Lögberg - 05.09.1929, Blaðsíða 3

Lögberg - 05.09.1929, Blaðsíða 3
LÖtGRERG, FIMTUDAGINN 5. SEPTE'MBER 1929. Bls. 3. Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN [ Fyrir börn og unglinga Á víðavangi Einn þessi heiti dagur er nú að kvöldi kominn. Það er gott að fá sór göngu í kvöldsvalanum. — Leiðin liggur út í liagann. Jörðin er afar þur. Grasið er brevskjað. Það þyrlast upp moldar- mökkur við livert spor. Hestar hafa dreift sér um hagann hér og þar; sumir eru að bíta, aðrir hafa lagst til hvíldar. Sumir eru að snöltra um sneggjuna, og stefna þangað, sem þeim sýnist grasið meira; en þegar þangað kemur, reynist alt blekking. Það eru illgresis-stangir, sem skapa umliverfið þar, en sýnast grænar og girnilegar í fjarlægð. Það er gripið í tómt, þegar komið er nær. Það er eins og náttúran sé að draga mynd af lífinu. Hún snýr iðulega liinum björtu 'draummyndum upp í “vökutár.” Ferðinni er haldið áfram. Næst kemur að tveimur hestum, sem eru einir sér, en þó dálítið bil á milli. Annar hesturinn liggur. Eg gef af mér hljóð tvisvar eða þrisvar. Væntanlega vaknar hann og istekkur upp með fáti. Hann hvílir með flipann á jörðinni og sefur vært. Ef til vill er hann að dreyma um horfna æskudaga. Eg vil ekki vekja hann. Það má vel unna hon- um æskudraumanna. Ef til vill er hann nú á ferðalagi á ný við lilið móður sinnar, um grængresishagana, vest- ur við fjöllin? Er hann í kapphlaupi með leik- bræðmm sínum um hina sléttu völlu, ör og á- hyggjulaus? Eða er hann staddur á strönd- inni, þar sem sjórinn minnir á hjartaslög nátt- úrunnar með sí-kvika hreyfingu? og þar sem liafviðrið leikur um fax og ennistopp, og þar sem brimliljóðið leikur við evra nótt og dag? Eða, er hann suður á sléttunum,- þar sem grasið er blágrænt og kjarngott, og alt af er hlýtt ? Eða er hann að dreyma um það, þegar mað- urinn með stóra hattinn kom, sem smeygði lykkju um hálsinn á honum og tók hann með sép nauðugan? Eða þegar hann var látinn vera með öðr- um hes.tum, öllum ókunnugum, sem bitu liann og- slógu, og léku hann illa a margan hátt? Og svo kom reynslutíminn þungi, þegar hann var beizlaður og spentur í aktýgi og lát- inn draga þung æki, þyrstur og svangur; og varð oft að standa kaldur yfir litlu og lélegu fóðri. Og enginn til að taka svari hans; eng- inn, sem; vildi hjúkra honum, þó honum liði illa. Enginn mundi nú eftir honum, nema þeg- ar hann átti ^ið vinna. — Já, hann man tvenn- ar tíðirnar, hesturinn þessi. En gott er nú að geta dre\Tnt æskutíðina, bjarta og margþráða. Það er þó stundum hugsvölun — svölun lík- ama og sál. — Eg laumast hægt og hljóðlega, svo eg veki hann ekki. Hinn félaginn stendur og horfir út í blá- inn, eins og hann sé að vaka yfir víni sínum. Hann er horaður og lúalegur, en sterklegur, með hvita afturfætur. Hann horfir með ein- konnileg'u svipleysi, sem er einkenni margra hesta her í landi. Hann gefur því lítinn gaum, þó eg klappi honum á makkann; virðist þó S(1gja : “Þökk fyrir, maðurminn. ” Næst er komið að moldarhaugum. Maur- arnir liafa sótt moldina niður í jörðina og flutt hana upp á yfirborðið. Þeir