Lögberg - 22.08.1929, Síða 4

Lögberg - 22.08.1929, Síða 4
Mið< 4< LÖGBERG RIMTUDAGINN 22. ÁGÚST 1929. Xögtierg Gefið út hvern fimludag af The Col- umhia Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. o Talsímar: 86 327 og 86 328 0 Einar P. Jónsson, Editor | Utanáskrift blaðsins: ° The Columbia Press, Ltd., Box 3172 [] Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: J Editor Lögberg, Box 8172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The "Löxberg” ia printed and publlshed bjr 9 The Columbla Press, Llmited, in the Columbia 5 Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manltoba. fi y— >»« >«■ >o< >o< ><K—>m >o< >n< Bretland og skuldir þess ríkin, hefir sorfið fast að brezíkri alþýðu, þótt eigi hafi hún möglað svo teljandi sé. Enda setur hún að jafnaði heiður þjóðheildarinnar öllu ofar. En 'hitt yirðist ekki f jarri sanni, að brezkir stjórnmálamenn, sumir hverjir, hafi verið helzti tillátssamir og eftirgefanlegir, er til þess kom að semja um skuldina við Banda- ríkin, sem og reyndar ýmsar aðrar þjóðir, er skulduðu Bretlandi fé. Eins ogfnú horfir við, má vel ætla, að hinum glöggskygna og framtakssama fjármálaráð- gjafa Breta, muni auðnast að komast að sann- gjamari og hagvræmari samningum um inn- heimtu á útistandandi skuldum brezku þjóð- arinnar, sem og greiðslu á skuldum hennar við önnur lönd, en fyrirrennurum hans í em- bættinu, og er þá ekki til einskis barist. Frakkar, Belgíumenn og Italir, hafa fram að þessu, sama sem ekkert greitt af stríðsskuld- um sínum, hvorki við Bretland né aðrar þjóðir. Bretar eru þrátt fyrir það, alt af að borga, og þeir ætla sér að halda áfram að borga, þar til hvert einasta cent af stríðsskuld þeirra er end- urgreitt. I árslok 1927, hafði stjóm Bandaríkjanna heimt inn $847,000,000 af útistandandi skuld- um þjóðarinnar, þeim, er frá heimsstyrjöldinni miklu stöfuðu. Af þessari feikna upphæð, vom það Bretar, er greiddu 95 af hundraði, eða $802,000,000, Vextir þeir, er Bretar greiða af skuld sinni við Bandaríkin, nema 3.3 af hundraði. Á hinn bóginn nema vextir þriggja eftirgreindra þjóða . af stríðslánum þeirra í Bandaríkjunum, því er hér segir: Belgía 1.8 af hundraði, Frakkland 1.6 af hundraði, og Italía 4 af hundraði. Að því er brezku þjóðina áhrærir, hefir hún ákveðið að greiða Bandaríkjunum hvert ein- asta cent af istríðsskuldinni. Nokkuð öðru máli er að gegna með hinar þjóðimar þrjár, er nú hafa nefndar verið. Fara þær allar fram á stór- kostlega eftirgjöf á skuldum sínum. Frakkland og Belgía tjást aðeins sjá sér fært að greiða 60 af hundraði, en Italir ekki nema 36%. Hér er því ekki um neinn smáræðis mismun að ræða, heldur geysimikla fjámpphæð. Hvort stjóm Bandaríkjanna gengur nokkm sinni að slfkum kostum, er vitanlega enn á huldu. Þegar að loknu stríðinu, fóm Bretar að end- urgreiða skuld sína við Bandaríkin, jafnvel þótt þeir sjálfir hefðu eigi innheimt eitt einasta cent af xítistandandi skuldum sínum. Er það því sýnt, að þjóðin hefir orðið að ganga all-nærri sér, til þess að geta staðið í skilum. Samt hefir hún fram að þessu, mætt hverri einustu greiðslu á réttum gjalddaga, og mun vafalaust svo gera í framtíðinni, ekki hvað sízt, er tekið er tillit til þess, hve nú er jafnt og þétt að ráðast fram úr vandkvæðum þeim hinum