Lögberg - 22.08.1929, Side 1

Lögberg - 22.08.1929, Side 1
42 ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 22. AGÚST 1929 NÚMER 34 Fjallkona Islendingadagsins í Winnipeg, 3. ágúst 1929. Fjallkonan: Miss Margrét Ólöf Backman. Miss Sumarlilja Backman, Miss Aðalbjörg Guðmundsson hirðmey. hirðmey. Canada Þegar fylkiskosningarnar í Sas- katchewan fóru fram í sumar, var ekki kosið 1 tveimur afskektustu kjördæmunum. Nú hafa kosn- ingar í þessum kjördæmum farið fram og vann stjórnin (liberals) í þeim báðum. Eru kosningar í síðara kjördæminu, Cumberland, nýafstaðnar og hlaut D.A.Hall, sem er fylgismaður stjórnarinnar, ■365 atkvæði, en John Beda, óháð- ur íhaldsmaður, ekki nema 62 at- kvæði. Tapar hann því trygging- ■arfó sínu, einsog þrettán aðrir af frambjóðendunum við þessar frambjóðendum við þessar kosn- ingar í Saskatchewan. Er þess- um kosningum hér með lokið og hafa þær farið þannig, að frjáls- lyndi flokkurinn hefir 28 þing- sæti, íhaldsflokkurinn 24, fram- sóknarflokkurinn eða bændaflokk- urinn 5, og óháðir teljast 6, en alls eru fylkisþingmennirnir í Sas- katohewan 63. Þingið kemur saman 3. september, og er búist við að stjórnin verði ekki langlíf eftir það, því bændaflokksmenn- irnir og hinir svo nefndu óháðu þingmenn, muni koma sér saman u.m það, við íhaldsflokkinn, að fella stjórnina, enda hafa þeir þegar látið það í ljós. * * * 1 kornsölunefnd Canada eru þrír menn, sem kunnugt er, og hafa sömu mennirnir átt þar sæti all- lengi. Þeir eru Leslie H. Boyd, K. C., James Robinson og Matt- hews Snow. Fyrir skömmu sögðu þessir menn af sér embættum sín- um ,allir í einu. Nú hefir sam- bandsstjórnin skipað þrjá menn í þeirra stað og taka þeir við um næsta nýár. Þeir, sem útnefndir hafa verið, eru: E. B. Ramsey, Winnipeg, ráðsmaður fyrir Can- ■ada hveiti samlagið. Hefir hann á undanförnum árum getlð sér mikið álit og traust, sem ráðsmað- "ur Hveitisamlagsins; prófessor Duncan A. McGibbon, prófessor í bagfræði við háskóla Manitoba- fylkis, og Hon. Charles Magill ííamilton, fyrverandi búnaðarráð- berra í iSaskatchewanfylki. — Nefnd þessi heldur fund í Fort William í dag, 22. ágúst, og mun á þeim fundi kjósa sér aðstoðar- Wenn. * * * Tveir skipsfarmar af kolum voru rétt nýlega sendir frá Novt Scotia til Churchill. Þess er ekki £etið, hve lengi skipin voru á leiðinni og heldur ekki, hve löng þessi sjóferð er, en ferðin gekk vel, nema hvað skipin hreptu mik- ið ogviðri einn dag eða tvo. Skip- in, sem kolin fluttu, voru stjórn- inni tilheyrandi. Má gera ráð fyrir að kol, sem notuð verða í Churchill og þar í grend, í fram- tíðinni, komi annað hvort frá Nova Scotia eða þá frá Englandi. Ýmsah bæjastjórnir og sveita- stjórnir í Manitoba, eru eitthvað óánægðar við stjórnina út af sköttum, sem þær verða áð borga fylkisstjórninni. Þykja þeir alt of háir, nema því aðeins, að sveit- irnar og bæirnir fái einhvern tölu- verðan hluta af þeim ágóða, sem fylkið hefir af vínsölunni. * * * * Einn af brezku ráðherrunum, Rt. Hon. J. H. Thomas, er nýkom- inn til Canada. Titillinn, sem þessi ráðherra hefir, er dálítið einkennilegur, atvinnuleysisráð- herra (minister of unemploy- ment). Er hann hér í embættis- erindum og aðal erindið mun vera innflutningur fólks frá Bretlandi til Canada. En nú sem stendur mun stjórn Canada ekki sækj- ast eftir verkamönnum frá Bret- landi eða öðrum löndum. Upp- skeruvinna í Vestur-Canada verð- ur 1 haust töluvert