Lögberg - 05.12.1929, Blaðsíða 1

Lögberg - 05.12.1929, Blaðsíða 1
42 ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 5. DESEMBER 1929 NÚMER 48 HELZTU HEIMSFRÉTTIR Hvar á háskóli Manitobafylkis að standa ? 1 mörg ár hefir öllum, sem há- skólamálinu hafa gefið nokkrar gætur, verið það ljóst, að ekki varð miklu lengur með nokkru móti hjá því komist, að byggja nýjar háskólabyggingar, því að þær byggingar, sem nú er notast við, eru með öllu óviðunandi. öll- um kemur því saman um, að nauð- syn beri til að reisa nýjar há- skólabyggingar, en um hitt hef- ir mönnum sýnist mjög sitt hverj- um, hvar þær ættu að vera. tíafa fjórir staðir sérstaklega verið til- nefndir: þar sem hás'kólinn er nú, við Broadway, Tuxedo, Biver Park og þar sem búnaðarskólinn er í St. Vital. Síðasta fylkisþing veitti eina miljón dala til nýrra háskóla- bygginga og nokkru síðar skip- aði stjórnin nefnd þingmanna tjl að athuga hvar heppilegast væri að byggja skólann og koma fram með tillögu því viðvíkjandi. Það hefir nú þessi nefnd gert, og er tillaga hennar sú, að ný háskóla- bygging sé bygð á landi búnaðar- skólans í St. Vital og þar skuli há- skólinn vera í frmtíðinni. Þó er ekki ætlast til, að háskólinn verði fluttur þangað allur í einu, held- ur verði skólafólkinu, fyrstu tvö árin af háskólaverunni, ke>nt í þeim byggingum, sem nú eru not- aðar, fyrst um sinn. í nefnd þeirri, sem fyr er getið, og þessa tillögu ber fram, eru þessir menn: Hon. John Bracken, Hon. R. A. Honey, I. B. Griffiths, formaður, Dr. M. MacKay, J. T. Haig, John Queen, D. L. Camp- bell, F. Sanford Evans, og Dr. J. A. Munn. Hafa þeir allir undir- skrifað þessa tillögu, að undan- teknum tveim hinum síðasttöldu, sem ekki voru viðstaddir þegar hún var samþykt. Þó lítur út fyrir, að þeir séu tillögunni einn- ig samþykkir. Þegar forsætisráðherrann skýrði frá þessari niðurstöðu, lét hann þá von sína í ljós, að allir niundu gera sig ánægða með hana. Ekki lítur þó út fyrir, að svo muni verða og hefir H. A. Robson, K.C., ótví- ræðlega lýst yfir því, að harðlega verði barist gegn þessari tillögu, og telur hann staðinn mjög 6- heppilega valinn, ekki að eins vegna þess, að háskólinn sé undlr samningi við Tuxedo eigendurna, heldur líka að flestu eða öllu öðru leyti. Má því búast við, að enn verði mikið um það deilt, hvar háskólinn á að vera. 252 ára gamall Kínverji Frá Peking er komin sú frétt til blaðanna í Lundúnum, að pró- fessor Wu Chung Chieh frá Min- kuo-háskólanum hafi inni í fjalla- bygð í Kína rekist á mann, sem er 252 ára gamall. Hann heitir Li Ching Yun og er fæddur árið 1677, og or enn við beztu heilsu. Tuttugu og þrjár konur hefir hann mist um æfina, og er nú ný- lega kvæntur 24. sinn og er kona hans sextug að aldri. Þegar Yun var hundrað ára, fengu yfirvöldin, þar sem hann á heima, keisarastjórnina til þess að skjalfesta hinn háa aldur hans. Þetta skjal er enn til og er dag- sett árið 1777, svo að hér á ekki að vera um neitt að villast. — Mgbl. Þingmannaefni í Mountain kjördœmi Frjálslyndi flokkurinn í Moun- tain kjördæmi, hefir ákveðið að halda útnefningarfund