miklu, er frá atvinnu- leysinu stöfuðu. Ekki er því að leyna, að all-háværar raddir hafa komið fram í Bandaríkjuirum um það, að stjórn þeirrar þjóðar hefði í rauninni verið alt of eftirgefanleg í kröfum sínum við Breta. Að svo hafi verið, virðist þó ekki ná nokkurri átt. Enda hafa brezkir f jármálafræðingar hvað! of- an í annað sýnt og sannað, að slíkar umkvart anir væra aðeins á sandi bygðar. Má í því sam- bandi meðal annars tilnefna hagfræðinginn víðkunna, Francis W. Hirst, er leitt hefir það ótvírætt í Ijós, að í raun og vem hafi Bretar þegar greitt stærri uppfhæð, en þeim bar að greiða á því tímaíbili, sem liðið er, frá því er samningar um skuldgreiðsluna hófust. Undanfarandi vikur hefir staðið yfir í Hague, mót eitt, all-mikilvægt, er um stríðsskuldir hinna ýmsu þjóða og greiðslu þeirra fjallaði. Sótti það af hálfu Breta, hinn nýi fjármálaráð- gjafi MacDonald-stjórnar, Rt. Hon. Philip Snowden. Sýndi hann í orðum sínum og at- höfnum, framiírskarandi glöggskygni og vilja- festu, hvað afstöðu Breta til stríðs skaðabót- anna viðkom. Mun hann og hafa haft þvínær einróma þjóðfylgi að bakhjarli. Benti hann á það, með ómótmælanlegum rökum, hve Bretar hefðu verið afskiftir; hve öldungis óverjandi það væri, að sú þjóðin, það er að segja þjóðin brezka, er í raun og vem hefði borið þyngstu fjármálabyrðina meðan á styrjöldinni stóð, skyldi vera höfð út undan, er til þess kom, að gert yrði út um skifting skaðabótafjárins. Kvað hann þjóðina brezku aldrei mundu að því ganga, að frekari byrðar yrðu lagðar henni á herðar, en þær, er iyín þegar hefði tekið að sér góðfúslega að bera. Væri og fyrir löngu kom- inn tími til þess, að hinar aðrar þjóðir, svo sem Frakkland, Belgía og ítalía, fvndu til eigin á- byrgðar, og reyndu eigi lengur að sniðganga lögmætar skuldakröfur. Það era fleiri hliðar á þessu skuldgreiðslu- máli, en bláköld peningahliðin. Stríðsskuldin við Bandarfkin, stafar að mestu leyti frá vör- uixr, er hin ameríska þjóð lét samherjunum í té, meðan á styrjöldinni stóð. Meginhluti allra þeirra hergagnabyrgða, er þaðan komu, lenti í höndum Frakka. Bretar vora sjálfbjarga, hvað viðkom hergögnum, eða .fyllilega það. En svo hagaði til, að Bandaríkin þvemeituðu að afgreiða hergagna pantanir samherja, nema því að eins, að Bretar ábyrgðust borgun fyrir þær. Bretar em því í raun og veru þann dag í dag, að borga fyrir vömr, er aðrar þjóðir fengu til eigin afnota. Að réttu lagi virðist það ekki vera nema sanngjamt, að Bandaríkin hefðu heimilað Bret- um, að endurgreiða stríðsskuldina í vömm, þannig, að um regluleg vöraskifti hefði verið að ræða. En slíku var ekki að heilsa. Gull, og. ekkert annað en gull, var það, sem stjórn Banda- ríkjanna gat með nokkmm hætti gert sig á- nægða með. Ekki er það nokkmm minsta vafa bundið, að endurgreiðslan á stríðsskuldinni við Banda- Þjóðrœknismál - Ast einstaklingsins, á hvaða málefni sem er, verður réttast metin af því, hverju hann er fús til að fórna fyrir það. Sönn þjóðrækni er sjaldnast falin í orða- glamri. Ýmsir þeir, er hæst gala um vernd og viðhald íslenzkrar tungu í landi hér, eru manna ólíklegastir til að koma þar að nokkru verulegu liði. Á hjartalaginu, einlægninni og óeigin- girninni, hlýtur framtíð íslenzkrar þjóðmenn- ingar vestan hafs að hvfla, eigi