hafa lagt mikið á sig, verið gi’immir við sjálfa sig. Svo tekur vindurinn það, og fer með það sína leið. Sjálf- ir ganga þeir til moldar, án þess að njóta arðs af stritinu öllu. Vesalingamir! Hvað þetta er líkt frænd- um ykkar, mönnunum! Þeir gjöra hávaðann um hégómann, og safna í hrúgur, en enginn veit hver það hlýtur! Ganga svo allslausir fra þyðingarlausu striti. Og aiinai tekur allan arðinn; sa er sízt skvldi. • Það er margt líkt með skvldum. Það er komið undir sólarlag. _ Vesturloftið er þakið logagyltri netju, með \stónim glufum. í norðri eru alls konar hrika- myndir. Stór-skörðóttir fjallakambar blasa við, með liáum, logandi tindum og með djúpum, dimm- bláum giljum, og ægilegum gjám og skörðum. Það sézt til skipaferða. Það sézt all-stór snekkja á ferð; hún fer all-hratt; ]>að er varningur um borð og menn margir. Næht kemur dálítill “kúttari”, með sömu stefnu. Haun er sterklegur og gangleg- ur og dreg'ur upp á snekkjuna. 'Bæði hverfa skipin á bak við dimrnan skýjabakka. Nlæst ber fyrir mynd af einhverri stórri skepnu. Það er sýnilega stór broddgöltur, sem faerist í aukana og líkist stóreflis vísundi. Hann setur sig í hnút, og rennir sér inn í Jimma skýjabakkann, og er þegar horfinn. Til vinstri liandar er stór mannþyrping. Þessi mynd er svo eðlileg, að hún vekur ótta- fulla undrun. Menn fara að tínast út úr hópn- llm, einn og einn; liverfa eins og á* bak við leiktjald. Einn stendur eftir. Hann hneigir sig og líður á eftir liinum. Sýnin hverfur. Sólin hverfur niður fyrir sjóndeildarhring inn. Eldlegar tungur dreifa sér ]>aðan, sem iún hvarf. Það er síðasta kVeðja hennar þann daginn, og dagurinn heldur í humátt á eftir. — Myrkrið legst yfir og engill svefnsins dreif- lr sáði sínu yfir jörðina. S. S. C. LEIÐID Á SKOTLANDSHEIDUM. Einu sinni voru tveir menn á ferð á lieiðun- um á Skotlandi, nálægt stað, sem “Konungs- runnur” heitir. Þeir voru gangandi og farnir að ])revtast; þei,r komu sér því saman um, að setjast niður og hvíla sig; einkennilegar þúfur voru þar, sem þeir námu staðar, og voru þær þannig í röð, að fjöldamargar smáþúfur voru í þremur hringmynduðum röðum hvorum utan um annan, en ein þúfa talsvert stærri inni í miðjum insta hringnum; férðamennirnir sett- ust sinn á hvora þúfu í yzta liringnum. Menn- irnir hétu Jón og Pétur. “Hvernig skyldi standa á þessum þúfna- röðum?” spurði Jón. “Það er nú saga að segja frá því,” svaraði Pétur. “Eg var einu sinni á ferð hérna áður fyrir löngu og tók eftir þessum þúfum; þá var amma mín 92 ára; hún er dáin núna. Hún * sagði mér hvernig stæði á þessum þúfum; sag- an er svona: Þegar George þriðji var konungur á Eng- landi, bjó voldugur stóreignamaður í Exeter- héraði. Hann hét Frederic Sehvyn. Hann átti aðeins eitt barn, frábærlega fagra dóttur, sem María hét. Bæði vegna ])ess, hversu falleg og skemtileg María vai’, og líka sökum þess, að' hún átti í vændum að erfa allar eigmir föður síns, festi svo að segja hver einasti ungur heldrimaður hug á henni. Faðir hennar hafði strengt þess lieit, að hún skyldi annað hvort aldrei giffast eða maðurinn hennar