Lögberg - 05.12.1929, Blaðsíða 2

Lögberg - 05.12.1929, Blaðsíða 2
Bls. 2. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. DESEMíBER 1929. “Ljóðmál” eftir RICHARD BECK. “Sú mín var æfi -iðja: eg óf í tónamál það æðsta, sem eg átti— mitt eigið líf og sél.” Sú er “Saga gamla skáldsins”, túlkuð af ungu og upprennandi skáldi. Hvað skyldu þeir vera margir, sem átta sig á því, að hér sé snertur nýr strengur á íslenzku bókmentasviði, nýr skilningur á íslenzkum skáldum og skáldskap? Hér er ekki verið að leggja á- herzlu á formfegurð eða orð- gnótt, heldur á það, að skáldin leggi rækt við hið æðsta og bezta í eigin sálarlífi. Vegir frá vöggu til grafar eru margvíslegir. Skáld eru þeir, sem segja eigin lífssögu og vefja í “tónmál” það æðsta og bezta, sem þeir eiga. Eg vil þurka úr íslenzku orðið: “stórskáld”. Það er ljótt orð og langt frá öllum krafti. íslenzk hugsun er ekki á háu stigi og ís- lenzk tunga er ekki kröftug leng- ur, sé þessu orði haldið við. Um enga stigbreytingu getur verið að gera, þegar um sannan skáldskap er að ræða. Annað hvort er skáld- skapurinn skáldskapur, eða ekki. Annað hvort er guð að tala til vor mannanna, eða hann þegir. Fall- ega ort ljóð um litla þúfu, rís jafn-hátt og fallega ort kvæði um hæsta tind. Lýrisk ljóð standa jafnfætis söguljóðum, ef þau rista ekki öllu dýpra. — “Ljóðmál” eru ekki um hæstu yrkisefni Mannsandans. Eg vil ekki misbjóða höfundi þeirra með því, að hnoða á hann stórskálds titilinn. Færi eg að gera það, þá færi eg að dansa eftir þeirri hljómpípu, sem mér er afar- ógeðifeld. En hlustið á það, sem þetta unga skáld hefir að segja um “Drotningu söngsins”: “Og súlur silfurskærar um salinn flétta krans, en hundruð hvítra engla þar hefja’ á gólfi dans, er himinborin hljómdis á hörpu lög sín slær; þá hægjast harðir stormar, en hlusta jörð og sær. Og harmi lostnu hjarta í hljómum opnast sýn” Er skáldadísin hér að tala, eða þegir hún? Á sama sviði birtist skáldið í: “Á vængjum hljóma”, tileinkað Sveinb. heit. Sveinbjörns- syni tónskáldi: “Sit ég hljóður; hreimar fagrir óma mér og yndi veita. Það er bergmál himin-hljóma, / æðri heima helgimál. Opnast fyrir augum mínum undraheimar aldrei dreymdir; fagrir, víðir vona-heimar. finn eg Guð í sjálfs míns sál.” Dr. Richard Beck er ungur mað- ur enn þá. Hann er maður sí- ritandi og sí-starfandi. Samfara því, að vera kennari við æðri skóla, hefir hann flutt tugi fyrir- lestra — alla um ísland og fslend- inga. Ritgerðir eftir hann hafa birzt í blöðum og timaritum — alt um íslenzka þjóð. Útheimt hefir það umsvifamikið starf. Engu að síður hefir hann haft tíma tíl að yrkja og finna Guð í sjálfs sín sál. Ljóð hans bera vott um vandvirkni og smekkvísi, En ekki reynir hann að gera sig öðru- vísi en aðra menn! Hann er ekki ádeiluskáld, þó auðveldast sé það á skáldasviði, og vís vegur til um- getningar og frama, í nútíðinni. Þar er hann hátt hafinn yfir nú- tíð sína. Hann segir í “Til vors- ins”: “Kenn þú mér gðfgandi GuðmáJ að syngja, glæstustu vonir í hjörtum að yngja, bræddu mér, vorgyðja, vetur úr hug. Ger mig sem líkastan geislan- um bjarta, gleðjandi — eyðandi húminu svarta; lyftandi sálum mót sólu á