Lögberg - 01.08.1929, Blaðsíða 6
Bls. ð.
LÖGBERG FIMTUDAGINN 1. ÁGÚST 1929.
............. :
Mánadalurinn
EFTIR
JACK LONDON.
Saxon var að hugsa um það, sem símamað-
urinn hafði sýnt þeim og sagt um húskapinn.
“Við höfum lært mikið í dag,” sagði hún.
“Eitt höfum við lært að minsta kosti,” svar-
aði Willi, “og það er að við höfum lítið þar að
gera, þar sem landið kostar þúsundir dala ekr-
an, en við eigum eina tuttugu dali til í eigu
okkar.”
‘ ‘ Mér svo sem detur ekki í hug að setjast að
hér,” flýtti hún sér að segja. “En alt um
það, þá eru það þessir útlendingar, sem hafa
gert landið svona mikils virði, því þeim hefir
hepnast svo vel að búa, og það sendir börnin
sín á skóla — og það á mörg börn og þau eru
feit og sælleg, eins og þú sagðir sjálfur, þegar
við komum út úr borginni í morgun.”
“Eg ber virðingu fyrir þessu fólki,” sagði
Willi, “ dugnaði þess og framsýni. En samt
sem áður, þá vildi eg heldur kaupa fjörutíu
ekrur á hundrað dali ekruna, heldur en f jórar
eknir á þúsund dali ekruna. Eg yrði alt af
hræddur um mig á einum f jórum ekrum. Mér
mundi finnast að eg ætti altaf á hættu, að eg
mundi velta út af þeim.”
Hún skildi Willa fullkomlega og í raun og
veru voru tilfinningar hennar í samræmi við
tilfinningar hans.
“Mér dettur ekki í hug, að við ættum að
setjast hér að,” sagði Saxon.
“Það sem við ættum að hugsa um, er ekki
fjórar ekrur eða fjörutíu ekrur, heldur hundr-
að og sextíu ekra heimilisréttarland.”
“Eg held, að stjórnin ætti að láta okkur
hafa það. Það væri ekki of mikið fyrir það,
sem feður okkar og mæður hafa gert. Þegar
feður og mæður leggja annað eins á sig eins og
okkar fólk hefir gert, þá sýnist ekki ósann-
gjarnt, að stjórnin láti börn þeirra njóta þess í
einhver ju.’ 'Þjóðfélagið skuldar okkur áreið-
anlega eitthvað. ”
“Þá er fyrir okkur að ganga eftir því.”
“Já, það skulum við gera.”
II. KAPITULI.
Þau gengu alla leið til Niles um daginn, og
fóru gegn um bæinn Haywards. Þetta var æði
langur vegur, en samt höfðu þau tíma til að
fara töluvert út frá veginum og skoða landið,
sem alt var ræktað netma keyrslubrautirnar,
sem voru eins mjóar eins og þær gátu verið.
Saxon horfði með undrun á þetta móleita og
útitekna fólk, sem kom með tvær hendur tómar,
en hafði hepnast að búa svo vel, að það gat
keypt landið og borgað fyrir það, þó það væri
of dýrt, tvö hundruð, fimm hundruð og upp í
þúsund dali ekran.
Allstaðar var verið að vinna. Konur og
börn voru að vinna á ökrunum alveg eins og
karlmennirnir. Enginn var aðgerðarlaus og
það var eins og alt af væri nóg og meira en nóg
að gera á landinu og vinnan borgaði sig vel.
Hún hlaut að borga sig vel, annars gæti fólkið
ekki látið börnin sín ganga á skóla og keypt
alt, sem það þurifti nauðsynlega á að halda.
“Líttu framan í þetta fólk,’” sagði Saxon.
“Það er glaðlegt og ánægt. Svipurinn á því er
alt annað en svipurinn á fólkinu í Oakland, eft-
ir að verkfallið byrjaði. ”
“Fólkinu ríður áreiðanlega vel,” svaraði
Willi. , “Það ber það með sér, hvar sem á það
er litið. En það þarf nú ekkert að þvkjast yfir
mér fyrir það, þó það hafi náð af okkur land
inu og öllu sem við áttOm. Eg get sagt þér það
nær sem er.”
