Lögberg - 22.08.1929, Page 2

Lögberg - 22.08.1929, Page 2
Bls. Z LÖGBERG FIM'fUDAGINN 22. ÁGÚST 1929. Raunveruleiki og vísindalegt gildi kristilegrar trúarreynslu Fyrirlestur fluttur á kirkjuþingi að Riverton, Man., 5. júní 1929 af séra Carli J. Olson, prcsti í Wynyard, Sask. Herra forseti! Háttvirta kirkjuþing! Kæru, góðu vinir! Vér lifum á visindalegri öld. 'Enginn hefir tilefni aö amast viS því, heldur einmitt þvert á móti. Vér öll, undantekningarlaust, eig- um vísindunum mikiö gott upp a'5 unna. Þau hafa stórkostlega aukiö víösýniö; þau hafa sfcekkaö sjóndeildarhringinn; þau hafa yfirleitt skerpt gáfurnar og þau hafa margfaldað lífsþægindin á allar lundir. Hvert einasta mannsbarn í gjörvöllum mentaða heiminum er í stórri og óborganlegri þakklætisskuld viö frömuði og aðra starfsmenn vís- indanna. Allir fá að njóta ágæti þekkingarinnar að meira eða minna leyti, hvar sem er í viðri veröld. Á þessum síðari tímum hefir þekkingunni fleygt áfram með svo miklum hraða að undrum sætir. Andi manns riðar, ef maður hugs- ar eitthvað um það. Þegar allur aldur mannkynsins er tekinn til greina, er ekki svo rnjög langt siðan, að allir menn álitu að jörðin væri flöt, að hún væri miðstöð alheimsins, að festing himins væri afar- stórt tjald, sem að almættið hefði breytt yfir hana, að sólin væri stór lampi, sem eirthver ósýnileg hönd færði daglega frá austri til vesturs, og að stjörnurnar væru smáljós, sem hefðu verið sett í festinguna til að lýsa jörðunni á nóttunum. En skarpskygnir menn tóku að blina upp í þennan mikla himinn með sjónpipum sínum. Þeir hafa lengi verið að athuga þessa ómælilegu geima þar sem ótal hnettir og sól- kenfi eru iðulega á sveimi. Fyrir löngu hafa þeir komist að raun um að jörðin er ekki miðdepill allheimsins, heldur að eins hverfandi brot af honum, að sólin er 93,000,000 mílna í fjarlægð, að efnið í henni er 300,000 sinnum meira en efnið i jörðunni, að þessi pláneta ("jörðin) gerðast stöðugt með afar-hraða í kringum sólina (72,000 mílur á hverri klukkustund), að sólkerfið alt sé líka á ferð umhverfis aðra stærri sól.* (’Hraði sólarinnar er 43,200 mílur á hverjum klukku- tíma). Ljós hreyfist 186,000 mílur á se/kúndunni, og sagt er að birta frá fjarlægustu stjörnunni hafi lagt af stað þegar ísöldin var hér í heimi—líklega fyrir tugum þúsunda ára. Ljósið frá næstu stjörn- unni hóf ferð sína hingað fyrir hálfu fimta ári. Enginn manns ancfi er svo skapaður eða víðtækur, að hann ge«i gripið að fullnustu hvað þessar óra leiðir eru stórkostlegar. Svo hafa aðrir fræðimenn íhugað efnið, sem jörðin (og líklega alheimurinn) er gjörð úr. Þieir hafa skoðað það með sterkum sjón- aukum (smásjám) og þeir hafa ályktað að efiiið sé ekkert annað en ótal sólkerfi, sem nakið augaði getur- ekki aðgreint. Þessi sólkerfi kalla þeir molecules, atoms, electrons og protons. Aðrir hafa vandlega rannsaikað dýra- og jurta-lifið á jörðunni og hafa skipað því í ótal flokka (general of species). iSagt er að háskólar heimsins geymi nú heila'miljón af þesisum flokkum á gripak söfnum sínum. Sérstaklega hafa liffræðingarnir verið starfsamir á sinu sviði. Þeir hafa neynt að komast að skyldleika aJlra dýra—frá þeim lægstu (protozoans, amoeba, o. s. frv.) til hinna fullkomnustu (vertebrates, mammals o. s. frv.). Aðrir hafa verið að grafa í rústum elztu borganna í Austur- löndum t>g þeir hafa fundið þar margt, sem afar-fróðlegt og stór- merkilegt hefir reynst og sem varpar nýju og skærara ljósi á sögu mannlifsins. Enn aðrir eru að kafa djúpin og klifra upp hæðirnar í heimi mantisandans sjálfs. Fáar námsgreinar eru jafn skemtilegar og sálarfræðin. Þetta er að eins stutt yfirlit yfir ibrot atf hinium svo kölluðu skýru vísindium (pure scienceý, en þar að auk má benda á heilan heim af verklegum vísindum (applied science). Menn ferðast nú ekki