hún ekki að fara forgörðum fyr en flesta varir. Ræktarsemi við íslenzkar stofnanir vestra, og hlýleiki í garð þeirra, getur lengt um lang- an aldur líf ástkæra og ylhýra málsins, sjálfum oss og eftirkomendum vorum til gagns og gleði. íslendingar vestan hafs, eða að minsta kosti nokkur hluti þeirra, hafa nú um all-langt skeið, starfrækt íslenzka mentastofnun. Eigum vér þar við Jóns Bjarnasonar skóla. Nytsemi þeirrar stofnunar, er nú fvrir löngu viðurkend af öðram, en þeim, er sökum þröngra sérskoð- ana, hafa eigi þózt sjá sér fært, að veita henni stuðning. Er það hugsanlegt, að þeir menn séu í hjarta sínu þjóðræknir, eða trúir hin- um íslenzka málstað, er eigi vilja veita þessari einu mentastofnun vorri vestra óskift fylgi? Að Jóns Bjamasonar skóli hafi unnið fólki vora frá þjóðernislegu sjónarmiði ómetanlegt gagn, verður eigi á móti mælt. Þessu til sönn- unar nægir að benda á, að útskrifast hafa af skólanum ýmsir þeir, er líklegastir eru til for- ystu á sviði Þjóðræknismálanna, þegar eldri kynslóðin er komin undir græna torfu. Tveir ungir menn, er mentunar nutu við Jóns Bjaraasonar skóla, hafa, ásamt vitanlega mörgum fleiram, þegar látið mikið til sín taka í þjóðræknisstarfsemi vorri. Eigum vér hér við þá, hr. Agnar Magnússon, núverandi kenn- ara skólans, og hr. Bergthor E. Johnson, for- seta þjóðræknisdeildarinnar Frón. Em báðir Jiessir menn mæta vel að sér í íslenzkri tungu og íslenzkum bókmentum, og ritfærir hið bezta. Oss er kunnugt um, að báðir þessir menn láta sér einkar hugarhaldið um framtíð skólans og vilja hag hans í öllu, og má vafalaust hið sama segja um hina aðra nemendur hans. Einhvern tíma hlýtur að reka að því, að vér Vestur-lslendingar getum orðið samtaka um vor megin mál. Hví ekki að taka nú höndum saman um það, að styðja einu íslenzku menta- stofnunina vestan hafs, Jóns Bjaraasonar skóla, og tryggja henni þar með langlífi? Hagfrœðileg samveldisstefna? Einn meðal þeirra mörgu, góðu gesta, er heimsótt hafa Canada í sumar, í fyrirlestra er- indum, er Rt. Hon. Winston öhurehilll, fyrmm fjármálaráðgjafi Breta, Hefir hann þegar haldið nokrrar ræður í Austurfylkjunum, er vakið hafa allmikla eftirtekt. Er maðurinn tal- inn að vera mælskur með afbrigðum, og fvlg- inn sér að sama skapi. Hingað til borgarinnar kom Mr. Churchill í byrjun vikunnar, og flutti hér erindi á þriðjudagskveldið. En með því að blað vort var þá svo að segja fullbúið til prent- unar, og þar af leiðandi um lítið rúm að ræða, verða frekari fregnir af erindi þessa merka manns, að bíða betri;,tíma. Af blöðum þeim austanlands, er vér höfum séð, og gert hafa ræður Mr. Churchills að um- talsefni, má þó ljóslega sjá, að erindi hans hingað til Canada, er í raun og veru eittj eða sem sé það, að stuðla að auknum og endurbætt- um viðskiftasamböndum meðal þeirra þjóða, er brezka veldið mynda. Fara blöð þessi lof- samlegum orðum um 'hugmynd þessa, og tjá sig til þess albúin, að veita henni alt hugsanlegt lið. Eins og málum er nú skipað hér í landi, verður ekki annað sagt, en að viðleitni Mr. Churchill’s sé í alla staði tímabær. Hefir þeg- ar allmikið verið ritað og rætt um þetta efni, og þá ekki hvað sízt, eftir að kunnugt varð um toll múrahækkun þá gagnvart canadiskum varri- ingi, er amerísk stjórnarvöld hafa verið