Lögberg


Lögberg - 01.08.1929, Qupperneq 7

Lögberg - 01.08.1929, Qupperneq 7
LÖGBERG FIMTUDAGINN 1. ÁGÚST 1929. Bl». 7. Frá Sóleyjum Eftir Ólaf Ólafsson. Ströndin er hálend, en ekki sæ- brött. Skógi klæddar eyjar, mjó sund og langir firðir koma manni kunnuglega fyrir sjónir. Klett- arnir stinga gráum skalla upp úr skóginum og bjóða þig velkominn til Nippon — Sóleyja. Horfirðu beint í vestur, sérðu snævi þaktan tind gnæfa hátt við himin, eins og borgarísjaka á öld- um blámóðuhafsins. Hefðirðu komið fyr, í júli eða ágúst, mund- irðu engin vegsummerki vetrar- ins hafa séð í Japan. — Við sækj- um vel að, því hvíta kórónan fer vel fjallakonunginum Fusijama, mestu prýði eins fegursta lands í heimi. ViS förum fram hjá löngum skaga, snúum svo beint til norð- urs. Sér nú til lands á báðar hlið- ar, en á landabréfinu sér maður, að fjörðurinn víkkar,, þegar inn eftir dregur. Og fyrir breiðum botni hans stendur höfuðborg landsins, Tokyo, og hafnarbærinn Yokohama. Það var sumarið 1921, sem eg kom til Japan fyrsta sinni. — Kristniboði Vestur-ísl. í Japan, séra lOctavíus Thorlaksson, kom á móti okkur til Yokohama. Varð svo að ráði, að eg yfirgæfi þar skip og færi með houm landveg til Nagoya, þar sem hann þá var til heimilis. En þaðan er skamt til Kobe, næsta viðkomustaðar skips- ins í Japan, og auðvelt að ná því þar aftur, af því sjóleiðin er ólíku lengri. Yokohama er mikill verzlunar- bær og mestallur til orðinn á end- urbótatímabilinu, eða síðan nokkru eftir miðbik síðustu aldar. Skipagöngur eru þar afar-tíðar til útlanda og kringum land, og járn- brautir liggja þaðan i allar áttir, eins og þræðir í kóngulóavef. Margt er þar með nýmenningar- sniði, eins og títt er í japönskum bæjum. Fornjapanskar menning- armenjar eru hvergi meiri en í Tokyo En við eigum ekki kost á að fara þangað. Eg kveð félaga mína í skyndi, hleyp á eftir Octa- víusi til járnbrautarstöðvanna, kaupi farseðil og er fimm mínút- um seinna á fleygiferð með næt- urhraðlestinni vestur í land. Það er liðið langt á kveld, og við erum aðframkomnir af þreytu. Við kaupum okkur kvöldverð. Svo klifrum við upp í sængur- hreiður, efst í ræfri svefnklef- ans. — Eg veit, að við förum fram hjá Fusijama, en úti er niðamyrk- ur, eins og öll heimsins ljós væru sloknuð. Hugsaðir þú þér hana svona, fyrstu járnbrautarferðina þína í Japan! Klukkan 8 um morguninn erum við í Nagoya. Við hristum af okk- ur rykið, förum í sparifötin og bú- um okkur, eins og bezt má verða, undir þenna eina dag—í Japan. 'Ekki þarf að efast um, að eg var velkominn gestur á heimili séra lOctavíusar. Höfðu þau hjón- in frá mörgu að spyrja eftir fimm ár “í útlegð”, enda bar eg þeim bréf og kveðjur frá ættingjum og vinum í Ameríku. — Nokkru síð- ar ókum við úr hlaði, lét bifreiðin fáa akfæra vegi í borginni eftir skilda, og gaf sig ekki fyr en langt úti í sveit. öllu veittum við eftirtekt; heimsækjum merka staði og miður merka, og spyrjum séra Octavíus um alt hugsan- l«gt. — Til Kína er ferðinni heitið. Og nú erum við komnir inn í “and- dyrið”. Bendir alt til þess: Húsa- gerð, klæðaburður, mataræði, uiál og menning, en fólkið þó fyrst og fremst. Japanar eru mjög lágir á velli; er meðalhæð karla 158 cm. (með- alhæð íslendinga er 171 cm.), en kvenna að eins 148 cm. Þeir eru grannir og mikil snyrtimenni. Hárið er venjulega hrafnsvart, strítt og slétt, eins