Lögberg - 06.03.1930, Blaðsíða 3
/
I
LÖGBERG, FlmTUDAGINN 6. MARZ 1930. Bl«. 3.
1 Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga \ ;
il;
SEVS OG HESTURINN.
“Faðir dýra og manna!” mælti hesturinn
wm leið og 'hann nálægði sig hástóli Sevs, —
“það er mælt, að eg sé einhver fegursta skepn-
an, sem þú hefir prýtt með jörðina, og sjálfs-
elska mín gerir mér ljúft, að trúa að svo sé. En
skyldi samt ekki ýmislegt vera í skapnaði mín-
um, sem uml)æta þyrfti?” — “Og hvað hvggur
þú vera í honum, sem umbæta þurfi. Tala þú!
eg tek fúslega allri fræðslu, ” sagði guðinn al-
góði og brosti við.
“Ef til vill,” mælti hesturinn, “mundi eg
vera fótfrárri, ef fætur míinr væru hærri og
mjórri; langur álftarháls mundi ekki óprýða
inig og breiðari bringa mundi auka mér afl. Og
úr því svo er, að þú hefir ætlað mig til að bera
ttianninn, óskabam þitt, þá væri ekki úr vegi,
að söðull væri mér meðskapaður. ”
“G-ott og vel,” svaraði Sevs, “hafðu ögn
litla þolinmæði.” Og Sevs mælti fram sköpun-
ar-orðin, og óðara kviknaði líf í duftinu; það
reis upp ný mynd, og alt í einu stóð hinn nauð-
Ijóti úlfaldi frammi fyrir hástóli guðsins.
Hesturinn leit 'hann, hnykti við og skalf af
hryllingi og óbeit. “Hér em hærri og mjórri
fetur,” sagði Sevs, “hér er langur álftarháls;
úér er breiðari bringa; hér er meðskapaður
söðull. Viltu nú, hestur, að eg umskapi þig í
þessa mynd?”
Hesturinn skalf enn á beinunum.
“Farðu,” mælti Sevs enn fremur, “þú skalt
í þetta sinn komast hjá refsingu, en lát þér að
kenningu verða. En svo þig reki minni til of-
dirfsku þinnar, þá mæli eg svo um, að þú, hin
T1ýja skepna, haldist við framvegis” — og um
leið rendi hann verndaraugum til úlfaldans, —
“og aldrei líti hesturinn þig svo, að ekki fari
Rm hann hryllingur.” Stgr. Th. þýddi.
GLET T U R.
I.
Fá st<ff-f eru á allan hátt eins heilnæm og
hressandi, sem heyanna-störfin. Þau reyna
Jafnt á alla vöðva líkamans, svo erfiðið, sem
fylgir því að afkasta starfinu, verður til stvrkt-
ar og uppbyggingar. Heyanna-störfin stæla
hverja afltaug og hvern vöðva og gjöra mann
Tnn lífsglaðari, frjálsari og heilbrigðari, en
flest önnur störf. Heyvinnan stendur líka í
svo nánu sami>andi við hið hreina og tæra
fjallaloft, blandað angandi ilm, sem náttúran
framleiðir. f skjóli hennar felst ekki að jafn-
aði nein hugarþoka, grillur eða staðbundin
sundrangaranda, af því að hún er rík af víð
sýni, frelsi og mandómi, er glæðir visemd, góða
viðkynning og fölskvalausa gleði.
Það var því ekkert undarlegt, þó líf og fjör
ríkti meðal allra á Sveiná, þar sem léttlynd og
apriklandi æskan og ungdómurinn starfaði og
gladdi síg undir áhrifum þessara heilbrigðu
lífslinda.
II.
Þegar þurkar voru góðir og mikið hey til
að hugsa um, var það sjálfsögð skylda allra,
aym eitthvað gátu, að hypja sig út úr bænum
þess að létta undir með heyanna fólkinu.
