Lögberg - 19.09.1929, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. SEPTEMBER 1929.
Bls. 3.
f
Sérstök deild í blaðinu
SOLSKIN
KIRKJUFÓLKIÐ.
Eg fór að lmerra, þegar eg kom út á hlaðið,
því að vorsólin var svo björt. Yndislegur morg-
unblærinn lék um vanga mína. Túnið var far-
ið að grænka og lóan söng.
Það var svo langt síðan eg hafði messað og
vildi eg því kki láta verða messufall í svona
góðu veðri. Eg hleyp því inn, og spyr hin böm-
in, hvort þau vilji ekki koma til Jrirkjunnar.
Þau vissu, að eg var framúrskarandi góður
prestur, og urðu svo himin-lifandi glöð yfir
því, að eg skyldi nú ætla að stíga í stólinn.
Eg laumaðist fram göngin, með gleraugun
og sparipilsið hennar mömmu minnar ;,en Guð
ríður litla var svo heppin, að finna rauðdröfn-
ó'ttan klút og húfuna hennar mömmu sinnar, og
kom hún nú með það út á hlaðið.
Tryggvi sótti hestana fyrir okkur. Hann
kom með tvö prik og þrjá leggi; voru það fall-
egir gæðingar. Við Tryggvi stig-um á bak á
prikunum, en létum Maju, Nínu og Guðríði hafa
leggina, því að þeir voru svo ágætir söðul-
hestar.
Síðan riðum við öll á stað til kirkjunnar.
Við þeystum fram lijá fjósinu, og svo út túnið.
Við námum ekki staðar fyr en við komum þar
að tóftarbroti, því þar var nú einmitt kirkjan
okkar.
Tryggvi gerðist meðhjálpari. Hann færði
mig í pilsið hennar mömmu.—Má eg 'biðja þig,
lesari minn, að taka dálítið betur eftir? Hann
færði mig í messuskrúðann, segi eg. Hempan
fór mér svo mætavel. Eg var nú orðinn all-
prestlegur, þegar eg var búinn að setja upp
gleraugun hennar mömmu minnar.
Það var skömm að því,,eða hitt þó heldur,
fyrir hana Guðríði litlu, að vera orðin prests-
kona. Hún lét á sig húfuna hennar mömmu
sinnar, og kleip svo fast í kinnarnar á sér, að
liún roðnaði og varð svo ósköp sælleg, enda hefi
eg fáar prestskonur séð sællegri né glaðari á
svip en hún var þá.
Nú kom rauðdröfnótti klúturinn í góðar
þarfir; eg breiddi hann yfir herðarnar á Nínu
litlu, sem alt í einu var orðin prestskdóttir.
Maja fór að háskæla, því 'hún þóttist ekki
vera nógu vel búin, en blessuð prestskonan
bætti úr því, með því að segja henni, að hún
væri fraukin, nýkomin sunnan úr Revkjavík.
Síðan batt hún stóran hnút á hálsklútinn henn-
ar, og lét béða. endana breiðast út á aðra öxl-
ina; fór Marja þá að brosa.
Tryggvi fór úr jakkanum sínum, sneri hon-
um um, og fór síðan í hann úthverfan. Hann
vildi nefnilega ekki vera eins og einhver ræfill
til fara, þar sem hann var meðlijálpari.
Við byrjuðum á því að syngja:
Ó, fögur er vor fósturjörð
um ifríða sumardaga,
er laufin grænu litka börð,
og leikur hjörð í haga;
en dalur 'lyftir blárri bi ún
mót blíðum sólar loga,
og glitrar flötur, glóir tún,
og gyllir sunna voga.
Síðan steig eg í stólinn og talaði blaðalaust,
því að ekki skorti mælskuna. Hátíðleg alvara
var vfir isöfnuðinum, þangað til meðhjálparinn
hrópar í sífellud “Kýrnar koma! kýrnar
koma!”
Eg lirifsaði nú af mér gleraugun, því að eg
sá illa með þeim, eins og fyrri daginn. Síðan
fór eg að skima í kring um mig. Jú, það var
alveg satt. Þarna komu kussur másandi, og
hlaupa með þessum líka litlu látum út alt túnið.
