Lögberg


Lögberg - 18.07.1929, Qupperneq 4

Lögberg - 18.07.1929, Qupperneq 4
H,a. 4. LÖGBERG l'IMTUDAGINN 18. JÚLÍ 1929. Hogberg Gefið út hvem fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, ín the Columbia Building, 695 Sargent Ave, Winnipeg, Manitoba., jNýmœli á sviði stjórnmálanna Blaðið “Globe”, sem gefið er út í Toronto, bar nýlega fram þá uppástungu, að megin- stjórnmálaflokkarair liér í landi, skyldu taka höndum saman um það, að stuðla að auknum viðskií'tmn, innan vébanda hins brezka veldis. Var uppástungan fram borin í tilefni af hinum hækkuðu tolimúrum Bandaríkjanna, er að sjálf- sjálfsögðu hafa í för með sér marg\úslegar t'lmanir á viðskiftum milli Canada og hinnar ame ísku þjóðar. JErið hafa undirtektirnar verið misjafnar, sem og búast mátti við, þar sem um slíka ný.jung var að ræða. í’ó veiður ]-ví eigi neitað, að uppástungan hafi víða feng- ið talsverðan byr. Hér skulu nú tilfærð ummæli nokkurtra blaða, máli þessu viðvíkjandi. Blaðið “Times”, sem gefið er út í Orillia, k< mst meðal annars þannig að oiði: “ Leiðtogar íhaldsflokksins, ættu að vera varfannir í því, að lata ekki draga sig inn í öfga- og æsingafulla baráttu, um innan-veldis viðskifti. A því sviði sem öðrum, er rólegrar yfirvegunar þörf. Mál það, sem hér um iæðir, er svo alvarlegs og víðtæks eðlis, að fvlstu nauðsyn ber til, að það sé rannsakað gaumgæfilega frá öllum liliðum!” Blaðinu “Globe”, farast þannig orð um þetta mikilvæga mál: Vér stöndum nú á þeim tímamótum, þar sem alt veltur á, að þjóðin verði samtaka. Er nú hér fyrir hendi sjaldgæft tækifæri, til þess að búa giftusamlega í haginn fyrir Canada, sem og þjóðkeðjuna alla, er myndar hið brezka heimsveldi. Bæði frá sjónarmiði hinnar ean- adisku þjóðar, sem ogflokkslegs velfarnaðar, er alt undir samtökum komið. Málið er of mikil- vægt, til þess að verða haft af pólitiskum fót- bolta. Bíður hér mest á, að þau ein spor verði stigin, er í.samræmi séu við framtíðarvelferð þjóðarinnar, hvað sem öðru líður. Með þeim hætti einum, getur tilgangnum orðið náð.” Blaðið Hallifax “Herald”, sem fylgir íhalds- flokknum að málum, og sagt er að vera næsta á- hrifamikið, telur uppástunguna um innanveld- isviðskiftin það mikilvæga, að hún verðskuldi alþjóðar fylgi, öldungis án tillits til pólitiskra hagsmuna. Kveðst það því fylgjandi, að kvatt verði til aukaþings við allra fyrstu hent- ugleika til þess að hrinda hinum allra nauð- svnlegustu ráðstöfunum í framkvæmd. Farast blaðinu þannig orð: “Þótt það sé á margra vitund, áð núverandi forsætisráðgjafi, sé mótfallinn aukáþingnm, þá ætti það samt sem áður ekki að standa í vegi fvrir því, að út frá þeirri reglu hans vrði brugð- ið að þessu sinni, þegar jafn-mikið er í húfi. Enda væri það óverjandi, ef nokkur auka-atriði kaffærðu málskjarnann sjálfan. Hér er um ekkert barnaglingur að ræða, heldur Stórkost- , legt alvörumál, er varðar þjóðarheildina alla. Smámunasemi, hreppapólitík, eða flokkslegar hagsmunahvatir, mega undir engum kringum- stæðum komast hér að. Framtíðarvelferð Can- adaþjóðarinnar krefst þess, að vakað sé á verði, og framtaki