Þó Óli Palli væri þá ekki orðinn þrekinn og
stór, lét hann ekki standa á sinni liðveizlu. Hún
var að vísu ekki mikil. Náði ekki nema til hríf-
unnar. Að rifja var það eina, sem hann var
íu>r um.
Það höfðu allir yndi af litla Óla Palla. Væri
hann hvergi nálægur, var stundum eins og ein-
hver óviðfeldin þagnar-alda og drungi hvíldi
^fir öllum og öllu, sem vitanlega var fyrir það,
liugir flestra mintust litla æringjans, sem
avalt var driffjöðrin í öllum fagnaði og glett-
Þess vegna var Óli Palli al.staðar þráður
°8 velkominn boðinn. Sérstaklega höfðu stúlk-
^rnar miklar mætur á Óla Palla, meðal annars
vegna þess, hve hann var kátur, hnyttinn í
■svörum og hæfilega ertinn og fr jáls við þær.
°g þó óla Palla væri vel til allra á heimilinu,
I'a hallaðist hann þó meira að einum en öðrum.
piltunum ‘þótti honum einna vænst um
^jörn, vegna þess hve hann var lipur, glettinn
°g góður við hann. Og þó að Björn talaði
stundum alvarlega til hans, þegar hönum fanst
t)ess full þörf, há var liann aldrei vondur við
úann. Og þó hann storkaði honum og stríddi
úálítið stundum, þá var það ekki nema til þess
að skerpa á milli þeirra kærleikann og vina-
böndin. ‘
Af stúlkunum aftur á móti, fanst óla Palla
angt-mest koma til hennar Nínu, elztu dóttur
or)s. Hún var svo blíð og góð í sér og tók á-
Valt taum óla Palla, ef einhver hallaði á hann,
þygar hún heyrði til. Nína var í augum Óla
alla bæði falleg og góð og honum þótti vænt
11 m áana, eins og hún væri mamma hans.
Svo þegar Óli Palli kom vafrandi út á tún
e a engi með hrífuna sína í hendinni, þá bvrj-
11 a fyrir alvöru gletturnar og ærslin.
>Ha - hæ! þama kemur þá litli vinnumað-
arP’ sagði einn.
‘Ileyrið þið, drengir! Er Það ekki litli
*rslabelgurinn, sem þarna er á ferðinni til okk-
ar?” sagði annar.
“Heyrið þið, rengir! Er það ekki litli
*rslabelgurinn, sem þarna er á ferðinni til
okkar?” saf?ði annar.
Svo greinilega er litli sprellikarlinn okk-
v kpma>” sagði sá briðji.
ástúðlegast var þó ávarpið frá henni
NlTTTT, því hún sagði:
“Nei! Er þá ekki elsku litli kærastinn minn
að koma!”
Þannig féll öllum einhver meinlaus gletni
af vörum, þegar að sást til Óla Palla. Svo þeg-
ar hann var kominn ]>að nærri, að hægt var að
nema orða skil, þá hófst hinn fjörugasti orða-
leikur og hnyppingar.
“Sæll, Óli minn! Sæll, sæll, sæll!” kvað við
allstaðar að.
“Ertu kominn til að rifja með okkur?”
spurði Björn.
“Já, eg ætla að hjálpa til að rifja,” sagði
Óli Palli.
“Góði Óli minn, rifjaðu með okkur, ” sagði-
Helga.
“Nei, Óli minn, láttu ekki hana Helgu vera
að tæla þig, komdu heldur og rifjaðu með okk-
ur,” sagði Magnús.
Óli Palli lét sem hann heyrði ekkert af því,
sem sagt var; hann liélt í hægðum sínum nær
og nær fólkinu og söng þetta alkunna erindi
eftir Steingrím:
“Nú er sumar,
Gloðjist gumar, .
Gaman er í dag.”'—
“Óli minn! það er miklu skemtilegra að
rifja með okkur, því við segjum þér sögur,”
sagði Veiga.
“Brosir veröld víða,
Veður landsins blíða
Eykur yndis hag” — kvrjaði Óli Palli
og hélt nær.
