Lögberg - 05.12.1929, Blaðsíða 6

Lögberg - 05.12.1929, Blaðsíða 6
Bls. €. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. DESEMJBBR 1929. mm....— ■»■ Mánadalurinn EFTIE JACK LONDON. Edward Hale hélt, að það mundu ekki verða nein vandræði með að fá landið keypt. Nai- smith mundi vera fús til að selja. Hann hefði í síðastliðin fimm ár viljað selja landið, eða alt af síðan hann fór að selja uppsprettuvatn úr lindum þar niður í dalnum. Það var ann- ars gott, að hann skyldi eiga einmitt þetta land, því svo að segja alt annað land þar í ná- grenninu ætti franskur maður, sem þar hefði lengi verið. Hann vildi ekki selja nokkurt fet af sínu landi. Hann var einn af þessum bænd- um, sem unni landinu og mætti ekki sjá af nokkrum bletti, sem hann einu sinni kæmist yfir. En hann væri hinsvegar enginn búmað- ur á nokkurn hátt, og ef dauðinn ekki gerði miskunnarverk á honum nú mjög bráðlega, þá gæti hann með engu móti umflúið gjaldþrotin. Hvað þessu landi viðviki, þá væri það að segja, að Naismith væri eigandinn og verðið, sem liann hefði sett á það, væri fimtíu dalir ekran. Öll upphæðin yrði því þúsund dalir, því það isem Naismith ætti, væru tuttugu ekr- ur. Hugsaði maður að kaupa landið til að búa þar með £amla laginu, eða eins og vana- lega gerðist, þá væri þetta verð of hátt. Sem gróðafyrirtæki, gætu þetta vel verið góð kaup, • vegna þess, að þessi dalur væri nú fyrst að verða kunnur, og þegar hann væri orðinn kunnur, þá væri ekkert efamál, að fólk mundi sækjast eftir að vera þar, því dalurinn hefði svo marga kosti fram yfir flest önnur pláss. Og þegar á það væri litið, hvað hér væri á- nægjulegt að vera, þá væri þetta hreint og beint gjafverð. Hann vissi, að Naismith mundi gefa langan gjaldfrest á mestum hluta kaup- verðsins. Edmund réði þeim til að taka land- ið á leigu í tvö ár og semja þannig um, að á þeim tíma hefðn þau rétt til að kaupa, nær sem þau vildu, og skyldi þá leigan, sem þau þegar hefðu greitt, ganga upp í kaupverðið. Nai- smith hefði einu sinni gefið Svislendingi nokkrum þessi kjör og hann hefði borgað tíu dali í leigu á mánuði. En svo hefði konan hans dáið og þá hefði hann farið burtu. Edmund komst fljótt að því, svona hér um bil, hvaða hugmynd Wili hafði um búskap yf- irleitt. Eftir að hafa spurt hann nokkrum spumingum, þóttist hann skilja, að Willi hugsaði sér að hafa hundrað og sextíu ekrur að minsta kosti og mikið af nautgripum og hestum, eins og gömlu mennimir höfðu haft. “Þú þarft ekki einu sinni alt þetta land, drengur minn,” sagði Edmund góðlátlega. “Eg sé, að þú hugsar þér og skilur búskap, sem rek- inn er í stóram stíl. Hefirðu hugsað þér, að % ala upp hjörð af hestum?” Willi skildi ekki, hvað þessi maður var að fara. Honum fanst það blátt áfram vitleysa, að hægt væri að hafa margar skepnur á svona litlum landbletti, og hann hélt helzt að Ed- mund væri annað hvort að gera gabb að sér, eða hann bara vissi ekki hvað hann væri að tala um. “Eg trúi því illa, að hægt sé að hafa stórt bú á litlu landi/r sagði Willi, “eða getur þú sagt mér, hvemig það má vera?” Eldri maðurinn brosti aftur góðlátlega, “Við skulum athuga