Lögberg - 06.03.1930, Blaðsíða 1

Lögberg - 06.03.1930, Blaðsíða 1
43. ARGANGUR WINNIPEG, MAN„ FIMTUDAGINN 6. MARZ 1930 NÚMER 10 Silfurbrúðkaup Á 'þriðjudagskveldið í vikunni sem leið, var fjöldi fólks saman kominn á heimili þeirra Mr. og Mrs. Eggerts Johnson, 939 Inger- soll str. hér í borginni. Var tilefn- ið það fyrst og fremst, að þá^ köfðu þau verið gift í 25 ár, ogj -þótti vinum þeirra viðeigandi að: heimsækja þau þá, sýna þeim Vott vináttu sinnar og hlýhug og gleðjast með þeim eina kvöldstund. Þegar gestirnir voru allir komnir, kluggan að ganga níu um kvöldið, var byrjað með því, að skírð voru tvö yngstu börn þeirra hjóna. Var annað ofurlítill hvít- voðungur , en hitt væntanlega á oðru ári. Alls hafa þau eignast tólf börn og eru öll á lífi og öll luannvænleg. Þegar skírnarathöfninni var lokið, tók Gunnlaugur kaupmað- hr Jóhannsson við stjórninni og stjórnaði hann samkvæminu rausnarlega og með sinni al- kunnu fyndni og gamansemi. Byrjaði hann á því, að ávorpa silfurbrúðhjónin og afhenti þeim vinagjöf frá gestunum. kallaði hann svo á ýmsa til að flytja stuttar tölur: Dr. Björn B. Jóns- son, Guðm. Eyford, Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, Mrs. F. Swanson, Lárus Guðmundsson og Árna Eggertsson. Þrjú kvæði voru heim hjónum einnig flutt. Lað gerðu þeir Magnús Mark- ússon, Guðjón Hjaltalín og Lúðvík Kristjánsson. Þá var og skemt vel og mikið með söng og hljóðfæraslætti. Ágætar veiting- ar voru fram reiddar, sem gest- irnir höfðu flutt með sér. Mr. Johnson þakkaði fyrir heimsókn- ina og alla þá velvild og vináttu, sem þeim hjónum hefði verið sýnd við þetta tækifæri. Undir miðnættið fóru gestirnir iheim til sín og það má óhætt fullyrða, að allir, sem þarna voru, skemtu sér ágætlega og nutu verulega á- nægjulegrar stundar á heimili beirra Mr. og Mrs. Johnson. Eggert Johnson er Borgfirð- ingur, ættaður frá Galtarholti í Borgarhreppi, enda minti þetta samkvæmi mann á Borgfirðinga- mótin gömlu, því þarna voru Borgfirðingar fjölmennastir, þó margir væru annars staðar frá. Mrs. johnson mun vera austfirzk að ætt. Bæði eru þau hjón vin- sæl mjög, eins og þarna kom ijóslega fram, enda hafa þau á nllan hátt til þess unnið. Frá Islandi Vestm.eyjum, 4. febr. í dag var fyrsti góði sjóveðurs- Jagur í langan tíma. óvenju marg- ir á sjó, þar ,af nokkuð margir í fyrsta sinni á vertíðinni. Afli lítill, virðist þó heldur að glæðast. Uggur í fólki, vegna lokunar ís- landsbanka. Fyrirsjáanleg stór- vandræði hér, ef ekki rætist úr í ftánustu framtíð. Viðskiftalífið er lamað og sem nær engir peningar 1 umferð. Siglufirði, 5. febr. Klukkan hálf fjögur í dag varð ®Iys hér með þeim hætti, að reyk- háfur húss, sem verið var að rífa, á einn verkamanninn. Molað- lst á honum höfuðið og dó hann samstundis. Hét Jón ólafsson, Uésmiður, miðaldra maður, dugn- aðar og reglumaður, einhleypur. Uel látinn og allvel efnaður. Selfoss, sem hefir legið hér und- ar>farna daga og losað vélar til Ukisverksmiðjunnar, fór héðan í kærdag. Reyndist erfitt mjög, að na í land kötlunum, og að flytja þá 1 verksmiðjunnar verður eigi síður erfitt. Hér er stórviðri, frost og hjarn ^jr alt. Reitings afli síðustu daga 1 janúar. Nú ekkert róið. Uélbáturinn Marz, sem hefir ver- j seUur héðan til Vestmannaeyja, e8?ur af stað héðan á morgun. Inflúensa og lungnabólga all- skæg i bænum. Engir þó dáið. Lokun íslandsbanka hefir vakið ^lkið umtal og óhug meðal manna hér. __ Mgbl. - Reykjavík, 2.