“Nei, hingað, góði! hingað, hingað!”
“Nei, nei, nei! Eg fer bara til baka aftur,
heim. Skiljið þið það?” sagði Óli Palli með
samblandi af ýmsum skapbrigðum.
“Jæja, þá. Farðu heim,”1 sagði Björn.
“Já, eg fer,” sagði Óli Palli og sneri við.
“Ekki, Óli minn,” sagði Gunna.
“Jú, eg fer,” sagði óli Palli. •
“Hvers vegnaf” spurði Magnús.
“Vegna þess, að þið látið eins og kríur og
krummar og eg veit ekki nema þið höggvið til
mín með gögnunum, ef eg kæmi nær. ”
“Svo bað liggur þá svona á þér núna, fugl
inn,” sagði Magnús.
“Eg skal hjálpa þsr, ef þú kemur og rifjar
með mér,” sagði Björn.
“Nei, Óli minn, komdu heldur til okkar,”
sagði Gunna.
“egi þú, Gtunna, tu- tu- tunna. Þú þarft
ekki að láta þér detta í hug, að hann Óli Palli
fari að rifja með ykkur stúlkunum. Eða, er það
ekki satt, Óli minn!” spurði Björn.
“Hvað, Að eg vilji ekki rifja með stúlk-
unum?” spurði Óli Palli.
“Nei, litla þorskhöfuðið þitt, að þú viljir
ekki rifja með stúlkunum,” sagði Magnús.
“Hvemig á þorskhöfuð að svara því?“
mælti Óli Palli spekingslega.
“Það er rétt, Óli minn, láttu ekki piltana
vaða ofan í þig. Við tölum ekki svona til þín”,
sagði Magga. “Þess vegna er bezt fyrir þig,
að koma heldur til okkar, góði”
“O-o-ó! Er liún ekki sæt, hún Magga? Skil-
urðu það, Óli Palli, að liún er að draga þig
sundur í háði?” sagði Dóri.
“Hvernig á þorskhöfuð að skilja það?”
Magnús- ertnislega og hló.
“Eg skil það, sem eg vil skilja,” sagði Óli
Palli fljótlega. Hann var að hugsa um það,
hvernig stæði á Því, að Nína skyldi ekki leggja
neitt til þessara mála. En hann langaði mest
til af öllu, að heyra hennar vilja í þessu. En
sannleikurinn var sá, að Nína hafði gaman af
þessum þykkjulausu glettum, og lét þess vegna
ekki til sín heyra. Hún vissi það mjög vel, að
hún þurfti ekki að segja nema eitt orð, til að
gera enda á þessari þrætu.
“Þú verður nú að fara að ákveða þig, óli
minn. Ef þú ætlar að hjálpa okkur til að rifja,
þá máttu ekki standa þarna alt af eins og staur
í jörðu grafinn,” sagði Bjöm brosandi.
“Ertu í nokkrum vafa um, með hverjum ])ú
ætlar að vera, Óli minn? Þú líklega kemur og
rifjar við ldiðina á mér, litli vinur,” sagði
Nína.
Þetta var það, sem Óli Palli var að bíða
eftir. Nú stóð ekki lengur á svarinu hjá hon-
um.
“Já, já, auðvitað kem eg og rifja með þér,
Nína.”
“Svo þú vilt þá heldur vera með stúlkun-
um, en með okkur, nabbinn þinn,” sagði Björn
og lézt vera reiður.
“Þið farið svo hart, að eg verð undir eins
þreyttur á að fylgja ykkur eftir,” sagði óli
Palli.
“Ó-ó! Það er ekki af Því, litli refurinn
þinn. Eg veit—” sagði Magnús drýgindalega.
“Þú veizt! Hvað er það, sem þú veizt?”
spurði Óli Palli kæmleysislega.
Magnús laut niður að Óla Palla og hvíslaði
í eyra hans.