í Holmfield þann 11. þ. m., til að velja sér þingmannsefni í staðinn fyrir Dr. Cleghorn, sem dó í haust. Hve- nær aukakosningar fara fram í þessu kjördæmi, hefir enn ekki verið ákveðið, og ekki einu sinni hvort þær fara fram fyrir næsta þing. Kostnaðarsamur sakaráburður Allir lesendur Lögbergs kann- ast við Sjö-Systra-fossamálið og gerðir konunglegu rannsóknar- nefndarinnar, sem stjórn Manito- bafylkis skipaði til að rannsaka sakaráburð þann, sem Mr. Taylor, foringi afturhaldsflokksins, bar á stjórnina. Eins og kunnugt er, endaði sú rannsókn þannig, að sakaráburðurinn reyndist til- hæfulaus. En hann hefir kostað Manitobafylki töluverða peninga, eða alls $39,855.50. Þetta er þó ekki nærri allur kostnaðurinn við þetta mál, heldur aðeins sá hluti hans, sem almenningur borgar, eða borgaður er af almennu fé. Að vísu borgaði stjórnin aðal- lögmanni Mr. Taylors $1,440, en hann hafði ýmsa aðra lög.menn, og vafalaust ber þeim einhver borgun fyrir sitt verk. Þar að auki var Winnipeg Electric félag- ið einn aðili málsins, og heflr sjálfsagt borgað sínum lögmönn- um töluvert fé. Enn fremur hafði verkamannafélagið lögmann við rannsóknina fyrir sína hönd. Hef- ir því þessi sakaráburður orðið æði kostnaðarsamur. Sýningin í Winnipeg Alt af heyrist eitthvað við og við um sýninguna fyrirhuguðu, þó framkvæmdirnar séu engar. Það er alt af staðurinn. hvar hún á að vera, sem um er talað. Alt- af sýnist sitt hverjum og allstað- ar er eitthvað að. Nú er það Riv- er Park, sem einna líklegast þyk- ir, og nú sem stendur sýnist ekki ósennilegt, að þar lendi sýningin, ef annars kemur til þess, að nokk- uð verði úr þeirri ráðcgerð, að haldin verði árleg iðnsýning í Winnipeg. Strætisbrautafélagið á River Park, svo bærinn þarf að kaupa það, ef sýningin á að vera þar. Áætlað er, að landverðið, byggingar, sem reisa þar.f og all- ar aðrar nauðsynlegar umbætur, muni kosta $1,418,501. Það er svo sem ekki fullráðið, að sýningin verði í River Park, en það er helzt í ráði nú sem stendur. Kínar gera Rússum sáttatilboð Enn hafa Kínverjar og Rússar ekki komist að neinu samkomu- lagi um ágreiningsmál sín í Man- churiu. Standa þeir enn hervædd- ir, hvorir um sig, á landamærun- um og hefir oft lent í skærum milli þeirra, þó naumast verði sagt, að þar sé beinlínis um stríð að ræða. Segist nú Nationalista- stjórnin í Kína hafa boðið Soviet- stjórninni þau sáttaboð, að nefnd manna, jafn-fjölmenn frá báðum þjóðunum, geri um málið, en sem hafi óháðan oddamann, eða þá að báðar þjóðir flytji sína hermenn þrjátíu mílur að minsta kósti, frá landamærunum og stjórnirnar reyni svo að koma sér saman. Seg- ist Kínastjórn albúin að mæta Rússum, hvort sem þeir heldur vilji frið eða ófrið. Pólflug Ráðgert er, að Graf Zeppelin leggi af stað í norðurheimskauts- leiðangur í apríl í vor. Er svo ráð fyrir gert, að loftskipið leggi af stað frá Tromsö í Noregi og fljúgi þaðan nokkurn veginn beint til Fairbanks í Alaska. Liggur sú leið ekki all-langt frá pólnum. Frá Fairbanks verða svo flognar langar rannsóknarferðir yfir lítt eða ókönnuð svæði og svo flogið til Tromsö. Gert