Lögberg - 05.09.1929, Blaðsíða 4

Lögberg - 05.09.1929, Blaðsíða 4
Bls. 4. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. SEPTEMBER 1929. iLögtjerg Gefið út hvern fimtudag af The Col- umhia Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: || The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanaskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The "Lögberg” is printed and published by o The Columbia Press, Limited, in the Columbia (1 Buildlng, 695 Sargent Ave., Wlnnipeg, Manltoba. Lj«<=3« 50C=>0C o fr 1 1 Ófriðarblika Undanfarnar vikur hefir verið ærið róstu- samt í landinu lielga. Að vísu verður þó tæp- ast sagt, að um reglulegt borgarastríð hafi ver- ið að ræða, sem betur fer, en þrátt fvrir það, má ástartdið þó all-ískyggilegt kallast. Þeir, srm að skærunum standa, og borist hafa á bana- spjðtum, eru Arabar og Gyðingar. Hefir hvað ofan í annað slegið í alvarlega brýnu milli þjóð- flokka þessara, einkuin á svæðinu milli Dan og Beersheba, og manntjón orðið nokkurt á báðar hliðar. Bretar hafa þegar kvatt saman allmikið lið, til þess að halda uppreistarfylkingum Araba í skefjum, og er þess að vænta, að þeim megi a'uðnast að lækka ófriðaröldurnar, eða helzt slétta þær út með öllu. dögum Hassan iVI Raschid, hefir tierfrægðin sollið þeim í brjósti, og setið fyrir öllu öðru. 1 liugum þeirra, var hernaðurinn eitt af megin- skyldustörfunum. Alt annað varð að sj'álfsögðu að sitja á hakanum Aröbum er vel kunnugt um útreið Indíánaflokksins í Ameríku. Og þeir virðast hafa það einhvern veginn á meðvitund- inni, að slík muni örlög þeirra sjálfra verða, nema því aðeins, að þeim auðnist að hrekja Gyð- inga á brott úr Palestínu, áður en þeir skjóti dýpri rótum, en komið er. Þegar fram í sækir, breyta Arabar vafa- laust um háttu. Við aukna mentun, hljóta að rísa upp með þjóðinni foringjar, er beint geta henni á rétta braut. Mun henni þá sennilega skiljast sú gullna meginregla, að holt er að hver búi að sínu. Frá hvaða sjónarmiði sem skoðað er, hlýt- ur ástandið í Palestínu að skoðast næsta íhug- unarvert. Að Arabar geti gert margvíslegan usla, bjóði þeim svo við að horfa, er ekki nokk- urt minsta vafamál. Á hinn bóginn hafa Bret- ar heitið Gvðingum því, að halda hlífiskildi vf- ir föðurlandi þeirra, og tryggja þeim þar fram- tíðardvöl, ihvað sem í skerst, og frá því víkja þeir ekki undir nokkrum kringumstæðum. Og við það verða Arabar að sætta sig, hvort sem þeim líkar betur eða ver. Óútmálanlegt harmsefni Aðfaranótt síðastliðins sunnudags, vildi til hið allra ægilegast tjón, af völdum eldsvoða, er komið liefir fyiir í sögu Winniegborgar. Brann þá til kaldra kola fjölbýlishús eitt, Medway Court, en níu manneskjur, er íbúðir höfðu þar á leigu, urðu bálinu að bráð, auk þess sem nolfkrir sættu meiri og minni meiðslum. Atburðir þeir, er verið hafa að gerast í Pal- estínu, eru víðtækari og djúþættari en svo, að bundnir séu við þetta eina land. Við Jerúsalem, sem og reyndar við landið helga í heild, eru tengdir þeir atburðir, er kærir eru miklum hluta hins mentaða heims. Og því má heldur eigi gleyma, að í viðbót við það, hve land þetta er heilagt í augum kristinna manna og Gvðinga, er það einnig í hávegum haft hjá Ishmaelslýð, er fvlgir stranglega kenningum Móhameðs. Skærur þær, er um þessar mundir eiga sér stað í Palestínu, komu í rauninni engum á ó- vart. Það var farið að sjóða upp úr pottinum í ágústmánuði 1928, er Arabar stofnuðu, hina svonefndu lögreglufylkingu, er í raun og veru var ekkert