lengur á uxum eða hestum eins og í gamla daga, heldur þveitast þeir1 áfram 50—80 mílur á klukkustundinni á ibifreiðum. Menn eiga samræður yfir hafið, senda hraðskeyti í loftinu langar leiðir, og hlusta á ræður, hljóðfæraslátt og söng þúsundir mílna í fjarlægð. Varla gjörist þörf að nefna hinar mörgu, margbrotnu og stórkostlegu vélar, sem finnast víða í verkstæðum og annarsstaðar. Á meðal þessara verklegu vísinda skipar læknisfræðin ugglaust öndvegið, og margir liafa íulla ástæðu til að blessa það mikla og góða líknarstarf. Enginn heilvita maður neitar gildi vísindanna, en menn rugla oft saman orðtækjunum “náttúru vísindi” og “vísindi.” Hið fyrra fjall- ar eingöngu um það, sem er sýnilegt og áþreifanlegt, en hið síð- ara innibindur alla þekkingu á öllum sviðum. Sérfræðin er góð og nauðsynleg, en hún gjörir menn, því miður, oft og einatt, sorglega þröngsýna. Mönnum hættir til að sjá ekkert fyrir utan takmörk þeirr- ar fræði, sem þeir hafa lagt sérstaklega fyrir sig. Sumir, sem mjög snjallir hafa reynst á hinum ýmsu sviðuin náttúruvísindanna, gleyma þrásinnis að fyrir ofan hið sýnilega og áþreifanlega liggur annar heimur, sem er jafn verulegur og miklu æðri en hinn. Til að geta skynjað alheiminn, sem úr efni er gjörður hefir höfundur tilverunnar gefið öllum mönnium likamleg skilningarvit, en til að skynja veru- leikann i æðra heiminum hefir drottinn látið mönnum í ité önnur skiln- ingarvit, sem í eðli sinu eru langt fyrir ofan þáu líkamlegu. Þekking mannsins á verunum, sannindunum og áhrifunum frá þessum æðra heimi er jafn vísindaleg og þekking hans á því, sem úr efni er gjört —og vísindalegri fyrir þá sök að þessi sannindi eru þau allra dýpstu, háfleygustu og háleitustu, sem tilveran öll hefir að geyma. Náttúruvísindin hafa skapað andrúmsloft, sem yfirleitt er heil- næmt og gott. Þau hafa líka skapað aðferðir, lög og reglur, sem hafa revnst haldgóðar og áreiðanlegar í hvívetna. Stuttlega skulum vér gjöra oss grein fyrir þessu. Vísindin byggja algjörlega á tvennu—staðreyndum og senni- legum tilgátum (Facts and Working Hypothesesý. Staðreynd er það, sem margir hafa ihugað, athugað og rannsakað með mestu vand- virkni og komist að þeirri niðunstöðu, að það sé raunveruleiki. EJck- ert er samt álitið staðreynd fyr en allir, eða nærri allir, hæfustu mennirnir á því sviði hafa iþannig ályktað. Þessi rannsóknarandi vísindanna hefir reynst mjög heilsusamlegur og affarasæll. Sagt er að hann eigi rót sína að rekja að miklu Leyti, til Lord Bacons á Englandi. Á hanis tíð, og fyrir hans tíð, var heimurinn fullur af alls- konar hjátrú, bábiljum og hindurvitnum. ÍÞetta höfðu menn tekið í arf frá miðöldunum. Menn gjörðu þá óteljandi og fráleitustu stað- hæfingar, sem ekki höfðu við neinn veruleika að styðjast. ■ Skóla- spekingarnir, til dæmis, eyddu miklum og dýrmætum tíma í að deila um, hvað margir englar kæmust fyrir á nálaroddi. í nafni bezta and- lega lífsins á sinni tíð, hrópaði hann stanz við öllum þessum heilaspuna og hugmyndaflugi. Hann var eins og ný rödd á eyðimörku, sem kallaði hátt og sjalt; . “Musteri þekkingar- innar þarf að hreinsa af öllum skurðgoðum og hégiljum. Alt þarf að rannsaka sem ítarlegast, og ekkert má álítast staðrevnd nema það, sem staðist getur mjög gagnrýnandi rannsókn. ”Þessi anda- stefna Bacons og annara vísindafrömuða hefir lagt allan mentaða heiminn undir sig—öllum til mikillar iblessunar. En fljótt ráku menn sig á þann raunvenuleika að ótal margt í tilverunni er fyrir ofan mannlegan skilning—margt, sem ómögulegt er að sanna fullkomlega—ekki strax um hæl að minsta kosti. Þetta óskiljanlega heillaði mannsandann einna mest. Hann þráði að ákygn- ast inn í það og þannig nerna ný lönd og nýja heima. Hann var ekki ánægður að rannsaka eingöngu það, sem var að öllu leyti þekkjanlegt. Nýja aðferð þurfti að