og á Kínverj- um. Laglegri eru þeir en Mongól- ar yfirleitt, og er hörundsliturinn allhvítur. Margir semja þeir sig °ijög að siðum hvítra manna, þó ®r alþýðan all-fastheldin. Kven- búningurinn japanski er afar ein- kennilegur, en ekkr ólaglegur, tegar maður venst honum. Kjól- arnir eru oft allavega skjóttir. Mittisbandið er afar-breitt og eru fimtn mjórri bönd notuð til að reyra það á sig; 'það er hnýtt á Urjóhryggnum, en hnúturinn svo fyrirferðarmikill, að mest líkist svaafli. Hárið er prýðilega sett UPP, en alt of fyrirferðarmikið og gljásvart. Japanareru óvenjuelga h*verskir og eru að því leyti ^rakkar Austurálfunnar, þó nokk- uð séu þeir yfirborðslegir. Þeir eru samvinnuþýðir og lipurmenni. Áhlaupamenn eru þeir miklir, en miður útheldnir. Hviklyndir eru þeir og litlu orðheldnari en Kín- verjar. Við vorum boðin til tedrykkju á japönsku heimili. Kemur sér vel, að séra Octavíus er vel að sér í málinu og kann allar reglur kurteisinnar. Hér er hvorki forstofa né lang- ur gangur. Skóna setur maður af sér fram við anddyrið. Gólfið er upphækkaður, tveggja þrepa hár pallur. Á því eru haglega ofnar hálmábreiður. Ekki eru stólar, borð né önnur húsgögn sjáanleg. Maður bregður undir sig fótunum og situr á gólfinu og býr þar um bólið sitt á kvöldin. IByggingarlag hofanna í Japan og “pagódanna” er alkínverskt, og| íbúðarhúsin bera mjög keim af kínverskri húsagerð. Þau eru venjulega bygð úr timbri, lág og lítil og liggja laus ofan á grunn- inum, nema hvað stærstu stoðirn- ar ná eitthvað niður í undirstöð- urnar. Veggirnir eru þunnir og á þeim víða hlerar úr margföldum. pappír, er skjóta má til hliðar. Mun ekki veita af góðri loftræs- ing í svo heftu landi. Gluggarnir eru allstórir, en rúðurnar afar- smágerðar; er oft notaður gagn- sær pappír í staðinn fyrir rúðu- fler. Ekki eru kjallarar undir húsunum Annars ber flest vott um, að menn geri alt, er í þeirra valdi stendur, til að verjast versta óvini landsins, — jarðskjálftun- um. — Ekki mundu japönsk hús teynast vel á íslandi; þau mundu fjúka þar eins og tómir kassar, og norðannæðingarnir færu i gegn um þau eins og hrip. Við sátum kringum teketilinn, borðuðum sætar kökur og höfð- um okkur margt til skemtunar, en það þó helzt, hve mikill klaufi eg var að halda á matprjónunum. Heldur maður á þeim báðum í hægri hendi; mundi eg fyr hafa lært að prjóna með þeim en borða. Eg kunni vel við mig á þessu frið- sæla heimili, bar flest vott um hreinlæti, snyrtimensku og lát- lausa prýði. Viða héngu pappírs- voðir á veggjunum. Á þær voru ýmist dregnar landslags-, fugla- eða dýramyndir, eða skrautrituð forn óg fögur máltækí,, eins og sjá má á hér um bil hverju einasta heimili í Kína. Enda eru kín- verskar leturmyndir óvenjulega vel fallnar til skrautritunar. — Kínverska var um langt skeið mentamálið í Japan, að sínu leyti eins og latínan var það í Evrópu. Japönsku hljóðritunartáknin eru af kínverskum uppruna, en kín- versku leturmyndirnar eru notað- ar jafnframt þeim, þótt þær séu óbreyttar að rithætti og þýðingu, er þó framburðurinn alt öðru vísi en í Kína. Epda er japanskan ekkert skyld kínverskunni. — Al- þýðumentun er í góðu lagi i Jap- an; kunna flestir að lesa og skrifa, enda hefir skólaskylda ver- ið lengi þar í landi. Háskólar eru þrír í landinu (sá stærsti í höfuð- staðnum)i; standa þeir fullkom- lega jafnfætis háskðlum