“Það er af því, að þú ert skotinn í henni
Nínu. ”
“A-a-á! Er það af því?” sagði Óli/Palli
og litla andlitið varð alt að einu spuraingar-
merki.
“Nei. Það er heldur ekki af því,” bætti
hann svo við eftir litla stund.
“Svo-o! Af hverju er það þá?” spurði
Magnús glettinn.
“Það er af því, — að eg álít að nógu mörg
þorskhöfuð séu hér saman komin í einn flekk,
þó ekki bætist fleiri við,” sagði Óli Palli.
Hann vildi ekki eiga meira undir piltunum
með orðalinyppingar eða annað. Hann geyst-
ist því af stað og hljóp í einum spretti til henn-
ar Nínu sinnar.
III.
Fyrst framan af voru stúlkurnar útsetnar
með það, að koma síðasta rifjagarðinum í
flokknum á Óla Palla, en það var honum mjög
illa við, vegna þess, að honum fylgdi stundum
miður velkomin sending. En svo fann Óli
Palli upp það ráð, að hlaupa strax til næsta
flekks, þegar einn var á enda og telja í honum
rifjagarðana, áður en stúlkurnar komu. Þann-
ig gat hann fundið út, hver hrepti síðasta rif ja-
garðinn og komið sér undan, og lék hann þær
svo á eftir eins illa og hær gerðu áður við hann.
Sá hængur var á síðasta rifgarðinum. að
honum fylgdi piltur eða stiilka, og stundum
hvorttveggja, ef karlmenn og kvenfólk rifjaði
saman. Það var kallað að setja í iflekkinn. Og
vitanlega var það 'happ eða óhapp þess, sem
hlaut síðasta rifgarðinn, alt eftir því, hver var
sett í flekkinn. En mest var þó undir því kom-
ið, hvernig síðasti rifgarðurinn var útlits.
Væri hann langur og mjór og næstum því
slítinn sundur einhvers staðar, þá átti konu-
eða mannsefnið þess, sem garðinn hrepti, að
verða óttalega veimiltítuleg og óálitleg í alla
staði.
En væri nú líka illa rakað utan að honum,
þá átti pilturinn eða stúlkan, að verða hinn
mesti sóði, lúsug og illa lynt. Og það fanst
Óla Palla alveg óþolandi að lenda á slíkum rif-
görðum.
Væri rifgarðurinn aftur jafn við sig, beinn,
fallegur í laginu og vel rakað að honum, í einu
orði sagt, fyrirmyndar rifgarður, þá átti konu-
eða mannsefnið þess, sem hann hlaut, að vera
fallegt, vel vaxið og bráð-myndarlegt í sér til
orða og verka. •
Vitanlega var öllum það vel ljóst, að þetta
var a'ð eins munnlegt gaman, sem engan virki-
leika liafði í sér fólginn. Þhátt fyrir það, kitl-
aði þetta mannlegar tilfinningar unga fólksins,
svo því var að minsta kosti um stundarsakir
alls ekki sama, þegar það lenti á veimiltítuleg-
um og lúsugum rifgörðum. Líka meðfram vegna
Þess, að bæri svo undir, var ekki sparað stríðið
og storkunaryrði í g’arð þess, er svo var ó-
heppinn.
Varð af þessu oft hið mesta fjör og kæti,
hlátur, glettur og hnyppingar á meðal unga
fólksins.
IV.
Þá fanst Óla Palla ekki lítið í það varið, að
fá að vera með fólkinu, þegar það var að taka
saman eða sæta, sem kallað var. Hann hafði
yndi af Því að veltast innan um heyið og drekka
í sig angan þass.
Óla Palla fanst það líka vera eittlivað svo
fjarskalega tilkomumikið, tiæstum hátíðlegt,
að sjá sætin fjúka upp á túni og engi, sérstak-
lega væru þau vel úr garði gerð, stór og falleg
í laginu, því Óli Palli liafði furðu glögt auga
fyrir öllu því, sem fór vel.