Þær réðu sér ekki fyrir kæti, eins og vant er,
þegar þeim er hleypt út í fyrsta sinn á vorin.
Allur söfnuðurinn stekkur nú út úr kirkj-
unni frá mér, ogfer að elta kýrnar. Kirkju-
fólkið lét allar mínar góðu áminningar eins og
vind um eyrun þjóta. Það tók út yfir, að óhræs-
is-meðhjálparinn og sjálf prestskonan skyldu
fara að elta kýrnar. Það var ekki furða, þó að
mér, sem góðum kennimanni, þætti það bágbor-
ið, að kirkjufólkið skyldi meta kýrnar meira en
jpreStinn sinn.
Jæja, jiað er ekki rétt að dæma aðra of hart;
maður er breyskur sjálfur. Mig langaði nefni-
lega svo ósköp mikið til að ná í halann á rauð -
skjöldótta kálfinum. Eg þoldi nú ekki lengur
mátið. Þarna hljóp eg á istað í hempunni
minni, því að meðhjálparinn liafði svikist um
að færa mig úr henni.
Mér fór nú ekki að lítast á blikuna, þegar
eg sá, hvar mamma mín kom út á hlaðið. “Það
er dálaglegt að sjá, livemig þú ferð með spari-
pilsið mitt! farðu undir eins úr því!” kallaði
hún til mín.
Hana nú! Þetta var mátulegt lianda mér.
Eg, sjálfur presturinn, fór að elta kálfinn, og
misti hempuna fyrir vikið. — Bernskan.
STEINI GRÆTUR.
“Komið þið undir eins, drengir, að lilýða á
lesturinn”, sagði húsmóðirin, um leið og hún
kom fram í bæjardypnar.
Við Steini vorum nýkomnir úr fjósinu; föt-
in okkar úðu og grúðu af stráum, fiski og mosa;
auk þess vorum við snöggklæddir og óþvegnýr.
E*að var nú ekkert skemtilegt fyrir okkur að
sitja undir húslestrinum, svona illa til reika,
enda völdum við okkur ekki hin æðstu sætin.
Þarna sátum við báðir á sömu kistunni, frammi
við dyr.
Allir hlustuðu með hátíðlegum alvörusvip á
húslesturinn, og flestum var farið að vökna um |
augu.
Mér varð nú litið framan í Steina, þar sem
hann sat á kistunni hjá mér; mun eg seint
gleyma þeirri sjón, er eg sá þá. Tvö stór tár
hrundu niður kinnarnar á honum. Eg varð al-
veg forviða, og fór að brjóta heilann um, hvers
vegna Steini væri að gráta.
“Hvernig stendur á því, að annar eins ær-
ingi og ólátabelgur skuli geta. grátið undir hús-
lestrinuml Hann er þá svona góður og guð-
hræddur drengur, þegar öllu er á botninn
hvolft. Hann er miklu betri en eg, því að eg
get ekki grátið núna. Þetta hefir ef til vill
verið missýning. ” Eg leit aftur framan í
Steina. Nei, það var öðru nær, slíkt var engin
missýning. Þarna horfði eg á tárin hrynja úr
augnakrókunum á honum og niður eftir vöng-
unum.
Eg varð nú alveg frá mér numinn. “Hús-
lesturinn hlýtur að vera framúrskarandi góð-
ur,” hugsaði eg, og fór að reyna að taka betur
eftir húslestrinum. Fvrstu orðin, sm eg heyrði,
voru á þessa leið: “Hjúin eiga ekki að vera
svörul; þau eiga að auðsýna trúmensku í öllu.”
Þá hugsaði eg sem svo: “ Eg get ekki tekið
þessi orð til mín; eg sem er svo ósköp trúr. Eg
tel það ekki, ]>ó eg stælist yfir að Dæli hérna um
nóttina! Þá er eg'ekki svörull. — Nei, eg get
ekki tekið þessi orð til mín. — En Steini? Já,
það er nú alt öðru máli að gegna um hann. Þó
að hann sé trúr og dyggur og dugleg-ur, þá liefir
hann nú samt munninn fyrir neðan nefið. En
hann getur ekki að því gert, aumingi, Hann
er með þessum ósköpum fæddur. Hann finnur
til þess, að hann er stundum nokkuð svörull,
enda grætur hann nú beisklega. — Eg verð að
líta framan í hann einu sinni enn, rétt sem
snöggvast. Ef eg vikna ekki við það, að horfa
á Steina, þá vikna eg aldrei undir húslestrin-
um. ’ ’
Eg leit nú einu -sinni enn framan í Steina.