er ráð fyrir, að þessi ferð hafi mikla þýðingu og fyrir hana fáist mikilsverðar upp- lýsingar um ísalög, veðurfar o.fl. á þessu svæði. Flogið yfir Suðurpólinn Rychard E. Byrd heimskautafari og félagar hans þrír, hafa flogið yifir Suðurpólinn frá stöðvum sín- um í Little America, og hepnað- ist flugið ágætlega. Er þetta í Albert Valtýr Johnson. Þann 26. júlí 1929, lauk námi í Dental Surgery, við Minnesota University, Doctor Albert Valtýr Johnson, sonur Mr. og Mrs. Albert C. Johnson hér í bæ. Stundaði hann nám við stofnunina í íjögur ár. Sömuleiðis hefir hann nú full- nægt kröfum Manitoba-fylkis og er því byrjaður, sem tannlæknir, að 262 í Somerset byggingunni á Portage Ave. Tók hann sér þar lækningastofu í ifélagi við Dr. H. F. Christie, alþektan 'tannlæknir og vel látinn. Með hverju árinu, sem líður, fjölgar nú hér hjá okkur hinumj íslenzku mentamönnum, sem kom-1 ast alla leið í námi sínu. Er það J hrósvert og gefur góðar vonir um bjartan og dáðríkan starfsferil íslenzkra mentamanna vestan hafs. 'yrsta sinn, að flogið hefir ver- ið yfir iSuðurpólinn, og Mr. Byrd er enn sem komið er eini maður- inn, sem flogið hefir y.fir heim- skautin bæði og Atlantshafið þar að auki. Voru þeir félagar rétt að segja nítján klukkusturdir, burtu frá stöðvum sínum og alt-| af á flugi, nema eina klukku-i stund, sem þeir settust og héldu | kyrru ifyrir. Flugu þeir yfir fjöll og firnindi og er haft eftir Byrd, að honum hafi ekki litist vel a sig þar suður á enda veraldar. Hoover forseti sendi Byrd sam- fagnaðarskeyti, þegar fregnin um flug þetta barst til Washington. Kldatíð Allmiklir kuldar hafa gengið að undanförnu, og í vikunni sem lieð komst frostið einn daginn ofan í 20 stig. Er það óvanalega kalt veður í nóvembermánuði hér um slóðir og hefir ekki komið fyrir í síðastliðin tíu ár. En kuld- inn hefir ekki að eins náð yfir Manitoba, heldur er nokkurn veg- inn hið sama að frétta að vestan og austan, og hefir kuldinn jafn- vel náð langt suður eftir Banda- ríkjunum. Hærri Iaun Ramsay MacDonald, forsætis- ráðherra, er í þann veginn að skipa þingnefnd af öllum flokkum til að athuga tillögu stjórnurinn- ar um að hækka laun ráðherr- anna.. Sagt er að það, sem Mac- Donald fari fram á, sé það, að laun forsætisráðherrans séu hækkuð úr 5,000 sterlingsundum upp í 8,000 sterlingspund. Tveir aðrir af ráðherrunum eigi líka að fá mikla hækkun, frá tvö þúsund upp í fimm þúsund pund, og enn eru sex, sem eiga að fá nokkra hækkun. Tíu fá enga Iaunahækk- un og þrír eiga að fá minni laun, en þeir hafa nú — hvers sem þeir eiga að gjalda. Winnipegbœr og iðnaðarmanna- félögin Alt af síðan 1919, að verkfallið mikla var í Winnipeg, hefir bær- inn ekki viljað viðurkenna rétt þeirra iðnaðarmanna, sem hjá hon- um vinna, til að tilheyra öðrum iðnfélögum, en heimilt hefir þeim verið að hafa félagsskap sín á milli. Mun þetta einkum snerta þá iðnaðarmenn, sem vinna hjá Winnipeg Hydro. Orsökin er sú, að bæjarstjórnin hefir óttast, að væru sínir menn í slíkum félags- skap, þá gæti það hæglega til þess leitt, að þeir yrðu til þess neydd- ir að gera verkfall, án