Lögberg - 22.08.1929, Blaðsíða 7

Lögberg - 22.08.1929, Blaðsíða 7
LÖGBERG FIMTUDAGINN 22. ÁGÚST 1929. B1&. 7. Smœlingjar og viðreisn þeirra í Heimskringlu 15. maí 1929, er af I. M. í Salt Lake City, minst á mæðradagsgreinar þær, er eg hefi ritað á undanförnum árum, og þær taldar næsta óhæfar og bera vott um “alt annað en hlýhug til mæðra, mannkynsins, eða kvenna yfirleitt, og eru kórónaðar með misskilningi á mæðradeginum og tilgangi hans.” Svo mörg eru nú þessi orð. — Þá þakkar I. M. Lárusi Guðmunds- syni fyrir að rita gegn skoðunum mínum. Hvað Lárus hefir ritað um þetta mál, veit eg ekki, eða man ekki. Hafi það verið eitthvað gott eða gagnlegt, er það vel farið. Hitt veit eg, að einu sinni tal- aði eg úr hópi mæðranna, og þá var Lárus Guðmundsson ekki vin- ur þeirra. En orðalagi þess manns í minn garð endra nær, — hefi eg 'þó aldrei til hans talað á neinn veg, — vildi eg reyna að gleyma. Eg les því harla lítið eftir Lárus. Þá minnist I. M. á, að hann hafi ekkert séð um þetta 1928. Eg hafði ekki komið auga á þá nauð- syn, að eg skrifaði um það á hverju ári, þó eg skrifaði um það í nokkur skifti. Vera má, að svo hefði þó átt að vera. Víst er eg enn á nákvæmlega sömu skoðun, og eg hefi verið, um það mál. Þá er gott bréf frá barni til móður ásamt í blaðinu. ‘Sannar- lega er ekki út á slíkt að setja, og grunar mig, að Lögberg og 'Heimskringla yrðu plásslítil, ætti að birta öll slík bréf. Þá segir I. M., að stúlka að nafni Anna Jarvis, hafi gert þá tillögu, að dagurinn væri þannig haldinn, og að Wilson forseti hafi hafið málið til vegsins. Sönnun fyrir gildi þess, að til- einka konunni einn drottins dag- inn, er ekkert fremur fengin með því, að kona að nafni Anna sting- nr upp á að gera svo, fremur en sönnun fyrir gildis-skortinum þykir fengin, þó kona að nafni Rannveig segi það megi ekki svo vera. ■Rök, sem sanna, að málið sé &ott, eða rök, sem sanna, að mál- ið sé ekki gott, er það sem gildir. Ekki sannar það heldur neitt í þessu máli, að Wilson forseti eða aðrir þjóðhöfðingjar setja daginn í þetta veldi. Líkneskið varð ekkert fremur að guði, þótt Nebúkadnesar skip- aði að dýrka það. Þjóðhöfðingjar eru bara menn sem við hin. Þeir verða að rísa °g hniga, samkvæmt sínum ör- lögum. Eigi þeir orku, er stríðir á móti þeim, eignast þeir engan veginn sandkorn af leyfi til þess að hreyfa við grundvallarlögum tilverunnar. Bæði er það í sjálfu sér algjörlega óleyfilegt, né held- Ur eru þeir, hversu voldugir sem þeir kunna að vera, nægilega máttugir til þess að standa nokk- Urn straum af afleiðingum slíkra gerða, er tímar líðar. Drottinsdagshald eru drottins lög- Enginn dauðlegur maður hefir leyfi til og hreyfa við þeim, hveru ágætur eða hátt settur, sem hann kann að vera. Enginn maður getur reist rönd við misbrúkuninni, sem af tiltæk- lflu kann að koma. Frá ýmsum hliðum hefi eg tek- þetta mál, og frá ýmsum hlið- um vil eg enn athuga það. Þegar ræðir um líf vort hér á Jörðu, eru þessi atriði athyglis- verð: Tilbeisla, uppeldi, verkefni, a- þrif vor á þá, sem minni máttar eru Þegar ræðir um, hver settur er 1 tilbeiðslustað mannssálarinnar, verður sá að vera heilagur, al- göður, almáttugur og alfullkom- lnn, frá einni eilífð til annarar. Hvergi má þar finnast blettur né hrukka, né vanmáttur, öll tíma- 1)11 og allar kringumstæður. 