Lögberg - 05.09.1929, Blaðsíða 8

Lögberg - 05.09.1929, Blaðsíða 8
Bls. 8. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. SEPTEJVIBER 1929. Betra haframjöl og betra postulín í hinum nýju “Double-Sealed” pökkum Robin Hood Rapid Oa Ur bænum Skáldkonan, Mrs. iLaura G. Salv- erson, hefir verið stödd í borg- inni síðan fyrir helgina. Sjúkrasjóðstombóla stúkunnar Heklu No. 33, verður að öllu for- fallalausu haldin mánud. þann 7. okt. n. k.í Nánar auglýst síðar. Mr. og Mrs. G. J. Oleson, Glen- boro, Man., voru í borginni á sunnudaginn. Séra K. K. ólafson, forseti kirkjufélagsins, og frú hans, leggja af stað í dag, miðvikudag, 'heimleiðis frá Reykjavík, eftir því sem frézt hefir. Mr. og Mrs. O. Anderson, Bald- ur, Man., voru stödd í borginni í vikunni sem leið. Mr. Hjörtur Lárusson, hIjóm- fræðingur frá Minneapolis, hef- ir verið í borginni nokkra undan- farna daga. Mrs. M. W. Dalman, pianokenn- ari, að 778 yictor St., er nú byrj- uð að kenna á ný, og tekur á móti nemendum að heimili sínu. Sími: 22 168. Messuboð 8. sept. 1929 — Að- Elfros (á ensku)i kl. 11 f. h. og Hólar (á íslenzkuji kl. 3 e. h. og að Elfros (á ensku) kl. 7.30 e. h. Allir boðnir og velkomnir. — Vin- samlegast Carl J. Olson. Stúkan Skuld No. 34, I.O.G.T., efnir til sinnar árlegu tombólu fyrir sjúkrasjóð stúkunnar, sem haldin verður mánudaginn 23. þ. m. Allir meðlimir stúk. eru bróð- urlega ámintir um að aðstoða nefndina, sem kosin hefir verið, til að standa fyrir tombólunni, með allri hjálp eg liðveizlu, sem hver og einn getur veitt. Nánar auglýst síðar um alla þá kjðr- drætti og kjörkaup, sem verða á Skuldartombólu *23. sept. næst- komandi. Munið því eftir degin- um 23. þ.m. Nefndin. Mrs. William Eccels frá Lund- ar, Man., hefir dvalið í borginni nokkra undanfarna daga, í heim- sókn til vina, og ættingja. Hún hélt heimleiðLs á þriðjudaginn. Miss Matthildur Halldórsson fór norður til Lundar á þriðju daginn og ráðgerði að dvelja þar um þriggja vikna tíma. Séra Haraldur Sigmar messar að Gardar kl. 11 f.h. á sunnudag- inn 8. sept., Eyford kl. 3 e.h. og í Vídalínskirkju kl. 7.30 e. h., ensk messa. Mrs. W. J. Hellis, frá Killarney, Man., kom til borgarinnar síðast- liðið mánudagskvöld, og dvaldi hér fram á laugardagsmorguninn. Mrs. Hellis var áður María Björn- son frá Cypress, Man. Látið ekki hjá liða að fjölmenna á hljómleika þá, sem hr. Tryggvi Björnsson efnir til í Fyrstu lút- ersku kirkju* þann 10. þ.m. Mjiðvikudag, 21. ág., andaðist Soffía Theodora Einarsdóttir á heimili bróður síns, Johephs Ein- arssonar nálægt Hensel, N. Dak. Var hún 84 ára að aldri, og hafði síðustu árin verið mjög heilsu- biluð. Soffía hafði aldrei gifst. Var fædd í Skriðdal í Suðurmúla- sýslu, og fluttist til Ameríku 1886. Vann fyrir sér framan af, fór í húsmensku hjá Joseph bróður sín- um fyrir mörgum árum. Síðustu'’ árin hefir Jóhanna dóttir Josephs séð um hana og stundað af mikilli alúð. Hún var jarðsungin í graf- reit Vidalínssafnaðar föstudaginn 23. ágúst. Sýningin. Á þriðjudagskveldið í þessari viku feldi borgarráðið í Winnipeg þá tillögu frá fjármálanefndinni, að afhenda sýningarnefndinni Iandspildu þá í Kilonan, sem gjaldendur bæjarins ákváðu, í vor með atkvæðagreiðslu, að skyldi^ tekin fyrir væntanlega sýningu í Winnipeg. Féllu