Lögberg - 22.08.1929, Blaðsíða 3

Lögberg - 22.08.1929, Blaðsíða 3
LÖGBERG PTMT’JDAGINi; 22. ÁGÚST 1929. Bls. S. : EINVÍGIÐ. SÓLSKIN “Eg ætla a8 . vera Skarphéðinn,” sagði Tryggvi. Hann sveiflaði smalaprikinu sínu í kringum sig. “Þá s'kal eg vera Gunnar á Hlíðarenda,” svaraði eg. Síðan tók eg prikið mitt og gekk fram á hlaðvarpann, móti Tryggva. Hann var all-vígamannlegur, og skoraði mig á hólm. Ein- vígið byrjaði nú með ógurlegu vopnabraki. “Æ! æ! ætlarðu að berja mig svona” sagði Tryggvi. “Það dugar nú ekki að æja,” svaraði egj “það reynir ekki á hreysti kappans fyr en á hólminn er komið.” “Spvrjum að leikstokum en ekki að vopna- viðskiftum, ” sagði Tryggvi. Hann hendir frá sér prikinu sínu og 'hlevpur inn. “Eg væri þá ekki Gunnar á Hlíðarenda, ef eg gæti ekki haft við öðrum eins skussa,” taut-. aði eg og rak prikið mitt svo fast ofan í hlaðið, að það stóð þráðbeint upp á annan endann. Eg hætti samt þessu gorti, þegar eg sá hvar Tryggvi kom aftur fram í bæjardyrnar með stóran potthlemm. Hann þrífur prikið sitt og veður að mér af nýju. Bardaginn var nú all- harður, en mér veitti miður, því að mig vant- aði skjöld, og átti því nóg með að verjast högg- um, en Tiyggvi hlífði sér með potthlemmnum, — nei, nei, með skildinum, vildi eg sagt hafa. “Það var eins gott fvrir þig að flvja,” org- aði Tryggvi á eftir mér, þegar eg hljóp inn göngfn. Eg hélt samt áfram inn í eldhúsið og fór að skima í kring um mig. Stór pottur hékk yfir hlóðunum, og í honum vall og kraumaði mjólkurgrautúrinn. “Það er ekki fyrir hvern skussann að bera þenna skjöld,” sagði eg við sjálfan migf Eg þreif hlemminn af pottinum og hljóp fram göngin. Svo var eg í miklum vígamóði, þegar eg kom út á hlaðið, að eg beit í skjaldarrönd- ína. Það var líka svo inndæl mjólkurskán, — það var ekki betra, að hún færi í skarnið, — það var eins gott, að hún færi upp í mig, fvrst eg beit nú í skjaldarröndina á annað borð. Jæja, sleppum öllu gamni; áfram með bardagann! “Nú stöndum við báðir jafnt að vígi,” sagði ©g og hjó til Skarphéðins með atgeimum mín- um. Hann brá óðara fyrir sig skildinum, og hjó afur til mín með öxinni Rimmugýgi. Það glumdi í potthl .... það glumdi í skjöldunum og söng í sverðunum okkar, segi eg. Atlagan varð nú bæði hörð og löng, og tvísýnt um, hvor sigra mundi. “Það verður dáindis-góð regla á miðdegis- matnum í dag. En við hverju er að búast, þeg- ur þið stelið potthlemmunum, óþektar-angamir ykkar! Þið skuluð fá að kenna á kmmlunum á mér, ef eg næ í ykkur.” Svona lét eldabuskan dæluna ganga, þegar hún kom út á hlaðið. Hún nær ekki upp í nefið á sér fvrir reiði, og æðir nú fram á vígvöllinn. “Við skulum vera fóstbræður”, mælti Skarp- héðinn .... “0g berjast við tröllskessuna, ” bætti eg við, því að ekki skorti mig hugrekki, þar sem eg var Gunnar á Hlíðarenda. ^ Við fóstbræður gengum nú alvopnaðir fram móti tröllskessunni, en hún ’hopar hvergi, þótt vopnlaus sé. “Það verður dáindis-góð regla á miðdegis- matnum,” nöldraði tröllskessan, um leið og hún réðst á fóstbróður minn. Eg veð nú að baki hennar og ber skjöldinn fvrir mig, en hún gef- ur