Lögberg - 05.12.1929, Blaðsíða 8

Lögberg - 05.12.1929, Blaðsíða 8
Bls. 8. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. DESEMBER 1929. Mœlt með og selt af hinum betri kaupmönnum RoblnHoo PI/OUR Abyggileg ENDURBORG- UNAR-TRYGGING í hverjum poka Ur bænum Séra K. K. Olafson kom til borg- arinnar á þri6judagskveldið og fór á miðvikudaginn til Lundar og íflutti þar ; um kveldið fyrir- lestur um íslandsferð sína. 'i ::»« v• Mr. J. Steph’ansÓn, Kandahar, Sask., var staddur í borginní í síðustu viku. John A. Arklie, R. O., sérfræð- ingur í því, er að skoðun augna og vali gleraugna lítur, verður 4. staddur á Lundar Hotel, að Lundar, Man., iföstudaginn þann 13. þ. m. Þetta eru íslendingar í bænum og grendinni beðnir að festa í minni. ^ Á fimtudagskveldið í vikunni senl leið hélt félag ifrjálslyndra manna í Mið-Winnipeg kjördæm- inu hinu syðra, því sem J. T. Thorson, M.P., er þingmaður fyr- jr, kosningafund sinn. í fram- kvæmdarnefnd félagsins eru nú sex íslendingar, og eru þeir sem hér segir: H. A. Bergman, J. J. Bildfell, E. P. Jónsson, W. J. Lin- dal, J. Ragnar Johnson og Dr. Sig. Júl. Jóhannesson. Winnipeg Electric Co. Það er kannske naumast nógu langt liðið enn, síðan alment var farið að nota raforkuna, til þess að fólk geti enn gert sér fulla grein fyrir því, hvað það þýðir, ef einhver borg t. d. hefir ekki næga raforku. Þó hafa vafalaust margir veitt þeirri frétt frá Van- couver eftirtekt nú fyrir skömmu, að þar varð að spara raforkuna alt sem hægt var, borgarbúum til hinna mestu óþæginda. Það er vel hægt að gera sér í hugarlund hvernig fara mundi, ef til þess kæmi, að það yrði veru- lega of lítið af raforku. Það mundi hafa tilfinnanleg áhrif á iðnað og viðskifti, auk þess sem naumast fyndi þykja líft á heim- ilunum, ef ekki væri raforka. Það er vel farið, að ekki er hætta á því, að þetta komi fyrir í Manito- ba. Fyrir nokkrum mánuðum var manni sagt, að Manitoba hefði nægilega raforku, en nú er það komið í ljós, að jafnvel strax í vetur verður enginn afgangur af því. Það er því gott til þess að vita, að Winnipeg Electric félag- ið hófst handa, að virkja Sjö- Systra-fossana, sem veitir 225,000 hestöfl af raforku, og einnig að City Hydro er að virkja Slave fossana. Raforku skortur er nærri því eins viðsjárverður eins og matarskortur. Manitoba fylki má ekki við neinu slíku nú, einmitt þegar iðnaðurinn er svo mjög að færast I vöxt. Gjafir til Betel. Hekla Social Clúb, Minneapolis, Minn.................... $25.00 Kvenifélagið Vonin, Marker- ville, Alta, til minningar um Mrs. R. Maxson, og Mrs. V. Benedictson, tvær merkis- konur bygðarinnar...... $100.00' Innilega þakkað, J. Jóhannesson, féh. 675 McDermot Ave. Wpeg . Kvenfélag Fyrsta Mt. safnað- ar heldur ársfund sinn í fundar- sal kirkjunnar á fimtudaginn 5. þ.m., kl. 3 e. h. Áríðandi að fé- lagskonur fjölmenni á fundinn. Dr. Tweed verður í Árborg mið- vikudag og fimtudag, 18. og 19. desember. Næsta sunnudag messar