Iíann skammaðist sín ekki fvrir tárin sín, liann
Steini. Hann horfði beint framan í mig, og
grét svo mikið. að mér fór ekki að verða um
sel. Aldrei hefði eg tniað því, að nokkur mann-
leg vera gæti grátið önnur eins býsn, ef eg hefði
ekki séð það sjálfur, með mínum eigin augum.
Tárin voru hætt að falla í dropatali. Þau brut-
ust áfram í óendanlegum, mórauðum straum,
eins og lækur í leysingu á vordegi, fyrst niður
vangana, svo niður vestisbarmana, og loks varð
úr þeim tjörn á kistunni.
Mér var ómögulegt að hafa augun af Steina.
Hjarta mitt var nú loks farið að klökna, og mér
farið að vökna um augu, þegar Steini alt í einu
snýr við mér bakinu og lítur fram í næsta her-
herbergi, því að stofuhurðin var í hálfa gátt.
Mér sýndist hann vera að bauka við eitthvað,
og varð eg því undir eins forvitinn. Eg stóð
UPP og leit yfir öxlina á honum, til þess að sjá,
hyað hann vræri að gera; bar þá fyrir augu mín
sjón, sem mér er minnisstæð.
Rétt fyrir framan stofudyrnar stóð lítið
borð, og á því þvottaskál, næstum barmafull af
skólpi. Steini rekur nú höfuðið fram í gætt-
ina, seilist með aðra hendina að þvottaskálinni,
og rekur tvo fingur á kaf ofan í skólpið. Að
l>ví búnu leggur hann aftur -augun, og rekur
fingurna upp í augnakrókana. Þetta gerði
hann hvað eftir annað, þangað til tárin boguðu
af hvörmunum og streymdu niður vangana.
Nú þoldi eg ekki lengur mátið. Eg greip
báðum höndum fyrir andlitið, meðan eg var að
komast út úr stofunni. Síðan flýtti eg mér út
göngin og hljóp út á tún. Þar flevgði eg mér
niður í laut, og ætlaði að springá af hlátri.
Eftir litla stund kom Steini allborginmann-
legur út á hlaðið. “Slfammastu þín ekki fvrir
að hlaupa út áður en lesturinn var búinn?”
sagði hann og ldammaðist um leið niður á þúfu,
rétt hjá mér.
“Þú ættir heldur að skammast þín fyrir
það, að vera að koma mér til að hlæja undir
húslestrinum,” svaraði eg.
“Nú, eg varð að gráta, eins og liitt fólkið,”
svaraði Steini.
YFIR ANA.
Veður var heitt og mollulegt, en ekki sá til
sólar. Kýraar frá Tungu voru á beit niður við
Ána; en þá komu kýrnar frá Hvarfi alt í einu
að ánni, liinum megin, og bauluðu hátt.
Húsmóðirin bað okkur Steina fyrir hvera
mun að sækja kýrnar, áður en þær færu yfir
ána. Við hlupum eins og fætur toguðu niður
að ánni, en vorum samt ekki nógu fljótir. Kýrn-
ar voru í miðri ánni, þegar við komum að
henni.
Við stóðum nú þarna á bakkanum ráðalaus-
ir og trevstum okkur ekki til að vaða yfir ána,
því að hún var svo djúp. Við orguðum á eftir
beljunum, og hótuðum þeim öllu illu, ef þær
sneru ekki undir eins rfð; en þær vingsuðu
l>ara hölunum, þegar þær komu upp úr ánni, og
lötruðu síðan suður eftir árbakkanum, með kún-
um frá Hvarfi.
Við stukkum út í ána; það var farið að fjúka
í okkur. Steini stóð í sannleik straum af mér,
því að hann var fyrir ofan mig í ánni. Áin
dýpkaði smátt og smátt, svo að okkur fór nú að
renna reiðin. Við fórum hægt og gætilega. Við
vissum, að erfitt mundi okkur veitast að standa
upp aftur, ef við mistum fótanna á annað borð.
