Lögberg - 28.11.1929, Side 1
42 ARGANGUR i|
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 28. NÓVEMBER 1929
NÚMER 47
HELZTU HEIMSFRÉTTIR
Col. Ralph H. Webb kosinn borg-
arstjóri í Winnipeg
(Bæjarstjórnar kosningarnar á
föstudaginn fóru þannig, að R. H.
Webb var kosinn borgarstjóri
með 22,762 atkvæðum. Hyman
hlaut 13,770 atkv., og McLean
7,257. Hefir Webb því meir en
seytján hundruð atkvæði fram yf-
ir báða gagnsækjendur sína til
samans.
í fyrstu kjördeild voru kosnir
bæjarráðsmenn: H. Andrews, L.
F. Borrowman og C. E. Simonite.
í annari kjördeild voru kosnir:
Ralph Maybank, A. J. Roberts og
T. Flye (endurkosinn).
í þriðju kjördeild náðu allir þrír
bæjarráðsmennirnir . endurkosn-
Ingu, J. B. Blumberg, R. Durward
og Barry.
Næsta ár verða því fimm nýir
menn í bæjarráðinu, þrír fyrir
fyrstu kjördeild og tveir fyrir aðra
kjördeild. Eru það alt menn, auk
hins kosna borgarstjóra, sem hið
nýja félag, Civic Progress Associ-
ation, studdi til kosninga. Þar að
auki studdi þetta félag Mr. Barry,
sem er einn af þeim, sem endur-
kosnir voru í þriðju kjöfdeild.
Verkamannaflokkurinn hefir ein-
um manni færra í bæjarráðinu
næsta ár, þar sem er Mr. Farmer,
sem ekki náði endurkosningu í
fyrstu kjördeild. Yfirléitt hlutu
umsækjendur verkamanna flokks-
ins miklu færri atkvæði nú, held-
nr en þeir hafa fengið á undan-
förnum árum.
Um fern aukalög voru greidd
atkvæði við þessar kosningar.
Voaru samþyktar fjárveitingar tii
City Hydro og til nýrra baða, en
felt að byggja brú yfir C. P. R.
brautirnar við Sherbrooke Str. og
brú yfir Assiniboine ána á Arling-
ton Str.
A heimleið
Rt. Hon. W. L. Mackenzie King,
forsætisráðhera, kom til Winni-
peg á föstudaginn í vikunni, sem
leið. Var hann þá á heimleið til
Ottawa, eftir að hafa ferðast um
Vesturlandið, alla leið til Van-
•couver, síðan hann var hér á vest-
urleið, um síðustu mánaðamót.
Síðan hefir hann flutt ræður, og
allstaðar fyrir fjölda fólks, í
Prince Albert, Rosthern, Edmon-
ton, Prince George, Prince Rup-
ert, Ocean Falls, Vancouver, Cal-
gary og Regina. Á öllum þessum
atöðum talaði hann á almennum
fundum, en þar að auki talaði
hann oft fyrir ýms félög og á
samkvæmum.
Forsætisráðherrann lét hið
bezta yfir ferð sinni og viðtökum
fólksins allstaðar, þar sem hann
kom. Þótti honum viðtökur þær,
er hann hafði mætt, bera þess
Ijósan vott, að fólkið í Vestur-
Canada væri fyllilega ánægt með
þá stjórn, sem það nú á við að
búa.
Á föstudagskveldið hélt Can-
adian Club í Winnipeg, forsætis-
ráðherranum samsæti í Royal Al-
exandra hóteli. Flutti hann þar
snjalla og skemtilega ræðu, og tal-
aði aðallega um stefnu stjórnar-
innar í utanríkismálum, sem hann
sagði að væri hiklaust friðar-
stefna. Var gerður mikill rómur
að máli hans.