'Hver yðar getur sannað upp á ^nig synd?” var áskorun, sem alt þntur, ö*ll öfund og illmenska Samtíðarinnar, varð að hníga undir, án þess að geta hrundið. Svarið við áminstu mæðradags- aldi er því auðfengið og öllum Jóst í þessu: Eonan er syndug. Móðurástin bregst. ■A-ð hún gerir það sjaldnar en oðurást eða einhver önnur mann- eg ást, kemur ekki málinu við. ^egar eg stend á bergsnösinni, Par sitt, LASBURÐA OG TAUGASLÖPP? Miss Anna L. Hogg, Korea Ky., naut mikils góðs af Nuga-Tone- Hún segir: “Eg var afar slöpp og tauga- veikluð, og gat helzt ekkert unn- ið, og það gleður mig að skýra frá því, hve vel að Nuga-Tone reynd- ist mér, enda hjálpaði það mér meira en nokkrir læknar. Nuga- Tone kom mér til fullrar heilsu. Það er verulegt töfralyf.” — Þús- undir manna og kvenna hafa hina sömu sögu að segja. Ef Nuga-Tone reynist ekki eins og frá er skýrt, verður peningum skilað aftur. — Reynið. það við megrun taugaslappleik, svefn- leysi, þreytukend, höfuðverk, lyst- arleysi, meltingarleysi, nýrna- og blöðrusjúkdómum og öðru þess- háttar. Fæst hjá öllum lyfsölum. Kaupið flösku í dag. 8€m Halla nieð því að henda blöri?in. er að rnyrða barn því fyrir Hv var grafin undir grimd samtíðar- innar og veikleika kvenlegrar, — það er mannlegrar sálar. Þegar eg stend við ísvökina, þar sem stúlkan er að myrða barn- ið sitt sjö ára, með því að kæfa, það þar, og ber á fingur þess, þegar það í helstríðinu grípur i skörina. Hvar var móðurástin þá? Hún var grafin undir ofurefli myrkra- valdsins í sál móðurinnar. Heiðingjar fortíðar og nútíðar báru út börn sin og granda þeim á ýmsan hátt, þegar þeim þykja þau í vegi fyrir sér. Hvað mikið að móðurástin hef- ir liðið og líður enn fyrir það, er enginn kominn til að segja, en svo mikið er víst, að móðirin er þar jafn máttvana og faðirinn til að rísa gegn þeim örlögum, fyr en ljós kristninnar skein og skín inn löndin. Á Englandi voru börn spent fyrir kolavagna niðri í iðrum jarðar, og þrælkuð í verksmiðj- um, þar til þau voru krypplingar. Bretar nefna Ashley lávarð, sem fyrstan til að koma auga á, hví- lík skaðsemd þetta væri fýrir þjóðina og hve aumkvunarverðir þessir >smælingjar voru, er hann sá hóp af þeim afskræmdum í sjúkrahús. Ashley lávarður gekk í gegn um margra ára baráttu, við þing og maurapúka, til þess að fá bætt kjör barna og kvenna, og nú eiga Bretar þau beztu lög, sem heimurinn þekkir, til þess að fá börnum réttmætt uppeldi. Þeir eiga nú líka konur, sem leystar eru úr viðjum, þar á meðal var frú Emmeline Pankhurt, kven- róttindakonan nafnkunna, sem barðist við bræður sína svo þungri baráttu og þoldi skapraun- if árum saman, og bar að lokum sigur úr býtum. Maður varð hálf hissa að sjá hana. Hún kom tíl Leslie einu sinni og talaði. Hún var lítil og grönn, og hálf-feimin fýrst, þeg- ar hún kom fram á ræðupallinn. En hún sótti sig, þegar hún fór að tala, og gleymdi auðsjáanlega öllu, nema áhugamálunum, sem hún hafði í huga. Það voru börn in, sem tóku upp mikið af ræðu hennar og það sem hún nefndi fæðingarrétt þeirra, og það pem það er. En hér var kristin kona, stór sál að vísu, en leyst úr á- þján og þroskuð í gegn um eld- raunir þjóðar hennar og fýrir kristna trú. Vér verðum vör við stóru konu- sálirnar í fornöld, hjá íslending- um og öðrum, en sagan getur sjaldan um að bardagi þeirra sé háður fyrir kjarabótum smælingj- anna. íslendingar hafa lagt stóran skerf í lög hins norðlæga heims, og það lengst út í heiðni Árið 1927 áttu þeir engin rík- islög, sem, vernduðu börn gegn i'llri meðferð fávísra foreldra. Árið 1915 byrjaði einn af kenni- mönnum kirkjunnar, séra Guð- mundur Einarsson, að rita um barnahjálpina, og hefir haldið fána uppi fyrir málinu síðan. Vonandi er, að slíkt mál beri sigur úr býtum hjá islenzku þjóð- inni. Vafalaust hafa góðar kón- ur átt