minni en und- anfarin ár, og þykjast menn þeg- ar sjá fram á atvinnuskort í vet- ur, þó sumarið hafi, hvað at- vinnu snertir, verið gott. Síðan ellistyrkslögin gengu í gildi í þremur Vesturfylkjunum, British Columbia, Saskatchewan og Manitoba, hefir verið borgað- ur útellistyrkur, sem nemur alls $2,637,028.83. Og þeir, sem styrk- inn hafa fengið, eru 12,002. Telst svo til, að hver styrkþegi fái hér um bil $18.50 á mánuði. Eins og kunnugt er, greiðir sambands- stjórnin helminginn af þessum ellistyrk, en fylkin og sveitirnar hinn helminginn. >— Samkvæmt stjórnars'kýrslunum, er mestur ellistyrkur i Manitoba, af því að gamalmennin eru flest, sem lik- lega kemur til af því, að hér verði fólk langlífara en annars staðar. í Manitoba hafa 4,556 styrkþegar fengið $282,926, á síðastliðnum þrem mánuðum, og $767,534 síð- an ellistyrkslögin gengu í gildi, með septembermánuði 19(28. — 1 British Columbia eru $4,045 gam- almenni, sem fá ellistyrk, og nam styrkurinn þar á síðustu fjórum mánuðum $226,652. Þar gengu ellistyrkslögin í gildi í september 1927. Síðan hafa útborganir numið $1,288,201. — í Saskatche- wan hafa ellistyrkslögin verið í gildi síðan í júní 1928. Þar fengu 3,401 gamalmenni $199,3'IÍ0 síð- ustu þrjá mánuðina, en $581,293 hafa verið útborgaðir síðan lögin gengu í gildi. W **• * Eldsvoði gerði $60,000 skaða í Manitou. Man., í vikunni sem leið. Brunnu þar tvær kornhlöður og fjórir járnbrautarvagnar fullir af korni. Eyðilögðust í eldinum 4,000 mælar af hveiti, og mikið af fóðurkorni. Orsökin var sú, að olíulampi valt um koll og kveikti út frá sér svo fljótt, að ekki varð við ráðið. * * * Khorassan riddararnir (Knights of KhorassanX en sem vanalega eru kallaðir í‘Dokeys”, eru nú búnir að halda þing sitt hér í Win- nipeg, og allir farnir, hver til sinna heimkynna. Manni finst bærinn síðan ekki aðeins fá- mennari, heldur líka miklu dauf- legri, heldur en meðan þeir voru hér. Þeir voru glaðlegir, þessir Dokeys, það máttu þeir eiga, og það var töluvert af þeim á stræt- um borgarinnar í sínum marglitu klæðum og með sínar tyrknesku húfur, og það því fremur, sem þeir eru ekkert gefnir fyrir að hafa mjög lágt um sig. Einn dag- inn fóru þeir í afar mikilli skrúð- göngu um helztu stræti borgar- innar og mun sjaldgæft, að slík- ur mannfjöldi sé sanjan kominn á strætum Winnipeg borgar, eins og var það kveld, því allir vildu sjá “The Dokeys”. Nú eru þeir farnir, og Winnipeg hefir góða og gilda ástæðu til að þakka þeim fyrir komuna og skemtunina. * * * Á mánudaginn í þessari viku, varð eldsvoð i mikill í bænum Lloydminster, Sask Brann mikið af þeim hluta bæjarins, þar sem búðir, gistihús og aðrar slíkar byggingar voru aðallega. Mann- skaði varð enginn, en eignatjón mikið og er haldið að það nemi meir en miljón dölum. * * * Rt. Hon. Winston Churchill, fjármála ráðherra Breta í Bald- wins ráðuneytinu, er að ferðast um Canada og hefir verið í Win- nipeg undanfarna daga. Hann segist vera hingað kominn til að kynnast landinu og fólkinu og komast eftir því, hvernig Bretar og Canadamenn gætu orðið hver öðrum að sem mestu liði. Mr. Churchill er, sem kunnugt er, einn af atkvæðamestu og merkustu stjórnmálamönnum, sem nú eru uppi á Bretlandi, auk þess sem hann er mjög merkur rithöfund- Við blaðamenn hér gat hann þess, að verkamanna flokkurinn væri engan veginn einráður á Bret- Iandi, þó hann sæti að völdum, því hann kæmist ekki feti framar, en liberals