skyldi verða bæði stórríkur, voldugur og af háum ættum. Þetta, hafði hann sagt dóttur sinni, en hún hafði látið eins og hún heyrði það ekki. Sannléikurinn var sá, að María var búin að velja sér mannsefni; hún var levnilega trúlof- uð fátækum fjármanni, góðum og skemtilegum. Hún var vön að fara fvrir dögun á morgnana, þegar aðrir sváfu, og mæta unnusta sínum iiti í haga, þar -sem hann gætti sauðfjárins. Svo vildi þannig til einn morgun, að faðir Maríu fór fyr á fætur, en venjulega, og hann sá Maríu og piltinn hennar sitja saman undir þyrnirunni. Af þessu varð hann alveg hamslaús af reiði; hann lét taka piltinn og misþyrma honum svo, að hann var nær dauða en lífi. En María vissi ekki um þetta, því faðir hennar lét ekki á neinu l)era, og hún vissi ekki, að hann hafði séð þau. Hún fór því næsta morgun að finna piltinn, eins og hún var vön. En þegar liún kom ]>angað, sem þau áttu að mætast, lá hann þar og var að deyja. “Eg á ekkert til, nema kindurnar mínar,” sagði hann; “en mér þykir fjarska vænt um þær og eg trúi engum fyrir þeim nema þér”. — Um leið og hann sagði þetta, dó hann. María varð alveg utan við sig af sorg; faðir hennar lokaði liana inni og rak kindurnar í burtu. En hún komst út, strauk í burtu og ráf- aði til og frá um England í einhverri leiðslu. Og hvar sem hún fór, fvlgdu kindurnar lienni. Laksins ráfaði liún yfir landamærin og inn i í Skotland; og kindurnar eltu hana þangað. Eftir að hún hafði sveimað þar til og frá um tíma, dó hún af þreytu og sorg á heiðinni skamt frá konungsbrunni. Þegar kindurnar sáu, að liún var dáin, neyttu þær hvorki matar né drykkjar. María var grafin á heiðinni, þar sem hún dó og kindurnar lögðust umhverfis leiðið hennar og lágu þar þangað til þær allar dóu úr hungri og þorsta. Brjóstgóður skozkur Ixíndi liafði fært ]>eim bæði vatn og hey, en þær feng- ust ekki til að snerta það. Þegar kindurnar voru svo allar dánar, tók skozki bóndinn sig til og gróf þær allar í kring um leiðið hennar Maríu. Þúfnaraðirnar, sem þú sérð, eru leiðin þeirra, en stóra þúfan innan í insta hringnum er leiðið hennar Maríu; kindurnar hennar halda þar þrefaldan vörð í kring um hana.’ Sig. Júl. Jóh. þýddi og færði í letur. NÆTURGESTUR. Það glaðnaði yfir okkur Trvggva, ]>egar Árn frá Dal kom um hádegisbilið, að heim- sækja okkur. Hann var að vísu sendur, og hafði brýnt erindi; en við vonuðum samt, að hann gæfi sér tíma til að koma í glímu við okk- ur, fvrst hann kom svona snemma. Eg er ekki að orðlengja það. Við vorum að ólmast og leika okkur fram á miðaftan. Nú fer samvizkan að vakna hjá Arna. Heim \dldi hann fvrir hvern mun komast og ])að undir eins. Hami kvaddi alt fólkið, og við Trvggvi fvlgdum honum út fvrir túngarðinn; en sárt þótti okkur að missa Árna svona snemma, því að aldrei fengum við nóg af á- flogunum. Við óskuðum svo innilega í huganum, að Arni yrði nú næturgestur á Lækjamóti, því að þá var hægt að glíma fram á háttatíma, og gera svo hver öðrum rúmrusk , þegar búið væri að slökkva ljósið. Við þorðum varla að minnast á slíkt, enda fór Árni að kveðja okkur; en dap- ur var hann á