Innflytjendur
Á fyrri helmingi fjárhagsársins,
sem yfir stendur , eða frá 1. apríl
til 30. september, ha<fa 120,338
komið til Canada. Eru þar ekki
meðtaldir 17,696 Canadamenn, sem
fluzt höfðu til Bandaríkjanna með
þeim ásetningi að vera þar, en
sem á þessu tímabili hafa komið
aftur til Canada. Eru innflytj-
endurnir lítið eitt færri en á sama
tímabili árið sem leið, eða sem
svarar þremur af hundraði. Þó
hefir komið fleira fólk frá Bret-
iandi, Bandaríkjunum og Skandí-
navisku löndunum, en töluvert
færra frá öðrum lndum.
Tveir fiskimenn verða úti og ýmsir
fleiri lenda í hrakningum
Tveir fiskimenn urðu úti í
vonzku veðri á Winnipegvatni í
vikunni sem leið. Voru jpað þeir
Fred Oboch frá Gimli og Mannie
Magnusson frá Árborg. Þriðji
maðurinn, sem með 'þeim var,
Jacob Smidt að nafni, komst af
við -illan leik, en kól mikið og er
nú í St. Boniface spítalanum.
Hafði hann verið úti í tvo sólar-
hringa.
Sjö fiskimenn lentu í hrakning-
um á Manitobavatni um sama
leyti, þannig, að ísinn brotnaði og
þeir lentu á stórum jaka, en var
með dugnaði og harðfengi bjarg-
að af tveim mönnum frá Lang-
ruth, Man., og voru það þeir Björn
Ohristianson og Valdi Jónasson.
Flóðalda verður mörgu fólki að
bana á Nýfundnalandi
Jarðskjálfta varð vart á Ný-
fundnaland á mánudaginn í vik-
unni sem leið, er vann þó lítið
tjón, en honum fylgdi afar stór-
kostleg flóðalda, sem gekk yfir
nokkurn hluta af suðurstrnd
landsins og varð mörgu fólki að
bana og vann að öðru leyti mikið
tjón. Það er talið áreiðanlegt, að
þarna hafi farist að minsta kosti
20 manns, en margir óttast, að
þeir séu miklu fleiri, kannske ein-
ir 36—40. Eru fréttirnar, sem
enn hafa fengist af þessu slysi,
ógreinilegar, því samböndin við
þennan hluta landsins, eru slitin.
Clemenceau látinn
Hinn heimsfrægi stjórnmála-
maður og fyrverandi forsætísráð-
herra Frakka, Georges Clemen-
ceau, andaðist snemma á sunnu-
dagsmorguninn var, 88 ára að
aldri. Kom sú dánarfregn engum
á óvart, því fyrir helgina barst
sú fregn um allan heim, að hinn
gamli maðurwæri á förum. Er þar
fallinn einn aif mikilhæfustu
stjórnmálamönnum á sinni tíð, og
er hann sérstaklega frægur mað-
ur fyrir það, að hann á gamals
aldri tók að sér stjórnarformersku
á Frakklandi á stríðsárunum, og
þótti hann leysa það afar vanda-
sama verk af hendi með afbrigð-
um vel. Clemenceau var bardaga-
maður mikil og átti skæða mót-
stöðumenn og óvini, en um yfir-
burða hæfileika hans efaðist víst
enginn. Sem stjórnmálamaður
var hann vanalega kalfcður
“tígrisdýrið.”
Kominn heim
Hon. John Bracken, forsætis-
ráðhera Manitoba-fylkis, kom
heim til Winnipeg, á sunnudags-
kveldið eftir, að hafa verið tveggja
mánaða tíma að heiman, lengst af
á Bretlandi. Er sagt, að aðaler-
indi hans muni hafa verið það, að
kynna sér sem bezt fyrirkomulag
Breta viðvíkjandi ellistyrk, eða
framfærslu gamalmenna, sem ekki
geta lengur haft ofan af fyrir
sér.
