Lögberg - 05.09.1929, Blaðsíða 1

Lögberg - 05.09.1929, Blaðsíða 1
42 ARGANGUR l| WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 5. SEPTEMBER 1929 Canada Þær ‘fréttir berast við og við, að Nýfundnaland sé í þann veg- inn að selja 'Canada Labrador- ströndina, sem nú tilheyrir Ný- fundnalandi, samkVæmt úrskurði leyndaráðs Breta, eins og kunn- ugt er. En þessar fréttir eru jafnharðan bornar til baka. For- sætisráðherra Nýfundnalands, Sir Richard Sc^uires, var nýlega á ferð í St. John, N.B., og neitaði hann því fastlega, að þetta hefði nokkuð komið til orða, en þó má ráða af þvi, sem eftir honum er haft, að hann áliti það enga fjar- stæðu, að selja Canada Labrador ströndina. * * * * Milton Smith Osborne hefir verið skipaður prófessor í bygg ingafræði við Manitoba-háskólanri í staðinn fyrir prófessor A. A. Stoughton, sem látið hefir af því embætti. * * * Fylkisþingið í Saskatchewan kemur saman í dag, 4. september Var áður ákveðið, að það mætti 3. sept., en þingsetningardeginum var frestað um einn dag. * * * Camillien Houde heitir hann, borgarstjórinn í Montreal, maður franskur að ætt, eins og þeir eru flestir í Quebec. Hann er einnig leiðtogi íhaldsflokksins í Quebec- fylki. Fyrir ári síðan kom hann til Toronto á sýninguna, sem þar er haldin árlega. Þá gat hann ekki talað enska tungu, en sagði þá Toronto-búum, á frönsku sjálf- sagt, að eftir eitt ár skyldi hann verða búinn að læra ensku. Nú kom hann aftur til Toronto og hélt þar ræðu á ensku, og talaði málið sæmilega, og sagðist skyldi gera betur næsta ár. Af því geta menn nokkuð markað tungumála- skiftinguna í Canada, að borgar- ‘stjórinn í lang-helztu borginni kann ekki enska tungu, fyr en hann er orðinii roskinn maður * * * Frá Nelson, B. C., hárust þær fréttir í vikunni eem leið, að þar væru bæði bæjarfangelsið og fylkisfangelsið full af Doukhob- ors, sem teknir hefðu verið fastir fyrir að ganga í stórum hópum um þjóðvegina allsnaktir, karlar, konur og börn. Þetta er engan ve^inn í fyrsta sinn, sem það hef- ir komið fyrir, að Doukhobors hér í landi hafa tekið upp á þeim hjá- kátlega sið, að ganga berir, þeg- ar þeirn mislíkar eitthvað við hitt fólkð, sem býr í nágrenninu, og sérstaklega við lögregluna. Þeir eru frelsisvinir miklir, að þeim finst, og kenna sjálfa sig við frelsið, en þeim finst, eins og reyndar mörgum öðrum, sem mest gala um frelsi og frjálslyndi, að þeir vilja njóta frelsisins fyrir sjálfa sig, en kæra sig kollótta um felsi allra hinna. * ífr * Sá sjaldgæfi, en hræðilegi við- burður kom fyrir á föstudaginn í vikuhni sem leið, að skógarbjörn varð þriggja ára gömlu barni að bana, í grend við Lac du Bonnet hér í fylkinu. Foreldrar barns- ins heita Mr. og Mrs. Fred Gre- goroiciuk og var bóndinn við vinnu sína nokkuð frá heimilinu og fór konan þangað til að færa honum mat, en skildi þrjú börn þeirra eftir í húsinu. Meðan hún var burtu kom björninn og brauzt inn í húsið og tók yngsta barnið, en hin tvö sem eldri voru, sluppu og hlupu til nágrannanna. Nokkru siðar fundust leifar af barninu ekki all-langt frá húsinu. Bandaríkin *‘Ef áfengissalan kemst aftur á í Bandaríkjunum, þá hætti eg iðn- aði þegar í stað,” er ha'ft eftir Henry Ford “Mér væri fjarri skapi, að hafa yfir tvö hundruð búsund verkamenn og borga þeim kaup, sem vínsalan taeki svo frá þeim Eg vildi ekki heldur ekki fá druknum lýð bíla í hendur” * * * Það var sagt, að “Tex” Ricgard ætti að minsta kosti mijón dala, þegar hann dó, og að hann hafi sett hálfa miljón á vöxtu handa dóttur sinni Þetta hefir reknst nokkuð á annan veg, eftir því sem ekkja hans segir H.