Lögberg


Lögberg - 05.12.1929, Qupperneq 4

Lögberg - 05.12.1929, Qupperneq 4
Bla. 4. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. DESEMBER 1929. Xögíjerg Ghefið út hvem fimtudag af The Col- umhia Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram The “Lögberg" is printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manltoba. Flugmálin í Canada Það er tiltölulega skamt síðan, að flugmál- in komust það rækilega á dagskrá hér í landi, að þeim væri verulegur gaumur gefinn. Við og við bar, ef til vildi, ofurlítið loftfar fyrir auga, er dró að sér athygli áhorfenda, og í blöðunum sáust endrum og eins greinarkorn um þes'sa furðulegu nvjung, sem fjöldinn botn aði ekki minstu vitund í, og var, eins og gengur og gerist, næsta dauftrúaður á nytsemi fyrir- tækisins. Nú eru þó flugmálin hér með oss, komin í það horf, að fjöldi flugbáta sveimar ár út og ár inn yfir hinum víðáttumiklu auðnum Norð- urlandsins, er notaðir eru til eftirlits með skóg- um og fiskiveiðum, auk þess sem þeir' flytja vísindamenn frá efnu héraði til annars, er það hlutverk hafa með höndum, að rannsaka nátt- úruauðlegð landsins, gera uppdrætti og viða að sér hinum og þessum gögnum, er byggja megi á vísindalegar rannsóknir. Eru nú um þessar mundir starfrækt hér í landi, tvö voldug llugfélög, sem bæði eru einstakra manna eign, án nokkurs minsta stuðnings af hálfu hins op- inbera. Er nú svo komið, að flugferðir þykja lítið meiri nýlunda, en bílferðir. Síðastliðin tvö ár, hafa nokkrar tilraunir verið gerðar hér í Canada, með póstflutninga í lofti, er gefist hafa vel. Hefir sambands- stjórn vor afráðið, að efla svo á næstunni póst- flutninga flota sinn í lofti, að um reglubundnar ferðir verði héðan af að ræða, frá hafi til hafs. Samgöngutæki hverrar þjóðar, eru sannur spegill af efnalegu menningarástandi hennar. Breytingarnar á sviði samgöngutækjanna, hafa verið svo fjölþættar, og borið svo bráðan að síðustu árin, að líkja mætti við furðulega draumsýn. Jámbrautirnar, bifreiðamar, ritsíminn og talsíminn, ásamt víðvarpsundrinu, hafa í sam- einingu gerbreytt svo svip samfélagsins, að lítt sambærilegt myndi verða við það, er átti sér stað fyrir mannsaldri, eða þar um bil. Meðan á stvrjöldinni miklu stóð, komst meiri skriður á flugmálin, en flesta mun hafa órað fyrir. Það var eins og ófriðurinn særði til fylgis við >sig hvert aflið öðru meira; lítt kunn, eða með öllu áður ókunn öfl, komu fram á sjónarsviðið, og vora notuð vægðarlaust í þágu tortímingarinnar. Nú er málunum, sem betur fer, skipað nokkuð á annan veg. Svo má heita, að nú séu loftförin víðasthvar, helguð þjónustu friðarins, starfrækt sem hver önnur samgöngutæki, viðskiftalífinu til eflingar og umbóta. Flugmálum hinnar canadisku þjóðar, he óneitanlega miðað vel áfram, síðustu ár Norðan við járnbrautirnar, liggja geysil landflæmi, er svo að segja hafa algerlega fai n mis við öll samgöngutæki síðastliðrh hundr ár. Þar koma nú loftförin að góðu haldi. Eftirspurn eftir pappír, hefir farið mj í v öxt hin síðari ár. Til þess að slíkri eft spurn verði fullnægt, er ljóst, að vemda þr skógana, eins og frekast er kostur til. \ slíka gæzlu, koma loftförin að ómetanlegv notum. Hafa stjómirnar í Quebec, Ontario British Columbia, komið á fót hjá sér fös loftflota-kerfi, er um skóggæzlu annast, a þess sem sambandsstjómin hefir ávalt til ta mikinn loftflota, er nota má í þessu skyni. Um þessar mundir hefir stjórn