hlutdeild í því, að þessum málum hefir verið hreyft, og þær hafa víða- um lönd mælt fyrir rétti barnanna, en ekki fýr en í kris.t- inni tíð. Frú Guðrún Lárusdótt- ir á íslandi, minnist eg að hafa séð talað um að hafi haft orð fyr- ir þeim þar. Fleiri geta þær ver- ið. — En allir hinir guðlegu þættirnir mannlegrar sálar, hafa grafist undir skuggum og vanmætti, um lengri eða skemmri tíma, móður- ástin þar á meðal. í gegn um brostna strengi hennar fellur hún Tóta litla fyrir björg, sjö ára barnið í ísvökina, Björg frá Bergi Jórdan á meðal slátursauða, ó- teljandi hópar öld eftir öld í mis- jafnar hendur, á flækingi um ver- öldina, í betrunarhúsin, og að lok- um sumir á gálgann. Jafnvel í heimahúsum verða börn oft hluttakendur ólæknandi böls, fyrir skort á góðu uppeldi, í sjálfum móðurhöndunum. Konan getur því ekki orðið neitt hæfari í tilbeiðslunni, en maður- inn. Þau eru bæði óhæf þar. Þau elska bæði með því afli, sem þeim er í sál lagt. Þau verða bæði að líða ýmsar þjáningar fyrir til- verunni, þau afkasta bæði miklu, þegar andi Guðs nær að ráða fyr- ir þeim, en engu góðu án hans. Þau eru bæði veik og ófullkomin gaghvart heilagleika guðs. Þá er þetta atriði sem uppeld- ismeðal handa konunni. Eins og aðal andi þessa máls er nú, er það alls ekki slíkt. Eg hefi áður tekið það fram, og hefi ekki mist sjónar á því enn, að í hugsun og höndum vissra manna, getur notkun dagsins orð- ið til heilla. Á meðal þeirra er merkur kennimaður á íslandi, og eins og orð hans bera með sér, á- gætur drengur. Hann skrifar “Hvað snertir mæðradag, þá er eg þar á sömu skoðun og þér. — Maður á ekki að helga neina sunnudaga til dýrðar mönnum, heldur guði einum; en ekki tel eg það óhyggilegt, að ákveð'a einn sunnudag til þess að biðja fyrir öllum mæðrum, því starf þeirra er mikilvægt fyrir guði og mönn- um og mikil ábyrgð hvílir á móð- urinni; henni er trúað fyrir sál- um, sem eiga að lifa um aldir og eilífðir, og hennar starf er að gera þær hæfar til þeirra starfa, er guð ætlar þeim. Eg á góða móður — og eg þakka guði fyrir hana, því hún benti mér altaf til hans, fyrst og síðast.” Göfugmenskan hefir æfinlega sinn sigur í för með sér. Máttur hjartahreinleiks — drenglyndis — haslar sér ávalt einhvern völl. Það lá við, að um augnablik ef- aðist eg um gildi þess, er eg hafði verið að segja, er eg las þessi dýr- mætu orð. En það sem vakti mig á ný, var fylkingin mikla. Fylk- ingin af smaelingjum, börn hinna mislukkuðu mæðranna, þeirra, sem ekki höfðu bent börnum sínum til guðs. Væri dagurinn aldrei notaður til annars en hér um ræðir, eða hefði aldrei verið um það talað að nota ihann öðruvísi, þykir mér ó- líklegt, að eg, fyrir mitt leyti, hefði nokkurn tíma öðlast 'hvöt I til þess að andmæla notkun hans. Hér ræðir ekki um einstaklinga, heldur sið, sem berst um heim all- an og lendir því í ómildra hönd- um jafnt sem mildra. Líka er nokkur vegur á milli þess, að biðja fyrir einhverjum og áminna um ekyldur, eða dá hann fyrir fullkomnun og gæði. Vafalaust er eitthvað um bænirn- ar, einkum hjá völdum, en tilhald dagsins er aðal'lega til komið og innifalið í því, að þakka konunni, ekki áminna hana. Það er líka dálítið spursmál, hvort hún kæmi fremur til kirkju, þó hún vissi að ætti að halda uppi fyrir henni móðurskyldunum, sem eru þó fyrsta og veigamesta verkefni hennar. Eins og er, er hún ekk- ert viljugri að koma þangað, en maðurinn. En heill hverjum, sem biður fyrir henni, þenna dag og aðra. Tilhald dagsins er innifalið í ýmsu öðru og stundum alt öðru. Því hefir oft verið lýst hér í