Lögberg - 19.09.1929, Blaðsíða 1
42 ARGANGUR
WÍN.MIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 19. SEPTEMBER 1929
NOMER 38
S?o<=
y
f
Helztu heims-fréttir
Canada
Manitoba hveiti hefir nú verið
sent af stað til Englands, Hud-
sons flóa leiðina, í fyrsta sinn.
Var það gert í vikunni sem leið
og það er Hudsons Bay félagið,
sem hveitið flytur, og er það flutt
á skipi félaginu tilheyrandi, sem
Ungava heitir. Þótti það vel við
eiga, að þetta gamla félag, sem
stundað hefir verzlun og vöru-
flutning í Vestur-Canada í hálfa
þriðju öld, yrði til þess að flytja
fyrsta hveitið, sem flutt er frá
Canada til Evrópu' Hudsons flóa
leiðina. Félagið, sem hveiti þetta
sendi, er James Richardson and
Sons, Limited. Hér er ekki um
skipsfarm að ræða, heldur aðeins
2,000 pund af allra bezta hveiti
frá Manitoba, í þúsund smápok-
um, en þetta er í fyrsta sinn, sem
hveiti er sent Hudsonsflóa leið-
ina frá Vestur-Canada til Evrópu
og verður þess vegna sjálfsagt
lengi getið.
* * * *
Vinnusamningar milli sambands-
stjórnarinnar og Sir Henry Thorn-
ton ganga úr gilÖi innan fárra
vikna. Hefir Hon. Charles Dun-
ning, járnbrauta ráðherra, látið
þess getið, að samningarnir yrðu
endurnýjaðir. Laun þau, sem Sir
Henry nú fær, eru $65,000 á ári
og þar að auki $10,000 til ferða-
kostnaðar. Þegar samningarnir
eru endumýjaðir, er búist við að
launin verði eitthvað töluvert
hærri, en ferðákostnaðurinn verði
kannske afnuminn.
* * *
Tóluverð óánægja á sér stað í
Manitoba, út af sköttum, sem
bæirnir og sveitirnar verða að
borga til fylkisþarfa, og fór nefnd
manna í vikunni sem leið, á fund
stjórnarinnar til að bera fram við
hana umkvartanir sínar í þessu
efni. Það veittist þessum mönn-
um, sem á fund stjórnarinnar
fóru, ekki erfitt að sýna fram á,
að skattarnir væru háir og að
sveitafélögunum og bæjafélögum
væri all-erfitt að mæta þeim. Hitt
var þrautin þyngri, að benda á
ráð til að minka skattana, eða að
jafna þeim niður, svo að sann-
gjarnara sé en nú er, enda varð
heldur lítið úr því, að svo komnu
máli, að minsta kosti. Bracken
forsætisráðherra benti á, að með-
an alt af væri krafist meiri og
meiri útgjalda af fylkisstjórninni,
þá yrðu skattarnir að sjálfsögðu
að hækka að sama skapi, og að
tekjulindir fylkisins væru ekki
margskonar. Hins vegar væri
sjálfsagt, að jafna sköttunum nið-
ur eins sanngjarnlega og hægt
væri. Gerði hann ráð fyrir að
skipa sérstaka nefnd manna til að
athuga þetta mál og koma fram
með tillögur fyrir næsta þing.
* * *
Hon. Robert Forke ráðherra,
sagði, er hann var staddur hér í
Winnipeg í vikunni sem leið, að
almennar sambandskosnirígar
mundu væntanlega fram fara eft-
ir svo sem 13 til 15 mánuði. Eftir
því að dæma, má vænta þeirra
«inhvern tíma næsta haust.
* * *
C. P. R. félagið hefir fullgert
865 mílur af nýjum járnbrautum
I Vestur-Canada frá 15. júní til
16. september.
* * *
í Saskatoon er hin mesta varp-
hæna, sem sögur fara af. Hún
hefir verpt 358 ekkjum á 365 dög-
um,. Þykist enginn vita nokkur
dæmi til, að nokkur fugl af
nokkru tagi hafi verpt slíkum
eFgjafjölda a einu ári. Þessi
mikla varphæna á systur, sem
stendur henni ekki langt að baki.
Hún er búin að verpa 304 eggjum
o? á 21 dag eftir af árinu.