mér olnbogaskot svo mikið, að eg kútveitist niður varpann. Til allrar hamingju misti eg þó hvorki atgeirinn minn né skjöldinn. Þegar eg stend upp aftur, sé eg hvar Skarphéðinn stendur varnarlaus í hlaðvarpanum. Við fóst- bræður hlupum nú vfir hvað sem fyrir varð, og þorðum ekki að líta, við fyr en við Vorum komnir upp á kvíavegginn., Mér fanst eg nú ekki lengur vera Gunnar á Hlíðarenda, og Tryggvi fór að efast um að hann væri Skarphéðinn. Við höfðum nefnilega aldrei heyrt getið um það í fslendingasögum, að þeir, kapparnir, Gunnar og Skarphéðinn, hef(5u lagf á flotta undan einni eldabusku, sem auk þess var Vopnlaus; en mikið má það samt vera, ef við Tryggvi litli verðum ekki stór- frægir fyrir einvígið. SÖNGMÆRIN. “Það væri annars nógu gaman að hevra eitt lag núna,” hugsaði eg, þegar mér var litið á Nínu litlu. Hún var að klifrast upp á stólinn, sem stóð rétt fyrir framan orgelið. Mundi hún ekki geta sungið og spilað á orgelið fvrir mig? Það var alls ekki óliugsandi. __ Þegar eg var búinn að hjálpa Nínu upp á stólinn, tók eg eftir því, að hún var ekki nógu prúðbúin til að syngja fyrir mig, því að eg var nú alt í einu orðinn svo auðugur og tiginn 'herramaður. — En hún? já, hún var nú hvorki meira né minna en heimsfræg söngmær. Eg fór sjálfur að útvega henni búninginn, °g tók alt það, sem eg áleit, að samboðið væri göfugri söngmey að bera utan á sér. Eftir htla stund kom eg með fult fangið af dýrindis- hlæðnaði, og fór að prýða söngmevna. Fvrst l^gði eg mórauða þríhyrnu yfir herðarnar á henni, svo lagði eg rauðan vasaklút á aðra öxl- ma, en svartan sokk á hina; loks skreytti eg höfuðið með hvítu koddaveri. Ó, hvað söng- mærin var nú yndisleg! . “hfá eg biðja yður, fröken- að spila og syngja oitt lag fyrir mig?” sagði eg, í hátíðlegum róm, °g hneigði mig djúpt, en við það færðust gler- augun ihennar mömmu mimiar svo langt niður á nefið á mér, að eg sá alt með benim augum; varð eg því feginn, því að eg sá reyndar alt af illa með gleraugna-grevjunum, þó að eg neydd- ist til að setja þau upp við svona hátíðlegt tækifæri. “Aðeins eitt lag,” tók eg upp aftur. Söng- mærin brosti blíðlega og byrjaði að syngja: “La, la, la”. Því það var nú einmitt fallegasta kvæðið, sem hún ‘kunni. Eg varð bæði að stíga orgelið og styðja söngmeyna, því að hún var ekki nema á þriðja árinu. Það var yndi að horfa á 'hvítar og nettar hendumar hennar, þegar hún var að spila. Lagði hún ýmist slétt- an lófann ofan á nokkrar nótur í röð, eða hún lumbraði á þeim með kreptum hnefanum! Stundum snerti hún líka aðeins eina nótu, svo ósköp viðkvæmt, með einum fingri. Það var auðheyrt, að söngmærin kunni að spila bæði sterkt og veikt, eftir því sem bezt átti við, enda hlustaði eg með undrun og aðdáun á sönginn og organsláttinn. Eg var orðinn fremur háleitur og herra- mannlegur á svipimi, þegar eg heyrði alt í einu 'hljóðskraf fyrir aftan mig. Áður en eg gat áttað mig, kom mamma hennar Nínu litlu inn í stofuna, og kenslukonan frá Ytri-Ey með 'henni. Það var nú sök sér, þó að þær kæmu irin til okkar, en þær hefðu þá getað þagað og hlustað á sönginn