ún segir, að það sé ekkert nema ímyndun með þessa hálfu miljón, sem dóttirin átti að fá, en sjálf hafi hún feng- ið fimm þúsund dali og geri sér ekki von um meira. Mest af pen. ingum mannsins síns segir hún að hafi verið í skyndilánum hjá ýmsum kunningjum hans, en eng- inn þeirra borgi neitt. «■ * . * Fimm rosknar og ráðnar og vel- metnar konur í Almond, Wis., mistu lífið’ í biílslysi á þriðjudag- inn í vikunni sem leið. Voru þær allar 1 einum bíl og keyrði ein þeirra. Bar þær að járnbrautar- spori og ætluðu þær að keyra hik- laust yfir, en járnbrautarlest bar að með 60 mílna hraka á klukku- stund og raskt á bílinn og möl- braut hann og kastaði honum langar leiðir. Veittu konurnar lestinni ekki eftirtekt, þrátt fyrir það, að annar bill beið við braut- ina, eftir því að járnbrautarlest- in færi fram hjá. * * * í síðastliðnum maímánuði sam- þykti fulltrúadeild Bandaríkja- þingsins ýmsar breytingar á inn- flutningstolla löggjöfinni, sem flestar ganga í þá átt að hækkaj innflutningstollana. Nú hefirj fjánnálanefnd öldungadeildarinn- ar lengi verið að fást við þetta lagafrumvarp, og hafa Senator- arnir gert á því margar breyting- ar, enda nokkurn veginn samið það upp. Ekki er álitið, að það verði vinsælla fyrir þær breyting- ar, hvorki utan lands né innan. Er búist við, að þetta tolllaga- frumvarp, eins og nú er frá því gengið af meiri hluta fjármála- nefndarinnar, mæti afar-harðri mótspyrnu í öldungadeildinni, og það ekki aðeins frá minnihluta- mönnnm og þykir nokkuð óvíst að það nái fram að ganga. * * * í vikunni sem leið fórst fólks- flutningaskip, sem San Juan hét, undan Kyrrahafsströndinni, ekki all-langt frá San Francisco. Vildi slysið þannig til, að skipið rakst á annað skip og sökk þegar. Er tal- ið víst, að þar hafi druknað um 70 manns. * * * Lady Mary Heath, brezk kona, sem fræg er fyrir flugferðir sín- ar, varð fyrir flugslysi í síðustu viku, þegar hún var á flugi yfir borginni Cleveland. Eitthvað bil- aði í flugvélinni, og féll hún nið- ur og lenti á verksmiðjubyggingu og brotnaði bæði þakið á bygging- unni og flugvélin, og Lady Heath meiddist svo mikið, að henni var naumast hugað líf um tíma, en síðustu fréttir hegja, að hún sé á batavegi. Hvaðanæfa Síðustu fréttir frá Jerúsalen segja, að óeirðunum þar og ann ars staðar í Gyðingalandi, milli Araba og Gyðinga, hafi slegið nið- ur, nú í bráðina að minsta kosti. En naumast er við því búist, að þar haldist tryggur friður, því alt af síðan 1917, að Gyðingar fóru fyrir alvöru að setjast að í Palestínu, hafa Arabai* verið af- ar-óánægðir með það, að landið yrði aftur reglulegt Gyðingaland, eins og í gamla daga og hafa leið- togar þeirra harðlega mótmælt því oftar en einu sinni. Þykjast þeir ha'fa fullan rétt til yfirráða í landinu, eftir fimtán hundruð ára veru þar. óeirðir áttu sér stað í Jerúsalem