Lögberg - 14.11.1929, Side 7

Lögberg - 14.11.1929, Side 7
LötGEERG, FIMTUDAGINN 14. NÓVEMBER 1929. Bls. 7. Maria Montesorri: Um uppeldi barna Hið fjölmenna kennaraþing, er haldið var í Kronborg í sumar, er nú úti fyri rnokkru. Meðal fundarmanna var hin heimsfræga kenslukona Maria Montesorri. Um það bil, sem þingið var úti, hélt hún fyrirlestur í sönghöllinni í Kaupmannahöfn, um uppeldi og kenslu barna. Vakti fyrirlesturinn mikla eftirtekt. í lauslegri blaða- frásögn um fyrirlesturinn eru teknar upp eftirfarandi kaflar: Eitt helzta viðfangsefni nútím- ans er barnauppeldið. Allar stétt- ir þjóðfélagsins hafa nú fengið fult athafnafrelsi og viðurkenn- ingu á réttindum sínum. Kven- fólkið hefir fengið frelsi, en börn- in, er eigi geta barist fyrir rétt- indum sínum, eru enn kúguð með allskonar þvingun. Fullorðna fólk- ið, foreldrarnir, hafa yfirráðin, börnin eru þeim háð. Okkur hætt- ir til að halda, að við eigum að laga meðvitundarlíf barnanna eftir okkur. En það er misskiln- ingur. Þau eiga að fá ráðrúm til þess að þroskast hvert eftir sínu upplagi. Við höfum komist að raun um, að fullorðna fólkið með athöfnum sínum og eilífum aga, getur orð- ið þrándur í götu þroska og fram- þróunar barnanna. — Meðan ekki er fullkominn skilningur á eðli barnanna, meðal þeirra, sem hafa ráð þeirra í hendi sér, er hætt við, að börnin fái ekki þau þroskaskil- yrði, sem æskilegt er. Geysimikið úrlausnarefni hafa börnin fyrir framan sig, í upp- vextinum. Þau eiga að læra að verða að fullorðnu fólki. Að miklu leyti verða þau að skapa sér sjálf skilyrði til þess. Okkar er að- eins að sjá um, að þau verði ekki fyrir ónauðsynlegri þvingun, er getur lamað þau. Það er ekki hægt að flýta fyrir þroska barnanna fram úr því, sem meðfæddar gáfur þeirra leyfa. — Þetta finna bönrin oft og tíðum sjálf, og reyna því að forðast að fullorðna fólkið gefi þeim verk- efni, sem eru þeim um megn. Okkur hættir til að líta ekki á börnin eins og sjálfstæðar verur, sem í raun og veru eru önnum kafin og sístarfandi. Og þess vegna leiðast menn út í það, að leggja þeim óeðlilegar lífsreglur. Börnin þurfa helzt að fá um- hverfi, sem er við þeirra hæfi; en við sjáum þeim oft aðeins fyr- ir umhverfi, sem er við okkar hæfi. Þó að börnin séu vel klædd, hafi nóg lífsviðurværi og góðan aðbúnað, þá geta þau engu að Hósti, kvef, sárindi í hálsi og lungnapípum læknast fljótt með IPeps| Þegar þessar þægilegu töfl- ur leysast upp í munninum, gefa þær frá sér efni, sem hafa bein áhrif á fíngerðu andfærin. — Peps græða og hreinsa háls og lungnapíp- ur fljótt og velt hinæ x ur ótrúlega fljótt og vel Töflurnar létta andardrátt síður lifað lífi sínu sem fangar í búri. Upp af þessu sprettur þrjóska barnsins, sem með ríku framtakj og starfsþrótti fær ekki olnboga- rúm til þess að lifa og starfa eft- ir sínum hætti. í heimilunum, þar sem helzta athvarf barnanna ætti að vera, heyrast sífeldar skipan- ir, aðvaranir og börin: Snertu ekki þetta! Gerðu ekki þetta! Vertu ekki