með lotningu; en það var nú ekki því að heilsa. Þarna fara þær að flissa og hlæja. “Sko mig, 'hvað eg er fín!” sagði söngmær- in brosandi, um leið og hiín leit til mömmu sinnar. Við þessi orð hækkaði hláturinn, svo að mér fór ekki að lítast á biikuna. Æ, hvað hamingjan er 'fljót að snúa við manni bakinu. Eg, herramaðurinn sjálfur, var á svipstundu orðinn sauðsvartur almúgadreng- ur! Og söngmærin heimsfræga var alt í einu orðin barn. Eg laumaðist svo lítið bar ó fram í göngin og út á hlaðið. Mér þótti svo gott að láta sval- an blæinn leika um kinnar mínar; mér var svo heitt á þeim, — alveg eins og eg hefði roðnað nýlega. — Bernskan. KAPPGLIMAN. Skæðadrífan var mikil. Við Trvggv vorum að glíma út í snjóskaflnum, þegar einn vinnu- maðurinn kom út og mælti: “Þið eruð ekki nógu fjörugir, drengir. Þið eigið að glíma af meira kappi. Eg skal nú gefa hvorum ykkar, sem fellir hinn, þenna eineyring, sem eg held á í hendinni.” '•Það var eins og olíu væri helt í eld. Þarna glímdum við í skaflinum, eins og um heilt konungsríki væri að tefla. “Eg á hann,” kalaði Tryggvi, þegar eg féll á annað lméð. “Ekki að marka,” sagði eg og slepti ekki glímutökunum. Við glímdum enn góða stund, þangað til eg gat komið svo laglega hælkrók á Trvggva, að i hann féll aftur á bak í snjóinn. “Drengilega gert!” sagði vinnumaðurinn, um leið og hann rétti mér eineyringinn. f þessu bili kemur einn fjármaðurinn heini á hlaðið. Hann hafði séð til okkar, meðan hann var á leiðinni heim frá fjárhúsunum. “Mikið dauðýgli getið þið veríð!’.’ sagði fjár- maðurinn. Hann leit glettnislega til okkar Tryggva. “Eg skal nú gefa hvorum vkkar ein- eyring, sem fellir hinn. Sá sem stendur, skal vera mikill maður, en sá sem dettur, aumasti amlóði.” Þetta gátum við Tryggvi ekki staðist. Við þutum aftur saman og tókum glímutökum. Mér fanst Tryggvi vera miklu sterkari en áður. Hann sveiflaði mér kringum sig eins og fisi, en eg naut þess, að eg var liðugri, og reyndi eg því að bregða honum. “Bræðrabvlta, ” hrópuðu piltarnir, þegar við Tnrggvi duttum báðir á höfuðið ofan í snjó- inn. Þeir hlógu dátt, þegar við vorum að velt- ast þarna í snjónum, og spöruðu hvorki bitur eggjunarorð né fögur fvrirheit. Við Tryggvi þjótum saman einu sinni enn, og tökum glímutökum. Það var eins og við værum ekki með öllum mjalla. Við vorum orðn- ir kófsveittir. Snjórinn þyrlaðist upp fyrir höfuðið á okkur, og út frá okkur í allar áttir. Það var alveg eins og það væri kominn ber- serksgangur á okkur Trvggva. Hann hóf mig upp í háa loft; eg kom niður á grúfu, og sökk næstum því á kaf í snjóinn, því að það var svo mikil lausamjöll. “Drengilega gert!” sagði fjármaðurinn, um leið og hann fékk Tryggva einevringinn. Síðan fóru vinnumennirnir hlæjandi inn, en við Trvggvi dustuðum snjóinn hvor af öðrum, enginn munur, hvorki á verðlaunum okkar né frægð. — Bernskan. PIPPA. (Þýtt.) f lit-la þorpinu Asola snerust stóru hjólin í silkiverksmiðjunni dag og nótt og nótt óg dag, árið út og árið inn. Að minsta kosti sýndust litlu bömunum þau aldrei stöðvast eitt einasta augnahlik, heldur alt af snúast og