Lögberg - 24.10.1929, Side 1

Lögberg - 24.10.1929, Side 1
iðb PHONE: 86 311 Seven Lines io~ ^ Better Dry cieaning and Laundry 42 ARGANGUR I WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 24. OKTÓBER 1929 NUMER 42 /po<=>oc Helztu heims-fréttir o<=i) >o<y Canada Nú er svo komið, að konur hafa jafnan rétt við karlmenn, til að vera skipaðar Senatorar, eða þing- menn efri málstofunnar í Ottawa. Hingað til hefir það ekki verið, sem kemur til af því, að orðið “person” í British North America Act hefir verið skilið svo, að það ætti við karlmenn aðeins, en ekki konur. Hæsti réttur Canada hafði úrskurðað, að orðið “person” næði ekki til kvenna í þessum lögum og hefðu þær því ekki rétt til sætis í efri málstofunni. Konurnar undu illa þessum úrskurði, og gengust fimm konur í Alberta fyrir þvi, að áfrýja þessum úrskurði til hæsstaréttar brezka samveldisins (Privy Council). Hefir nú dóm- stóll þessi úrskurðað, að orðið “person” eigi í lögum þessum, engu síður við konur en karla, og má stjórnin því hér eftir skipa konur, sem Senatora í efri mál- stofu sambandsþingsins í Ottawa og má vænta þess, að ekki líði á löngu þar til einhver þeirra á þar sæti. * * * * Iyemasa Tokugawa heitir hinn fyrsti sendiherra Japans keisara til Canada. Hann kom til Win- nipeg í vikunni sem leið, á leið til Ottawa, þar sem hann hefir nú tekið við emhætti. Er sendiherra þessi af gömlum höfðingjaættum í Japan, én sagt er, að hann sé engu að síður maður blátt áfram, prýðiilega mentaður og fylgist vel með öllum helztu framfara og um- bótamálum í heiminum. í viðtali við blaðamann hér gat hann þess, að hið fyrsta, sem hann þyrfti að gera, væri að kynnast Canada, landi og þjóð, og svo að gera sitt til að auka vináttu og bræðralag milli Japan og Canada. * * * Almennar kosningar til fylkis- þingsins í Ontario eru nú fyrir dyrum og fóru útnefningar fram á laugardaginn í síðustu viku. AIls eru þingsætin 112, en þing- mannaefnin, sem tilnefnd voru á laugardaginn, eru 239. í sjö kjör- dæmum var aðeins eitt þing- mannsefni, og eru þeir sjö þar með kosnir gagnsóknarlaust. Þeir eru allir tilheyrandi stjórnar- flokknum, íhaldsmönnum. Stjórn- in hefir þingmannaefni í ölluhí kjördæmunum. Frjálslyndi flokk- urinn hefir 87 þingmannaefni, framsóknarflokkurinn 10, og svo eru 30 frambjóðendur, sem annað hvort eru óháðir eða tilheyra ein- hverjum smáflokkum. Eru þrjú þingmannaefni í allmörgum kjör- dæmum og fjögur í sumum. Leið- togi íhaldsflokksins er núverandi stjórnarformaður, Hon. G. H. Ferguson, frjálslynda flokksins, W. E. N. Sinclair, og framsóknar- flokksins J. G. Lethbridge. Frétt- ir þar austan að segja, að allmik- ið kapp sé í kosningum þessum. 1 Ontario þarf þingmannsefni ekki að leggja fram neitt tryggingar- gjald, eins og víðast annars stað- ar, og getur jafnvel dregið sig í hlé eftir að útnefningar hafa fram farið, án þess að tapa nokkru fé við það. * * * Enn eru þeir MacAlpin og fé- lagar hans ófundnir, en þeir lögðu af stað i Ioftförum í rannsóknar- ferð til Norður-Canada fyrir meir en *jö vikum og hefir ekkert til þeirra spurst síðan. Hefir stöð- ugt verið leitað að þeim nú vikum saman, en leitarmennirnir hafa enn ekki orðið neins vísari. Skuldir Canada voru 30. sept- ember 1928 taldar $2,223,347,691. Hinn 30. september síðastl. voru þær $2,140,341,090, og hafa því skuldirnar minkað um $83,006,601. Þrátt fyrir hinar afar miklu skuldir, sem enn hvíla á þjóðinni, síðan á stríðsárunum, verður ekki annað sagt, en fjárhagurinn sé í góðu- lagi, þar sem tekjurnar eru ekki aðeins nógu miklar til að mæta útgjöldunum, heldur til að höggva stórt skarð í skuldasúp- una á hverju ári, en það hefir ver- ið gert nokkur síðustu árin. 1 septembermánuði voru tekjurnar meir en þrem miljónum hærri en á sama tíma í fyrra, en útgjöldin hér um bil miljón lægri. Hon. W. L. Mackenzie King, for- sætisráðherra Canada, kemur til Winnipeg að kveldi hins 30. þ.m. Verður hann hér um kyrt næstu tvo daga og að kveldi hins 1. nóv. flytur hann ræðu í Central Unit- ed kirkju. Kirkjan tekur ekki nema um 2000 manns, en ræðu forsætis- ráðherrans verður víðvarpað út um alt Manitoba-fylki, þar sem tæki eru til. Einnig verða mót- tökutæki sett upp í öðrum kirkjum eða samkomuhúsum í Winnipeg, svo fólk hafi þannig tækifæri til að heyra ræðuna, þó það komist hvergi nærri, ræðumanninum. Snemma í þessum mánuði, kom forsætisráðherra Breta, Rt. Hon. J. Ramsay MadDonald, til Banda- ríkjanna, þeirra erinda að eiga tal við Hoover forseta, og aðra þá, sem þar mestu ráða, um takmörk- un her.flotanna. Fréttir allar segja, að mjög vel hafi fallið á með þessum tveimur valdhöfum, og er þeim báðum friðarmálið vafalaust mikið og einlægt áhuga- mál, og virðist mjög fjarri skapi þeirra beggja, að stórþjóðirnar keppi hver við aðra um að hafa sem mestan og' öflugastan herfiota og reyni hver um sig að verða þar fremst. -Stendur nú til, að annar fundur verði haldinn til að ræða um þetta mál í vetur, og verði hann haldinn í London, og er bú- ist við, að á honum mæti einnig fulltrúar frá Frakklandi, ítalíu og Japan. Enginn efi er á því, að hér er tilraun gerð að stíga stórt og þýðingarmikð spor í friðar- áttina. Bandaríkin Samkvæmt tilkynningu frá ut- anríkisráðgjafa Bandaríkjanna, Mr. Stimson, hefir Costa Rica undirskrifað sáttmála þann, sem kendur er við Kellogg, um ólög- helgun styrjalda. Hafa nú alls stjórnir fimtíu og þriggja þjóða undirritað sáttmála þann, af sex- tíu og fjórum, er kvaddar voru til staðfestingar hans. Er þess að vænta, að hinar muni koma á eft- ir í náinni framtíð. * * * Sjö gæzlumenn voru myrtir í uppþoti, sem nýlega átti sér stað í Canon City fangelsinu í Color- adoríki. * * * Senator Mprris iShepphard, frá Texas, flytur frumvarp til laga um breytingar á núgildandi vín- bannslöggjöf Bandaríkjaþjóðar- innar, þess efnis, að kaup áfengra drykkja skuli framvegis skoðast beinn glæpur. * * * Aðfaranótt hins 17. þ. m. kvikn- aði í gömlu gestgjafahúsi í Seat- tle, Wash., og fórust þar sjö mann- eskjur, en fimtán meiddust, sum- ar hættulega. Þessa gömlu bygg- ingu skorti víst flest varúðar- tæki og ekkert tækifæri fyrir fólkið að komast út nema um dyrnar, en gangar allir fyltust af eldi og reyk, áður en fólkið hafði nokkurt svigrúm til að komast út. Út um gluggana af hinum efri hæðum stukku margir og biðu ýmsir af því meiðsli og dauða. * * * Frétt frá St. Paul, Minn., segir, að elding hafi þar í nágrenninu orðið tveimur bændum að bana á föstudaginn í síðustu viku, og slasað tvo aðra menn. * * # Mál hefir verið höfðað gegn Al- bert B. Ball, fyrrum innanríkis- ráðherra, og er hann sakaður um að hafa