Lögberg - 22.08.1929, Blaðsíða 5

Lögberg - 22.08.1929, Blaðsíða 5
KU. i. Hátíðahald Allir dagar ihafa sína sögu, og 4. ágúst hefir iþá sögu, að íslend- ingar hér í Californíu komu sam- an í einu skógarrjóðri, að Syca- more Grove, Pasadena Ave., Los Angeles, Calif., til að hafa íslend- ingadag. i Á þessum stað eru bekkir og borð fyrir fjölda manns, og þar var ræðupallur, og hafði píanó verið flutt þangað. Hiti var tölu- verður, en af hverju var breytt til með samkomustað, er mér ekki kunnugt. Það kom samt töluvert margt fólk, eg hugsa úr flestum sýslum íslands, og ætla eg að nefna fáeina af þeim, sem eg þekti, því eg veit að einhverjir, er lesa þessar línur, hafa gaman af að leita eftir hvort þeir þekki enga af þeim, sem hér mættu. FVrst var forseti dagsins, Mr. H. Halldórsson frá önundarfirði í ísafjarðarsýslu, með frú sína, sem er dönsk, og eitthvað af börn- um þeirra. —r Þá var Mr. Hjalti Sigurdson Andréssonar prests, bróðir Ásgeirs Sigurðssonar ræð- ismanns Breta, með fjóisar upp- komnar, efnilegar dætur, einnig ættaður úr Isafjarðarsýslu. Þá var Páll Jónsson, bróðursonur Sveins Sveinssonar, sem lifði í Kvilt við önundarfjörð, ísafj.s. — Þá var Mr. Sigurður Helgason, tónskáld, sonur hr. Helga Helga- sonar snikkara og tónskálds í Reykjavík í Gullbringus., frú hans og uppkomnir synir. — Miss Lov- ísa, dóttir Mr. N. Ottensonar, sem var mörg ár umsjónarmaður í Riv- er Park í Winnipeg, ættaður frá Látrum í Barðastrandarsýslu. — Mr. Guðjón Jónson, ættaður úr Öxney á Breiðafirði, og frú hans, ættuð frá Svarfhóli í Mýrasýslu. Mr. Jóhannes Sveinsson, ættaður úr Mýrasýslu og Borgarfjarðar, með dóttur sína, ungling. Tvö börn Mr. Christians Fr. Nelsons, umboðssala, sem var á ísafirði, en móðir þeirra, frú Nelson, af hinni alkunnu Reykjahlíðarætt við Mývatn. Þar var ekkjufrú Mál- fríður Anderson, ekkja eftir Mr. Ólaf Árnason, sem um eitt skeið var gestgjafi á Kolviðarhóli, sem er greiðasölustaður við Hellis- heiði; hann var ættaður frá Hlíð- arendakoti í Fljótshlíð, en hún er uppalin hjá séra Stefáni Thorar- ensen á Kálfatjörn í Gullbringu- sýslu; hún var með tvö uppkomin börn sín. — Þá var Mr. E. Skjöld lyfsali, með frú sína, sem er dótt- ir Stígs sál. Thorvaldsonar, frá Kelduskógum á ÍBerufjarðarströnd í Suður-Múlasýslu. iOg þar var systir hennar, frú Björns Hjálm- arssonar ættað ur frá Brekku í Mjóafirði. Þar var Thorgils Ás- mundsson, ættaður úr Árnessýslu. Þar var lika hr. og frú Stivenson; hann er hérlendur, en hún heitir Auðbjörg Guðmundsdóttir, og er ættuð úr Árnessýslu. Svo var elzti fslendingur hér, frú Sigríður, systir ;hr. Jóhannes- ar Nordal íshússstjóra í Reykja- vík; hún er á níræðisaldri, og er vel ern og hress. — Þá var Mr. Rétur Fjeldsted, Sonur Egils Gunnlaugsonar, sem var í Arabæ 1 Reykjavík, með frú sína, sem er ®ttuð úr Skagafirði og S. Þing- ^yjarsýslu. Þá var Mr. A. Thor- ífrímsson, sem ættaður frá Flata- tungu í Skagafirði, ásamt frú sinni, sem er ættuð úr N. Þing- eyjarsýslu (Þistilfirði); með þeim var og tengdamóðir hans og eitt- j hvað af nær því uppkomnum i dætrum. — Þá var Th. Oddson, ^eð frú sína, og eru þau bæði ætt- u^ úr S.