Þarna stóðum við nú í miðri ánni, og höfð-
um ekki svo mikið sem prik, til að styðja okkur
við. Vatnið var orðið svo djúpt, að okkur fanst
eins og við værum þá og þá að lyftast frá botn-
inum. Það fór nú að vandast málið. Við þorð-
um ekki að halda áfram, því að ef áin hefði
dýpkað niinstu vitund, þá var úti um okkur.
Við ætluðum nú að snúa við; en það var orðið
um seinan. Ef við hefðum reynt það, mundi
straumurinn óðara hafa kastað okkur flötum.
“Ó, Guð, hjálpaðu okkur!” sagði Steini, og
það var auðreyrt, að þessi bæn var borin fram
í hjartans einlægni.
“Vertu sæl, elsku-mamma mín!” sagði eg í
hálfum liljóðum, því að eg bjóst nú eins við, að
eg fengi aldrei að sjá mömmu mína framar í
þessu lífi.
Þarna stóðum við nú steinþegjandi í miðri
Viðidalsá, og störðum á bláan strauminn. Ó!
hvað það er sárt fvrir unga og f jöruga drengi,
að horfast í augu við dauðann, meðan lífið
brosir enn við þeim, og heimurinn er svo bjart-
ur og fagur í augum þeirra. Þetta fengum við
Steini að reyna nú.
Við ásettum okkur loksins að halda áfram
í Guðs nafni, hvað sem við tæki. Við gripum
dauðahaldi hvor í annars hönd.< Þeim tökum
ætluðum við ekki að sleppa, þó svo að straum-
urinn kastaði okkur um koll, því þá ætluðum
við að leiðast alla leið inn í land hins eilífa
morgunroða, alla leið inn í parradís.
Við héldum nú hægt. áfram og reyndum að
skorða fætuina á milli hálla steinanna í botn-
inum. Eg lofaði Guð í huganum, þegar eg fanu
að ána fór að granna. Eftir litla stund vorum
við komnir heilu og höldnu yfir ána. Við hlup-
um nú suður árbakkann, og vatnið bullaði upp
úr skónum okkar. Þegar við fundum kýrnar,
rákum við þær beint af augum út í ána þar sem
hún var lítt fær; en við Steini vorurn hvergi
smeykir. Þegar fvrsta kýrin fór út í ána, tók
eg undir mig stökk mikið, og greip báðum hönd-
um í halann á henni. Steini var ætíð þar í or-
ustu, sem hættan var mest, svo að hann beið
þangað til seinasta kýrin fór út í ána; þá greip
hann í lialann á henni.
Eg vissi ekkert hvað Steina leið; en það er
af mér að segja, að eg misti fótanna óðara en
eg kom út í ána, og fór allur í kaf, upp undir
höku. Svona maraði eg í kafi alla leið yfir
ána.
“Þetta var gaman!” sagði Steini, þegar
við komum npp úr ánni. “Eg kom ekki nema
einstöku sinnum við botninn.”
“Eg kom aldrei við botninn,” svaraði eg;
“meira gaman var það.”
Þegar við komum heim með kýrnar, kallaði
húsmóðirin á okkur inn í búr og gaf okkur fló-
aða mjólk. Síðan fór hún að aumka okknr,
fyrir hvað við værum illa til reika, og bað okk-
ur blessaða að vaða aldrei oftar yfir ána.
“O, það er enginn verri þó hann vökni,”
svaraði Steini.
“En þið getið farið ykkur að voða^” sagði
I hiismóðirin með ákefð. “Það er ekki fvrir
börn, að vaða yfir liana Víðidalsá.”—Bernskan.
NEMA ÞÉR VERÐIÐ EINS OG BÖRN.
Smábarnið þekkir engan ótta nema þann,
að armamir, sem það bera, láti það alt í einu
detta. Ó, ef vér hinir fullorðnu værum ekki
hræddir við neitt annað en það, að falla frá þér,
Drottinn vor og Guð.