þegið $100,000 mútu, meðan hann gegndi því embætti. # * * Stjórnarvöldin gerðu í vikunni sem leið herferð mikla á hendur vínsalanna á austurströnd Banda- ríkjanna, á hundrað mílna svæði, alt frá Atlantic City til Sag Har- bor. Er svo talið, að þar með séu brotin hin stórkostlegustu, ólög- legu vínsölusamtök, sem nokkurs staðar eiga sér stað í Bandaríkj- unum eða annars staðar. Voru þarna 150 menn teknir fastir og lagt hald á miljón dala virði af áfengi og allar stöðvar vínsalanna settar undir strangt eftirlit. Kom það hér í ljós betur en nokkru sinni fyr, hve afar stórkostleg þau samtök eru, sem halda uppi ólög- legri vínsölu í Bandaríkjunum og græSa á henni stórfé. Hvort sem stjórninni hepnast að stöðva al- gjörlega vínsölu eða ekki, þá er enginn efi á því, að eftirlitið er nú miklu strangara en áður. * * * Hálf öld er nú liðin, síðan hug- vitsmaðurinn mikli, Thomas A. Edison, fann upp rafmagnslamp- ann, sem nú er svo útbreiddur og alþektur, að heita má að hann lýsi miklum hluta jarðarbúa. Heíir sjálfsagt engum manni, í bókstaf- legum skilningi, hepnast að láta ljós sitt skína eins víða um heim, eins og Edison. Er þessa atburð- ar nú víða minst og hinum háaldr- aða hugvitsmanni mikill sómi sýndur. Gekst Henry Ford fyrir veglegu hátíðahaldi út af þessu í Dearborn, Mich., og var Mr. Edi- son þar gestur hans. Þar var einnig Hoover forseti og hélt ræðu og mintist hins aldna höfðingja á sviði uppfyndinganna, með mikilli virðingu. Sjálfur hélt Mr. Edi- son stutta ræðu, en sagt er, að honum hafi orðið nálega ofraun að taka þátt í þessu hátíðahaldi, enda er hann nú maður á þriðja ári yfir áttrætt og hafði fyrir skömmu verið allmikið lasinn. Hvaðanœfa Tveir af hinum alþektu stjórn- málamönnum Frakka, þeir Clem- enceau og Poincaré, eru veikir um þessar mundir. Sá fyrnefndi er nú 88 ára gamall og munu kraftar hans nú mjög að þrotum komnir. Hefir hann. slæmt kvef og kennir nokkurrar brjóstveiki. Poincaré, fyrverandi forseti og forsætisráð- herra, sagði af sér stjórnarfor- mensku í sumar vegna heilsubil- unar og hefir hann tvisvar verið skorinn upp síðan. Segja síðustu fréttir, að læknarnir geri sér von um að hann komist aftur til heilsu. » * * Loftskip mikið og merkilegt hafa Þjóðverjar bygt í Altenrheim á Svisslandi. Er það þar bygt vegna þess, að Versala friðar- samningarnir takmarka tölu loftfara, er Þjóðverjar megi byggja heima fyrir. Dr. Dornier heitir sá, sem byggja hefir látið loftskip þetta, og er það nefnt D-X. Á mánudaginn í þessari viku flaug það eina klukkustund yfir Constance vatninu og hafði inanborðs 169 menn. Eru engin dæmi til, að svo margir menn hafi áður verið í einu loftskipi. Hepn- aðist tilraunaflug þetta, eins vel og bezt gat verið. í loftskipi þessu eru 12 mótorar, sem samtals hafa 6,000 hestsöfl, og er þeim þannig fyrir komig, að alt af má grípa til eins, þó annar bili. James Henry Scullin, leiðtogi verkamanna flokksins í Ástralíu, sá sem sigursæll reyndist við síð- ustu kosningar þar, hefir nú tekið við völdum og myndað nýtt ráðu- neyti, en fyrverandi forsætisráð- herra, S. M. 