Norður- álfunnar. Seinni hluta dagsins heimsótt- um við stórt sjúkrahús þar í bæn- um. Það var tveggja hæða hús, með útlendu byggingarlagi. Eft- irtektarverðastar þóttu mér þær sjúkrastofur, sem ætlaðar voru fjölskyldum Þær voru langar, en þiljaðar í sundur í tvö snotur her- bergi. Eg vissi til þess, að í einni slíkri stofu lá maður sjúkur í innra herberginu; en konan hans hélt til í fremra herberginu, með tveim börnum þeirra hjóna. Þar matbjó hún fyrir alla fjölskyld- una og stundaði jafnframt bónda sinn. Um kvöldið sátum við að snæð- ingi í japönsku veitingahúsi, séra Octavíus, frú hans og eg. Á gólf- ínu hér og þar stóð mikill fjöldi af smá-glóðarkerum, eða eldavél- um. Hópar af fólki sátu kring- um þessi eldavélakríli og mat- bjuggu. En hvergi voru borð, stólar né bekkir í salnum. __Okk- ur var fengin panna. Við settum hana yfir glóðarkerið og sköruð- um í eldinn. Þá var okkur bor- in feiti, Móðlugt iköiötstykki og allskonar grænmeti. Alt þetta steiktum við og hrærðum sleitu- laust í, og stráðum svo ríkulega sykri yfir þessa fágætu krás. Þá voru okkur gefnir matarprjónar og sín skálin hverju. í skálarn- ar helti veitingastúlka úr hráu eggi, sem við svo hrærðum í og notuðum fyrir Idýfu. Þótti mér þetta góður matur og borðaði Líður Nú Aftur Vel, Eftir Sex Ára Veikindi. í 6 ár var Mr. Emery B. Shank, Harrisburg, Pa, heilsulaus maður. Hafði ált af kvef, var taugaveikl- aður, gat ekki borðað á morgnana og var með öllu áhugalaus. “Eftir að hafa tekið Nuga-lTone,” segir hann^ “er eg áftur sami maður, eftir 6 ára heilsuleysi. Nú borða eg þrjár góðar máltíðir á dag og hefi þyngst um mörg pund.” Nuga-Tone Ihefir gert krafta- verk á þúsundum manna og kvenna, sem þjáðst háfa af melt- ingarleysi, lystarleysi, gasi í mag- anum, höfuðverk, svima, tauga- veiklun, sve'fnleysi og öðru slíku.t Nuga-Tone fylgir ábyrgð og það verður að reynast vel, eða þá að peningunum er skilað aftur. Fáðu þér flösku strax í dag hjá lyfsal- anum. Vertu viss um, að fá ekta Nuga-Tone. Eftirlíkingar eru ekki neins virði. 1 nægju mína, þó prjónarnir flækt- ust fyrir. Við hátíðleg tækifæri og í veizl- um, nota Japanar lítil og lág borð. Er einn réttur á hverju þeirra. — Hrísgrjón nota þeir mikið. Þau eru gufusoðin, eins og i Kína og borin með síðasta rétti. Klukkan að ganga 12 um kvöld- ið, sátum við kófsveittir í sjóð- heitu, japönsku baði. Baðkerið var djúpur trédallur, og var ofn- inn settur inn í hann neðanverð- an. Vatnið á að vera sem allra heitast, og á maður að sitja í því upp að nefi sem lengst. Mér lá við að fara eftir tilfinningum mínum, en fór þó ekki upp úr, bæði vegna þess að baðið var japanskt, og svo vildi eg ógjarna láta spyrjast; að íslendingar bráðnuðu fyr en aðrir menn. Um morguninn, kl. 4 daginn eftir, átti eg að; fara með járn- brautarlest suður í Kobe. Eg vaknaði ekki fyr en klukkan 5%, rauk á fætur í ofboði, en varð að bíða eftir næstu lest, eða til kl. 7. Eftir 5 tíma akstur komum við til Kóbe, þ. e. a. s.kl. 12, nákvæmlega á þeim tíma, sem skipið, “Empress of Russia”, átti að fara þaðan. Eg vona í lengstu lög, að hún sé á eftir áætlun, hleyp upp í “riksja’’ — léttan handvagn, sem er afar- mikið notaður í Japan og Kina—, fæ tvo menn til að draga hann, lofa þeim tvöföldu gjáldi og þýt svo af stað til bryggjunnar. Þang- að var tíu mínútna akstur, svo við komum í tæka tíð til að sjá “Empress of Russia” ösla út fjörðinn. Eg varð Strandaglópur — í Japan. Nú eru góð ráð dýr. í mesta fáti fer eg til skipa-afgreiðslunn- ar og mæti þar þremur blindfull- um Engllendingum í dyrunum. Eg sýni þeim farseðilinn, hann gild- ir alla leið til Kína. Eg sýni þeim vegabréfið, það er undirritað af enskum, japönskum og kínversk- um konsúlum. — Að hálftíma liðn- um fer lestin til Nagasaki, næsta og síðasta viðkomustað skipsins i Japan. Farseðillinn þangað kost- ar 20 Yen, h. u. b. 40 krónur, en eg hefi aðeins 50 Sen, eða eina krónu í vasanum. Þó eg segist hafa nóga peninga um borð, þor- ir afgreiðslan ekki að lána mér fyrir fargjaldinu. — En það heilla ráð er mér gefið, að leita nú á náðir danska konsúlsins þar í bænum. (Oft hefi eg orðið að snúa mér til danskra konsúia, en aldrei gert það ónauðugur. Einu sinni hefir þó danskur konsúll reynst mér reglulega vel. Hann var Grundt- vigssinni, Suðurjóti og íslands- vinur. Hann skrifaði með glöðu geði “íslenzkur borgari” á vega- bréfið mitt. Annars er eg hálf- hræddur um,, að flestir íslenzkir langferðamenn nú á dögum sigli undir dönskum fána, eða með öðr- um orðum sem “dansk Under- saat.” Danski konaúllinn í Kóbe kvað marga Norðurlandabúa vera þar í bænum, og ráðlagði mér að leita þá uppi og reyna að fá peninga að láni. Ef til vili hefir hann haldið, að í mér væri einhver dropi af beiningamanna-blóði. — Nagasaki-lestina heyrði eg hvína í síðasta skifti. Sneri eg nú aft- ur til afgreiðslunnar og var í illu skapi; en þar var mér þó að lok- um liðsint. Mér gafst nú góður tími til að litast um í Kóbe. Næsta lest fór ekki fyr en kl. níu um kvöldið. En í Nagasaki átti hún að vera kl. 5 síðdegis daginn eftir, eða ná- kvæmlega á sama tíma og “Em- press of Russia” átti áð fara það- an. Mér lá við að snúa aftur til Nagoya, af því eg vissi, að lestin stóð ekki í neinu sambandi við skipið, og yrði hún svo á eftir á- ætlun, eins og búast mátti við á svo langri leið, hvað tók þá við? Kóbe þótti mér leiðinlegur bær. Enda er óvenjulegt, að annað sé hægt að segja um þessa miklu hafnar- og verzlunarbæi í Japan og Kína. Eftir jarðskjálftann óg- urlega 1923 lítur Kóbe alt öðru vísi út en þegar eg var þar. Við höldum nú sem leið liggur til Nagasaki, en þangað er 20 tíma akstur. í okkar vagni eru aðeins tveir langbekkir til beggja hliða. Samferðafólkið flest tek- ur af sér skóna og kreppir fæt- urna undir sig uppi á bekknum. Eg sit við gUuggann, sem að sund- inu snýr og horfi á skógi klæddar eyjarnar og litlu, einkennilegu seglbátana og háu hlíðarnar fyr- ir ofan okkur, og fólkið, sem ekur og gengur á veginum fram með járnbrautinni. Því er ekki að fagna, að þessi lest fari nú með okkur alla leið til Nagasaki. Kóbe er á aðal- eynni, Hond, en Nagasaki á Ki- ushu, sem er syðst japönsku eyj- anna. Þangað er hægt að kom- ast með ferju. En eg var hrædd- ur um, að eg tæki ef til vildi ekki rétta ferju, því þar var fjöldi skipa. 