Stærra loftskip
Hið nýja German - American
Zeppelin félag, er í þann veginn
að byggja nýtt loftskip, með átta
mótorum, enn stærra en Graf
Zeppelin, sem allir kannast við.
Það Þarf 14 mánuði til að byggja
þetta mikla loftskip og verður
það því eki tilbúið fyr en 1931.
Það er ætlað til ferða milli Ev-
rópu og Ameríku.
FjárhagsáoetlunÞjóðbrautakerfisins
Símað er frá Montreal þann 20.
þ. m., að framkvæmdarstjórn þjóð-
brautakerfisins, — Canadian Nat-
ional Railways, leggi til að varið
skuli á næsta ári tuttúgu miljón-
um dala til endurbóta á vögnum,
gistihúsum og eldri brautum.
Jafnframt því, er farið fram á,
að veittar verði tiu> miljónir til
lagningar nýra brauta.
Harry F. Sindair leystur úr
varðhaldi
Olíukóngurinn margumræddi,
Harry F. Sinclair, hefir nú verið
leystur úr varðhaldi, eftir sjö.
mánaða íangelsisvist. En þann
dóm hlaut hann, fyrir lítilsvirð-
ingu gagnvart rannsóknarnefnd
öldungaráðsins í Washingon, sem
og hæstarétti Columbia dómþing-
hár.
Mr. Sinclair kom mjög við sögu
í sambandi við olíuhneykslið al-
ræmda, er fyrrum innanríkisráð-
gjafi Bandaríkjanna, Albert B.
Fall, var viðriðinn, og fundinn
sekur um. Heldur Mr. Sinclair
því fram, að hann hafi verið
hafður fyrir rangri sök, og að
málsóknin öll á hendur sér, hafi
verið sprottin af pólitískum hvöt-
um. Republicanar hefðu ekki get-
að sætt sig við það óátalið, að
hann hefði leyft sér að stuðla op-
inberlega að kosningu heiðvirðra
Demokrata.
Konungurinn
Nú er rétt um ár síðan konung^-
urinn veiktist svo hættulega, að
honum var um langt skeið naum-
ast hugað líf. Nú hefir hann hér
um bil náð sér aftur, eftir hin
miklu veikindi, og segir aðal-
læknir hans, Lord Dawson af
Penn, að honum aukist kraftar
með degi hverjum.
Eldsvoði og minndauði í Winnipeg
Aðfaranótt föstudagsins í vik-
unni sem leið, brann íbúðarhús,
að 796 Atlantic Ave., og varð
eldsins ekki vart, fyr en heita
mátti, að húsið stæði í björtu báli,
því fólkið var alt í fastasvefni.
Heimilisfólkið var átta alls, rosk-
in hjón, Mr. og Mrs. Johnson, syu-
ir þeirra þrír, tvær dætur og
tengdasonur, Robert Thomson.
Þrent af heimilisfólkinu fórst í
eldinum, .húsmóðirin, Mrs. Flor-
ence Johnson, sextug að aldri;
Winnie Johnson, 24 ára, og Roy
Johnson, 16 ára. Hitt fólkið
bjargaðist alt, með naumindum
þó. Einn af piltunum, Sidney
Johnson, vaknaði fyrst og vakti
hitt fólkið, en þá var eldurinn
orðinn svo magnaður, að aðeins
fimm björguðust lifandi. Sagt
er, að kviknað hafi út frá eldstæð-
inu.
Nýr sendiherra
Hoover Bandaríkjaforseti, hefir
útnefnt Senator Walter E. Edge,
frá New Jersey, til sendiherra á
Frakklandi, í stað Myron T. Her-
rick’s, sem fyrir skömmu er lát-
inn.
Bátur ferst
með ellefu mönnum.
> Reykjavík 27. okt.
Frá ísafirði er símað: Vélbátur-
inn Gissur hvíti fór í fiskiferð
héðan fyrir hálfri annari viku, og
hefir ekki til hans spurst síðan.