þarna! Og sama fyrirkomu- lag ríkir í skólunum. Börnin eru varnarlaus. Foreldrarnir verða harðstjórar, þó að ef til vill harð- stjórnin sé sprottin af ást og um- hyggju. En börnin ala oft í brjósti mikið Umburðarlyndi gagn- vart fuilorðna fólkinu, fyrirgefa því og biðja jafnvel sjálf fyrir- gefningar, þegar þeim hefir verið gerður óréttur. O'ft vill það við brenna, að börn, sem eru þving- uð, grípa til þeirra ráða að verða dul og ómannblendin, forðast að sýna hæfileika sína, virðast löt og vilja helzt ekkert hafast að. En þegar börnin fá hin réttu þroskaskilyrði, þá er það stór furða, hverju þau fá áorkað og hvað þau komast langt á ýmsum sviðum. Skilningur þeirra er næmur, og þá ekki sízt á galla fullorðna fólksins. Fullorðna fólkið má ekki grípa fram fyrir hendur barnanna — verður að láta þau starfa óhindruð. Það er allur galdurinn við uppeldið. Kennararnir verða að . fara vel með vald sitt, svo að þeir dragi ekki úr þroska og kjarki nemend- anna. Takist það, þá verður á- rangur uppeldis og kenslu ákjös- i anlegri en nokkurn grunar. — Lesb. v JONAS J. HÚNFORD Fæddur 4. nóvember 1847. Dáinn 21. júní 1929. Braut er gengin öll til enda, eilíf fengin hvíld og ró. Þannig allar öldur lenda inn í höfn af tímans sjó. Endurminning ástrík lifir atvikanna sæld og neyð, meðan valdið öllu yfir okkur bendir hærri leið. Jónas Húnford látinn liggur. Landnemanna hljómar þökk. Merkið fallið, drengur dyggur, drúpir bygðin hjartaklökk. Þannig óðum felur foldin frumherjanna lúin bein, arfur, niðjum gildur goldinn, gyllir frægan bautastein. Gef mér íslenzkt afl í þrautum, okkar dýran feðra sjóð, það er sigursól á brautum, segulstál við hjarn og glóð. Þetta, vinur, var þitt merki veginn allan fram að gröf. Dyggur laukst þú lífs þíns verki, liðinn yfir tímans höf. Börn þín kær, af bljúgu hjarta beygja kné að þinni gröf, þakka ástúð unaðs bjarta, æfidagsins hæstu gjöf. Minning þín í Ijósi lifir, letruð helgum geisla staf, húm og tíma hafin yfir. Honum lof, er oss þig gaf. M. Markússon. í nafni barna og vina hins látna. Ný Heilsa og Kraftar Fyrir Þá Sem Veikir Eru og Slitnir. Þúsundum karla og kvenna hef- ir reynst Nufa-Tone ágætlega, því það er sannur þjóðar heilsugjafi. Þetta góða meðal styrkir magann, lifrina og öll innýflin. Það eykur matarlstina og kemur öllum melt- ingarfrunum í gott lag. Nuga-Tone læknar höfuðverk, svima og andremmu; það hreíns- ar tunguna, veitir endurnærandi svefn, gerir magurt , fólk feitara og sællegra, því það gerir blóðið rautt og heilbrigt og taugarnar og vöðvana aflmikla.