-Þingeyjarsýslu; einnig! var hér dóttir þeirra, sem er gift hérlendum manni, og er það kona smá vexti, en fríð og skemtileg. var Mr. Gunnlaugur Jóhanns- s°n og frú hans; hann er Eyfirð- ’ngur að ættum, en frú hans syst- lr Sveins sál. búfræðings Sveins- s°nar, sem setti á laggirnar ^vanneyrar búnaðarskóla í Borg- arfirði; hún er ættuð úr Mjóafirði * S. Múlasýslu. Þá var frú Þor- hjörg Friðgeirson; hún er Há- k°nardóttir, Snæbjörnssonar frá ^reggstöðum á Barðaströnd; börn hennar Mr. F. G. Th. Friðgeirs- s°n og Miss Jóhanna Anna Frið- Seirson. Einnig Miss Valgerður, ^óttir séra Einars Pálssonar hrests í Reykholti í Borgarfirði, Miss Ástríður Josephs, frá eildartungu í Borgarfirði. Hér ^ar og Mr. Hjálmar sonur Hall- rs Hjálmarssonar búfræðings Brekku í Mjóafirði, bróðir jörns Hjálmarssonar, er eg áð- hr hefi talið. Þá er frú Guðbjörg orkelsson, ekkja eftir Th. Thor- 6 ®son kaupm.; han var ættaður LÖOBERG FíMTUDAGINN 22. ÁGÚST 1929. úr Svarfaðardal í Eyjafjarðars., en hún úr Skagafirði.; og hér var dottir hennar, Hekla að nafni, og er hún gift hérlendum manni; og einnig var sonur hennar Njáll að nafni, með frú sína, sem er ættuð af Jöludal, N. Múlasýslu. Þá var ekkjufrú Ingibjörg, ekkja Mr. Gunnars J. Goodmundsonar; hún er ættuð úr Húnavatnssýslu, og eins var maður hennar; og þar var sonur hennar, Frímann að nafni, með frú sína, sem er dóttir frú Fjeldsted. — Og þá var rit- höfundurinn H. K. Laxnes, ættað- ur úr Gullbringusýslu. — Þá var frú Bachman, ættuð úr Stein- grímsfirði. Þá var frú Hannesar Péturssonar frá Winnipeg; hún er ættuð úr Norður-Múlasýslu. — Þá var frú Magnússon, ekkja, ætt- uð frá Skeggjastöðum á Jökuldal í N. Múlasýslu. Þá var Mr. John Thorbergson og frú hans og dæt- ur þeirra; hann er sonarsonur Ei- ríks Sigurðssonar, sem bjó á Álfta- bakka í Mýrasýslu, en frú hans er dóttir Mr. og Mrs. G. Jóhannsson, sem eg áður hefi nefnt. Þá var húsasmiður E. R. Elíasson, ætt- aður úr Vestur Skaftafellssýslu. Bjálfsagt hafa margir fleiri landar verið þarna, sem eg ekki þekti eða var gerður kunnugur. — En svo kom frú D. Curry frá San Diego, með frítt föruneyti, fult 40 manns. — Frú Curry er sköruleg kona og kveður að 'henni líkt og Þorbjörgu hinni digru dóttur Ólafs Pá í Hjarðarholti í Dala- sýslu. En móðir Þorbjargar var Þorgerður Egilsdóttir frá Borg á Mýrum. Hún var gift Ásgeiri goða Knattarsyni í Vatnsfirði; hún lét 30 manns ríða með sér, þá hún fór til Sels, og eitt sinn er hún var í selför, hitti svo á, að hún kom þar að er bændur voru búnir að binda Grettir Ásmunds- son frá Bjarg i í Miðfirði, og höfðu reist upp gálga og ætluðu að hengja hann (því hann var þá sekur skógarmaðurþ En hún sagði þeim að leysa böndin af hon- um og sagðist fara með hann heim til sín. Og leystu þeir hann strax, og sýndi það hvað mikið hún hafði að segja, bg fyrir þetta er hún ódauðleg í sögunni og með fremstu konum fornaldarinnar, enda sagði Grettir: “Þess er get- ið, sem gert er. — Frú Curry er húnversk að ætttum, og var fað- ir hennar lengi póstur á milli Reykjavíkur og Akureyrar