annað, en fylking slyngustu víga- manna. • í síðastliÖnum ágústmánuði, stofnuðu ungir Gyðingar í Palestínu, smá-herdeildir víðsvegar um land, og nefndu þær Fascista herdeildirnar. Maður sá, er frumkvæði átti að stofnun þeirra, var ungur Gyðingur, Vladimir Jabolinski að nafni, æsinga seggur hinn mesti, er það hafði sett sér að markmiði, að ná sér niðri á kristn- um mönnum og Aröbum. Sendi hann fylking- ar sínar hvað ofan í annað til móts við Araba, og var um eitt skeið helzt ekki annað fyrirsjá- anlegt, en til mannskæðra vígaferla myndi draga, og hefði vafalaust gert, ef Bretar hefðu eigi þegar skorist í leikinn. Arabar hugðu á hefndir gagnvart Gyðingum út af tiltæki þessu, og það er einmitt sá hefndarhugur, sem um þessar mundir er að brjótast út. Þó má vafalaust með sanni segja, að upptökin eigi sér dýpri rætur. Um þær mundir, er stjóm Bretlands gekk inn á, að greiða götu Gyðinga til síns forna föðurlands, var því yfirleitt tekið með fögnuði af flestum öðrum en Arö'bum, er óttuðust að við það kvnni að verða að einhverju levti, þrengt að hag þeirra. Það liggur í augum uppi, að stefnu Breta í sambandi við þetta, fylgdi eigi all-lítill vandi. Arabar voru herskáir mjög, og höfðu í raun- inni um langt skeið átt landið, eða að minsta kosti haft þess full not. Benda má og á það, að Bretar höfðu nokkra fvr heitið Aröbum full- tingi til þess að hefja hið forna veldi þeirra til • öndvegis á ný. Lögðu Arabar þann skilning í þetta, að þar með ætti Palestína að verða þeirra ómótmælanleg eign um aldur og æfi. Með þetta fyrir augum, lögðu Arabar á það alt hugsanlegt kapp, að hrekja Tyrki burt úr Pal- estínu fyrir fult og alt. An þeirra hjálpar, er mikið vafarfaál, ‘hvort bandaþjóðunum hefði auðnast að vinna þar fullnaðar.sigur á Tvrkj- um. Samkvæmt yfirlýsingn þeirri, sem kend er við Balfour lávarð, og hét Gvðingum fullum umráðum yfir sínu forna föðurlandi, er þess jaf'nframt getið, að réttar Araba skuli á öllum sviðum vandlega gætt. Að því er stjórn Bret- lands áhrærir, verður ekki annað með sanni sagt, en að hún hafi samvizkusamlega efnt lof- orð sín í þessu efni. Samt sem áður er það engan yeginn torskilið, þótt Aröbum finnist sem þeir hafi á einhvern hátt verið afskiftir. Þetta fagra og söguríka land, er um langt skeið hafði verið aðsetur margra þeirra, var nú kom- ið i hendur Gyðinga og orðið að vöggu þeirra í annað smn. ^ Palestína var á hröðu framfara- skeiði. Nvtízkuborgir, svo sem Tel Aviv, þutu upp á einni nóttu, ef svo mætti að orði kveða. Arabar eru vígahetjur miklar. Alla leið frá í tilefni af þessum óútmálanlega sorgarat- burði, hlýtur sú spuraing að koma upp í hug- um allra alvarlega hugsandi manna, hvort ekki sé eitthvað óverjanlega bogið við öryggistæki í þeim byggingum, þar sem slíkt óskapa slys get- ur að höndum borið og það, er hér um ræðir. Er verið að leika sér með mannslífið, eða hvað ! Er það þó ekki mannslífið sjálft, er öllu öðru gefur gildi, hvort heldur er um fjölbýlishús að ræða, eða eitthvað annað? Það getur ekki haft neinn óskapa kostnað í för með sér, að láta til dæmis kaðal og krók fylgja hverri íbúð, þannig, að fólk gæti rent sér eftir honum niður, ef voða bæri að höndum. Æ'tli nokkur slík öryggistæki hafi verið til taks í þessari umræddu byggingu, er voðann bar að ? Slys, þessu lík, mega aldrei að eilífu endurtaka sig í sögu borgarinnar. Siðferðis- og sæmdar-meðvitund borgarbúa, þolir ekki endurtekning slíkra attiurða. Vert er, að þess sé að makleikum getið, að almenningur