“Þetta fólk sýnir ekki neitt stærilæti,” sagði
Saxon.
“Nei, það gerir það nú reyndar ekki,” sagði
Willi, “þegar eg fer að hugsa um það. Það veit
nú heldur ekki nein ósköp, þó það kunni að búa.
Eg er viss um, að eg hefi meira vit á hestwm,
heldur en nokkur þessara manna. ”
Það var komið sólarlag, þegar þau komu til
htiles, sem er litill bær. WUli hafði verið þegj-
andalegur síðustu mílumar, en nú tók hann til
méls.
“Það er bezt fyrir okkur að gista hér á
gistihúsinu, svo sæmilega fari um okkur. Við
getum borgað næturgreiðann. Hvernig lízt þér
áþaðT”
Saxon tok því algerlega fjarri.
“Hvað lengi heldur þú að peningarnir þín-
ir endist með því lagi? Það er bezt að byrja
strax á því, sem við höfum ætlað okkur, og við
hofum aldrei ætlað okkur að gista á gistihús-
um.”
“Jæja þá. Eg skal gera eins og þú vilt, eg
var bara að hugsa um þig. ”
“Eg skal heldur ekki vera ráðrík. En nú
verðum við að fá okkur j»að sem við þurfum og
bua til kveldmatinn. ”
Þau keyptu sér dálítið af steik, kartöflum
og eitthvað fleira af garðmat og fáein epli, og
foru svo ut fynr bæinn, |>ar sem þau fundu
nokkur havaxin tré á lækjarbakka, og var bakk-
mn sendinn og þur. Þarna settust þaií að.
Þama var nóg af lausnm, þurmm við og Willi
blistraði glaðlega meðan hann var að tína sam-
an spiturnar og brjóta þær niður. Saxon var
þaö gJeðiefm að sjá hve haglega hann fór1 að
þessu. Hún brosti glaðlega, meðan hún breiddi
segldúk á sandinn, sem hún sléttaði fyrst vand-
lega, og svo teppin, sem þau höfðu meðferðis,
þar ofan á. Hún hafði enga æfingu í að sjóða (
mat við eld, sem kveiktur var úti á víðavangi.
Hún fann fljótt, að þar hafði hún mikið að
læra, en það sá hún strax, að það reið meira á
að lomna að nota hann, heldur en hinu, hve
stór hann væri. Þegar kaffið sauð, tók hún
könnuna og setti hana á glæðurnar utan við eld-
inn, svo það 'héldist heitt. Þegar kartöflurnar
voru soðnar, lét hún þær á annan diskinn og
setti hann ofan á heita kaffikönnuna og hvolfdi
svo hinum diskinum yfir j>ær, og lét þær vera
}>ar meðan hún var að steikja kjötið, en þegar
það var búið, var maturinn tilbúinn.
“Þetta var ágæt máltíð,” sagði Willi, þegar
þau voru búin að borða og hann bjó sér til
vindling. Svo lagðist hann niður og studdi nið-
ur öðrum olnboganum. Eldurinn logaði enn og
Saxon var óvanalega rjóð í andliti vegna þess,
að hún var svo nærri eldinum. “Þegar fólk
okkar var að flytja sig hingað vestur, þá átti
það alt af á hættu að Indíánamir mundu ráðast
á sig þá og þegar, eða þá villidýr og ótal fleiri
hættur vofðu yfir því, en hér emm við eins ör-
ugg eins og bezt getur verið. Hér er ágætis rúm
í sandinum. Hann er mjúkur eins og fiður-
sæng. Heyrðu, góða mín! Mér hefir aldrei
fundist þú fallegri heldur en einmitt nú. Maður
gæti vel haldið, að þú værir ekki eldri en svo
sem sextán ára.”