og hét Daníel. En það var ekki í þá daga neinum heiglum hent að vera póstur á íslandi. Eg þekti fæst af hennar fríða föruneyti, en þeir er eg þekti eru: Dóttir frú Curry, séra Eyjólfur Melan, hann er af ættum Sveins landlæknis iPálssonar; frú hans var með honum, og er hún ættuð frá Svarfhóli í Stafholtstungum. Þá var Mr. Einar Scheving, ætt- aður úr Skriðdal í Suður Múlas.; hann er farinn að eldast, en ber ellina mjög vel, og með honum var frú hans, einnig úr S. M. sýslu ættuð, sérlega skemtileg kona. — Þá var Björgvin, sonur Páls Guð- mundssonar frá Firði í Seyðis- fifði, og frúar hans Dóróteu Guðmundsdóttur, af hinni al- þektu Krossavíkurætt; frú hans var einnig meS honum og heitir Anna Guðmundsdóttir, náskyld Pétri sál. Jónssyni blikksmið, sem var 1 Reykjavík. Einnig var með fósturdóttir þeirra, Miss Anna, hálfsystir Björgvins, og yngsti sonur þeirra. — Þá var Jón Lax- dal; ekkert get eg sagt um ætt hans, því við vorum ekki kyntir. Þá var frú Kristbjörg Sigurðar- dóttir, frá Kambsmýrum í Fnjóska- dal, nú nefnd Mrs. Pétur Árna- son; maður hennar er Húnvetn- ingur að ætt. — Þá var frú Eiríks Magnússonar; er ættuð úr Barða- strandarsýslu, úr Reykhóilasveit, en maður hennar Eiríkur er ætt- aður úr Ámessýslu, af Briems ætt og Hjalla ætt. Einnig mætti eg mjög skemtilegri konu, sem sagð- ist vera Mrs. Víum, meira fékk eg ekki að vita um hana. Þá hitti eg Mr. Orr, sem er ungur, efnileg- ur maður, giftur, en ekki var frú hans með honum. Þá voru tvær efnilegar dætur Mr. Jóns H. Jóns- sonar, sem er ættaður frá Svarf- hóli í Mýrasýslu. Þá var Mr. Hermann, sonur Davíðs Sveins- sonar læknis Thorsteinsson í Reykjavík. i— Eg kann ekki feiri upp að telja af fararfólki frú Curry. — En svo var eg næstum búinn að gleyma eihni mjög skemtilegri konu, sem er ekkja og heitir Elinborg Þorsteinsdóttir Jónassonar fná Brekkulæk í Mið- firði; einnig var hér dóttir henn- ar, sem er gift þýzkum manni og gengur undir nafninu Orkni, mjög skemtileg kona. Þá var Frú Ingi- björg, gift G. Eyjólfsyni í Utah. móðir “'Fjallkonunnar”, Miss Ell- en Jameson; hún er vel íslenzk og skemtin í ræðum. Miss Ellen Jameson, sem var Fjallkonan er bæði fríð og til- komumikil. Hún er háskóla-lærð og hefir þá fegurstu söngrödd, sem eg hefi heyrt, og svo hefi eg alla heyrt segja, sem hafa heyrt til hennar. Og það er ekki ofsagt, að hún skipar fremsta bekk í söng og hljóðfæraslætti. Hún er skóla- kennari fná Utah. Faðir hennar er Guðmundur Eyjólfsson, afi hennar Eyjólfur Guðmundsson, kallaður varp-Eyjólfur, frá Eyja- bakka á Vatnsnesi í Húnavatns- sýslu, en móðir hennar, frú Guð- mundar, er Ingibjörg Jónatans- dóttir Davíðssonar frá Marðar- núpi í Vatnsdal; en kona Eyjólfs, afa Miss Ellen, hét Valgerður Björnsdóttir frá Litlu-Borg í Víði- dal. Einnig var hér systir hennar, Mrs. Dr Funk, Rósa að nafni. Hún syngur einnig sérlega vel. Þá var hér frændi þeirra systra, Mr. H. Líndal, sonur Jakobs sál. Líndals og frúar hans og barn; hún er ættuð úr Gullbringusýslu. Nú fer eg að lýsa, hvað menn höfðu sér til skemtunar. Dagur- inn er hafður hátíðlegur og til