málið. Fyrst og fremst þarftu nú ekki þessar tuttugu ekrar, -nema bara til prýðis. Það eru fimm ekrar af skóg- lausu sléttlendi. Þú getur vel lifað á því, að rækta ýmiskonar garðmat á tveimur þeirra og selja hann. Meira að segja getur þú ekki og konan þín gert meira en rækta tvær ekrur, þó þið vinið alla daga frá morgni til kvelds. Þá eru eftir þrjár ekrar. Vatnið er nóg í lindun- um. Láttu þér ekki nægja ein uppskera á ári, eins og gömlu landnemamir hér í dalnum gerðu. Farðu með það eins og matjurtagarð- inn, og ræktaðu á því sem bezt þú getur fóður handa hestunum. Veittu vatni á það og láttu það hafa nógan áburð og láttu það gefa eins mikla uppskera og hægt er. Á þessum þrem- ur ekrum geta eins margir hestar lifað og lið- ið vel, eins og á heilu landflæmi af óræktuðu beitilandi. Eg skal lána ykkur tekur, sem skýra þetta alt út í æsar fyrir ykkur. Eg get ekki sagt þér upp á hár, hvað mikið fóður þess- ar þrjár ekrur gefa af sér, og heldur ekki, hvað fnikið hver hestur étur, þú verður að hugsa um það. En eg er viss um, að þó þú fáir þér vinnu- mann, til að hirða um þessar tvær ekrur með konunni þinni, þá hefir þú sjálfur nóg að gera við hestana, sem þú getur framfleytt á hinum þremur, um það bil að þú ert búinn að eignast þá. Þá er kominn tími til að fá sér meira land og búa í stærri stxLrr Nú skildi Willi, hvað Edmund var að fara, og sagði, án þess eiginlega að hugsa um, hvað hann var að segja: “Þú hlýtur að vera mikill búmaður.” Edmund brosti og leit til konu sinnar. “BlessOð verið þið,rr sagði hún góðlátlega. “Hann býr aldrei og hefir aldrei búið. En hann veit alt um húskap og skilur hann.” Hún benti ó bækurnar, sem voru allstaðar í her- berginu, hvar sem litið var. “Hann er bóka- maður og hann les allar bækur eftir góða höf- unda um hvaða efni spm er. Það er hans á- nægja, að lesa bækur og smíða vmsa hluti úr tré.” “Gleymdu ekki Dulcie, kona mín,” sagði I Edmund. “Já, Dulcie,’’ sagði Annette og hló. “Það er kýrin okkar. Það er bágt að segja, hvoru þykir vænna um hitt, Edmund um kúna, eða kúnni um Edmund. Þegar Edmund fer til San Francisco, þá leiðist Dulcie þangað til hann kemur aftur, en Edmund leiðist líka og flýtir sér alt af heim eins og hann getur. Mér þykir stundum nóg um það etfirlæti, sem hann hefir á kúnni, en hann skilur hana betur en nokkur annar maður gæti gert.” “Þetta er eitt af því, sem eg þekki af eigin reynslu,” sagði Edmund. “Eg hefi gott vit á Jersey kúm, og ef þið þurfið einhverjar upp- lýsingar um þær, þá bara komið þið til mín.” Hann stóð upp og gekk að bókaskápnum og tóku þau þá eftir því, hvað maðurinn var afar- stór. Hann tók bók úr skápnum og blaðaði í henni um stund, til að leita að svari við spurn- ingu, sem Saxon hafði lagt fyrir hann. Nei, hér voru engar mýflugur. Þó hafði það komið fyrir eitt sumar, þegar sunnanvindur hefði verið samfleytt í tíu daga, að dálítið af mý- flugum hafði borist með honum frá San Pabío Bay. Viðvíkjandi þokunni var það að segja, að hún var mjög sjaldgæf. Og þegar hún kom, þá var hún æfinlega hátt í lofti, en lagðist ekki yfir dalinn. Það kom til af því, að fjöllin voru