og Jaffa 1920 og 1922, og urðu Bretar þá að skerast í leikinn eins og nú, og ekki ólík- Fyrsta lúterska kirkja Næsta sunnudag, kl. 11 f. h., byrja ensku gúðsþjónusturnar aftur, eftir hlé það, er verið hefir um tveggja mánaða tíma. Óskað er eftir að fólk fjölmenni. Yngri söngflokkur safnaðarins verður til staðar og verður vandað að öllu leyti til guðsþjónustunnar. Sunnudagsskólinn hefst af nýju næsta sunnudag, kl. 3 e.h. Ætlast er til að öll börn, og skólalýður- inn allur, verði til staðar. Eink- um eru kennarar beðnir að láta sig ekki vanta. Kvöld-guðsþjónustur á íslenzku kl. 7, verða áfram með sama hætti og að undanförnu. Með nýrri starfstíð kemur nýr áhugi. Allir limir og vinir safn- aðarins taka nú höndum saman. Velkomið til kristilegrar sam- vinnu, alt lúterskt fólk! B. B. J. legt, að þeir eigi eftir að gera það oft enn. * f * Af 26 þjóðum, sem skýrslur hafa gefið um flugferðir yfir árið 1928, eru Þjóðverjar fremstir og at- hafnamestir, hvað snertir vega- lengd, fjölda farþega og magn vöruflutninga. Næst kemur Can- ada, en Bandaríkjamenn flytja meiri póstflutning með loftförum, en aðrar þjóðir. Mikill eldsvoði í Winnipeg Níu farast og aðrir níu meiðast. Aðfaranótt sunnudagsins, 1. sept., klukkan að ganga þrjú, kviknaði í íbúðarmarghýsinu Med- way Court, á Edmonton stræti, skamt fyrir norðan Portage Ave. Eldsins varð ekki vart, fyr en hann var orðinn syo mikill, að hann var kominn um alla ganga og| stiga í byggingunni, og var fólkið króað í sínum fbúðum og átti þess eins kost, að brjótast út um gluggana, en það er, eins og gefur að skilja, hættulegt mjög, af hinum efri hæðum byggingar- arinnar. Fór hér eins og jafnan, þegar eitthvað þessu líkt kemur fyrir, að flest fólk verður ráða- laust og veit ekki hvað gera skal. Eftir að eldsins varð vart, kom eldliðið mjög flj&tlega og gekk það mjög hraustlega fram í því að bjarga fólkinu, og ná yfirráðum yfir eldinum. Er álitið, að það hafi hepnast jafnvel vonum frem- ur, eins og komið var, en margir höfðu þá fleygt sér út um glugg- ana og ýmist meiðst eða dáið, en aðrir höfðu orðið eld og reyk að bráð. Átta af þeim sem fórust, dóu strax, en einn maður, er fluttur var á spítalann, dó þar skömmu síðar. Þeim, sem meiddust, líður öllum bærilega, og er vonast eft- ir, að þeir nái sér allir aftur. Einn slökkviliðsmaðurinn er í hópi þeirra er meiddust. Það hefir nokkrum sinnum kom- ið fyrir áður, að fólk hefir farist í eldi í Winnipeg, en aldrei eins margt eins og í þetta sinn. Að því leyti, er þetta því stórkostleg- asti eldsvoðinn, sem átt hefir sér stað í þessari borg. Nöfn þeira, er fórust í þessum mikla eldsvoða, eru þau er hér' er hér segir: Mrs. Sarah E. Gaunt, 68 ára. Ralph Weighton, 58 ára. Mrs. Madge Edwards, 34 ára. Marjorie Edwards, 14 ára. Gordon Edwards, 9 ára. Alfred Appleby. Irene Appleby, 11 ára. Mrs. Alfred Butler. William Edwards, 60 ára, dó á mánudaginn á Almenna spítalan- um. Um orsakir eldsins vita menn ekki enn sem komið er, en það er álitið að hann hafi byrjað á neðsta gólfi. Er nú verið að rann- saka alt, sem að þessu voða slysi lýtur. Dr. Richard Beck Samkvæmt bréfi til ritstjóra þessa blaðs, hefir Dr. Richard Beck, tekist á hendur prófessors- embætti