skemtunar af því tilefni, að þenn- an dag fyrir 55 árum, kom Kristj- án níundi, Danakonungur, sem þá var, til íslands á tveim skipum, með fríðu föruneyti, fyrstur allra konunga, ásamt Valdimar prinz syni sínum, og færði landsmönn- um nýja stjórnarskrá, sem gaf þjóðinni fult löggjafarvald og fjárforræði. Þetta var 2. eða 4. ágúst 1874, eða rétt 1000 árum frá því er Ingólfur Arnarson hafði reist bygð í Reykjavík, og skáldið séra Matthías orti til konungs: “Stíg heilum fæti á helgan völl, vor hjartaikæri Snælands sjóli, er komst frá þinum konungsstóli, að sjá vor kæru fósturfjöll. Með frelsisskrá í föðurhendi, þig fyrstan konung guð oss sendi; kom heill, kom heill að hjartarót.” Þegar eg kom hingað með fjöl- skyldu minni, kl. rúmlega 1, þá sté forsetinn upp á ræðupallinn og ávarpaði gestina og sagði þá velkomna. Þá mintist hann á fornaldarfrægðina á íslandi og gullöld landsins, um hnignunþjóð- arinnar eftir að hún komst undir konungsvaldið og verzlunarkúgun- ina, og plágur landsins, og hinar hörðu búsifjar, er eldur og ís gerðu landsmönnum. Og svo aft- ur nú taldi hann með tölum hvað íslenzka þjóðin tæki mikið gull- mjöl úr kvörninni Gróttu, og hversu Fenja og Menja sneru rösklega kverninni, og menning þjóðarinnar væri nú mikil, og end- aði það við dynjandi lófaklapp. Þá steig upp á pallinn Fjall- konan, og var mönnum ærið star- sýnt á hana, því hún var bæði fög- ur og tilkomumikil, og allir sögu- fróðir létu sér til hugar koma, að ekki mundi Hrefna Ásgeirsdóttir úr Víðidal hafa borið af þessari Fjallkonu okkar, þó hún hefði moturinn frá Ingibjörgu systur Ólafs konungs Tryggvasonar. Þá söng hún einsöng, kvæði eftir Mr. H. Halldórsson, og læt eg það hér með fylgja. Þó hún sé fædd hér í álfu og meira heyrt af ensku máli, þá talaði hún íslenzkuna ó- trúlega vel, en svo voru menn hrifnir af söng hennar, að allir stóðu berhöfðaðir og steinþegj- andi undir söngnum. — Við pían- óið sat Miss Ottenson og er hún vel æfð í að leika á það. Þá töluðu Mr. H. K. Laxnes, Mr. Jón Laxdal frá San Diego og Mr. Jón Thorbergsson. Allir töluðu á góðri íslenzku, nema lítilsháttar, sem Mr. J. Thorbergsson talaði á ensku. Þá kom Mr. Th. Ásmundsson og kvað fáeinar vísur, til að lofa mönnum að heyra margra alda skemtun íslenzku þjóðarinnar, þegar ekki var annað hljóðfæri þekt eða brúkað en langspilið. Þá voru sungnir íslnezkir söngv- ar; og þá kom upp á pallinn Mr. Sigurður tónskáld Helgason, og þar var hann með huga og sál, og fanst mér hann taka sig líkt út og faðir hans sál. og Jónas föður- bróðir hans, eins og þá þeim bezt tókst að skemta. Þá var líka leikið á píanóið, og fjöldi bezta söngfólks söng svo að menn dreymdi um ísl. lóuklið- inn og hinn samstilta fuglaklið. Það var hin bezta sðngskemtun. Þá kom upp á pallinn frú Curry og þakkaði fyrir skemtunina, sem hún hefði notið og hennar föru- neyti, og vonaði og óskaði að Los Angeles búar, og hvaða landar sem gætu, heimsíæktu þá að ári liðnu í San Diego. Þar á eftir fóru menn að skemta sér við ýmiskonar leiki, hlaup og fleira. Og að endingu kom hér- lendur maður með myndavél, og tók sérlega góða mynd af öllum, sem voru ófarnir á leið heim til sín. — Þá settust menn upp í bíla sína, kátir og ánægðir og létu þá renna til heimila sinna. Þannig er saga þessa dags—4. ágústs 1929.