og fvrirhyggju beitt. Hver sá stjómmálamaður, alla leið frá forsætisráðgjaf- anum sjálfum, og niður til lægstu undirtvllunn- ar, verður krafinn strangs reikningsskapar eigi hann að einhverju leyti sök*á því, að þetta afar mikilvæga mál, verði gert að pólitiskum fótbolta.” Blaðið Ottawa Joumal”, telur ekki til þess miklar líkur, að samstarf það milli flokkanna, sem hér er gert ráð fyrir, muni fá framgang í náinni framtíð, jafnvel þótt sMkt gæti verið æskilegt, Fullyrðir blað þetta, að aukin innan- veldisviðskifti, geti samt ekki átt ýkja-langt í land. Enda sé það að verða Ijósara og ljósara með hverjum líðandi degi, að þjóðin sætti sig ,nú ekki lengur við úreltar, flokkslegar for- skriftir, heldur hljóti hún að krefjast vitur legra framkvæmda. Blað eitt, gefið út í Sault Ste. Marie, er “News” nefníst, telur afar æskilegt, að for- ingjar megin stjórnmálaflokkanna, létu ný gamlar væfingar niður falla, og bindumst um það samtökum, að hrinda þessu mikla velferð- armáli í framkvæmd. Lýkur blaðið miili' sínu með svofeldum orðum: “Hví ættu ekki blöð vor, án tillits til flokks- legrar afstöðu, að beita sér fyrir málið og leiða það til sigurs, að svo miklu leyti, sem í valdi þeirra stendur? Aukin innanveldis ' viðskifti, eru hvort sem er, það eina, er stefna ber að á næstu árunum.” Blaðið “Telegraph-Journal”, sem gefið er út í St. John, New Brunswick, virðist bera kvíð- boga fyrir því, að örðugt muni verða að ná full- kominni samvinnu um mál þetta, sökum þrá- kelkni hinna gömlu stjórnmálamanna, er á flest mál líti í gegn, um flokksgleraugu. Þó viður- kennir blaðið, að samstarf í þessa átt, sé ekki með öllu óhugsanlegt. Prentar það upp eftir- fylgjandi greinarkorn, úr blaðinu “Manitoba Free Press”: “Hvað er það helzt, sem Canada ætti að læra og fara sér í nyt, í tilefni af atburðum þeim, sem nú eru að gerast sunnan landamær anna, tollmálunum viðyíkjandi f Eitt er það sérstaklega, öðru fremur, er caúadiska þjóðin aitti að Ifesta auga ó í þessu sambandi. Hún ætti að láta sér skiljast Jiað, að sambandsstjóm vor og hennar flokkur á aðra hlið, og andstæð- ingaflokkur hennar á hina,- ættu nú að láta gamlar væringar niður falla. I stað þess að halda uppi gamla vananum, eða eltiúgaleiknum 1 ands!hornanrna á milli, þrefandi um tollvernd, eða tollvemdarleysi, ættu flokkarnir báðir, að leggjast á eitt ineð það, að revna að finna réttu úrlausnina á vandamálum þeim, er þjóðin nú horfist í augu við, sem afleiðing af tollmála- stefnu nágrannaþjóðar vorrar syðra. Sá er ljóður á, að flokkarnir, hvor um sig, virðast svo önnum kafnir við það, að hressa upp á gaimlar erfðavenjur, að það er engu lík- ara, en að þeim veitist ekki tími til, að afla sér heildar yfirlits yfir hið breytta viðhorf, er að þjóðinni snýr. Ef takast mætti að fá báða flokkana til að vinna í einingu að þessu alvar- lega máli, er engan veginn óhugsanle.gt. að amerisk stjómarvöld kynnu að taka sameigin legt álit þeirra til irekari yfirvegunar, og milda ef til \A11 að nokkra, hin ströngu ákvæði sinnar nýju tollverndunar löggjafar. ”, / Blaðið “Globe”, lýkur máli