í Norðurlandamálum og bókmentum, við háskóla Norður- Dakota ríkis. Mun óhætt mega segja, að Dr. Beck verði þar sanji- arlega á sinni réttu hillu, því hann býr yfir ágætum þekkingar- forða í norrænum fræðum, og hef- ir lagt við þau sérstaka rækt. Verður framtíðarheimili hans í Grand Forks, og þangað hygst hann að flytja þann sjöunda eða áttunda yfirstandandi mánaðar Árna vinir Dr. Becks honum allra heilla í hinni nýju stöðu. Um starf Dr. Becks við Thie College flytur blaðið Record Argus, sem gefið er út í Green ville, einkar lofsamlega ritgerð, lætur í ljós söknuð yfir því að missa hann þaðan, en óskar hon- um jafnframt gæfu og gengis í hans nýja verkahring. Fleiri hlýir straumar Fáir eru víst þeir, sem ekki þykir vænt um hlýleik: alúðlegt viðmót, vingjarnlegt mat á til- raunum þeirra, viðleitni til að létta byrðina, sérhvað það, sem sprottið er af hugarfari velvilar. Fúslega skal við það kannast, að eg er, í þessu efni, í hópi fjöld- ans, mér þykir vænt um alla þá, sem rétta mér og þeim málum, sem eg berst fyrir, hlýja hönd. Ágætur vinur minn sagði mér, að eg ætti ekki í þessu, sem eg skrifa um skólann, að vera að bera fram persónulegt þakklæti frá sjálfum mér. Það má vel vera, að þetta sé rétt, að það komi engum við, hvað persónu- legum tilfinningum mínum líður. Þrátt fyrir þann sannelika, er þó nokkuð erfitt, að verjast því, að “af gnægð hjartans mælir munn- urinn.” Flestum mönnum verður það á, að leyfa tilfinningum sín- um einstöku sinnum útrás. í þetta sinn, hvort sem mér kann að vera það til lasts eða lofs, skal engin tilraun til þess gjörð, að hefta framrás þess, sem mér býr í brjósti. Sízt vil eg dylja nokk- urn þess, að mér þykir vænt um hlýja strauma. Það eru samt eingöngu þeir straumar, sem færa Jóns Bjarna sonar skóla yl, er eg hér tek til íhugunar. Ritstjóri Lögbergs. Fyrst af því, er eg nefni til þessa máls, vil eg þakka ritstjór- anum það, sem hann sagði um skólamálið í greininni “Þjóðrækn- ismál” í næst-síðasta blaði Lög- bergs. Þar er að vísu nefnd að- eins ein hlið skólamálsins, en hún er samt svo mikils verð, að eg fæ ekki séð, hvernig íslenzkir þjóð- ræknisvinir geta gengið fram hjá henni. Eg get vel skilið, að únít- arisk-sinnuðum mönnum falli það ekki, að lútersk trúarbrögð séu kend í skólanum, en þeir verða þó að kannast við það, að skólinn hefir barist fyrir íslenzkri menn- ingu, og þeir mættu vel meta það við oss, ef þeir unna íslenzkum fræðum. Eg þakka ritstjóranum af hjarta hlýleg og, eftir því sem eg fæ séð, sönn orð, í garð skólans, sönn orð um það sem hann vill, það sem hann hefir afkastað og þann stuðning sem honum ber. Dr. Beck. Hann nýtur nú vaxandi viður- kenningar, bæði meðal íslendinga og annara. Rétt nýskeð var með- al annars farið lofsamlegum orð- um um hann í “Sameiningunni”. Bréf frá þessum efnilega Vestur- íslendingi var birt í síðasta blaði Lögbregs. Lýsir hann þar ótvírætt hlýleik sínum til Jóns Bjarnason- ar skóla og þess verks, er hann leitast við að vinna. Vil eg nota tækifærið til að árna honum heilla í hinni nýju stöðu við ríkis- háskóla Norður Dakotaríkis, sem hann nú tekst á hendur. Er það öllum íslendingum fagnaðarefni, hve góðan orðstír á mentabraut- inni hann hefir