séra Carl J. Olson á eftirfylgjandí stöðum: Mozart kl. 11 f.h., Kan- dahar kl. 3 e. h. og Wynyard kl. 7.30 e. h. Séra H. Sigmar messar í Vída- línskirkju sunnudaginn 8. desem- ber kl. 2 e. h. Verður þakkardags- ins þar minst og þýðingar hans fyrir þjóðina. Offur við guðsþjón- ustuna gengur til trúboðs. Young Men’s Liberal Club í Winnipeg, hélt ársfund sinn á Marlborough Hótel á mánudags- kveldið í þessari viku. Fluttu þar snjallar ræður þeir J. T. Thorson, sambandsþingmaður, og H. A. Robson, fylkisþingmaður og leið- togi frjálslynda flokksins í Mani- toba. Embættismenn klúbbsins fyrir næsta ár voru kosnir: J. T. Thorson, M.P., var endurkosinn heiðursforseti, forseti Aylmer Griffin, varaforseti L. P. Gagnón, ritari Clifford Brock og féhirðir J. Ragnar Johnson. * NOVELTY” Bazaar Dorkas félags Fyrsta lút. safnaðar, verð- ur haldinn eins og áður hefir ver- ið auglýst, á föstudagskveldið sjötta desember í sunnudagsskóla- sal kirkjunnar á Victor stræti. Fallega klæddar brúður og aðrir smáhlutir til jólagjafa verða þar til sölu með mjög lágu verði, til dæmis margar fallegar gjafir fyr- ir innan dollar, sumar mjög ó- dýrar og ekkert yfir tvo dollara. “Home cooking”, “candy” og kaffi og þrjár góðar spákonur, sem lesa í kaffibolla, verða viðstaddar. Dregið verður þá líka um brúðu og silki-sessu. Arður sölu þessar- ar verður gefinn til líknarstarfs djáknanna. Gleymið ekki að koma á föstudagskveldið núna í vikunni. TILNEFNING FULLTRÚA. Þann 6. desember 1929 verður ársfundur fulltrúanefndar stúkn- anna “Hekla” og “Sguld” I.O.G.T. haldinn í bakherbergjum Good- templarahússins og byrjar kl. 8 e. m. Fer þá fram kosning full- trúa fyrir komandi ár, og hafa þessi fulltrúaefni verið tilnefnd: Bjarnason, G. M. Bjarnason, Bjarni A. Backman, Mrs. S. Beck, J. Th. Björnson, Sigurjón Eggertsson, Áisbjörn Einarsso, Stefán Gíslason, Sveinbjörn Hjaltalín Guðjón H. Haralds, Einar Jóhannsson, Gunnlaugur Magnúson, G. P. Matthews, Sumarliði Marteinsson, Jón Stefánsson, Ragnar Skaftfeld, Hreiðar Thorgeirsson, Ólafur Thorkelsson, Soffonías. —Þess ber að gæta, að 9 fulltrúa ROSE Sargent and Arlington Weil Endi Fineit Theatre Perfection in Sound. Thurs, Fri, Sat. Thjs Week A 100%, Talking “Pleasure Crazed” With an All-Star Cast Added 100%, All-Talking Comedy. Serial Fable Mon. Tue. Wed., Next Week See and Hear JOHN GILBERT “Desert Niéhts” Added All-Talking Comedy All-Talking Fox News All Talking Nox News þarf að kjósa, er því áríðandi, að hver kjósandi marki X við níu nöfn á kosningaseðlinum, annars verður seðillinn dæmdur ógildur. G. P. Magnússon, ritari fulltrúanefndarinnar NÝ BÓK.—“Ljóðmál”, eftir Dr. Beck, er til sölu hjá undirrituð- um og einnig í bókaverzlun O. S. Thorgeirssonar.