Lögberg - 31.10.1929, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. OKTÓBER 1929.
Bls. 6.
Mánadalurinn
EFTIR
J AC K LON DON.
Hami sneri sér alt í einu að Willia.
“Heyrðu, Roberts! Þið hjónin eruð að leita
vkkur að bújörð, og 'þið hafið fastlega ásett
vkkur að fá hana. Þið skuluð fara að mínum
ráðum, þó þar sé nokkuð hart að gengið. Þið
skuluð fyrst gerast leiguliðar. Fáið þið ykkur
bújörð, einhversstaðar þar sem gamla fólkið
er dáið, en unga fólkið þykist of gott til að
vinna sveitavinnu. Níðist svo á landinu, alt
sem hægt er, og takið úr því alt sem það getur
í té látið. Gerið ekki við neitt og kostið engu
til og eftir þrjú ár munuð þið hafa nóga pen-
inga til að kaupa bújöið og borga fyrir hana út
í hönd. Þá skuluð þið breyta um búskaparlag.
Þá skuluð þið fara að láta vkkur þykja vænt
um bújörðina ykkar, næstum því eins og böm-
in ykkar, ef þið ættuð þau. Hlynnið að því með
öllu móti, og það mundi komast að því, að alt
sem þið gerið fyrir það, marg borgar sig. Gæt-
ið þess, að rækta ekkeit nema beztu tegundir,
og hafa engar skepnur nema af bezta kyni.”
“Þetta væri óhæfilegt ranglæti,” sagði Sax-
on. “Þetta er ekki holt ráð.”
“En við lifum á vondum tímum,” sagði
Hastings og glotti. “ Þessar aðfarir, að ræna
landið, er nokkuð sem viðgengst allstaðar í
Bandaiíkjunum, og er því glæpur, sem öll
þjóðin er sek um. Eg mundi ekkj hafa gefið
bónda þínum þetta ráð, ef eg hefði ekki vitað,
að landið yrði rænt engu að síður, þó hann geri
það ekki. Það er nóg af Portúgalsmönnum og
ítölum til að gera það, þó bann gengi undan.
Þegar þeir eru búnir að koma sér hér fyrir, þá
senda þeir systrum sínum og föður- og móður-
systmm fargjöld til að koma líka. Hugsum
okkur að vínbúðin væri að brenna og Rínarvín-
in stre>-mdi eins og út á strætið. Mundir þú
þá ekki fá þér að drekka, ef þig langaði til þess?
Auðæfi þjóðarinnar renna alt af í stríðum
straumum og fara til ónýtis. Hjálpaðu þér
sjálfur, eða ef þú gerir það ekki, þá gera inn-
flytjendumir það.”
“Þið þekkið ekki manninn minn,” flýtti
Mrs. Hastings sér að segja. “Hann er alt af
að vinna á landinu og líta eftir því, sem þar er
gert. Við ihöfum mikið af skóglendi og það má
aldrei höggva nokkurt tré, nema með hans léyfi,
og hann hefir plantað fjölda af trjám. Hann
er alt af að bæta landið með öllu móti og hann
er alt af kaupa meira af landi, sem komið er í
órækt og bæta því upp það sem aðrir ræntu af
því. ” —
“Þess vegna veit eg um hvað eger að tala,”
sagði Hastings. “Og þetta ráð, sem eg hefi
gefið ykkur, er gott ráð. Mér þykir vænt um
gróður jarðarinnar. En hlutirnir eru nú einu
sinni svona og verða svona fyrst um sinn að
minsta kosti. En ef eg væri fátækur, þá mundi
eg samt e'kki samt ekki horfa í að stórskemma
fimm hundruð ekrur, til að geta keypt tuttugu
og fimm ekrur handa hjálfum mér. Þegar þið
komið í Sonoma dalinn, þá finnið þið mig, og
eg skal koma ykkur í skilning um, hvernig
þetta alt er í raun og veru. Eg skal sýna ykkur
bæði þennan ránsbúskap, sem eg hefi verið að
tala um, og eins hinn, þar sem landinu er hald-
ið við og það jafnvel gert betra og betra með
hverju árinu. En þegar þið finnið einhvern
landblettinn, sem dæmdur er til eyðileggingar,
þá bara gerið þið það sjálf.”