Talið er víst, að báturinn hafi
farist í afhlaupaveðri fyrra laug-
ardag.
Á bátnum voru þessir ellefu
menn:
Jóhannes Hjaltason, skipstjóri,
ísafirði.
Baldvin Sigurðsson, stýrimaður,
ísafirði.
Þórarinn Sölvason, vélstjóri,
Bíldudal.
Helgi Guðmundsson, Aðalvík.
Stefán, bróðir Helga, Aðalvík.
Sigurður Jónsson, frá Aðalvík.
\
Jón Olsen, af ísafirði.
Ólafur Andrésson, af ísafirði.
Ástvaldur Bjarnason, af ísaf.
Guðleifur Gíslason, af ísafirði..
Þorlákur Guðmundsson, Álfta-
firði.
Baldvin og Guðleifur voru
kvæntir. Hinir ókvæntir, alt ung-
ir menn.
Báturinn var eign skipstjórans
og Ingvars Péturssonar á ísa-
firði. — Vísir.
Hon. C. A. Dunning
er aflagði embættiseið síðastliðinn þriðjudag, sem fjármálaráð-
gjafi sambandstjórnarinnar í Ottawa. Verður hann því eftirmaður
Mr. Robb, sem fyrir skömmu er látinn.
Jafnframt fjármálaráðgjafa embætti, hefir Mr. Dunning einn-
ig með höndum fyrst um sinn, forustu járnbrautarmála ráðuneyt-
isins.
Segja veðurfar hið sama og fyrir
þrjátíu þúsund árum
Þeir Dr. Chester A. Reed, og Mr.
Ernest Antews, meðlimir náttúru-
fræðafélagsins ameríska, fullyrða,
að svo megi heita, að veðráttufar
sé~hið sama nú á dögum og fyrir
| þrjátíu þúsund árum.
Horfa fram á örbirgð og eymd
Fregnir frá Ottawa hinn 20. þ.
m., láta þess getið, að um þessar
mundir, berist sambandstjórninni
daglega fregnir frá Geneva, Ber-
lín, og Warsaw, um hörmulegt
eymda^rástand meðal Mennoníta,
er flúið hafa frá Rússlandi und-
an ánauðaroki Sovíetstjórnarinn-
ar. Er mælt, að tala þessara flótta-
manna, sé nú komin upp í hundrað
þúsund, eða freklega það.
Utanríkisráðuneyti Þjóðverja
hefir farið þess á leit við canadisk
stjórnarvöld, að þau veiti lands-
vist, að minsta kosti sex þúsund-
um af þessum brjóstumkennanlega
flóttalýð. Þykir margt mæla með,
að svo muni verða.
Fullyrt er, að flóttalýður þessi,
horfi fram á hungur og örbyrgð í
vetur, nema því aðeins, að fram-
kvæmdarnefnd þjóðbandalagsins
skerist í leikinn og ráði fram úr
vandræðunum.
Mr. Thomas og iðnarmálin
Rt. Hon. J. H. Thomas, at-
vinnumálaráðgjafi stjórnarinnar
brezku, hefir nýverið opinberlega
hvatt brezka bílaframleiðendur,
til að gera svo bíla sína úr garði,
að þeir gæti fyllilega mætt ame-
ríkskri samkepni. Hyggur r^ðgjaf-
inn, að með þesum hætti mætti
auka bílaframleiðsluna til muna,
og veita þar með fjölda manns at-
vinnu.
Sæmdur virðingarmerki
Konungur Norges hefir sæmt Sir
H|enry Tihornton, járbr.forseta,
St. Olafs orðunni í viðurkenning-
arskyni fyrir það, hve vel hann
hafi reynst norskum innflytjend-
ur, sem til þessa lands hafa kom-
ið síðustu árin, og hve ant hann
hefir látið sér um hag þeirra og
greitt götu þeirra á ýmsan hátt.