mun nokkurn veginn sammála um það, að slökkvilið borgarinnar hafi komið frækilega fram, og og reynt alt, er í valdi þess stóð, til að bjarga. Blaðamenska Einum merkasta blaðamanni Norðurálfunn- ar, Mr. C. P, Scott, ritstjóra blaðsins Manchest- er Guardian, fórust einhverju sinni þannig orð um blaðamensku: “Alt, sem lífsanda dregur, þarf á eindrægni að lialda, meginreglunni miklu, sem lífsmáttur og þroski byggist á. Sama reglan gildir, þeg- ar um fréttablöð er að ræða. Því fullkomnari, sem eindrægni blaðs er, þess fyr og gleggra koma þroska ávextimir í ljós. “1 sambandi við útgáfu blaðs, kemur eink- um tvent til greina. Blaðið er viðskifta- eða atvúnnustofnun, sem verður að bera sig, ef það á að halda lífi. En það er einnig annað og meira. Það er stofnun, sem getur haft djúp áhrif á alt samfélagið, og eg held, að stundum geti jafnvel áhrif þess náð lengra en það. “Blað getur haft óútreiknanleg áhrif á stjórnarfarið. Það verkar beinlínis, eða óbein- línis á hugarfar og samvizku fólksins. Það getur uppfrætt og aðstoðað, eða þá á liinn bóg- inn orðið til þess gagnstæða. “Tilvera blaðs er hvorttveggja í senn, efn- isleg og siðferðisleg, en áhrif þess eru undir samstarfi þessara tveggja afla komin. Dagblöð geta stundum aðeins haft völd og fé að mark- miði, en það eru líka til mörg blöð, sem stefna að hærra og fullkomnara takmarki. “Eg held mér sé óhætt að fullyrða, að sjald- an muni hafa leikið á því vafi, fyrir hverju blað það hafi barist, er mér hefir veizt sá heiður að vinna við, svo að segja alla mína starf sæfi. “Hefði takmark þess verið þokukent, mundi eg tæpast hafa séð mér fært, að vinna við það stundinni lengur. “Persónu og skapferlis einkenni eru við- kvæm mál, og næsta margbrotin. Mælgi, í sam- bandi við slík einkenni, er óþörf; þjóðfélagið verður vart áhrifanna engu að síður. Skap- ferlismótunin er erfða-innstæða. Stefnu-hrein- indin eru einstaklingsins dýrasta eign; þau eiga líka að vera helgidómur blaðanna. Stefnu- hreinindum fylgir ráðvendni, drengskapur, liug- prýði og skyldurækni við samfélagið. Dagblöð eru óumflýjanlega, í vissum skilningi, einokun. Þó er það heilög skylda þeirra, að forðast freistingar einokunarinnar.” “ Frum-tilgangur blaðs er sá, að safna fréttum. Þess verður út af lífinu að gæta, að fréttirnar fái hvorki á sig sterkari lit, né upp- litist við frásögnina. Blað má aldrei nokkuð það flvtja, er varpað getur skugga á hið heið- bjarta andlit .sannleikans. Útskýringar eru heimilar, en sannindin heilög. “ Andstæðingurinn, jafnt sem skoðanabróð- irinn, á að hafa til þess sama rétt, að birta skóðanir sínar í fréttablaði, séu þær sanngjarn- lega fram settar. “Útskýringar og athugasemdir þurfa að vera samvizkusamlega ígrundaðar. “Það er gott að vera djarfur, en þó jafnvel enn betra, að vera sanngjarn. Þetta er hug- sjóna-takmark, sem, því miður, tiltölulega fáir af oss uá. Vér getum aðeins gert tilraunir, beð- ið samferðafólkið fyrirgefningar á veikleikan- um, og skilist þar við málið.” Ritfregn Hlín. Ársrit Sambands norðlenzkra kvenna. 12. árg. Akureyri. 