svo há, sem voru milli hafsins og strandarinn- ar. Þar að auki var í ,þeim hluta dalsins, þar sem þau voru, miklu síður hætt við vetrar- frostum, heldur en annars staðar í dalnum, eins og reynsla hefði sýnt, því hefðu verið rækfaðar þar sérstakar tegundir af ávaxta- trjám, sem ekki gætu þrifist, þar sem frost kæmu. Edmund hélt áfram að taka bækur úr skápn- um, þangað til hann var búinn að taka út æði- margar. Hann opnaði eina þeirra, sem hét: “Þrjár ekrur og efnalegt sjálfstæði”, eftir Bolton Hall, og las fyrir þau í henni um mann, sem gekk sex hundruð og fimtíu mílur á ári, til þess með gamla laginu að rækta tuttugu ekrur, sem hann hafði upp úr þrjú þúsund mæla af lélegum kartöflum; og um annan mann, sem notaði nýrri og betri aðfrðir. Hann ræktaði fimm ekrur, gekk tvö hundruð mílur og fékk þrjú þúsund mæla af ágætum kartöflum og seldi þær fyrir margfalt verð við það, sem hinn maðurinn fékk fyrir sínar kartöflur. Edmund fékk Saxon bækurnar, en hún rétti þær aftur að Willa, en þó ekki nema eina og eina í senn, og opnaði þær allar og las titlana og nöfn höfundanna. Allar voru þær buskap viðkomandi að einhverju leyti, og áttu sérstak- lega við Califomíu. Ein bókin hét: “Akr- arnir, verksmiðjurnar og vínstofumar”; önn- ur nefndist: “Um fóðrun búpenings”, og ®ú þriðja var um aldinarækt, og hin fjórða um garðrækt o. s. frv. “Þið getið fengið fleiri bækur hjá mér, nær sem þið viljið,” sagði Edmund. “Eg hefi mörg hundruð bækur um búskap og blöð og tímarit um þau efni, sem eg hefi haldið saman. 0g þið verðið að koma og sjá Dulcie eins fljótt og þið getið, kallaði hann eftir þeim, þegar þau vora komin út úr dyranum. XIX. KAPITULI. Mrs. Mortimer kom með langa skrá yfir margskonar tegundir af útsæði og margar bækur, sem alllar vora um búskap, en sá fljótt, að Saxon hafði naumast þörf fyrir þær, því hún hafði heilan hóp af þeim að láni frá Ed- mund. Saxon sýndi henni bújörðina og henni leizt vel á alt, og þar á meðal á leigusamning- ana, sem gæfu leigjandanum forkaupsrétt að eigninni. “Jæja, þá,rr sagði Mrs. Mortimer. “Hvað er næst? Setjist þið bæði niður. Hér er nokk- urs konar herstjóm, og eg er eina manneskjan, sem hefir rétt til að skipa fyrir, auðvitað. Eg, sem hefi unnið áram saman við stóreflis bóka safn og lesið ótal bækur um búskap, ætti að geta sagt ykkur, unglingunum, til, án þess að þurfa að hugsa mig lengi um. Á hverju eigum við nú að byrja?” Hún þagnaði ofur litla stund, eins og hún væri að hugsa sig um. “Fyrst er nú á það að líta, að “Madrono Ranch” — það var nafnið á býlinu—, “er á- gætis bújörð og þið erað að fá hana með gjaf- verði. Eg þekki jarðveginn og loftslagið og eg kann að meta fegurðina. Þetta býli er reglu- leg gullniima. Það eru regluleg uppgrip í slétt- unni. Eg skal segja ykkur um það seinna. Fyrst er landið. Annað hvað þið ætlið að gera við það. Því er fljótsvarað. Já. Garðmatur auðvitað. Hvað ætlið þið að gera við hann, eftir a þið hafi ræktað hann. Selja hann. Hvar? — Hlustið þið nú á mig. Þið verðið að gera eins og eg gerði. Eiga ekkert við neina millimenn. Selja beint til þeirra, sem neyta. Vera sjálf kaupmenn