* * *
í Canada eru 64,121 mílur af
mölbornum eða asfalts keyrslu-
brautum, allra veðra vegum, eins
e8 þessar brautir eru stundum
nefndar. Hafa 35 per cent. af
bessum keyrslubrautum verið
bygðar á síðastliðnum þremur ár-
um, og sýnist því Canada halda
býsna vel í horfinu við aukinn
bílafjölda og ferðamanna straum.
Árið 1928 voru bygðar 8,610 míl-
ur af keyrsluvegum og þar af 6,156
allra veðra vegir, og kostuðu þess-
ar brautir alls $38,912,029, en ná-
lega nítján miljónir dala fóru til
viðhalds.
* * *
Fylkisþingið í Ontario hefir
verið rofið og fara almennar kosn-
ingar fram þar hinn 30. október
næstkomandi, en útnefningar hinn
19. október. Hefir Howard Fergu-
son forsætisráðherra, gefið út
boðskap til fólksins með nokkrum
álitlegum fyrirheitum, og er þar
sérstaklega átt við bændurna. Á
að lækka verð til mikilla muna á
raforku, sem þeir nota, og einnig
veita þeim lán með þægilegum
kjörum, svo þeir eigi þægilegra
með að nota sér raforkuna sem
bezt. Ýmieslegt fleira á að gera
bændunum til þæginda. Þá verða
og stjórnarleyfi, sem bílaeigend-
ur þurfa að kaupa, færð niður um
helming eða þar um bil og er gert
ráð fyrir, að leyfisbréfin verði
hér eftir seld fyrir $5, $10-og $20.
-—íhaldsflokkurinn hefir verið í;
miklum meiri hluta á þinginu síð-
an við síðustu kosningar, 1926, og j
hafði þegar þingið nú var leyst j
upp, 77 þingmenn af 112, sem sæti
eiga á þinginu. Hafa unnið tvö i
þingsæti af framsóknarmönnum i
aukakosningum síðan 1926, og |
einn verkamanna þingmaður, sem
kosinn var þá, er nú talinn með í- j
haldsmönnum. Það er búist við
að kosningar þessar verði sóttar j
af all-miklu kappi. W. E. N. Sin- j
clair heitir hann, foringi frjáls-1
l.vnda flokksins í Ontario, og hef- j
ir hann farið víða um fylkið í \
sumar og flutt ræður, og er sagt,!
að hann láti mikið til sín taka. En j
frjálslyndi flokkurinn hefir löng-1
um átt erfitt uppdráttar í Ontario
og á svo líklega enn.
* * *
Hveitiframleiðslan 1928.
'Endurskoðað yfirlit, frá Hag-
stofu sambandsstjórnarinnar:
Fylki: Mælatal:
Prfnce Edw. Island 498,000
Nova Scotia 113,800
New Brunswick 157,900
Quebec
Ontario 18,948,300
Manitoba ... 52,383,000
Saskatchewan ...321,215,000
Alberta ...171,000,000
British Columbia ... 1,481,000
566,726,000
Bandaríkin
Hoover forseti hefir skipað
John W. Garrett, fjármála- og
stjórnmálamann frá Baltimore,
sendiherra til ítalíu. Tekur hann
við embætti af Henry P. Fletcher,
sem hefir sagt af sér.
# # •
Aðal umboðsmaður vínbanns-
laganna, James M. Doran, segir,
að hvað brotum gegn þeim við-
víkur, þá sé smátt og smátt að
draga úr þeim og það sé að verða
viðráðanlegra að framfylgja þeim
heldur en verið hafi, og ástandið
hvað þau snertir, sé nú betra en
það hefir nokkurn tíma verið,
síðan Volstead lögin gengu í
gildi.
* * *
Snemma í þessum mánuði fórst
loftskipið City of San Francisco,
með þrem skipverjum og fimm
farþegum. Fanst loftskipið nokkru
seinna í suðurhlíð fjallsins Mount
Taylor í New Mexico og mennirn-
ir allir dánir.
add Bandaríkin
* # *
Ákafir skógareldar hafa geng-
ið í Oregonríkinu undanfarna
daga og gert ákaflegan ska?a og
hefir fólkið sumstaðar orðið að
flýja bygðir og bæi, til að forða
lífinu. Á sumum stöðum í ríkinu
og einnig í Washington ríkinu
hafa skógareldar gengið nú all-
Kosinn í einu hljóði forseti lögfræðinga-
félags Manitobafylkis
■* Hjálmar A. Bergman, K. C.