sínu á þessa leið: “Er tekið erTillit til þe.s's, hve raddirnar um samstarf flokkanna í þessu stór-þýðingarmikla máli, em almennar, þá \úrðist það lítt hugs- andi, að leiðtogarnir sjálfir, daufheyrist við þeim lengur. í þessu tilfelli, ætti engin flokkaskifting að koona til greina. Málið er stærra og afleiðinga- rfkara, en nokkurt flokksmál. Það er stærra en svo, að það snerti aðeins canadisku þjóðina eina, heldur grípur það djúpt inn í efnalega velfarnan samveldisins brezka, Lundúnablöð virðast þeirrar skoðunar, að sanngjarnasta svarið, sem Canada geti veitt Bandaríkíjastjórn út af hækkun tollmúranna, sé falið í auknurn og endurbættum viðskifta- samböndum innan samveldisins brezka. Frönsk blöð taka í sama streng, og telja slíkt svar hið eina réfta. ” Því verður ekki neitað, að nokkuð kveði nú við annun tón í blöðum vorum, sérstaklega aust- anlands, en við kvað fyrir nokkram vikum, er ýms þeirra virtust þrangin af hefndarhug í garð Bandaríkjanna, og kröfðust þess óð og uppvæg, að Canada svaraði þeim í sömu mynt. það er að segja, með tilsvarandi tollmúrahækk- un. Sérhvert það mál, sem bygt er á hefndar- hug, er dauðadæmt. Þess vegna er það, að hefndarhugur í garð Bandaríkjanna, út af þeirra eigin viðskiftaráðstöfunum og re^lum, væri ein sú háskalegasta fásinna, er hugsast gæti. Fallegt tímarít Nýlega hetfir oss borist í hendur, júlíheftið af tímaritinu “Amerioan Scandinavian Be- view, sérlega vandað að innihaldi og hinum ytra frágangi. Flytur það að þessu sinni, sem og reyndar endranær, ýmsar ágætar ritgerðir, sem reglulegur fengur er í að kynnast. Má þar sérstaklega tilnefna prýðisgóða ritgerð rnn norsku skáldkonuna, Sigrid Undset, eftir Hanna Astrap Larsen. Islenzka þjóðin á hreint ekki svo lítil ítök í hefti þessu. Er þar að finna skilmerkilega rit- gerð, þótt stutt sé, um Stephan G. Stephansson, eftir prófessor Bichard Beck. Fylgir henni góð mynd af hinu látna stórskáldi. Þá er næst þýðing á kvæði eftir Stephan, er á ensku nefn- ist “The Close of Day.” Er þýðingin ger af frú Jakobínu Johnson, og ber á sér sama vand- virknisblæinn, er einkennir hennar fyrri rit- störf. Fyrsta erindi kvæðisins, hljóðar á þessa leið: “When sunny hills are draped in velvet shadows By Summer Night And Lady Moon hangs out arnong the tree tops Hor Crescent bright; And when the welcome evening breeze is cooling 4 My fevered brow And all who toil, rejoice that blessed night time Approaehes now.” Síðast, en ekki sízt, ber að, geta ritgerðar um Aljiingishátíðina 1930, eftir frú Thorstínu Jackson-Walters. Grein þessi er ekki mjög löng, en skvr er hún og skilmerkileg. Fylgir henni ágæt mvnd af hr. Jóhannesi Jóhannes- syni, formanni hátíðarnefndarinnar heima. Það er annars hreint ekkert smáræðis verk, sem frú Thorstína Jackson-Walters, er búin að inna af hendi í sambandi við það, að kynna íslenzku þjóðina og þjóðernislega kosti henn- ar, meða.1 hérlends fólks. Ætti þjóðin að verða þess langminnug. Saga heimfararmálsins Eftir Hjálmar A. Bergman. VI. Fundur heimfararnefnda-rinnar 21. og 22. mai 1928. Fundur heimfararnefndarinnar var haldinn í Winnipeg og stóð yfir í tvo heila daga—21. og 22. maí 1928. Menn höfðu gert sér háar von- ir um þennan fund, og það var yfirleitt tahð sjálfsagt að á þeim fundi yrði samþykt að hætta við að sækja um eða þiggja stjómarstyrk. En því miður varð reyndin önnur. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, sem þá átti sæti í nefndinni, hefir í ritgerð, er birtist í Lögbergi 31. maí 1928, sagt mjög greinilega frá því, sem framfór á þessuih nefndarfundi og á hverjum heppileg úrjausn málsins strandaði. Sú frá- sögn er svo skýr og segir svo rétt og sanngjam- lega frá því, sem gerðist á fundinum, að enginn hefir enn séð sér fært að reyna að sýna fram á, að j>ar sé að nokkra leyti hallað réttu máli. Það fer því bezt á því að tilfæra hans óbreytt orð hér. Hann segir: “Þremur vikum eftir almenna fundinn, hélt heimfaramefndin fund á Fort Garry hótelinu. Voru þar allir nefndarmenn mættir, nema J. T. Thorson sambandsþingrnaður og W. II. Paulson Júngmaður í Saskatchewan. Emile Walters listamálari kom á fundinn samkvæant boði nefnd- arforseta. Bað hann um að mega segja nokkur orð, og var það leyft.—Kvaðst hann vera ný- kominn úr ferð um þrjár íslenzkar bygðir: Norður Dakota, Wynyardbygðir og Lundar- bygðir. Kvað hann allan fjölda manna r öllum þessum bygðum eindreginn á móti því, að Islend- ingar beiddust fjárstyrks í sambandi við heim- förina. Ein þessara bygða væri í Bandaríkjun- um, ein \ Saskatchewan og ein í Manitoba. Kvaðst hann skilja þetta þannig, að allur fjöldi Islerrdinga væri styrknum mótfallinn. “Arni Eggertson lagði til, og eg studdi, að hr. Walters væri boðið að sitja, allan fundinn. Séra Ii. Pétursson mœlti á móti þvi; kvað hann nefndina halda fundi sína fyrir luktum dyrum. “Þá var rætt um styrkveitinguna allan dag- inn, frá ýmsum hliðum, og ekki komist að neinni niðurstöðu. Um kveldið var G. Grímssyni dóm- ara falið að finna Dr. B. J. Brandson og Hjáimar A. Bergmann, að finna út hvaða mála- miðlun þeir vildu taka. “I umrœðmium lýstu nefndarmenn, því yfir hver á fœtur öðrum, að þeir vissu að almenn- ingsálitið væri á móti sér; en sumir þeirra sögðu að almenningsálitið væri skapað í dag og um- skapað á morgnn. Kváðu þeir ekki annað þurfa "en halda fundi út um allar íslenzkar bygðir og bæi, og gæta þess að einhver nefndarmaður væri á hverjum furuli og fá tillögur samþyktar; með þessu móti tækist að mynda nýtt almenn- ingsálit. “Þegar fundur hófst næsta dag, skýrði Mr. Grímsson frá því, hvemig erindi sitt hefði geng- ið. K^vað hann Dr. Brandson og H. A. Berg- mann hafa heitið fullu fylgi sínw og öllum þeim áhrifum, sem þeir gœtu haft t il þess að samvinna. tækist með öllum Vestur-lslendingum í undir- búmngi heimfárarinnar, bæði að þvi er fjársöfn- un snerti og annað, ef nefndin aðeins hætti við} að þiggja nokkurn stjórnarstyrk. Hins vegar kvað hann j>á lrafa heitið allri mögulegri mót- stöðu, ef styrkurinn væri fenginn. LÝsti Gríms- son þvi yfir, að um enga aðra leið gæti verið að tæða, en taka þessari samvinnu og hætta við\ styrkinn. A. P. Jóhannsson var alveg á sarna máli. Hann kvað þörf