Lögberg - 31.10.1929, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. OKTÓBER 1929.
Bls. 3.
SÓLSKIN
yrir börn og unglinga
Fanney og Sœbúinn
—Danskt þjóðkvœði —
Og hér skaltu nú sitja á liörðum lagarstein
og liafa þér til skemtunar dauðra manna bein.
Fanney stendur á hömrunum há,
svanirnir syngja,
og marbendill skýzt upp úr bylgjunum blá.
Fanney mín fagra!
Hans hár var á lit eins og logandi gull
og augu hans sólbjört, af ástúð full.
Ó, heyr þú mig, landmey, skærst er skín!
Viltu’ ekki heitbrúðir verða mín?
Ójú, víf þitt eg verða skal,
ef vilt þú mig leiða’ o’ní Ránar sal.
Hann lukti liennar eyru og líka hennar munn
og leiddi hana niður á sjávargrunn.—
1 demantshöllu svo djpt í sjó
nú gengur Fanney með gullrauða skó.
Þau sjö eignuðust syni um átta hjúskaps ár
■og eina fagra dóttur með gullslitað hár.
Við rekkjuna sat Faney og raulaði ljóð;
þá rann að liennar eyrunum landsklukkna-
hljóð.
Þá manninn sinn hún hitti og mælti til lians:
Æ, má ég fara í kirkju til ættingja lands?
Já, gakk þú strax í kiúkjuna, góða kona mín,
en glejmidu ekki að finna síðar ungbörnin þín.
Já, örugt máttu treysta, að víslega ég vil;
í veröldinni ég á ekkert kærara til.
En er þú fer í kirkjuna kona mín, vitt,
að nota mátt ei glitrandi gullmenið þitt.
Og ef þú skyldir koma í kirkjugarð inn,
þá máttu ekki breiða út bjarta haddinn þinn.
Og ef þú skyldir víkja í vopnaklefann inn,
þá láttu bros ei fæðast á ljósrjóðri 'kinn.
Og ávo þegar kemur þú kirkjugólfið á,
máttu ekki sæti taka móður þinni hjá.
Og svo er prestur hrópar vorn herra á,
þú höfði drjúpa mátt eigi þá.
En þegar í guðshúsið gekk liún þar,
hún gullmenið sitt hið fagra bar.
Og þegar hún kom í ‘kirkjugarðinn,
þá greiddi hún út fagra gullhaddinn sinn.
Og þegar hún veik í vopnaklefann inn,
þá læddist bros um hennar Ijósrjóða kinn.
Og þegar hún inn á kirkjugólfið gekk,
þá greiðlega Lún settist á móður sinnar bekk.
Og þegar prestur hrópaði iherra vorn á,
hún bljúglát höfuð sitt hneigði þá.
Þá móðir hennar tjáði, sem mjög var henni
nær:
Hvar hefir þú dvalið Fanney, dóttir mín kær?
Hvar hefir þú dvalið í öll þessi ár
og livers vegna er vangi þinn livítur sem nár?
Á hafsins botni er höllin mín
og hafmanni gift er dóttir þín.
Og þarna sjö á eg syni f jær
og svolitla gullinhærða mær.
Nú,—hvernig var, barn mitt, brúðargjöf
bóndans er hvlja Ránar tröf?
Gullhringa fimm þá gaf liann mér,
þá gersemi ’ er engin drotning ber.
Svo gaf hann mér líka gullspenta skó;
þá gersemi ’ á engin drotning þó.
Gullstrengja hörpu enn gaf hann mér,
að grípa, er sorgin að dynim ber. —
En nú vil ég búa á grænni gnind
og ganga’ ekki frama.r bárum und.
Þær hugðu’ að þær væru þarna tvær,
en þó var Fanneyjar bóndi nær.
Hans hár var bjart eins og brennandi gul
og brúnaljós hans af undrun full.