—Þeir, sem vildu eignast bókina, geta símað 80528 og mun hún þá send við fyrsta tækifæri. — Verð bókarinnar er $1.50 í góðri kápu, en $2.00 í bandi. — J. Th. Beck, 975 Inger- soll St., Winnipeg. Mr. J. S. Gillis, sveitarráðsodd- viti í Stanley sveit, og Mr. Árni Ólafsson, sveitarráðsmaður, haifa verið staddir í borginni undan- farna da^ga. Þeir voru að sækja þing sveitarstjórnarmanna í Mani- toba, sem sett var hér í borginni á þriðjudaginn. Bókafregn 112 Adelaide St., Wpg. Til ritstjóra Lögbergs. Mig langar til að masa svolítið um bók, sem eg er nýbúinn að lesa, en er ekki viss um, að þú takir vel slíku masi, og segi því eins og forðum var sagt: “og skal nú reyna á gestrisni Flosa.” Bókin er “Saga af Bróður Ylf- ing” eftir Friðrik Ásmundsson Brekkan. Margir ritdómar hafa nú þeg- ar sézt um þessa bók, og er henni hælt með ýmsu móti, svo sem (1) að hann eigi skilið samúð sökum alvöru sinnar og heiðarlegleika hugsananna; 2) að sagan gefi ágæta, skýra og litskrúðuga mynd af þeim tíma, er heiðni háði stríð sitt við hinn sigrandi kristindóm; (3) að hann hafi vandlega rök- stutt viðburðina og skýrt gerðir persónanna siálfræðislega; (4). fyrir þekkingu þá, sem lýsir sér glögt, sem hann hefir á þeim tíma er hann lýsir og efninu, sem hann segir frá; (5) að hér í bókinni rísi menn, sem lengi muni verða í minnum hafðir.” Þrátt fyrir það, þótt alt það, sem hér að ofan er talið, sé rétt (það er ósannað), vil eg leyfa mér að segja, að höfundinum, sem hefir mislukkast að hálfu leyti það, sem hann hann segir i for- mála bókarinnar að hann ætli að framkvæma. í formálanum segir svo: “Efn- ið er því mikið og all-erfitt við- fangs, en eg þykist hafa svo mik- ið af hugsunarhætti íslenzks al- þýðumanns sjálfur* að eg geti treyst íslenzkri alþýðu manna til að skilja tilgang minn, og að þeir lesi bókina eins og eg ætlast til: til skemtunar og fróðleiks. Fróðlegt er ýmislegt í bókinni, því neitar víst enginn; en það er ekki á mínu færi að lesa bókina þannig, að hún verði mér til skemtunar. Svo mun fleirum fara, grunar mig. Eg hefi enga skemt- un af að fylgja manni í gegn um slíkan feril, sem Bróðir þhæðir, á tiltölulega stuttum tíma. Hann er uppalinn sem munkur — gefur guði líf sitt og alla tilveru, og vinnur að því dýra eiða. En þeg- ar hann sér konu í allri hennar dýrð, bráðnar hann sem vax, gleymir guði og gerist víkingur af verstu tegund. Blóðug öxin verður honum alt í öllu um nokk- urt skeið. Síðan gerist hann blót- hundur — gerðist blótmaður hjá blótmönnum, spámaður oð galdra- karl hjá “völvum og seiðkonum”. Loks gerist hann svikari í sínu eigin liði og fyrirlitlegur morð- ingi — myrðir varnarlaust gam- almenni. í Hverju liggur ágæti slíks manns? Það væri fróðlegt að sjá höfundinn sjálfan, eða ein- hvern annan, gera grein fyrir því. Að hverju leyti er hann sjálfur eða æfiferill hans skemtilegur? Þessi maður er aðal söguhetjan. Þá er að minnast á persónuna, sem næst sýnist standa söguhetj- unni sjálfri, eða drotningunni. Þessi kona, fríðasta kona á Norð- urlöndum, að sögn, á sínum tíma, er þrisvar gift á móti vilja sínum, fyrsta sinn fjórtán ára gömul. Er það skemtilegt, að vita til þess, að lesa um