á einhverju fó; hér væri tryggrng fengin fyrir því, þar sem þessir menn hétu liði sínu; eina skynsamlega leiðin væri því að skila aftur stjórnarfénu; hitt þýddi ekkert annað en það, að leggja vásvitandi út í baráttu við sjálfa sig og eyðileggja möguleikana til allra framkvæmda. “ Sá er þetta ritar lagði til, að hætt yrði við styrkbeiðnina og Dr. Brandson væri látinn vita, að það væri gert með því skilyrði, að hann og fylgjendur hans tækju höndum saman við nefnd- ina í því að sameina alla Ve'stur-lslendinga um málið, bæði í fjársöfnun og öðru. Mr. Emile Walters kvaðst skyldi byrja samskot með $100, ef styrkbeiðnin hætti. “Séra Rögnvaldur Pétursson lýsti því yfir, að ef noklcur hrossakaupa-tillaga lík þessari, yrði samþykt, þá segði hann skilið við nefndina, og gœtu Islendingar sjálfir dæmt um það, hvort það væri gróði, að menn færu úr nefndinni og einhverjir labbakútar kæmu i staðinn. “Að errdingu verð eg að minnast á eitt at- i'iði. Séra R. Pétursson skýrði nefndarmönnum frá því, að hann hefði bréf frá Vilhjálmi Stef- ánssyni (las það þó hvorki né sýndi) og sagði, að allar skoðanir lians, hugsjónir og tillögur væru í svo nákvæmu samræmi við skoðanir nefndarinnar, að engu væri líkara en að hann hefði tekið sínar hugmyndir út úr huga nefnd- arinnar, J>ótt hann hefði verið í New York en nefndin í Winnipeg. Fanst honum þetta næg sönnun þess, að vegir nefndarinnar væru vegir ráðs og vizku. Þetta lét vel í eyrum allra þá, því enginn vissi annað en þaft væri sannleikur; nú eru sannar fréttir fengnar fyrir því, að bæði Vilhjálmur Stefánsson og Halldór Hermanns- Framh. á bls. 5 Canada framtíðarlandið Garðrækt. Flest af blómum þeim og jarð- eplum, sem vaxa í görðum fólks í Evrópu, þar sem loftið er tempr- að, vaxa líka í VesturiCanada, svo sem raspber, jarðber, kúrenur, bilábér og margar fleiri teg-undir, nema í hinum norðlægústu hér- uðum. Kartöflu uppskera er mikil, og fá menn oft meira en 148 bushel af ekru, þó í sama blettinn sé sáð til tíu ára, og hefir sú uppskera oft númið 170 bushelum af hverri ekru á ári. Garðarnir gjöra vana- lega betur en fullnægja þörfum bændanna með garðávexti. Það er oft afgangur til sölu og úr- gangur, sem er ágætt fuglafóður. fleira er ræktað, ættu að vera í flefar er ræktað, ættu að vera í sambandi við hvert einasta bænda heimili í Vestur-Canada, og einn- ig munu bændur komast að raun um, að trjáplöntur í kring um heimilin margborga sig, og fást trjáplöntur til þeirra þarfa ókeyp- is frá fyrirmyndarbúinu í Indian Head í Saskatchewanó Einnig sér stjórnin um, að æfðir skógfræð- ingar. frá þeim búum veiti mönn- um tilsögn með skógræktina, þeim að kostnaðarlausu, og segja þeim hvaða trjátegundir séu hentug- astar fyir þetta eða hitt plássið. Engi og bithagi. Hið ágæta engi og bithagi, sem fyr á árum fóðraði þúsundir vís- unda, antelópa, elk- og moosedýra, er enn hér að finna. Þar sem ekki er næg beit handa búfé, þar sá meún alfalfa, smára, timothy, reyrgrasi, eða einhverjum öðrum fóðurgrasstegundum; þó er þess- um tegundum fremur sáð til vetr- arfóðurs í Vesturfylkjunum, eink- um í