—8. febr. Veðráttan þessa viku hefir ver- ið breytileg, byrjaði með austan- i átt og hlákubrotum, einkum á Suðurlandi, en um miðja vikuna breyttist í stillur með frosti og hreinviðri. Á föstudag brá til sunnanáttar og hláku um alt land. Vara asahláka hér á laug- ardag og rigning, en hiti var þá 7—8 stig um alt land. • Afli hefir verið góður hér syðra þessa vikuna. Línuveiðarar og togarar, sem veiða í ís, hafa kom- ið svo að segja hlaðnir, togarar með 1400—1500 körfur og línu- veiðarar með um 100 skpd. Vél- bátar hafa einnig veitt vel hér í flóanum. Víða um land var tals- verður afli, þegar á sjó' hefir gefið. — ísfisksala í Englandi hefir gengið treglega að undan- förnu. Hafa togararnir komið þangað með heldur lélegan afla leitt og markaður fallinn vegna norsku vetrarsíldarinnar, sem mikið hefir bbrist af. Sagt er og, að enskir togarar hafi fundið ný fiskimið norður hjá Bjarnar- ey (hún er á milli Noregs og Sval- barða). Hafa þeir að sögn mok- að þar upp fiski, svo að þeir hafa eigi aðeins fylt lestirnar, heldur einnig slegið upp stíum á þilfari, eins og á síldveiðum, og fylt þær fiski. Hafa veður þar nyrðra ver- ið góð, þótt hér við ísland hafi verið umhleypingar og stormar. Frú Þórdís Runólfsdóttir, móð- ir frú Sigríðar Magnúsdóttur, konu Ólafs Lárussonar prófess- ors, og þeirra systra, andaðist oð heimili ólafs prófessors, tengda- sinar síns, á sunnudagsmorgun. • ________ Séra Jóhann Þorsteinsson, fýrr- um prestur í Stafholti, andaðist hér í bænum á sunnudagskvöld, rúmlega áttræður að aldri. — Fjársöfnun til trúboðs Þess er þörf að minnast, að fjár- söfnun til heimatrúboðsstarfs kirkjufélagsins á þessu fjárhags- ári hefir ekki enn þá náð tak- markinu. Framkvæmdarnefndin hefir farið fram á, að $1,200 yrðu lagðir til þessa starfs á árinu. Með minna er ekki hægt að kom- ast af til að framfylgja ráðstöfun- um síðasta kirkjuþings. Eru það því bróðurleg tilmæli til safnaða, einstaklinga og félaga innan safn- aðanna, að koma þessu máli til liðs sem fyrst. Undanfarin ár hefir það gengið mjög vel, að fá styrk til þessarar starfsemi. Gæt- ■um þess, að ekki verði afturför á þessu ári. Svo er heiðingjatrúboðið. Er því gert jafn-hátt undir höfði og hinum fyrnefnda lið trúboðsstarfs- starfsins. Til þéss er leitast við að safna sömu fjárupphæð, eða $1200. Fer sú fjársöfnun nú í hönd. Um er að gera, að sú hugs- un komist hvergi að, að þessi mál þurfi einungis á fjárstyk að halda. Sú kristilega hugsjón, sem þau hvíla á, þarf fyrst og fremst að vera oss kær. Hana þarf að glæða í tíma og ótíma. Hún þarf að vera þáttur í öllum boðskap kirkjunnar. Með því móti vakn- ar og helzt áhugi og með áhuga er vandinn leystur, hvað snertir fjárhagslegan styrk. Engum