“Sýnist þér þaðT Mér sýnist þú unglegur
líka, og ef þú værir ekki að reykja, þá gæti vel
verið, að eg gætti mín ekki og spyrði þig, hvort
mamma þín hefði leyft þér að vera úti svona
seint að kveldinu. ”
“Heyrðu,” sagði hann, og það vay auðheyrt
að hann hafði eitthvað í ‘huga, sem hann hiJi'iði
sér við að segja, eða vissi ekki hvernig hann
ætti að koma orðum að. “Mig langar að spvrja
þig að nokkru, ef þér er sama. Eg vil ómögu-
lega meiða tilfinningar þínar, eða segja nokk-
uð, sem veldur þér áónægju, en þetta er nokk-
uð, sem hefir mikla þýðingu og sem eg þarf
endilega að fá að vita. ”
“Láttu mig heyra hvað það er,” sagði hún,
eftir að hafa beðið góða stund eftir að hann
héldi áfram.
“Það er svona,” hélt hann áfram seinlega.
“Mér* hefir aldrei þótt vænna um þig, en ein-
mitt nú og eg get ekki með nokkru móti án þín
verið. En nú, þegar náttmyrkrið er að koma
og við erum langt frá öllu öðru fólki, þá er eg
að hugsa um, hvort við séum í raun og veru
gift, þú og eg?”
“I raun og veru gift? Auðvitað. En hvað
áttu við?”
“Það er annars ekkert; en þetta var eitt-
hvað ekki ljóst fyrir mér og eg var að hugsa
um hvað fólk, sem kynni að vita um okkur hér,
kynni að hugsa um okkur?”
“Vertu ekki að neinu rugli,” sagði hún al-
varlega. “En nú er tími fyrir þig að safna
saman dálitlu af eldivið fyrir morgunmálið, á
meðan eg þvæ diskana og kem áhöldunum
fyrir.”
Hann stóð á fætur, til að gera það, sem hún
að hann, en fyrst gekk hann til hennar og faðm-
aði hana að sér. Hjarta hennar fyltist gleði
meiri og innilegri, heldur en hún hafði fundið
til í langan tíma.
Nóttin hafði dottið á, dimm, en þó með
daufu stjörnuljósi. En það hvarf bak við skýin,
sem komu einhvers staðar frá, enginn vissi
hvaðan. Þetta var byrjunin á Indíánasumr-
inu í Californíu. ^ Það var hlýtt en þó ofurlítil
merki þess, að nóttin væri að verða kaldari og
það var alveg logn.
“Mér finst, að við séum rétt að byrja lífið,”
sagði Saxon, þegar Willi var búinn að tína
saman eldiviðinn og kom aftur til hennar að
eldinum. “Eg hefi lært meira í dag, heldur en
á tíu árum í Oakland.” Hún andaði djúpt og
þandi út brjóstið. “Búskapurinn er meira við-
fangsefni, en eg hefi hugsað.”
^ Willi svaraði engu. Hann starði í eldinn og
hún vissi, að hann var að velta einhverju í huga
sínum.
“Um hvað varstu að hugsa?” spurði hún,
þegar henni fanst, að hann hefði komist að ein-
hverri niðurstöðu, og hún tók um aðra hend-
ina á ’honum.
“Eg var að hugsa um bújörðina okkar,”
svaraði hann. “Þessir smáskæklar eru kann-
ske nógu góðir fyrir útlendingana, en við, Ame-
ríkumennirnir, verðum að hafa rúmt um okk-
ur. Eg vil ekki geta séð yfir alt landið. Eg vil
geta ímyndað mér, að hestamir mínir séu hinu-
megin við hæðina, og að folöldin séu að leika
sér þar við einhvern lækinn. Það er töluvert
ábatasamt, að ala upp hesta, sérstaklega þessa
stóru hesta, sem vigrta þetta átján hundruð til
tvö þúsund pund. 1 borgunum gefa þeir eina
sjö til átta hundruð dali fyrir hverja tvo af
þeim, ef þeir eru vel saman valdir og svo sem
fjögra vetra. G-ott haglendi og nóg af því, er
það 'helzta sem þeir þurfa. Auðvitað þarf eitt-
hvert skýli fyrir þá og dálítið hey, en ekki mik-
ið, þar sem loftslagið er svona hlýtt. Mér hef-
ir aldrei dottið það í hug, fyr en nú, að það sé
vit í því fyrir mig, að ala upp hesta.”