— Fáðu þér flösku hjá lyfsalanum, taktu inn úr henni í 20 daga, og ef meðalið reynist þér ekki, eins og þú átt von á, þá skilaði því, sem eftir er og fáðu þína peninga nftur. Var- astu eftirlíkingar. » Vertu viss um að fá ekta Nuga-Tone. Endurminningar um Jóhann Jóhannsson frá Húsa- bakka í Skagafirði. Eg vil taka það fram í byrjun, að eftirfylgjandi minningarorð eiga alls ekki að vera eftirmáli af æfiminningu Jóhanns sál. Hún var rituð af öðrum, og þótt eg hafi ekki séð hana, veit eg fyrir víst, að hún var svo úr garðl gjörð, að þar er ekkert út á að setja. Mig langar til, ef unt væri, að leggja steinvölu í minnisvarða Jóhanns, svo að það þyrfti ekki að verða minning hans til meins. Margt var það í fari hans, sem er þess vert að þess sé minst og munað. Það er fyrir rúmum tólf árum síðan, að eg sá Jóhann í fyrsta sinn. Bar mig að heimili hans al- ókunnugan. Mun s'eint gleymast þessi fyrsta viðkynning af hon- úm. — Viðmót hans minti mig á viðmót meðal manna í sveitinjii minni ógleymanlegu — Mývatiís- sveit. Viðmót Jóhanns bar vott um tilgerðarlausa glaðværð og hlýleik, en þó festu og einurð. Greiddi hann vel för mína í sam- bandi við erindi mitt. Þannig var upphafið á kunn- ingskap okkar, sem varð æ nán- ari með líðandi árum. Er eg nú fátækari miklu, síðan við fráfall hans. Fáir munu hafa kynst Jóhanni sál., án þess að minnast stað- festu hans og einurðar. Til er staðfesta, er réttara nafnl mætti nefna fyrirtekt eða stífni. Slíkt undanlátsleysi kemur af skapgerð, og er lítt hafandi í há- vegum. Er lítt bygt á rökum. Staðfesta Jóhanns var alls ann- ars eðlis. Hann naut virðingar sem ‘frjálshugsandi og sjálfstæð- ur í skoðunum; var þó félags- maður góður. Væri um skoðana- mun að ræða, hélt hann leiðar sinnar, án þess að hugsa um fylgi eða fjölmenni. Svipurinn var bjartur og hreinn. Jóhann var röskur i allri hreyfingu og hreyf- ur í viðmóti og viðræðu. Var glímumaður ágætur á yngri árum. Eitt sinn, .þegar eg var dreng- ur, áskotnaðist mér silfurpen- ingur, sem var bjartur og fogur. Finst mér eitthvað sameiginlegt með svipbrigði Jóhanns og pen- ing þessum. Viðmót hans og framkomá minn- ir á björt og blíð, tunglskinsrík vetrarkvöld á “landinu forna.” Það minnir þó öllu fremur á unaðsríkt ferðalag, um bjartar, Islenzkar vornætur. Enda mun Jóhann hafa átt margar slíkar endurminningar. Kunni hann frá mörgu að segja. Við Jóhann urðum nágrannar um tíma. Var það iðulega, að mér var gengið yfir til hans, eft- ir kvöldmatinn. “Fengum okkur í pípu.” Lögðum svo upp og tflug- um í huganum úr einni heimsálfu í aðra fyrirstöðulaust. Nógir voru viðbur^ir og ekki þraut rúm. Stundir þessar eru mér dýrmæt innstæða, og með öllu ógleyman- legar. Minnisvarði ætti að geyma gröf Jóhanns. Skyldi hann unninn úr björtu, íslenzku bergi og traustu e/ni, og gefa þannig til kynna hver þar hvílir. Eg get ekki lagt frá mér penn- ann, án þess að minnast á Sig- ríði, ekkju Jóhanns. Þeim hjónum báðum á eg mikið upp að unna. Húsmóðurlegri konu en Sigriði, er naumast unt að finna. Eru mannkostir hennar margir og stórir. Vildi eg mála mynd atf íslenzkri húsmóður, myndi eg ekki kjósa aðra fremur til fyrirmyndar. Sé Skagafjörður og nærliggj- andi sveitir rík af konuefnum á borð við Sigríði, tel eg þeim sreit- um vel borgið. S. S. C. Grískt landnám í Orkneyjnm Guardian” FRED V. SEIBERT Announcement has been made by W. J. Black, Dlrector of Colonization, Agri culture and Natural