Lögberg - 01.08.1929, Síða 8

Lögberg - 01.08.1929, Síða 8
Bls. 8. LÖGBERG FIMTUDAGINN 1. ÁGÚST 1929. Glóðheitar bollur búnar til úr RobinHood Ur bænum Ásgeir Clemens frá Silver Bay og Guðrún F. Sveinson frá Vogar voru gefin saman í hjónaband að 599 Sherbrooke St., 25. þ. m. af dr. Birni B. Jónssyni. Þann 26. júlí, kl. 8 að kveldi, fór fram viðhafnarmikil hjónavígsla í Elks Club Rooms hér í borginni. Brúðhjónin voru E. Leo Johnson og Jónína Sigríður Olson. At- höfnina framkvæmdi dr. Björn B. Jónsson. Fjölmenn og ríkmann- leg veizla var haldin í hinum rúm- góða fundarsal, og stóð hún til miðnættis. Lögberg óskar ungu hjónunum efnilegu hamingju- samrar framtíðar. Sunnudaginn hinn 4. ágúst pré- dikar séra Jóhann Bjarnason í Mikleyjar kirkju. Fer þar einnig íram ferming og altarisganga. Fór séra Jóhann áleiðis til Mikleyjar á mánudaginn. Gjafir til Jóns Bjamasonar skóla. Consul General Böggild, Mont- real ................. $10.00 Mrs. Inga Thordarson, Chi- cago .................... 10.00 Miss Jóhanna Hallgrímsson, Minneota ................ 5.00 Mr. og Mrs. P. Jökull, Min- neota .................. 5.00 Sigríður Eiríksson, Mary Hill 5.00 Ungtemplara stúkan Gimli No. 7, Gimli, Man ........ 10.00 Mr. og Mrs. Jón Árnason, Moosehorn, Man............ 2.00 Kvenfél. “Stjarnan’’, Árnes, Man.................... 10.00 Pembinasöfnuður ........... 10.00 Kvenfél. Liljan, Hnausa .... 10.00 S. W. Melsted, gjaldk. Jarðarför Helgu sál. Bárðarson, er andaðist að heimili sínu í Ar- gylebygð þ. 22. júlí eftir ellefu vikna legu, fór fram þ. 24. s.m., fyrst með húskveðju á heimilinu og svo með útfararahöfn í kirkju Frelsissafnaðar. Fjöldi fólks við- statt. Hin látna, er var merkis- kona, var ættuð úr Mýrasýslu, for- eldrar hennar þau hjón Eiríkur Jónsson og Guðríður Jónsdóttir, er áttu heima á Litlu Brekku í Borgarhreppi. Maður Helgu var Sigmundur sál. Bárðarson, er Iézt að heimili þeirra hjóna í desem- ber 1902. Þau hjón komu að heim- an árið 1886, námu land í Argyle- bygð árið eftir og bjuggu þar æ síðan. Þau eignuðust tólf böm. Þrjú af þeim dóu ung, tvö dóu fullorðin árið 1923, Guðbjörg og Sigurður, hann af brunaslysi vest- ur í Vatnabygðum í Saskatche- awn. Sjö eru á lífi: 1. Ólína Guð- ríður Sigurrós, 2. Guðbjörn Sigur- jón, 3. Jórunn, gift Dr. R. Mc- Leod, 4. Jón, kona hans Guðrún Jósefína f. Richter, 5. Eiríkur Valdimar, 6. Felix og 7. Lilja. — Hin systir Helgu sál. er á lífi, Guðbjörg að nafni, og á heima í Glenboro. Búskaparár sín á ís- landi, sex eða sjö í alt þar, bjuggu þau Sigmundur og Helga í Rauða- nesi í Borgarhreppi í Mýrasýslu. Eftir lát manns síns 1902 bjó Helga sál. ein með börnum sínum og fórst vel. Fjölskyldan öll hin myndarlegasta og vel látið fólk. —■ útförin var undir umsjón J. S. McLellan, frá Baldur, er hefir hinn fullkomnasta útbúnað eins og nú gerist í stórborgum. Mr. Óli Anderson söng einsöng í kirkj- unni. Séra Jóhann Bjamason jarð- söng. (Fréttar. Lögb.). í Séra Rúnólfur Marteinsson fór j til Pembina á laugardaginn í vik- j unni sem leið og prédikaði þar á 1 sunnudaginn. Pembina söfnuður I er fámennur, því þar eru nú orðn- ir fáir