dett- ur víst í hug, að ekki séu til 1200 manns innan kirkjufélags vors, sem gætu gefið sinn dollarinn hver til heimatrúboðs og heið- ingjatrúboðs, hvors fyrir sig. Er á þetta bent einungis til þess, að vekja athygli á því, sem annars er augljóst, að almenn hluttaka í strafsmálum kirkjunnar er sú úrlausn, sem sífelt þarf að stefna að. Ef nú allir, sem þetta lesa, láta sig málið varða og leggja til þess sinn skerf, mun takmarkinu au)ðveldlega verða náð. Prestara- ir, embættismenn safnaðanna og allir kristindómsvinir erp beðnir að taka þetta að sér og þá mun á- rangurinn verða góður. Ekki er heldur að efa, að kvenfélögin mörg liggi ekki á liði sínu. öll tillög ber'að senda til fé- hirðis, hr. Finns Johnson, P. O. Box 3115, Winnipeg, Canada. K. K. Ólafsson, forseti kirkjufélagsins. HELZTU HEIMSFRÉTTIR Bændurnir í Saskatchewan ; William F. Alloway gefur vilja mynda stjórn | allan auð sinn fátækum málaflokk Fylkisstjórnirnar hlaupa undir bagga Eins og kunnugt er, leggja bank- arnir fram það fé, sem hveitisam- lagið borgar meðlimum sínum, þeg- ar þeir færa hveiti sitt til markað- ar á haustin. • Nú hefir viljað svo til, að hveitiverðið hefir verið miklu lægra heldur en búist var alment við í haust, og því hefir hveitisamlagið ekki selt samlags- hveitið, en heldur því enn óseldu, í von um hærra verð. Bankarnir lána peningana með því skilyrði meðal annars, að þeir geti heimtað að samlagið selji hveitið, ef þeir telji það nauðsynlegt til að tryggja sinn eigin hag, og því hafa stjórn- ir allra þriggja Sléttufylkjanna tekið sig saman um að ganga í á byrgð, fyrir hveitisamlagið og á- byrgjast bönkunum sína peninga, gegn því skilyrði, að þeir heimti ekki að hveitið sé selt fyr en stjórn hveitisamlagsins álítur heppilegt. Er nú búið, eða verið að sam- þykkja löggjöf, þessu viðvíkjandi, á öllum fylkisþingunum þremur. Macdonalds stjórnin komin hætt Við atkvæðagreiðslu um kola- námalögin í síðustu viku, hafði MaciDonalds stjórnin að eins níu atkvæða meiri hluta, og var bví æði hætt komin. Einu sinni áður hafði hún í sama máli, aðeins átta atkvæða meiri hluta. 1 þetta sinn voru 551 þingmenn viðstaddir af 615 alls. Af þeim greiddu 280 atkvæði með stjórninni, en 271 á móti. Það var frjálslyndi flokkur- inn, sem hér hélt aðallega uppi mótstöðu gegn stjórninni, en þeg- ar til atkvæða kom, greiddu nokkr- ir þeirra ekki atkvæði með sínum flokk, og varð það stjórninni til lífs í þetta sinn. Búist er við því sem nokkurn veginn vissu, að falli stjórnin, þá verði almennar kosn- ingar látnar fram fara, og mundi þá væntnlega ekki verða meira af fimmvelda-fundinum í London í þetta sinn. Macdonalds erfðamálið Það helzta, sem gerst hefir í því máli, síðan í vikunni sem leið, er það, að öll gögn í því máli, á- samb bæklingi þeim, sem Stubbs dómari gaf út og ræða hans í Walker leikhúsinu, hafa verið send til dómsmálaráðuneytisins í Ott- awa, með þeim tilmælum frá öllum dómurum King’s Bench téttarins og áfrýjunarréttarins í Manitoba, að dómsmálaráðherra athugi allan gang þessa máls, og geri svo það sem hann telji nauðsynlegt