Fanney! Fanney kæra, æ, komdu strax með
mér,
krakkas'kinnin heima nú bíða eftir þér. -
Já, þau mega nú bíða um bvsna góða stund
því aldreigi framar ég ætla’ á þeirra fund.
Æ', mundu eftir l>örnunum móðurlausu smá,
að minsta kosti unganum er í vöggunni lá.
Nei, búa skal ég framar ei börnunum hjá,
því börnin ég ei elska, hvorki stór eða smá.
Þá hafmaður rétti upp hægri mund:
Sótmyrkur faðmi fjöll og grund!
Þá kom geigvænlegt þokuský
og landið huldist húmi í.
Fanney þá fálmar í blindni, —
finnur ei veg á strindi.
Hún ætlaði’ að ganga um grænan skóg,
en gekk þá óvörum nið‘ r að sjó.
Hún ætlaði’ að halda heim að bæ,
en hélt þá veginn, er lá í sæ.
Velkomin Fanney und bárur blá!
blómland framar ei skaltu sjá.
Aldrei framar skaltu ganga grænni jörð á
og aldrei framar skaltu þín ungbörnin sjá.
En gullstrengja hörpuna, hana máttu slá,
Ef liarmur þinn kynni að sefast nokkuð þá.
Það heyrðu menn glögglega í skrúðgrænum
skóg.
Svanina syngja.
Fanney hörpuna í hafi sló.
Fanney mín fagra!
—Burknar.
VILJI GUÐS OG LANGLYNDI.
“Guð vill, að allir menn verði hólpir og kom-
ist til þekkingar á sannleikanum. ”
Hann hefir í eitt skifti fyrir öll birt vilja
sinn um þetta með því að ha’nn gaf sinn ein-
getinn son, til lausnargjalds fyrir alla.
Og Esekíel spámaður flvtur þessi skilaboð
frá Drotni:
“Ætli ég hafi þóknun á dauða hins óguð-
lega, segir Drottinn, og ekki miklu fremur á
því, að 'hann hverfi frá sinni illu breytni og
haldi lífi?” Og enn segir hænn: “Eg hefi eigi
velþóknun á dauða nokkurs manns. Látið því
af, svo að þér megið lifa.”
Og postulinn Pétur segir í öðru bréfi sínu:
“Ekki er Drottinn seinn á sér með fyrirheitið,
þótt sumir álíti það seinlæti, heldur er hann
langlyndur við yður, þar .sem hann vill ekki að
neinn glatist, heldur að allir komist til iðr-
unar.”
Margir eru óþolinmóðir á þrengingartímum
guðs ríkis; þeir vilja að Drottin láti tll skarar
skríða með sér og óvinum sínum. En Drottinn
frestar hegningunni, ófrjóva fíkutréð fær að
standa; öxin ríður ekki að rótum þess.
Þessu veklur langlyndi Guðs. Og því má
ekki gleyma, að þ:..ð, sem eru þúsund ár fyrir
oss, er ekki nema einn dagur fyrir honum.
Spámanninum Habakuk vitraðist, að Drott-
inn mundi hjálpa lúnum réttlátu í landinu, sem
umkringdir voru af óguðlegum mönnum. En
honum þótti Drottinn seinn á sér.
Þá svaraði Drottinn: Skrifa þú upp vitrun-
ina og letra svo skýrt á spjöldin, að iesa megi
viðstöðulaust. Því að enn hefir vitrunin sinn
ákveðna tíma, en hún skudar að takmarkinu
og bregzt ekki. Þótt liún dragist, þá vænt henn-
ar, því hún mun vissulega koma og eigi undir
lok líða. Þá mun hinn réttláti lífi halda fyrir
trúfesti sína.
Og spámaðurinn Jesaja flytur svolátandi
skilaboð: “Eftirleifar yðar skulu verða sem
vitastöng á fjallstindi og sem hermerki á hól.
Fvrir því dregur Drottinn það, að miskunna
yður og fyrir því heldur hann kyrru fvrir, unz
hann getur líknað yður, því að Drottinn er Guð
réttlætis. Sælir eru þeir, sem á hann vona.