ísendingar, en hann er engu að síður lifandi og starf- andi. Hinn 18. júní voru þau Rúnólf- ur Sigurdson og Winnifred Rachel Holiday, bæði til heimilis í Win- nipeg, gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni, að 493 Lipton St. Heimili þeirra verður framvegis í Winnipeg. Mr. og Mrs. Páll Guðmundsson, frá San Diego, Calif., voru stödd í borginni í vikunni sem leið. Þau áttu lengi heima í Winnipeg og fluttust héðan til Saskatchewan og þaðan fyrir sex árum til San Diego. Mr. og Mrs. Halldór Anderson, Cypress River, Man., hafa verið j stödd í borginni nokkra undan- farna daga. Mrs. Anderson er að leita sér lækninga. Messuboð. — Næsta sunnudag messar séra Carl J. Olson að Moz- art kl. 11 f.h., Wynyard kl 3 e. h. og Kandahar kl. 7.30 e. h. Allar þessar guðsþjónustur fara fram á íslenzku. PIANO HLJÓMLEIKA ! heldur Mr. Tryggvi Björnsson á j eftirgreinduym stöðum: Árborg — 5. ágúst. Riverton — 7. ág. Lundar — 12. ág. Glenboro — 14. ág. Baldur — 16. ág. Gimli — 19. ág. Hljómleikar í Winnipeg auglýstir síðar. Mr. og Mrs. Andrew Pálmi, frá Jackson, Mich., komu til borgar- innar um helgina og verða hér þessa viku. Mr. Pálmi hefir ver- ið tólf ár þar syðra og mjög fáa íslendinga séð á þeim tíma. Er hann góður íslendingur, engu að síður og munu margir Vestur- íslendingar kannast við hann af vísum, sem birzt hafa eftir hann í Heimskringlu og' verðlaunum, sem hann hefir gefið fyrir bezt ortar hringhendur. Mr. Pálmi var eitt sinn glímumaður mikill og glímukappi á Norðurlandi. Þá í- þrótt hefir hann nú ekki æft í mörg ár. íslenzku glímunni seg- ist hann þó muni aldrei gleyma og ætlar nú að taka. þátt í henni á íslendingadaginn í River Park á laugardaginn. Mr. Pálmi er Hún- vetningur, úr Langadal. Mrs. Pálmi er pólsk að ætt. Ólöf Ingibjörg Bjarnason, hjúkr- unarkona, sem heima á í Los Ang- eles, Calif., kom til borgarinnar síðastl. föstudag í heimsókn til systkina sinna. Hygst hún að dvelja hér í mánaðartíma. Er hún til iheimilis hjá bróður sínum, Skúla G. Bjarnason og konu hans, að 656 Toronto St. Börn staðfest í Konkordía kirkju, við Churchbridge, sunnudaginn 28. júlí: Ervin Behrmann. Guðmundur Sveinbjörnsson. Guðjón Camoen Loptson. Helgi Loptson. Thorgrímur Thorvaldsson. Thorsteinn Hjálmar Loptson. Ólafur Greipur Sveinsson. Vilmundur Egill Sveinsson. Elenóra Bensson. S.S.C. Þann 13. júlí síðastl. andaðist á Almenna sjúkrahúsinu í Winni- peg, William Thorleifur O’Hare, sonur hjónanna John og Sigríðar O ’Hare, er faðir hans ættaður frá Ontario, en Mrs. O’Hare dóttir Bjarna heitins Péturssonar á Grenivöllum í Árnesbygð, búa þau O’Hare hjónin þar í grend. Wil- liam varð veikur síðastliðinn vet- ur og leið miklar þjáningar unz hann lézt, sem áður er sagt; hann var mannvænlegur piltur, og er hans sárt saknað. Hann var jarð- sunginn frá lútersku kirkjunni í Árnesi þann 16. júlí, af séra Sig- urði ólafssyni, að viðstöddu fjöl- menni. Miss Emily Johnson. Hún á heima í Vancouver, B.C., og er þar uppalin, nú 15 ára að aldri, dótturdóttir Árna kaupm. Friðrikssonar og konu hans. Hún hefir nú undanfarin ár lagt stund á fiðluspil og skarar langt fram