það? Ekki álít eg það, heldur miklu fremur mjög rauna legt. Einhver höfundur að rit- dómunum um þessa bók, segir, að j hún bjóði harðhentum örlögum birginn. Það getur varla kallast meira en hálfur sannleikur. Víst lét hún tilleiðast að giftast. Rétt- ara hefði verið að segja, að hún hefði verið leiksoppur í höndum óhlutvandra manna og forlaganna máske, í augum þeirra sem hafa þá trú. Hvað er það eiginlega, sem er skemtilegt við æfiferil þessarar glæsilegu konu? Eg kem ekki auga á neitt því líkt. Þegar verið er að lýsa einhverj- um persónum, í skáldsögum sér- staklega, þá virðist æskilegt, að persónurnar séu þess virði, að kynnast þeim, þannig, að eitthvað sé af þeim að læra, eitthvað í fari þeirra, sem maður getur flaðst að, svo maður gæti sagt: “Þann- ig vildi eg vera skapi farinn”, eða ’þannig vildum við geta og mega hugsa okkur mennina”, eða “þann- ig eiga menn að yfirstíga allar með stöðuglyndi og heiðarlegleik í hvívetna; en því er ekki hér að í hvívetnaú; en því er ekki hér að heilsa. Ef skemtunin á að liggja í sannorðri, fimlegri Iýsingu á vík- ingum og iframkomu þeirra i yms- um myndum, þá hefi eg það að segja hér, að það var hreinn ó- þarfi að semja svona Ianga og umsvifamikla bók og dýra, um slíkt efni. iSIíkt höfum við áður í fornsögum okkar svo vel ritað, að ekki verður um bætt, að mig grunar, af Brekkan eða nokkrum öðrum. Enda mun það ekki hafa verið tilgangur hö,fundarins, heldur mun liggja nærri að hugsa eins og einn ritdómarinn um þessa bók, sem segir: “Alt vitnar um, að hann líti á starf sitt sem hvorki meira né minna en helga norræna köllun.” Þá það. Frá mínu sjónarmiði er sagan mjög fróðj,eg og að því leyti hef- ir höfundurinn náð tilgangi sín- um. En hreint ekki skemtileg, og að því leyti er hún mislukkuð, sem skáldsaga, nema ef það er skemti- Iegt, að kynnast — guðníðingum, blóthundum og auvirðilegum morð- ingjum, sameinuðum í eínni per- sónu, sem er upprunalega guðs- þjónn; eða sjá efnilega konu á meðal hinna fegurstu, sem fæðst hafa á Norðurlöndum, hrjáða og hrakta, þar sem hún að Iokum yfir- komin af örvæntingu, fyrirfer sér. Jóhannes Eiríksson. Hvaðan eru skrœlingjar ? Alit Dr. Knud. ftasmussen. Nýlega flutti dr. Knud Rasmus- sen fyrirlestur um Skrælingja fyrir Landfræðisfélaginu datíska og benti þar á, hve margt væri líkt með Skrælingum og íbúum Ev- rópu á ísöldinni. Það er sérstak- lega í Suður-Frakklandi, að forn- minjar frá ísöld hafa fundist, svo sem vopn og verkfæri, og eru þau nauðalík þeim vopnum og verk- færum, er hreindýraveiðimenn Skrælingja nota enn í dag. Dr. Knud Rasmussen álítur, að það sé beint samband milli stein- aldarbúanna á Norðurlöndum og Skrælingja, og telur hugsanlegt, að Skrælingjar hafi fluzt frá Suður-Frakklandi til þeirra hér- aða, sem þeir hafa nú bygt í 12,000 ár, og hafa haldið þar hinni gömlu menningu sinni. Fyrirlesarinn lauk máli sínu með þeirri uppástungu, að stofnað yrði til alþjóðasamvinnu um það að rannsaka