atkvæðin þann- ig, að átta greiddu atkvæði með tillögunni, en níu á móti, og var hún þar með feld. Alljr hinir svo nefndu “Labor” bæjarráðsmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni og þar að auki þeir T. Boyd og J. Fred. Palmer. Þetta þýðir vafa- laust, að ekkert verður meira úr þessu sýningarmáli fyrst um sinn. WONDERLAND Cor. Sargent and Sherbrook Doora Open Daily 6.30 Sat. 1.00 p.m. v ■ W ■ ■ ^ ■■■■■■ ■"■ ■ ■ M0 • WINNIPEO’8 COSIE8T NEIOHBORHOOD THEATRE. Mon. - Tues. - Wed.- (Next week) NANCY CARROLL » Thur. - Fri. - Sat. (This Week) GLENN TRYON in “IT CAN BE DONE MONTE BANKS in “FLYING LUCK” Comedy—“FISHING POOL” FINAL RECKONING, 6th Chapter. (( BUDDY (Chas.) ROGERS ABIE’S IRÍSH ROSE” MANCHU LOVE (In natural Colors) A Heart Throbbing Romance! A Real Treat. Smjör frá Manitoba hefir feng- ið mörg verðlaun á sýningunni í Toronto, og bendir það á, að Manitobabúar séu smjörgerðar- menn miklir. Það vekur sérstak- lega eftirtekt, að smjörgerðarhús- ið á Lundar, The Maple Leaf Creamery, hafði þar fjóra sýning- armuni smjörs, og fékk fyrstu verðlaun fyrir þá alla. Smjör- gerðarhús þetta er eign íslend- inga og hafa þeir stjórnað því ein- göngu alt frá byrjun. Mr. og Mrs. Alex Johnson komu heim til borgarinnar síðastliðið laugardagskveld, úr ferðalagi suð- ur um Bandaríki. Dvöldu þau meðal annars nokkra daga í New York. Heimkoma Vestur-“lslendinga” Menn hafa staðlð á öndinni af hrifningu, síðan hinir ágætu sendi- herrar Vestur-“lslendinga” voru hér á ferðinni í vetur, af því þeir höfðu góð orð um að gefa 400 rúm í Landspítalann, fyrir að fá að sofa þar sjálfir. Nú er upplýst, að hinn margumtalaði ríkisstyrkur þeirra vestra, sem alt komst í bál og brand út af, er veittur til þess að þeir geri reklame fyrir Mani- toba, og lokki íslendinga þangað. Auðvitað dettur oss ekki í hug, að Bíldfell hreyfi hönd eða fót til þeirra hluta, heldur hafi loforð hans um það verið vanalegt Ame- rican bluff. En er þá ekki ástæða til að halda, að spítala-rúmin sé annað bluff-ið frá? Vitaskuld mætti líka hugsa sér, að ríkis- styrkurinn eigi að ganga einmitt fyrir rúmin. Er þá vonandi, að sjúklingunum sofnist vel í þeim, ef þau reynast þannig fengin. — Spegillinn, Rvík 29. júní 1929. Hvaða dýr er sterkast? Það er fíllinn! munu líklega flestir halda. Það getur nú verið sönnu næst. En ef aflið er mælt í hlutföllum við þunga dýrsins, þá verður annað ofan á. E.f svo er látið teljast til, að dýrið dragi eitt pund móti ihverju einu pundi af þunga sínum,, þá verður hest- urinn fremstur í flokki dýranna. Hesturinn dregur 1% pund á móti hverju einu pundi af þunga sín- um; næstur honum gengur úlf- aldinn, hann dregur % úr pundi. Fíllinn er þriðji í röðinni, og þar næst uxinn. Ef vér færum oss lengra niður eftir, þá kemur það upp, að aflið vex að því skapi, sem dýrið er smærra. Smádýr eins og rottur, kanínur og því um líkt, eru að tiltölu miklu sterkari en fíll- lnn. Skordýrin eru enn sterkari að tiltölu. Maurinn getur borið margfalda þyngd sina og flóin stokkið 100 sinnum hæð sína. — Hmbl. Canada Mánudaginn 29. júlí andaðist Sigríður Magnúsdóttir, eiginkona Kristjáns Björnssonar frá Klúk- um í Eyjafirði. Sigríður var sjálf einnig ættuð úr Eyjafirði. Hún dó á heimili tengdasonar og dótt- ur, Mr. og