar til hann fór að Lang- holti í 'Borgarfjarðarsýslu vorið 1886. Giftist þá um haustið Marínu, sem áður er getið.. Hann bjó í Langholti til þess að hann fluttist til Ameríku árið 1900. Hann fór frá Reykjavík 12. júlí og kom til Winnipeg 7. ág. Eftir þrjá daga hélt hann út til Big Point bygðar í Manitoba, nam þar heimilisréttarland og bjó á því, þar til l^ahn fluttist inn í kaup- staðinn Langruth. Þaðan fór hann á gamalmenna heimilið á Gimli og kom þan&að í júní 1923. Halíldór misti konu sína, sem sagt, 20. janúar 1906. Hún var kona vel skynsöm, góðsöm og vel farin að öðru leyti. Dóttir henn- ar og stjúpdóttir Halldórs, er María Bjarnadóttir, kona Svein- bjarnar trésmiðs Árnasonar frá Oddastöðum í Lundareykjadal. Líka fóstraðist upp hjá þeim hjón- um, Sesselja ólafsdóttir,, kona Hallgríms Hannessonar á Big Point. Eftir að Halldór misti konu sína, bjó hann um tíma með Helgu Gunnarsdóttur. Var hún af ætt þeirra Gu/funessbræðra, Hann var fræðaþulur á íslenzk fræði, for nog ný. Hann viðaði að sér fróðleik úr öllum áttum, og veitti gaumgæfa athygli öllu, smáu og stóru. Námfýsin var tamarka- laus og minnið afbragðs gott—alt var numið og alt var geymt. Smá viðburðir daglega lífsins, sem mörgum eru ósýnilegir, urðu hon- um að hugsunarefni, og reyndust honum leiðarvísir til þekkingar á mannlegrri náttúru. Af öllu þessu bjó hann rausnar- búi. Var öllum heimill beini, er vildu þiggja. Minkaði aldrei forð- inp, hversu sem af var tekið. Frá- sögnin var lifandi og skapaði skýra mynd í huga þess, sem hlýddi á; það liðu fram hjá líf- rænar myndir liðinna tíða og kyn- slóða, sem gripu hugann föstum tökum. Það birtust ástríður og afleiðingar, sorgar og fagnaðar- stundir. Það sáust athafnir þeirra, sem héldu þá uppi sókn og vörn í hjaðningavígi á leik- sviði lífsins. Hjartað fyltist lotningarfullri hluttekning með þeim er þar stríddu. Halldór var vel ritfær á íslenzka tungu, talaði dönsku fullum fet- um, og komst talsvert niður i ensku, eftir að hann kom til þessa lands. Hann bjó hér við misjöfn kjör efnalega, og stríddi við heilsubil- un á seinni árum; var iðulega mjög þjáður; en fékst lítt um og bar krankleik sinn með hugprýði. Halldór átti bókasafn allgott. Gaf þar að líta yngri og eldri bækur. Bárust honum bókagjaf- ir úr ýmsum áttum. Bækurnar voru meginþáttur í lífi Halldórs. Meðal höfunda skipuðu öndvegi: skáld, rithöfundar og aðrir ágæt- ismenn meðal þjóðar vorrar: Þeg- er maður leit á nöfn höfundanna, þá barst á móti manni einkenni- legur, forn-íslenzkur vorblær. Autt er nú rúm það, er Halldór skipaði. Er tvísýnt að það verði jafn-vel skipað. IMeð honum er þrotinn þátturinn, einn hinn allra íslenzkasti hér vestra. Með Hall- dóri er genginn til moldar maður al-íslenzkur, forn í skapi, en frjáls í lund. Hann var góðfús í garð annara. Bar mikinn áhuga fyrir kendur tómleika svipur. Nú eru hillurnar tómar, þar sem eitt sinn ‘ ‘hittust og héldu þing” hinir miklu menn og rithöfundar is- lenz:kir. Það er eins og- þeir væru þar í ósamkynja umhverfi, út- lendir og einangraðir af gagnó- líkum straumhvörfum þessa lands. Nú er þingi því lokið, þeir horfnir leiðar sinnar, sem sköp- uðu íslenzkt umhverfi. Og sömu- leiðis hann, sem skipaði hér æðsta sess. “Nú er hún Snorrabúð stekkur og lyngið á Lögbergi helga blánar af berjum hvert