svipimi; vel hefði hann getað þegið, að koma í eina bröndótta enn þá. Árni var að snúa við okkur bakinu, þegar . Trvggvi loksins lierti upp hugann og mælti: “Það yrði nú svo sem ekkert hraett um þig, fólkið í Dal, þó að þú kæmir ekki heim í kvöld.” “Eg gæti ekki afsakað mig með neinu, ef eg kem ekki heim í kvöld, fyrst veðrið þurfti endilega að vera svona gott, eimnitt núna,” svaraði Árni gramur í geði. Síðan labbaði hann upp holtin, en við Tryggvi stukkum inn fvrir túngarðinn. Við vorum á leiðinni heim túnið, þegar við veittum því eftirteækt, að nokkur snajjvorn féllu á herðarnar á okkur. Við fórum að góna upp í loftið, en ])á settist blessuð skæðadríf- an á nefið á okkur og vangana. “Ósköp er að hugsa til þess, að auminginn hann Arni skuli vera úti í þessu veðri! Eigum við ekki að kalla á eftir honum og biðja hann að snúa við ?” spurði eg og deplaði augunum framan í Trygg\ra. “Jú, það væri gustuk-” svaraði Trvggvi í meðaumkunarróm. Við lilupum nú aftur út túnið og stukkum upp á túngarðinn. Síðan fórum við að æp.a á eftir Arna og veifa húf- unum okkar. “Árni, Arni! Ertu alveg genginn af vit- inu, drengur ? Þú hlýtur að vera bráðfeigur! Ætlarðu virkilega að flana út í þetta veður?” Svona létum við dæluna ganga, þangað til Árni leit við. Fyrst stóð liann kyr í söinu sporum dálitla stund, svo kom hann hlaupandi í einum spretti. “Nei, eg er ekki að stofna mér í þann 'háska að óþörfu!” sagði Árni, um leið og hann varp- aði sér inn fyrir túngarðinn og tók mig glímutökum. Árni svaf eins og steinn morguninn eftir, * ])egar Daníel frá Dal kom til að leita að honurp dauðaleit. “IJvers vegna komstu ekki liéim í gær, í þessu inndæla veðri?” spurði Daníel, þegar liann var búinn að vekja Árna. “Það var nú ekki fvrir börn, að flana út í slíkt veður!” svaraði Árni, með stírurnar í augunum. — Rernska-n. ÖSKUDAGURINN. Eg ,sá ekkert nema hvíta hringiðuna, þegar eg rak nefið út í bæjardymar á Þverá, því það var moldbylur. “Það verður skemtilegur öskudagur að tarna, eða liitt ])ó lieldur,” hugsaði eg og- labb- aði inn göngin í illu skapi. “Hver er að flangsa í mig?” nöldraði eg, og leit við; mér fanst einhver koma við mig. ‘ ‘ Það hefir ekki verið neitt,” hugsaði eg, þegar eg sá engan; svo liélt eg áfram inn í baðstofuna. “Hæ, gaman, gaman, ha, ha, ha!” liló Jenny, þegar eg sneri mér við, til að láta aftur bað- stofu’hurðina. “Því læturðu svona, Jennv?” spurði eg livatlega. “Það er öskupoki aftan í þér,” svaraði Jenny, og ætlaði alveg að springa af hlátri. “Þú ert að skrökva,” sagði eg og gekk nú snúðugt inn gólfið. “Víst er það satt,” sagði Guðný, sem kom nú hlæjandi inn. “Eg hengdi öskupoka aftan í hann, þegar liann var á leiðinni inn göngin. ” “Þetta skaltu fá borgað,” sagði eg og leit íbvgginn til Guðnýjar. “Góði, bezti, lofaðu. mér að taka öskupok- ann aftan úr þér; eg ætla að kasta honum þarna langt inn undir rúm,” sagði Jenny, svo -ósköp sakleysisleg, um leið og hún læddist aftan að mér. “ Jæja, Jennv mín, þú ert æfinlega eins góð við mig, ” svaraði eg. Jenny tók öskupokann úr jakka mínum og sýndi mér hvar hún