Mrs. G. F. Björnson við Mountain, þar sem hún hafði dvalið nærfelt öll síðustu 20 ár- in. Kristján, seinni maður henn- ar, lifir hana, há-aldraður og blindur nærfelt síðustu 20 árin. Sigríður var lengi framan af hraust, en síðari árin var heilsa hennar mjög þrotin og síðasta árið var hún blind. Hún kom til Ameríku 1876. Hún var dugnað- arkona, góðgjörn og hjálpfús. Hún var jarðsungin í Mountain- grafreitnum 1. ágúst af sóknar- prestinum, séra H. Sigmar. Wonderland Leikhúsið. Leikurinn, sem sýndur verður á Wonderland leikhúsinu þrjá fyrstu dagana af næstu viku, “Abie and His Irish Rose”, er jafnvel óvanalega skemtilegur og fallegur. Flestir eða allir leik- endurnir leysa hlutverk sín prýð- isvel af hendi. Fólk ætti ekki að sitja sig úr færi að sjá þessa mynd. Skógareldar og sléttueldar mikl- ir hafa nú að undanförnu gengið víða í Manitoba fylki og einnig í norðanverðu Ontario og Saskat- chewan. Hvað Manitoba snertir, eru eldarnir aðallega í norðan- verðu fylkinu, en ná þó á sumum stöðum all-langt suður eftir. Undanfarna daga hafa t. d. verið miklir eldar rétt vestan við Win- nipeg Beach, og um helgina, var mikill reykur í Winnipeg, sem stafaði af skógareldunum. Nú að undanförnu hefir fjöldi manna verið að vinna að því, á mörgum stöðum í fylkinu, að varna út- breiðslu eldanna og gera alt sem hægt hefir verið til að varna því, að þeir kæmist að bæjum og bændabýlum. Mun það hafa hepn- ast furðanlega, þó þeir hafi hins vegar gert mikinn skaða á engj- um og ökrum auk skóganna. í dag, þriðjudag, er mikil rigníng, og hjálpar það vonandi til að draga úr eldunum. * * * Byggingaleyfi gefin út í Win- nipeg á þessu ári, námu um mán- aðamótin síðustu $8,957,700, og er það $921,800 meira en í fyrra í ágústmánaðarlok. Talið er áreið- anlegt, að töluvert meira en tíu miljónum dollara verði varið til bygginga í Winnipeg, áður en ár- ið er úti. Geðsmunir dýra. í dýragarðinum í Lundúnum er kvenapi einn, sem gæzlumennirn- ir eru í stökustu vandræðum með. Hún vill ekki giftast fyrir nokk- urn mun. Af ofsafengnum geðs- munum sínum, er hún nefnd Grýla. Grýlu hafa verið sýndir margir fríðir karlapar; og gæzlumennirn- ir hafa neyðst til að hætta við bónorðið, því annars hefði lífi biðlanna verið hætta búin. Einu sinni komu þeir sérlega geðsleg- | um og vel vöxnum karlapa í næsta : klefa við Grýlu; en þá stakk hún ! krumlunni út á millL rimlanna og j reif handfylli sina af hári úr höfði j hans í einu hendingskasti og ygldi I sig svo ógurlega, að gæzlumenn- | irnir urðu að flytja veslings bið- ilinn burtu hið fljótasta. Samt hefir það komið fyrir, að þau dýr hafa tekið saman, sem virtust vera hin ólíkustu til góðr- ar sambúðar. Pauper-dýrið er orðlagt fyrir eitthvað annað en friðsemi, og Pauper-hjón ein eru hinar ruddalegustu skepnur, sem nokkurn tíma hafa verið haldnar í dýragarðinum í Lundúnum. Eru þau kölluð Satan og Maud. Það var einmitt þess vegna, að gæzlu- mönnunum, þóttu þau eiga vel saman. Ef þau dræpu ekki hvort annað í fyrsta skifti, er þeim væri hleypt saman, þá mundi samlíf þeirra verða gagnlegt fyrir þau bæði. Nu voru dyrnar opnaðar milli búranna og þá hófust nú hveitibrauðsdagarnir fyrir þeim. Karlinn be renn á sér sársmerkin eftir fyrsta fundinn, og loðfeld- urinn á kerlingunni var lengi á eftir með