Ontar fylkis í þjónustu sinni yfir tuttugu nýtízku lo for, er vaka yfir skóglendum, er til sama nema eitt hundrað sextíu og sex miljónum eki V ínna loftför þessi stórkostlegt gagn, þegar i skógarelda er að ræða, sem mjög era tíðir þ eystra. I British Columbia fyiki, era loftf alment notuð til gæzlu við fiskiveiðar, of ha á Því sviði reynst öllu öðru betur. Flestum stendur það vafalaust í fers! minm, hve eftirspumin eftir loftförum v geysimikil, er fregnimar um gullfundinn Ked Lake héraðinu, urðu heyrinkunnar. Flu ist þangað með þeim hætti fjöldi málmleits manna, auk þess sem ljósmyndaðar vora át þusund og sex hundruð fermílur lands. í sambandi við rannsóknir ísreks og hi strauma í Hudsonsflóanum, hafa loftförin ko: I?. !Lð ^oðu llði’. auk þess sem þau hafa flu td h ort Churehdl fjölda verkamanna. Þá ha þau líka komið að miklu haldi selveiðuram veiði stunda á hinum norðlægari miðum 'a lantshafs. A síðasta sambandsþingi, var veitt til flug- málanna fjárveiting, er nam hálfri amíari mdjon dala, og er það margfalt stærri upphæð, en nokkru sinni hefir áður verið veitt á fjár- lögunum í því augnamiði. Starfsgleði Veraldleg heill sérhvers einstaklings, er að miklu leyti undir því komin, að hann fái sem fyrst á æfinni komist að einhverri þeirri at- vinnu, sem honum fellur í geð. Með þeim hætti einum, má nokkum veginn telja víst, að hinir andlegu og líkamlegu kraftar fái notið sín til fulls í þjónustu hinna daglegu viðfangsefna, hlutaðeigandi einstakling sjálfum og þjóðfé- lag’sheildinni til blessunar. Sérhver sá, er þannig hefir komið ár sinni fyrir borð, hefir ráðið eina flóknustu gátuna, sem ráðin verður héma megin grafar. Ef til vill er hann fátækur og áhrifalítill í hinni vana- legu merkingu þess orðs. Þó er það liann, er leyst hefir torráðna þraut, er ýmsum þeim, sem meira létu yfir sér, reyndist um megn að leysa. Hann lifir og hrærist í starfi sínu. tJt fvrir takmörk þess þarf hann hvorki að sækja ánægju né endurhressingu, — starfið er honum alt í öllu. Með þessu er það þó engan veginn sagt, að slíkum manni gæti ekki hugnast að öðrum viðfangsefnum, eða atvinnutegundum. En liann er ánægður með sitt eigið hlutverk engu að síður, og það ríður baggamuninn. Hver einasti maður, sem reglulegt yndi hefir af starfi sínu, gengur fagnandi til iðju sérhvern morgun, hversu erfið viðfangsefni 'sem kunna að bíða hans, staðráðinn í því, að vinna sigur á þeim öllum. Ef til vill kemur hann heim sárþreyttur að kveldi, en móðinn hefir hann þó eigi mist, og starfsgleðin er hin sama. Hans mesta áhyggjuefni er sennilega það, að hafa ekkUgetað komið því öllu í verk, er hann hafði ásett sér að morgni. Starf slíks manns þarf engan veginn að vera margbrotið, — viðskiftaveltan getur jafn- vel verið minni í ár, en árið á undan. Hann er vondjarfur samt, því hjarta hans slær í órjúfanlegu samræmi við hin daglegu viðfangs- efni. Starfið er honum Ij.úfur leikur, — leikur, sem ekkert annað kemst í hálfkvisti við. Líf hans auðgast sökum ástarinnar á iðjunni. Hann verður nýtur maður, í hvaða stétt'vsem er, og skapar fagurt fordæmi fyrir alda og ó- borna. Góður gestur 1 ------------------------ ----------------- Hingað kom tif borgarinnar fyrir síðustu lielgi, listmálarinn víðfrægi, Mr. Emile Walt- ers, og ráðgerir að dvelja hér um tveggja vikna tíma, eða því sem næst. Eins og þegar er kunnugt, heimsótti Mr. Walters ísland í vetur sem leið. Var þetta hin fyrsta