jafnframt og bændur. Vitið þið hvað eg sá, þegar eg kom hér upp dal- inn? Sumarbústaði, vetrarbústaði, gistihús, margt fólk. Nóga munna til að éta mikinn mat og nóg tækifæri til að selja mikið af hon- um. En eg sá ekki hvar alt þetta fólk ætlar að fá allan þann garðmat, sem það þarf. Heyrðu, Willi, hafðu hestana tilbúna og taktu okkur Saxon út, þegar við eram búin að borða. Kærðu þig ekkert um neitt annað, rétt sem stendur. Láttu alt vera eins og það er. Það er nauðsyn- legt að vita, hvert maður ætlar að fara, áður en maður leggur af stað. En við skulum nú gera okkur grein fyrir því í dag,” og' hún brosti góðlátlega til Willa. En Saxon fór ekki með þeim. Hún hafði of mikið að gera í húsinu, það þurfti að hreinsa það og það þurfti að búa um Mrs. Mortimer, svo hún gæti sofið þar um nóttina. Það var kominn háttatími, þegar þau Willi og Mrs. . Mortimer komu aftur. “Þið eruð mestu lánsmanneskjur, ” sagði Mrs. Mortimer, þegar hún kom inn. “Það má heita að fólkið, sem hér er, sé nú rétt að vakna af svefni, auk þess sem margt fólk er nú að tlytja hingað, og það verður miklu fleira, áð- ur en langt um líður. Það eru þrjú gistihús í Glen Ellen, sem er hér rétt hjá. Eg hefi talað við alla eigenduma.” Willi dáðist að því, hve glögg' hún var og fljót að sjá tækifærin að græða. “En hvaðan koma allar kartöflur og annar garðmatur, sem þetta fólk þarf ? Alt slíkt hlýt- ur að líoma frá Santa Rosa eða ofan frá Son- oma. Það eru einar tólf til fimtán mílur, og mér er sagt, að þeir, sem þar búa, geti oft ekki fullnægt þörfinni og gestgjafahúsin í Glen El- len verði oft að fá kartöflur alla. leið frá San Francisco. Eg hefi sagt þeim frá ykkur, og þeir vilja gjarnan kaupa af þeim, sem 'búa hér í nágrenninu, enda er það betra fyrir þá sjálfa. Þú getur látið þá hafa eins góðar vörur og eins ódýrar, eins og hinir, og þú reynir að hafa vör- una betri, ef hægt er, og flutningurinn verður þér miklu kostnaðarminni vegna þess, að þú ert svo nærri markaðnum. ” “Á morgun skal eg segja ykkur, hvernig hentugast er að hafa hænsnahúsin, og hvar er hentugastur staður fyrir þau. Þeim þykja góð- ir stórir og feitir hanar í San Francisco. Þið byrjið hænsnaræktina í smáum stíl, og það verður bara auka-atriði fyrir ykkur fyrst um sinn. Eg skal segja ykkur alt um hænsnarækt seinna, og senda ykkur rit um þau efni. Þið verðið að hugsa. Láta hina gera vinnuna. Það er nokkuð, sem ykkur ríður á að skilja vel. Ráðsmaðurinn fær alt áf meira kaup, heldur en vinnumaðurinn. Þið verðið að hafa bók- hald. Það er áríðandi að vita hvernig maður stendur. Þið verðið að vita hvað borgar sig og hvað borgar sig ekki, og hvað borgar sig bezt. Gott bókhald sýnir ykkur það. Eg skal sýna ykkur, hvernig á að halda Jiækur.” “Það er ekki ljóst fyrir mér, hvernig á að hafa mikinn búskap á einum tveimur ekrum,” sagði Willi hálf ólundarlega. Mrs. Mortimer leit hvast á Willa. “Tvær ekrur, hvaða vitleysa, ” sagði hún með áherzlu. “Fimm ekrar. Og jafnvel það er ekki nóg, því þið getið selt meira en þið get- ið framleitt, jafnvel af fimm ekrum. Og það má eg segja þér, drengur minn, að eftir fyrsta regn hefir þú