Og höf. Hebreabréfsins segir og wtnar til
Jesajasar spámanns: “Innan harla s'kamms
tíma mun sá koma, sem koma á, og ekki dvelst
honum; en minn hinn réttláti mun lifa fyrir
trúna, og skjóti hann sér undan, þá hefir mín
sála eigi geðþekni á honum.” Og síðan segir
bréfritarinn: “En vér erum ekki undanskots-
menn til glötunar, heldur menn trúarinnar til
sáluhjálpar. ’ ’
Það ríður á að reynast trúr í þrengingunni.
Og postulinn Páll segir: “Eða lítil^virðir þú
ríkdóm og gæzku Guðs og umburðarlvndis og
langlyndis.” Guð er að bíða eftir betrun þeirra,
sem eru óvinir hans. Bíðum með honum. Dæm-
um þá eigi, sem illa breýta.
Bíðum með Drotni eftir betrun þeirra, sem
friðkeyptir eru með sömu fórn og vér. Biðjum
fyrir þeim, þá verður oss léttara að þola ilt af
þeirra hendi, því að þá viljum vér um fram alt,
að þeir snúi sér og lifi.
Drotni einum ber dó;murinn. Sá, sem dæm-
ir, mun sjálfur dæmdur verða. — Hmbl.
DE THOU
(sagnaritari.)
Jacques Auguste De Thou var fæddur í
París 8. okt. 1558. Hann var af göfugu bergi
brotirm. Faðir lians var Christoplie De Thou,
fyrsti forseti frakkneska þjóðþingsins (Parlia-
ment). Enjskugga slær það á hann í augum
sagnaritara, live liörðum hleypidómum hann
beitti gegn Hugenottum, hinum frakknesku sið-
bótamönnum, liæði frá lagalegu og trúarbragða-
legu sjónarmiði.
Sonur haiis var einkar veikgerður í æsku
og lögðu foreldrar iians því litla rækt við hann,
og því mun það hafa orðið að ráði, að liann
skyldi læra klerklega fræði, er hann óx og
styrktist; tok hann síðar hinar minni vígslur
og voru fengin fátæk brauð til að þjóna. En
Jrað var þá einkum kirkjurétturinn kaþólski, er
hann lagði mesta stund á í skóla. En er hann
var miðaldra, 'þá sagði hann af sér klerkdómi
og kvæntist og gerðist leikmaður. En sakir
yfirburða og þe'kkingar í lögum og sögu, þá fékk
frakkneska stjórnin honum ýms erindi til að
reka og veitti honum virðuleg emlrætti til for-
stöðu. Loks gerði konungur hann að bókaverði
sínum, því að liann var hinn bókfróðastí maður
þeirra tíma. Þá (1593) tók hann að rita hina
miklu Frakklandssögu sína, og hóf hana með
árinu 1546 og hélt henni áfram alt til 1607. Hún
er í tveimur pörtum; fyrri parturinn er 18 bæk-
ur, og síðari parturinn 138 bækur. Það er sá
þátturinn úr sögu Frakklands, sem bezt er rit-
aður. Inn í söguna tekur hann ýmsa viðburði
úr sögu annara þjóða hér í álfu, en þar hafa
heimildir hans ekki verið jafntrúar.
Því fór þó gjarri, að De Thou mætti alt af
sitja vfir bókunum. Hver frakkneski þjóðhöfð-
inginn af öðrum sendi í hann í margvíslegum
erindum til ýmsra landa, því allir treystu þeir
honum manna bezt til að reka vandasöm er-
indi, og þar á meðal Maria de Medice, sem al-
kunn er af siðbótarhatri sínu. Frátafirnar
urðu því ærið margar.
Frásögn hans öll þykir vera frábærleg, þar
sem 'hann er þó að segja frá samtíð sinni.