Saxon fanst mikið um þetta. Hér var ný
úrlausn á hinu mikla vandamáli, og það bezta
við hana var það, að Willi átti hana sjálfur.
Enn betra var þó hitt, að nú fann hún, að enn
hafði 'hann traust á sjálfum sér.
“Það ætti að vera nóg pláss fyrir hesta og
ýmislegt annað á hundrað og sextíu ekrum, ”
sagði hún.
“Já, auðvitað. Heima við húsið höfum við
garðmat og ávexti og fugla og ýmislegt fleira,
eins og útlendingarnir, en samt nóg rúm til
þess að ganga um, en hestana lengra burtu.”
“En kasta ekki folöldin mikið?”
“Ekki mjög mikið. Ilestar endast illa í
borgunum. Þaðan ætla eg að fá hryssurnar.
Þær geta enst mörg ár úti á landi, þó þær þoli
ekki steinstrætin. Eg veit alt um það, og göm-
ul vinnuhross eru seld fyrir lítið í bæjunum.”
Þau sátu enn um stund og töluðu aftur og
fram um búskapinn, eins og þau hugsuðu sér
að hann ætti að verða.
“Dæmalaust er kyrt,” sagði Willi og reis
upp og leit í kringum sig. “En það myrkur!
Það sést ekki út úr augunum.” Honum fanst.
sér vera hálf-kalt og 'hnepti að sér treyjunni.
“Hér er samt betra loftslag, heldur en nokkurs
staðar annars staðar í heiminum. Þegar eg
var lítill, heyrði eg pabba oft dást að loftslag-
inu hér. Hann fór einu sinni austur og var þar
árlangt, en hann kærði sig ekki um að fara
þangað aftur.”
“Móðir mín sagði, að hvergi nokkurs stað-
ar væri eins gott loftslag eins og hér. Fólkið
hlýtur að hafa fundið mikið til mismunarins,
þegar það var búið að fara gegn um eyðimörk-
ina og fjöllin. Það sagði, að héy flyti alt í
mjólk og hunangi. Landið var svo frjósamt,
að alt óx, sem sáð var, ef nokkuð var hreyft við
jarðveginum, man eg að Cody sagði oft,”
madti Saxon.
“Og svo var nóg af fuglum og dýrum alls-
staðar til að veiða/’ sagði Willi. “Mr. Roberts,
sá sem fóstraði föður minn, rak nautgripi frá
San Joaquin til Columbia árinnar. Það voru
f jörutíu menn með honum og alt, sem þeir tóku
með sér, var púður og salt. Þeir lifðu á dýmm
og fuglum, sem þeir skutu.”
“Það var sægur af elkdýrum í fjöllunum.
Móðir mín sá heilar hjarðir af þeim í kring um
Santa Rasa. Þangað skulum við einhvem tíma
fara, Willi, mig hefir alt af langað til þess.”
“Þegar faðir minn var ungur maður,” sagði
Willi, “þá veiddi hann ósköpin öll af ýmiskon-
ar dýrum. Hann bæði skaut þau og elti þau
uppi á hesti, og snaraði þau. Hestar, sem hent-
ugir voru til þess, vora langtum meira virði í
þá daga, en aðrir hestar. Já, við skulum fara
til Santa Rosa einhvera tíma. Okkur lízt kann-
ske ekki á okkur niðri á iströndinni, og þá förum
við upp í fjöllin.”