blöðum, hve vel að kirkjur séu blómskrýddar þenna dag, í virð- ingarskyni við móðurina, hve veizluborðin séu vel hlaðin, hvað böTOum takist hj'artnæmlega að segja fram og syngja mæðrum sínum lof o. s. frv. Geta menn nú ekki séð, að ljóð- in, sem drotni áttu að syngjast, sungust móðurinni? Blóm, sem drotni áttu að gefast, gáfust móð- urinni? Ferðin, sem átti að vera kirkjuferð, varð skemtiferð, snæð- ingurinn varð eikki við drottins borð, heldur alment veizluborð. Dagurinn er þó hans. Mæðradagshaldið, þar sem nokk- uð kveður að því, er svipað til helgidagsihalds, bifreiðirnar. Um þær sagði enskur prestur fyrir skötnmu: “Bifreiðir eru þægileg áhöld og einkar skemtileg, og þær spara sólana á skónum manns, en sannarlega eru þær ekki notaðar til þess að frelsa sálina.” straumarnir frá kirkjunum enn stærri en ella. í öðru lagi er mannlegu eðli svo farið, að vilji það halda upp á tyllidag ástvina sinna, þykir það næsta bindandi, að hafa slíkt kirkjuferðir, guðsorða lestur og skylduhvatningarræður. Holdið og andinn hafa alt af verið andstæðingar, og verða það líklega lengst af . Veizluhald og vinagjafir geta verið góð i sinni röð, en uppeldis- meðal verða þau tæplega. Að segja konunni, að hún hafi alt af verið góð, elskuleg, óað- finnanleg vera, veikir hana, en styrkir ekki. Þeim, sem alt af er hælt, en ekki bent á nein lýti í fari sínu, er hætt við að verða að athlægi og aumingja, á einn eða annan veg. Líka er það konunni hættulegt, að stíga svona lagað spor, henni til hluttekningar. Tilhneigingin að láta aumka sig, liggur djúpt í mannlegu eðli, og sé þrautahlið tilverunnar haldið fram einungls, þegar mest á til að hafa, getur það haft beygjandi áhrif, þó ekki ræði um konu. Engin mannssál byggist upp með því eingöngu, svo dýrðleg seim hluttekningin er í eðli sínu. Þessi dýrkunar og dásemdar að- ferð, í svona stórum og hátíðleg- um skilningi, er því síður en svo uppeldismeðal konunni til handa. Það er eyðingarefni. til þess bókstaflega að tilbiðja þau, sérstaklega móður sína. Þau eiga að fara í kirkju þenna dag, af því að það er mæðradag- ur, ekki af því að það sunnudag- ur. Það, sem er tjón fyrir aðra, er tjón fyrir þau, nema hvað barnssálin er óþroskaðri og á erfitt með að gera þann greinar- mun, sem fullorðni maðurinn get- ur gert. Börn, sem eiga mislukkaða for- eldra og eru orðin nógu gömul til að finna það á einhvern veg, fylgj- ast með af nauðung, en ekki frjálsum vilja. Verður það frem- ur til þess, að mótþróa og haturs- hugsanir rísa upp í sálum þeirra, en þroskandi andi. Þeim er þetta því, síður en svo gróði. Það er aðeins einn lífsferill, sem er al-fullkominn, frelsarans Jesú Krists. Hann braut okið af hálsi konunnar og er skjól öllum smæl- ingjum. Konan á að muna þetta og at- huga nú, þegar mesta andans stríð er háð í veröldinni um það, ihvort hann geti verið konungur og frelsari mannanna. Þegar hroki mannsandans vill skipa hon- um á bekk með kennurum og leið- togum aðeins, og allskonar hjátrú og bábiljur virðast vera að her- taka mannssálirnar. Reynslan hefir áýnt, að aðeins sannleikurinn getur staðist. Kristin trú hefði ekki farið sig- urför í gegn um aldirnar og eld raunir þeirra, meir en nítján ald- ir, hefði hún ekki verið bygð sannleika, Hún hefir lifað, orkað, líknað, bygt, af því hún er bygð á guði sjálfum. Jesús Kristur, sem frelsari mannanna, er stærsta nauðsyn heimsins. Fyrir þyrnana, sem stungnir voru í höfuð hans, og naglana, í fætur hans og hendur, fyrir kvölina alla og smánina, sem hann þoldi á heilagan og lýtalausan hátt, og braut þar með okið af konunnar hálsi og allra smæl- ingja, sem til hans koma, ætti kon- an að kasta frá sér öllum grýlum átrúnaðar, en taka undir með skáldinu, sem segir: ASK FOR fLUB DryGincer Ale OR SODA Áhrifin frá konunnar hálfu.