'Bruce, hefir sagt af sér. * * * Humberto prins og konungsefni ítala, er nú í Brussels í Belgíu, í þeim erindum að fastna sér Marie Jose prinsessu, en hún er dóttir Alberts konungs og Elízabetar drotningar. Fyrirlestur um Island Séra Kristinn K. Olafson, for- seti kirkjufélagsins, flutti á fimtu- dagskveldið í vikunni sem leið, langan og fróðlegan fyrirlestur um ferðir sínar á íslandi í sumar. Var fyrirlesturinn fluttur í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg, og var þar margt fólk saman komið og leyndi sér ekki, að “enn eins og forðum”, fýsir Vestur-íslendinga mjög að heyra sagt frá ættland- inu og frá frændum og vinum þar “heima.” Er þetta í fyrsta sinni, sem séra K. K. Ólafsson hefir séð ísland, því hann er fæddur og uppalinn hér í landi, og er hið sama að segja um frú hans, en hún var með honum í þessari för. Bæði eru þau ættuð af Norðurlandi, Þing- eyjarsýslu og Eyjafirði, og eiga þar frændfólk margt, enda ferð- uðust þau mest um þau þau hér- uð, en komu þó fyrst að landi á Austfjörðum, og komu inn á flesta firðina. Alla leið norðan úr Þing- eyjarsýslu og suður í Reykjavík, ferðuðust þau í bíl, nema á bát yfir Hvalfjörð. Einnig fóru þau til Þingvalla og alla leið austur í Fljótshlíð. Hér skal ekki út í það farið, að segja frá efni fyrirltestursins, en vér skildum fyrirlesarann þannig, að honum hefði þótt land- ið “fagurt og frítt”, en þó jafnvel litist enn betur á fólkið en landið. Sérstaklega fanst honum mikið til um föðurlandsást íslendinga, trú þeirra á landið og framtíð þjóðarinnar og fórnfýsi þeirra, að leggja mikið í sölurnar fyrir land og þjóð. Eins og auglýst hafði verið, var fyrirlesturinn fluttur til arðs fyrir Jóns Bjarnasonar skóla. Skólastjóri, séra Rún. Marteinsson, skipaði forsæti, en áður en fvrir- lesturinn hófst, sungu þau Mr. Paul Bardal og Mrs. J. Stefáns- son, nokkra söngva, öllum við- stöddum til mikillar ánægju. Næsta kveld var fyrirlesturinn endurtekinn í Selkirk, og mun séra K. K. ólafson ætla sér að flytja hann enn á nokkrum stöðum í ís- lenzku bygðunum hér vestra, og þarf ekki að efa, að því verði vel tekið úti í sveitunum, engu síður en í Winnipeg og Selkirk. til að skapa nú verk, sem íslandi | væri, að jafnungur maður fengi má til sóma verða. Þeir hafa all- j slíkt tækifæri. Óskaði hann Beck ir lagt mikið erfiði á iig til að I allra heilla í hinu nýja starfi, fyr- gera hátíðina sem skemtilegasta og viðhafnarmesta. Það ætti því sízt við, að þeir ofan á alt erfiðið og fyrirhöfnina, þyrftu að verða fyrir beinu fjár- hagslegu tjóni og það all-tilfinn- anlegu, þegar litið er til féleysis ísl. listamanna. “Brautin” telur rétt, að vér kostum minna til tildurboðs út- lendra stórmenna, en gerum held- ur vel við þá, sem ísl. tónlist á hvað mest þroska sinn og framtíð að þakka. — Brautin 18. sept. Auk þeirra tónskálda, sem get- ið er hér að ofan, er hr. Jón Frið- finnsson, einn af keppendunum. —Ritstj. ir hönd skólans, kennara og nem- enda. Brottfarar Becks var getið i flestum stórblöðum Pennsylvan- iaríkis og í þeim öllum var farið einkar lofsamlegum orðum um starfsemi hansc. — Vísir. Frá Islandi Tilkynning Starfsemi Richards Beck Hátíðasöngur Alþingishátíðarinnar Sagt er, að þessi tónskáld taki þátt í samkepninni um að semjá hátíðasönginn (kantötuna) 1930: Bjarni Þorsteinsson. Pálí ísólfsson. Emil Thoroddsen. Björgvin Guðmundsson. Sigurður Þórðarson. Þórarinn Jónsson. Jón Leifs. Hátíðasöngurinn mun verða stærsta tónlistaverk, sem enn hefir verið samið af ísl. tónskáld- um. Er sagt það