Nú var eldurinn dáinn og Saxon var búin að
greiða sér og binda um hárið á sér. Rúmið var
ofur einfalt og þau lögðust út af og breiddu of-
an á sig. Saxon lét aftur augun, en gat ó-
mögulega sofnað. Henni fanst hún aldrei 'hafa
verið betur vakandi en nú. Hún hafði aldrei á
æfi sinni sofið úti fyrri og hvernig sem hún
reyndi, gat hún ekki vanist við það svona
strax. Þar að auki var hún að verða töluvert
stirð eftir gönguna, og sandurinn var ekki
nærri eins mjúkur eins og hún hafði hugsað.
Það leið hver klukkustundin eftir aðra. Hún
reyndi að telja sér trú’ um, að Willi væri sof-
andi, en var þess þó nokkurn veginn fullviss, að
svo var ekki. Hún heyrði einhvern hávaða í
trjágreinunum og henni fanst að Willi hefði
fært sig dálítið.
“IWillli,” hvíslaði hún lágt. “Ertu vak-
andi? ’ ’
“Já,” sagði hann í hálfum hljóðum. “Það
held eg þessi sandur sé harðari, heldur en þó
maður lægi á steingólfi. Eg hefði aldrei getað
trúað, að hann væri svona ónotalegur.”
Þau reyndu að snúa sér við og hagræða sér
sem bezt þau kunnu, en það kom fyrir ekki.
Sandurinn var þeim ónotaleg sæng.
Alt í einu heyrði Saxon eitthvert hljóð, sem
hún kannaðist ekki við og vissi ekki hvaðan
kom. Hún hlustaði á það um stund, án þess
að segja nokkuð, þangað til Willi fór að hafa
orð á þessu.
“Þetta er leiðinlegt hljóð,” sagði hann;
hver skollinn, sem það kann að vera.”
“Heldurðu, að það geti verið skellislanga”
spurði hún og reyndi að vera róleg, þó hún í
raun og veru væri það ekki.
“Það var einmitt það, sem mér datt í hug,”
svaraði hann.
“Nei, það getur ómögulega verið,” sagði
Saxon. “Þær eru engar til lengur hér um
slóðir. ’ ’
“Kannske ekki, en hvaða hljóð er þetta þá,
og hvernig stendur á, að við getum ekki sofn-
að.”
“Eg býst við, að það sé vegna þess, að þetta
er alt nýtt fyrir okkur. Eg hefi aldrei sofið úti
fyrri,” sagði Saxon,
“Og eg ekki heldur,” sagði Willi. “En eg
hefi alt af þangaði til nú haldið að það væri
grátlega skemtilegt. Við líklega venjumst því
með tímanum. Við getum það, sem aðrir geta,
og þolum það sem aðrir þola, og það hafa marg-
ir sofið úti. Það er ekki svo slæmt. Hér erum
við frjáls og frí og þurfum enga húsaleigu að
borga og enginn hefir neitt yfir okkur að
segja.”
Hann þagnaði alt í einu. Eitthvert hljóð
heyrðist þama aftur utan úr skóginum. Þegar
þau reyndu að komast eftir hvar það væri, þá
hætti það, og þegar þau reyndu að sofna, þá
heyrðu þau það aftur.
“Það er rétt eins og eitthvað sé að skríða
til okkar,” sagði Saxon og færði sig nær
Willa.
“Það eru þó að minsta kosti ekki viltir Indí-
ánar. Það getum við reitt okkur á. Þetta er
annars ekkert til að láta halda fyrir sér vöku.
Gömlu innflytjendunum hefði ekki þótt þetta
mikið. ’ ’
Litlu síðar varð hún þess vör, að herðaraar
á honum hristust og hún vissi, að hann var að
hlæja að einhverju.
“Eg var rétt að hugsa um dálitla sögu, sem
eg heyrði föður minn segja,í’ sagði hann. “Sag-
an var af gamalli konu, sem hét Susan Kleg-
hora og var ein af þessu fólki, sem kom fyrst
til Oregon. Þeir kölluðu hana glámskygnu
Susan. En hún kunni að fara með byssu, engu
að síður, og hitta það sem hún skaut til. Einu
sinni á sléttunum réðust Indíánar á lestina, sem
hún var í. Ferðafólkið bjó sér til skjaldborg
úr vögnunum, hringmyndaða, og þar innan við
var fólkið og uxamir, og skutu svo á Indíánana
og hröktu þá burtu og drápu marga af þeim.