Manitoba, heldur en til bit- haga. Einnig er maís sáð hér allmikið til vetrarfóðurs handa nautgripum. Þegar engjar j Vest- ur-iCanada eru slegnar snemma, V er grasið af \ þeim mjög kjarn- gott, og gefur lítið eða ekkert eft- ir ræktuðu fóðri, ef það næst ó- hrakið. Þær tegundir, sem bezt hafa reynst af ræktuðu fóðri í Vesturfylkjunum, er alfalfa, rúg- gras og broomgras, hvort heldur að þeim tegundum er blandað saman eða að þær eru gefnar hver út af fyrir sig. En ef sáð er þar til bithaga, þá er alfalfa og broomgras haldbeztu tegund- irnar. Áburður. Aðal einkenni jarðvegsins í Sas- katchewan og í Sléttufylkjunum öllum, er það, hve ríkur hann er af köfnunarefni og jurtaleifum, og það er einmitt það, sem gefur gfróðri frjóiefni og varanlegleik. Þess vegna þurfa bændur ekki á tilbúnum áburði að halda. En ekki dugir fyrir bændur, að rækta korn á landinu sínu ár frá ári, án þess að hvíla landið, eða að breyta um sáðtegundir, því að við það íljður hann margfaldan skaða. Til þess að varðveita frjómagn landsins, þarf korn og nautgripa- rækt að haldast í hendur, og verð- ur það þýðingarmikla atriði aldr- ei of vel brýnt fyrir mönnum, ef þeir vilja að vel fari. Hin hörðu vetrarfrost og hið þurra loftslag, eru öfl til vernd- unar frjósemi jarðvegsins. Þau losa allan jurtagróður í klaka- böndum sínum frá vetrarnóttum til sumarmála. Enn fremur varn- ar hið reglubundna regnfall sum- arsins því, að jarðvegurinn missi gróðrarkraftsins af of miklum þurki. Það /íefir ávalt sannast, að þar sem framleiðsla hefir far- ið þvefrandi, þá er það því að kenna, að landinu hefir verið misboðið, — að bændurnir hafa annað hvort ekki hirt um að breyta til um útsæði, eða á neinn hátt að vernda gróðrarkraftinn. Eldiviður og Vatn. Linkol eru aðal eldiviðarforði manna í Saskatchewan, og eru stórkostlegar linkolanámur í suð- austur þarti fylkisins. Einnig hefir y Domionionstjórnin í félagi við fylkisstjórnirnar í Saskatche- wan og Manitoba, ráðist í að búa til hnullunga úr kolamyisnu, sem er pressuð með vélum ásamt lím- efni til að halda mylsnunni sam- an, og hefir það reynst ágætt eldsneyti, ekki að eins heima fyr- ir, heldur er líklegt til þess að verða ágæf markaðsvara. Kolum þessum má líka brenna eins og þau koma úr námunpm, og eru gott eldsneyti. Þessi kol finnast víða í Saskatchewan, og eru þau i enn ekki grafin upp að nemu verulegu ráði, nema á tiltölulega örfáum stöðum, heldur grafa menn nokkur fet ofan í jörðina og taka þar það sem þeir þurfa með í það og það skiftið. í norður parti fylkisins eru víðáttumiklar timburlendur, þar sem bændur geta fengið sér elds- neyti og efni til bygginga. — Það er ekki þýðingarlítið fyrir þá, sem hugsa sér að setjast að á ein- hverjum stað, að vita að vatns- forði, er nægur. Á mörgum stöð- um í Saskatchewan er hægt að fá brunnvatn, sem er bæði nothæft fyrir menn ag skepnur, og eru þeir brunnar vanalegast frá 10— 30 fet á dýpt. Sumstaðar þurfa menn að grafa dýpra, til þess að ná í nægilegan vatnsforjSa. Einn- ig er mikið af vötnum til og frá um alt fylkið, stórum og smáum, með tæru vatni í. Það eru