úr öðrum þar um slóðir í þeirri list. Hefir hún nú ár eftir ár leyst próf sín af hendi með afar- hárri einkunn og nú síðast (1929) hlotið $180.00 verðlaun. Lítur út fyrir, að þessi unga stúlka sé efni mikinn snilling á sviði hljóm- listarinnar. Canadian Pacific S. S. Empress of Russia, 25. júlí 1929. Hr. ritstjóri Lögbergs, Kæri vin! Eg vil biðja þig að flytja kærir kveðjur okkar hjónanna til hinna mörgu vina okkar, bæði sunnan og norðan línu. Um það leyti, er við lögðum á stað í langferð okk- ar, var okkur sýndur hlýhugur af svo mörgum. Fylgir hann okkur sem blíður byr. Einnig þakka eg þér árnaðaróskir þínar í blaðinu. Ferðin hefir gengið hingað til upp á hið ákjósanlegasta, og líðan er góð, G. s. 1. Lögðum á stað frá Vancouver kl. 12 í dag. Skipið er ágætt að sjá, bæði að utan og inn- an, eins langt og eg hefi getað séð. Við ferðumst á öðru farrými og fer vel um okkur, óþarfi á því betra. Komum kl. 6 í kvöld við í Victoria, þegar eg get skotið þess- um línum í land. Vinsamlegast, N. S. Thorlaksson. KENNARI óskast fyrir Frey skóla No. 890, fyrir næsta skólaár. Umsækjendur taki fram menta- stig, æfingu og launa upphæð Umsóknir sendist til H. B. Skapta son, Box 206, Glenboro, Man. KENNARA vantar fyrir Ebb and Flow skóla, No. 1834, frá 15. ágúst til 15. des. n. k. Umsóknir tiltaki mentastig, æfingu og kaup óskað eftir. Sendst til J. R. John- son, Sec.-Treas., Wapah, Man. 100 herbergi, með eða án baðs. Sanngjarnt verð. SEYMOUR HOTEL Sími: 28 411 Björt og rúmgóð setustofa. Market og King Street, C. G. Hutchison, eigandi. Winnipeg - Manitoba Eina hótelið er leigir herbergi fyrir $1.00 á dag. — Húsið eld- trygt sem bezt má verða. — Alt með Norðurálfusniði CLUB HOTEL (Gustafson og Wood) 652 MainS'. <Vinn<o«g Ph. 25 738. Skamt norðan við C.P.R. stöðina. Reynið oss. TIMBUR 0G JARNVORUR TIL BYGGINGA ChJVinnip Við Toronto iConservatory of Music hafa fyrir skömmu tekið próf nemendur Mrs. L. G. How- ard, Selkirk, Man, þeir er hér seg- ir: — Elementary, F. C. H.: Lin- ey Björnson, og Margrét Chatter- ton. — Introductory, F. C. H.: Elizabeth Björnson. — Kennari og nemendur eru íslendingar. Ungmenni fermd í kirku Bræðra- safnaðar í Riverton, 28. júlí, af séra Sigurði Ólafssyni: Guðrún Kristbjörg Guðmundsson Bergljót Guttormsson. Hulda Margrét Guttormsson. Sigurlín Lilja Jónasson. Jóna Sigríður Doll . Jóhanna Lovísa Vídalín. Margrét Ingibjörg Hálfdánsson. Jóhanna Pearl Coghill. Jónína Guðrún Gíslason. Björn Kristinn Gíslason. Vilberg Friðrik Gíslason. Messur í norðurhluta Nýja ís- lnads í ágústmánuðl:— 4. ág.: Framnesi kl. 11 f. h. og i Árborg kl. 2 e. h. 11. ág.: Víðir Hall kl. 2 e. h., (ferming og altarisganga), og í Riverton kl. 8 síðd. 18. ág.: Geysis kirkju kl. 2 e. h. og í Árborg kl. 8 síðd. 25. ág.: Riverton kl. 11 f.h. og að Geysir, kl. 2 e.h. Munið eftir íslendingadeginum í River Park á laugardaginn. — Börnin, sem vilja taka þátt í kapp- hlaupunum, verða að vera á staðn- um kl. 9.30 árdegis. Barna verð- laun öll verða goldin í peningum að þessu sinni. Nefndin. Uppskeruhorfurnar í Vestur- Canada eru langt frá því að vera álitlegar. Skýrslur