1928. Verð ein króna. Nýlega Sýndi ritstýra Hlínar, Halldóra Bjarna- dóttir, mer þá góðvild, að senda mér síðasta árgang ritsins. Kann eg henni þakkir fyrir. Og þar sem ritið ræðir nytja og framfaramál, á það skilið að lesast Sem víðast; einkanlega ætti íslenzkum konum, hvar sem er utan íslands, að vera ant um að vita, hvað systur þeirra heima á ættlandinu hafast að í þjóðfélagsmálum. Ekki er það heldur lakasta teg- und þjóðrækninnar, að hafa vakandi auga á hinum ýmsu velferðarmálum ættjarðarinnar og stuðla eft- ir megni að framgángi þeirra með einu eða öðru móti. Hlín er all-fjölbreytt að efni sem 'fyr. Mest fjall- ar hún þó eðlilega um áhugamál framgjarnra ís- lenzkra kvenna. Sýnir efnisskrá hennar, að þær eru vel vakandi, margar konurnar heima. Þeim er ant um að skilja sem bezt hlutverk sitt, og verja svo kröftum sínum, að landi og lýð megi að sem drýgst- um notum koma. Þessi árgangur ritsins hefst með kvæði, er nefn- ist “Til drotningarinnar frá bóndakonu”, eftir Jór- unni Guðmundsdóttur, er heima á að Arnþórsholti í Lundarreykjadal, Borgarfjarðarsiýslu. Er það eigi ósnoturt og andar hlýrri og fölskvalausri ættjarðar- ást, en er þó laust við hvimleiðan þjóðarrembing. Þá er fundargerð aðal-fundar Sambands norðlenzkra kvenna árið 1928. Sést, að sambandið hefir látið til sín taka mörg helztu nytsemdarmál hinnar ís- lenzku þjóðar. 'Svo fylgja ýmsar ritgerðir um þessi efni: heilbrigðismál, garðyrkju, heimilisiðnað, upp- eldis- og fræðslumál. Leyfir rúm eigi að rekja innihald þeirra, en læsilegar eru þær og íhyglis- verðar. Af skýrslum garðyrkjukvenna virðist sem áhugi á garðrækt sé að aukast, að minsta kosti í sumum hlutum landsins. Er það gleðiefni. Um framtíðarhorfur heimilisiðnaðarins farast ritstýru Hlínar svo orð: “Það virðist beinlínis vera að vakna, almennur áhugi fyrir heimilisiðnaði í land- inu, og það er góðs viti.” Má þetta sannarlega vera ánægjuefni velunnendum íslenzkrar þjóðar. 1 rit- gerðaflokki þeim, er ræðir um uppeldis- og fræðslu- mál, er grein, ‘^Enn um eðli og hlutverk kvenna”, eftir frú Sigrúnu P. Blöndal í Mjóanesi í Suður- Múlasýslu. Er þetta mál nú mjög á dagskrá meðal menningarþjóða. Er bert, að boðaföll þeirrar bylgju hafa líka náð til fslands. Þá er og grein í þessum flokki, um framhaldsfræðslu ungmenna, eftir Þ. Magnús Þorláksson á Blikastöðum. Að hér ræðir um alvörumál hið mesta, fær engum hugsandi manni dulist. Alþýðufræðslan er hiklaust eitt af stærstu málum hverrar þjóðar. Fleira eftirtektarvert er í þessu hefti Hlínar, t. d. grein Halldóru Bjarnadóttur um hlutverk kven- félaga. Leggur hún áherzlu á það, að þau stuðli að því fremst og helzt, “að gera heimilin áhrifameiri og sterkari”; vinni að bættum heimilishag og heim- ilishætti. Er hér eflaust orð í tíma talað. Sá hugs- unarháttur/er nú óðum að útbreiðast í fræðslumál- um, að varpa nær allri ábyrgðinni á skóla og upp- eldisstofnanir, hvað fræðslu .barna snertir. Yíkur Halldóra að hættunni, sem hér sé á ferðum. Að al- þýðufræðslunni hnigni, er heimilin bregðist svo skyldu sinni. Eitt hið fróðlegasta í ritinu er “Sitt af hverju”, kaflar úr bréfum frá ýmsum hlutum landsins. Gefa þeir ljósa hugmynd um, hvað íslenzk alþýða, eink- anlega konurnar, láta sér annast um í menningar- og atvinnu-málum. Þá eru í ritinu 15 myndir af íslenzkum húsgögn- um og handavinnu, og fylgja þeim skýringar eftir Ríkhard Jónsson og Halldóru Bjarnadóttur. í sam- bandi við það má minna á, að verið er að undirbúa Landssýningu á íslenzkum heimilisiðnaði 1930. Láta brottfluttir íslendingar, þeir er heim ferðast það árið, efalaust ekki undir höfuð leggj.ast, að koma á þá sýningu. Verður þar margt að sjá og gott til gripa til minja um ferðina. Hinn ytri frágangur Hlínar er góður, bæði prent og pappír.' Hún er mjög ódýr eftir stærð, kostar eina krónu. Hún er margfalt þess virði. Richard Beck. Canada framtíðarlandið Hænsnarækt. Hænsnarækt borgar sig vel, ef