getið sér. Tryggvi Björnsson. Um þennan efnilega hljómlist- armann hefir þegar verið nokkuð sagt í Lögbergi, hlýlegt og rétt. Hann er samt ekki hljómlistar- maður í þeirri þröngu merkingu, að| hann þekki píanó-hljóma eina, en ekkert þar fyrir utan. Miklu fremur kemur lífið sjálft honum fyrir sjónir sem æðsta hljómlist- in.. Hugsun hans er athugul, frumleg, alvöruþrungin, og þó er óvanalega bjart yfir öllu hugsana- lífi hans. Þeir sem koma á sam- komur hans, fá að heyra fagra tóna frá hljóðfærinu, en þeir fá líka að heyra og sjá persónu, sem gaman og gagn er að kynnast, sem hefir þorað að hugsa sjálfstætt og er óhræddur að segja fólki frá þeim sannleika, er hann hefir grafið upp úr djúpinu. Hann kannast við það gagn, sem hann hafði af því að vera nem- andi í Jóns Bjarnasonar skóla, segir fólki hispurslaust og drengi- lega frá því, og sýndi velvild sína í verki, með því að láta fyrstu samkomu sina í Winnipeg vera til arðs 'fyrir skólann. Hugheil- ustu blessunaróskir vorar fylgja þessum unga manni á lista- og lífsferli hans. Björgvin Guðmundsson. Eitt hið fyrsta, sem hann fram- kvæmdi, er hann kom til Winni þeg, að loknu námi í London, var það, að bjóða söngkenslu, kaup- laust, í Jóns Bjarnasonar skóla. Fyrir það verk, sem hann vann þar síðastliðinn, vetur, hefir hon- u maldrei verið opinberlega þakk- að, en það gjöri eg nú. Þó las- leiki hindraði hann frá því, að vera þar allan veturinn, er eg honum engu síður þakklátur fyr- ir það verk, sem hann vann þar. Tæpast mun Vestur-íslendingum það að fullu ljóst, hvilík feikn af skapandi hljómfegurð Mr. Guð- mundsson á í sál sinni. Hefir láðst að geta. Tvær ágætar vestur -íslenzkar konur heiðruðu skólann síðastlið- inn vetur með heimsókn. önnur þeirra var Mrs. Th. Thordarson frá Fargo, N. Dak., sem kom til Winnipeg til að flytja erindi á þingi Hinna sameinuðu kvenfé- laga. Talaði hún í skóla vorum, af mikilli skarpskygni og alvöru um lífið, eins og það blasir við unga fólkinu. Hin konan var hin góðfræga skáldkona, Mrs. Laura Goodman Salverson. Sagði hún mjög skemtilega frá íyrirlestraferðum sinum og öðru mannfélagsstarfi. Ekki skorti þar heldur alvöru, og er íþað ,elitt bezta veganesti Is- lendsingsins. Enn þá fleiri hlýir straumar. Bréf hefi eg ^fengið frá Séra Carli J. Olson í Wynyard, sem seg- ir frá hlýleik til skólamálsins í Saskatchewan. Ekkja ein í Minneota í Minnes- ota-riki, Mrs. Sigríður Hallgríms- son, er .þolað hefir þungar raun- ir, og nú síðast þá raun að missa uppkominn son hinn og stoð, Jón, í júlí-mánuði á þessu sumri, tek- ur það ráð í sorginni, að vinna eitthvert verk öðrum til aðstoðar. Stofnaði hún til “ice cream” sam- komu á heimili sínu, til arðs fyrir Jóns Bjarnasonar skóla. Mrs. Hallgrímsson var dásamlega studd af fólkinu í þessari tilraun, og nú NÚMER 36 sendir hún skólanum $50, sem arð af samkomunni. Góður guð launi, huggi og blessi. All þessa hlýju strauma, sem nefndir hafa verið, þakka eg af hjarta, og engu síður ótal strauma, alveg eins hlýja, sem eg hefi ekki nefnt. Um leið óska eg þess, að aldrei hætti hlýir straumar að streyma að skóla- málinu. Einn hlýjan straum þrái eg nú mest allra: æskuna sjálfa, með öllum hlýleik