og rétt í þessu máli. Stubbs dómari seg- ir hins vegar, að sér þyki mjög vænt um, að þetta mál verði sem vandlegast rannsakað, svo allur sannleikurinn megi koma í ljós. Þess er einnig að geta, að John A. Forlong er nú kominn til Win- nipeg og fór hann sjálfur inn á lögreglustöðvarnar, þar sem hann var tekinn fastur, en strax slept aftur gegn $10,000 ábyrgð tveggja manna; hvor þeirra gefur $5,000 ábyrgð. Eru nú enn tvær kærur fram komnar gegn honum fyrir að hafa fengið, með fölsuðum vitn- isburðum, tvær stórar peninga- upphæðir hjá Great West lífsá- byrgðarfélaginu. Það var í febrú- armánuði 1928; var önnur upp- hæðin $145,892.64, hin $12,141.20. Búist'er við, að W. A. Irish komi bráðum heim líka, og hefir málinu verið frestað þangað til. Lán til bænda Samkvæmt Canadian Farm Loan lögunum, hafa $3,026,050 verið lánaðir bændum árið 1929, í fimm af fylkjunum í Canada, Al- berta, Quebec, British Columbia, New Brunswick, og Manitoba. Þeir, sem lánin hafa fengið, eru 1,464, en umsækjendur 5,812. Langflest hafa lánin farið tii Alberta, þar næst til British Col- umbia og fæst til Manitoba. Saskatchewan deildin af “Unit- ed Farmers of Canada” (U.F.C.), hélt ársþing sitt í Saskatoon í síð- ustu viku. Kom þar fneðal annars fram sú tillaga, að gera félagið að stjórnmálafélagi, eða taka stjórn- málin inn á sína stefnuskrá. Var það felt með litlum atkvæðamun. Var talið heppilegra að halda þess- um félagsskap utan stjórnmál- anna. Hins vegar samþyktu bænd- urnir, að láta stjórnmál til sín taka, sem bændaflokkur, og þá lík- lega helzt í sambandi við fram- sóknar (progressive) flokkinn, og gera sitt bezta til þess, að þeir ein- ir næðu kosningu á fylkisþing og sambandsþing, sem þeir treystu til að 'bera hagsmuni bændastéttar- innar sérstaklega fyrir brjósti. Aðförum Rússa mótmælt á Þýskalandi Hið mikla samband mótmæl- enda kirkjunnar í Þýzkalandi, hélt almennan fund í Berlín hinn 23. febrúar, þar sem samþykt var yf- irlýsing þess efnis, að skora á hina kristnu kirkju um allan heim, að mótmæla harðlega grimdaræði Soviet stjórnarinnar á Rússlandi gegn kristnu fólki þar í landi. Færri innflytjendur Árið sem leið komu 164,993 inn- flytjendur til Canada, en árið 1928 voru þeir 166,782, svo mun- urinn er ekki ósköp mikill, þó innflytjendunum hafi fækkað dá- lítið. Á árinu sem leið komu 8,474 innflytjendur frá Norður- löndum, 3,073 frá Svíþjóð, 2,852 frá Danmörku og 2,549 frá Nor- egi. Einnig komu 4,614 Finnar. z Stjórnarskiftin á ■ [Frakklandi Þar í landi eru stjórnarskifti svo tíð, að þa þau þykja litlum tíðindum sæta. En nú hafa þau janfvel verið óvanalega tíð. Um miðjan mánuðinn féll André Tar- dieu stjórnin,- eftir að hafa set- skamma hríð. Eftir nokkra vafn- inga hepnaðist Camille Chautemps að mynda stjórn, en hún entist aðeins fáeina daga, og var þá of- urliði borin á þinginu. Nú hefir Tardieu aftur myndað nýtt ráðu- neyti og má vera að það endist lengur en hið fyrra, og þykir það þó mjög óvíst. En hvernig sem veltur, situr gamli Briand kyr í stjórninni. Hefir alt þetta þjark tafið mikið fyrir