heimsókn hans til ættlands síns. Sökum annríkis veittist oss, því miður. ekki kostur á, að spjalla við Mr. Walters nema ör- stuttan tíma. í]n j>að getum vér fullvissað les- endur vora um, að listamaðurinn bar Islandi söguna hið bezta. Varð hann djúpt snortinn af hrikafegurð landsins, og kvað margt hafa fyrir augu borið, er vakið hefði í 'hjarta sér sterka þrá til að mála. Og það gerir hann væntanlega, er hann heimsækir Island næst, og lítur það augum í sumarblíðunni. Mikið dáði Mr. Walters, hve listræn að heimaþjóðin væri, og benti meðal annars á, hve heimili fólks, mörg hver, væru fagurlega skreytt margskonar listaverkum, svo sem vatnslita málverkum, útskomum trémunum og silfurgripum. Kvað hann hið listræna eðli þjóðarinnar hafa opinberast sér í mörgum myndum. Með strandferðaskipi kvraðst Mr. Walters hafa farið umhverfis Island, og komið við á flestum megin-höfnum. Lét hann þess meðal annars getið, hve einkennilegt sér hefði þótt um að litast á Seyðisfirði. Þá ferðaðist Mr. Walters og nokkuð um á Englandi, Frakk- landi, og í Noregi og Danmörku, og kvaðst í hvívetna hafa notið hins mesta yndis á ferða- laginu. Mr. EmiJe Walters, er einn þeirra manna, er með list sinni hefir fegrað íslenzkt umhverfi og gert garðinn frægan. Östuddur og af eigin ramleik, hefir hann ratt sér svo braut til frægð- ar og frama, að málverk hans er nú að finna á mörgum allra merkustu listasöfnum veraldar- innar. Mr. Walters er eigi aðeins merkur og frum- hugsandi listamaður; heldur er hann og sann- ur Islendingur og sannur maður. Ritsjá Minningarrit um 50 ára landnám íslend- inga í Norður-Dakota, gefið út að tilhlutan há- tíðarnefndarinnar, 150 bls., prentsmiðjan Col- umbia Press, Limited, Winnipeg, 1920. Að aflokinni landnámshátíð þeirri hinni veglegu, er haldin var að Mountain, North Da- kota, dagana 1. og 2. júlí 1928, í tilefni af fim- tíu ára afmæli íslenzku bygðanna þaij syðra, var þegar afráðið, að gefin skyldi út bók til minn- ingar um þann sögulega atburð, er í sér fæli eins nákvæma lýsingu á því, er fram fór hátíð- isdagana báða, eins og frekast væri kostur á. Hafa margfir beðið bókarinnar með óþreyju, því mörgum er málið skylt, margar taugar tengdar við landnámið íslenzka í North Dakota, og hina glæsilegu sögu þess. Og nú er minn- ingarritið fullprentað, fróðlegt mjög að inni- haldi, og framúrskarandi vel úr garði gert, að prentun og öllum ytra frágangi. Innihald Minningarritsins, er sem hér segir:— G. Th.: Formáli. Séra Haraldur Sigmar: Landnámshátíðin í Norður Dakota 192>S. Dagskrá við landnámshátíðaliöldin. Nefndir. Árni Magnússon: Þættir um fyrstu land- nema í Dakotabygðunum íslenzku. Árni Magnússon: Manntal Islendinga í Norður Dakota. S. H. f. H.: Fimtíu ára afmæli Islendinga í Norður Dakota. (Ummæli Heimskringlu um tátíðarhöldin). Einar P. Jónsson: Hátíðin á Mountain. (Ummæli Lögbergs um hátíðahöldin.). Séra Haraldur Sigmar: Ávarp framkvæmd- arnefndarforsetans. Ræður:— Canada framtíðarlandið Verzlunar-samtök meðal bænda eru alt af að aukast. Aðallega gangast akuryrkjuskólar og fyrir- myndarbú stjórnanna fyrir því. Það er ekki langt síðan að bænd- ur þurftu víðast hvar að selja af- urðir búa sinna í bænum næst við sig, og láta vörurnar, hvort sem þeirn þótti verðið, sem þeim var boðið, fullnægjandi eða ekki. — Oft var að líka, að peningar xeng- ust þá ekki, nema fyrir lítinn part af þVí? sem bóndinn hafði að seljaö Mikið af hveitinu