nóg að gera sjálfur, og hestarnir þínir, að undirbúa landið. Á morgun skulum við gera okkur grein fvrir, hvað gera þarf. Svo er gott að rækta hér ýmsar tegundir af berjum, því þau gefa góðan arð.” “En Willi vill hafa þrjár ekrar af slétt- lendinu,” sagði Saxon eins fljótt og 'hún gat komið að orði. “Til hvers?r’ “Til að rækta þar hey og annað fóður handa hestum, sem hann hefir í hyggju að ala upp.” “Það er hægt að gera, en það gefur ekki nærri eins mikinn arð, eins og þið getið á ann- an hátt haft upp úr þessum ekrum,” svaraði Mrs. Mortimer. viðstöðulaust. “Þá það,” sagði Willi. “Það er líklega bezt, að halda sig við garðræktina. ’ ’ Mrs. Mortimer var þarna í viku, og allan þann tíma lét Willi hana og Saxon vera alveg sjálfráðar um allar þeirra ráðagerðir. Það var mikið um að vera í Oakland, um þessar mundir. Bærinn var að vaxa stórkostlega og þar var afar mikið að gera, og Willi hafði ver- ið beðinn að kaupa eins marga hesta eins og hann gæti fengið og senda þá til Oakland, svo hann var burtu svo að segja dag og nótt og fðr víða til að kaupa hesta. Af þessum ástæðum varð hann fljótt kunnugur þar í dalnum. Hann var líka látinn vita, að flutningsfélagið, sem hann var að kaupa hesta fyrir, hefði heilmikið af hrossum, sem orðin vora fótaveik og sem það nú vildi 'selja fyrir lítið verð. Þessi hross mundu vel duga úti í sveit og verða, með tím- anum, nokkurn veginn jafngóð, ef þau væru tekin af steinlögðu vegunum í borginni. trti í sveit, þar sem hrossin geta gengið járnalaus, mundu flest af þeim geta enst enn í nokkur ár. ar að auki væru hryssumar góðar til undan- eldis. En hann gat ekki lagt út í að kaupa þessi hross, þó hann langaði mikið til þess, og því mintist hann ekkert á þetta við Saxon. Þegar hann kom heim á kveldin, sat hann í eldhúsinu og reykti og hlustaði á það, sem kon- urnar sögðu honum að þær hefðu verið að ráð- gera um daginn. Það var afar erfitt, að fá keypta hesta, sem hentugir voru til vinnu í borginni, og það þó hann mætti nú gefa fimtíu dölum meira fyrir hvern hest, heldur en áður. Hann sagði, að þegar maður falaði hestana af bændunum, þá væri það því líkast, að maður ætlaði að draga úr þeim tennumar. Hann sagði, að þrátt fyrir alla bílana, þá væra stóra vinnuhestarnir alt af að hækka í verði. Eftir jarðskjálftana miklu, hefði verð á hestum hækkað mikið, og það hefði aldrei fallið síðan. “Þú aflar meiri peninga, Willi, með því að kaupa hesta, heldur en þú gætir gert með dag- launa vinnu, eða er ekki svo?” spurði Mrs. Mortimer, og þegar Willi svaraði því játandi, hélt hún áfram: “ Jæja, þá, þú þarft ekki að þurka sléttlend- ið eða plægja það, eða gera neitt við það. Haltu KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVE. EAST. - - WINIMIPEQ, MAN. Yard OfRce: 6th Floor, Bank of HamlUonOhamb«r»_ bara áfram að kaupa hesta, og notaðu hygg- indi þín sem bezt þú getur. En af þeim ágóða, sem þú hefir af því að kaupa hestana, getur þú borgað einum vinnumanni, sem Saxon get- ur haft hér sér til hjálpar við garðræktina. Það mun borga sig vel og þið fáið fljótan ágóða.” “Það er sjálfsagt,” sagði Willi. “Maður tekur aldrei