Á ársþingi lögfræðingafélags
Manitoba-fylkis, höldnu hér í
borginni, var hinn íslenzki, mikils-
metni lögmaður, hr. Hjálmar A.
Bergman, K. C., kosinn tiil forseta
í þessu volduga félagi þann 13. þ.
m., fyrir næsta starfsár. Fór
kosning hr. Bergmans fram í einu
hljóði.
Hr. Hjálmar A.. Bergman, er
fyrsti íslendingurinn vestra, er
orðið hefir slíkrar virðingar að-
njótandi, er hér um ræðir. Er
þessi verðskuldaða viðurkenning
talandi vottur um það, hvers álits
hr. Bergman nýtur meðal stéttar-
bræðra sinna, því aðeins úrvals-
menn geta aflað sér slíks trausts.
Að viðurkenning sú, er við þetta
tækifæri hefir fallið hr. Hjálmari
A. Bergman í skaut, hljóti að vekja
almennan fögnuð meðal Vestur-
íslendinga, þarf tæpast að efa.
Sæmd hans er þeirra sæmd, og
sigur hans þeirra sigur. Þegar
einhver ættbræðra vorra hefur
sig til háflugs yfir flatneskju
meðalmenskunnar, er ástæða til
að fagna, því þar er um veruleg-
an þjóðernisgróða að ræða.
Hr. Hjálmar Bertrman, er
andlegur afburðamaður, vitur,
ráðsnjall, og starfsmaður langt
fram yfir það, sem alment ger-
ist. Hann er enn maður á bezta
aldri, innan við fimtugt, og
á þarafleiðandi eftir, endist hon-
um heilsa og líf, að vinna sína
mestu sigra, sjálfum sér og þjóð-
flokki vorum til sæmdar.
Samgleðjumst vér hr. Bergman
og fjölskyldu hans, yfir þessari
nýju sæmdarviðurkenningu.
lengi, en hafa magnast mjög síð-
ustu dagana. Upp til þessa tíma
hafa þeir orðið 11 manneskjum að
bana. Einnig hafa ákafir eldar
gengið 1 Californíu, og er álitið að
þeir hafi gert $2,500,000 skaða.
Hvaðanæfa
Fyrir ekki all-löngu breyttu
Norðmenn nafninu á höfuðborg
sinni Christianíu og nefndu hana
ósló, eins og staðurinn hét til
forna. Nú hafa þeir gert Þránd-
heimi sömu skil, og á borgin að
heita Niðarós eftir næstu áramót
og hefir Stórþingið samþykt að
svo skuli vera. En Þrándheims-
búar ern ekki nærri ánægðir með
þetta, og þykir þeim Niðarós ljótt
nafn og leiðinlegt. Héldu þeir
fyrir skömmu mótmælafund und-
ir beru lofti, sem sagt er, að hér
um bil helmingurinn af bæjarbú-
um hafi tekið þátt í. Fundurinn
hepnaðist ekki sem bezt, því fund-
ardaginn var stórrigning. En
sumir fundarmenn létu mótmæli
sín í ljós með því, að brjóta
nokkra glugga og gera aðrar ó-
spektir. Sjáilfsagt verða mótmæli
Þrándheimsbúa að engu höfð og
eru Norðmenn að hugsa um að
skifta um nöfn á tveimur bæjum
enn, Bergen og Christiansand, og
taka upp fornu nöfnin.
* * *
1 sumar fréttist, að Bretar og
Rússar væru aftur að koma á vin-
samlegu viðskifta sambandi sín á
milli og skiftast á sendiherrum.
Af því hefir þó ekkert orðið enn,
og var sagt að Rússum þættu Bret-
ar ekki sýna sér tilhlýðilega virð-
ingu í tilboði, sem þeir hefðu gert
þeim þessu viðvíkjandi. Nú kem-
ur sú frétt, að Rússar hafi gengið
að tilboðum Breta og lítur því út.
fyrir, nú sem stendur, að alt ætli
að ganga vel. Sendiherra Norð-
I manna á Rússlandi er milligöngu-
maðurinn.