flug.” Hann finnur til með þeim, sem bágt eiga: Agætt Meðal Þegar “Minna’ eigi kr»U«tir, kynktin, | Ef ta„K»«r eru Su o* krypplingar s'kógar á órættar þrar ^ vöðvarnir að iáta sig, og lífskraft- mannshjartans — vængbrotnar arnir að fjara út, þá er orsökin ir | sú, að blóðið er ekki í lagi, eða of ! mikið hefir verið reynt á taugarn- vorblóm, sem kæfði í fæðingu I ar 0ír vöðvana, of mikil vinna. ó- snjár.” i reglulegur og lítill svefn, eða ald- ! urinn er að færast yfir mann. Við Fegurstu ljóðin í bókinni, eru öllu slíku, er hið ágæta meðal, .. , ... . „ Nuga-Tone, öllu oðru betra og lifsmyndir skaldsins. Hann er ^ hefjr hjálpað miljónum manna til ekki að yrkja rímsins vegna. ’ góðrar heilsu, þar sem önnur með- Löngun hans er að tákna það, sem ul hafa brugðist. , * ... , , , I í 35 ár hefir Nuga-Tone tvi- hatt er og gofugt. Erfiljoð kveð-1 ^æ]a]aust reynst öllum öðrum ur hann eins og önnur íslenzk meðulum betur við alskonar veikl- skáld — þar ekki um skapandi' un og slappleika. Allir lyfsalar . ,,, ,„ . , „ , ! selja það þannig, að þeir abyrgj- skaldgafu að ræða. Enda eru agt> að það reynist að öllu leyti erfiljóðin ómöguleg til skáld- ^ins og því er lýst, eða peningunum skapar. Um Grím Thomsen yrk- er skilað aftur. Fáðu þér ílösku ír hann þo snjalt kvæði. En ekki hversu á?ætt hað er. Varastu eft- rita eg undir það, að það s írlíkingar. Vertu viss um að fá hið fegursta af ljóðum hans — ikt.a Nuga-Tonc. _________ langt frá. Um Abraham Lincoln er veiktist fyrir nokkrum árum segir hann. [ af þ^rklum í höfðinu. Við jarðar- “Þú. morgunsins yl barst í hruf- j tor hennar flutti séra Hermann óttri hönd; í hrukkóttri ásýnd var geisli frá sól; hver svipdráttur fastur, sem feldur í stein, j Hjartarson afburða fallega og - hjartnæma ræðu. — Rétt um sama ! leyti dó Gunnlaugur Kristjáns- | son, sem nú seinast átti heima í J Húsavík, en annars hafði dvalið en fagur; hjá þér átti smæling- > viða hár \ gveitunum sem vinnu- inn skjól.” Ljóð hans: “Akur einyrkjans”, er tileinkað íslenzkum landnem- um í Vesturheimi: “Hér er heilög jörð, —skóm af fótum fleyg— akur einyrkjans: höfði’ í Iotning hneig. Hver ein hveitistöng segir sögu hans; blóði rituð bók, akur einyrkjans. Frumbýlingsins fórn, niðjans náðargjöf — Akur einyrkjans merlar morgunskin; daggar perlum prúð hlæja blóm und hlyn. Fall á kné á fold, kyss hinn svala svörð, gerðu Guði þökk, hér er heilög jörð. Um hávaðamenn hefir skáldið þetta að segja, í erfiljóði eftir ástvin og ættingja: “Með hávaðamönnum ei hlut- skifti kaust, sem hrópa um störf sín og lofa við raust; þó auglýsist jafnan, er æfinni lýkur, að orðunum tómum var maður- inn ríkur.” íslenzk skáld, að sálmaskáld- um undanteknum, hafa lítið ort um jólin yfir höfuð að tala. Af því að dæma, virðist sem íslend- ingar séu yirleitt lélegir j ó I a- menn. Þrjú kvæði í “Ljóðmál- um” eru tileinkuð jólunum. “Nær koma skipin, sem sendi’ eg suður og austur í lönd? við sjónhring með seglin þönd í sævarblámann þau hurfu. Einn sat eg eftir á strönd.” Grunur minn er, að skip þessa unga og efnilega skálds, eigi eft- ir að koma aftur, hlaðin fegurstu uppfyllingum drauma og vona hans. O. T. Johnson. maður. Lét honum fjármenska vel og þótti hann hvervetfla vera trútt og dygt vinnuhjú. KVæntur var hann og hét kona hans Ólöf, ættuð úr Kelduhverfi. — Seinast í júlí dó Jónas Sigurðsson, spari- sjóðshaldari í Húsavík. Hann var orðinn aldraður maður, en gegndi samt störfum sínum fram að dán- ardægri. Jónas* var einbeittur maður og skapfastur, óáleitinn við aðra, en mun ekki hafa látið hlut sinn fyrir neinum. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í þorpinu, sat t. d. mörg ár í hreppsnefnd o. fl. Þegar hann var jaMSaður, fylgdi svo að segja hvert mannsbarn úr þorpinu líki hans til grafar. — Snemma í á- gúst lézt Davíð Jónsson á Hólma- vaði í Aðaldal. Hann var gamall maður orðinn og slitinn. Var hann lengi framan af aldri í vinnu- mensku og þótti mjög trúr maður og duglegur til allra verka. Hann gekk síðan að eiga Helgu Kristj- ánsdóttur og bjuggu þau lengi á Knútsstöðum og Núpum í Aðal- dal. Síðustu árin voru þau í húsmensku. Þau eignuðust ekki börn, en eina fósturdóttur ólu þau upp sem sitt eigið barn; er það Jónasína Halldórsdóttir, kona Benedikts á Hólmavaði. Hjá henni hlutu þau athvarf í ellinni, en tóku líka margt vik heimilinu til þartfa. — Seint í ágúst lézt frú Ásta Þórarinsdóttir í Húsavík. Hún var seinni kona séra Bene- dikts sál. Kristjánssonar, sem lengi var prestur á Grenjaðar- stað. Dvaldi hún hjá börnum sín- um og fósturböjnum hér hin síð- ari ár. Frú Ásta var óvenjulega myndarleg og fyrirmannleg kona á sínum yngri árum. Mun Óhætt að segja, að Grenjaðarstaður hef- ir sjaldan verið betur og rausnar- Iegar setinn, en þegar þau bjuggu þar, séra Benedikt og frú Ásta, enda voru þau mjög vinsæl af öllu sóknarfólki sínu. Kom það skýrt fram í hinu fjölmenna samsæti, er þeim var haldið, er þau fluttu til Húsavíkur 1903. Börn þeirra séra Benedikts og frú Ástu voru þessi: Regína sál, kona Guðm. prófessors Thoroddsen; Kristján gullsmiður á Kópaskeri, Þórar- inn, dó ungur, var nýbyrjaður á námi í Mentaskólanum; Baldur, nú í Ameríku; Jón, tannlæknir; Sveinbjörn, skrifari Búnaðarfé- lags íslands, og Þórður, í Reykja- vík. Jarðarför frú Ástu fór fram í Húsavík þ. 31. ágúst s. 1. að við- stöddu fjölmenni. í sumar var unnið að því, að að heita mátti sumarið út. Þó voru byggja nyja brú yfir Skjálfanda- ekki mfklar úrkomur vanalega. ! flj6t’, á sama stað og gamla brúin Samt voru stórviðri og vatnsveð- ur þ. 24. ágúst og í þeirri viku rigndi mikið í sumum sveitum. Þurkflæsur komu samt annað veifið, svo menn hirtu hey sín áð- ur en þau hröktust mikið, en held- ur munu þau hafa verið slælega þurr hjá sumum. Töðufengur manna hér mun hafa verið með meira móti og útheysskapur vel í meðallagi að vöxtunum. Gamlar heybirgðir voru taldar miklar í héraðinu í vor, svo bændur munu vera allvel birgir af heyjum und- ir veturinn. Allmargir bændur hafa selt hey til Húsavíkur i nokkuð stórum stíl. Mannslát hafa orðið hér mörg i sumar og var svo um tíma, að heita mátti að hver jarðarförin vörurnar á bifreið í Skútustaði og þaðan eru þær svo fluttar á bátn- um. Einnig hafa ferðamenn tek- ið sér far með honum til hinna mörgu einkennilegu og fögru staða við vatnið. Geta þeir komið víða við og eytt þó minni tíma, en ef þeir hefðu þurft að notast við árabáta. —i Nýr viti var í sumar bygður á Tjörnesi. Stendur hann á svonefndum Bratta, sem er rétt hjá bænum Valadal. — Vísir. Or S.