'Og hinum megin við sund- ið gat vel verið, að eg lenti í ein- einhverri lest, sem svo færi með mig í þveröfuga átt. Engan hitti eg er skildi ensku né þýzku og gæti leiðbeint mér. Eina úrræð- ið var að tönlast á Nagasaki, Nagasaki. Og til Nagasaki kom eg í tæka tíð. Eg kom síðastur manna um borð á ferjuna, sem flutti fólk út í “Empress of Russia”, og 25 min- útum seinna vorum við á leið til Kína. Félögum mínum um borð þótti sem hefðu þeir mig úr helju heimtan og voru engu minna glaðir yfir leikslokum en eg. Eg gisti Japan aftur sumarið 18|27. Við lögðum af stað frá Shanghai 9. maí, með japörisku eimskipi. Leið okkur eins vel á þriðja farrými eins og nokkrum getur liðið á fyrsta, enda voru farþegar fáir og veður indælt. Og svo er líka þriðja farrými, bæði í járnbrautarlestunum og á eim- skipunum í Japan ólíku betri en maður á að venjast á Norðurlönd- um. —i Frá Nagasaki, þeim hafn- arbænum í Japan, sem næstur er Kína, er ekki nema 5 klukkustunda akstur með hraðlest til Kurume. Og til Kurume komum við um kvöldið 20. maí. Fjölmargir útlendingar koma til hafnaribæjanna í Kína og Japan, en tiltölulega fáir fara inn í land- ið. Hafnarbæirnir eru eins og hálfopnar dyr, sem margt fólk stendur fyrir utan. Vilji maður kynnast landinu og þjóðinni, verð- ur maður að fara innfyrir “dyrn- ar”, inn í landið, upp í sveitirnar. Og nú eigum við kost á þvi. Með eimreiðarhraða þjótum við “mót fjallahlíðum háum’’, inn fyrir fjarðarbotninn, inn breið og frjó- söm daladrög, inn á milli fjall- anna. Sex ár eru nú liðin síðan eg var hér í fyrra skiftið. Kemur manni margt kunnuglega fyrir sjónir eftir dvölina í Kína. Hvorki ný- menning né lítilsvirðing Japana i garð Kínverja hafa getað breitt yfir hin mörgu og miklu vegsum- merki fornkínverskra menningar- áhrifa. — Námfúsir hafa Japanar verið, bæði fyr og síðar, og fá- dæma framkvæmdarsamir. En þá Mýtur að skorta frumleik og sæmilega fastheldni. Fyr á tím- um námu þeir trúarbrögð, sið- fræði, bókmentir, ritlist, húsa- og klæðagerð af Kínverjum. Nú hafa þeir hleypt yfir sig stakki Evrópumenningarinnar óbreytt- um. Laglegar á að líta eru eftirlík- ingar Japana, en lélegar að gæð- um. Annars ber flest vott um, að áhrif Evrópumenningarinnar í Japan séu í raun og veru yfir- borðslegur gljái, og að í öllum breytingum, sem þau hafa vald- ið, hafi ekki róttækur byltingar- andi kristindómsins verið að verki. Er mér ekki óskiljanlegt, þó Gandhi telji Indland betur farið án slíkra áhrifa. — Kristin- dómurinn er ekki aðeins til fram- kvæmda, heldur einnig fullkomn- unar, á öllum svæðum mannlegr- ar starfsemi. Japanska þjóðin má illa við því, að vera án þessa afls, án kristindómsins. Við vorum svo heppin að koma hingað á fegursta tíma ársins, áður en akrarnir gulna og blóm- in fölna. Finst óvíða 4 heiminum önnur eins blóma fjöld; hið hvíta blómskrúð kirsiberjatrjánna í Japan er frægt um víða veröld. fiHunttwmtMUMrwirMtMiMmiiiMiMiimHMiHi/iDimmmiimiiuuHi GOTT FYRIR BÖRN og FULLORÐNA OGILVIE WHEAT HEARTS =' i CANADA | BEZTI MORGUNMATUR 1 TiuiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiuiiiiiiiuiminiiiniUiliiiniuiiuminÍMMirý Margt þykir manni eftirtektar- vert í Japan, en mesta undrun held eg að fegurð landsins og frjósemi veki hjá okkur, og svo þéttbýilð. Það gefur að skilja, að iðnaður, sjávarútvegur og verzlun veitir mörgu fólki at- vinnu hér, því að á aðaleyjunum þremur er hátt á annað hundrað íbúar til jafnaðar á ferkílómetr- ann, en ræktaða landið kvað ekki vera nema rúimlega 20 af hundr- aði. — Mikill hluti óræktaða landsins er skógi klætt. Hefir stjórnin látið mjög til sín taka í skógræktarmálinu, engir síður en í öðrum velferðarmálum þjóðar- innar. iStjórnarframkvæmdir og afskiftasemi er ef til vill ekki í neinu landi eins áberandi og í Japan. Enda