sé í 14 köflum, og eru sumir nokkuð langir. Hafa sum tónskáldin orðið að verja töluverðu fé til þess að fullgera sönginn í tæka tíð og út- búa hann sem fullkomnast. Fer nú að líða að því, að dæ:nt verði um verkin, því þau kvað eiga að vera komin öll til dómnefndar fyrir 15. n. m. Þegar litið er til þess, hve mikið verk hefir verið unnið hér og hinum fátæku tón- skáldum vorum kostnaðarsámt, er það hin mesta smán, hve lítil og nánasarleg eru verðlaun þau, sem tónskáldunum eru boðin. Það væri því rétt og nauðsyn- legt með öillu, að laun þeirra skálda, sem sigur bera af hólmi, séu hækkuð að stórum mun, helzt upp í kr. 5,000, — fyrir fyrstu verðlaun og samsvarandi fyrir 2. og 3. verðlaun. Og auk þess ætti að greiða öllum þátttakend- um þann beina kostnað, sem þeir hafa orðið fyrir, vegna samning- ar hátíðasöngsins. Allir þátttakendur hafa gert landi sínu hið mesta gagn með söngstarfi sínu. Þeir eru allir viðurkendir gáfu- menn á sínu sviði og eru líklegir Þótt Richard Beck sé enn ung- ur maður, er það orðið ærið starf, sem hann hefir int af hendi, til þess að kynna enskumælandi þjóð- um íslenzka menningu. Þykir óþarfi að rekja starfsemi hans til þessa, því hennar hefir verið get- ið all-ítarlega áður, og er mönnum því nokkuð kunn. Nú hefir hann með höndum undirbuning á safni af enskum þýðingum, á íslenzkum ljóðum og er svo ráð fyrir gert, að safnið komi út í bókarformi í Reykjavík næsta vor. Útgefandi bókarinnar er Þórhallur Bjarna- son, prentari frá Akureyri, og á hann frumkvæðið að útgáfu þýð- ingasafnsins. Ýmsir góðir menn hafa heitið Beck aðstoð sinni við starf þetta eða hvatt hann til þess, svo sem Sir William Craigie, mál- fræðingurinn og íslandsvinurinn, prófessor Halldór Hermannsson, prófessor Skúli Johnson og Jakob- ína Johnson, en Skúli og Jakobína munu hafa verið einna mikilvirk- ust allra við að þýða íslenzk ljóð á ensku. Þykja margar þýðingar þeirra ágætlega gerðar. Þar sem nú annað safn íslenzkra ljóða í enskri þýðingu er á uppsiglingu, safn prófessors Kirkconnells, ætti enskumælandi menn að geta feng- ið allgóða hugmynd um ljóðagerð fslendinga, þegar þessar bækur eru komnar út. Richard Beck hefir sjálfur gef- ið sig talsvert að ljóðasmíði, í frí- stundum sínum, og mun ljóðabók eftir hann koma út í Winnipeg í haust. í júlíhefti “Scandinavian-Ame- rican Review” er grein eftir Beck um Stephan G. Stephansson, með mynd af skáldinu. Beck hefir að undanförnu verið enskukennari í Thiel College, í Pennsylvania, en jafnframt unn- ið mikið að því að fræða um bók- mentir Norðurlanda, og þá sér- staklega íslands, með fyrirlestra- haldi og ritgerðum, í blöðum og tímaritum. T. d. kom fyrir nokkru síðan grein eftir hann í ‘^Ccandi- navian Studies and Notes”, sem heitir “Iceland’s Thousand Year Old Parliament”. Þessi fræðslu- starfsemi Becks hefir vakið mikla eftirtekt, sem vænta mátti, og sem háskólakennari hefir hann getið sér hið bezta orð, enda hefir hann nýlega verið kjörinn prófessor í Norðurlandamálum og Norður- landa bókmentum við North Da- kota háskólann, í Grand Forks. Verður hann jafnframt forseti deildarinnar í Norðurlandafræð- um. Háskóli þessi er mikil og góð stofnun og 1 þeim hluta Amé- ríku, sem Norðurlandabúar eru fjölmennastir. Beck er án efa vel hæfur til þessa starfs, því hann lagði mikla stund