að hrinda í framkvæmd. Virðist fátt liggja nær, en það, að afleiðingin af slíkum ráðstöfunum, leiði til aukinna innanveldis viðskifta. Til em þeir menn, og þeir vafalaust hreint ekki svo fáir, er telja á því ýms tormerki, að komið vrerði á nýju, innanveldis viðskiftakerfi, er að vemlegt haldi megi koma. Er þa® i sjálfu sér reyndar ekki svo ný bóla, því ávalt verða einhverjir á vegi, er vantreysta hverskonar nýj- ung, sem er, og hábundnir em á klafa gamalla erfikenninga. Fer þó slíkum mönnum, góðu heilli, fækkandi dag frá degi. Vér höfum þá trú á glöggskygni canadiskra stjórnmálamanna, sem og annara leiðandi manna innan vébanda hins brezka veldis, að hvenær sem sameiginlegir hagsmunir allra að- ilja eru í háska staddir, þá muni þeim takast, með viturlegum ráðum, að finna heppilegustu leiðina út úr ógöngunum. Af enskum blöðum að dæma, hvort heldur þau fylgja íhaldsflokknum, frjálslynda flokkn- um, eða verkamanna flokknum að málum, er ekki annað sjáanlegt, en að allir flokkar séu 'Sammála um það, að nauðsyn beri til, að gerð- ar verði allar hugsanlegar ráðstafanir, til þess að auka innanveldis viðskiftin að mun, frá því sem nú er. Hefir það komið til tals, að kvatt verði til samveldisfundar í náinni framtíð, með það fyrir augum, að hrinda máli þessu áleiðis. Er Mr. Churohill einn þeirra manna, er fylgt hefir fram hugmynd þessari af kappi miklu, bæði í ræðu og riti. Að gott eitt hljóti að leiða af slíkum fundi, virðist liggja nokkurn veginn í augum uppi. 1 þessu sambandi, er það hreint ekkert smá- ræði, sem læra má af viðs’kiftasamningi þeim hinum nýja, milli Canada og Vestur-Indlands- eyjanna. Kemur það þar meðal annars glögg- lega í ljós, að komast má að hagkvæmum við- ■skiftasamningum, án þess að til grandvallar liggi 'hækkaðir, eða lækkaðir tollmúrar. Við gerð þeirra samninga, fór Canadastjóra ein- ungis fram á það, að Bandaríkjunum yrði ekki gert hærrai undir höfði en Canada, hvað toll- málin áhrærði. En stjómarvöld Vestur-Ind- landsevja, settu aðeins þau skilyrði fyrir við- skiftasamningnum, að Canadastjóm hlutaðist til um það, að halda uppi hagkvæmum, reglu- bundnum gufuskipaferðum til eyjanna, með það fyrir augum, að veikja, þótt ekki væri nema að einhverju leyti, einokun þá í siglingum, er Bandaríkjastjóm hefði um langan aldur rek- ið, og 'staðið hefði að sjáífsögðu eyjaskeggjum fyrir þrifum. Báðar þær þjóðir, er að samn- ingum þessum stóðu, hafa þegar hagnast á margvíslegan hátt. Ekki er það nokkrum minsta vafa bundið, að eins og nú standa sakir, veltur mikið á því fyrir canadiska framleiðendur, að vera sér úti um nýja og hentuga markaði fyrir afurðir sín- ar, svo mjög sem þrengt hefir verið að markað- inum syðra. Eiga þeir og, sem betur fer, mörg- um ágætum og æfðum mönnum á aÖ skipa, er treysta má til þess að vaka á verði, hvað mark- aðsskilyrði áhrærir. Þess vegna er í rauninni lítið sem ekkert að óttast. Á hinn bóginn virð- ist ekki ósanngjarat að ætla, að brezkir náma- eigendur, einkum þó þeir, er framleiða harð- kol, gætu hagað því svo til, ef fullrar fvrir- hyggju er gætt, að þeir gætu fengið næsta álit- legan hluta af harðkolamarkaðinum hér í landi, er amerískir harðkola framleiðendur um þess- ar mundir, sérstaklega njóta góðs af. Það yrði að sjálfsögðu margt fleira, en