sínum, sakleysi, fróðleiksþorsta, ungdómslifi; æsk- una, sem mænir áfram til hins ókomna og ókunna; æskuna, sem fagnar hæfilegu viðfangsefni; æskuna, sem logar af þrá eftir því að skilja og vilja; æskuna, sem þrátt fyrir skammsýni og bresti, er þó að leita hins æðsta góða. Vér þurfum straum nemenda. Eg vildi, að það yrði ekkert sæti autt í skólanum í vetur, en helzt vildi eg að þar yrði alskip- að íslenzkri æsku. Næsta skólaár hefst 18. sept. Árness-söfnuður á heiðurinn af því, að vera fyrsti söfnuður kirkju- félagsins í Canada til að fjöra full skil á sínum hluta í skólasjóð samkvæmt áætlun síðasta kirkju- þings. Hér eftir er bezt, að allir sendi fyrirspurnir og umsóknir á skrif- stofu skólans, 652 Horne St., Win- nipeg. Talsími þar er 38 309. Rúnólfur Marteinsson, skólastjóri. Frá Gimli 'fiwssr Að öllum er eitthvað fundið, og jafnvel að sjálfum kónginum. En enginn er líklega svo ruddalegur, að finna nokkuð að drotningunni; skárri væri það nú ósvífnin! — Nokkrir vinir mínir hafa, bæði munnnlega og skriflega, fundið að því, að eg hafi nú í nokkur skifti, þegar eg hefi sagt frá heimsóknum hér á Betel, ekki get- ið um þá með nöfnum, hverjir hafi haldið ræður, eða talað eitt- hvað 1 sambandi við heimsóknina. Þeir hafa viljað sjá þá hina sömu í anda, um leið og þeir lásu um heimsóknina. Eg er þessum vin- um mínum þakklátur fyrir að- finsluna, og skal nú reyna að bæta þar ráð mitt framvegis, á meðan eg nokkuð segi í blöðunum héðan frá Betel. Nú í dag, þann 29. ágúst, var hér á Betel heimsókn. Kvenfélag Bræðrasafnaðar í Riverton póst- húshéraði, kom hingað fjölment, og eins og vant er um slík félög, með kaffi og tilheyrandi góðgæti. Og fylgdu því eins og vant er nokkrir heiðursgestir bæði til að aðstoða kvenfólkið á leiðinni, og einnig eftir að hingað væri kom- ið.. Varð Mr. S. Sigurðsson kaup- maður í Riverton, fyrstur til að opna samsætið með því að lesa upp ávarp til okkar allra, sem þetta heimili myndum. Og fyrir hönd okkar, fólksins hér, svaraði séra Sig. Ólaf&son, einnig með velvöldum oyðum; og stýrði hann eftir það samkomunni til enda. — Mr. S. Sigurðsson söng einnig. Einsöng sungu þær einnig Miss Austmann og Miss Thorbergson frá Riverton, og tvísöng á eftir. Svo voru af öllum sungin ýms ættjarðarkvæði, sem aldrei fyrn-' ast né leiðast, en einlægt eru ný, eins og hinir fögru og yndislegu morgungeislar sólarinnar, og blíðu og unaðslegu kveldskuggar henn- ar. — Mrs. S. Sigurðsson spilaði fyrir allri söngskemtuninni, snild- arlega eins og vant er. Kl. 2 kom kvenfélagið, eða heimsóknarfólk- ið; en kl. 6 að kveldi fór það aft- ur. — Og þökkum við öll hér á Betel þessa heimsókn, eins og hinar aðrar ýmsu heimsóknir, kærlega. Þegar Dr. B. J. Brandson bauð okkur öllum heim til sín þann 5. ágúst, sem áður er frá sagt, gat hann þess, að hinn mikilhæfi söngmaður og söngkennari, Mr. Stefán Sölvason, hefði eftir til- mælum sínum ætlað að vera hjá sér þann dag að skemta okkur með harmonikuhljóm, sem myndi vera okkur kær frá ungdómsárun- um. En Mr. Stefán Sölvason var hindraður frá að geta komið þann dag. Svo viku síðar, kom Dr. Brandson með hann hingað heim til Betel, og spilaði Mr. Sölvason á sína (300 dollara) harmoniku svo unaðslega, og undursamlega, mörg