skapa til að höndla þessa hluti, og er hún kölluð “sennilegar tilgátur” (Working HypothesesJ. Þar spm ókleift er að sanna að fullnustu, geta menn til. Þessar tilgátur byggjast á líkunum, sem felast í staðreyndunum, sem búið er að sanna. Svo hegða menn sér eins og þessar tilgátur væru sannar og íhuga vand- lega afleiðingarnar, og þær hljóta í öllum tilfellum að segja til hvort • tilgáturnar eru sannar eða ekki. Ef að afleiðingarnar bera ótvírœðan vott um að þœr séu sannar, þá eru þær álitnar sannar, og þeim er gefið . nærri sama gildi og staðreyndum. Með þessum hætti hafa vísindin uppgötvað ótal margt, sem annars hefði verið hulin ráðgáta, til ei- lífðar. Sagt er að þessi aðferð eigi rót sina að rekja til Sir Isaacs Newtons, kristna spekingsins mrkla. Hún hefir fengið einróma við- urkenningu í öllum vísindaheiminum. önnur kenning vísindanna nefnist “multiple hypotheses.” Þegar menn verða varir við einhverja afleiðingu, gjöra þeir allar hugsan- legar tilgátur henni viðvíkjandi. Svo eru þær allar rannsakaðar mjög ítarlega og þeim öflum, sem standast ekki þessa rannsókn, er varpað útbyrðis. Vísindin gjöra greinarmun á tilveru einhvers hlutar og eðli þess. Þekkingin getur verið fullkomin á því fyrra, en mjög takmörkuð á því síðára. Einnig kenna þau, að iþegar eitthvað verkar á annað verður af- leiðingin sú sama, Hvar sem er í heimi. Sé þetta ekki tilfellið þá er eitthvað bogið við rannsóknina. Þetta eru meginreglur náttúruvísindanna. En byggist ekki trú- arreynsla kristins manns á nákvæmlega sama grundvelli? Kristinn maður byggir líka á staðreyndum, og scnnilegmn tilgátum (á trú)., Hann lifir eftir trú sinni og afleiðingarnar hafa margsannað að hún er rétt. Hann veit fyrir víst, að guð er persónuleg vera í alheiminum, vegna þess að hann hefir verið í pcrsónulcgu samfélagi við hann. en hann játar auðmjúklega vanmátt sinn að vita alt um tilveru hans og eðli. Kristilega reynslan, í öllum meginatriðum, er sú sama hvar í heimi sem er. Auðvitað mótast hún af skapferli og eðliseinkunnum manna og sömuleiðis af atviikum og kringumstæðum. Vér víkjum að þessu seinna. Dýrðlegasta og þýðingarmesta staðreyndin í mannkynssögunni er Jesús Kristur. Þessi staðhæfing mín mun standast alla rannsókn, hvort sem maður á við hinn sögulega Krist Nýja Testamentisins, hinn persónulega Krist reynslunnar, eða mátt hans og veldi í gegnum akl- irnar. Hann hefir staðið upp úr í mannlífshafinu í nítján aldir. Storm- arnir hafa blásið, freyðandi öldurnar hafa ætt. Bárurnar hafa brotn- að á bjarginu; en það—þetta guðlega bjarg—hefir staðið óbifað og óþifanlegt, og aldrei hefir það verið dýrðlegra en nú. Svæsnustu óvinir hans hafa stundum tekið undir með hjartfólgnustu vinunum, og kveðið upp sama dóminn: “Vér finnum enga sök hjá 'honum.” Kristur er óskeikull! Á því 'bjargi er öllum óhætt að byggja! En Jesús er líka mesti vísindamaðurinn, sem uppi hefir verið. í samtalinu ógleymanlega við Nikodemus mælti hann þessi eftirtektar- verðu orð; “Vér tölum það sem vér vitum og berutn vitni um það, sem vér höfum séð.” Er mögulegt að tala vísindalegar en þetta? Líf hans alt og kcnningár eru svo dásamlega raunverulegar. Það' sem enskan kallar “sense of reality” bliasir við manni allstaðar, þegar um Jesú er að ræða. Postular Jesú, gátu líka tekið orð meistara Sins sér í munn og sagt af öllu hjarta og í inestu hreinskilni: “Vér tölum það sem vér vitum og berum vitni um það, sem vér höfum séð.” 