ár, Börnum og hröfnum að leik.” s. s. c. IMS3 Jasper Ara. KDMONTON ^ 1M Pln4er Block BASKATOON 401 Iencaster lllds., CALCABY 270 Maln St. VWNNIPEG, Maa. Cor. Bay & WeUtnBtoa Sta. TORONTO, Ont. 230 Hospital St. MONTREAL, Qna. Cunard línan veitir ágætar sam- göngur milli Canada og Norega, Svíþjóðar og Danmerkur, bæði til og frá Montreal og Quebec. Eitt, sem mælir með því að íerð- ast með þessari línu, er það, hve þægilegt er að koma við í Lon- don, stærstu borg heimsins. Cunard línan hefir sérstaka inn- flutningaskrifstofu í Winnipeg, fyrir Norðurlönd. Skrifstofu- stjórinn er Mr. Carl Jacobsen, sem útvegar bændum íslenzkt vinnufólk vinnumenn og vinnu- konur, eða heilar fjölskyldur. — Það fer vel um frændur yðar og vini, ef þeir koraa til Canada með Cunard línunni. Skrifið á yðar eigin máli, eftir upplýsingum og sendið bréfin á þann stað, sem gefinn er hér að neðan. ÖRum fyrirspurnum svarað fljótt og yður að kostnaðarlausu. 5 rd NE Islend^ingadagurinn 1929 í Winnipeg. Sem ákafast heljur nú nefndin áfram að undirbúa„fyrir daginn, svo alt geti orðið sem ánægjuleg- ast fyrir gestina. íþróttanefndin vinnur dag og nótt; hún er nú búin að ráðstafa allskonar íþrótt- um og sjá um að , góð verðlaun verði gefin þeim er framúr skara. Garðnefndin hefir alt til reiðu, er að skemtistaðnum lýtur. Pró- gramsnefndin er nú þegar búin að fá mælskumenn og skáld til þess að flytja ræður og yrkja kvæði; einnig hefir hún fengið ágætis hornleikaraflokk til að skemta gestum sem sækja daglnn. Mun sú nefnd gera allar mögu- legar ráðstafanir í þá átt, að gott veður verði 2. ágúst. Séð hefir verið fyrir því, að taka á móti þeim Leifi hepna og Agli, þegar þeir koma og láta þá búa við sem bezta kosti meðan eir dvelja hér hjá oss. Það er enginn efi á því, að í sumar verður sá skemtilegasti ís- lendingadagur haldinn hér í Win- nipeg, sem verið hefir til margra ára. Ætti fólk úti á landsbygð- inni að taka sér frídag 2. ágúst, bregða sér til borgarinnar og ger- ast aðnjótandi þeirra skemtana, sem þar verða . Það ser enginn eftir því, að hafa tekið sér þann fridag. Skemtiskrá dagsins verður aug- lýst síðaí'. Nefndin. Látið CANADIAN NATIONAL— CUNARD LINE sambandi viö The Icclandic MiUennial Celebration Committee. Dr. B. J. Brandson, H. A. Bergman, Dr. S. J. Johannesson, E. P Jonsson, pr. B. H. Olson, S. Anderson, A. B. Olson, G. Johannson, D. J. Hallgrimsson, S. K. Hall, G. Stefansson, A. C. Johnson, J. H. Gíslason, Jonas Palsson, P. Bardal, M. Markusson, W. A. Davidson. Islendingar I landar þeirra, Canada, eins og __________ , sem dvelja vI8s- Vegar annarsstaðar í'iarri, fóstur- jörðinni, eru nú meir en nokkfu ginni áður farnir að hlakka til þúsund ára Alþingishátíðarinnar í Reykjavík, 1 júnímánuði 1930. tsland, vaggo, lýðveldisins, eins og vér nú þekkjum það, stofnaði hið elzta löggjafarþing i júni- mánuði árið 930. pað er ekkert tslenzkt hjarta, sem ekki gleðst og slær hraðara við hugsunina um þessa þúsund ára Alþingis- hátfð, sem stjórn tslands hefir ákveðið að halda á viðeigandi hátt. Annast um ferðir yðar á hina ÍSLENZKU - - - Þúsund ára Alþingishátío REYKJAVIK ]ÚNÍ - - - - 1930 Canadian National járnbrauta- kerfið og Cunard eimskipafélagið vinna í samlögum að því, að flytja tslendinga hundruðum sam- an og fólk af fslenzku bergi brot- ið, til