svörtum og rauðum skrámum þvert og endilangt. — En eftir fyrsta kastið, sem var ó- fagurt, fóru þau að bera virðingu hvort fyrir öðru og svo innsigluðu þau heimilisfriðinn með ofurlitl- um, svörtum pauper-ketling. — Gæzlumennirnir þorðu ekki að gefa þ^im báðum samtímis, því það hefði orðið ofraun rándýrseðli þeirra. — Hmbl. RAGNAR H. RAGNAR PIAN0KENNARI Nemendur, er njóta vilja pianokenslu hjá Ragnari H. Ragnar, geta byrjað nú þegar. Nemendur búnir undir öll próf, bæði byrjenda- próf og A. T. C. M. Ragnar H. Ragnar var fyrrum kennari við Páls- son’s Academy of Music, og hefir nú í þrjú ár verið nemandi Eva Clare. Allar upplýsingar gefnar að Kenslustofu, 693 Banning Str. Phone 34 785 Guðrún S. Helgason, A.T.C.M. kennari í Píanóspili og hljómfræði (Theory)« Kenslustofa: 540 Agnes St. Fónn; 31 416 PRINCESS FLOWER SHOP Laus blóm—Blóm í pottum Blömakraut fyrir öll tækifæri Sérstaklega fyrir jaröarfarir. COR. SARGENT and VICTOR Phone 36 102 Eitthvað fyrir ekkert Hann fann tíu dollara gull- pening fjnrir átta árum, en síðan hefir hann engan fundið og ef alt fer eins og vanalega gengur, kemur það ekki aftur fyrir. Hann segir, að þetta hafi orðið sér dýrkeypt reynsla. Kom honum til að treysta á lukkuna. / Hann tapaði átta dýrmætum árum og komst að þeirri niðurstöðu að heimsk- ingjar einir treysta á lukk- una. Hinir hygnu spara. Sparið peninga yðar hér. Province of Manitoba Savings Office Donald and EHice and 984 Main St. Mannfagnaður í Portland, Oregon. Þann 18. ágúst siðastliðinn, söfnuðust saman íslendingar í Portland, Oregon, til þess að minnast íslands, uppruna síns og ættar. Hartnær hálft annað hundrað manns, mun hafa sótt mót þetta, er sagt er, að verið hafi i alla staði ánægjulegt. Voru þangað komnir gestir frá Tacoma, Everett og Seattle. Ræður fluttu þeir séra B. Jó- hannson og Barði G. Skúlason, lögmaður. Auk þess fóru fram margskonar íþróttir, er margir tóku þátt í. Þess skal getið, að við þetta þetta tækifæri gaf Mr. Skúlason íslendingafélagi þessu, gJæsileg- an íslenzkan fána. — Stjórn ís- lendingafélagsins i IPortland, er nú þannig skipuð: W. A. Albert, forseti; Mrs. Zeuthen, skrifari; Mrs. Layman, Mrs. Tonwsend og séra B. Jóhannsson. SAFETY TAXICAB C0. LTD. Beztu bílar í vcröldiuni Til taks dag og nótt. Sann- gjamt verð. Sími, 23 309. Afgreiðsla: Leland Hotel. N. CHARACK, forstjóri. Björg Frederickson pianokennari byrjar aftur kenslu 4. sept. Nemendur búnir undir próf. Telephone: 35 695 NEW H0MES Sherburn St. near Sargent. 5-room stucco bungalows; beautiful and artistic in design; oak floors and finish, recess bath and tile floor in bath- room; all the latest features; guaran- teed to be well built and warm. Prices $4,950 to $5,500. Easy terms. A two-story residence, 6 spacious rooms and a heated sunroom; the best house that you can buy in the district. Exceptional value at $6,400. Terms; 650 cash, $60 monthly. We also have some very attractive 5 and 6-room homes on Oxford St., River Heights. Prices ranging from $5,500 to $6,800. SIGMAR, JACOBSON AND CO. Owners and Builders. Phone 89 081 978 Ingersoll St. EKKI OF SEINT Dragið ekki að kaupa kæliskáp, bara af því að sumarið er bráðum á enda. Kæliskápur er nauðsynlegur á öllum tímum árs, og verðið er svo lágt og borgun- arskilmálar