frá Canada hveitisamlaginu, miðaða,r við 25. júlí, segja, að þá sé útlitið þann- ig að gera megi ráð fyrir að upp- skeran verði 53 per cent. af með- al uppskeru. Er skýrslan eða á- ætlanin á þessa leið: Hveiti— Manitoba, 60; Saskatchewan 56.5; Alberta, 44. Hafrar—(Manitoba, 45; Saskatchewan, 53; Alberta, 42. Bygg—Manitoba, 50; Saskatche- wan 58; Alberta, 44. Víðast hvar hefir regn verið alt of lítið og er það aðal orsökin til þess, að upp- skeran er svo lítil. WONDERLAND Winnipeg’s Cosiest Suburban Theatre Thur. - Fri. - Sat. (This Week) ANITA LOO’S “GENTLEMEN PREFER BL0NDES” Added Feature— “THE BRÁNDED MAN” Also lst Episode— “THE FINAL RECKONING” Mon. - Tue. - Wed. (Next Week) CLARA BOW in “THREE WEEK ENDS” Ungmenni fermd í Geysiskirkju þann 21. júlí, af séra Sigurði Ól- afssyni: Gíslína Elinóra Gíslason. Friðrik Sigurðsson. Sigurjón Sigurðsson. Sunnudaginn 4. ágúst messar séra Haraldur Sigmar: í Eyford kl. 11 f.h., Fjallakirkju kl. 3 e. h. og á Mountain kl. 8 e. h. Allir vel- komnir. Það var séra Rúnólfur Mar- teinsson, sem jarðsöng Mrs. Guð- rúnu önnu Reykdal, en ekki Dr. Björn B. Jónsson, eins og sagt var í síðasta blaði. Útfarárat- höfn var einnig haldin í kirkju Árdalssafnaðar og stýrði henni séra Sigurður Ólafsson. Mr. Árni ,B. Gíslason, yfirdóm- ari frá New Ulm, Minnesota, var staddur í borginni ásamt frú sjinni, um miðja yfirstandandi viku. í vikunni sem leið voru ákafir hitar svo að segja allstaðar í Sléttufylkjunum, sérstaklega þó seinni part vikunnar. Á föstudag- inn var meiri hiti í Winnipeg, heldur en komið hefir í 29 ár, eða 96 stig. Talið er að 23. júní 1900 hafi hitinn verið 100.5 stig í Win- nipeg. Á laugardaginn var hitinn miklu skaplegri og eins á sunnu- daginn. Annars er tíðarfar í Vestur-iCanada mjög heitt og þurt SAFETY TAXICAB CO. LTD. Beztu bílar í veröldinni Til taks dag og nótt. Sann- gjamt verð. Sími, 23 309. Afgreiðsla: Leland Hotel. N. CHARACK, forstjóri. PRINCESS FLOWER SHOP Laus blóm—Blóm í pottum Blðmskraut fyrir öll tækifæri Sérstaklega fyrir jaröarfarir. COR. SARGENT and VICTOR Phone 36 102 Margir Islendingar hafa í hyggju að kaupa bíla Eg get veitt þeim allar nauðsynlegar upplýsingar í samþandi við nýja Chevro- lets bíla, sem og brúkaða bíla, sem mikið úrval er af. Eg hefi starfað og starfa enn fyrir McRae & Griffith Limited sem verzlar með Chevrolet bílana. 309 CUMBERLAND AVE. Phone; 24 821. Á kveldin: 49 465 Added Feature— “SHIPS OF THE NIGHT” L. B. FREDRICKSON umiboðsmaður. Nú þarf á blævél að halda Óþarfi að líða af hitanum. Hinn þægllegi vindblær af raf-blævélinni er nokkuð, sem þér ættuð ekki að ganga á mis við. Kostnaðurinn er ekki teljandi. Blævél til að eyða matarlyktinni í eldliúsinu er mikil þæg- indi fyrir húsmóðurina. Er máske þægilegt að koma henni fyrir við efri gluggan. Báðar seldar fyrir litla niðurborgun, með liægum borgunarskilmálum. Til sýnis í áhaldabúð vorri hinni nvju POWER BUILOTNG WIHNIPEG ELECTRIC COMPANY “Your Guarantee of Good Service.” Lítið inn í eina af vorum þrem búðum: Appliance Depart- ment, Power Bldg., 1841 Portage Ave., St. James, og cor. Marion og