— á enda. Santa Monica Calif., 1313 19th Street. Ásgeir Tryggvi Friðgeirsson. að hlusta á, og án þess að eiga á hættu að sofna án nokkurs fyrir- vara. Það er leiðinlegt, sérstak- lega í kirkjum; en það er nálega æfinlega ræðumanninum að kenna. Jóhannes Eiríksson. « Mas Nú eru menn út um allan heim famir að átta sig á því, að mál- snild er ekki í því fólgin, að tala langt mál, heldur miklu fremur í því, hvað er sagt og hvernig það er sagt. Jafnvel afbragðs ræður geta verið of langar, ef gert er ráð fyrir, að þrír eða fjórir ræðu menn tali hver á eftir öðrum sam tímis. Hugsum okkur, að það séu þrír ræðumenn, og að hver fyrir sig tali í klukkutíma. Er það nokkuð að furða sig á, þótt marg- ir áheyrenda verði orðnir dauð- þreyttir á að hlusta og sitja í vondum sætum, þegar síðasti ræðumaður hefir lokið máli sínu? Það er heimskulegt að ætlast til, að menn eða konur yfirleitt, geti haft þolinmæði til þess að veita athygli slíkum orðastraumi, þótt af 'beztu tegund sé. Það er enginn efi á því, að sum ir af ræðugörpunum eru svo hrifnir af málsnild sinni, að þeir þreytast aldrei á að hlusta á sjálfa sig; en eitthvað verður til bragðs að taka, til þess að venja þessa menn af þessum ósið, að talla í klukkutíma eða meira í eimu og pína þannig fólkið þar til það veit ekki 'hvað það á af sér að gera. Eg veit ekkert annað ráð, en að fylgja dæmi landa vorra heima á íslandi í þessu efni. í Þeir eru á undan oss í þessu og líklega mörgu fleiru. í stuttu máli hafa þeir það svona: Þeir fara bara út eða frá, svo ræðumaður verður bráðlega fáliðaður eða jafnvel einn eftir. “Þegjandi bendingar, eru stund- um um beztar.” 'Einu sinni var niaður í brezka þinginu, sem hélt afár-langar ræð- ur. Hann fékk með tímanum viðurnefnið ”The Dinner Bell”, því það var segin saga, að þegar hann stóð upp til þess að tala, stóðu þingmenn upp hver eftir annan, afsökuðu sig og þóttust ætla til snæðings, svo málstofan varð í einni svipan hálftóm og stundum galtóm. Hann stóð einn eftir og varð að hætta nauðugur viljugur. Það er eitt af afrekum langrar mælsku, að tala menn út úr húsum og í fjarlægð burt — burt frá hinu óendanlega orða- flóði. Á þjóðþingum hafa ófyriilleitn- ir "snápar” löngum notað sér þennan ótakmarkaða tíma við ræðuhöld og hafa stært sig af að halda mótpörtum sínum, helzt stjórninni, “uppi” svo klukku- tímum hefir skift; stundum dag eftir dag á “snaklý”, oft meining- ar lausu þvaðri, að eins til þess að eyðileggja tímann fyrir hinum og koma þannig í veg fyrir að nokkurt mál, sem þeir eru á móti, komist í gegn um þingið. Frem- ur eftirsóknarverðir þingmenn, eða hitt þó heldur. Nú er farið að takmarka tím- ann, sem hver fyrir sig má tala í einu. Tuttugu, eða jafnvel tíu mínútur, er allur sá tími, sem hver maður fær í einu til þess að tala út í mál þau, sem fyrir liggja, hvert fyrir sig. Til eru líka menn, sem álita að fimm mínútur sé allur sá