Þó fanst honum þessir samantekningar-
dagar vera einna daufastir, hvað {\llan félags-
skap snerti, því þá vom allir að keppast við að
koma sem mestu saman af þurra heyinu, og
gáfu sig því með minna móti við óla Palla. En
þegar hann var að myndast við að lijálpa til, þá
var honum sagt að fara frá og vera ekki að
flækjast fyrir og virtist Óla Palla það hálf-
þurt Þakklæti.
En eitthvað varð Óli Palli að hafa fyrir
stafni. Og úr þv'í að viðleitni hans að lijálpa
td, var að engu 'metin og ekki þegin, þá tók
hann það ráð, að glettast við stúlkurnar. Kom
þá stundum fyrir, að liann gjörðist of nær-
göngull við þær, og sögðu þær þá, að hann væri
alveg óþolandi og réttast fyrir hann að hypja
sig heim. En Óli Palli komst fljótt að því, að
þessu fylgdi sjaldan mikil alvara, svo bann
hélt áfram uppteknum hætti, þar tU einhvér
piltanna skarst í leikinn og sagðist skyldi koma
honum vel fyrir innan í sætinu og láta liann
dúsa þar þagað til bundið yrði næst, ef hann
hefði sig ekki hægan.
Og þó Óli Palli væri með sjálfum sér sann-
fækður um að þeim, er þetta mælti, var engin
alvara með þessa kátlegu hótun sína, þá kærði
hann sig samt ekki um að eiga mikið á hættu
með Það.
V.
Að vera kaffipóstur, var eitt af skemtileg-
ustu verkum Óla Palla og leysti hann það starf,
sem önnui’, er honum var trúað fyrir, prýðis-
vel af liendi. Hafði óli Palli oft margt gam-
an upp úr þessum kaffi-pósts ferðum, því þá
var venjulegast skifst á hnyttyrðum og glett-
um og jafnvel tuskast stundum líka. Kom það
þá oft fyrir, að Óii Palli stalst í orfin hjá pilt-
unum á meðan þeir voru að drekka kaffið, og
reyndi hann þá vitanlega að koma því svo fvr-
ir, að þeir sæju það ekki.
Óla Palla langaði fjarska mikið til þess að
læra að slá, og með sjálfum sér hugsaði hann
sér, að verða að minsta kosti eins góður slátt.u-
maður og pabbi hans, en hann var orðlagður
um alla sýsluna fyrir leikni sína og dugnað við
orfið.
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arts^Bldg. Cor Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office timar: 2—3 HeimiU 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfræBingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840
DR. 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tímar: 2—3 Heimili: 764 Victor St., Phone: 27 686 Winnipeg, Manitoba. Lindal Buhr & Stefánsson Islenzkir lögfræSingar. 356 MAIN ST. TALS.: 24 963 peir hafa einnig skrifstofur a8 Lundar, Riverton, Gimli og Ptney, og eru þar a8 hitta 4 eftirfylgjandi tlmum: Lundar: Fyrsta miBvikudag, Rlverton: Fyrsta fimtudag, Gimli: Fyrsta miSvikudag, Piney: priSja föstudag I hverjum mánuSi.
0 v DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 3—5 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba.
J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) tslenzkur lögmaOur. Rosevear, Rutherford Mclntosh and Johnson. 910-911 Electric Railway Chmbrs. Winnipeg, Canada Slmi: 23 082 Heima: 71 753 Cable Address: Roscum
DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts BWg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdóma.-wEr a8 hítta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: 42 691
J. T. THORSON, K.C. íslenzkur lögfræ8ingur SCARTH, GUILD i THORSON Skrifstofa: 308 Mining Exchange Bldg., Main St. South of Portage PHONE: 22 768
DR. A. BLONDAL 202 Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega k v e n n a og barna sjúkdóma. Er a8 hitta trt kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Ofíice Phone: 22 296 Heimill: 806 Victor St. Sími: 28 180
G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfræ8ingur Skrifstofa: 702 Confedehation Llfe Building. Main St. gegnt City Hall PHONE: 24 587
Dr. S. J. JOHANNESSON atundar lœknins/ar og yfirsetur. Til viBtals kl. 11 f. h. U1 4 e. h. og frá 6—8 a8 kveldinu. SHERBURN ST. 532 SlMI: 30 877
J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Faateignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningal4n og elds4byrg8 af ÖUu tagi. PHONE: 26 349
HAFIÐ pÉR 8ÁRA FÆTURT ef svo, finniö ' *■**« DR. B. A. LENNOX Chiropodist .Stofnsett 1910 Phone: 23 137 ojf 334 SOMERSET BLOCK, WINNIPEG.