þjóðkvæði, lög og söngva, að yndi var á að hlusta. Aldrei var klappað, allir sátu hljóðir, og enginn hávaði neinstaðar frá. Enginn vildi skemma hinar unaðs- legu hljóðöldur, er titrandi og hljómfagrar sveifluðu sér um alt húsið (stofuna sem við vorum í). Þessa skemtun þökkum við hér á Betel þeim báðum, Dr. Brandson og Mrs. S. Sölvason. Þó lengi hafi þessi þakklætisviðurkenning dreg- ist, er hún þá vel meint, eins og hinar ýmsu aðrar þakklætisviður- kenningar frá okkur hér á Betel. Einnig hefi eg verið mintur á eða beðinn, að geta þess, að séra Rún- ólfi Marteinssyni er vel þakkað fyrir að hafa komið hingað til Betel tvisvar, þil að messa, án þess að vera beðinn þess, og ekki viljað taka neitt fyrir það. Gimli, 30. ágúst 1929. J. Briem. KIRKJUMÁLAFUNDUR í Stykkishólmi. Hinn 4. ágúst var haldinn al- mennur kirkjumálafundur í Stykk- ishólmi, og sóttu hann 250—300 manns úr þremur prófastsdæm- um, Snæfellsness, Borgarfjarðar og Barðastrandar. iSjö prestar voru þar, en forsæti á fundinum hafði Árni ÞórariAsson prófastur að Stóra-Hrauni. Fundurinn hófst kl. 1 með guðs- þjónustugerð og prédikaði séra Eiríkur Albertsson á Hesti. En kl. 3 hófust umræður. Foresti byrjaði með því að spyrja fundar- menn hvort þeir mundu vilja greiða atkvæði um þær tillögur er fram kæmi á fundinum og galt allur þorri fundarmanna jákvæði við því. Þá flutti Ólafur Björnsson kaupm. á Akranesi erindi, er hann nefndi “Kirkjan og menningin”, og að því loknu hófust umræður um ýms kirkjumál, og voru eftir- farandi tillögur samþyktar með fjðlda atkvæða: 1. Skylda ríkis við kirkjuna. — Þar sem konungur og ríki hafa tekið í sínar hendur nær alt hið mikla fé, sem íslenzk kirkja hefir að fornu átt, telur fundurinn það sjálfsagða skyldu ríkisins, að búa svo að kirkjunni og starfsmönn- um hennar, að hún fái sem bezt notið sín. 2. Sjálfsforræði kirkjunnar. — Fundurinn telur nauðsynlegt, að héraðsfundir fái meiri íhlutunar- rétt um þau löggjafarmál, er kirkj- una varða, og telur fundurinn því æskilegt, að við hlið biskups sé sett kirkjuráð, sem eigi tillögurétt og ráðgjafaratkvæði um þau lög- gjafarmál, er kirkjuna varða, áð- ur en þau verða að lögum. 3. Skipun prestakalla. — Eftir- farandi tillaga kom frá Guðbrandi Sigurðssyni hreppstjóra á Svelgsá og var samþ.: Almennur kirkjumálafundur í Stykkishólmi 4. ágúst 1929 skorar á Alþingi að breyta í engu núver- andi skipun prestakalla, svo framt að safnaðarfundir og héraðsfund- ir samþykki það ekki. ^ViðbótartilÍaga kom fram frá Jóni Vigfússyni Hjaltalin í Brokey og var samþ.: Jafnframt skorar fundurinn á kirkjustjórnina að auglýsa nú þeg- ar laust til umsóknar Breiðaból- staðarpresetakall á Skógarströnd og taki prestur sá, er brauðið er veitt, jafnframt að sér fræðslu barna í prestakallinu. 4. Kristindómsfræðsla. — Fund- urinn telur æskilegt að prestar landsins leggi meiri rækt við kristindómsfræðslu barna en víða mun nú vera. Fleiri tillögur komu ekki fram. Kl. 8 um kvöldið flutti séra Þorsteinn Briem á Akranesi kristi- legt prindi, er hann nefndi ‘Augna- blikið.’ Fundurinn fór hið bezta fram og var áhugi manna mikill fyrir þeim málefnum, sem þar voru rædd. — Mgbl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.