tími, sem hver fyrir sig ætti að hafa í einu, hvernig sem á stendur. Það er talsvert mikið vit í því, þegar margir eiga að tala, hver á eftir öðrum. Það myndi venja menn af því, sem kalla mætti “jórtur”, að endurtaka í sífellu og þynna út það sem maður er einu sinni bú- inn að segja,—nýbúinn að segja. Á ailmennum skemtisamkomum ætti engum að vera leyft að tala lengur en 20 til 30 mínútur. Menn ættu að geta sagt alt, sem menn hafa að segja, á þeim tíma. Ef svo væri ákveðið, kæmi dansfólk- ið ef til vill strax, í þeirri von, að að lifði i gegn um ræðuhöldin og gæti svo farið að dansa, án þess að þurfa að halda sér vakandi undir orðaflóði, sem það ef til vill skilur ekki, eða kærir sig ekki um Þörf að skýra frá Margar húsmæður hafa þörf á skólastúlkum, til þess að veita sér nokkra hjálp yfir vetrarmánuð- ina. Sömuleiðis eru stúlkur hér og þar, sem óska eftir tækifæri til að vinna fyrir fæði og hús- næði, meðan skólinn stendur. Þessar húsmæður og þessar stúlkur þurfa að kynnast. Það er báðum gagn. Eg hefi oft orðið til þess, að þær kyntust. Eg vil einnig nú hlutast til um það, að þetta geti orðið. Framkvæmdir í iþessu efni eru nú þegar byrjaðar. Auðvitað gjöri eg þetta verk fyrir Jóns Bjarnasonar skóla, jafnvel þótt eg hafi stundum gjört það, þegar aðrir skólar áttu 1 hlut. Nú vil eg biðja alla, sem hér eiga hlut að máli, stúlkur og hús- mæður, að láta mig tafaríaust vita um óskir sínar. Haustið er senn komið og skólastarf er afar- skamt fram undan. Þess vegna má þetta ekki dragast. Ein stúlka hefir þegar beðið um pláss, sem eg hefi ekki enn getað vísað henni á. Þar er tækifæri fyrir einhverja húsmóður. Það má segja frá því, að þegar eg hefi auglýst eftir svona plássum i Free Press, hefi eg ætíð fengið nógar umsóknir, en eg kýs fremur góða staði á íslenzkum heimilum. Vil eg nú biðja íslenzku húsmæð- urnar, að láta það ekki dragast, að láta mig vita um það, ef þær hafa þörf á hjálp skólastúlku í vetur. Drengur. Eg veit líka um dreng, sem þráir tækifæri til að halda áfram námi. Er kominn eins langt og' kent er, þar sem hann á heima, en gæti því aðeins komið til Winni-1 peg, til að halda áfram námi, að hann gæti unnið fyrir fæði og húsnæði. Hver vill nú gefa menta- i fúsum dreng tækifæri? CUNARD LINE 1840—1929 Elzta eimskipafélagið, sem siglir frú Canada. Skólagjald. Oft hefir Jóns Bjarnasonar skóla verið fundið það til foráttu, að nemendur þyrftu þar að borga skólagjald, en ætti kost á ókeypis kenslu í öðrum skólum. Þetta hef- ir nú ekki verið að öllu leyti rétt, eins og allir þeir vita, sem reynt hafa. Wesley College, sem ís- lenzkir nemendur hafa mikið sótt, hefir ávalt sett skólagjald, og það | hærra en skóli vor. Það hafa nunnuskólamir einnig gjört, og sömuleiðis fylkis háskólinn. Nú býður Jóns Bjarnasonar skóli frí-kenslu öllum nemendum níunda bekkjar, en $50 skólagjald í hinum bekkjunum. Á skrifstofu skólaráðsins fyrir Winnipeg-borg, þegar eg spurði eftir gjaldi, var mér sagt það, að allir, sem ekki eiga heima í borginni og ekki eiga þar eignir, verði að borga fyrir börn sín í miðskólum borg- arinnar (9. til 