toll- hlunnindi, er koma hlyti til greina á þeim hin- um væntanlega samveldisfundi, sem getið hef- ir verið um hér að framan. Myndi hann fyrst af öllu, snúast að meira og minna leyfi um farmgjöld, tryggingar, vöraflokkun, hagkvæm lánsskilyrði, ásamt mörgu fleira. Róm var ekki bygð á einum degi. Það skeð- ur heldur ekki á einum degi, að heilbrigðu og haldgóðu inannveldLs viðskiftakerfi, verði þannig komið á laggiraar, að allir verði ánægð- ir. Slíkt kæmi vitanlega ekki til nokkurra mála. En um hitt verður ekki deilt, að hagfræðilegur samveldisfundur myndi fá mörgu góðu til ve'g- ar komið, 'hvort 'heldur sem honum hepnaðist að koma á föstum viðskiftasamböndum, innan veldisheildarinnar, eða ekki. 'Skilningur allra aðilja á kjaraa málsins, hlyti að skýrast til muna, og væri tímanum þá ekki til einskis eytt. Það skiftir í 'sjálfu sér minstu máli, hver brezkra stjóramálamanna átti frumkvæði að því, að kvatt skyldi til samveldisfundar, til þess að ræða um aukin og endurbætt innanveld- is viðskiftasambönd, hvort heldur það var Mr. Churchill, eða einhver annar. Megin atriðið er það, að meðal brezkra stjórnmálamanna, öldungis; án tillits til flokka, virðist ríkja full- komin eining um nytsemi málsins. Skyldi það vera úr vegi, að canadiskir stjóramálamenn, reyndu að kynna sér til hlítar mál þetta í svipuðu ljósi ? Hvað er um sýninguna? Eins og þegar er kunnugt, samþyktu gjald- endur Winnipeg-borgar við almenna atkvæða- greiðslu, að stofnað Skylfli til iðnsýningar hér við allra fyrstu hentugleika. Var sýningar- staðurinn valinn við atkvæðagreiðsluna, og heimild veitt til lántöku, til þess að koma upp nauðsynlegum byggingum. Munu víst flestir hafa ætlað, að með þessu væri málið komið í æskilegt horf, og því í rauiT og vem þar með ráðið til lykta. En því miður, hefir reyndin orðið önnur á . Alt hjakkar enn í sama farinu, enginn undirbúningur hafinn, og það, sem verra er, 'hvor hendin upp á móti annari. Viss flokkuf manna í bœjarstjóminni, er um langt skeið básúnaði einna mest um nauðsyn iðnsýningar hér í borginni, og fann ekkert at- hugavert við stað þann, er valinn var við hina almennu atkvæðagreiðslu, finnur nú sama staðn- um flest til foráttu, og hefir með þrákelkni sinni komið í veg fyrir nauðsynlegar fram- kvæmdir í málinu. Til hvers er að leita álits kjósenda \áð al- menna atkvæðagreiðslu, ef skýlaus vilji þeirra er síðar að vettugi virtur? 1 þessu tilfelli hef- ir þetta verið gert, og er slíkt óverjandi með öllu. Canada framtíðarlandið Garðrækt. Flest af blómum þeim og jarð- eplum, sem vaxa í görðum fólks í Evrópu, þar sem loftið er tempr- að, vaxa líka í Vestur-Ganada, svo sem raspber, jarðber, kúren- ur, bláber og margar fleiri teg- undlir, nema í hinum norðlægustu héruðum. Kartöflu uppskera er mikil, og fá menn oft meira en 148 bushel af ekru, þó í sama blettinn sé sáð til tíu ára, og hefir sú uppskera oft numið 170 bushelum af hverri ekru| á ári. Garðarnir gjöra oft- ast betur en fullnægja þörfum bændanna með garðávexti. Það er oft afgangur til sölu og úr- gangur, sem er ágætt fuglafóður. Garðar, þar sem bæði ávextir og fleira er ræktað, ættu að vera í sambandi við hvert einasta býli bænda í Vestur-Canada, og einn- ig munu bændur komast að raun um, að trjáplöntur í kring um heimili, margborga sig, oS fást trjáplöntur til þeirra þarfa ó- keypis frá fyrirmyndarbúinu í Indian Head, í Saskatchewan. — Einnig sér stjórnin um, að æfðir skógfræðingar frá þeim búum veiti mönnum tilsögn með skóg- ræktina,, og segja þeim hvaða trjátegundir séu hentugastar fyr- ir þetta eða hitt plássið.