fimmvelda- fundinum í London, því ekki gátu Frakkar sint honum meðan á þessu stóð. McPKail kominn frá Englandi A. J. McPhail, forseti Canada hveitisamlagsins, kom til Winni- peg á föstudagskveldið í vikunni sem leið, frá Englandi, þar sem hann hefir verið um tíma í erind- um hveitisamlagsins. Með honum kom H. A. McLeodj sem er einn af embættismönnum hveitisamlags- ins. Ekki taldi Mr. McPhaiI neina ástæðu til að óttast, að hveitisamlagið væri í hættu statt, þó það eigi nú sem stendur við nokkra örðugleika að stríða vegna hins lága hveitiverðs, sem nú á sér stað. Sagði hann, að þeim fé- lögum hefði allstaðar verið tek- ið mjög vinsamlega á Englandi. Það væri fjarri því, að Bretar vildu útiloka canadiskt hveiti. Það væri aðeins verðið, sem bæri á milli. Argentínu hveiti hefði ekki að eins verið mjög mikið í þetta sinn, heldur líka óvanalega gott og það hefði verið selt fyrir lítið verð. Ekki taldi hann vafa- mál, að hveitiverðið mundi hækka aftur og að hepnast mundi að selja samlagshveitið fyrir sæmi- legt verð., Hinn auðugi bankamaður, Mr W. F. Alloway, sem andaðist i Winnipeg 2. febrúar þ.á., hefir í erfðaskrá sinni gefið allan auð sinn “Winnipeg Foundation”, sem er sjóður mikill, og vöxtunum af honum varið til líknarstarfs í Win- nipeg og grendinni. Eignirnar eru virtar $1,244,000, að frádregnum erfðaskatti og öðrum kostnaði. Vext*r af $216,000 ganga til tett- ingja og einnar vinnukonu, meðan það fólk lifir. Kona hans, sem dó 1926, skildi eftir eignir, sem eru virtar $773,881, að frádregnum kostnaði. Fékk maður hennar vextina af þeim eignum meðan hann lifði, en nú ganga þær einn- ig til Winnipeg Foundation, svo það sem þessi sjóður erfir því eft- ir þessi hjón, nemur tveimur milj- ónum dollara. Sjóður þessi var stofnaður fyrir tíu árum, af Mr. Alloway, með $100,000. Síðastrið- ið ár, fengu góðgerðastofnanir í Winnipeg rentuir af sjóðnum, sem námu $6,000. Nú er búist við, að hann gefi af sér yfir áttatíu þús- uifdir á ári, sem fyrir göfuglyndi þessara hjóna gengur til að hjálpa þeim, sem hjálpar þurfa. Eldsvoði og manntjón Á þriðjudaginn í vikunni sem leið, brann Indíánaskóli, að Cross Lake, sem er hér um bil 150 mílur norðaustur frá The Pas, Man. Var þetta kaþólsk stofnun og nunnur, sem fyrir skólanum stóðu. Fórst ein þeirra í eldsvoðanum og fimm aðrar urðu fyrir meiri og minni meiðslum. Þarna fórust líka níu eða tíu af börnum þeim og ung- lingulm, sem á skólanum voru. — Skaðinn er metinn um $300,000. Orsakir eldsins eru ókunnar. Yfirgefur flokk sinn W. Sanford Evans, einn af helztu þingmönnum íhaldsflokks- ins í Manitobaþinginu, sagði á þriðju'daginn skilið við flokk sinn og lýsti yfir því, að hér eftir yrði hann öllum flokum óháður.. Or- sökin segir Mr. Evans sé sú, að hann geti með engu móti fallist á steifnu síns flokks, eða þingsins ytfirleitt, í hveitisamlagsmálinu. Prinsinn af Wales veikur Hann er nú á dýraveiðum suð- ur'í Afríku. Hann veiktist snögg- lega, nú um helgina af hitasótt (malaria). Ekki er þó talið, að hann sé í hættu staddur, og er bú- ist við, að hann verði aftur bráð- lega