nyrstu lönd heimsins og íbúana þar, með sérstökn tilliti til ísaldarinnar. Þau lönd, sem sérstaklega koma ar til greina, eru Norðurlönd, Rússland, Japan, Kía, Canada og Newfoundland. Þau svæði, sem sérstaklega þyrfti að rannsaka, eru: Grænland, hér- uðin austan við Hudsonsflóa, AI- aska, Labradorströnd, iSachalin og norðurströnd Síberíu. Rasmussen ætlar að Ieggja fyr- ir ríkisráðuneytið tilögur um al- þjóðasamvinnu um þetta og skip- un framkvæmdarnefndar, með fulltrúum frá öllum þeim rikjum, sem að framan eru nefnd.—Mgbl. Ógörfuð loðskinn óskast Vér borgum sem hér segir: Mór. tóa $60.00 I úlfar .... $51.00 Otur .... $35.00 Safali .... $38.00 Gaupa .... $75.00 I Þvottabj. $20.00 SEND for details T’Q oi price S. FIRTKO — 426 Penn Ave. Pittsburg, Penn. U.S. of Amerika SAFETY TAXICAB C0. LTD. Beztu bíiar í veröldinni Til taks dag og nótt. Sann- gjarnt verð. Sími, 23 309. Afgreiðsla: Léland Hotel. N. CHARACK, forstjóri. 100 herbergi, Sanngjarnt með eða án baðs. verð. SEYMOUR HOTEL Sími: 28 411 Björt og rúmgóð setustofa. Market og King fitreet, C. G. Hutchison, eigandi. Winnipeg , - Manitoba BIBLIUR bæði á ensku og íslenzku Veggspjöld, Jólakort, hefir til sölu Árni Sveinbjömsson, 618 Agnes St. Sími: 88 737 Samsöngur Icelandic Choral Society of Winnipeg Þriðjudagskvöldið 10. Desember í FYRSTU LÚTERSKU KIRKJU á Victor Stræti. Með aðstoð: MRS B. H. OLSON, Soprano MRS. BJÖRG V. ÍSFELD, Pianisti SÖNGSKRA: O, Canada! Söngflokkurinn— (a) Hvað er svo glatt ........... C. E. Weyse (b) Norður við heimskaut......... Berggreen (c> Svanasöngur á heiði ............. F. Abt (d) Vængjum vildi’ eg berast......... Dolores (e) ísland, ísland, ó, ættarland . F. Pacius (f) Heyrið vella’ á heiðum hveri ... F. Pacius (g) » Jólavísur til íslands .. Jóp Friðfinnsson Karlakór— (a) Væri’ eg orðinn ógnar langur áll. Nú er frost á Fróni. Upp á himins bláum boga. Borða ég af bláum disk. (b) Heill, þér fold! .......*..... Wetterling Piano Soló—Selections — Mrs. Björg V. Isfeld. Kvennakór— Bridal Chorus (from The Rose Maiden)i F. H. Cowen Einsöngur—Selections — Mrs. B. H. Olson. Söngfl..—íslenzkir þjóðsöngvar— (a) Stóð eg úti’ í tunglsljósi. (b) | Austan kaldinn á oss blés. (c) Hér er kominn Hoffinn. (d) Fagurt galaði fuglinn sá. (e) t Góða veizlu gjöra skal. (f) Hættu að gráta, hringagná. (g) t Ólafur og álfamær. (h) t Sofðu, unga ástin mín. “God Save The King.” HALLDÓR THÓRÓLFSSON, söngstjóri MRS. BJÖRG V. ISFELD, spilar undir á píanó. Aðgangur ókeypis — Samskota leitað. CUNARD LINE 1840—1929 Elzta eimskipafélagið, sem siglir frá Canada. 1M53 Juper At*. EDMOPTTON 10« Plnder Block SASKATOON 4*1 Lancaster BldJ. CALGARY 27» Maln St. WINNIPEG, Man. 34 Welllngton St. W. VORONTO, Ont. 227 St. Sacrmment St. MONTREAL. Que. Cunard línan veitir ágætar sam- göngur milli Canada og Noregs, Sví- þjóðar og Danmerkur, bæði til og frá Montreal og Quebec. Eitt, sem mælir með því að ferðast með þessari línu, er það, hve þægikgt er aö koma við í London, stærstu borg heimsins. Cunard línan hefir sérstaka inn- flutningaskri fstofu í Winnipeg, fyrir Norðurlönd. Skrifstofustjórinn er Mr. Carl Jaoöbsen, sem útvegar bænd- um islenzkt vinnufólk vinnumenn og vinnulkonur, eða heilar fjölskyldur.