Þegar móðirin brosir vfir barninu sínu, þá
]>á brosir það aftur up til hennar, hygnir menn
halda jafnvel, að bros barnsins sé eigi nema
endurspeglun af brosi móðurinnar. En hve oft
lítur þú eigi niður til vor, blíðlega, Drottinn
vor og faðir, svo, að vér, hefjum eigi augu vor
til þín, og því síður brosum eða ljúkum hjarta
voru upp fyrir gæzku þinniT
Jafnskjótt sem barnið dettur eða rekur sig
á, þá hrópar það “Mamma”, en vér hinir
stærri, þegar í nauðirnar rekur, drepum fyrst
á liundrað dvr aðrar, áður en vér áköllum hann,
sem einn getur hjálpað oss í neyð vorri.
. Barnið er ekki syndlaust, en móðirin breið-
ir kærleika sinn eins og skikkju vfir allar smá-
vfirsjónir þess. Barnið kennir að vísu við og
við á aga foreldranna, en fyrst og framar öllu
revnir það kærleika foreldranna — þannig ætti
samband vort að vera við himnaföðurinn.
Smábamið hefir ekkert að gefa, það verður
að þiggja og þiggja að nýju, alt sem það þarfn-
ast til lífsviðurværis, er því gefið. En það finn-
ur ekki að það þiggi, hver gjöf hnýtir það þvert
á móti fastara við foreldrana í kærleika. En
vér hinir stærri, gleymum vér ekki oft og tíð-
um, að vér þiggjum. Og þegar vér þiggjum,
elskum vér þá ekki gjöfina þúsund sinnum
meira en gjafarannT
. l>ó væri það rangt, ef vér segðum, að litla
hjálparlausa baraið hefði ekkert til að gefa.
Það getur gefið það sem mest er og bezt er í
heimi, kærleikann, og í kærleikanum dafnar trú
og traust og-þakklæti. Þetta eru líka einu gjaf-
irnar, sem Drottinn heimtar börnum sínum.
á ilji föðursins er að vísu lög lianda barninu,
en það er því óafvitandi þörf að fylgja þeim
vilja. Það finnur, að því farnast eigi vel á öðr-
um vegum en því er leyft að ganga. Eins er
því varið með oss, vér getum eigi fundið sanna
hamingju nema með því að fvlgja Guðs vilja.
En hið mesta og bezta hjá barninu er þó hin
heilaga einfeldni barnsins. Það réttir út hend-
urnar eftir einhverjum hlut og glejnnir þá í
/PPC=>0C=Z20<=>0<=^0<=>0<=>0<=>0C=>0
| Proíessional Cards
i=>OC=DOC=>OC30C=>OC=>OC=>0<=>OC=DOC=DO<=>OCI30Cr>OCr30C=I>OC=>Oi
DR. A. BLONDAL
Medlcal Arta Blds.
Stundar sérataklega kvenna og
barna sjúkdðma.
E2r aS hitta frá kl. 10-12 f. h.
og 3—5 e. h.
Office Phone: 22 296
Heimili: 806 Victor St.
Slmi: 28 180
Dr. Kr. J. Austmann,
Wynyard, Sask.
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
601 Paris Bldg. Winnipeg
Fasteignasalar. Leigja hús.
Útvega peningalán og elds-
ábyrgð af öllu tagi.
Phone 26 349
Reeidence Office
Phone 24 206 Phone 24 963
E. G. BALDWINSON, LL.B.
íslenzkur lögfræðingur
708 Mining Exchange
356 Main St. Winnipeg
DR S. J. JÓHANNESSON
stundar lækningar
og yfirsetur.
Til viðtals kl. 11 f.h. til 4 e.h.
og frá 6—8 að kveldinu.
Sherbum St. 532 Sími 30 877
G. W. MAGNUSSON
• Nuddlæknir.
609 Maryland Street
CÞriðja hús norðan við Barg.)
PHONE: 88 072
Viðtalstími: kl. 10—11 f. h.
og kl. 8—5 e. h.
DRS. H. R. & H. W. TWEED
Tannlæknar.
406 Standard Bank Bldg.
Ck>r. Portage Ave. og Smith St.
Phone 26 545. Winnipeg
H. A. BERGMAN
ísl. lögfræðingur.