vinnumenn til annars, en að liafa ágóða af þeim, eins og allir vita. En hvernig Saxon og einn vinnumaður geta unnnið fimm ekrar, skil eg ekki, þegar Mr. Hale segir, að við Saxon getum ekki unnið tvær ekrur og þurfum að fá hjálp til þess.” “Saxon á ekki að vinna útivinnu,” svaraði Mrs. Mortimer. “Þú sást mig ekki gera það í San José. Saxon vinnur með heilanum, en ekki með höndunum. Það er meir en tími til kom- inn fyrir þig, að skilja það. Hálfur annar dal- ur á dag, sem maður getur unnið fyrir með því að vinna hjá öðrum. Hún getur ekki gert sig ánægða með svo litlar tekjur. Hlustaðu nú á mig. Eg talaði lengi við Mr. Hale í dag. Hann segir mér, að það1 sé hér um bil ómögulegt, að fá vinnumann hér um slóðir. ” “Eg veit það,” svaraði Willi. “Allii, seni eitthvað geta gert, fara til borganna. Það eru bara ónytjungarnir, sem eftir eru. Þeir af dug- legum mönnum, sem eftir era, vinna ekki hjá öðrum.” “Það er hverju orði sannara,” svaraði Mrs. Mortimer. “Takið þið nú eftir því, börnin góð, sem eg ætla að segja. Eg veit um þetta, og eg talaði við Mr. Hale um það. Hann er reiðubúinn að ráða fram úr þessu fyrir ykkur. Hann þekkir vel yfir fangavörðinn við San Quentin fangelsið og hann ætlar að útvega ykkur tvo fanga þaðan, sem hafa liagað sér vel í fangelsinu, og sem fangavörðurinn hefir því leyfi til að sleppa, þó tími þeirra sé ekki út« runninn. Þó verður fangavörðurinn alt að fá að vita um þessa fanga vikulega, þangað til tíminn er útrunninn, sem þeir vora dæmdir til fangelsisvistar. Þarna era margir Kínar og Italir og það era engir betri garðyrkjumenn en þeir. Með þessu vinnið þið tvent í einu. Þið gerið góðverk á þessum vesalings föngum og þið hlynnið að ykkar eigin hagsmunum.” Það var auðséð, að Saxon þótti þessi ráða- gerð nokkuð varhugaverð og Willi vissi held- ur ekki vel, hvað hann átti um þetta að hugsa. “Þið hafið séð John,” sagði Mrs. Mortim- er, “manninn, sem vinnur hjá Mr. Hale. Hvern- ig lízt ykkur á hann?” “Eg var einmitt að óska þess í dag, að við gætum fengið vinnumann líkan honum.” sagði Saxon. “Hann er svo dæmalaust góðmann- legur, og eg er viss um, að hann er ráðvandur og trúr. Mrs. Hale hefir líka sagt mér það.” “Það er eitt, honum viðkomandi, sem eg er viss um, að Mrs. Hale hefir ekki sagt þér,” sagði Mrs. Mortimer brosandi. “Hann er einn af þeim, sem islept hefir verið úr fangelsinu fyrir góða hegðun, en er þó undir eftirliti lög- reglunnar. Fyrir tuttugu og átta árum varð hann manni að bana í hamslausri reiði út af sextíu og fimm centum. Þig munið eftir gamla Louis, sem er hjá mér. Það er líkt með hann. Þetta er þá alt klappað og klárt. Þegar menn- irnir koma, borgið þið þeim auðvitað sóma- samlegt kaup. Þeir verða báðir að vera af sama þjóðemi, og þið verðið að byggja kofa handa þeim til að búa í. En það verður ekki mjög langt þangað til þið þurfið að fá fleiri vinnumenn, en þessa tvo menn.” Brewers Of COUNTRY ‘CLUB' BEER GOLDEN GLOW ALE BANQUET ALE XXX STOUT BR E W E RV OSBORN E &. M U LVEV - Wl N NIPEG PHONES 4I III 4230456 PROMPT DELIVERY TO PERMIT HOLDERS

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.