'Þeir 'höfðu verið honum handgengnir í nærri þrjú ár. Þeir voru stérk- lega snortnir af anda hans—gagnteknir af honum. Þeir elskuðu hann meira en lífið sjálft. Hann var þeim alt. Þeir sáu hann píndan og kvalinn—negldan á grimmúðlegan og blóðugan krossinn. Þeir sáu opnu og tómu gröfina fyrir utan múrveggi borgarinnar. Þeir mættu sínum upprisna drotni hvað eftir annað—áttu tal við hann snæddu með honum, snertu hann og gengu með! honum. Þeir sáu hann stíga upp til himins. Tíu dögum seinna urðu þeir allir fullir af heilögum anda, og eftir það fóru þeir út um allan heim og með hjörtun á báli kunngjörðu þeir öllu fólki það sem þeir höfðu heyrt, séð og reynt. Boðskapur þeirra var enginn heilaspuni, ekkert hugmyndaflug, eng- inn vanskapnaður ímyndunaraflsins, heldur hcilagur raunverulciki. Allir frömuðir kristninnar á öllum öldum síðan hafa einnig getað sagt: “Vér tölum það, sem vér vitum og berum vitni um það stem vér höfum séð.” Undanteikningarlaust hafa þeir þekt djúpa, innilega og verulega trúarreynslu, og út úr þeirri reynslu hafa þeir talað með krafti. Agústínus hét stórgáfaður unglingur í Alexandríuborg. Hann átti trúaða og guðelskandi móður — Moníku að nafni. Hann fór; til Rómaborgar til að “læra.” Þar lenti hann, því miður, í hina verstu spillingu. Hann varð seinna kennari í mælskufræði í þessari miklu heimSborg. Líklega hefir enginn kannað hyldýpi syndarinnar betur en hann. En drottinn Jesús, frelsarinn góði, sem móðir þessa spilta, unga manns tignaði, tilbað og elskaði, mætti honum á þessari voðalegu braut. Ágústinus iðraðist synda sinna, meðtók Krist sem frelsara sinn og drottin, geikk honum algjörlega á hönd og helgaði honum líf sitt, fyrir alla eilífð. Syndin hvarf eins og þokan og myrkrið hverfur fyrir sólaruppkomunni. Hann fékk bót á öllum sín- um meinum. Hann endurfæddist fyrir guðlega náð og kraft. Eftir þetta varði hann æfi sinni, lærdómi sínum, málsnild sinni og öllum öðrum kröftum sínum og hæfileikum til að 'boða dauðlegum og deyj- andi mönnum þennan frelsandi og lífgandi kraft í Jesú Kristi. Hann er nú eitt allra skærasta ljósið, sem leiftrar á söguhimninum. Hanú hafði rcynt náðina í Jesú Kristi, og þessvegna gat hann talað mcð valdi, sem aldrei hefir mist gildi sitt fram á þennan dag. Aldir liðiu. Annað stórgáfað barn fæddist á lítilmótlegu en kristnu heimili í Eisleben á Þýskalandi. Þetta efnilega barn var skírt og nefrít “Marteinp Lúter.” Þegar Marteinn óx upp var hann mjög ólíkur Agústínusi. Frá harnæáku þráði hann að lifa heilögu lífi. Hann var gott barn-—ekki að eins sinna jarðnesku foreldra, lield ur um fram alt sinnar andlegu móður—'katólsku kirkjunnar. Hann tók fyrirkomulag, reglugjörðir og fyrirsikipanir hennar í mestu alvöru og einlægni Hann reyndi sitt ítrasta að fylgja þeim öillum bókstaf- lega. Það var happ fyrir kristnina en mestá óhapp fyrir katólskuna', að þessi ungi maður tók hana (katólskuna) í svona mikillh alvöru., Einu sinni, þegar hann í djúpri auðmýkt var að ákríða upp tröppurn- ar fyrir framan St. Péturs kirkjuna í Róm, 'þá bergmáluðu þessi orð Páls postula í eyrum hans: “Hinir réttlátu munu lifa fyrir trú.” Á því augnabliki hófst siðabótin. Nýtt ljós braust inn í sál þessa mikla manns. Nýr lífstraumur að ofan rann sterklega inn í alla tilveru hans. Hann umskapaðist, endurfæddist, varð annar Marteinn Lúter.■ Vegna þessaiar lifandi reynslu hafði hann hugreíkki til að negla greinarnar frægu á kirkjudyrnar í Witflenberg, vegna ihennar gat hann mætt ráðinu í Worms eins og mesta hetja, vegna hennar þýddi hann ritninguna á móðurmál fólksins í Wartburg kastalanum, vegna hennar gjörðist hann faðir og leiðtogi hálfrar kristninnar (næstur KristiJ. ÖH rit haius bera með sér að hann talaði það, sem hann vissi og vitnaði um það, sem hann sjálfur hafði reynt. Seinna útskrifaðist hráðgáfaður námspiltur frá Oxford háskól- anum á Englandi. Hann las guðfræði og vigðist inn í biskupakirkj- una ensku. Alt af þráði hann eittþvað, sem aldrei hafði fallið hon- um í skaut. Hvorki háskólinn kirkjan eða prestsembættið gat full- nægt dýpstu þörfum hans. Hann fór til Ameríku, og á heimferðinni lenti hann í hóp af guðhræddu fólki—Moravingum, fylgjendum Zin- zendorfs