-Þingeyjars. í okt. Veðráttan hér norður frá hefir verið þannig í sumar: í júlí voru góðir þurkar og náðu menn töðu sinni mestallri með góðri verkun —^ða því, sem menn voru búnir að losa. En í byrjun ágústmán- aðar gekk í óþurka, sem héldust var áður (eða er enn þá, en hún er nú nær ónýt). Miklu seinna var byrjað á þessu verki, en ráð var fyrir gert, eða ekki fyr en í ágúst. Brúarsmíðið sjálft gekk sæmilega vel, en vafasamt er tal- ið, þegar þetta er skrifað, hvort brúin kemst á í haust. Verður hún mikið mannvirki og sam- göngubót. Rétt hjá brúnni (og Goðafoss) er Sigurður Lúther Vigfússon frá Úlfsbæ að byggja nýbýli. Verður það að sumu leyti greiðasölu- og gistihús. (Samkvæmt upplýsingum frá vegamálastjóra, verður brúin ekki fullgerð fyr en næsta vor). í sumar keypti Þórir Stein- þórsson í Álftagerði vélbát, sem færi fram á fætur annari. — Seint gengið hefir um Mývatn í sumar. í julí dó Hulda Jónsdóttir á Hefir hann flutt vörur til þeirra, j Hömrum í Reykjadal, ung stúlka, seTn fjær búa við vatnið, fá þeir Svipbreyting i. Nokkur atriði hafa tekið sér mestu í huga mínum, frekar en margt annað, er eg hefi um lesið, og hefir mig langað til að skrifa um þau nokkur orð. Það fyrsta, er eg vildi athuga, er um Mæðradaginn svo neínda. (Fögur hugmynd, ef- hún getur náð réttum tökum). Eg, sem aðrir, átti móður, en sem nú er á landi lífsins, beztu manneskjuna í heiminum. Og svo munt þú, kæri lesari, segja um þína móður. En láttu þér ekki detta í hug, að þín móðir hafi verið eða sé betri en mín móð- ir var. Þín móðir kemst ekki hársbreidd fram fyrir mína með gæðin. Hún getur ef til vill orð- ið jöfn. Fyrir hana mömmu vildi eg alt gott gera. En svo er annað að ágæta, sem þig ef til vill undrar á, og það er það, að eg átti föður, og þú ætlar víst að segja mér það sama um þig. En þú kemst ekki upp með það, að álíta hann pabba þinn fremri mínum. Alt það, er þú getur gert í því efni, er að álíta þinn föður jafn-snjall- an mínum. Þegar faðir minn dó, misti eg alt. Hann var bjarg, sem mátti styðja sig við; og ekki í einu til- felli gaf hann okkur börnunum þvingandi orð á neinn veg. Hann var jafnsnjall móður minni í öllu því, er miðaði til góðs fyrir okk- ur, smælingjana, og fyrir þá or- söka, eð eg átti þann bezta föður, er nokkur drengur hefir völ á, er mér spurn: Því er hann pabbi settur hjá? Væri eg svo 'gerður, að gefa móður minni alla þökkina, en léti föður minn afskiftalausan, myndi eg særa móCur mína slæmu svöðusári og spilla minni eigin líkams og sálar velferð. (Eg er að tala fyrir sjálfan mig). Hver ræður sínum gjörðum, en eg fyr- ir minn part, skil ekki þennan að- skilnað í þessu efni. Er ekki tilhlýðilegra að tala um Foreldradaginn ? Hvað segir móð- ir þín um það? Eg veit móður minnar vilja. Mér hefir stundum fundist, þeg- ar talað er um Mæðradaginn á meðal fjöldans, að einhver þving- unarblær hvíla yfir fólkinu, og hefir sú hugsun ætíð gripið mig: Láttu hann föður þinn fylgjast með. Þér verður