var selt strax að haustinu, þegar verðið var lægst, því að eins efnaðri bændur voru svo stæðir, að þeir gætu borgað kostnað við uppskeru o. s. frv. og aðrar skuldir að haustinu, og geymt svo hveitið þar til það hækkaði í verði. Hið sama má segja um aðrar afurðir. Séra |K. K. Ólafson: Minni íslenzku bvgð- anna í NorSur Dakota. Séra Rögnv. Pétursson: Minni Islands. Séra Jónas A. Sigurðsson: Landnemar. Forseti söngsamkomunnar, séra H. B. Th. Addresses:— Judge G. Grimson: Chairman’s Address. Mrs. J. K. Olafson: Our Pioneer Mothers. Dr. B. J. Brandson: Iceland. Hon. A. B. Burtness, Senator Frazier, W. J. Kneshaw, Jud. La Moure, Jr., A. Benson. KvæSi:— / K. N. Júlíus: Lesmál og ljóS*’. Séra Jónas A. SigurSsson: Island. Jakobína Johnson: Minni landnámskvenna. S. M. Thorfinnson: North Dakota—My State. Séra Jónas A. SigurSsson: Á Mountain, 1. júlí 1928. Letters. — Telegrams. Af því, isem nú hefir sagt veriS, er þaS sýnt, hve bók þessi er afar fjölbreytt aS efni, auk þess sem hana skreyta margar, ágætar myndir. En mest um vert er þó hitt, aS lesmál þaS, er bókin inniheldur, bæSi bundiS og óbundið, er yfirleitt sérlega skemtilegt aflestrar, og hefir aS geyma margvíslegan fróSleik. Nægir í því efni, að benda á þættina um fyrstu landnema í Dakota-bygSunum íslenzku, eftir Áma Magn- ússon, sem eru hvorttveggja í senn, fróðlegir mjög, og skýrt og iskipulega settir fram, að ó- gleymdu hinu ágæta kvæði, “Minni landnáms- kvenna,” eftir frú Jakobínu Johnson. Tvö fvrstu erindin hljóða á þessa leiS: “Hver fylkir hér svo fríðri sveit, Er frægðar-orS á skjöld sinn reit, Og ber hann hátt svo blikar á hann, Því bræðralið í fjarlægð sá hann, Og kjörland voldugt kannast við AS kostum búið sé það lið. Hver fylkirf — Hún er horfin sýn, En hreif þig samt — mún móðir þín, Þú, unga þjóð, sem öldin dáir Ogi afreksverkum stærstu spáir. Þú komst — þó hún sé horfin sýn, Þín heilla-dís — hún móðir þín!” MeS tilliti til þess, að í bók þessari birtist all-ítarleg lýsing á því, er fram fór á umræddri landnámshátíð, eftir ritstjóra þessa blaðs, þyk- ir ekki hlýða, að fara þar um fleiri orSum. Merg- urinn málsins ersá, að nú er Minningarritið um landnámið komið á markaðinn, þannig úr garði gert, að hlutaðeigendum öllum, er til stórsóma. Bókin kostar í kápu $1.50, en í skrautbandi $2.00. Anægjulegri jólagjöf, er tæpast hugsan- leg. — Pantanir sendist fyrst um sinn, til Rev. H. Sigmar, Mountain, North Dakota. Hon. C. A. Dunning Stundum var það kunnáttufeysi eða kæruleysi, sem að olli því, að varan var í lágu verði. T. d. egg voru send til markaðar, þó þau væru ekki öll fersk. Það var þá ekki verið að( rekast í því, hvort þau væru ný eða nokkurra daga gömul. Verzlunarmenn urðu svo fyrir tapi, þegar eggin reyndust ekki eins góð og búist var við. Þar af leiðandi gáfu þeir aldrei mjög hátt verð tfyrir þau. Nú er komin breyting á þetta. Egg eru nú flokkuð og verðið, sem bóndinn fær, er undir því komið, hvaða stigi eggin ná, þeg- ar þau eru skoðuð. Fyrir góð egg fæst að jafnaði töluvert meira nú en áður og á sama tíma hafa bændur lært, að það borgi sig ekki, að bjóða nema góð egg til sölu. í Suður - Manitoba hefir korn- uppskeran verið léleg undanfarin ár. Bændur sáu ekki, hvernig þeir ættu að bæta hag sinn, og voru sumir sem álitu, að bezt væri að flytja lengra vestur, þar sem land væri nýtt og þar sem uppskeruvon væri betri. En slíkt hefði haft mikinn kostnað, auk annara