“Eg skal segja ykkur, að hann hefir sökt
sér í stórskuldir, ” sagði Mrs. Hastings, “til aðl
frelsa fimm hundruð ekrur af skóglandi úr klóm
viðarkolamannanna. ”
Eftir ekki alldanga siglingu, komu þau til
Rio ^ ista og lentu þar. “Lengra upp með ánni
bmdum við bátinn bara við tré á árbakkanum,”
sagði Mrs. Hastings. “Það getur því vel ver-
ið, að þegar þið vaknið í fyrramálið, þá hafið
þið viðargrein rétt yfír höfðinu á ykkur ”
, “Nei, hvað er þetta?” sagði Saxon og benti
a ofurlitinn rauðan blett, sem hún var búin að
fá á handarbakið. “Mýflugur?”
“Það er ekki mikið af þeim enn þá,” sagði
Hastmgs. “En þær koma seinna. Þær eru
stundum svo þéttar, að maður kemst varla á-
fram fyrir þeim.”
Saxon leizt ekki á blikuna, en Willi glotti
við.
JÞað eru engar mýflugur í, mátiadalnum, ”
sagði Saxon.
Nei, fráleitt, ’ svaraði Mrs. Hastings, en
maður hennar fór að afsaka að báturinn væri
svo lítill, að hann gæti ekki lofað þeim að sofa
]>ar um nóttina.
XII. KAPITULI.
á fir Sacramento ána fóru þau á gamaldags
ferju, skamt frá Rio Vista, og af árbakkanum,
s(«n var hlaðinn upp, gátu þau Saxon og Willi
horft yfir sléttlendið, sem var lægra en yfirborð
árinnar, en víðáttumeira en svo, að þau gætu
séð út yfir það. Akvegir lágu í allar áttir og
þarna sáu þau fjölda af smáum bændaheimil-
um, sem þau höfðu ekki séð, eða grunað að til
væra, meðan þau voru í bátnum á ánni.
í þrjár vikur voru þau á þessu svæði og
fóru fram og aftur um það, ýmist gangandi eða
á bátum, því landið var eins og stór eyjaklasi,
en síki og sund óteljandi, sem ekki er hægt að
komast yfir nema á hátum, eða einhvers konar
ferjum. Þarna voru þúsundir manna, sem
allir voru að vinna að landbúnaði, en þó gátu
þau Willi og Saxon verið þarna á ferðinni heila
daga, án þess að fínna nokkurn, sem gat talað
ensku. Þama voru Kínverjar, Japanar, Italir,
Portúgalsmenn, Svisslendingar, Indverjar og
Koreumenn, Noiðmenn, Danir, Frakkar, Arm-
eníumenn og Rússar, svo að segja allra þjóða
menn, nema Bandaríkjamenn. Einstaka þeirra
var þá þarna, en þeir höfðu ofan af fvrir sér
með einhverju öðiu en búskap, og áttu við held-
ur þröngan 'kost að búa. 1 Walnut Grove fundu
þau þó fáaeina Bandaríkjamenn. Einn hafði
þar dálitla sölubúð, annar var vínsali, sá þriðji
slátrari og fjórði ferjumaður. Annars voru þar
í raun og.veru tveir bæir og mikið um að vera.
en báðir voru þeir að mestu bygðir Austurálfu-
mönnum. Mest af landinu var enn eign Banda-
ríkjamanna, en þeir voru ékki þar, og þeir voru
að selja það útlendingum smátt og smátt.
“Við erum komin út á eitthvert andnes á
okkar eig!in föðurlandi,” sagði Willi, þegar
þan voru á leiðinni til Sacramento. “Og þess
verður víst ekki langt að bíða, að við eigum
þar ekki friðland heldur. ”
“Við þurfum ekki að hrekjast út á neitt
andnes í mánadalnum,” sagði Saxon glaðlega.