á norræn fræði í Cornell háskólanum, og hefir alt af eftir föngum aukið þekkingu sína í békmentum Norðurlanda. í blaðinu ‘The Record-Argus”, sem er gefið út í Grenville, þar sem Thiel háskólinn er, birtist nýlega grein um Beck. Er þar skýrt ít- arlega frá starfsemi hans og tek- in upp kveðjuorð rektors háskól- ansð dr. Xanders, sem fór miklum lofsorðum um Beck og komst svo að orði, að skólinn misti mikils, er Beck færi, en honum hefði boðistj svo virðuleg staða, að Reykjavk, 20. sept. Þrír menn druknuðu á Reykja- víkurhöfn aðfaranótt laugardags- ins s. 1. Er ekki kunnugt með hvaða hætti þetta hörmulega slys hefir borið að höndum, en þeir fundust við Elíasarbryggju um kl. 3 um nóttina, og var einn þeirra þá með nokkru lífsmarki". Menn- irnir hétu: Guðmundur Jónsson, verkstjóri, Sigurbjörnt Jónasson, formaður, og Jóhannes Björns- son. — Tíminn. Pálmi Hannesson, kennari frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri, hefir verið settur rektor við Mentaskólann í Reykjavík, í stað Þorl. H. Biarnasonar, sem hefir gegnt því starfi síðan Geir Zoega andaðist. Séra Jakob Ó. Lárusson, sem gegndi skólastjórn við Laugar- vatnsskólann í fyrra, mun ekki gefa kost á sér til þess framveg- is, vegna prestsembættis síns og prestakalls. Skólastjóri á Laug- arvatni verður Bjarni Bjarnason, skólastjóri í Hafnarfirði. Tómas Jóhannsson, smíða- og leikfimiskennari á Hólum í Hjalta- dal, andaðist 4. sept. s)ðastl. — Tíminn. Reykjavík, 28. sept. Stefán Þorvarðsson lögfræðing- ur hefir verið skipaður fulltrúi í utanríkisráðuneytinu. Hann hefir undanfarið unnið í utanríkismála- ráðuneytinu í Khöfn og á alræðis- manna skrifstofu Dana og íslend- inga í Montreal í Canada. Vaxtahækkunin. — Á öðrum stað í blaðinu auglýsa bankarnir hækkun vaxta. Samkvæmt henni hækka forvextir úr 7% í 8%, en innilánsvextir um %%. Eru þá innilánsvextir af sparisjóðs inn- lögum 5%., en af innlánsskírtein- um 5%%. Vaxtahækkun þessi á orsakir í hækkun forvaxta í öðr- um löndum. Fyrir nokkru síðan hækkuðu forvextir í New York 6%, En það hafði þau áhrif, að Englandsbanki hækkaði forvexti 23. þ.m. úr 5H í 6%. Vegna gríð- arlegs burtstreymis peninganna til jBandairíkjanna. !Er stórkost- legt og vaxandi atvinnulíf Banda- ríkjanna talin frumorsökin til þessarar hækkunar. Hafa nú kom- ið tilkynningar frá Noregi um að forvextir þar séu hækkaðir í 6% og frá Danmörku um hkækun í 5%. Þessir eru hækkaðir vextir seðlabankanna. En í almennum viðskiftaböknum eru vextirnir hærri og voru vextir bankanna hér orðnir lægri en tilsvarandi vextir í nágrannalöndunum. “Andi hinna óbornu” nefnist bók, sem frú Svafa Þórhallsdóttir á Hvanneyri hefir þýtt og gefið út. Höfundar teljast “tveir starfs- menn”. Bókin er siðspekilegt rit, “ákall um hreinleika” og kær- leiksþroskun meðal kynslóðanna. Bókin er rituð á hreinu máli og látlausu, flutningur efnisins heit- tir og alvöruþrunginn. Frágangur bókarinnar og ytra útlit smekk- legt. Skeyti hefir borist um það, að fulltrúi Lögþingsins færeyska á 1000 ára afmælishátíð Alþingis verði Mitens forseti Lögþingsins. Guðm. G. Bárðarson og Trausti Ólafsson hafa í sumar rannsakað Fyrir hönd Cunard eimskipafé- lagsins, er mér það sérstakt á- nægjuefni, að skýra íslenzkum al- menningi frá, að á þeim tveim vikum, er eg hefi dvalið hér í borginni, hafa