greifa. Hann hlustaði á söng þeirra, ibænir. prédikanir og vitnidburð, og fann mjög sárt til þess að þetta fólk átti eitthvað sem hann aldrei hafði eignast. Hann var að boða öðrum trú, en var ekki sjálfur kristinn í raun og sannleika. Þegar heim kom hlustaði hann, af hreinni tilviljun á fremur lítið þektan prédikara, sem lagði út af og útskýrði eitt af ritum Lúters. Þá hitnaði honum um hjartaræturn- ar—“was strangely warmed,” eins og hann sjálfur kemst að orði. Á máli bibilíunnar endurfæddist hann—varð nýr og guði helgaður mað- ur. Upp frá þessu flutti hann guð® orð með undralkrafti og stórkost- kgum árangri, og nú álítur langstærsta deildin innan reforpieruðu kirkjunnar þennan mikla mann leiðtoga sinn og föður. Þeflta var John Wesley. Ekkert gat verið raunverulegra í fari þessa ágæta manns en náðarverk drottins Jesú Krists og gjöf Heilags Anda. Annar ungur piltur á Englandi þráði heitt og innilega fýrirgefn- ingu syndanna og heilagt líferni fyrir guðs náð. Hann fór í allar kirkjurnar í London og leitaði að þessu hnossi fyrir sálu sína, en> hlotnaðist -það ekki fyr en einn sunnudag þegar hann hlustaði á prest í lítilli kapellu. Hann lagði út af orðunum “horfðu og þá munt þú iifa.” Þessi ungi maður horfði, snortinn og hugfanginn, á Jesú— á Jesú hangandi á blóðugum ikrossinium—á Jesú líðandi, deyjandi, fórnandi og frelsandi. Við þessa andlegu sýn endurfæddist hann. Lífsstraumar frá Guði gagntóku hann. Upp frá þessu flutti hann dauðlegum og deyjandi mönnum boðskapinn um frelsara mannkyns- ins—og þann mikla lífgandi og lífgefandi kraft, sem hann hefir ætíð að bjóða. Hann prédikaði á sama blettinum í London alla sína æfi. Stöðugt þurfti að byggja stærra og stærra hús til að taka á móti á- heyrendum. Sagt er að tíu þúsundir hafi að jafnaði hlustað á hann á hverri helgi í mörg ár. Hann varð sá mesti prédikari, sem enski heimurinn hefir eignast fyr eða siðar. Þetta var Charles H. Spurg- eon. Skáldmæltur unglingur af íslenzkum uppruna var, því miður, brotlegur á ýmsan hátt. Eins og öllum er kunnugt, varð aðal brotið honum til æfilangrar ógæfu. Seinni part æfinnar kvaldist hann af hryllilegum og ólæknandi sjúkidómi. 1 þrautum sínum varpaði hann sér niður við fætur krossins á Golgata. Þar fékk hann frið, fögnuð og andlegan styrk. Út frá þessari dýrðlegu reynslu komu Passíu- sálmarnir. Ódauðiegir munu þeir reynast vegna þess að þar talar frelsuð mannss'ál, sem hafði reynt svo átakanlega það, sem hann orkti um svo fagurlega. Enginn lífs eða liðinn hefir skilið þýðingu kross- ins fyrir syndspilt og sjúka mannsSál betur en Hallgrímur Péturs- son. Og hvaða sál er ekki synd9pilt og sjúk áður en hún kemur til Jesú. Ltka mætti benda á John Bunyan, Dwight L. Moody, Stanley Jones og marga fleiri. Allir þessir menn hafa reynt sjálfir sann- indin, sem 'þeir fluttu öðrum. Líf þeirra og starf hefir verið sterkur vitniaburður um guðs fórnandi og frelsandi kærleika í Jesú Kristi. Ekkert hefir verið raunverulegra í lífi þeirra en þessi helga reynsla í samfélaginu við guð. Enginn maður á öðrum sviðum vísindanna hefir verið vissari í sinni sök en þeir. / því guðlega voru þeir allir og eru hinir sönnustu vísindamenn. Kæru tilheyrendur! Litum nú á málið frá öðru sjónarmiði. Tök- um alla reynslu mannkytvsins í þessum efnum og Iátum hana í einn sameiginlega sjóð. Auðvitað verður lang bezta innleggið biblían, kirkjusagan og kristnu trúarjátningarnar. En vér skulum samt í mestu einlægni óg drenglyndi leitast við að vera í fylsta máta sann- gjarnir í garð allra annara trúarbragða—bæði hinna fornu og nýju. Því rniður leyfir tíminn ekki neina ítarlega athugun eða nákvæmann samanburð í þessum efnum, en það er þó ekki ókleift að komast að ýmsum staðreyndum, þegar allur þessi mikli sjóður er tekinn til greina. öll trfiarbrögð, undantekningarlaust, fela í sér margt gott, uppbvggi- legt og nytsamlegt, og hafa mikið af sannleika til brunns að bera. Æðsta reynsla mannsandans cr á þessu sviði. 