erfiðleika 1 för með sér. Þá ráðlögðu búfræðingar þessum bændum að gefa sig meira við kvikfjár og fuglarækt, en þeir hefðu gert. Þeir bentu á, að þó kornið væri ekki gott til mölunar, gæti það verið hið allra bezta fóð- ur, og að jafnvel meiri peninga mætti hafa upp úr því með þessu móti, en með því að selja það eins og þeir höfðu gert. Bændur fóru svo að reyna þetta og hefir það gefist ágætlega. Það hefir verið aðal gallinn á búskap manna í Vesturlandinu, að þes3- um tíma, að svo margir bændur hafa gefið sig við kornrækt að- eins. Það eru fljótteknir pening- ar, ef alt gengur vel. En það er ekki alt af hægt að byggja á því, að vel gangi. Bændur í Suður-Manitoba fóru að rækta fugla — tyrkja og hæns —mikið meira en áður. Sérfræð- ingar frá búnaðarskólum og fyr- irmyndarbúum ferðuðust svo um á haustin (þeir gera það enn) og sýndu fólki hvemig bezt væri að búa fuglana til markaðar. Það þarf vist lag við þetta, og ef ráð- leggingum er fylgt, 1 fæst mun meira fyrir pundið af fuglakjöt- inu, en ella, og það var sent þang- að, sem beztur var markaðurinn. Frá því var skýrt í síðasta blaði, að Hon. 'C. A. Dunning, hefði verið valinn til fjármála- ráðgjafa í sambanclsstjórninni, í stað Mr. Robbs, sem fyrir skömmu er látinn. Mr. Dunning er enginn nýgræðingur í stjómmálalífi hinnar canadisku þjóðar, þótt enn megi hann kallast maður á bezta aldri. Sexp forsætisráðgjafi Saskatchewan-fylkis um all- langt skeið, aflaði hann sér slíks trausts, og slíkra vinsælda, að sjaldgæft mun vera um stjórnmálamenn. Mun það fylki lengi bera minjar atorku Mr. Dunnings og glöggskygrii. Sem ráðgjafi járnbrautarmálanna, hefir Mr. Dunning, einnig aflað sér þess orðstírs, sem lengi mun í minnum hafður. Nægir í því tilliti, að benda á afskifti hans af lagningu Hudsons- flóa brautarinnar, og flutningi hafnstaðarins frá Port Nelson til Fort Churohill. Vann hann þar það þrekvirki, er halda mun lengi á lofti nafni hans í sögu hinnar canadisku þjóðar. Og nú hefir Mr. Dunning verið falin á hend- ur forusta fjármálaráðuneytisins. Sæti Mr. Robbs er vandfylt. En til þess að fylla það svo sæmd sé að, munu fáir líklegri, en einmitt Mr. Dunning. Bændur í hverju héraði um sig lögðu svo saman og sendu vagn- hlass (carload)i með járnbraut austur til stórborganna, eða þang- að, sem beztur var markaðurinn. Þetta gafst svo vel, að þessi að- ferð að búa fuglakjöt til markað- ar og selja það, er nú notuð víða í Vesturandinu. Það þurfa að vera svo margir bændur í hverju héraði, sem reyna þetta, að hægt verði að senda vagnhlass þaðan að haustinu. Þá verður flutn- ingskostnaðurinn minni. Til þess að svona hepnist, þart bóndinn að rækta fuglategundir, sem seljast æfinlega vel. Búnað- arskólar og fyrirmyndarbúin gefa fullkomnar upplýsingar þessu við- víkjandi. Það hefir lítinn árang- ur, þó bóndinn rækti mikið af fuglum, ef þeir eru úrkynja (það sem kallað er scrub)i eða ómögu- leg markaðsvara. Ef lánið er með og ef leitað er allra upplýsinga, er hægt að hafa góða peninga upp úr fuglarækt- inni. Margt fólk, sem komið hefir hingað frá Mið-Evrópulöndunum, hefir það, er hér kallast smábýli, og býr vel. Það hefir ekki nema nokkrar ekrur af landi, en hver ekra er látin framleiða alt, sem mögulegt er. Það iðkar garðrækt, og sú uppskera bregst sjaldan — aldrei svo, að eitthvað sé ekki í aðra hönd. Það hefir tvær eða þrjár kýr, og svo fugla, vanalega heldur stóran hóp. Enn freimur hefir það