er það líka stjórn- in, sem frá því fyrsta hefir geng- ist fyrir öllum umbótum í Japan. Verklegar framkvæmdir eru ef- laust engu minni í Japan en af er látið. Munu ferðamenn flestir samdóma um það, þó þeir hafi ekki farið þangað um Kína, þar sem alt liggur í kalda koli. Stór- iðnaði fleygði fram í landinu á stríðsárunum, og vöruflaumsins frá Japan verður nú vart um all- an heim. Reykháfa -skógarnir sumstaðar minna á stærstu iðn- aðarhéruðin á Englandi. Einkum þótti okkur járnverksmiðjurnar skamt frá Moji stórkostlegar, enda kváðu þær líkjast mest Krupps-verksmiðjunum í Þýzka- landi. Þrátt fyrir miklar framfarir og að Japan er talið að vera stór- veldi, er þjóðin að mörgu leyti bágstödd og brjóstumkennanleg. Jarðfræðingar gefa Japan slæm- an vitnisburð, ekki að ósekju, eins og reynslan hefir sannað. Frásagnir blaðanna um jarð- skjálftana hræðilegu 1923 eru öllum í fersku minni. Hefir eng- in þjóð beðið meira tjón af völd- um náttúrunnar en Japanar. Nokkuð á aðra miljón manna urðu húsnæðislausir í jarðskjálft- unum 32 árum áður, árið 1891. Árið 1894 skolaði 80 feta há haf- alda 30 þúsundum manna með sér út í sjó. Áður höfðu einu sinni 100 þúsund manna farist á líkan hátt. Enga þjóð skortir landrými á- takanlegar en Japana. Hafi þeir verið ágengir og óréttlátir í við- skiftum sínum við Kínverja, er þeim það nokkur vorkunn. Þeir urðu að ná fótfestu á meginland- inu. Þá skorti landrými, og þá skorti hráefni, eftir að þeir gerðust iðnaðarþjóð, en það höfðu Kínverjar hvorttveggju í ríkara mæli en nokkur önnur þjóð. — En fyr eða síðar munu Japanar verða að bæta fyrir níðingsverk sín í Kóreu, í einhverri mynt. Eins og við er að búast, eiga þeir nú litlum vinsældum að fagna í Kína, og er mikið tjón að því. Áður höfðu Kinverjar keypt einn þriðja af útfluttum iðnaðarvörum Japana. í miðjum júnímánuði lögðum við upp í langferð. Á Hondo norð- arlega, ekki mjög langt frá Tokio, er stöðuvatn, sem Nojiri heitir. Er þar náttúrufegurð mikil og svo kalt á sumrin, að þar hafa útlendir menn og innlendir bygt sér sumarbústaði, og halda þar til heitasta tíma ársins. Við héld- um þar til í húsi, sem heitir Val- höll og er eign íslenzku trúboðs- hjónanna í Japan. Mánuði seinna vorum við aft- ur á suðurleið, á leið til Kína. Frá Nojiri til Nagasaki er 42 klukkustunda ferð með hraðlest. .Ber margt fyrir augun á þeirri löngu leið, þó ekki sé alt í frásög- ur færandi. Tokyo og Fusijama verður þó að geta að nokkru. ITokyo, hinn mikli höfuðstaður, er merkasti sögu- og fornmenja- staður landsins, — Jerúsalem Jap- ana. Borgin stendur fyrir breið- um fjarðarbotni; á aðra hönd er stærsta og frjósamasta flatlendi í Japan; kvað það alt vera gam- all f jarðarbotn. Með fádæma dugnaði er nú verið að reisa borgina úr rústum, þó víða sjáist enn þá vegsummerki landskjálft- ans 1928. Við stóðum þar við nokkrar klukkiistundir og hag- nýttum okkur þann tíma af fremsta megni. Ekki fá aðrir en örfáir útvaldir að sjá elztu og merkustu byggingu borgarinnar, keisarahöllina. Kringum hana eru djúpir skurðir og svo há virki, að ekki bólar einu sinni á þökun- um. Fyrir utan virkin er óvið- jafnanlega fagurt og vel hirt. Eins og állstaðar í Japan, eru húsin í Tokyo lág og þar eru til- tölulega fá stórhýsi. Næsti viðkomustaður okkar var Gotemba, skamt frá rótum fjalla- jöfursins — Fusijama. Fusijama kinkar til þín