yfir sextíu íslend- ingar, búsettir í Winnipeg, keypt sér far til Islands méð skipinu Andania, er siglir frá Montreal þ. 6. júní 1930. Fólk þarf ekki að ætla, að hér sé öll sagan sögð, því margir eru þeir enn í borginpi, sem ákveðið hafa að tryggja sér far einhvern hinna næstu daga. Eg dvel ekki Iengur í Winnipeg að sinni, en fram að mánaðamótunum. Þess vegna er áríðandi, að þeir Winni- peg-íslendingar og aðrir í grend- inni, sem enn hafa eigi gefið sig frarn, geri það sem allra fyrst. Thorstína Jackson Walters, 270 Main Street, Winnipeg. Talsími: 26 841. Reykjavík, 20. sept. í kvöld kom hingað enskur tog- ari með skipshöfnina af norska flutningsskipinu “Norman”, er sökk í fyrrinótt út af Glettinga- nesi. Var stórsjór og rokstormur, og hefir skipið sennilega liðast sundur. — Það var með fullfermi af síld til Svíþjóðar. Enskur tog- ari bjargaði skipshöfninni og flutti hingað. — Mgbl. Akureyri, 19. sept. Vonskugarður þ. 17. þ.m. Vél- báta vantaði úr Hrisey og frá Siglufirði. Enskir botnvörpungar voru fengnir til að leita og fundu Hríseyjarbátana, sem ekki hafði hlekst á. — Siglufjarðarbáturinn, sem menn voru hræddir um, kom í morgun, hafði hrakið austur Skjálfandaflóa. — Allir bátar á Siglufirði töpuðu lóðum, mest 40. Afli sæmilegur. 1— Mgbl. Flugleiðin um ísland. Frá Berlín er símað til Kaup- mannahafnar blaðsins ‘Politiken’, að Eric Geddes, formaður brezka flugfélagsins ‘Imperial Airways’, áformi að vinna að því að koma á fastri flugleið á milli Englands og Canada yfir Færeyjar, ísland og Grænland. Frá London er símað til ‘Poli- tiken’, semj svar við fyrirspurn, að Imperial Airways láti vinna að undirbúningii tillagna um flugleiðina á milli Englands og Canada, en undirbúningurinn sé þó enn þá á íhugunarstiginu. — Mgbl. Reykjavík, 24. sept. Eggert Stefánsson söng í Gamla Bíó á sunnudaginn við mikla að- sókn. Söng hann eingöngu ís- lenzk lög. Bar mikið á lögum eftir yngri tónskáldin, þá Þórarinn Jónsson, Björgvin Guðmundsson Og Markús Kristjánsson. Varð söngvarinn að endurtaka mörg lögin og syngja aukalög. Mótmæli gegn fækkun presta.— Á héraðsfundi Kjalarnessprófasts- dæmis 17. þ. m., voru samþyktar svo hljóðandi ályktanir: “Héraðsfundurinn ályktar, að ekki geti komið til mála, að fækka prestum í prófástsdæminu, og að sameining prestakalla í því sé ó- hugsanleg.” “Héraðsfundurinn telur útvarp guðsþjónusta æskilegt af ýmsum ástæðumren alls ekki hæft til þess að geta valdið fækkun presta.” — Mgbl. í síðastliðnum nóvembermánuði sáust arnarhjón með tvo unga við Skriðuvað í Vatnsdal Héldu ern- irnir sig þar um slóðir, á svæðinu frá Skriðuvaði að Húnaós, allan Ólafsson hata í sumar rannsaxaoi . , , , , „ . . ... » , , veturmn og fram í april Þa hurfu gullfund í Esjunni, og telja að þar I . ... , „ . ‘ o-rtrnln omlmii’ fram í Vat.ns- sé um talsvert gull að ræða, þótt óvíst sé enn, hvort vinsla mundi svara kostnaði. Pétur Sigurðsson magister hef- ir verið settur háskólaritari í stað Ólafs Rósengranz, sem sagt hefir starfinu lausu. — Tíminn. ernirnir fram í Vatns- gil, því að þar hafa þeir átt hreið- ur síðastliðin tvö sumur En ó- kunnugt er hvað hefir orðið um ungana Til þeirra sást við Bjargaós í maí, en síðan hafði sögumaður Mgbl ekki spurnir af þeim — Mgbl.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.