En það var auðséð, að Willli var alt annað
en í góðu skapi og hann sagði í hálfgerðum
gremjuróm:
“Engir þessara rækals útlendinga geta þú
samt keyrt fjóra hesta eins vel og eg. En þeir
geta unnið að þessum búskap endalaust og
hvíldarlaust. ”
Gremjusvipurinn á andlitinu á Willa, minti
Saxon á mynd, sem hún hafði séð, þegar hún
var barn. Myndin var af Indíána, sem sat á
hestbaki og horfði á lestina, sem þaut eftir
jámbrautinni, er nýbúið var að byggja. Indí
ánarnir voru búnir að vera. Þeir höfðu ekki
staðist samkepnina við hvítu mennina og þeir
hörfuðu fyrir hinum nýja menningarstraum,
sem flutti með sér jámbrautina og svo margt
og margt annað. Voru þau nú líka dæmd til að
hverfa, verða undir í samkepninni við þetta
afar iðjusama fólk, sem nú kom í þúsunda tali
frá Austurálfunni og Norðurálfunni?”
I Sacramento voru þau í tvær vikur. Willi
vann sér þar inn nokkra peninga sem ökumað-
ur, því þau þurftu á þeim að halda til að geta
haldið áfram ferðinni. Þau höfðu verið of
lengi við sjávarsíðuna, í Oakland og Carmel,
til að þola vel hitann þar uppi í landinu. Þeim
fanst þama alt of heitt. Þau fóra því með-
fraSm jámbrautinni í vesturátt til Davisville.
Þaðan fóru þau í norður til Woodland og þar
vann Willi aftur um stund, og Saxon vann
líka, þó honum væri lítið um það gefið. Hún
sagði honum ekkert, til hvers hún ætlaði pen-
ingana, þó hann væri oft að stríða henni á þeim.
Hann vissi heldur ekkert um það, að hún skrif-
aði Bud Strothers og sendi honum dálitla pen-
ingaávísun.
Hitinn fór að verða þeim töluvert erfiður,
og Willi sagði að þau yrðu að fara þangað, sem
kaldara væri.
“Það er enginn rauðviður hér,” sagði Sax-
on. “Við verðum að færa dkkur nær strönd-
inni. Þar finnum við mánadalinn. ’ ’
Frá V oodland fóm þau í suðvestur átt og
komu til Vacaville, þar sem aldinaræktin er í
mestum blóma. Hér vann Willi enn um stund
og hér var það, að Saxon fékk bréf frá Bud
Strothers og ofurlítinn böggul. Þegar Willi,
að loknu dagsverki, kom þangað, sem þau höfð-
ust við, bað hún hann að standa kyrran og loka
augunum. Hann fann, að hún var eitthvað að
fást við brjóstið á bómullarskyrtunni, sem hann
var í, og einu sinni fanst honum eitthvað sting-
ast í brjóstið á sér og bar sig illa, en hún bara
hlóg að honum og sagði honum að hann mætti
ekki opna augun, fyr en hún væri búin að því
sem hún væri að gera.
“Haltu aftur augunum og kystu mig, og sxo
skal eg sýna þér, hvað eg er að gera,” sagði
hún.
Hún kysti hann og hann opnaði augun, og
sá að á skyrtubarminum hans var næld gull-
medalían, sem hann hafði pantsett daginn sem
þau fóra á kvikmyndasýninguna í Oakland og
fengu fyrst þá hugmynd að fara út á land.
“Svo þetta er það sem þú hefir gert við
peningana, sem þú vanst fyrir,” sagði hann
og tók hana í fang sér og faðmaði hana og
kysti, þangað til þau tóku eftir því, að það sauð
upp úr kaffikönnunni.
“Einu sinni þótti mér mikið varið í þessa
medalíu, sem eg fé'kk fyrir íþróta samkepni,”
sagði Willi um leið og hann kveikti í vindllingi,
eftir að þau vora búin að borða. “Eg bý.st við,
að flestum unglingum þyki mikið varið í alt
þess konar. En nú var eg alveg búinn að
gleyma þessu. Mér finst líka, að eg sé nú óra-
veg frá Oakland og mér finst fjarskalega langt
síðan eg var þar.”
“En þetta minnir þig á Oakland,” sagði
Saxon og tók bréfið frá Bud og las það hátt.