Mátti um hann segja. hið sama og Sturlu Þórð-
arson: Þann mann vissi eg alvitrastan og hóf-
samastan, svo segir hann lilutdrægnislaust frá
atburðum og mönnum.
Samt þótti ýmsum kaþólskum mönnum hann
tala um of hlýlega um siðbótina og siðbótar-
menn; en aftur þykir öðrum það prýða söguna.
Kal>ólskum mislíkaði það líka, að hann studdi
að því, að skipunin, sem kend er við Nantes, um
trúarbragðafrelsi siðbótarmanna, væri gefin út
og andmaúti því, að úrskurðir kirkjuþingsins í
Trent gengi í gildi á Frakklandi, að allir siðbót-
armenn skvldu vera réttlausir villutrúarmenn.
— Hann dó 1617. — Hmbl.
BARNADÍSIN.
Smásaga handa börnum, eftir .......
önnu Ásmundsen.
Enn þá hafði María litla fengið ávítur. Hún
var löt, ákaflega löt, þegar hún átti að gegna
skyldum sínum, sem ekki voru þó neitt sérlega
miklar, t. d. að læra lexíurnar sínar, æfa sig á
hljóðfærið og hafa. hreinlæti um hönd. Ó, já,
þessi stöðugi handaþvottur var t. d. að eins
fundinn upp til að skaprauna litlum stúlkum.
En þegar um leiki var að ræða, þá var hún
með. Ekkert tré var svo hátt, að hún gæti
e'kki klifrað efst upp á toppinn, og sá gaddavír
var ekki til, sem aftrað gæti Maríu frá að
klifrast yfir girðingu. Aftur á móti voru brúð-
ur hennar í megnustu vanhirðu, því miður, og
einna líkastar druslum, og hefði móðir Maríu
ekki litið eftir henni daglega, þá mundi María
sjálf hafa litið rrt eisn og brúðurnar.
t dag liafði María, eins og áður er sagt,
fengið ávítur, og móðir hennar ihafði verið
alvarlega reið. María elSkaði móður sína, en
það var svo erfitt að vera þæg, og þess vegna
grét hún, þegar Lniið var að ávíta hana, en
gleymdi þó ‘bráðlega ölu saman og alt sótti í
sama liorfið. Hún hafði farið út í garðinn með
lestrarbókina sína, því að sólin skein svo blítt.
1 uglarnir sungu og María var að hugsa um,
að enginn í allri veröldinni væri eins sorgmædd-
ur og hún og svo féll hún aftur í grát.
En hvað var þetta? Alt í einu stóð lítil, vel
klædd brúða við lrlið hennar. Hún var í skín-
andi kjól og geislabaugur var um höfuð henni.
Þegar María hafði virt hana betur fyrir sér,
sá hún að hún hafði líka vængi, eins smágerða
og létta og fluguvængi, en skínandi bjarta. Hún
stóð þarna og brosti til Maríu, og María hugs-
aði: “Nei hún er lifandi”. Brúðan gekk nú
alveg til hennar, tók í hönd hennar og sagði:
“Eg er dís, ein af þeim, sem þú hefir lesið um
í æfintýrabókunum, og eg heyrði að þú varst. að
gráta. Svo hugsaði eg að það væri illa farið og
ef þú vilt nú fylgjast með mér og taka vel eft-
ii öllu, ,sem eg sýni þér, þá held eg að þú grátir
ekki oftar af sömu ástæðu og í dag. Komdu nú
með mér. ”
Þær fóru nú af stað, og rétt fyrir utan garð-
inn var maurabú. “Nú ætla eg að gera okkur
svo litlar, að við getum farið þarna inn án þess
að eyðileggja< nokkuð fyrir þessum litlu iðnu
dýi*um, ’ ’ sagði dísin, og alt í einu urðu þær eins
litlar og maurar.