skapléttara. Dagurinn finst þér ná meiri full- komnun og orð Meistarans munu láta vel í eyra: heiðra skaltu föð- ur þinn og móður. Vart hefi eg lesið ylríkari mlnn- ingarorð um foreldra, heldur en hjá Thorstínu Jackson Walters þar sem hún ritar um foreldra sína. Þau áttu það líka, því þar var dygð undir dökkum hárum, og veit eg hún velur föðurnum jafn- fagurt blóm og móðurinni. Svo, kæri lesari! Þegar þú heldur hátíðlegan Mæðradaginn, þá held eg hátíðlegan Foreldra- daginn. II. Það sem vísindin bera á borð fyrir okkur, ólærða fólkið, er á- reiðanlega lesið og lært, með á- nægju og þakklæti til þeirra, er þreyta hugan og starfa að slíkum endurbótum og uppgötvunum í margskonar myndum. Honum Morgan er álasað fyrir hans heilabrot og hugmyndasmíði. En er það ekki vegur vísindanna, að brjóta heilann um þetta og hitt? Það er byrjunin. En svo er til hugmynd, sem oft sýnist al- gjör heimska, en getur þó að lok- um orðið að stórmerlcum sann- leika. Það sem er fyrir utan minn skilning, á eg væntanlega bágt með að trúa. Eg les um það, að löndin séu á ferð um hafið, séu laus í rót, laus frá aðal móður- inni, sem þarf að frjóvga þau og halda þeim lifandi. Slíkt kemst ekki að sem fullvissa má nefnast, heldur er þetta ágizkan, fljót- hugsuð. Jörð vor er ekki dauð, heldur lif- andi, með miklum innvortis hita, sem heldur lifandi jurtum við á jörð og í hafi. Væri hitinn ekki til í jörðinni, væri ekki um líf að ræða á yfirborðinu, heldur að eins ísbreiðu eina. Og þótt jörð vor sé fjöllótt og þung á fæti, þá er hún sveigjanleg og furðu fljót í snúningum. En þessi færsla landanna í hafinu, kemur til af öðru heldur en að þau séu laus í rót. Eg skil það svo, að það stafi af þenslu hnattarins. — Jörðin er ekki aðgjörðalaus inni- fyrir, frekar en að utan. Við heyr- um jarðskjálftana og finnum hreyfinguna. Við sjáum eldinn loga upp frá jörðinni og horfum á hina stórkostlegu uppsölu par með fylgjandi. Og hvað hefir svo þessi uppsala að þýða? Ekki ann- að en það, að jörðin er að hreinsa sig að innan. (Við þurfum þess einnig)i. En svo, eftir þessi furðu miklu eldgos, fer jörðin aftur að gróa að innan, fylla sig. Of verð- ur vart við mikla jarðskjálfta, þó ekki fylgi eldgos. Kemur það til af þenslunni frá að innan. — Sjórinn er víðáttumikill geimur, i og finn eg sterkastan skilning á | því, að þensla hnattarins eigi sér frukast stað í hafsbotni, og þar sem vér höfum lært það og sann- færst um, að jörð vor' er kúlu- mynduð, er það hverjum auðskil- ið, að við þensluna eykst fjar- lægð á millum landa. Við heyrum það oft (höfum heyrt), að land hafi komið upp úr hafinu hér og þar, misjafn- lega stórt auðvitað, og þessar eyjar eða lönd eru alls ekki laus í botni þar fyrir. Þau hafa verið umflotin af sjó þar til þenslan að lokum varð svo mikil, að hálendi þetta varð ,að þurri jörð. Væri landið laust í rót, myndi það fljót- lega visna upp og verða að sand- haug, er alda og vindur mundu dreifa skjótlega um hafið. Við þekkjum heitu uppsprett- urnar, hverina og Geysir á ís- landi. Þessir vatnsstraumar munu finnast í flestum löndum, meiri og minni; en engum gæti dottið það í hug, að vatnið kæmi sjóð- andi upp á yfirborðið, ef