— Engi og bithagi. Hið ágæta engi og bithagi, sem fyr á árum fóðraði þúsundir vís- und'a, antelópa, elk- og moosedýra, er enn hér að finna. Þar sem ekki er næg beit handa búfé, þar sá menn al.falfa, smára, timothy, reyrgrasi, eða einhverjum öðrum fóðurgrasstegundir; þó er þess- um tegundum fremur sáð til vetr- arfóðurs í Vesturfylkjunum, eink- um í Manitoba, heldur en til bit- haga. Einnig er maís sáð hér allmikið til vetrarfóðurs handa nautgripum. Þegar engjar í Vestur-Ganada eru slegnar snemma, er grasið af þeim mjög kjarngott, og gefur lítið eða ekkert eftir ræktuðu fóðri, ef það næst óhrakið. Þær tegundir, sem bezt hafa reynst af ræktuðu fóðri í Vesturfylkjunum, er alfalfa, rúggras og broomgras, hvort heldur að þeim tegundum er blandað saman eða að þær eru gefnar hver *t af fyrir sig. En ef sáð er þar til bithaga, þá er alfalfa og broomgras haldbeztu tegundirnar. Áburður. Aðal einkenni jarðvegsins í Saskatchewan, og i Sléttufylkj- unum öllum, er það, hve ríkur hann er af köfnunarefni og jurta- leifum. Og það er eimitt það, sem gefur berjuum frjóefni og varanleik. Þess vegna þurfa bændur ekki á tilbúnum áburði að halda. En ekki dugir fyrir bændur að rækta korn á landinu sínu ár frá ári, án þess að hvíla landið, eða að breyta um sáðteg- undir, því við það líður hann margfaldan skaða. Til þess að varðveita frjómagn landsins, þarf korn- og nautgripa- rækt að haldast í hendur, og verð- ur það þýðingarmikla atriði aldr- ei of vel brýnt fyrir mönnum, ef þeir vilja að vel fari. Hin hörðu vetrarfrost og hið þurra loftslag eru öfl til vernd- unar frjósemi jarðvegsins. Þau losa allan jurtagróður í klaka- böndum sínum frá vetrarnóttum til sumarmála. Enn fremur varn- ar hið reglubundna regnfall sum- arsins því, að jarðvegurinn missi gróðrarkraftsins af of miklum þurki. Það hefir ávalt sannast, að þar sem framleiðsla hefir far- ið þverrandi, þá er það því að kenna, að landinu hefir verið misboðið — að bændurnir hafa annað hvort ekki hirt um að breyta til um útsæði, eða á neinn hátt að vernda gróðrarkraftinn. Eldiviður og vatn. Linkol eru aðal eldiviðarforði manna í Saskatchewan, og eru stórkostlegar linkolanámur í suð- austur hluta fylkisins. Einnig hefir Dominion stjórnin í félagi við fylkisstjórnirnar í Saskatche- wan og Manitoba, ráðist í að búa til hnullunga úr kolamylsnu, sem er pressuð með vélum ásamt lím- efni til að halda mylsnunni sam- an, og hefir það reynst ágætt eldsneyti, ekki að eins heipia fyrir, heldur er líkleg til þess að verða ágæt markaðsvara. Kolum þessum má líka brenna eins og þau koma úr námunum, og eru gott eldsneyti. Þessi kol finnast víða í Saskatchewan, og eru þau enn ekki grafin upp að neinu verulegu ráði, nema á tiltölulega örfáum stöðum, heldur grafa menn nokkur fet ofan í jörðina og taka þar það sem þeir þurfa með í það og það skiftiö. í norður hluta fylkisins eru víðáttumiklar timburlendur, þar sem bændur geta fengið sér elds- neyti og efni til bygginga. — Það er ekki þýðingarlítið