Hilmer Bryn, yfirkonsúll Norð-
manna í Canada, afhenti Sir
Henhy heiðursmerkið fyrir hönd
konungsins.
Finnast látin á 54. giftingar-
afmael sinu
Símað er frá New Ýork þann
19. þ.m., að þá um dáginn 'hafi há-
öldruð hjón í Brooklyn, Mr. og
Mrs. Thomas Widicombe, fundist
látin á heimili sínu. Hafði gas-
svæla orðið þeim að bana. Dag
þann var 54. giftingarafmæli
þeirra hjóna. Mr. Wildcombe var
áttræður að aldri, en kona hans
sex árum yngri.
Þeir, sem elliityrks njóta í Canada
Samkvæmt nýútkomnum skýrsl-
um frá Ottawa, er tala þess fólks
hér í landi, er ellistyrks nýtur um
■þessar mundir, 13,394. Þar af
7,423 karlar, en 5,866 kvenmenn.
Frá því, er ellistyrkslögin gengu í
gildi, hafa stjórnir þessa lands,
fylkisstjórnirnar og sambands-
stjórnin, lagt fram í þessu augpa-
miði, $3,389,082.25.
Landskjálfta-k ippir í Austur-Canad*
Símað er frá Halifax, þann 18.
þ. m., að allsnarpra landskjálfta-
kippa hafi orðið vart í Austur-
Canada, einkum og sérílagi í
Nova Scotia. Tjón mun þó eigi
hafa orðið þar, svo teljandi sé.
Aftur á móti er mælt, að ýmsar
ritsímalínur um Atlantshaf, hafi
'færst mjög úr lagi.
Lœtur af forystu
Forseti námumannasamtakanna
brezku, Mr. Herbert Smith, hefir
sagt lausri sýslan sinni. Er ástæð-
an talin sú, að hann hafi verið
eindregið mótfallinn þeirri af-
stöðu samverkamanna sinna í
framkvæmdarnefndinni, er að því
laut, að ganga að uppástungum
ráðunyetisins, um að lengja dag-
legan vinnutíma í námunum. Er
Mr. Smith sagður að hafa jafnan
verið næsta andvígur Commiinista
hreyfingunni.
Aukaþingi slitið
Síðastliðinn föstudag, var
aukaþingi því, sem setið hefir á
rökstólum í Washington undan-
farandi, slitið, eftir langvarandi
þjark, um tolmálafrumvarp stjórn-
arinnar. Ekki auðnaðist þinginu
að afgreiða frumvarpið, og kemur
það því til umræðu á ný, er þing
kemur saman í öndverðum næsta
mánuði.
Til athugunar
Mr. Böggild látinn
Flestir af þeim, sem hugsað hafa
til íslandfsferðar næsta ár, eru nú
eflaust búúnir að ráða við sig,
hvort þeir takast þá iferð á hend-
ur eða ekki. Eg vil þess vegna nú
vinsamlegast mælast til þess, að
þeir, sem hugsa til þeirrar ferð-
ar með Cunard skipi því, sem fer
frá Montreal 6. júní næstkomandi,
láti nú ekki dragast lengur að
tryggja sér far með því að borga
niður í farbréfi. Það ' er engin
hætta fyrir neinn að gjöra þetta,
því ef eitthvað kemur fyrir svo
að manni sé ómögulegt að fara,
fær maður sína peninga til baka,
ef félagið er aðvarað þremur vik-
um áður en skipið fer frá Mont-
real.
Ástæðan fyrir því, að eg vil nú
minna menn á þetta, er sú, að
nauðsynlegt er að vita mjög bráð-
lega, hve margir muni fara, til
þess aðTnöguIegt sé að gjöra nauð-
synlegar ráðstafanir á íslandi.