12. bekk) $6 í byrjun hvers mánaðar. Það gjör- ir samtals $60 yfir árið. Ekki verður því þá neitað, að Jóns Bjarnasonar skóli býður utan- bæjar nemendum óviðjafnanlegt tækifæri. Umsóknir. Skólanum eru nú að berast um- sóknir nýrra nemenda, úr ýmsum áttum. Bezt væri fyrir alla, sem hafa skólagðngu í huga, að hugsa það mál sem vandlegast og ráða það sem fyrst. Menn snúi sér að séra Rúnólfi Marteinssyni, 439 Lipton St. Tals. 33 923, eða Miss S. Halldórsson, Lundar, Man. Ritlingur um skólann sendur öllum, sem æskja þess. Næsta skólaár hefst miðvikudaginn 18. sept. R. M. Cunard línan veitir ágætar sam- göngur milli Canada og Noregs, Sví- þjóðar og Danmerkur, bæði til og frá Montreal og Quebec. Eitt, sem mælir meö því að feröast meS þessari línu, er þaS, hve þægilegt er aS koma viS í London, stærstu borg heimsins.. Cunard línan hefir sérstaka inn- flutningaskrifstofu i Winnipeg, fyrir NorSurlönd. Skrifstofustjórinn er Mr. Carl Jaoobsen, sem útvegar bænd- um íslenzkt vinnufólk vinnumenn og vinnukonur, eSa heilar fjölskyldur.— ÞaS fer vel um frændur ySar og vini, ef þeir koma til Canada meS Cunard línunni. SkrifiS á ySar eigin máli, eftir upp- lýsingurruog sendiS bréfin á þann staS, sem gefinn er hér aS neSan. öllum fyrirspurnum svaraS fljótt og ySur aS kostnaSarlausu. 270 Maln St. WINNIPEG, Man. 36 Wellinftton St. W. TORONTO, Ont. 227 St. Sacrament St. MONTREAL, Que. Nú er rétti tíminn að borga Lögberg MARTIN & CO. ■■■■ SÝNUM NO HINA FALLEGU FATAGERÐ Fyrir haustið 1 929 Leiðrétting. Box 11, Árborg, Man., 15. ág. ’29. Kæri ritstjóri Lögbergs— Eg ætla að biðja þig að gjöra ] I svo vel og leiðrétta í næsta blaði f jórar prentvillur, sem hafa orð-1 ið í æfiminningu mannsins míns sáluga, Guðmundar Jónssonar, sem birtist í Lögbergi 8. ágúst: 1. Faðir hans hét Jón og var Bjarnason, en ekki Björnsson, eins og sagt var í blaðinu. 2. Bróð- ir hans, sem nefndur er Kristjón í blaðinu, heitir Kristján. 3. Anna systir hans er kona Gísla Jónas- sonar, en ekki Gísla Jónssonar. 4. Kona hins látna er Herdís. dóttir Jónasar Þorsteinssonar í í Djúpadal í Greysis bygð, en ekki Jóns Þorsteinssonar, eins og sagt var í blaðinu. Vinsamlegast, Mrs. Herdís Jónsson. KOMIÐ OG VELJIÐ OR Veljið það bezta og fullkomnasta; enginn þarf að borga alt út í hönd. ) i Vorir hcegu borgonar- skilmáiar \ . » Gera kaupin auðveld. Með því að borga smátt og smátt í margar vikur eða mán- uði, verður það ótrúlega auðvelt að kaupa jafnvel það, sem bezt er. (Með ánægju bjóðum vér yður að nota vora Hægu Borgunarskilmála Komið bara inn og spyrjist fyrir. Vér byrjum haustið með miklu úrvali. NÝMÓÐINS YFIRHÖFNUM VANDLEGA VÖLDUM. AU»r óvanalega fallegar. Stórir kragar og nppslög úr völdum loðskinnnm. Því ekki að fá yður yfirhafnir nú, þar sem þér þurfið ekki að borga alt út í hönd KLÆÐIS-YFIRHAFNIR FURSKREYTTAR *19 ,s til '98 50 FUR-YFIRHAFNIR J65 (KI til !350“ NÝJUSTU KJÓLAR J12 ,s til '29 s# Búðin opin til kl. 10 á laugardögum. 2nd Floor Winnipeg Piano Bldg. MARTIN & CD. PORTAGE AT HARGRAVE EASY PAYMENTE LTD.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.