fyrir þá, sem hugsa sér að setjast að á einhverjum stað, að vita, að vatnsforði er nægur. Á mörgum stöðum í Saskatchewan er hægt að fá brunnvatn, sem er bæði not- hæft fyrir menn og skepnur, og eru þeir brunnar vanalegast frá 10 til 30 fet á dýpt. Sumstaðar þurfa menn að grafa dýpra, til þess að ná í nægilegan og góðan vatnsforða. Það eru tvær aðal ár í Saskat- chewan, sem sameinast fyrir austan Prince Albert, og svo Churchill áin, sem rennur út í Hudsons flóann. Flutningsfæri. Það hefir þegar verið tekið fram, að í Sasktachewan væru um 6,000 mílur af járnbrautum, og eins og í nágrannafylkinu, Mani- toba, þá liggja tvær aðal braut- irnar í Canada, Canadian Pacific og Can. National brautin, þvert yfir fylkið. Canada Kyrrahafs- brautin, í sameiningu við Soo- brautina, gefur beint samband við Minneapolis og St. Paul borg- irnar í Bandaríkjunum. Yagn- stöðvar eru vanalega bygðar með fram brautunum með átta mílna millibili, og byggjast smáhæir í kringum þær vagnstöðvar, þar sem bændur geta selt vörur sínar og keypt nauðsynjar. Akbrautir eru bygðar um alt fylkið, til þess að gjðra mönnum hægra fyrir með að koma vörum sínum til markaðar, og leggur fylkisstjórnin fram fé árlega bæði til að fullgjöra þá vegi og byggja aðra nýja. FJALLKONAN 1 LOS ANGELES. Herra ritstjóri! Viljið þér setja í Lögberg fáein orð um Fjallkonuna á íslendinga- daginn í Los Angeles 4. ágúst? — Hún leit út sem drotning af guðs náð, í háu fjallalandi: tíguleg og tilkomumikil. Hún hlaut að vekja hugmyndina um afl fossins, eld- fjallsins og jökulsins, minna á hina huldu, djúpu krafta í nátt- úrunni, sem athugalt auga, næm tilfinning og skáldlegt hugarfar getur orðið vart við á sólbjörtum sumardegi á íslandi. Fjallkonan er fædd í AmeríkuT en talar ís- lenzku eins og hún hefði borist á vængjum Austangarðs frá ísa- firði samdægurs. Fjallkonan er augljóst vitni þess, að það er hægt fyrir stúlku, sem fædd er í Ame- rfku, að kunna íslenzku fullkom- lega. Það er ekki nema sjálfsagt að fólk, sem komið er af íslenzk- um foreldrum, læri íslenzkuna, þótt enn þá meiri minkunn sé auð- vitað í hinu, að þeir, sem eru fæddir á íslandi, týni niður sínu eigin móðurmáli, þótt þeir dvelji í útlöndum. Það mundi sýna, að vér værum í andlegum efnum fyr- ir neðan allar hellur, ef vér ekki legðum rækt við móðurmálið, sem er að miklu leyti gmndvöllur og undirstaða helztu nútímamálanna og áríðandi til djúpsærrar þekk- ingar á þeim, að kunna íslenzku. Menn leggja mikið á sig til að læra grísku og latínu, sem enginn talar lengur, til að geta lesið á frummáli það, sem ritað var í fornðld. Með því að kunna ís- lenzku, er ekki eingöngu hægt að lesa það sem ritað var í fornöld, heldur einnig það, sem ritað er meðal þessarar fornfrægu bók- mentaþjóðar þann dag í dag. Hver sem kann íslenzku, hefir það til frægðar sér, að kunna klassiskt mál, sem staðist hefir tímans tönn fram á þennan dag, hið eina mentamál Evrópu, sem hefir lif- að á vörum fólksins meðan önnur mál hafa týnst og heimsríki liðið undir lok. Fjallkonan er ungfrú Elin Jame- son, uppalin i Spanish Fork í Utah. Hún er velþekt söngkona í vesturhluta Bandaríkjanna og kennari við einn helzta unglinga- skólann í Salt Lake City. H. Halldórsson.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.