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEO, MAN.
Yard Offlce: 6th Floor, Bank of HanfilltonOha.mber»
Indíánarnir sáu, að þeir gætu aldrei yfirunnið
þá í þessu vígi, og vildu fá þá til að koma út úr
því. Og ráðið, sem þeim datt í 'hug til þess, var
það, að þeir tóku tvær hvítar stúlkur, sem þeir
höfðu náð af annari lest, og tóku til að kvelja
þær, og voru ekki lengra burtu en svo, að fólk-
ið gat vel séð og heyrt hvað fram fór. Þeir
héldu sjálfsagt, að hvítu mennimir stæðust
þetta ekki ogkæmu út úr skajdborginni, og þá
gætu þeir unnið á þeim. Ferðafólkið gat ekk-
ert gert. Ef það hefði farið út úr hringnum, til
að bjarga stúlkunum, þá hefðu Indíánarnir
sjálfsagt drepið hvert mannsbarn, sem þarna
var. Þá tók gamla Susan til sinna ráða. Hún
tók garnlan byssuhólk og hlóð hann, og lét í hann
helmingi meira púður, heldur en átti að vera.
Svo miðaði hún á Indíánana, sem voru að kvelja
stúlkurnar. Sjálf skall liún aftur á bak og
meiddi sig svo í annan handlegginn, að hún var
handlama alla leið til Oregon. En hún stein-
drap Indíánana.
“En þetta var nú ekki skrítlan, sem eg ætl-
aði að segja. Það leit út fyrir, að gömlu Susan
félli einstaklega vel við John Barleycorn. Syn-
ir hennar og dætur og gamli maðurinn urðu alt
af að passa, að hún næði ekki í hann.”
“Um 'hvað ertu að tala?” spurði Saxon. VEg
skil ekki hvað þú ert að segja. ”
“ John Barleycorn, }>að er ekki von þú skilj-
ir það. Sumir kalla brennivínið þessu nafni.
E/ftir að þetta fólk kom frá Oregon og settist
að hér syðra, þá var það einn dag, að alt fólkið
fór eitthvað að heiman, en gamla konan sagð-
ist vera svo slæm af gigt, að hún gæti ekki far-
ið. Fólkið grunaði hvað hún ætlaði að gera.
Það var tveggja gallóna brennivínsbrúsi í hús-
inu. En áður en það fór, tók einn af drengjun-
um brúsann, fór með hann upp í hátt tré, sem
var þar nærri húsinu, og batt hann við eina
greinina, sextíu fet frá jörðu. En þegar fólkið
kom heim um kveldið, þá fann það gömlu Sus-
an á eldhúsgólfinu og var hún svo dauðadrukk-
in, að hún gat ekki staðið á fótunum.”
ÆFIMiNNING
VALGERDUR HILLMAN
fædd 22. sept. 1853
—dáin 26. maí 1929
Eins og áður er getið um í
Lögbergi, andaðist Valgerður
Hillman á heimili sinu norður
af Akra, 26. maí þ. á. Hún bjó
þar með fjórum yngstu börn
um sínum, eftir að hún misti
mann sinn fyrir þremur árum.
Valgerður sál. fæddist 22
sept. 1853 á Skerðingsstöðum í
Hvammssveit í Dalasýslu á ís-
landi. Foreldrar íhennar voru :
Sigurður Árnason og Kristín
Þorláksdóttir, sem þar bjuggu.
Með þeim ólst hún upp til sjö
ára aldurs, en síðan til fulllorð-
insára hjá föðurbróður sínum.
Hún fluttist til Ameríku með
fyrri manni sínum( Bjarna Pét-
urssyni, árið 1876, og settust
þau fyrst að í Mikley, en flutt-
ust brátt þaðan og settust að í
grend við Mountain, N. Dak.