A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur a8 sér a8 4vaxta sparifé fólks. Selur elds4byrg8 og blf- reiSa 4byrg8ir. Skriflegum fyr- irspurnum svaraS salnsíundis. Skrifstofusimi: 24 263 Heimasími: 33 328
Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlæknar. 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPEG
ALLAR TEOUNDIR •FLUTNINGAl Nú er veturinn genginn 1 garB, og ættuS þér þvl a8 leita til mln, þegar þér þurfi8 4 kolum og vi8 a8 halda. Jakob F. Bjarnason 668 Avlerstone. Sími 71 898
DR. C. H. VROMAN Tannlæknir 505 BOYD BLDG. PHONE: 24 171 WINNIPEG
pJÓÐLEQASTA KAFFI- OO MAT-BÖLUHÚ81Ð sem þessi borg hefir nokkum tlma haft innan vébanda sinna. Fyrirtaks m41tI8ir, skyr, pönnu- kökur, rúllupylsa og þjóSræknis- kaffi.—Utanbæjarmenn f4 sér 4valt fyrst hressingu 4 WEVEL CAFE 692 SARGENT AVE. Sími: 37 464 ROONEY STEVENS, eigandl.
G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 MARYLAND STREET. (pri8ja hús norSan vl8 Saj-gent). PHONE: 88 072 ViBtaistlml kl. 10-11 f. h. og 3-5 •. h.
A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaSur sá bezti Ennfremur selur hann allskonar minnisvarBa og legsteina. Bkrifstofu talsimi: 86 607 Heimilis talsimi: 58 302
GUDRON S. HELGASON A.T.C.M. kennari I Pianóspili og hljómfræOi (Theory) Kenslustofa: 640 AGNES ST. Sími: 31 416
Þegar Óli Palli var nokkra stund búinn
að ganga á eftir piltunum, þar sem þeir stóðu
við að skára, og þegar hann var búinn að taka
vel eftir því, var hann með sjálfum sór alveg
sannfærður um, að hann gæti gjört alveg eins
vel og þeir, næst þegar hann reyndi. En hvern-
ig sem á því stóð, þá lukkaðist honum Það aldr-
ei. Það byrjaði og endaði oftast nær á einn
veg, sem sé þann, að hann með mestu erfiðis-
munum gatt reitt orfið til höggs, en þagar það
féll aftur, niður og ljárinn átti að falla með
grassverðinum og fella stráin, þá stakst liann
beint endann ofan í slétta grandina og þar
varð hann að sitja þar til sjálfur eigandi orfs-
ins kom og ávítaði hann harðlega fyrir klaufa-
skapinn. Gerði Óli Palli sjaldnast annað en að
hlæja að slíku og svara oftast í sama tón. En
þegar Bjöm, vinur hans kom einu sinni að hon-
um, er hann var að handleika þetta heljar-
verkfæri og sagði, “að hann væri skussi og
yrði víst aldrei annað en skussi”, þá fataðist
litlu hetjunni spaugsyrðin. Þetta ávarp vinar
hans verkaði á hann eins og dómsúrskurður.
Honiun fanst þetta skussa-tal Björns þyngra
og harðara á sér, heldur en alt annað, sem á
undan var gengið. Þetta særði svo metnaðar-
tilfinningu óla Palla, að hann gat aldrei
glejont þvá.
(Meira.)