vildu vera láta og þeir mundu ekki fylgja þeim út í neinar öfgar. Gat þess einnig, að með- al verkamannaflokks leiðtoganna væru ýmsir gáfaðir og mentaðir ágætismenn, sem engin hætta væri á, að færu út í nokkra vit- leysu. Hann virti þá viðleitni, sem eftirmaður hans, Mr. Snow- den, sýndi í því að fá réttan hluta Bretlands í stríðs skaðabóta mál- inu„ en vonaði að það yrði ekki til þess að alt samkomulag fær út um þúfur,, því það væri mjög hættu- legt fyrir Evrópu þjóðirnar. Ekki hélt hann að skærur þær, sem ættu sér stað milli Rússa og Kínverja, mundu hafa nokkur veruleg áhrif á Evrópu eða Ameríku. Bandaríkin Flugmennirnir þrír, sem I sum- ar ætluðu að fljúga frá Chicago til Berlín, um Labrador, Græn- land og Island, eru nú aftur komnir heim^il(sín. Eins og áð- ur hefir verið getið um, strönd- uðu þeir í Port Burwell og hafís- inn braut loftbátinn þeirra ‘Nntin’ Bowler, allan í spón. Mennirnir, sem ferð þessa fóru, voru Parker Cramer og Robert Gast flugmenn og Robert Wood, einn af ritstjór- um blaðsins Chicago Tribune, sem gerði út Iþenna leiðangur. Þessir menn hafa verið þarna #■ Súsanna Ingibjörg Indriðason. Miss Súsanna Ingibjörg Indriða- son, er fædd 15. júlí 1903 á Stóra- Eyrarlandi við Akureyri í Eyja- fjarðarsýslu á íslandi, dóttir Sig- urðar Indriðasonar Jónssonar frá Ytri-Ey á Skagaströnd í Húna- vatnssýslu, og fyrri konu hans Þuríðar Sigfúsdóttur Oddssonar frá Meðalnesi í Fellum í Norður- Múlasýslu. Fluttist hún með for- eldrum sínum til Ameriku 1904, er settust að í Selkirk, Man., og þar dó móðir hennar 1905. Miss Indriðason gekk á barna- skólann í Selkirk og lauk þar námi, síðan gekk hún eitt ár á miðskóla 1 Selkirk, fór þar næst á Business College í Winnipeg; og eftir að hafa lokið námi þar, fékk hún stöðu á skrifstofu Hudsons Bay félagsins í Winnipeg. Fyrsta apríl 1926 byrjaði hún hjúkrunarnám við St. Boniface hospitalið, og útskrifaðist hún þaðan 16. maí í vor með ágætum vitnisburði og gullmedalíu fyrir framúrskarandi verklega hjúkr- unarkunnáttu, og er hún nú yfir- hjúkrunarkona á fæðingar-stofn- un St. Boniface hospítalsins. Miss Indriðason er sérlega vel gefin, og á hún óefað bæði nyt- sama og fagra framtíð fyrir hönd- um. *** norður í óbygðum altaf síðan loftfar þeirra fórst, en komu til Winnipeg í vikunni sem leið með Hudsonsflóa brautinni og voru þá á heimleið. Jafnvel þó þessi ferð hepnaðist ekki betur en raun varð á, eru menn þessir í engum efa um að þessi norðurleið, sem þeir ætluðu að fara, sé bezta og öruggasta flugleiðin milli Ameriku og Ev- rópu 1500 mílur yfir sjó að fljúga en hvergi meira en 300 mílur milli lendingarstaða. En nauðsynlegt og sjálfsagt telja þeir, að byggja ðrugga lendingaírstaði á ýmsum stöðum á leiðinni. Sögðust þeir hafa aflað sér mikilsverðra upp lýsinga á þessari ferð flugleið þessari viðkomandi. * # * Hoover forseti vill verja fimm til fimtán miljónum dala til að stækka og endurbæta fangelsin. Hefir það nú komið greinilega í ljós, að í mörgum fangelsum í Bandaríkjunum, eru miklu fleiri fangar, en ætlast var til í fyrstu og þau í raun og veru rúma. í einu fangelsi, t.d., sem ætlað er fyrir 1,712, eru nú 3,787 fangar, og í öðru, sem ætlað er fyrir 2000, eru 3,758. Ýms blöð í Bandaríkj- unum halda því fram, að þetta muij,di hafa verið látið gott heita og stjórnin mundi fráleitt hafa farið að skifta sér neitt af þess- um þrengslum, ef það hefði ekki komið fyrir, að nú nýlega