Bud gerði víst ráð fyrir því, sem nokkra
sjálfsögðu, að Willi hefði heyrt um endalo'k
verkfallsins, og var því bréfsefnið aðallega
það, að segja hverjir af piltunum hefðu aftur
fengið vinnu sína og hverjir ekki. Hann var
sjálfur einn <áf þeim, sem aftur höfðu fengið
Vinnu sína og var það meira en hann hafði bú-
ist við. Hann kevrði nú sömu heistana, sem
Willi hafði áður keyrt. Hann gat þess, að
gamli formaðurinn væri dáinn, en hjá þeim
tveimur formönnnum, sem félagið hafði haft
síðan, hefði flest farið í handaskolum, og í sam-
bandi við þetta gat hann þess, að eigandinn
hefði þá rétt nýlega sagt, að sér þætti mjög
slæmt, að Willi skyldi vera farinn.
“Eg get sagt þér fyrir víst,” stóð í bréfinu,
“að húsbóndinn veit um hvem oinasta mann,
sm þú áttir í höggi við, meðan á verkfalliim
stóð, en þrátt fyrir það sagði hann við mig í
gær: Heyrðu, Strothers, ef þú mátt ekki gefa
mér utanáskrift lians, þá skrifaðu honum sjálf-
ur og segðu honum að koma strax. Eg skal
borga honum hundrað tuttugu og fimm dali um
mánuðinn, ef hann vill vera formaður fvrir
okkur.”
Þegar Saxon hafði lesið bréfið, þagnaði hún
og hafði ekki orð að segja um bréfsefnið.
Willi lá í grasinu og reykti vindlinginn sinn.
Eftir litla stund leit hami framan í Saxon, eins
‘og vildi hann spyrja hana til ráða, en hann varð
ekki neins vísari um það, hvað hún hugsaði.
“Það er svo sem vandalaust, að ráða fram
úr þessu. Alt sem þú þarft að gera, er að
skrifa Bud Strothers og segja honum, að við
viljúm ekki líta við þessu tilboði, og þegar þú
gerir það, ætla eg að genda honum peninga til
að útleysa úrið mitt, en mér er alveg sama, hvað
um yfirfrakkann verður.”
En þeim leið ekki nærri vel, vegna hitans.
Þau megruðuist og fjörið og áhuginn minkaði.
Þau héldu því lengra í vesturátt, yfir fjöll og
firnindi. Þegar þau komu í Benvess dalinn,
var hitinn svo mikill, að þau þoldu hann varla
og tóku það ráð, að ferðast kveld og morgna,
en halda kyrra fvrir um miðjan daginn og svo
auðvitað meðan dimt var á nóttunni. Enn héldu
þau áfram vestur yfir fjöllin, og komu í hinn
fagra Napa dal. Næsti dalur var Somnoma,
þar sem Hastings átti búgarð, og hafði hann
boðið þeim að heimsækja sig þar. Þangað ætl-
uðu þau að fara, en þá rakst Willi á þá frétt í
einhverju blaði, að skáldið hefði brugðið sér til
Mexico.
“Við sjáum þau seinna,” sagði Willi. Og
héldu þau nú norður eftir Napa dalnum. “Það
er líkt með okkur eins og auðmennina, þeir
hafa nóga peninga, við höfum nógan tíma. Það
gerir víst ekki mikið í hverja áttina við höld-
um, en þó held eg að bezt sé að halda í vestur. ’ ’
Þrisvar sinnum meðan þau vora þama,
neitaði Willi vinnu, sem honum bauðst. Þegar
þau komu á móts við St. Helena, tók £axon eft-
ir því, að þar óx rauðviður, og gladdi það hana
mjög. Þau voru oft ekkj viss um hvert þau
voru að fara, og þau voru svo ánægð, að þau
hálf-gleymdu því, að vinnan væri í raun og veru
nauðsynleg, en vora þess fullviss, að draumur-
inn um mánadalinn mundi einhvern tíma ræt-
ast. t Cloverdale varð Willi fyrir talsverðri
hepni. Þar stóð svo á, að það þurfti á manni
að halda til að keyra fólksflutniingsvagn, sem
sex hestar gengu fyrir. Var það aðallega fólk,
sem kom til að sjá hverana þar í nágrenninu,
sem notaði þennan vagn. Orsökin til þess, að
Willi fékk þetta verk, var sú, að maðurinn, sem
því gegndi vanalega,varð eitthvað veikur, en
eftir tvær vikur var hann orðiinn jafngóður og
fékk Willi þá borgun fyrir vinnu sína og héldu
þau svo áfram.