—■ Það fer ve’, um frændur yðar og vini, ef þeir koma til Canada með Cunard línunni. Skrifið á yðar eigin máli, eftir upp- lýsingum og sendið hréfin á þann stað, sem gefinn er hér að neðart. Öllum fyrirspurnum svarað fljótt og yður að kostnaðarlausu. fiiiwwrf line Eina hótelið er leigir herbergi fyrir $1.00 á dag. — Húsið eld- trygt sem bezt má verða. — Alt með Norðurálfusniði CLUB HOTEL (Gustafson og Wood) 652 MalnSt. Wlnnipeg Ph. 25 738. Skamt norðan vii. C.P.R. stöðina. Reynið oss. BÚJARÐIR í Árborg og grendinni með ýmsum umbótum og mannvirkjum TIL SÖLU Skrifið eftir upplýsingum til THE MANITOBA FARM LOANS ASSOCIATION 166 Portage Ave. E., Winnipeg Painting and Decorating Látið prýða húsin fyrir jólin. Ódýrast og bezt gjört af L. MATHEWS og Á. SŒDAL Phone 24 065. Big DANCE AT THE ICELANDIC HALL EVERY Saturday New Snappy Jazzband in Attendance Ladies, 35c * Gents, SOc KOSTAR HITINN OF MIKIÐ? Segið oss frá vankvæð- um yðar hvað hitann snertir. Kannske ódýrari kol reyndust rétt eins vel. RCTIC ICEsFUELCaim_ 439 PORTAGE /*VL[ O^os/Tc Hudson* st PH0NE .T, Business Education Pays ESPECIALLY “SUCCESS TRAINING” \ Scientifically directed individual instruction and a high standard of thoroughness have resulted in our Placement Department annually receiving more than 2,700 calls—a record unequalled in Canada. Write for free prospectus of courses. Train in Winnipeg, Western Canada’s largest employment centre. UCCESS BUSINESS COLLEGE PORTAGE AVE. at Edmonton St. ] Winnipeg, Manitoba. (Owners of Reliance School of Commerce, Regina) , MENN INNVINNA SÉR $5 TIL $10 Á DAG Oss vantar 100 fleiri menn strax. Vér greiðum 50c um tímann, nokkuð af tímanum, sem þeir nota til að læra hjá oss vel borgaða iðn og verða fullkomnir f bíla aðgerðum, meðferð flutnings bíia, véla-aðgerðum, loftfara aðgerðum, raf- leiðslu og allsk'onar raffræði, trésmíði, múrara lðn og plastrara iðn, einnig rakara íðn. ókeypis leiðbeininga bæklingar. Skrifið eða komið inn og fáið allar upplýsingar. DOMINION TRADE SCHOOLS LIMITED 580 Main Street ... WINNIPEG Útibú off ókeypis ráöninga, skrifstofur í helztu borgum stranda á milli. Jólagiöfin Látið oss hjálpa yður í þeim efnum. Komið í búð vora. Vér höfum ótal fallega og þægilega hluti í Gas- og Rafáhalda- búðinni. Bridge and Junior Floor Lamps Washing Machines Toasters Curling Tongs Waffle Irons Perculators Electric and Gas ranges Heating Fans Irons. Vacuum Cleaners WIHHIPEG ELECTRIC —COMPAHY •*'' Your Guarantee of Good Service.” New Appliance Showroom. Power Building. Tvær aðrar búðir: 1841 Portage Ave., St. James; Marion and Tache St. St. Boniface

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.