þess þeir sjálfir væru óánægðir með kjör sín. Hefir þetta valdið nokkurri óánægju og hafa verkamanna leið- togarnir gert mikið veður út af þessu og nefnt þetta bann bæjar- ins öllum illum nöfnum. Sam- bandsstjórnin, eða sá ráðherrann, sem slík mál heyra undir, lét þetta mál til sín taka, og krafðist þess, að hlutaðeigendur kysu sinn mann hvor til að gera út um þetta mál, en þeir kysi sér oddamann. Verka- mennirnir völdu þegar sinn itiann, Ralph Maybank, lögmann í Winni- peg, en bæjarstjórnin skeytti þessu engu. Nefndi þá ráðherrann R. F. McWilliams, K.C., fyrir hennar hönd. Þeir kusu svo MacDonald yfirdómara sem oddamann. Nú hefir nefnd þessi lokið sínum störfum og er tillaga hennar sú, að bærinn láti undan kröfum iðn- aðarmanna og leyfi sínum mönn- um að tilheyra hinum stærri iðn- aðarmannafélögum, en þó svo, að þeir taki ekki þátt í verkfóllum, sem ekki snerta beinlínis þeirra eigin hag. Hvort bæjarstjórnin tekur þetta nokkuð til greina, er ekki enn hægt að segja með vissu, en heldur ólíklegt er það talið. Einar Benediktsson skáld 65 ára. í dag (31. okt.) er skáldið Einar Benediktsson, 65 ára. Síðan fyrsta bók hans kom út, eru liðin 32 ár. I' henni eru fáein kvæði og nokk- ur þeirra með því snildarmarki, að hann mátti þá með réttu kall- ast stórskáld. Síðan hefir hann aukið hróður sinn með hverri bók, cr hanQ.y.fir frá ser scnt, og 11 ú skipar ha.in öndvegi íslenzkra skálda með þeirri vegsemd, að engum manni er við hann jaínað. Það er óhugsandi að gera grein fyi ir skáldskap Eifiars í ifáum orð- um. Hann hefir farið viðar og séð fleira og reynt, en flest eða öll lenzk skáld, og íýsingar hans úr öHum áttum, bæði á lýði og lönd- um, eru gerðar af þeirri snild, að slíkt er einsdæmi í bókmentum vorum. En hvar sem spor hans hafa legið, hefir hann í öllu stolti sínu og mikilleik verið íslending- ur fyrst og íremst, með brenn- andi ást á ættjörð sinni og höfð- inglegri bjartýn um hag hennar í framtíðinni. Ekkert íslenzkt skáld hefir meira ort í anda hinna fornu Eddu-snilinga. Enda þótt að formið á yzta borði sé alt ann- að, þá sver speki og orðlist skálds- ins sig í æt;tlna, og er þar og að finna ifullkomnasta fyrirmynd í andlegum hreinleika, sem mjög einkennir öll verk hans. Það er sama, hvort Einar Benediktsson lýsir íslenzku fjallalofti, eða hann leiðir menn gegn um drykkju- glaum suðrænna stórborga, þar þar sem loftið er þrungið af vín- ilmi og ástríðurnar sjóða í blóð- inu.— Allstaðar er styrkur hréin- leikans svo mikill, að hvergi bregður fyrir skugga af lágri hugsun. Þegar Einar Benediktsson korr fyrst fram sem skáld, laust hann sprota sínum á glugga hins sof- andi lýðs og heimtaði menn til nytsamlegra verka. Heróp skálds- in var þetta: Trúðu á sjálfs þín hönd, en undur eigi! Sami karlmenskubragurinn fteflr alla tíð bergmálað í ljóðum hans, sömu eggjunarorðin brenna hon- um enn á tungu, og aldrei hefir ættjarðarást hans komið fram í tígulegri myndum, heldur en 1 hans nýjustu bók. Spádómar hans um hlutverk og afrek þjóðarinn- ar hafa aldrei verið stórfeldari en á síðustu árum. Með sívaxandi snild