kolli löngu áður en nokkuð annað sér til lands. Þjóðin á heldur engan betri fulltrúa til að heilsa sonum sínum velkomnum heim aftur og bera þeim hinztu kveðjuna, sem úr landi fara. Fusijama er heil- agt fjall og hefir frá ómunatíð verið, í hugum manna og hjörtum, í skáldskap og listum, ímynd alls þess, sem fegurst er í land- inu og bezt í fari þjóðarinnar. Á lakkvörum, postulíni, málm- smíðum, silki og allskonar mun- um og áhöldum, sér maður mynd- fyrir sumarið er vissara að hafa meðal við sólbruna, pöddu- stungum, þyrnirispum og sár- um. Zam-Buk hefir ávalt reynst besta meðalið. Takið það með 50c askjan, hjá öllum lyfsöl- um og í búðum. am-b.uk ir af Fusijama. Ótal sagnir hafa myndast um þenna himinháa varða í miðju landi, sém ekki er í neinu samhengi við hin fjöllin og er hálfu hærri en flest þeirra. Það er heillög skylda og óskrifuð lög, að fara að minsta kosti einu sinni á æfinni upp á Fusijima og færa guðunum fórnir þar. Á hverjum degi, frá 10. júlí til 15. ágúst, fara um þrjú þúsund píla- grímar upp á Fusijima. Fusijama líkist digrum, stýfð- um sykurtopp. Frá Goteamba, sem er 15 hundruð fet yfir sjávar- mál, er ekki nema 10 klukku- stunda gangur upp á fjallið, en það er 12 þúsund og 4 hundruð feta hátt, eða 1650 metrum hærra en öræfajökull. Gefur því að skilja, að brattinn er mikill og jafn alla leið; lítur fjallið afar- hrikalega út, þegar maður kemur að því. Ekki hefir verið hiti i Fusijama' nokkur Ihundruð ár. Gígurinn er 560 feta djúpur; við gengum í kring um hann á þrem- ur stuundarfjórðungum. Gróð- urríki er nú mikið kringum fjall- ið, en alveg er gróðurlaust niður í miðjar hlíðar, og er gjall í jarð- veginum í margra milna fjarlægð. Yið vorum þreytt um kvöldið, 13. ágúst, þegar við lögðum okk- ur til hvíldar í kofanum, rétt fyr- ir neðan efstu f jallsbrúnina. Ekki varð okkur þó svefnsamt um nóttina; breytingin á loftþyngsl- um var svo mikil, pílagrímar voru að koma alja nóttina, og svo var okkur kalt. Þegar við lögðum af stað um morguninn, var 36 gr. C. hiti, en 0 gr. C. á fjallinu um kveldið. Tæpa tvo mánuði á sumr- in tekur Fusijama af sér snæ- hettuna, skaflarnir í gígnum þiðna þó aldrei fyllilega. Síðasti áfanginn er drjúgur, og lögðu allir á stað kl. 3 um nótt- ina. Himininn var heiður og tungl í fyllingu. Var útsýnið ótakmark- að og ógleymanlega fagurt í tunglsljósinu um nóttina, engu síður en í sólskininu um morgun- inn. Pílagrímarnir ujppi á Fusijama sjá manna fyrstir morgunroðann yfir öldum Kyrrahafsins, sólrás nýs dags. — Aðeins einu sinni hefir íslendingur átt því láni að fagna að vera í þeirra hóp. —Eimreiðin. Þúsund ára Alþingíshátíð íslands 1930 Cunard línan kjörin af sjálfboða heimferðar- nefnd Vestur-IsJend- inga, auglýsir beina ferð frá Montreal til Reykjavíkurí sambandi við þúsund ára hátíðina í Reykjavík og á Þingvöllum Cunard Línu skiþin, sem sigla frá Montreal, eru ný, bygð síðan á stríðinu stóð. Allur viðurgjörningur og útbúnaður hinn bezti. Sérstakar ferðir verða útbúnar á Islandi og í öðrum löndum, í sambandi við þessa ferð til alþingisliátíðar- innar. Leitið frekari upplýsinga hjá Cunard Línu skrifstofunni í ná- grenni yðar, J. H. Gíslasyni, umboðsmanni sjálfboðanefndarinnar, 409 Mining Exohange, Building, Winnipeg, Eða: Thorstinu Jackson CUNARD LINE 25 Broadway New York

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.