og með skömmu millibili, hafa fangarnir á ýmsum stöðum gert nokkurs- konar uppreisn og reynt að strjúka allir, eða flestir, í einu. Ekki hepnuðust iþessar tilraunir fang- anna að strjúka, en þær urðu til þess, að draga athygli stjórnar- innar að því, að hér þurfti eitt- hvað við að gera og nú verður það vafalaust gert. * * * Fjármálanefnd öldungadeild- arinnar hefir nú vikum saman verið að vinna við tolllaga- frumvarpið, eins og það kom frá fulltrúadeildinni og hefir nú lok- ið störfum sínum og er gert ráð fyrir, að nefndarálitið verði lagt fyrir öldungadeildina við fyrsta tækifæri. Eins og áður hefir ver- ið getið um, miða flestar breyt- ingar, sem verlð er að gera á toll- lögunum, í þá átt að hækka inn- flutningstollana enn meir, sér- staklega á landbúnaðar afurðum, VILHJÁLMUR STEFÁNSSON Landkönnuðurinn heimsfrægi, Vilhjálmur Stefánsson, víðfrægasti Islendingurinn og Canadamaðurinn, sem nú er uppi, flytur tvö erindi hér í borginni, þann 23. og 24. þ. m., samkvæmt auglýsingu, er birtist á öðrum stað í blaðinu. til að vernda hag bændanna, og kemur það nokkuð óþægilega við Canada. Á sumum bændavörum er töllurinn svo hár, að hann þýðir sama og innflutningsbann, eins og t. d. 75 cents á hverju busheli af kartðflum. Á mjólk, rjóma og ost er settur hár tollur, en Can- adamenn selja mikið af mjólk og rjóma til Bandarikjanna. * * # Hoover forseti hefir, með tilliti til Kellogg-Briand sáttmálans, lýst yfir því, að hætt verði við bygg- ingu-þriggja herskipa, sem þegar hefir verið samið um að byggja. þar til tækifæri hefir gefist til að komast að fastri niðurstöðu um það, hvort bygging þeirra komi ekki í bága við þann jöfnuð her- flotanna, sem þjóðin nú stefnir að. Þessari fyrirskipun forset- ans hefir Carl V. McNutt mótmælt og hefir forsetinn svarað honum því, að það sé stefna sín að koma jöfnuði á herflota Bandaríkja- manna og Breta, en ekki að hlaupa í kapp við þá. Hvaðanæfa Eftir langt og mikið þjark og þref, féllust Þjóðverjar loks á að greiða Bandaríkjunum stríðs- skuldabætur, samkvæmt samningi þeim, sem kendur er við Owen D. Young. Hefir áður verið að því vikið hér í blaðinu. Nú sitja á ráðstefnu, í Haag í Hollandi, fulltrúar frá Bretlandi, Frakk- landi, ítalíu, Belgíu og Japan, ann- ars vegar, og Þýzkalands hins vega, til að ræða þetta mál enn og reyna að komast að endilegri niðurstöðu í þessu skaðabóta- máli. Hefir þar orðið ágreining- ur svo mikill, að við sjálft liggur, þegar þetta er skrifað, að ekk- ert verði þar af samktímulagi og fulltrúarnir fari heim til sín án þess að vera nokkru nær en áð- ur. Það er ekki skaðabóta upp- hæðin, eða sá tími, sem hún á að greiðast á, heldur hitt, að fjár- málaráðherra Breta, Rt. Hon. Phillip Snowden, heldur því fast fram, að Bretar séu sér gerðir af- afskiftir, og þeim beri miklu meira af þessu skaðabótafé, frá Þjóð- verjum, heldur en þeim er ætlað, samkvæmt Young samningunum svo nefndu. Segir hann, að Frakkar og Italir komist þar að of góðum kjörum á kostnað Breta. Ekki hafa fulltrúar hinna þjóð- anna enn viljað ganga að kröfum þeim, sem Mr. Snowden gerir, en nokkrar ívilnanir hafa þeir þó boðið honum, en sem hann vill ekki ganga að og er harður í horn að taka, að því er virðist. Hvern- ig þetta muni fara, er enn ekki hægt að segja, en það lítur út fyrir, að Mr. Snowden sé full al- vara með kröfur sínar og aðTiann njóti þar fylgis stjórnarinnar brezku og jafnvel þjóðarinnar