og vísdómi hefir hann kat- að djúp mannlegra tilfinninga og kvæði hans fjölmörg eru svo auð- ug af snildarlega sögðum spak- mælum, að þar glóir perla við perlu. Mörg stórkvæði hafa birzt eft- ir hann í blöðum og tímaritum á síðustu misserum og kennir þar mest heimspeki og trúarlegra við- fangsefna. Verður ekki með sanni sagt, að almenningi sé þar hægð- arleikur með honum fylgjast, sem stórskáldið, spekingurinn og trú- maðurinn veltir fyrir sér dýpstu rökum tilverunnar. Margir eru góðir liðsmenn, en fáir afburðamenn, og fæstir nema þeir, sem varpa öllu fyrir borð, nema því, sem er þeirra háleitasta hlutverk. Einar Benediktsson er i dag höfuðskáld íslands og stör- ifeldasta ljóðskáld á Norðurlönd- um sökum þess, að hann hefir kastað frá sér öllu nema list sinni/ Með lífsháttum sínum het- ir hann keypt íslenzkri þjóð að- dáanlegar gersemar, sem hvorki fölna né ryðfalla þó að aldir líði. —Mgbl. J. Tafl-samkepni Fund heldur taflfélagið “ísland” fimtudagskveldið 5. des., í Jóns Bjarnasonar skóla. Þá verður teflt og rætt um framtíðarhorfur félagsins. Byrjað verður að tefla um Hall- dórsons bikarinn þann 12. þessa mánaðar, og verða allir þeir, sem ætla sér að taka þátt í samkepn- inrþ, að gera skrifara félagsins (A. R. Magnusson, 637 Home St., fónn: 71 234) aðvart íyrir þann tíma og vera viðstaddir það kvöld. Samkvæmt eftirfylgjandi yfir- lýsingu, sem samþykt hefir verið á félagsfundi, verður nú teflt um bikarinn, sem væri það í fyrsta sinn, og ifyrri samkepni ónýtt. “Við undirritaðir Iýsum því yfir, að úthlutun Halldórson’s bikarsins og verðlauna á Marl- borough Hotel 1925, hafi verið óréttmæt, vegna þess, að ekki var fyllilega útkljáð deilumál, sem orðið hafði meðal þátttakenda, og óskum þess, að kept verði um bikarinn á ný, sem ekki hefði það fyr verið gert.” H. Halldórsson, heiðursfors. J. G. Jóhannsson, forseti. A. R. Magnússon. C. Thorlakson. Jón Bergman. K Halldór Halldórsson. Herra Halldórsson, heiðursfor- seti félagsins, sem dvalið hefir hér í borginni undanfarandi, var staddur á fundi og flutti öfluga og hvetjandi ræðu. Lagði hann að félagsmönnum að sækja fundi, æfa tafl og hika ekki við að keppa við önnur taflfélög bæjar- ins. Hefðu íslendingar sýnt það fyrrum, að þeir þyrftu ekki að standa öðrum að baki í tafllist- inni, og benti félagsmönnum á glæsilegan taflferil þeirra: Magn- úsar Smith, fyr verandi taflkappa Canada, og Guðjóns Kristjáns- sonar, sem nýskeð varð taflkon- ungur Canada í bréflegri sam- keppni. Bikar sá, sem herra Halldór Halldórsson gaf taflfélaginu “ís- landi”, er án efa sá tilkomumesti verðlaunagripur, sem nokkur tafl- klúbbur í Winnipeg á, og þó lengra væri leitað. Mr. Halldórsson hefir í hví- vetna sýnt framúrskarandi áhuga fyrir velferð félagsins, og vottar því stjórnarnefndin honum inni- legt þakklæti fyrir hönd allra fé- lagsmanna. Ættu nú íslenzkir taflmenn að sýna, að þeir kunni að meta það, sem Mr. Halldórsson hefir svo höfðinglega gjört, og starfa að því, að klúbburinn megi verða öiflugasta taflféJag 'bæjarins. A. R. Magnússon. Frá Elliheimilinu Það eru svo margir að spyrja um hvernig gangi að “koma upp” Elliheimilinu nýja og nokkrir farnir að panta þar herbergi fyr- ir háaldraða vandamenn sína, og því réttast að skýra ofurlítið fra horfunum. Húsið er komið upp og hækkar ekki.