svo "hægir, að það er óafsakanlegt að vera án hans. Símið og spyrjið um verðið. RCTIC ICEsFUELCai 459P0RTACIML QwwN Huéiotr* PHONE 42321 EF ÞÉR hafið í hyggja að byggja, þá tryggið yður hjá osí TIMBUR The McArthur Lumber & Fuel Co., Ltd. Cor. Princess and Higgins Ave., Winnipeg. Sími 86 619 Gert í Winnipeg Allar tegundir af rafáhöldum fyrir heimilið. Einnig allskonar aðgerðir. Hlutir silfraðir og nickel litaðir. SÍMI: 24 267 . GARRY ELECTRIC FIXTURE CO., LIMITED 120 LOMBARD ST. - WINNIPEG Open at 6.30 p.m. Saturday l p.m. - ROSE - We.t Enda Fineat Theatre THUR. - FRI. - SAT. (This Week) DON’T MISS ii 99 IN OLD ARIZONA 100% Talkinrj Feature with EDMUND LOWE and WARNER BAXTER SPECIAL ADDED ATTRACTION SAT. MATINEE ONLY TOM MIX “SKY HIGH” SERIAL COMEDY MON., TUES., WED. (Next week) “A BIG SPECIAL” Starring JACK HOLT and DOROTHY REVIER in “FATHER & SON »» A Talking Feature A Picture No One Can Afford to Miss Also— COMEDY NEW8 100 herbergi, með eða án baðs. Sanngjarnt verð. SEYMOUR HOTEL Sími: 28 411 Björt og rúmgóð setustofa. Market og King Street, C. G. Hutchison, eigandi. Winnipeg - Manitoba Eina hótelið er leigir herbergi fyrir $1.00 á dag. — Húsið eld- trygt sem bezt má verða. — Alt með Norðurálfusniði CLTJB HOTEL (Gustafson og Wood) 652 MalnSt. Wlnnipeg Ph. 25 738. Skamt norðan við C.P.R. stöðina. Reynið oss. FUNDARB0Ð Með því að íslendingadagsnefndinni hafa borist raddir um það, að efnt muni verða til hátíðahalds hér vestra um sama leyti og þúsund ára minningarhátíð Alþingis stendur yfir heima á íslandi 1930, þá álítur hún það skyldu sína, að boða til fundar í Goodtemplarahúsinu 12. september kl. 8 e. h., til að leggja þetta mál fram fyrir almenning. Nefndin vill því biðja alla íslendinga, sem áhuga hafa fyrir þessu máli, að mæta á fundinum, svo hægt verði að taka ákvarðanir til undirbúnings sem allra fyrst. Æskilegt væri, ef íslendingar í nærliggjandi bygðum, sem hefðu löngun til samvinnu viðvíkjandi hátíðahaldinu 1930, sendi erindsreka á þennan fund. J. J. Samson, forseti. Sig. Björnson, ritari. Sumar og Vetur Maturinn ætti æfinlega að vera geymdur þar sem hitinn er mátulegur, vegna þess, að þannig er hann hollastur. Heilsan er fyrir öllu, en hitt er líka þýðingarmikið, að þér sparið peninga með því að geyma matinn eins og vera ber. í KELVINATOR KÆLISKÁP Það borgar sig fljótlega. Skoðið þá í vorri nýju áhaldabúð í POWER BUILDNIG, Portage oá Vauéhan Seldir með hægum borgunarskilmálum. Komið í búðina í Power Building, Portage Ave., eða 1 búðir vorar að 1841 Portage Ave., St. James, og Morion og Marion og Tache St., St. Boniface. WIHHIPEG.ELECTRIC COMPAHY- “Your Guarantee of Good Service.’ Business Training Pays— especially Success Training More than 2700 employment calls for our graduates were registered with our Placement Department during the past twelve months, and more than 700 in May, June and July of this year. Fall Term opens August 26th DAY AND EVENING CLASSES If you cannot enroll tlien you may start at any time. Our system of individual instruction makes this possible. WRITE, PHONE OR CALL Corner Portage Ave. and Edmonton St. WINNIPEG MANITOBA 5SÍS555555555S5555555S55555555555555555555555555555555555555555*

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.