— Við hvert skref, sem maðurinn þroskast, þroskast og þeir, sem eru í skjóli hans. Eftir því, sem guðsdýrkun mannsins hefir þrosk- ast gegn um aldirnar, hafa hinir sérskyldu þættir mannssálarinn- ar þroskast að sama skapi. Föð- ur- og móðurást þar á meðal. Kristna konan hefir ekki ein- ungis hlaupið á ísjökum innan um beljandi flóð, til þess að bjarga börnum sínum, eins og Harriet Beecher Stowe sá hana gera, heldur 'hefir hún árum og áratug- um saman, borið kross margfaldra mótlætinga, .börnum sínum til við- halds, þar sem hún þorði ekki, og megnaði ekki, í heiðinni tíð að bjarga þeim frá örlögum útburð- arins. Misti hún sjónar aftur á þeim krafti og kærleika, sem er hennar svo miklu meiri, tapar hún bæði sjálfri sér og börnum sínum aft- ur, á vald þess máttar og myrk- urs, sem hún orkaði engu á móti, á meðan hún var í dróma þess. Sál hennar sljófgast, svo hún skilur ekki þarfir þeirra, né held- ur hvort hún leggur þau á altari guðs eða Baals; og þar sem hið síðara er oftast mannlegu eðli aðgengilegra, verður það það síð- ara, sem þau lenda á. Hún þorir ekki að bera hönd fyrir höfuð þeim né sér, þó hún finni þau of- urliði borin, og í óteljandi tilfell- uim vinnur andi myrkursins á þeirri sál, sem hnígur á vald þess. Áhrifin frá þeirri mannssál, geta því ekki orðið annað en hnignun í ömurlegustu mynd. iSelji konan því nokkurn þátt í til- beiðslunni á lifandi guð, fyrir til beiðslu á sig sjálfa, eða nokkuð annað eða annan, getur hún ekki komist hjá þessum örlögum, né þeir, sem eru í skjóli hennar. Allar öldur eiga hreyfiafl. — Það má vera, að kaldsinni heims- ins gagnvart móðurinni, hafi að einhverju leyti orskaðar þessa. En eins og á öldum má fljóta, svo má og í þeim drukkna. Áhrif- in á barnshugann eru hér æði vill- “Mitt höfuð hneigi’ eg hljótt í trú og von, og hylli, Guð, þinn elskulega son. Hans mikla eg kærleik, miskunn dýpstri af sprottinn, og meðtek hann sem frelsarann og Drottinn.” Rannveig K. G. Sigbjörnsson. Brewers Of COUNTRYCLUB* BEER GOLDEN GLOW ALE BANQUET ALE XXX STOUT BR E W E RV OSBORN E &. M U LVEY - Wl N NIPEG PHONES -41-111 41-304 5 6 PROMPT DELIVERY TO PERMIT HOLDERS IMPORTANT C.N.R. CHANGES , The appointment of a vice-president in charge of the Western Region of the Canadian National Railways, with headquarters in Winnipeg, was the outstanding feature of a number of important changes in the operating department personel of the company announced to take place on August lst. Three of the chief officers concerned are shown in the photographs. In the centre is A. E. Warren, formely General Manager of the Central Uegion, wiho becomes Vice-President of the West- ern Region. On the right is W. A. Kingsland, formerly General Manager of the Western Region, who becomes General Manager of the Central Region, and on the left is A. A. Tisdale, formerly asistant of the General Manager of the Westera Region, who becomes General Manager. ar var móðurástin þá? Hún í glötun, og barnið fyrir handan^urðu almennings Það er alkunna, að siðan bílar j andi. Það er ekki erfitt að fá eign, eru börn, sem unna foreldrum sínum, MACDONALD'S Fine Cuí Bezta tóbak f heimi fyrir þá, sem búa til sína eigin vindlinga. Gefinn með IIG-ZAG pakki af vindlingapappír. HALDIÐ SAMAN MYNDASEÐLUNUM 131

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.