tslands tll að taka þátt I hátíðinni og siglir sérstakt skip frá Montreal f þessu skyni. Meðal annars, sem á borð verður borið á skipinu, verða íslenzkir, góm- sætir réttir. Par verða leikir og ýmsar skemtanir um hönd hafð- ar og fréttablað gefið út. Spyrjist fyrir um vorar sérstöku ráðstafanir Leitið upplýsinga hjá Canadian National umboðsmanninum I Winnipeg, Saskatuon, Edmonton, eða skrifið beint til J. H. GISLASON, Winnipeg (phone 88 811) 409 Mining Exchange Bldg. CANADIAN NATIONAL RAILWAYS eöa einhverjum umboösmanni CUNARD STEAMSHIP LINE Dag unnn er upprunninn FEGURSTA GAS- OG RAFÁHALDA-BÚÐ 1 WINNIPEG í THE P0WER BUILDING - Poitage og Vaughan Opin 4. júlí / Kl. 2.30 e. h. til 10 e. h. og á hverjum virkum degi eftir það frá 9 f. h. til 5 e. h. SJAIÐ SYSTURNAR SJÖ t persónum stúlkna, sem tilheyra Junior Club Sjtígggi] Alt, sem er nýtt pg hagkvæmt í raf- og gas-áhöldum Verður til sýnis. WIHNIPEG ELECTRIC COMPANY “Your Guarantee of Good Service.” • $ Hvers virði eru fætur yðar? | Það er erfitt að svara því, finst yður ekki? Þær Jý erfiða þó meira en flestir aðrir hlutar ilíkamans, svo ein- hvers virði hljóta þær að vera. Vanalega hirðum vér minna um þær en vera ber, þang- að til eitthvað ber út af. En þegar þær fara að hnýta, koma á þær líkþorn, fleiður, o. s. frv., iþá vekja þær sjálfar athygli á sér. Verjas má flestum þessum meinsemdum eða bæta þær, ef það er gert í tíma, áður en of langt er komið. Hvernig menn fara að því, og hvernig þér getið gert það, er útskýrt í bæklingnum “The Care of the Feet.’ ’ Bækl- ing þenna sendum vér ókeypis til allra er þess óska. Notið eyðublaðið hér að neðan, eða símið oss, 29 201. MacDonald Shoe S<ore 494 Main Street Winnipeg, Man. MatíDonald Shoe Store, 494 Main St., Winnipeg, Man. Please send your free booklet — “The Care of the Feet,” without obligation, to: Name Address Það sem Bílkeyrslulögin krefjast PAÐ SEM NAUÐSYNLEGT ER— > Tvær leyfis plötur, tvö ljós að framan sem lýsa 75 fet fram undan bílnum og ekki séu hærra en 42 þuml. frá jörðu, ljós að aftan, lúöur eða aðrar slfkar tilfæringar, fullnægjandi hjól- stöðvara og hljóðdeyfara. EIGENDUR— peir skulu tilkynna Provincial Secretary, ef þeir láta bfl sinn af hendi og gefa nafn og heimilisfang nýja eigandans. EIGENDUR OG AÐRIR SEM KEYRA BlLA— Skulu hafa leyfisbréf f vösum sfnum, eða í keyrara sætinu. Skulu veita hjálp, ef slys ber að hendi. Skulu ekki keyra óvarlega eða gáleysislega. Skulu vera að minsta kosti sextán ára. að aldri. Skulu, ef óvanir eru, ekki keyra nema með öðrum sem vanur er. Skulu ekki hafa kappkeyrslu á ahnennum keyrsiuvegum. Skulu stansa þegar merki er gefið um það af eftirlitsmanni eða, lögregluþjóni. i Skulu ekki keyra ef undir áhrifum vfns. (Criminal Code) LEYFISPLÖTUR— Skulu ekki vera lánaðar, skemdar eða þeim breytt. Skulu vera vel festar á bflinn og áberandi og haldið hreinum. Skulu vera teknar af ef bfllinn er seldur. . I ALMENT— Ef einhver er kærður fyrir að keyra hraðar en 40 mflur á klukkutfma, og þá hafi slys viljað til, þá er honum heimilt að sanna, ef hægt er, að hann hafi ekki keyrt óvarlega, eða gáleysislega. Department of Pro\incial Secretary HON. S. J. LATTA Provincial Secretary J. W. McLEOD, Deputy Provincial Secretary

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.