Resources for the Canadian National Railways, of the appointment of Fred V. Seibert, former- ly of the Federal Mines Branch at Ottawa, and one of the best informed authorities on the natural resources of Canada, to tho position of Superintend- ent of Natural Resources for the Cana- dian National Railways, with jurisdic- tion over the Provinces of Manitoba and Saskatchewan. Búið til yðar eiginj m og sparið peninga Alt sem þér þurfið er úrgansfeiti og GILLETTS HREINT ■ \ZE* OGGOTT Lt; & Upplýsingar eru á hverri dós Fæst í mat- vörubúðum __ iPSÍ r '\ Hafið þér hörundssjúkdóma ? GJALDIÐ varúðar við fyrstu ein lcennum húðsjúkdóma! Ef þér finn- ið til sárinda eða kláSa, eða hafið sprungur í hörundi, er bezt að ncvta strax Zam-Buk. Þau græða fljótt. Sé húðin bólgin af kláða, eða sár- um og eitrun, er ekkert meðal,' sem tekur jafn-fljótt íyrir ræturnar og Zam-Buk. ÁburSurinn frægi, Zam- Buk, læknar og græðir nýtt skinn. Zam-Buk bregst aldrei það hlut- verk sitt að græða og mýkja og hef- ir sótthreinsandi áhrif. Eru smyrsl þau nú notuð í miljónum heimila. Fáið öskju af þessum merku jurta- smyrslum, og hafið ávalt við hendina. Mrs. W. Campbell, að Bonny River Station, N.B., segir: “Sprungur ándliti og handleggjum dóttur minn- ar, urðu að opnum sárum. Við reynd- um ýms meðul, en ekkert hreif nema undrasmyrslin Zam-Buk. ramBuk Fáið öskju af Zam-Buk í dag! Ein stærð að eins, 50c. 3 fyrir $1.25.. Zam-Buk Medicinal Sápa, 25c. st Blaðið “Manchester skrifar fyrir nokkru: Flestum munu fornleifarann- sóknir virðast þur vísindi. — Þó hafa þeir atburðir gérst á síðari árum, að svo virðist miklu frem- ur, að þessi vísindi séu skemtilegri en ‘spennandi’ njósnarsögur, enda er það merkilegra að fylgjast með því, sem gerst hetfir fyr á öldum, en skálduðum viðburðum nútim- ans. Ekki fyrir all-löngu ríkti skoðun, að frumbyggjar Bretlands hefðu verið villimenn. Satt er að vísu, að Keltar stóðu ekki á háu menningarstigi, en hitt er jafn- satt, að á undan þeim hefir búið menningarþjóð í Bretlandi. Þetta sanna fjölmörg verk tfrumbyggja á steinum, leifar af byggingum og fleira, sem bera vott um hátt menningarstig, fullkomna verka- skiftingu og alment velgengi. Fornleifagröftur hefir sýnt, að slík verk sem þessi, finnast víða um heim, og gæti það bent á, að útflutningur sömu þjóðflokka hafi um langan aldur átt sér stað til ýmissa staða um Evrópu og víð ar. Etftir samskonar rannsókn- um í austurhluta Miðjarðarhafs, má telja víst, að þetta hatfi verið Grikkir. ÞEGAR alt annað hefir verið reynt og eitthvað hefir verið að því öllu, þá hafa bæði heilbrigðir og sjúkir í leit sinni að hollustu fæðutegundum, ávalt fundið GÖÐA MJÓLK Einu fæðunnar, sem full- nægir allra þörfum, hvernig sem ástatt er. Síðasta og bezta sönnunin fjrrir þessari skoðun var fundur, sem gerður var í Skeljafirði í Orkn- eyjum. Fanst þar tvöföld öxi, sem var að öllu leyti af sömu gerð og öxi sú, sem talin var heilagt skjaldarmerki Krítarbúa, er í forn- öld höfðu alla