Hátíðanefnd Alþingis, sem ein
’hefir með höndum ráðstafanir á
tjöldum á Þingvöllum, þarf að
vita um næsta nýár, hve margra
gesta er héðan von. Líka er þetta
nauðsynlegt til undirbúnings fyr-
ir veru manna í Reykjavík. Þó
margir af þeim, sem fara, búist
ekki við að þurfa að gjöra neinar
sérstakar ráðstafanir um dvöl j
sína í Reykjavík, þá eru ráðstaf- j
anir á Þingvöllum nauðsynlegar
fyrir svo að segja alla, sem há-
tíðina sækja.
Nefnd sú, sem starfar rneð
Cunard félaginu, hefir tryggingu
fyrir húsnæði og fæði í Reykjavík
með ákjósanlegum kjörum. En
nefndinni er ómögulegt að ábyrgj-
ast neinar ráðstafanir fyrir aðra
en þá, sem trygt hafa sér far
fyrir 25. des. næstkomandi. All-
ar ráðstafanir eru miðaðar við
þann fjölda, sem þá hefir gefið
sig fram, og nefndin getur ekki
borið neina ábyrgð fyrir þá, sem
seinna kunna að vilja slást í
förina. t -
B. J. Brandson.
Mr.'C. B. Johnson, Glenboro,
Man., var staddur í borginni um
helgina.
Símskeyti barst ritstjóra þessa
blaðs, um síðustu helgi, frá vara-
ræðismanni Dana í Montreal, Her-
gel, um að látist hefði þar í borg-
inni á laugardaginn, Mr. Jóhannes
Erhardt Böggild, aðal ræðismaður
Danmerkur og íslands í Canada.
Hæfði hann legið rúmfastur í
þrjár vikur. Banamein hans var
hjartabilun.
Mr. Böggild var sannur íslands-
vinur, og hafði um nokkurt skeið
gegnt ræðismannstörfum á !s-
landi.
Ur bænum
Blandaði söngflokkurinn, Ice-
landic Choral Society, efnir til
hljómleika í Fyrstu lút. kirkju, á
þriðjudagskveldið þann 10. des-
ember næstk. Verður skemtiskrá-
in mestmegnis á íslenzku. Að-
gangur verður ekki seldur, en sam-
skot tekin. Nánar auglýst síðar.
— Fólk getur reitt sig á, að þarna
verður um óvenjulega góða og
uppbyggilega skemtun að ræða,
því flokkurinn hefir æft sig vel
undanfarandi. Söngstjóri er Mr.
Halldór Thórólfson.
Kvenfélag Fyrsta lúterska safn-
aðar í Winnipeg, er að gefa út
matreiðslubók. Það er verið að
prenta hana nú og kemur bókin út
í næsta mánuði, eða nokkru fyrir.
jólin. Bókin verður sérlega vönd-
uð að efni og frágangi öllum, og
er ekkert tilsparað að gera hana
sem bezt úr garði.
WINTER
By EINAR P. JÓNSSON.
Translated by Professor Watson Kirkconnell.
<xr=>o
I find you a witch of the farthest world
With wildest magic of snow.
The billows that bellow your songs out-hurled
May bann men’s peace, I know.
Where the currents of uttermost seas are curled
You cudgel the summer low.
On shore and ocean and shrivelled rose
A shroud of the grave you lay, —
I hear the frost of your flashing bows,
Flinging their shafts to slay,—
And the pleasant plains that the sun once chose
Are plunged in a dawnless day.
Many a frolic, merry indeed,
We made in that Arctic isle;
In icy laughter I had you lead,
And I leaped with a strong man’s smile.
I set my sight where your lights recede
And sought for your face awhile.
Many, O winter, have found you fair,
But #ailed to return your gaze;
They know not the runes that are written there,
The rose that your art displays.
No sacred season I could compare
With the snow of your hallowed days.
Though you speak at times with spasms of ire,
Your spirit is calm and sweet;
The harshest blasts that I hear suspire
Some hope of the summer’s heat;
And I mark in the mountain’s ice and fire
Fate’s mighty pulses beat.