snúast við- stöðulaust.' !Og það var alveg eins og hjólin syngju um leið og þau snerust. Það stóð alveg á sama, hvar farið var um þorpið, söngurinn í hjólunum lieyrðist allstað- ar. Og þó enginn gæti með vissu heyrt hvað það var, sem lijólin sungu, þá fóru allir glaðir til vinnu sinnar eða flýttu sér ánægðir hvert sem fara þurfti, þegar þeir heyrðu þennan sí- felda söng. Allir íbúarnir í Asola voru upp með sér af silkiverksmiðjunni, sem vann nótt og dag. Sérstaklega kom það í ljós hjá börnunum. Allra minstu angarnir fóru þétt upp að rúðun- unum í lægstu gluggunum, því þeir gátu ekki teygt sig hærra, og horfðu inn í stóra, dimma salinn, þar sem stóru hjólin voru. Og þegar þessi litlu börn 'horfðu undrandi á vélarnar, voru þau að brjóta heilann um það, hvort þau mundu nokkurn tíma komast svo hátt í heim- inum, að geta búið til silki; það var það hæsta, sem þau gátu hugsað sér. Hin börnin, sem dálítið voru eldri, undu silki upp á spólumar og' hjálpuðu til að vefa; og þegar þau horfðu á fallegu silkidúkana í búðarglugganum, eða þegar þau sáu fínar kon- ur á gangi í silkikjólum, þá skein ánægjan út úr augum þeirra og það var eins og þau segðu: ‘ ‘ Sjáið þið bara hvað ])etta er fallegt! við hjálpuðum til þess að búa það til. Þessi kona þarf á oklcar vinnu að halda! Okkar vinna er nauðsynleg.” Og 'sálir þessara saklausu barna voru gagn- teknar af gleði og fullar af sólskini, þegar þau hugsuðu um það, að þau gæti 'hjálpað til að vinna svona nauðsynlegt verk. Maður sem var skáld, segir frá því að lítil stúlka, sem Pippa liét, hafi átt heima í þorp- inu Asola. Hún vann alla daga í silkiverk- smiðjunni og vatt silki upp á litlu spólurnar. Þessi litla stúlka fékk aðeíns einn frídag á hverju ári; þann dag átti hún algerlega sjálf og hún mátti nota hann til hvers sem liún vildi. Það var mikill dýrðardagur fyrir Pippu litlu; þá gat hún gengið út um guðs græna jörðina eða blómskrevttan liagann, eða farið út í fall- egu, skrítnu 'hæðirnar, sem vom fvrir utan þorpið. Og þessi eini frídagur var svo ríkur af gleði og unaði fyrir Pippu litlu, að geislar hans skinu umhverfis hana og hún sá ekkert annað en sólskin og heiðríkju langan tíma á eftir; og hana drevmdi vakandi, þar sem hún var við vinnu sína um þennan eina frídag, sem hún átti aftur von á næsta sumar. Ánægjan og tilhlökkunin entist hemji alt árið á milli frí- daganna, og hún söng í samræmi við suðið í spólunum sínum, þegar þær snerust fyrir afli vélanna. Svo var það eitt kvöld, þegar hún hætti að vinna og vissi að næsti morgun kæmi með bless- aðau frídaginn hennar, þá fanst lienni eins og þessi dagur yrði að nokkurs konar veru, sem hún gæti talað við og látið heyra til sín, og hún sagði: Blessaður góði Dagur minn, eg er Pippa litla og þú ert vinur minn; þú ert það eina, sem færir mér gleði alt árið og gerir mig sæla. Komdu tl mín mildur og brosandi og eg skal gera hvaða kærleiksverk sem þú vilt í staðinn fvrir það hvað þú ert góður.” Og svo rann hann upp þessi blessaður dag- ur, bjartur og dýrðlegur. Pippa litla fór snemma á fætur sæl og svngj- andi; hún söng um sólargeislana