Skrifatofa: Rootn 811 McAftfear
BuUdlnc, Port&ae Ave.
P.O. Box 165«
Pbooei: 26 849 og 26 24«
LINDAL, BUHR &STEFÁNSS0N
íalenzkir lögfræðingar.
256 Main St. Tals.: 24 9(2
pelr hafa etauxig ekrifetofur afl
L/und&r, Riverton, OíkiIÍ og PlMC
og eru þar að hltta 4 eftlrfylgj-
andl tlmum:
Lundar: Fyrsta miðvikudag,
Riverton: Fyraba flmtudag,
GUmll: Fyreta mfCvlkudag,
Pineiy: PriOJa fOetudag
1 hverjum ménuOl
J. Ragnar Johnson,
B.A., LL.B.. LL.M. (Harv.)
tslenzkur lögmaður.
Rosevear, Rutherford, Meln-
tosh & Johnson.
910-911 Electric Railw. Cmbrs.
Winnipeg, Canada
Sími: 23 082 Heima: 71 753
Cable Address: Roscum
JOSEPH T. THORSON
ísl. lögfræðingur
Scarth, Guild & Thorson,
Skrifstofa:
308 Mining Exchange Bidg.
Main St. south of Portage
Phone: 22 768
G. S. THORVALDSON,
B.A., LL.B.
Lðgfræðingur
Skrfstofa: 702 Confederation
Life Building
Main St. gegnt City Hall
Phone: 24 587
A. C. JOHNSON
•07 Confederation Llfe SW(.
WINNTPKG
Annaat um fasteignir manna. Tek-
ur aO sér aO ávajcta sparifé fðlks.
Selur eldsábyrgO og bifreiða ábyrgO-
ir. Skriflegum fyrirspurnum svaraO
eamstundls.
Skrifstofuslml: 24 263
Heimaslmi: 33 328
A. S. BARDAL
848 Sberbrooke St-
Selur llkkiatur og annast um 8t-
farir. Allur OtbflnaOur eá beML
Ennfremur selur hann allwkocvtT
minnlsvarOa og legatelna.
Skrlfstofu tals. 86 607
HeimlUa Tals.: M
ALLAR tegundir flutn-
INGA.
Nú er veturinn genginn í garð,
og ættuð þér því að leita til min,
þegar þér þurfið á kolum og
við að halda.
JAKOB F. BJARNASON
668 Alverstone. Sími 71 898
Dr. C. H. VR0MAN
Tanntoknir
506 Boyd Bullding Phone 24 171
WINNIPEG.
ÞJOÐLEGASTA
Kaffi- og Mat-söluhÚ8Í8
aem þessl borg heflr nokkurn tima
haít Ihmw róbanda tlnna
Fyrii-taks máltfOlr, akyr, pbnnu-
kökur, rnilupyflsa og þjððrwknle-
kafn. — Utanbæjarmenn fl mt.
ava.lv fyret hreeeingu k
WEVKL 041% 898 Sargeæt Ave
Stanl: B-3197.
Hooney Stevena. elgandft.
SIMPSON TRANSFER
Verzla meö hansniíóBur.
Annast einnijr um allar tecundir
flutninga.
681 Arlington St., Winnipeg
svipinn öllu öðru; það er algerlega sælt, eða al-
gerlega sorgbitið — alveg glatt og alveg blítt.
Það þekkir enga liræsni né yfirskin.
Lítið barn kom út á götu, þar sem óhrein og
ræflaleg börn léku sér. Það hljóp til óþriflegasta
drengsins með útréttar hendur og sagði: ‘ ‘ Góð-
an daginn, í-æni drengur.” Drengur sá var alls
engri vinsemd vanur og leit reiðulega til barns-
ms; það skildi ekki reiði hans, og hélt áfram að
brosa unz drengurinn fór einnig að hlæja.
Þannig eigum vér liinir stærri að koma til
móts við náunga vorn, þó hann sé syndnm hlað-
inn, láta bros vort ná inn að hjarta hans.
Nema þér verðið eins og börn,—svona hljóða
orðin—hve sælir væram vér eigi, ef vér gætum
orðið það. — Heimilisblaðið.