Tache, St. Boniface. o OQ . o - 3 OQ ©> 62' s*r 09 Ð ►1 OJr 0Q O 5* si 3 ss 9Q Cfl K G. E. DALMAN SELKIRK — MAN. UMB0ÐSMABUR Eftirgreindir nemendur Senu Jóhannesson hafa tekið próf við Toronto Conservatory of Music, í júní 1929, í Árborg, Man.: Primary Piano, F. C. H.: Lilja Pálsson, 90 stig; Baldur Guttorms- son, 85 stig; Binna Petursson, 84 stig. Pass: Fanney Magnússon, 68 stig, Guðm. Nordal 68. stig. Elementary Piano. F. C. H.: Laufey Benson, 82 stig; Hon.: Vi- olet Thorwaldson, 76 stig. Introductory Piano, F.C.H.: Helga Sigurdson, 80 stig. Sena Johnson er nemandi Mr. Hugh L. Hannesson, 523 Sher- brooke St., Winnipeg. Mr. George Olafson frá Van- couver, B. C., kom til borgarinnar fyrir tveimur vikum, til að heim- sækja foreldra sína, Mr. og Mrs. Guðlaug ólafsson, Toronto St. Hann lagði af stað heimleiðis á laugardaginn var. Með honum fóru til Calgary systur hans tvær, Miss Emily Olafson og Mrs. Richardson. Búast þær við að koma aftur innan tveggja vikna. Mr. Olafson ferðaðist í bíl alla leið. Mr. og Mrs. L. Johnson, frá Mozart, Sask., voru stödd í borg- inni um síðustu helgi. Þau voru á heimleið og komu frá North Dakota. EF ÞÉR haflð í hyggja að byggja, þá tryggið yður hjá oss TIMBUR The Mc.Arthur Lumber& Fuel Co., Ltd. Cor., Princess & Higgins Ave., Winnipcg. Simi 86 619 Gert í Winnipeg Allar tegundir af rafáhöldum fyrir héimilið. Einnig allskonar aðgerðir. Hlutir silfraðir og nickel litaðir. SÍMI: 24 267 GARRY ELECTRIC FIXTURE CO., LIMITED 120 LOMBARD ST. - WINNIPEG ROSE THEATRE SARGENT AT ARLINGTON The West End’s Finest Theatre. THUR. - FRI. - SAT. (This. Week) Whoopee!! Don’t Miss It “The Shopworn Angel" with NANCY CARROLL, GARY COOPER and ROMANCE A Part Talking Picture ALFIO A 100% FEATURETTE HOBART BOSWORTH in “THE MAN HIGHER UP” MON., TUES. & WED. (Next Week) MONTE BLUE in “Greyhound Limited” A Part Tdlking Picture and a Great Railroad Melodrama VARÐVEITIÐ MAT- INN og VARÐVEITIÐ HEILSUNA Kæliskápurinn heldur matnum ferskum og kemur í veg fyrir sum- arveikina. ís og kæli- skápur eru beztu kaup- in, þegar um sparnað og góða heilsu er að ræða. Fáið að vita um verðlag vort og hæga borgunarskilmála. ARCTIC. ICExFUELCaim. 439 PORTACE Obktdson* PHONE 42321 Utsala áður en vöruskrá er samin Sérstaklega hœgir borgunarskilmálar og mikil verðlækkun Þessi útsala stendur að eins yfir í fáa daga enn. Svo vér höfum lækkað verð á hverjum kjól í búð vorri Vanaverð alt að $45. Nú allir með sama verði $24.75 $5 niðurrbogun 20 vikur til að borga afganginn. 10 ’ per cent. afsláttur fyrir borgun út í hönd. $9.75 til $19.75 $2 niðurborgun. 20 vikur til að borga afganginn. 10 per cent. afsláttur fyrir pen- inga út í hönd. Kjólar sem auðvelt er að þvo Til að selja þá alla $3.95, $4.95, $5.95 $1 niðurbörgun 20 vikur til að borga afganginn. 10 per cent. afsláttur fyrir pen- inga út í hönd. YFIRHAFNIR VIRÐI ALT AÐ $55. EITT VERÐ $19.75 Komið þið, menn, og sjáið úrval vort af karlm. fatnaði Búðin opin á laugardagslcveldin til kl. 10. H Easy Payments Ltd. Á öðru gólfi í Winnipeg Piano Bldg. PORTAGE OG HARGRAVE

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.