og um fallegu liljuna sína og um ánægju lífsins. Hún hentist út úr húsinu og hljóp út í sólskinið. Grasið svignaði í bvlgjum, þegar morgunblærinn þaut um það, og langi vegurinn með gula sandinum lá fram undan Pippu litlu eins og spunnið sil'ki. Hún söng og söng í sífellu, nærri því óaf- vitandi, og söngurinn hennar var svo undur fagur; enginn hafði heyrt hann áður; hann var alveg eins og fegursti fuglasöngur, nema full- komnari að því leyti, að hún söng orð; bless- aðir fuglarnir geta það ekki — að minsta kosti ekki orð, sem við skiljum. Og söngurinn hennar Pippu litlu var svo þrunginn af gleði, að þegar sorgarskáldið heyrði hann, þá hætti það að raula einmanalegu söngvana sína og hlusta'ði á þennan söng þang- að til allir strengir hjarta lians endurómuðu söng gleðinnar og ánægjunnar. Og þegar skáldið lieyrði ekki lengur il Pippu litlu, byrj- aði það sjálft að syngja þetta yndislega lag, og söng það svo skýrt og liátt, að það fylti alt loftið með dýrðlegum ómum. Börnin, sem léku sér á götunni, fóru að dansa og hlægja, þegar skáldið söng, og það var eins og gamla fólkið yngdist npp, þeim höltu fanst sem þeir gætu hlaupið og hinir blindu, sem báðu ölmusu á strætum og gatnamótum, glejundu því að þeir voru sjónlausir. Þessi söngur, sem skáldið hafði lært af Pippu litlu, var svo þrunginn af dýrð morgunsins. En Pippa litla vissi þetta ekki; hún hafði haldið áfram syngjandi. Fvrir utan þorpið voru menn að vinna; þeir voru að bvggja stórkostlegan kastala. Binn þeirra var unglingur, sem vann við það að búa til stiga og hann var ákaflega þunglynd- ur og sorgmæddur. Hann þráði það, að vinna að einhverju, sem væri fagurt, einhverju lista- verki; um það hafði hann alt af dreymt. En nú var það hlutskifti lians að búa til stiga og tröppur, sem gengið var á; hann varð að vinna við það að byggja undir fæturna á hinu fólk- inu og honum fanst það svo sorglega lágt og lítilmótlegt starf; þessi vonbrigði gerðu honum lífið dimt og dapurt. Þar sem hann laut þreytulegur við verk sitt, heyrði hann einkennilegan og dýrðlegan söng einhvers staðar úr fjarlægðinni á bak við skóg- inn; og þessi orð voru í söngnum: j Proíessional Cards DR. Ao BLONDAL Medlcal Arta BId(. Stundar sérataklega kvenna og barna sjúkdóma. Er aS hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. fc. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 Vlctor St. Siml: 28 180 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. - ■■ ' , ^ J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 Paris Bldg. Winnipeg Fasteignasalar. Leigja hú*. Útvega peningalán og elda- ábjrrgð af öllu tagi. Phone 26 349 Eeeidence Office Phone 24 206 Phone 24 963 E. G. BALDWINSON, LL.B. íslenzkur lögfræðingur 708 Mining Exchange 366 Main St. .Winnipeg DR S. J. JÓHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur. Til viðtals kl. 11 f.h. til 4 e.h. og frá 6—8 að kveldinu. Sherburn St. 532 Sfmi 30 877 Gw W. MAGNUSSON Nuddlœknir. 