úr þessu, nema ef til vill reykháfurinn, og æðimargir eru önnum hlaðnir við múrsléttun innan húss. Hurðirnar eru á leiðinni frá Ameríku og eru úr einhverjum ágætisvið, sem eg man ekki nafn á. Trésmiðir vinna að umgerðinni um glugga og hurðir og útliitð gott að húsið geti hýst fjölmarga gesti í vor, ef nægílegt fé verður til að greiða verka- mönnunum í vetur. Það er búið að greiða þó nokk- uð á þriðja hundrað þúsund krón- ur fyrir efni og vinnu og “kass- inn’1 auðvitað hálftómur. En það er allvæn uppspretta ótæmd, þar sem eru skuldabréfin, sem Elli- heimilið .fékk að gefa út með á- byrgð bæjarsjóðs 'Reykjaviíkur. Þau eru alveg nýprentuð, 240 að tölu, hvert á 500 kr. og ársvext- irnir 6%%, en greidir tvisvar á ári. Útsöluverð þeirra verður 96% af nafnverði, — og þau verða innbyrt smámsaman á 20 árum, svo að í raun réttri er hér ágætt tækifæri fyrir þá, sem eiga fé á vöxtum hvort sem er, enda voru sjö bréf keypt sama daginn og þau komu úr prentsmiðjunni, og von á meiru. En ekki er þess að dyljast, að það er alveg undir sölu þessara bréfa komið, hvort unt verður að fullgera húsið fyrir vorið, og færi svo ólíklega, að salan yrði treg, og því ekki unt að ljúka við hús- ið, þá missir Elliheimilið tugi þús- unda, sem það annars á von á í húsaleigu næsta sumar, — og Al- þingishátíðarnefndin verður í enn meiri vandræðum með gistingu hér í bænurn handa Mangferða- mönnum vestan úr Bandaríkjum og víðar. Eg veit ekki, hvað öðr- um kann að finnast, en mér finst það afar óviðfeldið, fyrir bæinn og landið alt, ef stórhýsi með yf- ir hundrað herbergjum væri mjög langt ó veg komið um hátíðina, en þó ekki svo langt, að unt væri að hýsa þar gesti, og þeir svo í vand- ræðum með gistingu hundruðum saman. Vér skulum vona, að ekki komi til þess og margir kaupi bréfln og það sem fyrst. Þar sem enn er óráðstafað mik- illi vetrarvinnu í Elliheimilinu fyrir trésmiði og málara, er rétt að geta þess, að þeir verða látnlr sitja fyrir henni að öðru Jöínu, sem tekið geta umrædd skulda- bréf upp í vinnu sína að ein- hverju leyti. Ekki má eg enda svo þessa grein, að eg lýsi ekki þakklæti okkar í garð þeirra, sem mest og bezt hafa hjálpað til að koma hús- inu upp. Bæjarstjórn Reykjavik- ur og Landsbankinn hafa eigin- lega hjálpað um alt lánsféð hing- að til. Samt er það ein tekjulind, sem ekki hefir enn orðið eins drjug og við var búist. Við bjuggumst sem sé við því, að ýmsir mundu fara að dæmi þeirra systkinanna, Helga Jónssonar trésmiðs, Vest- mannaeyjum, frú Margrétar Jóns- dóttur, Sveins Jónssonar kaup- manns og Guðmundar Jónssonai í Reykjavík. Þau hafa helgað minningu for- eldra sinna herbergi á Elliheim- ilinu nýja með því að gefa nokkr- ur þúsund krónur í bygging^rsjóð þess, og bæta árlega við á gift- ingardegi foreldra sinna — nú síð- ast 26. f. m. 200 kr. — Jafnframt því, sem þann dag er “veizlu sleg- ið upp” fyrir heimilisfólk