1. Það er staðreynd að allar þjóðir á öllum tímum hafa haft ein- hverja meðvitund um æðri veru eða verur, og sömuleiðis um líf eftir dauðann. Á þessu er engin undantekning. Má þessvegna segja með sanni að þessi meðvitund sé eins algeng og hjartaslátturinn og jafb I eðlileg. Trúarbrögð mannanna hafa skifst aðallega í tvo flokka— eingyðistrú og fjölgyðistrú. En í raun og veru hafa allir menn haft meðvitund-um einn guðdóm—jafnvel þar sem guðirnir hafa verið flestir. Eins og öllum er kunnugt, voru forfeður vorir fjölgyðis- fnenn. Þeir trúðu á Þór, Óðinn, Baldúr og mörg önnur goð, en samt fól Þorkell máni sig, á dauðastundinni þeim guði á hendur, sem sól- ina hafði slcapað. En hver skildi þessi guð hafa verið? Auðvitað enginn annar en guð allsherjar og faðir drottins vors Jesú Krists og faðir vor. Þegar Páll postuli kom til Aþenu borgar tók hann eftir mörgum ölturum, sem helguð voru hinum ýmsu goðum, sem á Grikk- landi voru tilbeðin, en eitt altarið hafði verið helgað hinum “ókunna guði.” Þennan guð boðaði Páll spekingahópnum á Mars hæðinni frægu. Hver var þessi “ókunni guð1?” Að sjálfsögðu guð' kristínna manna! Hvað sannar þessi allsherjar meðvitund? Descartes, vísinda- maðurinn og spekinigurinn nafnfrægi, hélt því fram að ef mjög marg- ir hefðu meðvitund um hið sama, þá hlyti þetta aið skoðast sem raun- veruleiki. Raunvcruleikinn skapar meðvitundina. Þessi kenning hans er álitin góð og gild á öllum sviðum náttúruvísindanna hvar sém er í heimi. Því ætti hún ekki að hafa nákvæmlega sama gildi í guðt- fræðinni ? Þetta er aðeins ein sönnun fyrir tilveru guðs,'. en auðvitað eru til margar fleiri. Guðfræðingarnir hér í kvöld, ugglaust, kanni- ast við Paley og Butler, og það sem kallast “Ontological, Cosmological og Teleological proof for the existence of God.” 2. Það er staðreynd að í hverjum manni býr meira eða minna af trúarhæfileika. Og þessi hæfileiki sikapar trúarþörfina. Eins og allir aðrir hæfileikar getur hann legið í dái og sjaldan eðá aldrei gjört vart við sig; en það breytir ekki veruleikanum að hann sé til. Hæfi- leikarnir flestir samtengja oss'á einn eða annan hátt við1 umheiminn. Augun eru gefin manni af því að umhverfis oss er sýnilegur heimur; eyrun vegna þess að hljómar eru til. Fegurðin i náttúrunni full- nægir fegurðartilfinningunni. Líkaminn er tilbúinn með meltingar- færum fyrir þá sök að hann þarfnast næringar. Höndin er gjörð fyrir vinnu og vörn. Jin sálin er sköpuð um fram alt fyrir guð Væri hugsanlegt að þessi eini hæfileiki sé (þýðingarlaus?1 Að þessari # einu þörf verði aldrei fullnægt nema með hugarburðí ? Nei! Auðvitað nei! Hæfileikinn og þörfin bendir á samsvar- andi raunveruleika. bessi raunveruleiki fullnœgir þörfinni. bessi raunveruleiki er GUÐ. 3. Það er staðreynd að ekkert göfgar og lyftir upp mannsand- anum jafnmikið og trúarlífið. A því sviði nær sálin hámarki sínu! Væri hugsanlegt að það, sem lætur me’st gott af sér leiða sé tómur, hugarburður og hafi ekiki við neitt verulegt alð' styðjast? Getur heil- brigð skynsemi ályktað slíkt? 4. Það er staðreynd að engir að forn-gýðingunlum undanskildum, hafa meðvitund um persónulegt samfélag við guð nema sanntrúaðir kristnir menn. Margir kannast efalaust við trúbóðann og valmennið Dr. Stanley Jones. Þessi ágæti maður hefir gjört sér far um- að1 kynnast trúanbrögðunum mörgu á Indlandi. Enginn gæti verið sann- gjarnari og elskulegri en hann, auk þess að vera mikill rithöfundur og sannur vísindamaður. Hann hefir hvað eftir annað boðið gáfuð- ustu og beztu mönnum þessarar miklu þjóðar að sitja á ráðstefnu með sér. Hann hefir ástúðlega beðið þá að segja sér hreinskilnislega og hispurslaust hvað þeir hafa fundið og