korn, nógan fóðurbætir handa skepnunum fyrir veturinn. Fólki, sem hefir þekkingu á garð- rækt, vegnar vel á svona bújörð- um, þó smáar séu. Inntektirnar eru auðvitað ekki eins miklar eins og á stórbúi, en kostnaðurinn er heldur hvergi nærri eins mikill. Enn fremur verðuí svona blettur^ segjum &— 10 ekrur, ræktaður miklu betur heldur en þar sem landið er stórt. Uppskeran verður, og er, tiltölu- lega meiri. Landið kostar ekki eins mikið til að byrja með, skatt- ur er ekki eins hár og, sem sagt, útgjöld verða öll lægri. Austur í Ontario fylki eru nú bændur að minka bújarðir sínar. Það telst nú að meðal bújörð í þeim héruðum, sem eru gömul og þéttbygð, sé um 100 ekrur, og bændur þar græða nú meira, en meðan þeir hötfðu meira land undir höndum. Ástæðan er sú, að nú gefa þeir sig við fleiru en kornrækt, — hafa mjólkurbú, bý- flugnarækt, aldinarækt og garð- rækt. Það má geta þess, að bændur í Manitoba og Vesturfylkjunum, eru nýlega farnir að gefa sig að býflugnarækt. Var mikið af hun- angi, er framleitt var í Manitoba, selt haustið sem leið, og fékst gott verð fyrir það. Þess verður ekki langt að bíða, að íleiri bændur fari að stunda býflugna- rækt og auka inntektir sínar að mun, án mikillar fyrirhafnar. Frá Japan Nýr hugsunarháttur og gamall. Eitt, sem einkennir Japana einna mest, er stilling, enda þykir það ein fegursta dygð meðal þeirra. Það heyrist næstum aldrei að tveir Japanar munnhöggvast, heldur koma þeir ætíð kurteislega fram hver gagnvart öðrum, og vilja heldur kurteisa lýgi en dónaleg- an sannleika. Það væru ýkjur að segja, að ekkert fyndist í fari þ^irra annað en virðingin fyrir gömlum venj- um. Fjárbrall og svik eiga sér stað þar engu síður en annarsstaðar. En hitt er jafnsatt, að virðing þeirra er mikil fyrir hinum ó- skrifuðu lögum hversdagslífsins. Ein algengasta hefnd þeirra er að rista upp á sér kviðinn. Vilji Japani láta í Jjós hatur sitt eða fyrirlitningu á fjandmanni sín- um, gengur hann til hans og rist- ir upp kviðinn á sér fyrir framan hann. — Þetta þykir magnaðri hefnd, en að drepa manninn, eða gera honum aðra skráveifu. Það vakti nýlega feikna athygli í Japan, að lögregluþjónn drap háskólakennara einn. Það upp- lýstist síðar, að háskólakennarinn var meðlimur verkamannatflokks- ins, er bannaður hefir verið þar í landi. Lögreglulþjónnninn var aftur á móti meðlimur þjóðernis- flokks, sem kallar sig félag hinna sjö fæðinga, og skyldar meðlimi sína til að sýna trúmensku næstu sjö líf. Slík félög eru í hundraða tali í Japan. Sum þeirra hafa líka útlendingahatur á stefnuskrá sinni. Það er eldur í beinum þjóðernissinnaðra Japana að sjá útlendinga vaða allstaðar uppi. Þeir dansa í veitingahúsunum við japanskar stúlkur eins og þeir eigi í þeim hvert bein og stúík- urnar þar eru, eins og víðar, hrifnar af útlendingum. Það er ekki langt síðan að eitt hinna leynilegu þjóðernisfélaga ákvað að binda enda á útlendingadekr- ið. Nokkrir menn bjuggu sig með grímur fyrir andlitum, og stutt sverð. Þegar dansinn stóð sem hæst á laugardagskvöldi í Imper- ial Hotel í Tokio, réðust þeir þar inn albúnir til þess að láta mikið blóðbað fara fram. Fyrir einstakt snarræði hóteleigandans varð samsærinu1 afstýrt. H'ann skip- aði hljómsveitinni að leika þjóð- sönginn yapanska og samsæris- menn báru alt of mikla virðingu fyrir söngnum til að hafast nokk- uð að, heldur stóðu þeir í her-

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.