heill heilsu. Póstflutningar með loftförum Mánudagurinn, hinn 3. þ. m., má teljast merkisdagur í sögu Vestur-Canada, því þá voru reglu- legir póstflutningar með íoftför- um hafnir milli allra helztu borga í Sléttuylkjunum, milli Winnipeg og Calgary. Flýtir þetta ákaflega mikið fyrir pósbflutningum, eins og gefur að skilja, t. d. kom bréf til viðtakanda í Winnipeg, þrem- ur klukkustundum eftir að það var póstmerkt í Regina. Með þessu móti kemst póstur, sem sendur er frá Winnipeg, 24_klukku- stundum fyr til Calgary, 18 klukkustundum fyr til Edmonton, 21 klukkustund fyr til Vancouv- er og 42 klukkustundum fyr til San Francisco. Póstgjaldið er miklu hærra, eða 5 cents fyrir vanalegt sendibrétf. Sama dag var fyrsta sinn kveikt á hinum mikl vita, sem bygður hefir verið á þaki Hudsons Bay búðarinnar í Winnipeg, og ætlað- ur er til að lýsa loftförum. Lýsir hann meira en hundrað mílur út frá sér, og samsvarar ljósið tveim- ur miljónum kertaljósa. 1 tilefni af þessu, hélt Hudsons Bay fé- lagið veizlu mikla á mánudags- kveldið, og tóku þátt í henni um 600 manns. Til Tjallkonunnar (Flutt á Þorramóti að Mountain, 15. febrúar.) Fjarlæg börn þín horfa yfir hafið; huguf vængfrár brúar öldukafið. Hátt þú rís í hilling, heið sem vona fylling; áldrei fegri, glytuð drauma gylling. Margur þáttur minninganna raknar; margt að þakka, er hjartað jafnan saknar. Birtast bernsku-dagar, bær og ættar-hagar, sólu roðin sund og strendur lagar. Sögu þinnar opnast helgir heimar hugarsjónum — regin-fagrir geimar. Hefjast hátt við augum hetjur skrýddar baugum; lýsir enn þá upp af þeirra haugum. Héðinn lítum hlæja logum móti, hraustan Kára leika gullnu spjóti, Þorkel ljóss í leitum laugast geislum heitum, geyminn þess, sem gleymist tíðum sveitum. Göfga móðir! gott er þín að minnást; gömul frægð og nýir draumar tvinnast. Mátt á minning fögur, magn þín kvæði og sögur; bjarmi vors þín vefur fjöll og ögur. Richard Beck. Heiðursmerki 1. des. síðastl. fengu þessir menn heiðursmerki Fálkaorðunn- ar: stórkrossinn: Tr. Þórhalls- son forsætisráðherra og Jón Þor- láksson fyrv. forsætisráðh. Stór- riddarakross (án stjörnu): Emil Nielsen, framkvæmdarstjóri og Þorstteinn Þo'rsteinsson fyrv. skipstjóri. Riddarakross: Björn Sigfússon hrepstjóri á Komsá, Gunnar ólafsson kaupm. í Vest- mannaeyjum, Hannes Jónsson hafsögumaður í Vestmannaeyj- um, Jes Zimsen kaupm. í Reykja- vík, Jón ófeigsson yfirkenhari í Reykjavík, séra Kristinn ólafson í Glenboro, Manitoba, Páll Þor- mar kaupm. á Norðfirði, Þor- grímur Þórðarson fyrv. héraðs- læknir í Keflavik, Þorsteinn Jóns- son útgerðarm. í Vestmannaeyj- um og Þorvarðuír Þorvarðsson prentsmiðjustjóri í Reykjavík — Lögr. Ur bænum Tapast hefir brúnleit peninga- budda úr leðri. í henni voru gler- augu meðal annars. Finnandi beðinn að skila til Mrs. Th. John- ston, 543 Victor St. Síðastliðinn föstudag lézt á gamalmennaheimilinu Betel, að Gimli, Man., Sigríður Kjartans- dóttir, kona iSigurðar Einarsson- ar hér í borginni. Hin látna var 69 ára gömul. Þau Einarsonar- hjón bjuggu um hríð í íslenzku bygðinni við