forystu í sigling- um. Það er enginn efi á því, að jrátt fyrir það þótt loftslag þar norður írá hafi verið grískum sú innflytjendum óþægilegt, þá finn- ast enir leifar af Miðjarðarhafs- menningu í Orkneyjum. öll ástæða er til að dást að á- huga og dugnaði Forngrikkja. Án allrar þekkingar um leiðina, hættu þeir sér út á opin hóf á fleytum, sem í augúm nútíma- manna mundu virðast hlægileg- ar. Sögnin um Ultima Thule er enginn uppspuni. Engin ástæða er til að halda, að þeir sjófaMnd- ur, sem hættu sér alla leið til Orkneyja, hafi ekki haldið lengra. Þessar rannsóknir gefa þeirri skoðun byr, ag það geti hafa ver- ið Grikkir, sem fyrstir komu til íslands. — Lesb. Crescent mjólk er hreinsuð 1; mjólk, rjómi, smjör, áfir, Cottage Cheese, Sími: 37 101 CRESCENT CREAMERY COMPANY, LTD. G5HEB 0 D Ý R SKEMTIFERÐA FARGJÖLD AUSTUR CANADA Farbréf til tölu daglega 1. DESEMBER til 5. JANÚAR Frá öllum stöðvum í Manitoba (Winnipeg og vestur) Saskatchewan og Alberta. Gilda í 3 mánuði. KYRRAHAFS-STRÖND VICTORIA - VANCOUVER NEW WESTMINSTER Farbréf til Sölu 1. Des. og hvem Þriðjudag og fimtudag til 6. Febrúar. GAMLA LANDIÐ Til Atlantshafs Hafna, Saint John, Halifax 1. DESEMBER til 5. JANÚAR Gilda í 5 mánuði. Sömu vagnar alla leið til strandar. Umboðsmenn vorir gcfa yður með ánœgju allar upplýs- ingar viðvíkjandi fargjöldum og öðru scm að ferðum lýtur. City Ticket Offlce, Cor. Portage & Main, Phone 843 211-12-13 Depct Ticket Office, Phone 843 216-17. A. Calder & Co., 663 Maln St., Phone 26 313, H. D'Eschambault, 133 Masson St., St. Bonifaoe, Phone 201 481 Canadiatt Pacific Always Carry Canadian Pacific Travellers’ Checks. WHITE SEAL BEER Ljúíur og heilnæmur drykkur með þetta aðlaðandi bragð, sem aðeins humall og hæfilegur aldur geta vejtt. MALDEN ELEVATOR COMYANY LIMITED Stjórnarleyfi og ábyrgð. Aðalskrifstofa: Grain Exchange, Winnipeg. Stocks - Bonds - Mines - Grains Vér höfum skrifstofur I öllum helztu borgum 1 Vestur-Canada, og einka símasamband við alla hveiti- og stock-markaði og bjððum því viðskifta- vinum vorum hina beztu afgreiðslu. Hveitikaup fyrir aðra eru höndluð með sömu varfærnl og hyggindum, eins og stocks og bonds. Leitið uþp- lýsinga hjá hvaða banka sem er. Komist í samband við ráösmann vom á þeirri skrifstofu, sem nœst yður er. Winnipeg Regina Moose Jaw Swift Current Saskatoon Calgary Brandon Rosetown Gull Lake Assiniboia Herbert Weyburn Biggar Indian Head Prince Albert Tofield Edmonton Kerrobert Til að vera viss, skrifið & yðar Bills of lading: “Advise Malden Elevator Company, Limited, Grain Exchange, Winnipeg.” Stofnað 1882 Löggilt 1914 Pæst í öllum löggiltum ölstofum og í Cash and Carry búðum. The Kiewel Brewing Go. Limited St. Boniiace Man. Hafa hitað heimili í Winnipeg síðan “82” D. D.WOOD & SONS, LTD. VICTOR A. WOOD HOWARD WOOD LIONEL E. WOOD President Treasuser Secretary (Piltarnir, sem öllum reyna að þóknast) KOL og KÓK Talsími: 87 308 Þrjár símalínur

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.