Saxon hafði eignast ofurlítinn hvolp, en
hann var svo lítill, og ungur, að hann varð fljótt
sárfættur, svo Willi varð að bera hann, eins og
hvern annan farangur, sem þau höfðu með-
ferðis.
Það var ekki fyr en um það leyti, að vetrar-
rigningamar voru að byrja, að þau Willi og
Saxon komu til Ukiah, og þangað komu þau í
rigningu og rennvot.
“Nú erum við búin að vera á ferðinni alt
sumarið og höfum víða farið,, en nú er að því
komið, að við verðum að finna einhvern stað,
þar sem við getum verið í vetur. Mér lízt nokk-
uð vel á mig hér í Ukiah. Við skulum fá okkur
herbergi og þurka fötinxikkar. Á morgun ætla
eg að vita hvort eg get fengið hér nokkuð að
gera, og ef það hepnast, þá getum við verið
hér í vetur, og höfum þá nógan tíma til að
hugsa um hvert við förum næsta sumar.”
XIII. KAPITULI.
Þeslsi vetur reyndist Saxon ekki eins skemti-
legur eins og veturinn áður. Henni hafði fall-
ið vel við fól'kið í Carmel, meðan hún var hjá
því, en nú fanst henni þó enn meira til þess
koma. Hér komst hún ekki nær fólkinu en svo,
að verða því málkunnug, sem kallað er. Hér
var fólkið ekki ósvipað verkafólkinu, sem hún
hafði kynst í Oakland, eða þá að það var ríkis-
fólk, sem hélt sig út af fyrir sig og hafði sína
eigin bíla. Þar var ekki, svo hún vissi til, neitt
félag rithöfunda og listamanna, þar sem allir
nutu sömu réttinda, hvort sem, þeir vora ríkir
eða fátækir.
Samt undi hún sér betur og þótti skemti-
legra þar en í Oakland.. Willa hafði ekki liepn-
ast að fá stöðuga vinnu og var því oft heima og
þau lifðu glöð og ánægð í dálitlu húsi, sem þau
höfðu leigt sér og höfðu, eins og kallað var,
nægilegt til hnífs og skeiðar. Willi fékk vinnu
við og við, en hún var ekki meiri en svo, að
hann hafði dögum saman ekkert að gera. Tók
hann þá upp á því, að kaupa og selja hesta, og
hafa hestakaup, en sú verzlun varð honum
töluvert erfið, vegna þess að hann hafði lítið
veltufé, og stundum alveg enga peninga. En
þrátt fyrir það, höfðu þau þó æfinlega nógan
og góðan mat, og voru ávalt vel til fara.
“Þeim verður ekki flökurt af öllu, þessum
bændum hérna í nágrenninu,” sagði Willi einn
daginn, þegar hestakaupin höfðu gengið hon-
um mjög á móti. “Það sem þeir gera sér að
atvinnu að vetrarlaginu, er að braska með
hesta og svíkja hver annan í hestakaupum. Eg
skal segja þér, Saxon, að eg er búinn að læra
töluvert af þeim, og eg læt mér ekki lengur alt
fyrir brjósti brenna. Þar er naumast um ann-
að að ræða, en að hafa sem mest af náunganum.
Það verður maður að geta gert með köldu
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVE. EA8 f. - - WINNIPEG, MAN.
Yard Offíce: 6th Floor, Bank of HamlltonOhamtier*
blóði, ef maður á að geta grætt á þeim viðskift-
um. En nú get eg haft ofan af fyrir okkur hvar
sem er, með því að kaupa og selja og skifta á
hestum. ”
Willi vann alt af við og við hjá félagi, sem
hafði hesta og vagna til leigu og annaðist um
fólksflutninga þar í nágrenninu. Hjá þessu fé-
lagi fékk hann oft lánaða tvo reiðhesta og^ Sax-
on fór með honum eins oft og hún gat út til
bændanna í nágrenninu. Líka var hun oft með
honum, ]>egar hann var að reyna hesta, sem
hann hafði fengið hjá hinum og þessum til að
selja fyrir ])á, og sem hann fékk umboðslaun
fyiir að selja, ef það hepnaðist. A þessurn ferð-
um sköpuðu þau sér, hvort’ í sínu lagi, nýjar
hugunyndir, um sitt eigið ferðalag og næsta
sumar. Willi varð fyrri til að láta í ljós það,
sem í huga hans bjó.