* * *
Ekki hefir enn komið til veru-
legs ófriðar milli Rússa og Kín-
verja, þó þeir hafi lent í skærum
nokkrum og vígaferlum. Eftir síð-
ustu fréttum er ólíklegra að til
stríðs dragi, en ekki eru samt á-
greiningsmál þeirra enn til lykta
leidd. ,
Merkir gestir
Hinn 15. þ.m. kom hingað til
bæjarins séra Kristinn K. Ólafs-
son og frú. Séra Kristinn er for-
seti “Hins ev. lút. kirkjufélags Is-
len.dinga í Vesturheimi’’, og er
þetta í fyrsta skifti sem hann og
kona hans — Friðrika Björnsdótt-
ir — koma til íslands, því bæði eru
fædd í Ameríku. Séra Kristinn
er fæddur 1880, en Friðrika er
fædd 1884. En ættuð eru þau af
Norðurlandi, Kristinn úr Eyja-
firði, en Friðrika úr Mývatns-
sveit.
Foreldrar séra Kristins voru
Kristinn ólafsson og Katrin ól-
afsdóttir; þau fluttu til Ameríku
frá Víðigerði í Eyjafirði 1873.
Kristinn var sonur ólafs bónda
Jónssonar á Stokkahlöðum í Eyja-
firði og fyrri konu hans, Aðal-
bjargar. En Katrín var ættuð úr
Húnavatnssýslu, dóttir séra Ólafs
Guðmundssonar (d. 1866), er var
prestur að Hjaltabakka og Hösk-
uldsstöðum, en kona Ólafs prests
og móðir Katrínar, var Þórkatla,
hálfsystir Þorleifs hins eldra í
Bjarnarhöfn.
Foreldrar frú Friðriku voru Sig-
urgeir Björnsson og Guðfinna Jó-
hannesdóttir, Oddssonar frá Stóru
laugum í Reykjadal; bjuggu þau
síðast, áður en þau fluttu vestur,
í Haga í Vopnafirði, en fluttu það-
an.til Ameríu 1876.
Sigurgeir Björnsson var fædd-
ur á Geitafelli í Reykjahverfi í
Suður-Þingeyjarsýslu, 20. sept-
ember, 1848, en dáinn í North
Dakota 25. ágúst 1920. Faðir
hans var Björn bóndi í Prests-
hvammi í S.-Þingeyjars., Björns-
sonar bónda á öndólfsstöðum,
Einarssonar prests Hjaltasonar,
til Reykjahlíðar og Skútustaða-
sóknar, og konu hans Ólafar
Jónsdóttur, systur Benedikts Grön-
dals eldra, séra Þórarins í Múla
og Guðmundar, föður séra Jóns á
Hjaltastað í N.-Múlasýslu. Kona
Björns á öndólfsstöðum, en móð-
ir Björns í Prestshvammi, hét
Þóra Jónsdóttir, ættuð úr Reykja-
dal. Kona Björns í Prestshvammi
og móðir Sigurgeirs, var Bóthild-
ur Jónsdóttir bónda á Arnarvatni,
Jónssonar bónda á Geirastöðum,
en móðir Bóthildar var Sigríður
María Sigurðardóttir, systir Jórs
alþingismanns á Gautlöndum.
Séra Kristinn og kona hans eru
bæði alin upp í Gardar-bygð, N.-
Dak. Séra Kristinn hóf ungur
guðfræðanám og tók prestsvígslu
1904; þjónaði síðan íslenzkum
söfnuðum í North Dakota i 21 ár,
en þá fluttist hann norður til
Manitoba-fylkis í Canada og tókj
við prestsþjónustu hiá Fríkirkju-|
og frelsissöfnuðinum í ’Argyle-J
bygðinni, þegar séra Friðrik Hall-|
grímsson flutti þaðan heim til
Reykjavíkur. Heimili séra Krist-
ins er nú í Glenboro, Manitoba.
Hann átti 25 ára prestsskaparaf-
mæli nú í sumar í júní, en forseti
“Hiri ev. lút. kirkjufélags Islend-
inga í Vesturheimi”, hefir hann
verið síðustu sex árin.
Séra kristinn og kona hans fóru
heiman snemma í sumar, sigldu
frá New York með skipinu “Ame-
rica”, sem er eitt af skipum “The
American Line”, og mun förinni
aðallega hafa verið heitið til
Kaupmannahafnar, til að sitja
þing Lúterstrúarmanna, er þar
var háð í sumar. Lagði skipið
leið sína gegn um Ermarsund og
Kielarskurðinn og beint til Kgup-
mannahafnar. Eftir að hafa set-
ið þingið í Höfn, ferðuðust þau
hjónin til Berlínar, þaðan suður
eftir Þýzkalandi, upp Rínardalinn
og til Interlaken og Lucerne í
Sviss. Þaðan aftur norður á bóg-
inn til IParísar, þaðan til London
og norður til Leith; þar tóku þau
sér far með Brúarfossi til íslands
og stigu á land á Kópaskeri, ferð-
uðust svo landveg austur um
Þingeyjarsýslu, Axarfjörð, Keldu-
hverfi og Mývatnssveit og til Ak-
ureyrar.