Markerville, Alta. Hin látna lætur eftir sig, auk ekkjumannsins, einn uppeldisson, Gísla að nafni, er búsettur er í Vancouver, B. C. — Kveðjuathöfn verður haldinj á fimtudaginn á Betel, en jarðarförin fer fram kl. 2 á föstudaginn frá útfararstofu A. S. Bardals hér í borg. Hinnar framliðnu verður nánar minst síðar. WINNIPEG ELECTRIC CO. örðugleikar í Seattle. Blaðið Los Angeles Times minnist á strætisbrautakerfið í Seattle, sem er eign bæjarins og starfrækt af honum. Segir blað- ið meðal annars: ‘Ttæjarstjórnin í Seattle er nú að athuga tilboð frá Puget Sound Light and Power Company, um að bærinn geti látið dragast um tveggja ára skeið að borga árlegar afborganir af kaupverðinu, svo því megi verja til nauðsynlegra umbóta. Heldur en að kannast blátt áfram við, að bærinn geti ekki látið þennan atvinnurekstur borga sig, þá á bara að kalla þetta gjaldfrest. Seattle, eins og San Francisco, byrjaði á þessum atvinnurekstri fyrir fáum árum með þeirri hug- mynd, að á honum mætti græða miljónir dollara. Eins og San Francisco, hefir ,þærinn konust að því, að þó miljónirnar séu kannske þar, þá er afar erfitt að ná í þær. Á þessari atvinnugrein er afar erfitt að græða peninga, jafnvel fyrir þá, sem mesta þekk- ingu hafa á henni. Stjórnmála- mennirnir komast þar ekkert á- leiðis.” Fíaettulega veikur William Howard Taft, fyrver- andi fórseti Bandaríkjanna og einnig fýrverandi Iháytfirdómari, er hættulega veikur, og segja fréttirnar, að smátt og smátt sé að draga af honum, og er haft eftir læknunum, er hann stunda, að um bata geti ekki verið að ræða úr þessu. Eins og auglýst var í síðasta blaði, var afmælis-samkoma Bet- el haldin í Fyrstu lút. kirkju á mánudagskveldið í þessari viku, undir umsjón kvenfélags safnað- arins. Skemtiskráin var ágæt og veitingarnar sömuleiðis, og má fullyrða, að samkomugestirnir, sem voru afar-margir, skemtu sér ágætlega. Þess er sérstaklega vert að geta, að lítil og falleg stúlka, Lillian Baldwin, enn á barnsaldri, fór þarna með íslenzkt gamankvæði, prýðis vel. Samskot voru tekin til arðs fyrir Betel, eins og gert hefir verið á undan- förnum árum. Munu þau hafa orðið nokkuð meiri í þetta sinn, heldur en nokkru sinni fyr, eða nokkuð á þriðja hundrað dollars. Sýnir það meðal annars, að vin- sældir Betel fara sízt þverrandi. Á laugardagskveWið í vikunni sem leið, var öllum sem vildu boð- ið að heimsækja Jóns Bjarnason- ar skóla; kom fjöldi fólks. Skóla- stjóri, séra Rúnólfur Marteins- son, stýrði samkomunni. Aðal- atriðið á skemtiskránni var fróð- leg ræða, sem hr. Árni Pálsson bókavörður flutti. Mrs. H. Helgason lék nokkur lög á píanó og nokkrar ungar stúlkur sungu islenzka söngva. Voru súmar þeirra klæddar 1 íslenzka skaut- búninginn. Ágætar veitingar voru fram bornar fyrir alla, sem komu. Höfðu þarna allir, sem komu, tækifæri til að skoða hinar á- gætu myndir, sem forsætisráð- herra íslands hefir nýlega gefið skólanum og sem áður hefir ver- ið getið um hér í blaðinu. Að öllu lejiii var þessi heimsókn i skólann hin ánægjulegasta.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.