En hvað María var hrædd! Mauraþúfan
leit út eins og heljarstór 'klettur og það úði og
grúði af dýrum, sem fóru þar út og inn, álíka
stórum eins og hún var sjálf. Hún þrýsti svo
fast hendi dísarinnar, að hún sagði: “Þú skalt
ekki vera hrædd, María. Mauramir vita vel,
að j)ú kemur aðeins til að læra. af þeim og að
þú ætlar ekki að gera þeim neitt mein. Sjáðu
bara hvað þeir líta vingjarnlega út!”
Já, alveg rétt. Þegar María gætti betur að,
sá hún aði þeir litu vingjamlega til liennar,
eins og þeir vildu segja: “Komdu aðeins til
okkar og lærðu reglusemi, sparsemi og gleðina
við að vinna.”
Svo fóru þær þarna inn. Þær gengu um alla
ganga, litu á herbergin, vinnustofurnar og
forðabrírin. Allstaðar voru annir og reglusemi.
Nei, svona hafði María aldrei getað hugsað sér
maurabú. Hún hafði svo oft öfundað þá vegna
þess, að hún sá aldrei neina mömmu, sem heimt-
aði að litlu maurarnir létu hvern hlut á sinn
stað. Þeir komu lienni svo fyrir sjónir, eins og
þeir væru alt af á þönum hingað og þangað og
að leika sér, og þegar þeir gerðu eitthvað til
gagns, þá týndu þeir barrnálar saman í hrúgu,
sem að lokum varð að þúfu.
“Sérðu nú hvað þeir eiga annríkt?” mælti
dísin. “Og sérðu hvað þeir eru allir glaðir?
Hér situr enginn og grætur.”
Þegar þær fóru út aftur, hneigðu maurarnir
sig og litu svo skringilega út, að María gat ekki
stilt sig um að lilæja. “Ef þú vilt nú vera kát
og léttlynd,” sagði dísin, “þá skulum við fljúga
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor Graham og Kennedy Sts.
PHONE: 21 834 Office tímar: 2—3
Heimili 776 Victor St.
Phone: 27 122
Winnipeg, Manitoba.
DR. O. BJORNSON
• 216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—3
Heimili: 764 Victor St.,
Phone: 27 586
Winnipeg, Manitoba.
DR. B. H. OLSON
216-220 Medicai Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
PHONE: 21 834 Offiee tímar: 3—5
Heimili: 5 ST. JAMES PLACE
Winnipeg, Manitoba.
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
.PHONE: 21 834
Stundar augna, eyrna nef og kverka
sjúkdóma.—Er að hitta kl. 10-12 f.
h. og 2-5 e. h.
Heimili: 373 River Ave. Tals.: 42 691
DR. A. BLONDAL
202 Medical Arts B!dg.
Stundar sérstaklega k v e n n a og
barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl.
10-12 f. h. og 3-5 e. h.
Office Phone: 22 296
Heimili: 806 Victor St. Sími: 28 180
Dr. S. J. JOHANNESSON
stundar lœkningar og yfirsetur.
Til viðtals kl. 11 f. h. til 4 e. h.
og frá 6—8 að kveldinu.
SHERBURN ST. 532 SÍMI: 30 877
Drs. H. R. & H. W. Tweed
Tannlæknar.
406 STANDARD BANK BDDG.
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE: 26 545 WINNIPEG
DR. C. H. VROMAN
Tannlæknir
505 BOYD BLDG. PHONE: 24 171
WINNIPEG
G. W. MAGNUSSON
Nuddlæknir.
609 MARY'LAND STREET.
(priðja hús norðan við Sargent).
PHONE: 88 072
Viðtalstimi kl. 10-11 f. h. og 3-5 e. h.
A. S. BARDAL
848 SHERBROOK ST.
Selur likkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaður sá bezti
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Skrifstofu talsími: 86 607
Heimilis talsími: 58 302
PJÓÐLEGASTA KAFFI- OG
MAT-SÖLUHÚSIÐ
sem þessi borg hefir nokkurn
tlma haft innan vébanda sinna.