landið væri á floti, laust frá sjálfri móð- urinni, sem öll efnin geymir og gefur öllu lífi til viðurhalds. Eg ria ekki um þetta atriði meira að sinni, en mikið mætti um það segja. III. Nýlega heimsótti eg gamla Morgan, og sá eg að honum var skapfátt. Það mátti merkja það á því, hvernig hann saug pípuna síná. En eg byrja strax á erind- inu og segi: “Nú ætla eg að biðja þig að segja mér sögu um eitt atriði, er mig hefir svo oft langað til að spyrja þig um.” Hann svarar þurlega: “Mig fýsir nú, að jþú segir mér þessa sögu, sem þú biður mig að fræða þig um.” “Jæja þá. En af því þú ert eldri en eg, og hefir farið um heimsins höf frekar en eg, þá vildi eg fræð- ast af þér um Golfstrauminn. Þá er eg var lítill drengur á íslandi, á aldrinum 10—15 ára, lærði eg að þekja hann, að svo miklu leyti er eg þekki hann enn í dag. En mér finst það endilega vera ófull- komin þekking, og mér hefir hugs- ast að ná til fullkomnari þekking- ar á þessari miklu lífsins upp- sprettu, sem hitar upp hafið fyi- ir skepnur þær, er í djúpinu búa, því þó margar þeirra séu svo út- búnar, að þær geti staðist ís- kulda, sem eru þær, sem 'hafa fituhúð innan undir skinninu, þá er áreiðanlegt, að mikil partur af hafsins fénaði leitar til hitans, þegar kuldi ásækir þær. — Hvar upptökin eru, er mér ekki ant um að þekkja frekar, en að þekkja strauminn og vita hvernig hann er til kominn, er aðal atriðið. — Sumir hafa sagt, að straumurinn væri sjór og að hann kæmi Sunn- an frá miðjarðarlínu, Þetta hefir mér þótt haldlítil sönnun, en eg hefi sannfærst um það, að straum- ur þessi er ekki saltur sjór, held- ur vatn, og þarna sé um að ræða stórmikinn geysir eða hver, sem kemur innan frá úr jörðinni, sem aðrir heitir hverir, er vér þekkj- um svo víða á þurru landi. En hvort þessi mikla uppspretta kem- ur upp úr fjalli, sem hulið er sjó, eða hún kemur undan fjallsrót, er spurningin, sem mun ekki vera auðvelt að svara. En þar sem sagt er, að ein hvísl þessa mikla ljóts liggi austur fyrir ísland, sést glöglegai, að aiflið 'er mikið, að r geta skorist í gegnum öldur hafs-! ins þennan langa veg. Staór - merkileg verksmiðja má það vera, sem framkvæmir þvílík firn, og þar hefir óefað aldrei verkfall átt sér stað, frá því fyrst að mótorinn var settur i hreyfingu. Og eins og þessi hitastraumur gróðursetur grös og jurtir hafs- ins, og heldur þeim lifandi fyrir íbúa þá, er í djúpinu lifa, þá einnig sendir hann okkur óút- reiknanleg hlunnindi, bæði grös- um og énaði, og ekki hvað sízt manninum. Öll þessi gæði höfum við að láni, og ættum ekki að sleppa því fram hjá okkur að þekkja inn á sem flest það, sem veitir fjör og frelsi og flug í rétta átt.” Þegar hér var komið, var bið- tími minn á enda. Morgan gamli lét fara vel um sig í hæginda- stólnum og saug pípu sína þétt- an, en eldur var útdauður, og var sem hann tæki ekki eftir því. Eg rétti honum hendina að skiln- aði, er hann tók og þrýsti inni- lega. Hann bað mig að koma aft- ur, og skyldi hann þá skýra fyr- ir mér nokkur atriði úr ferðaminn- ingum sínum. Eg þakkaði honum fyrir og hélt leið mína. Vona eg nái í gagnlegan bita hjá honum, og skal eg þá ekki svíkja