Elli- heimilisins að fyrirmælum þeirra! Við erum alt af að vona, að ein- hverjir aðrir reisi sínum foreldr- um svipaðan minnisvarða með styrk til byggingarinnar og glaðn- ingar gamla fólkinu. Það sann- ast, að einhverjir hugsa: “Þetta hefðum við átt einnig að gera”, er þeir siðar sjá 2 samliggjandi herbergi ætluð elztu hjónum Elli- heimilisins, en helguð minningu þeirra hjónanna Jóns Helgasonar og Guðrúnar Sveinsdóttur, er síð- ast bjuggu á Leirum undir Eyja- fjöllum. — En það er raunar ekki of selnt enn, að minnast foreldra sinna á svipaðan hátt. S. Á. Gíslason. —Mgbl. Úr bænum MEN’S CLUB . Þetta unga félag hélt annan mánaðarfund sinn í samkomusal Fyrstu lútersku kirkju, á fimtu- dagskveldið í vikunni sem leið. Sezt var að borðum kl. 6.30 og á- gæt máltíð framreidd af trúboðs- félagi safnaðarins. Að máltíð- inni lokinni flutti L. St. G. Stubbs dómari fróðlegt og skemtilegt er- indi um Þjóðbandalagið. Var gerður góður rómur að erindi dóm- arans, enda er hann manna fróð- astur um alt, sem að Þjóðbanda- laginu lýtur. Ein deild þess er hér í borginni og er Stubbs dómari forseti hennar. Tíu af þeim, sem fundinn sóttu, gengu í deildina þar á fundinum. Um 60 menn voru viðstaddir og var fundurinn bæði ánægjulegur og uppbyggi- legur. Sá. sem hæsta vinninga hefir á spilafundi Ásbjörns Eggertssonar í Goodtemplarahúsinu, fjögur næstu laugardagskveld, fær sér- stök verðlaun, Turkey. Hin vana- legu verðlaun, á hverju spila- kveldi, verða gefin engu að síður fyrir það. Mr. K. Eyjólfson frá Kandahar, Sask., kom til borgarinnar í vik- unni sem leið, með konu sína, sem er að leita sér lækninga. G. S. Grímson, dómari frá Rugby, N. D., var staddur í borg- inni á miðvikudaginn. Kristilegt félag ungra kvei'na, Young Women’s Christian Associ- tion, biður þess getið, að í kveld, kl. 8, þann 5. desember, hefjist enskukensla fyrir stúlkur af út- lendum uppruna, er ekki C'ga þess kost, að stunda nám við kvöldskóla borgarinnar. Fer kensla þessi fram í byggingu fé- lagsins, að 447 Elice Ave., hér í borginni. Frekari upplýsingar fást með því að kalla upp 86 647. Séra Carl J. Olson kom til borg- arinnar á þriðjudagsmorguninn. Var að sækja fund skólaráðs Jóns Bjarnasonar skóla, sem haldinn var á þriðjudagskveldið. Til bráðabirgða Þetta er aðeins til að kvitta fyrir grein eftir —“L. F”, sem birtist í Heimskringlu 20. nóv. síðastliðinn, þar sem höfundur- inn mælist til, hð eg skrifi meira um bænina og gjöri grein fyrir hinum vísindalega eða heim- spekilega grundvelli hennar. Mér er einkar ljúft og skylt að verða við þessum tilmælum, sér- staklega þar sem þetta er hjarta- punkturinn í hinu kristilega lífi og reynslu og mér hið hugljúfasta efni og líka vegna þess, að grein “L. F’s” er vingjarnleg og kurt- eys í alla staði. En svo er mál með vexti, að eg verð i miklu annríki fram yflr hátíðir, hefi í mörg horn að líta þangað til, og get varla btt neinu við. En í janúar má “L‘ F.” og aðrir búast við grein frá mér um þetta efni, í “Lögbergi”, en eg bið afsökunar á drættinum. Carl J. Olson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.