yfirleitt. - * * * Ekki hafa Rússar og Kínverjar enn sagt hvor öðrum stríð á hend- ur, en standa vígbúnir á landa- mærunum og láta all-ófriðlega og eitthvað hafa Rússar farið inn fyrir landamæri Kína og segja fréttirnar, að nokkrir menn hafi fallið, því í smáskærum hefir þeg- ar lent milli þeirra,, en til reglu- legrar orustu hefir enn ekki kom- ið. Því verður ekki neitað, að nú sem stendur, lítur frekar út fyrir að til fulls ófriðar muni draga milli Rússa og Kínverja, hvað sem úr því kann að verða. * ■ * * Victoría Svía drottning liggur veik suður á Þýzkalandi. Hefir hún verið mikið veik í eina tvo mánuði og eru veikindi hennar talin hættuleg. Veitið athygli. Eins og sjá má af auglýsingu á öðrum stað hér í blaðinu, flytur Vilhjálmur Stefánsson tvo fyrir- lestra hér í borginni, á föstudags- kveldið og laugardagskveldið, í þessari viku. Fyrri fyrirlestur- inn, sem fluttur verður 1 tjaldi í grend við Amphitheatre á föstu- dagskveldið, nefnir höfundurinn: “The Friendly Arctic”, en hinn siðara, ‘The Northward Course of Empire”, og verður hann fluttur við St. John’s College á laugar- dagskvöldið. (Eru fyrirlestrar þessir, fluttir undir umsjón fé- lagsins The Canadian Chautau- quas, sem nú er að koma hér til borgarinnar og hefir margt að bjóða fólkinu til skemtunar og fróðleiks, svo sem fyrirlestra, söng og hljóðfæraslátt, leiki o. f 1., sem alt er framúrskarandi vandað og vel valið. Verður félagið hér í viku og skemtiskrárnar, sem það hefir að bjóða, eru alls ellefu. Aðgöngumiðar fyrir allar skemt- anirnar, kosta aðeins $1.50. Það má geta því nærri, að ís- lendingar 1 þessum bæ, sleppi ekki því tækifæri, sem nú berst þeim svo auðveldlega, að sjá og heyra Vilhjálm Stefánsson, sem vafalaust er víðfrægastur allra núlifandi manna af íslenzkum ættum, og sem í Bandaríkjunum hefir verið nefndur “hinn mesti núlifandi Canadamaður”. En Vilhjálmur Stefánsson, eins og allir vita, er fæddur í Canada. Hvað skemtunum þeim öðrum, sem hér eru í boði, viðvíkur, vilj- um vér vísa til fyrnefndrar aug- I lýsingar hér í blaðinu. FJALLKONULJÓÐ á íslendingadag í Los Angeles, 4. ágúst 1929, Það var sú tíð, er hauður hetjur bygðu og hraustir drengir þræddu feðra spor, þingræði og löggjöf þegna frelsi trygðu, þá var íslands fyrsta sólskinsvor. Á vetri, vori, sumri og svölu hausti kom svæsinn vetur þrátt með frost og hríð, dvínaði gleði, auður, afl og hreysti, — Alþingi fórnað norskum kóngalýð. Þjóðu íslands ísar þjáðu og eldar, eldþrungnir jöklar spúðu grjóti á láð. Hungri og dauða sveitir voru seldar, síngjörn var stjórn og kaldlynd Danaráð. En göfgum manni, gæddum þrótt og hreysti, þótt grandi neyðir, hungur, fár og ís, — í brjósti hans er ávalt einhver neisti, sem aftur lifnar, þegar sólin rís. Upp er nú runnið annað sólskinsvorið, og umliðin hin kalda vetratnótt. Fólkið er nú til nýrrar gæfu borið, með nýjum kjark og göfgum æskuþrótt. Nú horskir sveinar hreysti og dáðum unna og hátt á lofti bera þjóðarskjöld, þeir vilja frjálsir flestar listir kunna, og fagna morgni eftir dapurt kvöld. Og einnig þú, sem ert á Vínlands storðu, er áður eg fann á glæstri landnámsöld, upp til gömlu ísafoldar horfðu, þar er nú morgunn, — liðið vetrarkvöld. Þar hraust býr fólk í háu fjallalandi, sem hefir óspilt geymt sín fo.rnu ljóð, en helgar vættir vaka og bægja grandi, og vernda hina nýupprisnu þjóð. Halldór Halldórsson. J

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.