reynt í sínum eigin trúar- brögðum. Það hafa þeir gjört í mesta bróðerhi og hann hefir skrii- sett vitnisburð þeirra mjög vandlega. Það kom á daginn alt af skír-, ara og skírara að þessir menn höfðu ekki fundið guð. Þeir höffiiu' leitað hans, þráð nærveru hans, hugsað djúphyggnislega um hann og1 tilbeðið hann í mestu einlægni. Þegar um alvöru er að ræða gjöra þeir kristnum mönnum oft hrópandi skömm. heir vonst til að finnat, en þeir hafa ekki fundið. Drotni hefir ekki þóknast að opinbera sjg í gegnum Krishna og Kanna. Þeir hafa meðvitund um tilveru guðs, en ekki um lífssamband við hann. ' Hið sama óefað gildir um öll önnur heiðin trúarbrögðl Hið sama er upp á tening þegar um þær trúardkoðanir er að ræðá sem neita guðdómi Jesú Krists. Eg á við stefnurnar ótal möúgu, sem eru í eðli sínu kristindóminum andvigar, en hafa þó myndast innan vébanda kristninnar. Eg hefi átt tal við ótalmarga, sem aðhyllast þessar stefnur, og undantekningarlaust hefir verið tóma- og dauða- hljóð í vitnisburði þeirra. AuðsjáanJega hafa þeir ekki fundið guð.' Únitarisminn er víðasthvár orðinn að Humanisma, sem neitar per- sónuleika og sjálfsvitund guðdómsins og sömuleiðis ódauðleik sálar- innar. Eftir þessari kenningu er maðurinn æðsta veran í alheiminum, en hann er þó líkami eingöngu. Efnablönduh skapar persónuleiikann og hina mörgu hæfileika hans. Vissulega talaði Jesús hávísindalega þegar hann sagði: “Eg er vegurinn, sannleikurinn og lífiðv Enginn kemur til föðursins, nema fyrir mig.” Menn geta haft meðvitund um guðdóminn. Já, jafnvel fcynað, tilbeðið og dýrkað hann; en( persónulegt samfélag við hann fæst eingöngu fyrir Jcsúm Krist. 5. hað er dýrðlcg staðreynd að menn finna) guð þegar þeir með- taka Jesúm Krist sem frelsara sinn og drottin í lifandi trú. Kristileg trúarreynsla sannar ótvíræðlega og hávísindalega að allar kenningar . kristindómsins byggjast á raunveruleika. Hvað skeður í mannissálinni þegar ljósið og krafturinn guðlegi brýst inn í hana? Sjálfsagt er þetta mikið undir skapferli, atvikum og kringumstæðum komið; en þegar öll reynsla mannanna í þessum efnum er tekin til greina má benda á ýmislegt, sem æfinlega skeður á einn eða annan hátt. 1. Aukin meðvitund um synd. Naumast er hægt að gjöra sér í' hugarlund að nokkur maður sé með öllu sneiddur þessari meðvitund, úr því að syndin og sektin, sem henni er óumflýjanlega samfara, er1 virkileiki í lífi allra rnanna. En ljósið guðlega gjörir syndina ennþá andstyggilegri. Maður sér hana þá eins og hún er, og hún er ávalt hryllileg. 2. hörf á frelsara. Tilfinningin fyrir þessari þörf er að sama skapi sterk og sársaukinn, sem henni fylgir. Það verður deginum . ljósara að enginn getur fyrirgefið sjálfum sér án þess að bæta synd á synd ofan. Enginn getur losað sig við sektina af sjálfsdáðum. Þegar menn verulega kannast við sjálfa sig, þegar þeir hafa rétta afstöðu við syndina, þegar hún veldur eðlilegum sársauka finna þeir að ekkert. og enginn getur hjálpað nema Jesús. Krossinn á Golgata verður til enda veraldar svarið, sem guð gefur upp á þessa miklu rauna- spurningu mannssálarinnar í hvívetna: “Hvað á eg að gjöra við syndina?” Krossinn verður ávalt hjartablað trúarinnar, og miðstöð bæði mannlega og guðlega lífsins. Guðfræðingar hafa reynt að út- skýra þýðingu hans á ýmsa vegu. Sjálfsagt felst mikið af sannleika í öllum þessum útskýringum, en eg hygg að þýðing krossins sé ó- endanlega meiri en allar kenningarnar um hann til samans. En þeg- ar iðrandi mannsál stendur andspænis honum og gefur sig algjörlega segulafli hans á vald, þá leikur enginn efi á þvi, að hann er kraftur guðs til sáluhjálpar. Framh. MALDEN ELEVATOR COMPANY LIMITED Stjórnarleyfl og ábyrgO. A Oalskrlf*tofa: Orain Eichange, Wlnnlpeg Stocks - Bonds - Mines - Grains Vér höfum skrifstofur I öllum helztu borgum i