Þar andaðist Bjarni 25. des-
ember 1879. Tvær dætur höfðu
þau hjón eignast. Dó önnur
þeirra (Petrína) í æsku, hin
(Helga) er gift Sigurði J. Stur-
laugsson í grend við Elfros,
Sask.
Valgerður sál. giftist í ann-
að sinn 17. júní 1884, Pétri J.
Hillman. Þau setust að fyrir
norðan Akra, N. D., og bjuggu
á þeim stöðvum ávalt. Pétur
andaðist 29. júlí 1926, og þar á
eftir bjó Valgerður sál. með
yngstu bömum sinum fjórum,
sem áður er sagt. •
Þeim Pétri og Valgerði varð
7 barna auðið. Af þeim lifa
fimm foreldri sín,, en tvö eru
látin. Börn þeirra voru: Steinn,
giftur konu af norskum ættum
og búsettur á heimilisréttar-
landi föður síns norður af
Akra, N. D.; Pétur Bjarni, dá-
inn; Una Margrét, dáin; og
fjögur, sem heima bjuggu hjá
foreldrum sínum og eru ógift:
Beena, Halldór, Gerða og Egill.
Stjúpsonur Valgerðar, er W. G.
Hillman við Bantry, N. Dak.
Eins og ártalið ber með sér,
var Valgerður sál. í hópi þeirra
innflytjenda, er snemma komu
frá íslandi. Varð það því
hennar hlutskifti, eins og ann-
ara á þeirri tíð, að ganga gegn
um hina sáru örðugleika frum-
herjalífsins. Og er maður at-
hugar það, að fyrri maður
hennar lézt á frumbýlingsár-
unum, verður það ljóst, að hún
hafi ekki sizt borið á þeim tím-
um þungar byrðar. En hún
mun hafa verið tápmikil og
kjarkgóð, og borið örðuigleik-
ana með hugprýði. Mörg síð-
ari árin mun ihún svo hafa bú-
ið við góð kjör; og þá er ellin
færðist yfir og líkamskraftar
fóru að bila^, mun hún hafa
notið ástríkrar umhyggju
barna sinna, er elskuðu hana
innilega, og mátu það mikils,
hversu góð og ^strík móðir
hún var. Enda er henni borin
sú saga a“f þeim, er vel þektu
■hana, að hún hafi verið ástrík
og elskuverð móðir, og ágæt
húsmóðir. Hafði hún ávalt
annast heimili sitt og störfin
þar með óþrjótandi skyRlu-
rækni og sífeldum kærleik.
Valgerður sál. var einlæg
trúkona. Þau hjón, Pétur og
Valgerður, voru um æði langt
skeið meðlimir iPéturssafnaðar
og tóku ákveðinn þátt í starfi
hans. Þegar heilsan fór að bila
og Valgerður því fór ekki oft
að heiman, ihafði hún það á-
valt til siðs, að lesa á sunnu-
dögum, enda las hún oft í biblí-
unni og sálmabókinni. Þar
fann hún styrk og leiðsögn og
huggun. Og nað drottins,
vernd hans og blessun treysti
hún af hjarta.
Valgerður dó 26. maí, eins og
áður er getið. Hafði henni þá
rétt áður þyngt, þó hún væri
um all-langt skeið búin að vera
mikið lasin. <— Börnin ihennar
sakna hennar sárt, og harma
fráfall hennar, þó þau hins-
vegar fagni út af lausnarstund
hennar og gleðjist í trúnni á
bjartari og betri kjör hennar
fyrir náð Guðs. Hún var jarð-
sungin a’f sóknarprestinum.
sóra Haraldi Sigmar, 29. mai,
frá heimilinu, í grafreit Pét-
urssafnaðar. Fjöldi ættingja,
vina og nágranna fýlgdi henni
til grafar. Var á öllu auðsætt,
að bennar var saknað sárt, og
til þess var fundið, að góð kona
var þar lögð til hvílldar, sem
hafði unnið skylduverk sín hér
með mikilli trúmensk.
H. S.