kastaði honum undir rúm- ið. Þó skömm sé frá að segja, þá liengdi eg nú reyndar einn steinpoka í kjólinn liennar, um leið og hún sneri við mér bakinu. Húsmóðirin var að skamta, þegar eg kom fram í búrið. Það stóð heima, þegar eg var ný- búinn að lauma. smásteini ofan í eina skálina, ])á kom Guðný, og bar liana inn. Eg hljóp inn á eftir henni, og veiddi steininn upp úr skálinni m(>ð spæninu mmínum. “Nú launaði eg þér lambið gráa,” sagði eg hróðugur, um leið og eg sýndi Guðnýju steininn. » ■‘Eg held mér ,sé sama,” svaraði Guðný, og varð alt í einu svo ósköp sakleyisleg á svip. “En það er ljótt að sjá jakkann þinn; lofaðu mér að dusta af honum rykið!” “Nei, það verður nú ekki af því. Eg er nú eldri en tvævetur,” sagði eg, og gekk aftur á liak út að glugganum. “ Jæja, Jenny mín, af því þú vars't sva góð, að losa mig við öskupokann áðan, þá ætla eg ekki að láta þig flækjast lengur með steinpok- ann, sem hangir í kjólnum þínum.” Eg leit nú kímnislega til Jennyjar. “Þá ætla eg ekki að láta þig dingla lengur mað öskupokann, sem hangir í jakkaíium þín- um,” svaraði Jenny glettnislega. Hún hafði sem sé liengt annan öskupoka aft- an í mig, þegar hún þóttist af hjártagæzku vera að losa mig \nð hinn. “Mér var þá nær að hlus’ta ekki á fagurgal- ann í henni,” hugsaði eg. Síðan ]>reif eg ösku- pokann aftan úr mér, og ka.staði honum svo liart á gólfið, að askan þyrlaðist út frá honurn í allar áttir. — Bernskan. Hundurinn og úlfurinn. 1 lfur kom að hundi, þar sem liann lá sof- andi fyrir utan garðdyr húsbónda síns. Ætl- aði úlfurinn þegar í stað að rífa hundinn í sig, Professional Cards ___>OC!r!\Or~—>Q<~~~~>rw— <=>OGH>OCZ>OC=>0 DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Qraham og- Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tímar: 2—3 Heimili 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. H. A. BERGMAN ísl. lögfræðingur. Skrihntafa: Roora 811 MoArthtw Bullding, Portag* Avo. P.O. Box 1666 Phoneo: 26 849 og 2« 84« LINDAL, BUHR &STEFÁNSS0N lalenzkir lögfræðingar. 366 Main St. TaLs.: 24 968 Pelr hafa elnnig okrlfotofur aS Lundar, Riverton, Qimli og Plnay og eru þar a8 hltta á eftlrfylgj- andi tlmum: Lundar: Fyrsta miðvikudag, Riverton: Fyrsta flmtudag, Qlmli: í yTsta miðvikudag. Piney: priBja fðstudag t hverjum mfinuB! DR 0. BJORNSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—3 Heimill: 764 Victor St., Phone: 27 686 Winnipeg, Manitoba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Qraham og Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Office Hours: 3—6 Heimili: 921 Sherburn St. Winnipeg, Manitoba. J. Rsgnar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) tslenzkur lögmaður. Rosevear, Rutherford, Mcln- tosh & Johnson. 