“Eg sá nokkuð, sem geymt er hér í bænum,
hérna um daginn, sem eg hefi verið að hugsa
um síðan. Það er ekki til neins, að láta þig
geta hvað það er, því þú gætir aldrei getið þess,
svo það er bezt eg barai segi þér það. Það er
nokkurs konar ferðavagn, sem er sá lang-bezti
af því tagi, sem eg hefi nokkurn tíma séð.
Vagninn var búinn til í Puget Sound, og hefir
verið reyndur með því að keyra hann alla leið
liingað, og hann hefir ekkert bilað, enda er
hann afar sterkur og vel tilbúinn. Hann er bú-
inn til með það fyrir augum, að eiga beinlínis
héima í honum. Sá, sem lét búa hann til, var
eitthvað bilaður á heilsu og læknar höfðu ráð-
ið honum að vera sem mest úti og helzt á ferða-
lagi. Hann komst hingað til Nkiah og dó hér
fyrir tveimur árum. Síðan hefir vagninn stað-
ið óhreyfður. Þú ættir bara að sjá hann. Hann
er reglulegt heimili á hjólum, með alls konar
þægindum. Ef við getum fengið þennan vagn
og tvo hesta, þá gætum við ferðast eins og
höfðingjar og kært okkur kollótt hvernig veðr-
ið er.”
“Þetta er einmitt það, sem eg verð að láta
mig drevma um í allan vetur. Þetta er ágæt
hugmynd. Þú gætir auðvitað ómögulega að
því gert, að gleyma því við og við, hvað þú átt
fallega 'konu, ef þú hefðir hest og þennan góða
vagn, en ])á gæti eg líka haft með mér mikið af
fallegum fötum og eg gæti haldið mér til, svo
þú gleymdir mér ekki alveg.”
“Eg hefi ekkert verið' að hugsa um það,”
sagði hann og leit til hennar blíðlega, en ]>ó dá-
lítið alvarlega.
“Þú gætir vel haft með þér bæði bvssu og
veiðarfæri og margt fleira,” flýtti hún sér að
segja. “Og ])ú gætir haft stóra,og góða exi, í
staðinn fyrir þe'ssa litlu, sem við höfum haft.
Og aumingja Possum, litli hundurinn okkar,
þarf þá ekki að ganga og það getur farið vel
um hann. En eg býst ekki við, að þú getir
keypt þennan vagn. Hvað vilja þeir fá fyrir
liann?”
“Hundrað og fimtíu dali,” svaraði hann.
“Það er gjafverð. Svona vagn fengi maður
ekki búinn til fyrir minna en fjögur hundruð.
Eg er að reyna að selja manni, sem Caswell
heitir, sex hesta, og ef hann kaupir þá, og eg
vona hann geri það, þá ætlar hann að senda þá
félaginu í Oakland, sem eg vann fyrir. Þá ætla
eg að biðja þig að skrifa félaginu og sýna því
fram á, að á ferðum okkar geti eg oft sætt
góðum kaupum á hestum. Félagið verður nátt-
úrlega að treysta mér fyrir töluverðu af pen-
ingum, sem það líklega gerir þó ekki, því þeim
félögum var ekki vel við mig, þegar verkfallið
var. ’ ’
“Ef félagið vill trevsta þér til að vera for-
maður, þá sé eg ekki því það getur ekki líka
treyst þér fyrir peningum,” sagði Saxon.
Brewers Of
COUNTRY CLUB
BEER
GOLDEN GLOW
ALE
BANQUET ALE
XXX STOUT
BR E W E RV
OSBORNE&.MULVEY-WINNIPEG
PHONES 4I III 4130456
PROMPT delivery
TO PERMIT HOLDERST