hún er rétt stunduð. Aftur á móti gæti hún orðið tap fyrir vankunnáttu. Þess vegna heyrir maður svo margan bóndann segja, að ekkert sé upp úr hænsnunum að hafa. Að velja beztu varphænurnar. Áður en útungun byrjar á vor- in, ættu allir að velja úr beztu varphænurnar og hafa þær sér með óskyldum hana. Beztu varp- hænurnar fara vanalegast fyrst niður á morgnana og seinast upp á kveldin. Annað merki er þetta: Farðu yfir hænsnahópinn að kveldi til, þegar þau eru sezt upp. Skoða þú hverja hænu fyrir sig. Beggja megin við eggholið eru tvö bein, sem kölluð eru: pelvic bein. Séu beinin þunn og komir þú þremur fingrum á milli þeirra, þá er hænan góð varphæna; séu beinin þykk, og komir þú að eins einum fingri á milli beinanna, þá er hænan mjög léleg sem varp- hæna. Það tekur frá viku til tíu daga fyrir eggin að verða frjósöm. Eftir að útungun er um garð gengin, ættu allir hanar að vera teknir og hafðir sér, en ekki leyft að ganga með hænunum um sum- artímann. — Margir standa í þeirri meiningu, að hanar þurfi að vera með hænunum til þess að þær geti verpt; en það er mikil fjarstæða. Nú eru egg keypt eftir flokkun. Egg með útungunarefni, byrja að ungast út í sumarhitanum, og skemmast fljótt; ófrjósöm egg aftur á móti, gejonast yfir lengri tíma án skemdar. Hænsnafóður. Um þetta leyti árs þurfa hænsn- in ekki eins kröftugt fóður eins og að vetrarlagi; en grænmeti er þeim nauðsynlegt; ef þau ekki haía aðgang að grasi, þá þyrfti að rækta fyrir þau kálmeti. Einn hnefi af korni þrisvar á dag fyr- ir hverja hænu, er mátulegt eða 20 pund af korni á dag fyrír hverjar 100 hænur. Helzt ætti kornið að vera af fleiri en einni tegund, t. d. einn þriðji af hverju: höfrum, byggi og hveitikorni. — Hænsni fá leiða á sömu kornteg- und til lengdar. —JÞeir sem hafa nóg af skilvindumjólk og hleypa henni í ost með sýru, geta sparað sér korn, því í mjólkinni er mik- ið eggjahvítuefni. — Annað, sem hænsni ættu alt af að hafa að- gang að, er grófur sandur (grav- el), og nógar skeljar (muldar). Sandurinn hjálpar meltingunni og og er nauðsynlegur. úr skeljunum myndast eggjaskurn. Hænsnalús og maur. Hænsni, sem eru lúsug, verpa ekki til lengdar. Til þess að eyði- leggja lús, er lúsasmyrsl ((blue ointment) einna bezt. Taka skal hænurnar að kvöldinu, og maka smyrslin undir 'báða vængina, undir stélin og ofan á hausinn (við hauslús)^ að eins lítið á hvern stað. Þetta eyðileggur lús. En það er meiri vandi að losast við hænsnamaur (mites). Þessi maur skríður á hæsnin á nótt- unni og sýgur úr þeim blóð, en heldur til í rifum og smugum á daginn. Maurinn magnast ákaf- lega fljótt í hitanum á sumrin, og getur valdið því, að hænur hætti alveg að verpa. Til þess að lostast við maur, verður að sprauta hænsnahúsið með steinolíu eða sterku kreolin- vatni. Taka skal alt út úr hús- inu, sem lauslegt er, svo sem hreiður, hænsnaprik o.s.frv. Svo skal sprauta í allar rifur og smug- ur, sem sjáánlegar eru. Þettar verður svo að endurtakast eftir vikutíma, þegar mauraeggin ung- ast út. Bezt er að sprauta hænsnahúsin áður en maurinn magnast. Veiki í hænsnum. Þeir, sem hafa léleg hænsnahús, missa oft hænsnin úr veiki, eink- um á vorin. Ekki er til neins að reyna að lækna hænu, sem verð- ur veik; betra að eyðileggja hana sem fyrst, því oft smitar hún heil- brigðar hænur. Tæring er mjög almenn í hænsnum, sem hafa slæmt húspláss, saggasamt og, kalt. Þetta er merkið: Hænan hættir að verpa, smá-tærist upp þar til hún drepst. Ef þú kryfur hana, þá munt þli sjá