Eins og getið er um áður, er
þetta í fyrsta skiftið, sem hjón
þessi stíga fæti á íslenzka jörð, en
trauðla mundi nokkrum koma til
hugar, af að eiga samræður við
þau, annað en þau væru borin og
barnfædd á íslandi, svo náttúr-
legt og óvingað er málfar þeirra.
Því hefir stundum verið haldið á
lofti, hversu Vestur-íslendingar
töluðu íslenzku afkáralega, en af
ýmsum dæmum að ráða, sem nú
eru að verða nokkuð almenn í dag-
legu tali og jafnvel í rituðu máli
meðal okkár hér heima, getur far-
ið svo, að kaupstaða- og sjóþorpa-
íslenzkan verði höfð að orði og að
athlægi meðal Vestur-íslendinga,
eftir heimsókn þeirra 1930.
Eg get sjálfur borið vitni um
það, að þeir, sem hingað koma
vestan um haf, hafa býsna opin
og næm eyru fyrir dönskuslettun-
um og ýmsu öðru útlendu orða-
rusli, sem í daglegri viðræðu flýt-
ur af vörum íslendinganna heima;
hér er þetta orðið svo tamt og
hversdagslegt, að það meiðir ekki
eyru manna svona yfirleitt, af því
að smekkurinn er sljófgaður. En i
eyrum Vestur-J@lendinga lætur
þetta öðruvísi, því okkar lánsyrði
eru þeim alla jafnan ný og lítt
skiljanleg. En að vísu á þetta
sama sér stað með Austur-lslend-
inga, þegar þeir heyra frændur
sína vestan yfir hafið nota orð,
sem eyrum þeirra eru óskiljanleg.
Þá setja þeir upp heilagan vand-
lætingarsvip og krossa sig yfir
málfari bræðra sinna, og svo dr
spurt og spáð um afdrif íslenzks
máls og þjóðernis vestan hafs, og
umræðurnar snúast um bjálkann
í bróðurauganu, en flísin, — sem
raunar er að vérða að rótföstu
tré — hún gleymist! Annars hygg
eg að þeim, sem á annað borð
hugleiða þessi efni, hljóti að
verða ljóst, að allmikla elju og á-
setning hafi þurft til þess að við-
halda þannig íslenzkri tungu í
Vesturheimi, að afkomendur ís-
lenzkra frumbýlinga, sem námu
lönd í óbygðum Bandarkjanna og
Canada á árunum 1870—80, tali
hana hreina að 50—60 árum liðn-
um. Við hér heima sjáum það
daglega, eða réttara sagt, heyrum
að börnin okkar, skólaskyld til ís-
lenzkunáms, en með göturrienning-
una og bíó-“moralinn” til hinnar
handarinnar, eru ekki sein að til-
einka sér aðfengin bögumæli og
þykja þau harla góð. Hvað mundi
verða hér að 50 árum liðnum, ef
við hefðum engan íslenzkan skóla
og ekkert nema heimilislærdóm í
íslenzku máli og ekki einu einni
ríkiskirkju til að halda okkur við
efnið? Því getur hver reynt oð
svara fyrir sig. En við slík kjör
hafa vestur-íslenzku hjónin, er eg
hefi nefnt, alist upp. Ekkert nema
hjartfólgin ást og ræktarsemi við
íslenzka tungu megnar að við-
halda henni eins og raun ber vitni
um að gert hefir verið vestan
hafs. Og þá má það heldur ekki
gleymast, að næst heimilunum
eða foreldrunum, eru það prest-
arnir íslenzku í Amerku, sem eiga
heiðurinn af þessu starfi. Þrátt
fyrir deilur Vesturníslendinga um
trúmál, og mismunandi trúarjátn-
ingar, hafa prestar þeirra, af
hvaða sauðahúsi sem þeir annars
voru, flutt söfnuðum sínum trúar-
lærdóma sína á íslenzku og vand-
að til þess eftir beztu föngum. Og
um deilur Vestur-fslendinga ætt-
um við hér heima ekki að fella
mjög þunga dóma eða kasta að
þeim fyrir þær; til þess eru gler-
hús okkar of mörg. En til Krist-
ins prests og Friðriku konu hans
vildi eg kasta þessum orðum:
Góða ferð! Glaða heimkomu.