lit. M. M. Melsted. Nat. Giíy, Calif. Lýsing á skipskaða alls, sem áttu að fara austur yfir vatnið. Niðaþoka var næsta dag, en samt fór skipið; það komst þó ekki lengra en svo sem 25 mílur, rakst á stó>ra flutningsskipið “Marquette”, sem kom að norðan, og sökk á svipstundu. Fyrir ítar- lega hjálp skipsmanna á Mar- quette og báts, er hafði verið að leita að netjum og kom til hjálp- ar, var öllum á Senator bjargað, nema níu, og fluttir í land til Port Washington og þar hjúkrað í alla staði. —Gapt. George Kinch og Mrs. Minnie Gormley, eru á meðal þeirra átta, sem vanta, eitt líkið fanst. Konan, sem var sögð að hafa druknað, var gift mat- reiðslumanninum. — Dóttir Capt. Kinch, sem er gift kona í Racine, kom hingað með manni sínum að heilsa upp á föður sinn, en skipið var þá farið á leið til Milwaukee, svo þau fóru til baka, og hittu þau skipstjórann, sem borðaði morg- unverð með dóttur sinni næsta morgun. Segja blöðin, að hún hafi reynt að aftra föður sínum frá að leggja á stað þann moi'gun, en til einskis; hann sagðist hafa bezta skip, sem hægt væri að finna; en hann hefir líklega ekk- ert hugsað um þokuna. — Enginn fórst af “Marquette.” Eg var að hugsa um að senda yður nokkrar fréttalínur frá eyj- unni, en eg er ekki vel upplagður, eins og þér líklega getið séð á þessu bréfi, svo eg hætti við það í þetta sinn. , Yðar með virðingu, A. G. Kenosha, Wis., 15. nóv. 1929. Herra ritstjóri Lögbergs! í blaði yðar frá 7. nóvember, stendur meðal annars: Tvö vöru- flutningskip rákust á í niðaþoku á Michiganvatninu í vikunni sem leið, og sökk annað þeirra sam- stundis. — JFöru þar 33 menn, en tveimur varð bjargað frá hinu skipinu, sem laskaðist einnig.” — Eg vil hér með gefa yður svo nákvæma lýsingu á þeim þremur stórskipum, sem tfórust á vatninu frá 22. okt. til 31. sama mánaðar.: Að morgni hins 22. lagði á stað frá Milwaukee, ferjuskipið “Mil- waukee”, með 27 járnbrautar- vagna, og ætlaði til GrandHaven, Michigan. Veður mátti heita ó- skajplegt, og munu margir hafa furðað sig á, að gamli McKay kapteinn, skildi ekki bíða þangað til að veðrið batnaði; en það mun ! aldrei hafa verið hans vani að bíða, þegar hann var tilbúinn.— Engin skeyti komu frá . Grand Haven, að skipið hefði lent þar þann dag. og hefir enginn síðan frétt neitt um hvar eða á hverjum tíma dags að það hefir farist, en svo fóru að reka hér og þar líkin og. annað, sem laust var á skip- inu, sem sagði söguna. — Fjöru- tíu og þrír menn mistu lífið. En þann 29. sama mánaðar, lagði frá Ghicago á leið til Mil- waukee, eitt af hinum skrautlegu skipum Goodrich-línunnar, “Wis- consin”, hlaðið vörum. Nokkrir farþegar voru á því, en ekki marg- ir. Veður var ilt, svo að engin af fiskiskipunum héðan fóru til veiða þann dag. Leki kom að skipinu, þegar það var nálægt Waukegan, og hefði verið hægt að komast þar í höfn, en var ekki gert, heldur hélt skipið áfram, en sökk hér um bil 7 mílur austur af Kenosha. Neyðarkallið heyrðist hér og líka í Racine, og björgunarbátarnir frá báðum stöðum komu í tíma til að bjarga, með því líka að eitt fiskiskipið (Lugboat), eign bræðr- anna Cahmbers, Capt. Clifford Chambers, héðan, kom nógu snemma til að bjarga 15 mönnum, og