tvær aðal ár í Saskat- chewan, sem sameinast fyrir aust- an Prince Albert, og svo Church- hill áin, sem rennur út í Hud- sons flóann. Flutningsfæri. Það hefir þegar verið tekið fram, að í Saskatchewan væru 7,000 mílur af járnbrautum, og eins og í nágrannafylkinu, Mani- toba, þá liggja tvær aðalbraut- irnar í Canada, Canadian Pacific og Canadian National brautin þvert yfir fylkið, frá austri til vestur. Canada Kyrrahafsbraut- in, í sameiningu við Soo-brautina, gefur beint sámband við Minne- apolis og St. Paul borgirnar í Bandaríkjunutn. Vagnstöðvar eru vanalega bygðar með fram braut- unum með átta mílna millibili, og byggjast smábæir í kring um þær vagnstöðvar, þar sem bænd- ur geta selt vörur sínar og keypt nauðsynjar. Akbrautir eru bygðar um alt fylkið, til þess að gjöra mönnum hægara fyrir með að kom vörum sínum til markaðar, og legguf fylkisstjórnin fram fé árlega bæði til að fullgjöra þá vegi og byggja aðra nýja. “GOÐ MEINING ENGA GERIll STOД. Kona er nefnd frú Dennet og á heima í New York. Fyrir eitt- hvað 14 árum skrifaði hún dálít- inn bækling um ástalíf og gaf son- um sínum, sem þá voru í æsku, og ætlaðist til að þær upplýsingar og leiðbeiningar, sem þeir fengi þar, mundi forða þeim frá mörgu því böili, er fylgir óheilbrigðu ástalífi. Nokkru síðar fengu nokkrir vin- ir frúarinnar að lesa bæklinginn og leizt þeim svo vel á hann, að þeir hvöttu hana til þess að gefa hann út opinberlega, svo að öllum börnum í Bandaríkjum gæfist kostur á að lesa hann. Þetta var gert, bæklingurinn var prentaður og honum dreift út um alt land. En nú eru það lög í Bandaríkj- unum, að ekki má senda “ósæmi- leg rit” í pósti. YfirvöJdin tóku því í taumana og var málið sett fyrir kviðdóm. — Komst dómar- inn að þeirri niðurstöðú, að hér væri um “ósæmilegt rit” að ræða og dæmdi frúna til þess að greiða 1200 kr. sekt fyrir að útbýta bækl- ingnum í pósti. Dómur þessi hefir vakið mikið umtal. Áður höfðu ýmsir helztu uppeldisfræðingar Bandaríkjanna hrósað bæklingnum og gátu nú ekki þolað, að hann fengi slíkan dóm. Frú Dennet lýsti yfir því, að hún mundi aldrei greiða neina sekt; heíldur skyldi hún fara í fangelsi. Þegar það varð kunnugt, afréðu margir merkir menn, svo sem uppeldisfræðingar, læknar og lögmenn, að hefjast handa gegn dómnum. Tóku þeir sig saman og sendi hver og einn eitt eintak af bæklingnum í pósti til Hoover forseta, og skrifuðu nöfn sín á, svo að ekki yrði um vilst frá hverjum sendingin væri. Hafa þeir því allir gert sig seka um sama afbortið og frú Dennet, að senda “ósæmilegt rit” í pósti, og allir eru þeir á einu máli um það, að fara heldur í fangelsi, heldur að greiða sekt fyrir tiltækið. — Lesb. Leiðrétting við þakkarávarpið í Lögbergi 11. júlí 1929: — Nöfn þeirra, sem söfnuðu peningum, voru: Mekkín Guðmundson, Sik" urjón Jónsson og Mrs. Jón Sig- urdson (við gleymdum að skrifn “Mrs.”)i, og upphæðin, sem sam- an kom, var $88.50. (Lítur betur út að hún sé sú sama í báðum um stöðunum). Vinsamlegast Margrét og Björn R. Austmann, Bj. Björnsson. Sigrún Sigurdsom

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.