Þökk fyrir heimsóknina.
—Dagur. F. H. Berg.
ÞOKA.
Því skyldu menn hátt að þér
hrópa,
þótt hæglát þú líðir um tind?
Þeir sýnast ei sjá þína kosti,
og sýna af þér ferlega mynd.
Þig víst eiga fjöllin að vini,
þau væru’ án þín hnípin og ber.
Ofsótta rjúpan þig elskar,
umvafin dúðum frá þér.
Til eilífðar varir þitt veldi,
—þú virðir ei mannanna dóm,—
þú liknandi líður um völlinn,
þig lofar hvert einasta blóm.
Eg fann hjá þér friðandi næði,
eg fékk þar við spurningum svar,
og fossinn söng fegurri kvæði,
er fald þínum sveipaður var.
R. J. Davíðson.
Islenzkur karlakór
• • • ?—
“íslenzkur karlakór jafnast fylli-
lega við beztu söngflokka á Eng-
land,” segir Mr. Robertson.
Margir Vestur-íslendingar, eða
íslendingar í Winnipeg að minsta
kosti, kannast vel við Hugh S. Ro-
bertson, merkan hljómfræðing frá
Glasgow á Skotlandi. Hefir hann
tvisvar verið dómari í söngsam-
kepni, isem fram hefir farið í
Vestur-Canada og þar á meðal í
Winnipeg. Vegna þess að Mr.
Robertson hafði kynst íslending-
um hér vestra og heyrl þá syngja,
langaði hann mikið til að fara til
íslands í sumar, og þegar hann
kom aftur, átti blaðamaður í
Glasgow tal við hann um ferðina
og hefir eftir honum það, sem
hér segir:
“íslendingar eru framúrskar-
andi góðir söngmenn. Og það sem
hreif mig mest í ferðinni var það,
að á gististað uppi í sveit, hlust-
aði eg á karlakór Kristilegs félags
ungra manna í Reykjavík, sem
jafnaðist fyllilega við karlakóra á
Englandi, bæði hvað hljómfegurð
og framkomu alla snerti.
“Eg vildi að eg hefði farið til
íslands tuttugu árum fyr,” sagði
Mr. Robertson. “Hreina loftið þar
er betra en nokkurt heilsulyf, og
eg á ekki orð til að lýsa fegurð
landsins. Enginn staður er ásjá-
legri til hvíldar og uppbygg-
ingar.”
Mr. Robertson dáðist mjög að
íslenzkum konum. “Þær eru með-
al hinna allra fegurstu kvenna í
heimi, og eru fallegri heldur en
vorar blómarósir, og þurfa hvorki
að nota andlits farða eða varalit
til að skreyta sig^ og er þó
hvorttveggja þekt í landinu.”
Að gestrisni fólksins dáðist Mr.
Robertson mjög og sagði, að þægi-
legt væri að ferðast um landið
fyrir alla, sem gætu talað ensku,
og þótti honum merkilegt, að jafn-
vel börnin töluðu ensku. Hélt
hann að hún mundi vera skyldu-
námsgrein í alþýðuskólum.
Þessi grein er tekin úr Mani-
toba Free Phess frá 14. þ.m., og
er þar að finna, meðal annars,
undir fyrirsögninni “Music.”
FRÁ ISLANDI.
Tvö börn frá Kollafirði voru 8.
júlí send eftir hesti. Vildu þau
stytta sér leið yfir ós. Var dýpi
meira en þau hugðu og sökk hest-
urinn og börnin. Börnunum skaut
upp aftur og þau syntu til lands,
en hesturinn druknaði. Börnin
höfðu lært að synda lítið eitt, í
fyrra vor. Sýnfr þetta atvik, hve
sundkunnátta er nauðsynleg. —
Tíminn 3. ág.
Af Barðaströnd. >— Tíðarfar var
hér þurviðrasamt, þangað til fyr-
ir nokkrum dögum að brá til ó-
þurka. Tún voru vel sprottin hér
um slóðir, en útengi miður, sér-
staklega mýrar. Heyskapur hef-
ir gengið vel. — Vörður 24. ág.