Fyrirtaks máltíðir, skyr, pönnu-
kökur, rúllupylsa og þjóðræknis-
kaffi.—Utanbæjarmenn fá sér
ávalt fyrst hressingu á
WEVEL CAFE
692 SARGENT AVE.
Sími: 37 464
ROONEY STEVENS, eigandi.
GUÐRÚN S. HELGASON
A.T.C.M.
kennari I
Pianóspili og hljómfrœSi
(Theory)
Kenslustofa: 540 AGNES ST.
Slmi: 31 416
RAGNARH. RAGNAR
Planókennari
Nemendur, er njóta vilja planó-
kensiu hjá Ragnari H. Ragnar,
geta byrjað nú þegar.—Nemend-
ur búnir undir öll próf, bæði byrj-
endapróf og A.T.C.M.
Allar upplýsingar g e f n a r að
kenslustofu 693 Banning St.
PHONE: 34 785
H. A. BERGMAN
Islenzkur lögfræðingur
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P. O. Box 1656
PHONES: 26 849 og 26 840
Lindal Buhr & Stefánsson
íslenzkir lögfræðingar.
356 MAIN ST. TALS.: 24 963
Peir hafa einnig skrifstofur að
Lundar, Riverton, Gimli og
Piney, og eru þar að hitta á
eftirfylgjandi tlmum:
Lundar: Fyrsta miðvikudag,
Riverton: Fyrsta finúudag,
Gimli: Fyrsta mlðvikudag,
Piney: priðja föstudag
I hverjum mánuði.
J. RAGNAR JOHNSON
B.A., LL.B., LL.M. (Harv.)
, fslrnzkur lögmaður.
Rosevear, Rutherford, Mclntosh and
Johnson.
910-911 Electric Railway Chmbrs.
Winnipeg, Canada
Simi: 23 082 Heima: 71 753
Cable Address: Roscum
JOSEPH T. THORSON
Islenzkur lögfræðingur
SCARTH, GUILD & THORSON
Skrlfstofa: 308 Mining Exchange
Bldg., Main St. South of Portage
PHONE: 22 768
G. S. THORVALDSON
B.A., LL.B.
Lögfræðingur
Skrifstofa: 702 Confederatíon
Life Building.
Main St. gegnt City Háll
PHONE: 24 587
Residence
Phone 24 206
Offlce
Phone 24 963
E. G. Baldwinson, LL.B.
íslenzkur lögfræðingur
708 MINING EXCHANGE
356 MAIN ST. WINNIPEG
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
601 PARIS BLDG., WINNIPEG
Fasteignasalar. Leigja hús. Út-
vega peningalán og eldsábyrgð
af öllu tagi.
PHONE: 26 349
A. C. JOHNSON
907 Confederation Life Bldg.
WINNIPEG
Annast um fasteignir manna.
Tekur að sér að ávaxta sparifé
fólks. Selur eldsábyrgð og bif-
reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr-
irspurnum svarað sainstundis.
Skrifstofusimi: 24 263
Heimasími: 33 328
ALLAR TEGUNDIR FLUTNINGA!
Nú er veturinn genginn 1 garð,
og ættuð þér því að leita til mln,
þegar þér þurfið á kolum og
við að halda.
Jakob F. Bjamason
668 Avlerstone. Simi 71 898
PÁLMI PÁLMASON
Violinist and Teacher
654 BANNING ST.
PHONE: 37 843
Mrs. M. W. Dalman
Teacher of Píanoforte
778 VICTOR ST.
PHONE: 22 168
BJÖRG FREDERICKSON
Teacher of Piano
Suite 7, Acadia Apts.
Telephone: 72 025
upp í stóra linditréð inni í garðinum og þá get-
urðu fengið að sjá, hvernig fuglunum líður.”
“Ó, fuglamir,” sagði María, “þeim líður
nú bara vel, það veit ég. Þeir fljúga, syngja og
era í eltingaleik; allan liðlangan daginn. En
hvað þeir eiga gott.” (Frh.)