hefir Capt. Ohambers fengið lof fyrir ötula framgöngu og á- ræði, því öldugangur var mikil; má segja hið sama um hina bát- ana, allir gerðu skyldu sína. Eft- ir því sem sagt er, druknuðu níu menn af Wisconsin, þar á meðal Capt. Morrison; 63 var bjargað. Það var talað um hér, að bjórgun- armennirnir ættu allir að fá gull- medalíur, en seinna var borið á móti því, þar ekki væri löglegt fyrir björgunarmenn ríkisins, að taka á móti gjöfum. Goodrich fé- Iagið sendi Capt. Chambers $100, og skifti hann á meðal allra, sem voru á bátnum peningununi, og munu það hafa verið tíu með hon- um sjálfum. Þann 30. sama mánaðar lá hér á höfninni eimskipið “Senator” og var að taka bíla fyrir Nash félag- og bætti þar nokkrum bílum við, og voru þá komnir um bortí 251 ið, hélt svo norður til Milwauke Þakklœti 28. nóvember 1929. Herra ritstjóri Lögbergs! Vilt þú vera svo vænn að ljá eftirfylgjandi línum rúm í blaði þínu? Mig langar að votta þakklæti mitt, herra Sig. Sigurðssyni, bún- aðarmálastjóra, fyrir hans skýru og sönnunarríku ritgerð, er birt- ist í Lögbergi 28. nóv. s. 1. Eg held, að enginn íslendingur þekki betur skógræktarmögu- leika íslands, um land alt, en hr. Sig. Sigurðsson. Margra ára reynsla hans og áhugi á skög- ræktarmálum íslands, hafa kent oss, að unna þeim málum. að elska hann og virða fyrir hans vakandi áhuga fyrir málinu. Það hetfir borist til eyrna minna, að eg sé frumkvöðull að því að á- líta að hægt sé að klæða ísland með skógi, og er eg þakklátur Slg. Sigurðssyni fyrir að sýna fólki, að svo er ekki; hefi eg aldrei vilj- að kannast við þann óverðskuld- aða heiður. Það var full-ljóst fyrir mér, áður en eg hóf máls á að klæða landið, að tilraunir hafa verið og séu gerðar. Hitt er það, að mitt nýmæli, er að Vestur-íslendingar sameini krafta sína og hjálpi til að klæða landið. Og gleður það mig mikið, að sjá, að herra Sig. Sigurðsson álítur, að ekkert annað myndi hafa betri þýðingu fyrir framtíð íslands. Og svo hygg ég, að allir hugsi, er skilja, hvaða þýðingu að skóg- ar vinna í hag landa. Nefndarmenn Þjóðræknisfélags- ins, hafa óskað eftir meiri sönn- unum á skógræktarmöguleikum ís- lands, en eg hefi getað veitt þeim, því mín þekking hefir ekki nægt þeim. Eg hefi ekki fylgt eftir íslenzku vikublöðunum nú um langan tíma og er þess vegna ófróður um, hvað rætt hefir verið um skógar- málið. í bréfi til mín um skógarmálið, frá forseta Þjóðræknisfélagsins, dagsett 5. september 1929, kemst forsetinn svo að orði: “Þér getur ekki dulist, að auk ýmsra annmarka á framkvæmdum í þessu efni (skógarmálinu), hve víðtæka þýðinga það hefir, að einn grasafróðasti og vinsælasti maður, meðal Austur- og Vestur- íslendinga, er mótfallinn hugmynd þinni.’ Hver er þessi vinsæli og fróði maður, sem er á móti hugmynd minni, sem er að hjálpa frænd- um vorurr^ á íslandi að auka skóg- argróður landsins? Eg skal viðurkenna, að eg er ekki algerlega sammála lærðum skógfræðingum um aðferð á að rækta skóg á íslandi. En það er ekki spqrsmálið. Spursmálið er: Eigum við Vest- ur-íslendingar að hjálpa til með skógklæðningu íslands? Björn Magnússon, 428 Queen St.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.