Vestur-Canada, og einka simaaamband vl6 alla hveitl- og stockmarkaOi og bjöðum þvl vlð- sklftavinum vorum hina beztu afgreiðslu. Hveltikaup íyrlr aðra eru höndluð með sömu varfœrni og hyggindum, elns og stocks og bonds. Leitið upplýsinga hjá hvaða banka sem er. KOMIST 1 SAMBAND VIÐ RADSMANN VORN Á pBIRRl SKRIFSTOFU, SEM NÆST TÐUR ER. Wlnnipeg Reglna Moose Jaw Swlft Current Saskatoon Calgaxy Brandon Rosetown Gull Lake Assiniboia Herbert Weyburn Biggar Indlan Head Prince Albert Tofield Edmonton Kerrobert Til að vera viss, skrifið á. yðar Bills of lading: “Advise Maldea Elevator Company. Limlted, Grain Ezchange, Wlnntpeg." Gunnar Björn Johnson sonur Mr. og Mrs. Guðmundar Johnson, fæddur í Eyford-bygð í N.-Dak. 11. j'úlí 1922, dáinn 29. maí 1929. Móður-kveðja. Minn hugur er dapur, eg horfi’ út í bláinn og hugsa um þig, blessaði dreng- urinn minn. éEitt er, sem veit eg, iþú ert ekki dáinn, anda þíns nálægð svo blíða ég finn. Eg sakna þín, góði, að fá nú ei finna faðmlagið mjúka og viðmótið hlýtt, föl eru vorblómin vonanna minna, að veitast ei mátti hér æskufjör nýtt. Sjái eg blómkvist í sólgeisla ljóma, • hann sál mína gleður og minnir á þig; mér finst sem eg heyri þá ung- lingsrödd óma, eins og þú værir að kalla á mig. Eg veit að þú svífur í svanléttum hjúpi, sálin Iþín unga er fögur og hrein, guðlegur kraftur í dularheims- djúpi drotnar—og burt nemur tímanna mein. Frændur og vinir með kærleik þig 'kveðja, kærasti, burtfarni sonurinn minn, okkur svo fjölmargir girntust að gleðja, góða ég huggun í sorginni finn. Frændurnir góðvilja sannan þér sýndu, sjiúkdómsins reyndu að létta þér neyð, æfina stuttu með unaði krýndu, ófarin blessist þeim lífsdaga skeið. Þökk fyrir hjálpina, þökk fyrir blómin, þökk fyrir kærleikans indælu ljós.. Mér skal ei gleymast sá mann- dygðar ljóminn, mildi og hluttekning ávinnur ihrós. Blessist þeim æfin, þess bið eg af" hjarta, búsæld og gæfa þeim falli í skaut, guðs andi færi þeim fararheill bjarta, fyrir hann sigra menn jarðlífsins Iþraut. Siðasta kveðjan. Grát þú ei, móðir, grát þú ei faðir^ geymdur ég er nú í himnanna dýrð. Ljúfustu ástvinir, lifið þið glaðir, lífs míns því sæla ei verður út- skýrð. Þökk fyrir um'hyggju, elsku og tárin, unaðar naut ég af gæðunum þeim. Krýni ykkur blessun um komandi árin, kærleikans faðir og leiði ykkur heim. Hvar er hann frændi? 1 ljómadýrð morgunsins leita ég: þín, minn Ijúfasti, smávaxni frændi. Eg heyri og veit að þú horfinn. ert sýn, þó ihjálp í von eftir ég mændi. Þegar blómin í lífgeislum böðuðii: sig og blessandi vorið þau reisti, eg hugsaði, vinur minn væni, unu þi g, að veittist þér lífsafl og hreysti. Og ungviðið greri með brosandf brár, því blíðviðrið gjörði það ylja. en krossberinn ungi var kraftlaus; og smár, ég kann það ekki að skilja. En reynslan til hliðar þá voninni vék, að veruleik fengjum við séðan. Meðan flest annað í ljósinu lék, þá leið hann burt aflvana héðan- Er hann þá týndur? og ekki til neins öll ástvina hjálpin og tárin? Var hann þá gefinn til mæðu og meins, að muna um komandi árin? Ekki’ er hann týndur, það vitum við vel, þó yæri ihann kallaður héðan; fyrir því næga ég tryggingu tel, um tíma við fengum hann léðan. Hann átti ei heima á útlegðar strönd, svo ungur og saklaus og góður. það fluttu hann englar á friðar- ins lönd, þar fegursti lifsins er gróður. Þar er hann frændi minn, blíð- lyndi Björn, í blómatíð æskunnar nýrri; það er mót sorginni sælurík vörn„ þar sólin skín fegri og hlýrri. ó, hversu gott er að eiga hann þar, þann elskaða, burt farna dreng- inn! Sorglegur mannanna vanmáttur var, en verja mót skilnaði engin. Það véla hér æskuna villa og tár, ei veginn er auðvelt að þræða. Hann lærir hjá englunum lífs virða mál og leyndardóm himneskra fræða. Mrs. K. D. Johnson. /

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.