910-911 Electric Railw. Cmbrs. Winnipeg, Canada Sinii: 23 082 Heima: 71 753 Cable Address: Roscum DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdðma,—Er a8 hitta kl. 10-12 f. h. og 2-6 e. h. Heimlll: 373 River Ave. Tals.: 42 691 JOSEPII T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Mining Exchange Bldg. Main St. south of Portage Phone: 22 768 DR. A. BLONDAL Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjökdðma. Er a8 hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 Victor St. Sími: 28 180 G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lögfræðingur Skrfstofa: 702 Confederation Life Building Main St. gegnt City Hall Phone: 24 587 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. A. C. JOHNSON #07 Confcderatlon U(t Mlrt#. WINNIPKG Annast um fasteignir manna. Tek- ur að sér aS fi.va.xta sparifé fðlks. Selur eldsábyrgS og bifreiða fibyrgS- lr. Skriflegum fyrirspurnum svarað samstundls. Skrifstofustml: 24 263 Helmastmi: 33 328 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 París Bldg. Winnipeg Fasteignasalar. Leigja hús. Útvega peningalán og elds- ábyrgð af öllu tagi. Phone 26 349 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke Su Selur llkklatur og annast una Ot- fartr. Allur útbúnaSur s4 beatft. Ennframur selur h&nn allsketiar minnlsvarSa og legatelna. Skrifstofu tals. 86 607 Hetmills Tals.: >8 808 Residence Office Phone 24 206 Phone 24 963 E. G. BALDWINSON, LL.B. fslenzkur lögfræðingur 708 Mitning Exchange 356 Main St. Winnipeg ALLAR TEGUNDIR FLUTN- INGA. Nú er veturjnn genginn I garð, og ættuð þér því að leita til mln, þegar þér þurfið á kolum og við að halda. JAKOB F. BJARNASON 668 Alverstone. Síml 71 89® DR. S. J. JÓHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur. Til viðtals kl. 11 f.h. til 4 e.h. og frá 6—8 að kveldinu. Sherbum St. 532 Sími 30 877 Dr. C. H. VR0MAN Tannlæknir 605 Boyd Buildlng Phons 1« 1T1 WINNIPEQ. G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street GÞriðja hús norðan við Sarg.) PHONE: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 í. h. og kl. 8—5 e. h. ÞJOÐLEGASTA Kaffi- og Mat-söluhúsið aem þeesl borg hofir nokkurn tíms haft (hmw Tébanda slnns. Fyrlrtaka mfi-ltlSir, ekyr, pðnnu kökur, ruilupydsa og þjðSrækalB- kaffi. — Utanbæj&rmenn ffi «6. kva.lv fyrst hressingu & WETEL CAFE, B»2 Sargont An CHml: B-3197. Rooney Stevens. etgandi. DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 545. Winnipeg SIMPS0N TRANSFER Versla moS egg-fi-dag hænsnafðSur. Annast einnlg um allar tegundlr flutnlnga. 681 Arlington St., Winnipeg en hundurinn dauðhræddur, grátbændi hann . þessum orðum: “Fyrir alla guðs muni, sleptu mér í dag, því nú er eg svo rvttulegur og mag- ur, að ekki tekur því að éta mig, en að tveimur eða þremur dögum liðnum átendur til brúð- kaupsveizla mikil á heimilinu og mun eg þá troðfylla mig; liafðu því aðeins þolinmæði þessa dagana. Eftir þann tíma verð eg ágæt máltíð lianda þér.” trlfinum þótti þetta þjóðráð og ásetti séj’ að bíða. Kom hann svo að húsinu eftir nokkra daga til að skygnast eftir hund- inum, og er hann kom auga á liann, þá kallaði hann til lians og minti hann á, liverju liann hefði lofað sér, en liundurinn svaraði að innan geltandi: “Heyrðu, vinur! ef þú hi'ttir mig aftur sofandi fyrir utan dyrnar, þá bíddu ekki í annað sinn þangað til brúðkaupið er um garð gengið.”— Stgr. Th. þýddi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.