609 Maryland Street Þriðja hús norðan við Sarg.) PHONE: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 3—6 e. h. DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 545. Winnipeg H. A. BERGMAN ísl. lögfræðingur. Skrlfstofa: Roocn 811 McArttwor Building, Portage Avo. P.O. Box 165« Phonea: 26 849 og 2« 84« LINDAL, BUHR &STEFÁNSS0N Islenzklr lögfræOlngar. 356 Main St. Tals.: 24 »«2 pelr hafa einnlg akrifatofur aS Lundar, Ríverton, Glmll og Plnes og eru þar aö hltta 4 eftlrfylgj- andl tlmum: I.unrtar: Fyrsta miðvlkudag, Riverton: Fyrata fimtudac, Qimll: Fyreta miövikudag, Piney: PriBJa föetudag I hverrjum mAnuBi J. Ragnar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) tslenzkur lögmaður. Rosevear, Rutherford, Mcln- tosh & Johnson. 910-911 Electric Railw. Cmbrs. Winnipeg, Canada Sími: 23 062 Heima: 71 753 Cable Address: Roscum JOSEPH T. THORSON isl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Mining Exchange Bldg. Main St. south of Portage Phone: 22 768 G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lðgfræðingur Skrfstofa: 702 Confederation Life Building Main St. gegnt City Hall Phone: 24 587 A. C. JOHNSON S07 Oonfederation Uh SMs WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tek- ur að sér aS évaxta sparifé fölks. Selur elds&byrgð og bifreiða ábyrgð- Ir. Skriflegum fyrirspurnum svarað samstundia. Skrifstofusimi: 24 263 Heimastmi: 33 328 A. S. BARDAL 84« Sberbrooke 8b Selur llkkietur og annaet ura *t- Carlr. Allur útbúnaður ■* beoaL Enníremur eelur bann illsk naar minnisvarSa og lecetelna. Skrifstofu tals. 86 607 Helmllle Tals.: M M* ALLAR TEGUNDIR FLUTN- INGA. Nú er veturjnn genginn í garð, og œttuð þér þvi að leita til min, þegar þér þurfið á kolum og við að halda. JAKOB F. BJARNASON 668 Alverstone. Sími 71 898 | Dr. C. H. VR0MAN Tannlaknir 605 Boyd Bulldlng Phone I* 1T1 WINNIPEQ. ÞJOÐLEGASTA Kaffi- og Mat-*ölnhú*ið sem þeeel borg lieflr nokkorn tíma haft l"nnr vébanda sinna Fyrlrtaka mé.ltíðlr, skyT, pönnu- kökur, rullupyttsa. og þjöðrmkale- kaffL — Utanbæjarmenn f* aé ÉLvalt fyrst hreaslngu * WEVEL OAFE, •»* Sargeot Ave Sfanl: B-S1S7. Rooney Stevens. elgandv. S1MPS0N TRANSFBR Verzla með egg-*-d«g h»nsnaföður. Annast elnnlg um allar tegundlr flutnlnga. 681 Arlington St., Winnipeg “Öll nytsöm vinna er virt af guði jafnt og vegleg öll þau störf, sem gera þarf.” Ungi maðurinn reis upp og rétti úr sér^það var eins og ljós skini í augum hans og upp frá 'þessari stundu varð lionum það hin mesta ónægja, að vanda sem allra bezt jafnvel hin lít- ilmótíeg^ustu verk, seitt lionum var trúað fyrir. Um kvöldið var Pippa litla þreytt; hún hátt- aði og lagðist út af í litla rúmið sitt, og svo fan-st henni aftur að frídagurinn hennar, sem nú var að kveðja, væri orðinn að nokkurs konar veru, sem bún gæti talað við, og 'hún sagði við hann: “Blessaður góði Dagur minn! Því léztu mig ekki vinna neitt kærleiksverk til þess að borga með gleðina, sem þú gafst mér” En dagurinn vissi betur. Og næsta morgun fór Pippa litla til vinnu sinnar í silkiverksmiðjunni og bélt áfram að vinda silkið upp á spólurnar, og hún var svo gagntekin af gleði, að hún söng við vinnu sína allán dagimi. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.