ljósleita depla á lifrinni og innýflunum. Missir þú margar hænur úr þessu, er þér bezt að losa þig við allan hópinn, því þessi veiki er mjög smitandi, ef hún kemst í hænsna- hópinn. Stundum vill til að hænsni, sem fóðruð eru ,á höfrum og byggi, hætta að éta fyrir það, að þau hafa úttroðinn sarp, einkanlega ef þeim er gefið mikið bygg. — Þetta má kalla uppþembu, og má lækna hana með því að skera upp sarpinn og hreinsa alt úr honum, sauma svo fyrir aftur með nál og tvinna. Verður þá hænan jafn- góð. Þetta orskast af því, að neðra opið á sarpinum hefir stíflast. Hænsnahús. Allir ættu að hafa sérstakt hús fyrir hænsnin, en ekki að hafa þau innan um gripi eða hross, sem víða tíðkast. Húsið mætti byggjast eftir fjölda hænsnahna, sem þú hefir. Það þarf ekki að vera fallegt eða dýrt, en verður að vera bjart og loftgott; nægi- legir gluggar þurfa að vera á því, og ættu að snúa í suður. 1 staðinn fyrir gler, má brúka lér- eft í suma þessa glugga; það mundi gera húsið loftbetra. Það, sem mest er um vert, er að húsin séu björt og loftgóð, trekklaus og laus við raka. Kuldinn að vetr- inum gerir hænsnunum ekkert til, ef þau hafa nóg af strái að rusla i, þá vinna þau sér til hita. Góðar varphænur. Það eru ekki góðar varphænur, sem verpa að eins að sumrinu. Það gerir hvaða hæna sem er. Það er hennar eðli. En hænur, sem verpa í vetrarkuldanum í [Manitoba eins vel og á sumrin, þær mætti kalla góðar varphæn- ur. Þessum góðu varphænum er nú sem óðast að fjölga, en hinar lélegu að fækka, sem betur fer. Sá sem byrjar á hænsnarækt, verður að hafa góðan stofn, ann- ars gæti það orðið honum stór- skaði. Bezt er að byrja með lít- ið, en auka ef vel gengur. Hænsnategundir. Til varps eru Leghorn hænsni í fremstu röð. Það má segja, að þau séu reglulegar hænsnavélar. En ókostur er einn við Leghorn- hænsnin, að þau eru mjög óstöð- ug að vilja liggja á. Þau eru held- ur smá, vigta frá 4 til 6 pund hver hæna, en verpa furðustórum eggjum. Þeir sem hafa Leghorn- hænsni, þurfa að hafa aðrar hæn- ur til að liggja á að vorinu, eða þá útungunarvélar, sem er ómiss- anlegt fyrir alla, sem stunda hænsnarækt að nokkrum mun. J. A. Bréfaskifti Ýmsir nemendur Jóns Bjarna- sonar skólans í Winnipeg óska að eiga bréfaskifti við jafnaldra sína á íslandi. Nemendurnir eru flest- ir 13 til 17 ára, hafa aldrei séð ís- \ land, en heyrt afa hinn og ömmu og jafnvel foreldra sína, segja ó- tal sögur “að heiman”, og hafa marg-oft furðað sig á því, að eldra fólkið skuli alt af segja “heim til íslands.” Nú langar þessa nemendur til að kynnast “hinu unga íslandi”, geta fæstir komist “hingað heim” að ári, en vona að fá margbreytt- ar fregnir við brófaskifti við æskumenn á Fróni, og geta sjálf- ir sagt ýmislegt fróðlegt í frétt- um, og þá ekki sízt frá skóla sín- um, þar sem íslenzk fræði eru ■ stunduð eftir beztu föngum. Komin eru í mínar hendur fjög- ur bréf, þrjú frá námsmeyjum og eitt frá námsmanni við nefndan skóla, og þar sem þau bréf ‘ganga þegar út’, og ekki ólíklegt, a® miklu fleiri hérlendis vilji sinna slíkum bréfaskiftum, set eg hér áritun skólameistara Jóns Bjarna- sonar skóla: Rev. Rúnólfur Mar- teinsson, 493 Lipton Street, Win- nipeg, Man., Canada..— Hann mun sjá um, að svör komi við slikuin bréfum héðan. Fullorðnu fólk' ætti og að vera Ijúft að hvetja unglinga í þessu tilliti, því bréfaviðskifti á íslenzku styðja , viðhald tungu vorrar hjá yngsfu kynslóðinni þar vestra. S. Á. Gíslason. —Mgbl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.